Lögberg - 21.08.1924, Blaðsíða 4
Bla. 4
LÍVGBERG, í fMTUDAGINN 21. ÁGÚST. 1924.
Vér höfðum hlustaS á suma af allra snjöllustu ræðu-
mönnum þessa lands tala um pólitík á þessum sama
staS, þegar hiti og ákafi var í stjórnmálum, og jafnvel
þá komust allir inn, sem hlýða vildu á. En nú var
þarna maÖur, sem ekkert nýtt haffii að bjóða, ekkert
nema boÖskapinn, sem boÖaÖur hefir verið í meir en
1900 ár í öllum kristnum kirkjum í víöri veröld—
Jesúm Krist og hann krossfestan. Og samt var hús-
fyllir—meira en húsfyllir, því fólkið, sem ekki komst
inn, varð að hverfa frá í stórhópum, og vér fórum að
furða oss á, hvernig á þessu gæti staðið.
é
: gjogberg Gefift út hvem Fimtudag af The Col- ambia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talaimari N-6327 04 N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
(jtan&skriit til blaðsin*: TKE C8LUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172. Winnlpeg, M»i- Utan&skrift ritstjórans: ÍDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipsg, Man. 41
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited. in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
í
Hér og þar.
Eitt orð getur ónýtt það, sem tók heilan manns-
aldur að byggja.
----1---------
Allir menn þrá að njóta gæða lífsins, en til þess
aö geta það, verða menn fyrst að vera sannir menn.
Stundum hefir það verið talið meðal meina sam-
tíðarinnar, hvað menn væru hugsunarlausir. Þetta er
misskilningur, að miqsta kosti hvað suma menn snert-
ir; þeir hugsa mikið, eru sí-husandi, en hugsun þeirra
stefnir að eins í eina átt—að þeim sjálfum.
Nýlega hefir John Freeman skrifað bók, sem
heitir “Ritgerðir og minningar”. í formálanum
stendur þetta um hinn óþekta höfund:
“Óþektur, en ekki óskýr; þú hefir aldrei mætt
honum, og gerir máske aldrei; áhrifamikill, en ekki
þektur af almenningi; stundvís, en flýtir sér þó aldrei;
flytur hugsun, en heldur henni'þó aldrei fram; þolin-
móður þó honum sé misboðið; hógvær, þó dálítið á-
leitinn; þögull yfirvinnur hinn óþekti höfundur sjálf-
an sig, til þess að ná hugsun lesendanna á vald sitt. —
Eg veit ekki hvað hann heitir, nöfn hans skifta
hundruðum. Einkenni hans koma fram í andlits-
myndum annara, viðkvæmni og umburðarlyndi þeirra,
eða áhrif hans sjást í daglegri hegðun manna. Eg sé
hann í áformum annara' en ekki i þeirra ófullkom-
leika, i trúmens'ku manna, en ekki dáðleysi þeirra.
Hjarta mitt er fult þakklæti til hans—til þeirra.”
“Konur í Bandaríkjunum hafa margt til sins á-
gætis. Þær eru hógværustu og beztu húsmæður í heimi.
Þær eru að útliti tilkomumeiri en aðrar konur. Eg
efast um, að til séu í heiminum göfugri persóna, en
Fannie Hurst, sem er ekki að eins snjall rithöfundur,
heldur er hún auðug og alvarleg og persónu hennar
fylgir tign og töfra'kraftur, eins og til vor hefði vilst
persóna með eiginleikum frá glæsilegra timabili sög-
unnar. En þegar til þess kemur að krefjast jafnrétt-
is, þá tekur húnn ensku konunum fram. VÍð störídum
vel í þeim verkahring okkar, að efla ófrið og auka
óróa.” — Rebecca West.
----,-----—1—1—
"Japanítar eru að kaupa nútíðar menninguna ægi-
lega dýru verði. Hugsun þeirra, eins og húshaldi, eru
fastar skorður settar. Verzlun, iðnaður, vísindi, listir,
bókmentir, og stjórnmál, eru að hrinda þessari eyja-
þjóð út á alþjóða braut. Hættan mesta, sem þjóðinni
stafar frá þessu, er, að sleppa því gamla sem hún á,
áður en hún hefir náð haldgóðri fótfestu í því nýjaf’
— J. Merle Davis.
------0------
Dr. Charles S. Price,
I.
Undanfarandi vikur hefir verið hér í borginni
vakningaprédikari, að nafni Dr. Price, og hefir vakið
á sér afar mikla eftirtekt, og fólkið hefir streymt til
hans í tugum þúsunda, bæði til þess að hlusta á hinn
djarfa og ákveðna (boðskap um Krist og hann
krossfestan, um endurfæðing og afturhvarf, sem efu
aðal máttarstoðir boðskapar hans; og svo líka til þess
að sjá og heyra lækninga aðferðir hans með orðsins
krafti, eða með orði og anda í nafni mannkynsfrels-
arans Jesú Krists.
II.
Ritstjóra Lögbergs, eins og öðrtun, var forvitni
á að sjá og heyra hvað fram fór á þessum mannfund-
um. Hann lagði því á stað heiman frá sér eitt kveld
í bifreið, en sökum þess að hann átti all-langt að fara,
einar fjórar til fimm mílur, lagði hann af stað hálfum
klukkutíma áður en byrja átti, til þess að vera viss um
að koma í tíma og geta náð 1 sæti þar sem hann sæi og
heyrði.
Það hefir ekki tekið meir en 20 mínútur að kom-
ast að fundarstaðnum, og voru þá eftir tíu mínútur
þangað til samkoman áttii að byrja. En þegar komið
var á fundarstaðinn, kom það brátt í ljós, að ritstjóri
Lögbergs hefir ekki verið sá eini, sem hefir verið að
hugsa um að koma í tima, því svo var orðið fult af
bifreiðum alt i kring um skálann, sem samkoman var
í, að hvergi var að finna auðan blett fyr en lengst í
burtu, og þegar vér vorum búnir að ganga frá bif-
reiðinni, gengum vér til baka, til þess að ná í sæti. En
þegar vér beygðum út af gangstéttinni og upp að
skáladyrum, kom maður á móti oss og sagði, að fram-
dyrum skálans hefði verið lokað fyrir meir en hálfum
klukkutíma og hvert sæti i þeim enda skálans væri
fyrir löngu upptekið. En gat þess þó, að vér gætum
reynt að komast inn um dyr, sem væru á afturstafni
skálans, og ef það tækist ekki, þá yrðum vér að koma
seinna, til þess að hlusta á Dr. Price.
Vér urðum satt ajS segja alveg hissa. Það hafði
sjaldan komið fyrir oss fyrri við messu eða guðsþjón-
ustu, að koma tíu mínútum fyrir messutíma og komast
þó ekki inn—inn í hús, sem 5,000 manns gátu setið i.
III.
Vér leituðum til dyranna, sem voru á afturstafni
skálans. Þær voru opnar, en þar var heldur ekki um
mikið rúm að ræða, því þar stóð maður við mann fyr-
ir aftan sætin. Samt komumst vér inn og upp á dá-
lítinn pall, sem var þar við gafl skálans, svo vér gátum
séð yfir salinn. Salurinn var vel lýstur. Sætum
hafði verið raðað þvers yfir gólfið, frá öðrum enda
salsins til hins, og hvert einasta sæti var skipað.
Gangar voru fjórir, að utan sitt hvoru megin með-
fram hliðunum, og stóð fólk í þeim eins þétt og það
gat komist. Hinir tveir voru eftir miðjum skálanum,
og voru þeir þétt skipaðir fólki að aftan, en auðir,
þegar tíu til tuttugu stólaröðunum öftustu slepti.
0
Fyrir miðjum enda skálans, sem til suðurs vissi,
var ræðupallur stór, og á honum margt fólk, en fjar-
lægð vor frá því hamlaði oss frá því að sjá hverjir
það voru, sem þar sátu. \
Inni á skálanum var djúp þögn—þögn samt, sem
var þrungin einhverju töfra-afli, sem snart mann
undir eins og maður kom þarna inn, eins og raf-
straumur.
Eftir dálitla stund stóð maður upp á pallinum við
suðurvegg skálans, og bað þá, sem inni voru, að risa á
fætur og syngja sálm, og var það gert með því afli
sálar og sannfæringar, sem mönnum er eðlilegt, þegar
þeir gleyma sjálfum sér og eru á váldi þrár sinnar
eigin sálar.
Þannig voru nokkrir sálmar sungnir, og svo
flutti Dr. Price ræðu sína — ákveðna, harðorða, ög
borna fram með því sannfæringarafli, sem sá einn
hefir, er talar frá rótum hjarta síns:
“Það verður enginn sáluhólpinn nema fyrir blóð
Jesú Kirsts” sagði Dr. Price meðal annars; og:
“Aðal mein vorrar tiðar er, að menn hafa fallið frá,
gefið eftir og samið, þár til ekkert er eftir af kross-
inum forna annð en endinn ,sem ofan í jörðina stend-
ur.” — “Hverjum manni er gefin dómgreind, og
hann getur kosið sér, hvort heldur að ihann vill
synd, efasemdir, vantrú, dauða, eða eilíft líf”. — “Eg
trúi að helvíti sé til, en er ljúfra að hugsa og tala
um himnaríki,” sagði Dr. Price ásamt mörgu fleira.
Var það þetta, sem fólkið kom til að heyra? Vér
vitum það ekki, en þögnin varð ef til vill enn þá dýpri
þarna inni í skálanum á meðan áð allar þessar þús-
undir hlustuðu á Dr. Price tala um synd og náð á
svipaðan hátt og oss finst að Jón biskup Vídalín
hefði gert, ef hann hefði verið þarna staddur.
Að lokinni ræðunni voru sálmar aftur sungnir og
var þá þeim parti þessarar guðsþjónustu lokið.
IV.
Hinn annar, og síðari partur þessarar guðsþjón-
ustu var það, sem á ensku máli nefnist “divine heal-
ing”, sem meinar gtíðlegar lækningar. Á pallinum hjá
Dr. Price og meðhjálpurum hans, voru á annað
þundrð vanheilir menn og konur. Aftur var sálmur
sunginn, svo flutti Dr. Price bæn, þar sem hann bað
guð að gjöra nafn sitt dýrðlegt á meðal manna með
því að létta sjúkdómsbyrðar þeirra, er þjáðir væru.
Þar næst voru þeir, er rólfærir voru, leiddir fram og
þeir, sem ekki gátu gengið, bornir, og lágði Dr. Price
höndur yfir þá og bauð þeim heilum að verða í nafni
Jesú Krists. í flestum eða öllum tilfellum kom sú
breyting á sjúklingana, að þeir féllu í nokkurs konar
dvala, þó ekki í svefn, því þeir stundu þungan, og var
að heyra frá pallinum grátekkaþrungnar stunur þeirra
sjúku og brennandi bænarorð frá Dr. Price.
Vér kunnum ekki að leggja dóm á það, sem þarna
* fór fram—'kunnum það ekki, og höfum heldur enga
tilhneigingu til þess. Aðal tilgangur vor var að segja
frá því, sem fyrir augu vor bar og eyru og láta fólk
svo sjálfrátt um meiningu þá, sem það vill leggja í
það. Eitt er þó víst, að það var eitthvert afl, sem
hreif sjúklingana á vald sitt, afl hins frelsanda kær-
leika, sagði Dr. Price, sem vildi taka þá í sátt og
lina þrautir þeirra. Tveir vottar komu fram, sem
sögðust vera orðnir heilir meina sinna, báðir héðan
frá WJnnipeg. Annar sagðist heita Arthur
Fausett, og kvaðst hafa verið heyrnarlaus á öðru
eyra, en heyrði nú jafnt með báðum. Hitt var kona,
Mrs. Ploward Röberts, 207 Polson Ave., líka hér í
borg; hafði hún meiðst í fæti svo að hún gat ekki í hann
stigið, en kendi sér nú einskis meins.
Vér höfum nú i stuttu máli sagt frá þvi, sem
fyrir oss bar þetta kveld, en áður en vér ljúkum þessu
máli, er vert að minnast á, að þetta lækninga spursmál
er ekki nýtt í kristninni það er eins og menn vita jafn-
gamalt henni, en það eru ekki nema viss tímabil, sem
að menn ljá því eyru sín. Eitt af þeim tímabilum
virðist nú standa yfir, því svo mikið hefir á því borið,
að samkvæmt ósk biskupaþingsins í Lambeth, þá setti
biskupinn frá Canterbury nefnd til þess að rannsaka
þetta mál, og naut «ú nefnd aðstoðar manna eins og
Sir Cliffo'rd Allbutt, Sir Rob. Armstrong Jones, Dr.
William Brown, Dr. Jane Wfalker, Dr. Hadfield og
Dr. Rivers. Árið 1923 lagði þessi nefnd fram skýrslu
sina og ér þar tekið fram á meðal annars þetta:
“Aðal verkefni kirkjunnar, að þvi er lækningar
snertir, er fmeðal annarsj að efla nánari samvinnu á
milli þeirra, sém lita eftir heilbrigði líkamans og
þeirra, sem eiga að sjá um heilbrigði sálarinnar. —
Kirkjan ræður sterklega frá því, að hennar þjónar fá-
ist nokkuð við að lækna sjúkdóma likamans, nema þá
í samráði við lærða lækna.”
Farið var fram á það við læknafélagið á Bretlandi,
að velja frá sinni hendi menn í nefnd, sem hefði þessi
mál til meðferðar. Þeirri máls viðleitni svaraði félag-
ið á síðasta þingi sínu, sem haldið var í Bradford 23.
júlí s.I., á þann hátt, að það gæti ekki orðið við þeirri
bón, sem heild. *
o-
I
Islenzkur listamaður í San
Francisco.
Fyrir sex árum síðan kom unglings maður að heim-
an frá íslandi. Það var Magnús Árnason. Oss var
sagt, að hann væri listfengur og efnilegur maður—að
hann væri skáld, hneigður fyrir söng og næmur á þá
list, og síðast, að hann væri myndasmiður. Oss þótti
engin nýlunda, þó íslendingur væri skáld, því það eru(
allir Islendingar, eða halda minsta kosti að þeir séu
það. Söngfræðingum er og alt af að fjölga hjá þjóð
vorri. En myndasmiðir eru þar fáir, það er að segja
þeir myndasmiðir, sem geta blásið lifandi anda í svip
kaldrar steinmyndar, eða gefið dauðum leirnum það
vald, að maður standi höggdofa frammi fyrir honum.
Svo fór með þennan mann, eins og fjölda af út-
lendingum, sem koma til landsins, að hann eins og
hvarf* inn í hringiðu hins daglega lífs. En munurinn
á hinum mörgu og þeim fáu, og á meðal þeirra er
Magnús Árnason, er að honum og þeim skýtur upp á
yfirborðið aftur. Þróttur þeirra er svo mikill—sund-
tök þeirra svo djörf, að hið iðanda mannlífshaf megn-
ar ekki að halda þeim niðri.
Eftir sex ára skeið—sex ára þögn, sex ára lát-
lausan bardaga við alla þá erfiðleika og vonbrigði,
sem sameiginleg eru öllum listamönnum á vissu skeiði
lífs þeirra, er nú þessi landi vor kominn í leitirnar aft-
ur í San Francisco, og hefír nú vakið á sér eftirtekt
fyrir Iistfengi. Ekki að eins á sviði listmyndagerðar-
innar, 'heldur líka á sviði þeirra tveggja fögru lista,
sem nefndar voru í fyrstu, hljóm- og skáldskapar-
listarinnar.
Blaðið The San Francisco Bulletin minnist nýlega
á þenna efnilega landa vorn með lofsamlegum orðum.
Flytur það mynd af honum og andlitsmynd, Sem að
Magnús er að búa til úr leir, og mundi maður halda,
að mynd sá væri fremur af manni með holdi og lifandi
blóði i æðum, heldur en af dauðum leir, svo er myndin
eðlileg.
Blað þetta getur um, að Mr. Árnason hafi verið í
Los Angeles fyrir skömmu, og á meðan að hann var
þar, getur blaðið þess, að hann ihafi gjört standmynd
af leikkonunni nafnfrægu, Mary Pickford, og hafi
hún hepnast svo vel, að nú er verið að minka hana og
steypa úr vaxi til að seljast á opinberum markaði.
Það segir og, að hann hafi samið lög við 100 kvæði
eftir sjálfan hann og aðra, og að siðustu talar blaðið
um skáldskapar hæfileika hans og segir, að aðallega
gefi hann sig við þýðingum úr norsku, auk frumsam-
inna kvæða á sínu eigin máli.
Magnús Árnason er fæddur í Reykjavík á íslandi
árið 1895. Hann hefir fengið mentun sína á íslandi,
í Danmörku, Svíþjóð og Ameríku, og er einn þeirra
tiltölulega fáu manna nútímans, sem hefir brotist á-
fram mentaveginn til þess að mentast, miklu fremur
en til þess að ná sér í þægilegt og vel launað embætti.
Hefir ef til vill gaman af því, að reyna afl sitt andlegt
og líkamlegt við aðra og bera sigur úr býtum.
------o-------
Kafli úr rœðu.
er Hon. Chas. A. Dunning, forsætisráðherra í Sas-
katchewan, hélt nýlega í Lundúnum:
“Stærsti bærinn í Saskatchewanfylki telur 42,000
íbúa. 72 af hundraði af íbúum fylkisins eru bændur,
og er eg einn þeirra, sem tel það gæfumerki, eins og
kringumstæðum öllum er farið nú. Það er þess
vegna, að við bjóðum velkomna til vor að eins þá inn-
flytjendur, sem eru reiðubúnir að gjöra landbúnaðinn
að lífsstarfi sínu. Iðnaðarmenn hafa ekkert að gjöra
sem stendur í Saskatchewan fylki. Jðnaðarstofnanir
vorar ihafa alt það vinnufólk, sem þær þurf að svo-
stöddu. Þessi útflutningshugur í fólki er eftirtekta-
verður fyrir alla, og sérstaklega Evrópuþjóðirnar.
Það er los á öllum. Nokkurs konar skildagi. Einn
af þessum undarlegu atburðum, sem sagan segir frá
við og við, þegar los og flutningur er á öllu fólki.
Þannig er ástatt nú, en það er hávaðalaust, svo 'hljótt,
að menn verða naumast varir við það. Þó get eg sagt
ykkur, að fólk frá öllum löndum Evrópu, er daglega
að knýja á dyrnar í Canada og beiðast inngöngu, sök-
ura þess, að það er sannfært um, að ástæðurnar og
kringumstæðurnar þar eru betri en í heimalandi
þeirra. Eg verð var við hugsunarhátt hér á Bretlandi,
sem er dálitið frábrugðinn. Það er eðlilegt að þeir af
okkur, sem erum af brezku bergi brotnir, viljum helzt
sjá Breta í meiri ‘hluta á meðal innflytjenda til Can-
ada, því okkur er ant um að þær ibrezku stofnanir, sem
þegar hafa verið reistar, haldist og gangi í erfðir til
eftirkomenda okkar. Það er ósk okkar, en þegar
maður fer að hugsa nánar um það atriði, og athuga
vitnisburði sögunnar, þá sjáum við og skiljum hversu
fávíst þetta er og óframkvæmanlegt. Þegar slikar
stórhreyfingar eru á fólki, eins og nú á sér stað, er
með öllu ómögulegt fyrir hóp manna eða þ^óð, að
ætla sér að geyma eða halda einhverju sérstöku og
völdu plássi þangað til þeir eru tilbúnir að flytja
þangað. Um það höfum vér vitnisburð sögunnar.
Vér gætum reynt að útiloka alla aðra en þá, þar til
þeir væru tilbúnir. Eg er mótfallinn þeirri stefnu,
því mér er ljóst hversu fánýt hún er, og ekki sízt eins
og nú stendur. Eg get skilið, að iðnaðarmönnum
brezkum sé ekki geðfelt að.flytja til lands, þar sem
landbúnaðurinn er aðal atvinnuvegurinn. En það er
ekki auðvelt fyrir mig, að skilja hugsunarhátt þann,
sem komið hefir fram hjá mörgum, sem við mig hafa
talað, og ljóst kemur fram í spurningu þessari, sem
svo oft hefir verið lögð fyrir mig: “Hvað gerir
stjórnin fyrir okkur, ef við getum ekki bjargað okk-
ur ?”
Eg er máske ekki vel fallinn til þess að svara
þessari spurningu. Lífsreynsla min ‘hefir ef til vill
ekki gjört mig hæfan til þess að líta á slíka spurningu
með meðliðan. Því eg er sannfærður um, að þó
stjórnirnar geri mikið til þess að leiðbeina mönnum
og hjálpa þeim á margan hátt, sem vilja hjálpa sér
sjálfir, þá er það ekki á valdi nokkurrar stjórnar, að
veita mönnum sjálfstraust og úrræði, sem fólk er
flytur í nýtt land verður að hafa, til þess að geta kom- .
ist áfram. Ef einhver maður eða kona á Englandi er
að hugsa um, að fara til Canada, til þess að njóta
stjórnarstyrks, annað hvort fylkisstjórnar eða land-
stjórnar, þá get eg sagt þeim það í allri einlægni, að
þeim er betra að vera heima kyrr.
Við þurfum fólk í Vestur-Canada, sem getur stað-
ið eitt og þarf ekki að styðja sig við stjórnirnar. Fólk,
sem byggir landið upp og gerir það og þjóðina að því,
sem það ætti að verða og á að verða.”
Skulda-rifið.
C Á maður, eða kona, sem eyðir fé
^ sínu gálauslega og hugsar ekk-
ert um framtíðina, horfir fram á að
brjóta skip sitt á skuldarifinu.
Menn, sem skulda, hafa tapað um-
ráðum yfir sjálfum sér og framtíð
sinni. Aðrir hafa vald yfir þeim.
Að stja í skuldum, er sama sem að
fara hns bezta á mis, hversu hart
sem það er aðgöngu.
Með því að gera sér það að reglu, að
spara eitthvað af hverjum dollar,
sem þér vinnið inn, komist þér hjá
skuldum og getið notið ánægju og
þæginda í framtíðinni..
Vor Budget bók bendlr á veg til sparn’
aóar, í samræmi við tekjur yðar. Biðj-
ið einhvem ráðsmann vom mn eintak., .
Jóns Bjarnasonar skcli.
11.
' í fþetta sinn ætla eg fyrst af
öllu að benda yður á orð, sem mér
þykir .fallegt:
Sameiaing.
Þegar iþú hefir horft út á sjón-
deildailhringinn, hefir þér stund-
um ®ýnst himinn og jörð renna
isaman í eitt. Þó er þetta ekki hln
fullkomnasta sameining á jörðu.
1 'hverri einustu jurt, sem hefir
rætur í jörðinni sameinast í eitt
líf, efnin í moldinni og efnin í
loftinu. Þó er þetta ekki hin dá-
samlegasta sameining^ sem vér
þekkjum. Það nefnum vér trú, að
andi mannsins sameinaet anda
guðs. Við það endurfæðist mað-
urinn og í þeirri sameining er
fólgin sú mesta dýrð sem vér get-
um lært að þeklkja fyrir eigin
1 reynd, hér á jðjrð. Á því hvíllr
líka sameining kristinna bræðra.
“Eg er vínviðurinn, þér eruð
greinarnar.” Ef við erum öll lif-
andi greinar á honum, höfum við
hin bestu skilyrði til að vera sam-
félag heilagra.
Sameining Vestur-íslendinga i
þessum anda var þeim í hug, sem
stofnuðu og nefndu blaðið “Sam-
eininguna.”
“Sameinaðir istöndum vér,
sundraðir fðllum vér.”
Sameinaðir í guði ættum vér
sem best að vera sameinaðir I
starfsmálum vorum, en það er
háskinn einber að imynda sér að
vér þurfum ekki að hugsa um neitt
annað en sæluisamþand tilfinn-
inga vorra við guð. “Ónáðið ekki
meistarann” sögðu lærisveinarnlr
þegar mæðu^rnar komu með born-
in sín? en hann vildi vera ónáðað-
ur. Ofan af ummyndunarfjallinu
fór hann niður í dalinn að lækna
djöfulóðan dreng. Ef vélastjóri á
járnbraut segði, þegar ihættan er
framundan, “ónáðaðu mig ekki, eg
er í andlegum hugleiðingum,’'
væri hann ekki að bregðast skyldu
sinni? Vér þurfum í þessu efnl,
eins og mörgu öðru, að íorðast
tvasr öfgastefnur. Annarsvegar eru
þeir? sem elkkert vilja annað en
líkamleg starfsmál en þykjast
engan Guðs anda þurfa, hinsvegar
eru þeir, sem lifa í andlegu nautna
sambandi við guð, en finst það
eitthvað vanlheilagt að nefna ver-
áldlegu istarfsmálin. Til þess að
fá réttan ekilning á þessu væri gott
að lesa 6. kap. í bréfi Páls til
Efesusmanna og 11. kap. í Heibrea.
bréfinu. Þar sjáum vér guðs anda
í Iherklæðum isjáum, hann, sem
öflugan starfskraft í jarðnesku
lífi mannanna. Af þessari ástæðu
er það þá heilbrigt og rétt? í sam-
bandi við starf kirkjufélags vors,
að skýra fyrir almenningi, sem
best að unt er einnig fjármálahlið-
ina af starfi voru. í öllum grein-
um. á allan hátt og með öllum
leyfilegum meðulum, þurfum vér
að nálgaist það ástand að eignast
sameining. •
Sanwinna er eðlilegur ávöxtur
af sameininigu. Rétta leiðin í því
efni er: fyrst sameining við guð,
þar næst sameining hver við ann-
an, í þriðja lagi samvinna hver
með öðrum.
Ný samvinna um Jóns IBjama-
sonarskóla er að komast á lagg-
irnar. Norska kirkjan hefir nú
þegar kvatt mann til að vera kenn-
ari við skólann og launar ihún hon.
um að fullu. Hann tekur til starfa,
ef g. 1. með iskólabyrjun í haust.
Ennfremujr hefir mentamálaráð
United Lutheran iQhurcih samþykt
að mæJa með, við kirkjuþing
þeirra, sem haldast á í októlber I
haust( samvinnu um skóllann sem
felur í isér fjárstyrk og nemendur.
Eftir því sem eg best veit. hvílir
þessi samvinna á réttum grund-
velli, einingu andans.
Eg fagna yfir þessari samvinnu.
Ekki er það samt vegna þess, að
ihún minki byrðina, sem .skólinn
leggug okkur á herðar. Ef sam-
vinna þessi yrði til þess að gjöra
|ois‘s ósjálfstæða eða til þess að
draga úr samvinnu um þetta mál,
innan vorra vébanda, teldi eg
hana til illis eíns. En þessi sam-
tök? ef þau fyrir guðs náð hepn-
ast og aukast, eru dásamleg fyrlr
þá ástæðu að þau gefa skólanum
kost á því, að verða miklu meiri
stofnun heldur en hann gæti orðið
af vorum íslensku kröftum einum.
í raun og veru ættu allir lútersk-
i,r fIokk|,r í Manitoba að sameinast
um eina kirkjulega mentastofnun,
sem með því móti gæti skipað
virðingasæti meðal mentastofnana
annara kirkjudeilda við Manitoba-
háskólann. Að vera fyrsti þáttur-
inn í því fyrirtæki væri íslend-
ingum til sóma.
Bræður, vér þurfum sameining
og samvinnu.
Þrjú bréf.
Rétt um sama lejrti fékk eg na
fyrir skemstu þrjú bréf, sem öll
snertu kólann. Eitt var frá vænt-
anlegum nemanda, sem ekki hefir
enn komið á iskólann. Hann hafðl
heyrt vsvo gott um hann frá fyr-
verandi nemendum, að hann sagð-
ist hlakka til að koma. Annað bréf.
ið var frá ungum manni, sem Ihefir
verið á skólanum og býst við að
hálda áfram. Lét hann tvímæla-
laust í ljóisi þá skoðun sína að
iskólinn væri að gjöra það fyrir
nemnendur sína, isem enginn ann-
ar skóli gæti gjört. Hvorttveggja
þetta gladdi miig. Svo kom þriðja
bréfið. Það var frá ágætum vihi
kristin.dómsins, skólans óg isjálfs
mín. Hlýr vinarblær andaði gegn-
um alt bréfið, en samt var mergur.
inn málsins aðfinsla ^"við mig,
hvernig eg ynni að iskólamálinu,
sérstaklega í blöðunum. Það sem
hann sérstaklega fann að, var þfeðl
að eg gjörði of harðar kröfur til
fjárstyrks.
Eg ætla að minnast á þessar
aðfimslur við mig persónulega nú
eitt skifti fyrir öll. Frá fyrstu
stundu, að eg tókst á hendur að
vinna að þessu iskólamáli, hafa
aðfinslur klingt í eyrum mínum.
Stundum ihefi eg verið talinn með
öllu óæfur leiðtogi í hvaða málí
sem væri, stundum víttur fyrir
það að halda fram hinni íslensku
þjóðernishlið langt um of sterkt,
stundum fyrir að vera með öllu
óhæfur að fást nokkuð við ís-
lenskuna í skólanum, og á öllum
SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ
Ef þér liafið ekld þegar SparisjóSsreikning:, þá getiS þér ekki
breytt hyKgilegar, en að leggrja peninga yðar inn á eittlivert af vor-
um næstu útibúum. par bíða þeir yðar, þegar rétti tíminn kemur til
að nota þá yður til sem mests hagnaðar.
TJnlon Bank of Canada heflr starfað í 58 ár og hefir á þeim tíma
komið upp 345 útibúum frá strönd til strandar.
Vér bjóðum yður lipra og ábyggilega afgreiðslu, hvort sem þér
gerið mikil cða lítll viðskifti.
Vér bjóðum yðnr að hcimsaekja vort n.esta útibn, ráðsmaðurinn
og starfsmenn hans, munu flnna sér ljúft og skylt að leiðbeina yður.
ÚTIBÚ VOR ERU Á
Sargent Ave. og Slierbrooke Osbome og Corydon Ave.
Portage Ave. og Ariington T.ogan Ave og Sherbrooke
Portage Ave. og Good St. og 9 önnur útibú í Winnipeg.
AÐ ALSKRirSTOFA:
UNION BANK OF CANADA
MAI.V and WILIJAM — — WINNIPEG
0