Lögberg - 07.08.1924, Side 4

Lögberg - 07.08.1924, Side 4
81*. 4 4 LOtíBERG, P ÍMTUDAGINN 7. AGÚST. 1924. ^Ögbcrg Gefíð út hvem Fimtudag af The Col- ibia Preu, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnip>eg, Man. Talaimari Pi-6327 o£ N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor (jtanAakrift til blaðsina: THI C01UMBI4 P((E8S, Itd., Box 317*. Winnlpog, M«i\- Utanáakrift ritatjórana: EDiTOR 10CBERC, Box 3171 Wlnnlpog, «|an. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Buiiding, 695 Sargent Ave , Winnipeg, Manitoba. Hér og þar. íslenzki fáninn var dreginn a8 hún á Free Press byggingunni hér í bæ 2. ágúst. Einnig blöktu fánar á búöum Eatons verzlunarinnar og á pósthúsinu til heiöurs Islendingadeginum. Morgunblaðið í Reykjavík er byrjað aö flytja pistla frá Vestur-íslendingum, og er þaö dálítið nýtt í sögu blaðamenskunnar á ættlandi voru; er sú breyt- ing vel meint og virðingarverð. Er þar sagt frá 50 ára afmælishátíð Wínnipeg iborgar og ýmsu fleiru. Ljóð birtist á fremstu síðu í blaðinu Heims- kringlu i síðustu viku, sem minnir átakanlega á hið snjalla kvæði Þorsteins Erlingssonar, “EMen”, nema hvað það er gjörsneytt list Þorsteins. Þar er einhver Villifer Vegtamsson, að tilkynna fólki í fimtán er- indum, að hann vilji heldur vera í helvíti, en í himna- riki. Nú, jæja, hann um það. En oss finst að hann hefði mátt halda innreið sína þangað með minni há- vaða og gauragangi en hann gerir, og án þess að halda öllum þeim andstyggðar óþverra upp að vitum manna, sem hann lætur "á þrykk útganga” í þessu kvæði, og er stór furða, að nokkurt blað skuli finnast svo þrotið að siðferðissmekk, að það leggi sig undir annan eins óþverra. ., Gáfur er það, sem maðurinn hefir sjálfur vald yfir. Yfirburða gáfur taka mann inn á vald sitt. Yfirburða gáfur ryðja sér ávalt braut, þó hún Iiggi yfir hrunin heimili og helsærð hjörtu. Eg trúi ekki, að nokkurt yfirburðaverk hafi ver- ið framleitt af einum manni, án þess að ein'hver ann- ar hafi átt þátt í tilorðning þess. Er það lítils virði að kveikja slíkt ljós? Er það ekki “genius” út af fyrir sig að vera slik persóna, — þannig gjörð, uppalin og með svo miklu jafnvægi, að °rð hennar, augnaráð og tilvera getur vakið eld frum- hugsunarinnar í huga annars? Mikill er hinn skap- andi listamaður. En hvað á að segja um Iistamann- inn hinn — persónuna, sem vekur og knýr fram hið skapandi afl í sálu hans? Hvað á að segja um mann, sem er “genius” og er undir töfraafli annars, sem er enginn heimskingi? Hvað er um konurnar, sem hleyptu hinum skapanda eldi i sál Danté og Goethe í bjart og logandi bál? Við þekkjum nokkuð til þeirra áhrifa, sem hin ónafn- greinda kona hafði á Shakespeare. Hin góðu og hin illu áhrif hennar á hann brjótast fram eins og þungur, eða dynjandi brimniður. Það er þó hægt að segjá um hana, að hún vissi ^kki hvað hún var að gjöra, vissi ekki við hvern að hún átti. Naumast er samt sanngjarnt að segja það um hana, sem vildi vera Cleopatra sinnar tíðar. Segjum, að hún hafi viljað honum alt hið versta. Segjum, að hún hafi verið Cressida en ekki Rosalind, jafnvel þó hún hafi verið eins blind og Fanny Brawne gagnvart skáldinu unga, sem unni henni. Á þá að dæma af henni allan heiður? Hvað var það, sem dró hana að slíkum manni, sem Shakespeare var? Ljónið velur sér ekki héra að maka. Þar var eitthvert jafnræði, eitthvert jafnræð- isafl, eitthvað annað en fegurð. Hún hlýtur að hafa átt í sér það, sem þær Beatrice, Lára, Juliet, Drouets og^ Frú von Steens áttu, og sem réð því, að þær urðu Iifstíðar förunautar hinna miklu manna sinna. Og það afl nefni eg “genius” kvenkynsins, því hið sérkennilega eðli þess er, þegar það, þetta æðsta, sem vér kunnum ekki að gefa nafn, mætir og samein- ast “genius” hjá karlmanni, þá verða listaverkin til.” —Clemence Dane. Lögmál lífsins. Þegar vér lítum kringum oss í náttúrunni, þá sjá- um vér, að þar er öllu takmark sett, — sjáum, að það niinsta til hins mesta, það veikasta til hins sterkasta, vérður að hlýða settu lögmáli til þess að geta notið sín. Þetta lögmál í náttúrunni er skilyrði fyrir öllum þroska og þrótti, og þar sem líf náttúrunnar—líf dýr- anna, fiskanna, fuglanna og jurtanna, er í fylst sam- ræmi við það, þar er það fullkomnast og fegurst. Mönnum er lika ljóst, hver áhrif það hefir, þegar breytt er á móti lögmáli náttúrunnar. Mönnum er ljost, að dýrum hitabeltisins er dauðinn vís, er þau eru flutt í vetrarkulda hinna norðlægu landa; fisk- unum, ef þeir eru skildir eftir á þurru landi; jurtum og blomum, ef þau fá ekki notið yls sólarinnar og daggar himinsins, — ekkert af því getur notið sin, heldur þverrar þróttur þess og það deyr. Sama er að segja með náttúruöflin, þau fylgja sinum settu lögum, sem enginn getur breytt og á einskis manns færi er að standa á móti. Menn geta að vísu tekið þau í þjónustu sína og hafa gert það, en þó að eins á einn hátt. Með því að vinna með hinu setta lögmáli þeirra. Það er sagt, að menn hafi tek- ið rafmagnið i þjónustu sína. Þetta er ekki satt nema að nokkru leyti. Það mætti með nærri eins miklum rétti segja, að hugvit mannsins væri í þjónustu þessa afls, því alt, senl mannsandinn og mannshöndin hefir gjört í því sambandi, er að beina straumum þess í vissar áttir, en grundvallar lögmáli þess hafa þeir ekki haggað um eina hársbreidd, meira að segja, verða að vera undirgefnir undir það, því ef þeir reyna að ganga á móti því, vitandi eða óafvitandi, er voðinn vís. Sama er að segja um vatnsaflið. Eins lengi og menn hlýða hinum settu lögum þess, getur það verið og er mönnum til ómetanlegs gagns, en nothæfni þess hverfur í flestum tilfellum algjörlega, ef á móti þeim er gengið. Þannig mætti halda áfram koll af kolli og sýna og sanna, að höfuð-skilyrði fyrir allri afkomu, þroska og lífi í náttúrunni, er að vinna með náttúruöflunum, en ekki á móti þeim; að eiga þau að vinum, en ekki að óvinum. Hinn andlegi hugsanaheimur vor mannanna er háður hinu sama lögmáli. f honum ræður lögmál, sem er jafn ákveðið og órjúfanlegt og i náttúrunni, og það er ekki siður áriðandi fyrir menn að kynna sér það og skilja, en lögmál náttúrunnar. Hugsanaheimur mannanna er viðáttumikill, og lítt kannaður enn sem komið er. Einhver maður hefir sagt, að menn væru “tveggja dollara virði frá höfö- inu og niður, en höfuðið geti enginn maður virt til verðs.” Svona mikils virði finst þessum manni að hugsanir manna geti verið. Það er ekki ætlun vor, að skýra hin ráðandi öfl í hugarheimum manna, enda skortir oss þar til þekk- ingu og tíma. En á sum þeirra má benda, sem eru svo auðsæ og hafa afar mikla þýðingu fyrir afkomif manna og líf. Eitt af þeim er aðdráttaraflið—afl það, sem ó- sjálfrátt og óþvingað dregur að sér—afl. sem fólk vill sameinast og nýtur sin í návist við. Það er með það eins og segulaflið, að það dregur alt til sín, sem er samkynja. HVað er svo þetta aðdráttarafl ? Eða í hverju er það fólgið ? Það er hugarástand—andlegt ástand hins einstaka manns, og er fólgið í eða kemur fram í hugs unum hans, orðum og gjörðum. Lögmálið í andans ríki er friður og fegurð, og enginn maður getur gengið á móti því—breytt á móti því—, nema sér til tjóns, og það tjón er mikið, svo mikið, að það veldur ósamræmi í öllu lífi manna og óhöppum í fyrirtækjum þeirra og sambúð við aðra. Lífslögmálið í andans ríki krefst fegurðar, og fólkið, hvort heldur það er í samræmi við það eða ekki, hvort heldur það er sér þess meðvitandi eða ekki, líka. Maður sá eða kona, sem því lögmáli ekki skeytir, er olnbogabarn heimsins, þeim finst lífið kalt, lifsstörfin leiðinleg, fólkið ónærgætið, sérgott og þóttafult. En alt, sem að er, er, að slíkar persónur eru í ósamræmi við lögmál það, sem ræður og ríkir í andans heimi. Hugsjónin er því, að riá samræminu við þetta og önnur lögmál í riki andans. Sögu höfum vér heyrt um konu eina,. Hún var margra barna móðir og unni börnum sínum heitt, og eins og menn vita, þá er einlægur kærleikur barn- anna eina og aðal umbun móðurástarinnar. Þessi móðir þráði þann kærleika af öllu hjarta, en hún gat ekki notið hans sökum ósamræmis þess, sem hún var í við lögmál það, sem vér höfum minst á og ræður í- andans heimi. Yfir sál þessarar konu hvíldi skuggi. Orðin, sem hún talaði, voru köld, hörð og ásakandi, sem urðu að vegg á milli hennar og barnanna, sem hún elskaði. Vér vitum ekki, hvort kona þessi skildi sjálf af- stöðu sina, eða ósamræmi það, sem hún var í við lög- málið í andans heimi, en hún fann áreiðanlega til ó- gæfu þeirrar, sem það hefir ávalt í för með sér. Og í sporum þessarar konu standa þúsundir manna og kvenna, sem hrinda frá sér því, sem þau þrá mest, kærleik, virðingu og vináttu, að eins fyrir þá einu á- stæðu, að þau hnoss fást ekki nema i samræmi við lögmál það, sem ríkir í andans heimi og þeim ræður. Þegar í byrjun lífs hvers einstaklings, er því vert að gjöra sér grein fyrir þeim sannleika, að undir hugarfari hans er velgengni hans í lífinu komin. Það er hún, sem gjörir hann vinsælan eða óvinsælan, geðprúðan eða geðvondan, lánsaman eð ólánsaman, sjálfstæðan eða öreiga. Sé hún í samræmi við hið ó- rjúfanlega andans lögmáls, er öllu óhætt. Sé hún þvi gagnstæð eða mótsnúin, er ógæfan vís. í ritningunni er talað um, að þeim, sem hefir, skuli gefast, svo hann njóti allsnægta, en frá þeim, sem lítið hefir, tekið, jafnvel aleiga 'hans. Er ekki þarna staðfest hið órjúfanlega lögmál í andans heimi? Hefir ekki sá maður, sem beitt hefir hugsun sinni til þess að höndla þann fjársjóð, sem hér er um að ræða, aukið þrótt sinn og nothæfni til frekari framsóknar og víðtækari áhrifa, sökum þess, að hann vann í sam- ræmi við öfl þau, er ráða í ríki andans, en hinn, sem það ekki gjörir—ekki neytir hins andlega afls síns á hagkvæman hátt, tapar og tapar æ meir, þvi lengur sem hann lifir i ósamræmi við lög þau, er í andans ríki ráða? Islendingadagurinn í Winnipeg. iHann rann upp þungbúinn og með þrumum. En þrumurnar þögnuðu og sólin brosti gegn um skýin og dreifði þeim, þegar fram á daginn kom, svo veðrið mátti heita ágætt. Þó leikir yrðu að 'byrja nokkru seinna, en gerist, þegar bjart er veður, þá var það engin frágangssök. íslendingadagurinn er orðinn svo þektur, að um hann er naumast þörf að rita langt mál. Leikir, í- þróttir og minni, það sama ár eftir ár, og svo dans á eftir, sem er eðlilegt við slíkt tækifæri. I þetta sinn er þó um nýmæli að ræða í sam- bandi við íslendingadaginn í Winnipeg, og það er að kona kom fram í fyrsta sinni á meðal Vestur-lslend- inga í gerfi Fjallkonunnar—ímynd eyjunnar, sem situr “norður við heimskaut í svalköldum sævi”— ríkisins íslenzka, og flutti ávarp. Þessi nýja tilbreytni hefir mælst vel fyrir hjá þorra fslendinga hér fyrir vestan, og víst er um það, að hugmynd þessi er fögur. En það er vandfarið með hana, og vér getum ekki varist þeirrar hugsunar, að skilningur fólks og sumra þeirra, sem hvað mest höfðu við þessa nýbreytni að gera, muni naumast hafa verið nógu skýr, né heldur tilfinningin nógu næm fyr- ir ábyrgð þeirri, sem á þeim hvildi í sambandi við þá nýbreytni. Ábyrgðin var hvorki meiri né minni en sú, að menn tóku sér fyrir hendur að sýna hinu uppvaxandi íslenzka fólki í Winnipeg og hinni enskumælandi canadisku þjóð Fjallkonuna—drotning hinnar ís- lenzku þjóðar. Hér var því um heiður þeirrar þjóðar að ræða x heild sinni, sem nauðsynlegt var að gera ser grein fyrir í fyrstu, og menn verða að hafa fast í minni í framtíðinni og forðast alt það, smátt og stórt, sem rýrt getur tign þá og sóma sem slíkri hugmynd ber. Því, eins og sagt er, er þar ekki að eins um að ræða, að nefnd þeirri, sem fyrir fslendingadeginum stendur, farist verk sitt í sambandi við þá hugmynd vel úr hendi, að það sé henni til sóma, heldur verður það að vera allri hinni islenzku þjóð til sóma. Búningur Fjallkonunnar var prýðilegur. Hvítur kyrtill bryddur hvítum hlaðborða; möttull fagur- grænn sem skógurinn íslenzki, bryddur snjóhvítu loð- skinni með svörtum dílum. Á höfði bar hún kórónu gylta, með skjaldarmerki íslands í miðju, og var gyrt gyltu belti. Framkoma Fjallkonunnar var látlaus og hógvær. En nokkrir misbrestir þóttu oss á móttöku hennar frá nefndarinnar hálfu, og skal nú bent á suma þeirra. Þegar að hún kom suður að skemtigarðinum, var hún látin sitja í bifreið sinni alllengi fyrir utan garð. En skjaldmeyjar hennar, sem voru fjórar (þrjár þeirra þar á staðnum, en ein kom seinnaj, búnar hinum glæsilega íslenzka búningi, skautbúningnum, voru leiddar fram fyrir fólkið og gjörðar því kunnar, sem var beint brot á öllum hirðsiðum; þær áttu undir öll- um kringumstæðum að bíða, þar til Fjallkonan kom, og fylgja benni eftir. Eftir að skjaldmeyjarnar höfðu setið ærinn tíma á pallinum fyrir framan autt sæti Fjallkonunnar, fóru þær ásamt tveimur nefndarmönnum að sækja hana. Eftir stundarkorn kom svo fylkingin og færð- ist hægt og gætilega nær hásætinu. Á þeirri göngu var engri reglu fylgt, þar sem að skjaldmeyjarnar hefðu átt að ganga spölkom á eftir, og karlmennirnir jafn langan spöl á undan og Fjallkonan í miðið. Þeg- ar að pallinum kom, áttu karlmennirnir að falla til baka, Fjallkonan að ganga fyrst upp á pallinn og skjald meyjarnar á eftir, en karlmennirnir síðast. 1 stað þess skaut annar þeirra sér inn á milli Fjallkonunnar og skjaldmeyjanna, þegar að pallinum kom. Ekki var sú smekkleysa samt stórhneykslanleg. Hitt var átakanlegra, að þegar Fjallkonan gekk til hásætis sins, kyrjar lúðraflokkurinn upp: “Ó fögur er vor fóstur- jörð”, i stað íslenzka þjóðsöngsins, sem var með öllu ófyrirgefanlegt við slíkt tækifæri. Þetta, sem nú er sagt, er ekki sagt í neinum illum tilgangi, heldur að eins bent á þessa vankanta, til þess að menn forðist þá í framtíðinni, ef Fjallkonuhug- myndinni verður haldið áfram. Annað er það, sem foenda þarf á í þessu sam- bandi, þó það snerti ef til vill ekki fremur þennan ís- lendingadag en aðra, j>ó það stingi mann enn sárara sökum nærveru Fjallkonunnar, og það er, að menn skuli sitja eða standa með höfuöfötin á meðan að þjóð- söngvar eru sungnir eða spilaðir. I þetta sinn var “Ó guð vors lands” leikið á hljóðfæri eftir að Fjall- konan hafði flutt- ávarp sitt. Forseti dagsins bað fólk að standa á fætur og var það gert tafarlaust, en sjálfsagt fullur helmingur karlmanna stóð með hatta á höfðum. Hið sama átti sér stað, er þjóðsöngur Canada var leikinn. Þetta er ósiður, sem verður að íeggjast niður, og er blettur á hverjum Islendinga- degi, sem það á sér stað á. Annað atriði skal hér að eins drepið á, sem er merkilegt í sambandi við 2-. ágúst 1924, og það er, að þá voru liðin fimtíu ár frá því að fyrsta þjóðhátíð var haldin á meðal Vestur-Islendinga, og líka frá því, að fyrsta félag íslendinga var myndað hér í álfu, og er því full ástæða við þessi tímamót að spyrja eins og Jónas Hallgrímsson: “Hvað er þá orðið okkar starf?” ekki í sex hundruð sumur, heldur í fimtíu sumur í þessari heimsálfu? En sú spuming er of yfirgrips- mikil til þess að svara henni að þessu sinni. Og skal því máli voru lokið um íslendingadaginn þennan síð- asta í Winnipeg að öðru leyti en því, að tekið skal fram. að hann var óvanalega fjölmennur. SPARAÐ FÉ SAFNAR FE Ef þér hafið ekki þegar Sparisjóðsreikntng, þá getið þér ekkl breytt hyggilegar, en að leggja pcninga yðar Inn á eltthvert af vor- um næstn útibúum. par bíða þeir yðar, þegar rétti límlnn kemur til að nota þá yður til sem mests hagnaðar. TJnion Bank of Canada hefir starfað í 58 ár og hefir á þeim tíma komlð npp 345 útibúum frá strönd til strandar. Vér bjóðum yður Xipra og ábyggUega afgreiðslu, hvort sem þér gerið mikil eða lítU viðsktfti. Vér bjóðum yður að heimsækja vort næsta trtibú, ráðsmaðurinn og starfsmenn hans, munu finna sér ljúft og skylt að leiðbeina yður. CTIBÚ VOR EKU A Sargent Ave. og Slierbrooke Osborne og Corydon Ave. Portage Ave. og Arlington Logan Ave og Sherbrooke 491 Portage Ave. og 9 önnnr útibú í Winnipeg AÐ ALSKRIESTOFA: UNION BANK OF CANADA MAI\ and WILLIAM — — WINNTPEG Minni tslands Ræða flutt af Guðm. lögmanni Grímtsyni, Langdon, N,D., á It- lendingadcgi í W.peg, 2. ág. ’24 Herra forseti! Góðir íslendingar! iKonur og menn! Eg ihlaut þungar álhyggjur af skeyti iþví er íslendingadagsnefnd- in sendi mér. þar sem eg var beðinn að mæla fyrir minni Is- lands Ihér í Winnipeg í dag. Eg var í efa um ihvort eg. gæti nokkuð um það málefni sagt. — Eig var aðeins hálfu ári betur en þrévetur er eg kom til þessa lands. Aðeins ein endurminning frá íslandi stendur sem í draum-móðu fyrir Ihugskotssjónum mínum. Eg hefi stöðugt dvalið á meðal enksu- mælandi manna. frá iþJeim tíma að eg var níu ára gamall. Alt upp- eldi mitt, mentunarþroska. Ihug- sjónir og siðvenjur efi eg Ihlotið frá amerískum stofnunum. Um fsland veit eg lítið. annað en það, jsem eg drakk í mig við skaut móður minnar er hún kendi mðr að lesa íslenska tumgu, og lesa íslenskar hetjusögur auk þess and- lega samneytis, sem eg ihefi reynt að halda við þessar fyrirmyndar hetjur barnæsku minnar og virð- ingar þeirrar er eg hefi foorið fyrir íslensku landi og þjóðernl. Önnur kynslóð íslendinga í þessn fylki, er annaðlhvort fædd foér af íslensku foreldri. á íslandi fæddu eða fluttist hingað á barnsaldri. Eg er sjálfur í þeim flokki. — Eftir að fhafa ibrotið iheilann um þetta fram og aftur, komst eg að þeirri niðurstöðu að ýmislegt væri það er mig langaði til þess að vekja athygli á í Isamibandi við aðra kynslóðina og fyrir hennar (hðnd. Þeis'svegna afréði eg að taka fooðinu og því er eg hér kominnjþó mig iskorti alla kunn- áttu til þess að færa það til Ihæfi- j svo þar stæði “<til vestuns. norð- legs máls, er eg vildi helst sagt urs.” Að minsta kosti voru frum- Ihafa. i bygg'jar íslands búnir þeim kjarki Tvær aðal spurningar risu 1; og þvtí skapferli ,sem engum vildi huga mínum. en þær eru þessar: í lúta og altaf leitaði nýrra sigur- IHverja þýðingu Ihefir ísland1 vinninga. öll þrá þeirra stóð til 'fyrir aðra kynslóðina. og er nokk- j þess að kanna ókunna stigu sigr- ur gild ástæða til þess. önnur í ast á hverri þraut og deila hlut- kyrislóðin, sem er alin upp við og j skifti ha-mingju sinar sjálfir á eig- gagnsýrð af andrúmslofti ame-;in óðulum. Sjálfráðir vildu þeir rískrar og canadiskrar þjóðernis- vera. t þeim anda tóku þeir sér þá verði beizlað vatnsaflið mikla á íslandi er niú gnauðar til einskls og nbtað til daglegra nauðsynja. til verksmiðjuiðnaðar. vísinda og lista. — Þannig kemur mér landið fyrir sjónir. .Svipmikið sviphart og ef til vill ekki örlátt á náttúrugæði og Ihart í kröfum við þá. er þeirra leita í skauti þess. En á hina ihlið- ina einstætt að fegurð og undur- samlegum fyrirlbrigðum, og auð- ugra af möguleikum en tölum verði talið. En þegar eg nefni Island þá er það ekkj aðeins landið, ier eg festi athygli mína við heklur og þjóðin sjálf, sem fyllir landið sál og lífsanda. Eg þarf ekki að skýra ykkur frá þvií ihvernig ’landið foygðist af frjálshuguðum víkingum er Iheld- ur kusu að sigla ókunn og víðáttu- mikil höf, og taka sér Ibólfestu við erfiða óg kannske harða lands- kosti, heldur en að lúta drottin- valdi nokkurs mann's. Því hefir verið haldið fram að vagga mann- kynsins ihafi staðið í Suður-Aisíu. Að minsta kosti bendir mannkyns- sagan, það vér til vitum. á það að uppruni siðmenningarinnar hafi orðið í hitabeltinu. Fyrstu tilraun- ir til istjórnarskipulags voru þár gerðar en isvo virðist sem þeir einstaklingar er iharðgerðastir voru hafi ávalt leitað norður og vestur á ibóginn. ÞesSir iharðgerð- ari einstaklingar stofnsettu svo ný rlíki, er þeir ekki vildu iþola á- nauð og harðstjórn þeirra, er eldrl Voru. Þegar Peraavoldi og Carth- agó féllu í rústir. hófust Griikkir og Rómverjar til ríkis og valda og upp af rústum iþeirra risu fyrst keisaradæmi Karla — Magnúsar og Nanpóleonjs. Síðar færðist Iheimsveldið yfir á ihendur Breta, og nú á síðustu tímum einnlg Bandaríkjanna. Hendingunni. “Al- þjóðaveldisins vegi til vesturs miðar æ,” mætti kannske ibreyta. menningar. skuli minnast íslands, elska það og Ibera lotningu fyrir því. - — Þegar eg hugleiði hvera virði ís'land er mér, þá hugsa eg mér fyrst landið sjálft Andstæðúlandið; ’land jökla. firn- inda og funalbáls og alls þess, sem bólfestu og trygðu sér frelsi og sjálfstæði á íslandi. Þar myndað- ist fyrst algjörð sjálfstjórn. Þangað fluttu þeir siðvenjur feðra sinna,. þar reistu þeir bú sín með fylginautum sínum. og þar riðu þeir í gistivináttu og til veizluhalda, þar sem þeir skemtu þar skilur á milli. Lítil eyja. er sér við að segja og hlusta á frá- náittúran ihefir sett sem varnar- garð mót stórajóum æstra norð- anvinda og ísruðningi ystu norð- urhafa, yljuð af hlýstraumum suðurhafa um suðurstrendur. Fjörutíu þúsund mílur enskar að flatarmáli. og aðeins einn sjötti hluti þess Ibyggilegur. Hitt er jötnas'miðja jökulísa og jarðelda. Þar brjótast sjóðandi ihverir fram úr eldheitum jarðariðrum og tempra ískulda jökulfljótanna. Þar heyja hrauribreiður eldfjall- anna einvígi um yfirráðin við hjarnfannir skriðjöklanna. Island er landið er svo stendur mér fyrir 'hugskotssjónum, sem þar heyjl náttúruöflin voldugri og marg- breytilegri leik en á nokkrum öðrum stað um víða veröld. 1 þessari smiðju náttúrunnar sá eg frjósama og iðgræna dali. Fjöll- in eru há. tignarleg og ægileg. Smálækir sitra niður jökulhllíð- arnar og sameinast í stórfljótum, er geysast í þröngum gljúfrum. og .hendast fram af hengiflugi stands >— og stuðlabergs, voldug ustu fossarnir í allri Norðurálfu. Eg sé fyrir mér land, sem heffr þessi einkenni helst: sviphörku, styrk. afl og traustleik. Það má vel vera, að það eigl ekki mikla framtíð sem akuryrkju- land. Það má vel vera að það nái aldrei forystu í kaupskap eða iðn- aði. en þó er, sem er ,sjái í óljósri f jarlægri framtíð eitthvað af Ihinu takmarkarlaúsa vatnsafli þes« beizlað til bles'sunar fyrir þjóð- ina. Vel geta þeir tímar komið, að olía kol og annað eldsneyti til orku þrjóti. Vel má líka svo fara að þá séu fundnir nýir orkugjafar. er osis ekki dreymir um nú að finnast muni, en sennilegt þykir mér að sagnir skáldanna um afreksverk þeirra sjálfra Og forfeðranna af- bragð annara manna. Af þesisum neista tendraðist það ifolys í bók- mentahei'minum sem um aldir hefir lýst og sem mætti vera hverri stórþjóð sem væri stolts- og faganðarauki. Tungan er þeir töluðu var og töluð, eða skildist um mestalla Norður-Evrópu og á Bretlandi. Þessari tungu ihafa ís- lendingar einir Ihaldið fram á þenna dag. Hið óþýða. kuldalega og harða náttúrufar landsins áttl vel við skapsmuni frumbyggj- anna, því hugur þeirra stóð til bardaga og sigurvinninga á öllum sviðum. Og landslag og Qandskost- ir efldu þessa skapsmuni til fulln- aðarþroska. 'Baráttan fyrir dag- legu viðurværi jók þrek þpirra. feistu og þolgæði. Tignarsvipur alndsins og fegurð þess, glæddi gðfugmenskuna, fegurðarþrána og guðdómsneistannn í sálum þeirra. Ltílct getur líkan. Mikilýðgi, mátt- ur og fegurð landsins. kastaðl ljóma yfir ihugarfar ’landsmanna, og varpaði endurskini frá isálum þeirra. Vér sannfærumist um þetta. ef vér lesum sögurnar og gerum oss grein fyrir helstu lundareinkenn- urn þeirra garpa er í þeim lifa og hrærast. iEgil.1 Sikallagrímisson, Grettir. Njáll, Gunnar h Hlíðarenda Og aðrar hetjur fyrnast mér aldrel. Það er ekki hægt að meta til fjár þau áhrif er islíkar ibókm'entir hafa á auðmótaðar sálir ækjskulýðsins. Viijið þér í skiftum fyrir þær taka “Diamond Dick ” Nick Cant- er og þess konar sorpdyngjur, sem reiddar eru fram á Iborðið fyrir amerískan æskulýð nú á dögúm?

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.