Lögberg - 21.08.1924, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.08.1924, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. ÁGÚST. 1924. Joseph Taylor Robinson Leiðtogi Demokrataflokksins í efri málstofu þjóSþingsins í Wash- ington, Senator Joseph Taylor Rob- inson frá Arkansas, er um þessar mundir talinn að vera einn hinn allra áhrifamesti mælskumaður Suöurríkjanna og hefir um undan- farin ár þótt næsta líklegur til forsetatignar. í æsku þótti hann næsta óvæginn í orSaviðskiftum, en með fjölgandi árum hefir hann náð betra jafnvægi, þótt hvass- skeyttur geti hann enn aS visu veriÖ. Meðan JVoodrow Wilson gegndi forsetaembætti, átti hann fáa ef nokkra, jáfn eindregna fylgjend- ur á þingi og Senator Robinson. Naut enda svo mikils álits hjá for- ingja sínum, aö hann taldi hann vera i raun og veru siðferöis- og vitsmunalegan leiðtoga flokks sins í efri málstofunni. Barðist hann af kappi fyrir Þjóðbandalags hug- myndinni og kvað Bandaríkjaþjóð- ina einhvern tíma mundu iðrast þess. hvernig meS mál það var farið. Senator Robinson er fæddur á bændabýli i Linoke sveit í Arkans- asriki, hinn 26. dag ágústmánaðar árið 1872. Var faðir hans lærður læknir, en gerðist síðan kennimað- ur innan vébanda Baptistkirkj- unnar. Var drengurinn ekki nema tólf ára, er hann fór að vinna fyrir sér. Gekk hann á barnaskóla bygð- arinnar, en las jafnframt af kappi heima fyrir, þótt frernur væri myrkt umhorfs, því eigi var um annað en lítið kertaljós að ræða. Að loknu barnaskólanámi fékk Robinson kennaraleyfi, án þess þó að hafa gengið á miðskóla, og kendi börnum um hrið. Jafnskjótt og hann þóttist vera nokkurn veg- inn sjálfbjarga í efnalegu tilliti, tók hann að stunda nám við Ark- ansas háskólann, en lagði síðar stund á lögvísi við háskólann í Virginia og útskrifaðist þaðan í þeirri fræðigrein með lofi. Hvarf hann að því búnu heim til Lonoke og tók að gefa sig við málafærslu. Dvaldi hann þar fram til ársins 1912, er hann var kosinn til ríkis- stjóra i Arkansas. Núverandi heim- ili hans er að Little Rock, þar sem hann stundar málaflutning, i milli þess er hann situr á þingi. Senator Robinson varð fyrst verulega þjóðkunnur maður, er hann árið 1920, var kjörinn forseti útnefningarþings Demókrata; í þeirri stöðu sýndi hann af sér frá- bæra röggsemi. Áhrifamestu ræð- ur Senator Robinsons eru taldar að vera þær, er hann flutti í efri mál- stofunni gegn fjórvelda samningn- um og svarræðan til La Follette, rétt áður en forsetinn sagði Þjóð- verjum stríð á hendur. Sentor Robinson er framúr skarandi á- kafamaður við vinnu, enda hefir hann eins og flest önnur mikil- menni, unnið stærstu sigra sína fyr- ir elju og ástundun. Hversdags- lega lifir hann afar óbrotnu lífi. Það fær honum ósegjanlegrar á- nægju að leika “golf’, þó finst honum hann ekki geta nema ein- stöku sinnum gefið sig við því, sökum annrikis. Hann á sam- merkt við Grover Cleveland í því, að honum þykir gaman að fiski- veiðum. En í nágrenni hans eru fáar fiskigöngu-ár og þess vegna taka fiskiveiðarnar ekki upp mikið af tíma senatorsins. Það hefir verið sagt um Senator Robinson, að hann kynni ekki að hræðast, enda virðist honum öldungis standa á sama hvort hann á í höggi við voldugan bankamann, verksmiðju- eiganda og járnbrautarkóng, eða óbrotinn almúgamann. Vinir Sen- ator Robinsons beinlínis trúa á hann, en andstæðingar hans geta ekki annað en sýnt honum virð ingu, hvort þeir vilja eða vilja ekki. Hinn 15. dag desembermánaðar árið 1895 kvæntist Senator Robin- son og gekk að eiga Euilda Gert- rude Miller. Þegar þau .hjón dvelja i Washington, búa þau á Congress Llall hótelinu. F ornleif af undurinn í gröf Tut-enkh-amons. Eftir T. George Allen. Senator Robinson hefir ákveðið að verja tíma þeim, sem enn er eft- ir fram að nóvemberkosningunum, til þess að ferðast um og flytja ræður til stuðnings þeim John W. Davis, forsetaefni Demokrata- flokksins, og Bryan ríkisstjóra, sem útnefndur hefir verið til vara- forseta. OT| I | ■ Hvt aB þjast af KJ I I L L synlegur. l>vt Dr. 1 i i 1 ÍM t>læBandl °$> I LL U inm g-ymnlæS? XJppskurBur ÓnauB- Chaaws Olntment hjálpar þér atrax. «0 cent hylkiB hjá. lyfsðlura eBa fr* Edmaneon, Bates & Co., Umitad, Toronto. Reynsluskeríur sendur 6- kev-ls, ef nafn Þeesa blaBe er tiltek. I* am t oent frlraerk' Veturinn 1923—1924 sáum við loksins hvað herbergi það, er líkið hvílir i, hafði að geyma. Fyrst varð fyrir okkur þil, úr feykilega sterku timbri, og var það alt lagt með gullþynnum og öðru skrauti að utan. Var þil þetta svo mikið, að það virtist fylla út i herbergið. Oss var undir eins ljóst, að tré þau hin miklu, sem í milligerðinni voru, höfðu ekki getað komist í gegn um dyr þær, er við höfðum fundið, og 'komumst við þá að raun um, að dvrnar og dyraherbergið var ekki áfast berginu, sem gröfin eða hvílurúmið sjálft var i, en hafði verið bygt framan við, eftir að kon1 ungurinn var greftraður. Þegar búið var að taka skraut alt af veggnum eða þilinu að innan og ut- an, var hann rifinn. Innar frá þeim timburvegg, eða milligerð, var ’önnur, og höfðum við áður komið auga á ýmsa muni, sem þar voru á milli, svo sem lín gulldregið, gylta göngustafi, boga og aðra muni. Þegar við fórum að skoða þetta, komumst við að raun um, að einn göngustafurinn var úr gulli og annar úr silfri, og var handfang- ið gjört með mynd konungsins á; og þarf sjónauka til þess að geta metið listfengi það, er þá gripi prýða. Eftir að við með ánægju- lega mikilli þolinmæði og útsjón höfðum tekið niður hvelfingu úr líni, sem gerð var i þremur stykkjum og var yfir tvíumgjörð- inni, sáum við hinar tvöföldu dyr þar fyrir innan og voru þær gull- búnar. Dyr þær opnuðum við 3. janúar 1924 og sáum legstað kon- ungsins að eins tilsýndar. Eftir að við vorum sannfærðir um, að alt var með feldu, og að kista konunsins hafði ekki verið hreyfð, var aftur hlaðið upp í dyrnar, svo að hægt væri að taka niður ölturu þau, sem þar voru inni Auðsjáanlega höfðu smiðir Tutenkhamons gengiði vel frá verf<- um sinum. Öll samskeyti höfðu af þeim verið merkt. En þeir, sem áttu að setja þau saman í gröfinni, hafa ekki verið verki sinu eins vel vaxnir, því þau voru rekin saman af handahófi. En Mr. Carter og félagar hans gátu þrátt fyrir það séð við því, að skemdir yrðu á þess- um munurn. Þegar búið var að taka niður allar milligerðir, kom í ljós stein- líkkista mikil, ósegjanlega skraut- leg. Hún stóð svo hátt, að maður gat ekki séð yfir hana, þegar stað- ið var á jafnsléttu. Á hornum hennar fjórum stóðu gyðju líkn- eski, fagurlega gjörð, og réttu þau út armana eins og til þess að banda á móti gesturn, þó þeir nálguðust þær með lotningu. í geymslu- klefa rétt þar hjá voru þessi gyðju- líkneski logagylt, og hölluðu dá- lítið undir flatt, þar sem þær héldu vörð um kassa með leirkerum i, þar sem innýfli konungsins- voru geymd. Þessar aðdáanlegu mynda- styttur, sagði Prof. Breasted, eftir að hafa virt þær fyrir sér, eru gjör- samlega ný opinberun um tign og fegurð hinnar fornu listar. Þær jafnast fyllilega á við það fegursta sem Grikkir framleiddu og það, sem þekt er á sviði listarinnar. Þessir hlutir, ásamt ölturum, kistum, eftir líkingum og bátum, og óteljandi öðrum munum, eru hliðarherbregin full af, og sem enn hefir ekki unnist tími til að skoða. 12. febrúar 1924 kom hin eftir- þráða stund, þegar steinkistan var opnuð. Hið upphaflega lok, sem á kistunni hefir verið, hefir hlotið að hafa brotnað, þegar átt hefir að láta það yfir, þvi lok það, sem not- að hefir verið, er af annari teg;und —út öðrum steini en kistan sjálf. Kistan er úr gulleitum sandsteini, sem þegar litið er á hana, virðist vera alsett krystöllum. Lokið er úr rósrauðu blágrýti, og hefir líka brotnað, þegar það var sett á. En sprungan, sem í það kom, hefir verið fylt með rauðu steinlími. Við urðum því að sprengja lokið, áður en við gátum lyft því með talíum. Svo var lokinu lyft hægt og gæti- lega, Oý er ekki hægt að segja ann- ina er gammur hinna suðrænni landa greyptur, en á hina kórónað- ur höggormur norðursins. En í höndum, sem eru lagðar í kross á brjóstinu, heldur hann á veldis- sprota og vendi, eins og er í sam- ræmi við afstöðu hans til Osiris, konungs dauðans. Víðsvegar um þennan grafarsal eru myndir af útfararsiðum. Á austurvegg er mynd af hinni kon- unglegu múmíu. Hún hvílir þar í hinu helga skipi, sem sett er á sleða, og eru hinir göfugustu menn konungshirðarinnar á leiðinni með hann til grafar. Á norðurveggn- um er mynd af eftirmanni Tutenk- hamons, Eye konungi, þar sem hann er að skipa fyrir um greftr- uniná. Eye var giftur hjúkrunar- konu Ikhnatons og var ákveðinn fylgismaður hinnar nýju stefnu, og var um hríð áhrifamikill embættis- maður í stjórnartíð Tutenkhamons og hefir ef til vill ríkt eitthvað með honum. En aðalmaðurinn sýnist þó Harmhab, eftirmaður Eye að hafa verið, og það var hann, sem kom meiri og betri reglu á í ríkinu, en hinir höfðu getað gert. Howard Carter hafði vonast eftir, að geta lokið við að rannsaka gröfina að fullu síðastliðinn vetur, en hann varð að hætta öllum at- höfnum sökum þess, að samningar höfðu ekki komist á á milli hans og stjórnarinnar á Egyptalandi um þátttöku stjórnarinnar í fundinum, og gekk það svo langt, að stjórnin egypzka afturkallaði leyfi það, sem leitarmenn höfðu fengið til þess að grafa. Fór það í mál, og komst dómstóllinn í Alexandríu að {æirri niðurstöðu, að hann hefði ekki vald til þess að dæma í málinu, og er því gröfin nú í höndum og umsjón stjórnarinnar á Egyptalandi. Þessi fundur hefir kastað meira ljósi yfir hið eftirtektaverða tima- bil Egypta, sem felur í sér æðstu menningu í listum þeirra og líka fall. Hann sýnir oss lika, hve gagngjör breyting varð hjá þeim til íhalds í trúmálunum. Aðferð Egypta við smurning líka, er lík- leg til þess að skýrast, þegar hægt verður að skoða lík konungsins ná- kvæmlega; og einstaklings skoð- un manna i trúmálum er líkleg til þess að skýrast við skoðun liksins og af munum þeim, sem með því hafa verið lagðir í kistuna. Ef hægt væri að komast eftir aldri Tutenkhamons, mundi verða auð- veldara að skilja stjómmálalegu erfiðleikana, sem að hann hefir tekið þátt í að nafninu til, eftir því sem nú^verður séð. I þessu sambandi og i mörgum öðrum, er fundur þessarar grafar, sem er í svo nánu sambandi við draumsjóna timabil Ikhnatons, merkilegur og bregður upp fyrir augum vorum mynd af fyrstu fram- sókrv mannanna til frelsis á sviði listarinnar og andlegs sjálfstæðis. Ferð til Port Nelson. að, enrað menn hafi orðið fyrir vonbrigðum, þegar þeir litu ofan 5 kistuna. Þar sást ekkert, nema upplitað lín og rauðleit grjótmylsna og agnir, sem fallið höfðu ofan á það. En eftir að búið var að taka grjót mylsnuna og tvö lög af líni í burtu, kom í ljós líkkista. Er hún úr tré og eins og múmía i laginu og öll logagylt. Þessi kista hvílir á palli eða eintrjáning, sem skorinn er út í ljónslíki, og er svo stórt, að það nálega fyllir hina stóru stein- kistu, sem fyr var nefnd. Það er ekki óliklegt, að innan í henni séu að minsta kosti ein eða tvær kistur aðrar, sem geyma líkið sjálft. Á lokinu á yztu kistunni er eft- irlíking af konunginum í fullri stærð logagylt. Augun eru gjörð úr krystöllum. Á aðra augabrún- Kæri kunningi! Þegar eg sendi þér nokkrar lín- ur siðast, varð eg að hætta í miðju kafi og gefa mig við styrjuveiöi. Það verk gekk vel. Á rúmum tíu dögum fengu þrir menn 340 styrjur, og má það gott heita. Og nokkrum tíma urðum við að tapa við flutning á henni, því á meðan urðum við að taka upp netin; og þegar flutningnum var lokið, var styrjan farin að hrygna; en þegar hún gjörir það, liggur hún við botn og hreyfir sig ekki í það minsta um tveggja vikna tima. Það var þvi árangurslaust að hanga lengur yfir styrjunni, stfo við fórum að skoða okkur um. Vatn það, sem við vorum að fiska í, er nefnt Split Lake; er það um 20 mílur á lengd og 4 á breidd. I því eru um 200 eyjar, stórar og smáar, vaxnar víði stórum og smáum. Suðvestur úr vatni því rennur á, sem Burnt Lake River nefnist; upp eftir þeirri á fórum við 25 mílur vegar. Með fram á þessari er mjög fallegt útsýni. Að norðan er und- irlendi mikið, sem hækkar þegar frá dregur. Sunnan við ána er fjalllendi. Þegar komið var 25 mílur upp ána, komum við að fvrsta fossinum, sem í henni er. Leizt okkur þar veiðilegt mjög, svo við köstuðum' þrem netjum i ána og fengum þrjár styrjur í ]>að netið, sem næst var fossinum. Býst eg við, að nokkuð hefði mátt afla þar, en frágangssök var það, sökum erfiðleika á að koma aflan- um í burtu þaðan og til markaðar. Við dvöldum ekki lengi þama við fiskinn, fossinn og fegurð út- sýnisins. Þaðan héldum við ofan ána aftur og norður i enda á vatn- inu, þar sem Hudsonsflóa félagið hefir stóra verzlun ásamt öðru fé- lagi, er Carter Brothers nefnist. Er þar Indíána bygð ýReserveJ, um 300 manns, vænlegt fólk og myndarlegt, vel klætt og virðist hafa allsnægtir, enda er þar nyrðra sannarleg paradís Indíána: skóg- arnir krökir af allslags dýrum, en vötnin full af verðmætum fiski. Það eina, sem skyggir á hamingju- sól þeirra, er hve langt þeir eru frá lækni og öðrum þægindum, enda sá það á í fyrra vetur, þar sem 50 manns varð flúnni að bráð. Indi- ánarnir tala nokkuð í ensku, enda hafa þeir myndarlegan skóla og prýðisfallega kirkju. Alstaðar var okkur tekið með hinni mestu gestrisni, hvar sem við komum í þessari ferð. En við máttum ekki dvelja lengur á þess- um stöðvum, þvi við höfðum fast- ráðið við okkur, að fara norður til Port Nelson áður en við hyrfum aftur til heimila okkar úr þessu fiskiveri. Við tókum svo að búa okkur undir þá ferð. Laugardaginn 12. júlí vorum við ferðbúnir og lögðum á stað frá merkjastaur númer 214 á Hudson Bay járnbrautinni, um hádegi. Fyrst fórum við með gasolín-vagni eftir brautinni til Cattle Rapids ('nauta- flúðaj og eru það 105 mílur vegar; er þar farið ofan að Nelson ánni og með bátum eftir það alla leið norður. Tndíánar hafa tekið að sér, að flytja menn eftir Nelson ánni, sem er afar straumhörð og á einum stað svo, að bera verður af bátum állan varning um hálfa mílu vegar, en Indíánarnir, sem þekkja hvern stein og hvert straumkast í ánni, fara með bátana tóma gegn um streng- ina, enda eru þeir allra manna van- astir við slíkar svaðilfarir og skeikar furðu sjaldan. Þessi ferð norður ána er í fylsta máta glæfraför. Frá þvi að farið er frá brautarendanum og þrjátiu mílur norður eftir ánni, eru nærri óslitnar flúðir, sem fara verður. i gegn um, og fanst mér sem eg á hverri stundu þyrfti að taka til sunds; én þó varð það ekki, Indí- ánarnir héldu bátnum á kili og og komu okkur klakklaust út úr ófærunum. Þegar við vorum á þessari leið, bættist steypiregn við vatnsúðann, svo við vorum orðnir holdvotir, og blóðrisa vorum við allir eftir mýbitið, sem þar er í al- gleymingi sínum. Á þessari leið er útsýni lítið, helzt ekkert. nema þá upp í heiðan himininn, þvi bakkar árinnar eru afar háir. Þegar norðar dregur, breikkar fljótið og bakkarnir lækka og er þá landið út frá ánni fallegt og vistlegt; sléttlendi víðáttumik- ið, skógi vaxið hér að þar; hefir að likindum verið votlendi áður fyr, en er nú orðið þurt. Jarðveg- ur er afar ríkur, svört gróðrarmold fleiri fet á þykt. En ofan á henni er mosi, sem þarf að taka i burtu. áður en nokkuð verulegt sprettur þar; en þegar það hefir verið gjört, eins og sumir menn sem þar eru búsettir, hafa gjört, þá vex helzt alt mögulegt og þroski þess er und- ur fljótur, sem stafar af hinum langa sólargangi, sem þar er; og engum efa er það undirorpið, að á komandi árum verða sléttur þessar heimkynni fjölda fólks, sem legg- ur fyrir sig kvikfjárrækt og hinna harðgerðari korntegunda. Tvær ár falla i Nelson fljotið á þessari leið. Er það Kalksteinsáin ýLimestone River), sem dregur nafn sitt af afar háum kalksteins- veggjum, er mynda farveg hennar; á sú kemur í Nelsonfljótið 17 mil- ur fyrir norðan Cattle Rapids; hún er straumhörð og ekki skipgeng. Hitt er Airhole River, straumhörð og óskipgeng; bakkar hennar eru að minsta kosti 100 fet á hæð. Nokkru neðar kemur enn á inn í fljótið, og nefnist Selá; dregur hún nafn af sel þeim, er gengur í þvög- um eða torfum upp í hana á hverju sumri, er það i ágúst og september og getur þá að líta selatorfur, er ösla upp Nelsonfljótið 12—15 mil- ur vegar frá hafi. Á bökkum Sel- árinnar, eyrum og eyjum heldur sel- urinn sig, ekki að eins í þúsunda tali, heldur liklega í miljónum. Eg sagði frá því áðan, að við hefðum farið á bátum í gegn um flúðir og straumkast í Nelsonfljót- inu á 30 mílna svæði. En nú verð eg að minnast á breytingu þá, sem varð á fljótinu og öllu útliti, er við vorum komnir út úr strengjunum. Straumfallið í Nelson ánni mink- iði mjög, og i stað þess að renna á milli hárra bakka, þá breikkar það og bakkarnir lækka, og er allstór- um gufubátum fært upp þangað frá Port Nelson, enda er sá staður. Mestur Ágóði og Fljót- astur með því að senda oss Bændur hafta reynt af reynsl- uinni aS afgreiBsla vor og viB- skifta aBferSir hafa orSiB þeim til mests hagnaSar og þess vegna senda þeir oss rjómann. Skrifið eftir merkiseðlum. Canadian Packing Co. IjIMTTRD Stofnsett 1852 wr.vxipix; canada þar sem fljótið breikkar, nefndur endastöð sjóleiðarinnar fThe Head of NavigationJ. Að líta norður eftir ánni, þegar l>arna var komið, var alt annað en árennilegt. Fljótið verður nú að minsta kosti fjórar mílur á breidd, og manni finst eins og að maður sé kominn að úthafssjó; svo bætti það ekki úr fyrir mér, að mér sýndist ekki betur en að hvítfyssandi brot- sjóa væri allstaðar að líta, og hafði eg orð á þvi við Indíánana, að vio mundum varla sigla slíka sjói í bát- kænu þeirri, sem við hefðum kom- ið ofan ána í. Mér til ergelsis og furðu fór hann að hlæja að þessari athugasemd minni, leit til mín og spurði; “Heldur þú að þetta séu brotsjóir?” “Hvað skyldi það vera annað?” spurði eg. “Höfrungar,” svaraði Indiáninn, og þá fyrst fór eg að átta mig á allri þessari ókyrð sjávarins, eða I fljótsins réttara sagt. Ókyrð þessi i var hvorki vindi, straumfalli né brimi að kenna, heldur var alt þetta feikna flæmi fult af höfrung- um, og það, sem eg hélt að væri veltandi brimsjóir, voru sporðaköst og nasablástur hvalanna. Eg stóð þrumulostinn um stund. Aldrei á æfi minnf hafði eg séð neitt líkt þessu. Eg vissi, eða hafði hug- mynd um, að þar norður frá var mikið um námaauð, auðsæl fiski- vötn, grávara mikil og jafnvel timbur, en að öll þessi ægilega mergð af hvölum og selum, sem lifa og leika sér á þessum norðlægu stöðvum, ætti sér stað, væri í raun og sannieika raunveruleiki, um það hafði eg ekki minstu ihugmynd, né heldur um þann feikna auð, sem þar bíður einhvers eða einhverra, sem nota sér þá sérstöku upp- sprettu. Bátur sá, er við fórum á eftir Nelsonfljótinu, var of veigalítill til þess að vaða i gegn um hvalaþvög- una, svo við gengum til Port Nelson. Port Nelson er fallegt pláss og bæjarstæði. Þar er búið að byggja um fjörutiu hús, sum þeirra stæði leg og myndarleg; eru i þeim öll þægindi, svo sem rafljós, vatns- leiðsla og miðstöðvarhitun. Bæj- arstæðið er við Nelson ána að sunnanveröu ; liggur það hátt og eru fljótsbakkarnir þar háir, en lækka nokkuð þegar norðar dregur. — Mannvirki mikil eru þar norður Where are) 1]Sn $oin< direct tc >escen f r sliould saij so VTheu treat uou Next time tjoti are readij better take a ride over to one o/ the Crescent Crearoerij Factories and remeinier that price,weight,and test /ix the srze 0/ your cream check— Theij guarantee to satis/y everij Shipper. MrMlCAN MrA.rUU.CAN J&céories a-tr Eeausejour-ðrandon-Yirkion-SwaD £jver*Daiiphin-Ki!ldrnei7-VHd-Carman-PQrtdge k Prairio. • WINNIPEG • ÍC frá. Um hálfa milu úti í ánni, fram undan bænum, er verið að byggja upp eyju og búið að byggja upp seytján hundruð feta langan varnargarð upp og ofan straum, svo annan skáhalt í norður, 100 fet á lengd, og hinn þriðja um 750 fet til suðurs, og er hugmydin, að fylla inn með möl og grjóti þar á milli, og verður það landflæmi ekki alllitið, þegar ofaniburðinum er lokið. Á þessari eyju er hug- myndin að hafa kornhlöður og verzlunarhús, og frá þeirri hlið eyjarinnar, sem frá bænum veit, á að byggja hafnarbryggjur, sem nái út að aðalál fljótsins, sem er nægi- lega djúpur hvaða hafskipi sem er fet til suðurs, og er hugmyndin, að skipin leggist við ibryggjur, þar sem þau verði bæði affermd og fermd. Frá landi og út í varnar- garð þenna, sem næstur er landi, eða að austurhlið eyjarinner, er búið að byggja stálbrú mikla, og liggja jrnbrautarspor eftir henni. Auðsætt er, að þegar þessu mikla mannvirki er lokið, þá verður und- ur þægilegt aðstöðu þarna með allan flutning. í landi eða frá landi, og nokk- u ðút í ána, hafa þrjár bryggj- ur verið bygðar. Við þær liggja sjö stálskip, sem sambanclsstjórnin á, og notuð hafa verið til flutninga þar norður frá, /oll í bezta lagi. Þar ber og að lita gufuskóflu þá hina miklu, sem tryggja á nægilegt dýpi við ihafnarbryggjurnar, með því að halda dýpsta álnum í ánni hreinum. Er það undra vedkfæri og sízt að furða þó dýrt væri. Auk þess, sem nú er getið, eru járnbrautarstúfar þar norður frá, fjórir gufuvagnar, auk furðulega mikils forða til alls þess, sem hafn- arverkinu við kemur, og verkfær- um þeim, sem til þess þurfa, og er alt það í röð og reglu og bezta á- sigkomulagi. En ekki er því að neita, að fremur er það ergelsislegt að sjá alt þetta aðgjörðarlaust og hangandi, og allar þær miljónir, sem í það hafa veriþ lagðar, arð- lausar, meðan þing og þjóð er að metast um, hvort brautin skuli byð eða ekki og hvort þessum mannvirkjum skuli lokið eða að þau eiga að grotna niður, íbúum Vesturfylkjanna til stórskaða, þingi þjóðarinnar til vanvirðu, en nokkr- um auðfélögum til þægðar. Eftir hálfs anrjars dags dvöl i Port Nelson lögðum við aftur á stað heimleiðis og gengum 93 míl- ur, og tók það okkur 33 klukku- tíma. Það eru þær 93 mílur, sem enn er eftir að leggja járnbrautina á, Grunnurinn er allur til og er í góðu lagi, að eins eftir að byggja þar tvær stálbrýr tiltölulega stutt- ar, yfir Airhole River og Lime- stone River. Eg hafði, eins og aðrir, heyrt margar sögur um Norðurlandið. Sumar sannar, og sumar ýktar og óábyggilegar. Nú hefi eg litið það með mínum eigin augum og get gert mér ofurlitla hugmynd um þann rnikla auð, sem bíður þeirra, er “þora að koma og reyna.” Og sannfærður er eg um það, að þeir munu ekki verða svo fáir, tslend- ingarnir, sem hagnýttu sér hinn margvislega og þvi nær ótakmark- aða auð, sem þar biður manna. Margt fleira mætti segja um landið þarna norður frá, ef tími væri til, og tækifærin, sem þar bíða manna. En hér skal samt staðar numið að sinni. B. Anderson. Margrét Halldóra Guðmundsdóttir. Fædd 20. September 1874. Dáin 6. Apríl 1924. Þann 6. apríl síðastliðinn andaðist á Genejral Hospital, Selk.irk Man., eftir fárra daga legu, Mixr- grét HalJdóra Guðnuindsdóttir, kona Gunnars John- sonar í Selkirk Manitoba. Halldóra sál. var fædd í Háa- garði í Vestmannaeyjum á ís- landi. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorkelsson og Mar- grét Magnúsdóttir. Bjuggu þau hjón um langt skeið í Háagarði. Sex barna varð þeim auðið, 3 dætra og 3 sona; mistu dóttur fjögra ára, er Halldóra hét, hin komust öll upp á fullorðins ald- ur; Guðrún Nordal, búsett í Winnipegosis, dáin fyrir tveim- ur árum; Vilhjálmur, búsettur í Selkirk, dáinn fyrir níu mán- uðum (þá þetta er skrifaðj; Guðjón, búsettur í Winnipeg- osis, og Magnús, búsettur í Vestmannaeyjum á íslandi. Halldóra sál. var ung, er hún fór úr foreldrahúsum að vinna fyrir sér sjálf, því snemma kom í ljós frábært starfsþrek; fór hún fyrst að Löndum til Sigfúsar Árnasonar alþingismanns og konu hans Jónínu Brynjólfsdóttur frá Ofanleiti, og var hún þar í mörg ár; fór síðan til Magnúsar bróður síns og stjórnaði með honum búi hans um hríð. Rftir það fón hún til Austfjarða og dvaldi þar um 5 ár. Þá flutti hún aftur til Vestmannaeyja og mun hafa dvalið þar nærfelt þrjú ár. — Eftirlifandi manni sínum giftist hún í janúar 1904 og sama ár fluttust þau til Canada; komu til Selkirk, Man., 11. ágúst, 1904, ibyrjuðu þar búskap og hefir búnast vel. Gunnar er ættaður frá Hlíð undir Eyjafjöllum, sonur Jóns Hjartarsonar er þar bjó um eina tíð. —Halldóra sál. var ástrík eiginkona, umhyggjusöm móðir og sístarfandi húsfreyja. Enda búnaðist þeim ágætlega, vissu ekki hvað var að vera þiggjandi, en voru alt af veitandi. Halldóra sál. hafði gaman af að taka á móti gestum og standa þeim fyrir beina, vildi helzt, að enginn maður færi svo út af hennar heimili, að hann þæði ekki góð- gjörðir; hún var ein af þeim fáu, sem bar nafnið fólks og dýravinur í orðsins fylsta skiln- ingi. Sá, sem þessar línur ritar, er slíku vel kunnugur. En hún elskaði fleira en fólk og dýr, hún elskaði blómin; maður gat oft hugsað, þá maður kom inn til hennar, að þetta væri blórna- •hús. en ekki íbúðarhús, og skilj- anlega jók það mikið aukaverk við hennar heimilisstörf. Einnar dóttur varð þeim hjón- um auðið, heitir hún Stefanía; naut hún almennrar alþýðu- skólamentunar í Selkirk, og síð- ar við Success Business Col- lege í Winnipeg. Fyrir rúm- um tveimur árum tóku þessi góðu hjón kjörson, sem þá var tveggja mán. gamall, heitir hann Kristinn, fæddur 12. jan. 1922. Það síðasta, er Halldóra sál. bað mann sinn og dóttur, var að reynast litla drengn- um vel. Hún vissi það hún var þegar burt kölluð frá honum. Fyrir hönd syrgjandi ekkjumanns og barna, votta eg öllum innilegt þakklæti fyrir alla góða þátttöku og hjálp, er henni og aðstandendunum var sýnd í veikindastríði hennar, og öllum þeim, er heiðruðu hana með nærveru sinni við, jarðarförina og lögðu blóm á kistu hennar. — Séra N. S. Thorlaksson veitti henni hina síðustu prestsþjónustu og talaði yfir hin- um síðustu leifum hennar. Guðs friður hvili yfir hinni framliðnu. t'orbjórn Magnússon. KVEÐJA Eg einmana, hljóður og harmþrunginn er. Eg horfi, eg stari, eg mæni’ eftir þér Til himinsins uppfarna, Halldóra mín! Mér horfin er frábæra aðstoðin þín. Mig vantar, mig vantar, mig vantar. Mig vantar þig hérna við hliðina’ á mér, Svo hallast eg geti að brjóstinu’ á þér. Mig vantar þig til þess að tala við þig, Já, til þess að þú getir endurhrest mig. Mig vantar í sál mína sælu. í glaðværð þú jafnan mér gleðina jókst, 1 glaumi, sem ávalt, þú eftir mér tókst. Á mótlætisstundunum stóðstu hjá mér, Eg studdist þá örugt við brjóstið á þér Og sálin þín sál mína gladdi. Ef komst eg í vanda, þá komstu til min Og komst þá með ugglausu hollráðin þín. Já, byrðar hvors annars við bárum sem eitt, Svo byrðarnar reyndust sem hreint ekki neitt. Þá var okkur létt um að lifa. Min tár eru þögul, þau tala ei hátt, Þau tala þó það, að eg eigi mjög bágt. En hver er, sem skilur það meistarans mál? Það má ekki nema min burtfarna sál, Er gætir mínj enn þá, sem áður. Eg veit, að af himni þú horfir á mig Og hjartkæru börnin, sem æ muna þig. Eg veit, að þú biður oss blessunar hans, Sem bezt þekkir sorgir og veikleika manns, Og gat ekki séð nokkurn gráta. Við feðginin bæði og barnið, sem þú Þér bazt fast að hjarta, við kveðjum þig nú Með tárum, sem hjartnanna tala skýrt mál, Með tárum, sem framleiðir harmþrungin sál. Við minnumst þín, meðan við lifum. Kveðið fyrir hönd ekkjumannsins. Jón Sveinbjarnarson,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.