Lögberg - 19.03.1925, Side 4

Lögberg - 19.03.1925, Side 4
Bta. 4 2/VÍBERG, I fMTUDAGINN 19. MARZ 1925. Víkingar. Vér heyrum oft talað um víkingaöldina. Það tímabil i sögu þjóSanna, þegar víkingarnir fóru her- ferSir frá einu landi til annars og gátu sér frægð fyrir hreysti sína og hugprýSi — frægS, sem menn hafa lesið um, með aðdáun öld fram af öld og lesa meS aðdáun enn þann dag i dag. Oss hefir oft fundist þaS einkennilegt að nefna þetta einkennilega tímabil i sögunni víkingatímabil, eða vikingaöld. Oss finst að allar aldir — öll tímabil séu víkingaaldir og víkingatimabil. Munurinn er aðeins sá, aS viðfangsefni mannanna eru breytileg. Á hinu svo kallaða vikingatimabili drápu menn fólk og lögSu undir sig lönd, og er ljómi þess manns, sem fræknast- ur var í orrustum og séðastur var, að koma ár sinni fyrir borð, svo, að hann yrði öSrum meiri, mestur. Hin tímabilin sýna og segja líka frá víkingum, ekki aðeins mönnum heldur lika konum, sem getiS hafa sér ódauðlegan orðstir og ljóma eins skært i sögunni og í huga mannanna eins og víkingarnir frægu og það sem liggur til grundvallar fyrir frægð þeirra, er ávalt hiS sama, styrkur, sem rcekt hefir verið lögð við. Styrkur víkinganna á vikingatímabilinu lá í því, að leggja alla stund á vígfimi og þær listir, er prýSi- legastar þóttu i þá daga og ná svo mikilli fullkomnun í þeim, að vera öðrum fremri, eða meS öðrum orðum afli sálar og likama var þá beitt til þess að ná sem mestri fullkomnun í vigfimi og íþróttum. Það sama liggur til grundvallar á öllum tímum og á öllum sviðum mannlegra athafna, þar sem um framsókn, eða framför er aS ræÖa. Mismunurinn er aSeins sá, aS mcnnirnir hafa stefnt afli sinu að öðr- um viðfangsefnum, en þaS sem þeim hefir miðað á- fram er fyrir það eitt, að leggja rækt við afl það, sem i þeim býr og>þroska það. Vér sjáum ekki aS það sé nein ástæða til þess, að láta hugann, eSa aSdáunina dvelja of mjög við vík- ingaöldina, því það besta sem hún getur gjört er aS bregða upp fyrir hugskotsjónum manna fyrirmynd- um, sem þó eru í flestum tilfellum ófullkomnar. En það þarf ekki að fara aftur í fornöld til þess, að finna slikar fyrirmyndir, þær eru að finna á öllum tímabil- um á öllum öldum. Allar aldir eru að meira og minna leyti víkinga- aldir og öld sú er vér lifum á sú mesta, sem heimurinn hefir séð. Ef vér lítum í kring um okkur í lífinu þá sjáum vér þessa víkinga .alstaðar. Menn og konur, sem sækja fram meS stakri hugprýSi og hrifandi hetju- anda. Menn og konur, sem eins mikill frægSarljóml leikur um, eins og nokkra af hetjum sögualdarinnar. Menn og 'konur, sem svo mikla rækt hafa lagt viS afl þaS, sem i þeim býr, aS þau kljúfa straumana hvað þungir sem þeir eru, aS settu marki, vaða í gegnum þétt skipaðar fylkingar eins og hetjurnar í fornöld til sigurs sínum málefnum. Frá ómunatíÖ hefir það verið samgróið eSli mann- anna, aS dá likamlega hreysti og er þaS skiljanlegt, því á frumbýlingsárum mannkynsins áttu menn tilveru- rétt sinn undir henni og þessvegna var líka svo mikil rækt lögS við hana. Á siSari árum hefir sá hugsunarháttur veriS að breytast og menn farið að leggja meiri áherzlu á hið andlega atgerfi, enda er það á því sviði, sem flestar hetjur nútímans er að finna og þar er lika um að ræða landnám yfirstandandi og komandi kynslóSa, og á þvi sviði á nútíSin marga hugprúSa og hrausta vikinga, sem standa sist foraldarvíkingunum vigfimu aS baki. Af öllum þeim aragrúa af nútíSarvíkingum sem frægðarljóminn leikur um, langar oss til að nefna einn. ÞaS er kona. Mabel Walker WiIIbrant var fædd í smábæ í Bandarlkjunum, er Woodsdale heitir, sem áður fyr var i Kansasríkinu, en núi tilheyrir Texas. Faðir hennar var viÖriSinn sveitablað, sem þar var gefið út, en móBir hennar var skólakennari Á æskuárum henn- ar skiftu foreldrar hennar oft um bústað, frá Wood- dale fluttu þau til Lucerne, Missouri, þaSan til Black- well, Oklahoma, aftur til Kansas og siðast til Buckley, Michigan. Á þessum hrakningi sínum hefir Mable Walker stundaS nám, því þegar aS hún kom til Buckley tók hún stöðu þar sem skólakennari og giftist nokkru siðar manni — skólastjóra við miðskóla þar, sem Willbrandt hét, skömmu eftir að þau giftust veiktist maður hennar og fékk tæringu upp úr þeirri veiki. Honum til heilsubótar fóru þau til Arizona, þar sem Mabel kendi á alþýðuskóla og stundaði mann sinn og auk þess fann hún tima til þess að fullkomna nám sitt viS háskóla ríkisins og útskrifaðist þaSan árið 1911. Aftur fór hún til Michigan og kendi þar viB skóla í Big Rapids sjö mánuSi úr árinu og stundáði þar nám við Ferris stofnunina lika og með því að ganga bæði á kveld- og dagskóla hina fimm, komst hún í gegnum meira en árs nám þar. Frá Big Rapids fór hún til Los Angeles og gjörðist þar skólastjóri og hefði vel getað Iátið þar við sitja eins og fjöldinn mundi lika hafa gjört. En Mabel var ekki ásátt meS það. Hún var búin aB setja sér aS leggja af einlægni rækt við afl það, sem i henni bjó og komast eins langt áfram á braut þroskans og henni var unt. Svo hún tók að lesa lög við háskólann í suður California, en stundaði kenslu á kveldin eftir skóla að svo miklu leyti sem hún gat, og til þess að spara tíma og gjöra sér sem hægast um hönd leigði hún sér herbergi í útlendinga- hverfi Los Angeles borgar i götu, sem að sporvagn gekk eftir og beint til háskólans. En þó hugur hennar væri upptekinn við námið, þá samt komst hún ekki hjá að taka þátt i kjörum fólks þess, er hún var á meÖal. ÞaS sem henni rann hvaS mest til rifja var hvernig aS óvandaðir lögfræðingar fóru með fólk það, sem hún dvaldi á meðal, þegar tækifæri bauðst. Út af því gekst hún fyrir þeirri hreifingu, að fá nýtt embætti stofnað i Los Angeles og það var “Public defender’’ (’lagaleg- ur eftirlitsmaður almenningsý, sem fólk gæti snúið sér til meS vandamál sín. Eftir nokkurn tíma komst sú viSleitni í framkvæmd og var hún beSin að taka að sér að koma þ'eirri hlið máls þess, sem aS kvenn- þjóðinni vissi í lag, og þar sem hún hafði ekki annaS að gjöra, en að kenna á daginn og stunda nám við lagaskóla á kveldin, þá þurfti hún ekki annað en ná samvinnu dómaranna og skólanefndanna til þess aS geta fundið tima til þessa nýja starfs. Hvorttveggja fékst, og meS ánægju og gleSi tókst hún verkiS á hencl- ur. Fyrsta verk hennar var að setja sig í samband viS og skrásetja konur þær, sem í umdæmi hennar voru, sem kærðar höfðu verið um ýmsa glæpi, en þær voru tvö þúsund þrjátíu og fimm að tölu. En þrátt fyrir það hélt hún áfram kennara og námsstörfum sinum og eftir að hafa starf það á hendi í sjö ár, sem hún vann að 15 klukkutíma á hverjum degi, lauk hún laga- námi, og tók að stunda málafærslu. Málafærslustörfin hafa fariS henni eins vel úr hendi, eins og alt annaö, sem hún hefir tekiS að sér aS gjöra, <— svo vel að nú hefir henni verið falin forysta í sumum af vandasöm- ustu málum þjóðarinnar af Coolidge forseta, sem að- stoðar dómsmálaráðherra . Bandaríkjanna, svo sem i vínbannsmálinu — það er að sjá um að vínbannslög- um sé framfylgt og ákveða hvaS sé brot á þeim og hvað ekki, og hverjir skulu klagaSir fyrir brot, og hverjir ekki. Ennfremur hefir hún eftirlit meS opin- berum stofnunum þjóSarinnar. Málum, sem upp koma í sambandi við 'iSnaðar- og verzlunarfélög, tekjuskött- um og tollmálum. í viðbót við þennan umsvifa mikla verkahring hennar berast henni áskoranir úr öllum pörtum ríkis- isins, um að tala opinberlega við öll hugsanleg tæki- færi, en það hefir henni veizt hvaS erfiðast aS gjöra. Ekki af þvi, aS hún kunni ekki að koma fyrir sig orSi, því hún hugsar skýrt og talar skipulega, heldur af því aS hún hefir þann slæma ókost, eða þá kost, að hún segir hreint út það sem hún álítur rétt að vera hver svo sem í hlut á. Þannig tókst hún í fang að verja fyrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna Daug- herty á fjölmennum fundi, þar sem almenningsálitið var sem æstast á móti honum út af olíuhneykslinu. Kona þessi, sem vakið hefir eftirtekt og aSdáun heillar þjóðar fyrir þaS, hve vel hún hefir lagt rækt við afl þaS, sem hún átti yfir að ráða, er talandi vottur þess hvaS menn og konur geta gjört, ef þau aÖeins vilja. En hún hefir líka sýnt að frægðartak- markinu verður ekki náð fyrirhafnarlaust. aS það kost- ar sjálfsafneitun, vinnu og einlægan áhuga á aS leggja rækt við afl það, sem í mönnum býr. Svo hefir það ávalt veriS og mun verSa til daganna enda og það þurfa þeir aS muna, sem víkingar vilja verða. Mentun—F relsi—Iðjuleysi. Það er einkennilegt viS þenna tíma, þegar svo margir hafa frelsi, jafnrétti og mentun á vörunum, og leggja hvern eyri, sem þeim áskotnast í sölurnar til að menta sig, þótt ekki væri lengur en mánaSartima, — hve lítil áhrif þessi svokallaða mentun hefir á þá. ÞaS almennasta virðist vera, að skilja frelsi og jafnrétti, sem sjálfreeði, sem engar skyldur fylgja í hvaða stöðu sem menn eru, og aS til þess að vera vel mentaSur þurfi ekki annað en að vera “fínn” og fág- aður, hvað sem efnunum líður, og um fram alt láta engan sjá sig vinna erfiöa vinnu, heldur eftirláta hana „grófara" fólkinu, sem líka er nú alt af að smá- tínast ofan í gröfina. ViðkvæSið er, aS allir eigi aS hafa jafnrétti og séu því ekki skyldugir að vinna meira en þessi eða hinn; það sé ekkert frjálsræði, að vera bundinn viS ýms verk öllum stundum; það sé ekki tilvinnandi. Þesssi hugsunarháttur er svo al- gjörlega rangur, aS flestum, sem taka nokkuð eftir afleiðingum hans, mun finnast hann vera stærsta mein þessara framfaratíma. ÞaB ætti að vera öllum skiljanlegt, að öllum réttindum fylgja skyldur, og að engum sómdi ver aS vera ósjálfbjarga en mentaða manninum, hvort sem það væri karl eða kona. Þvi honum ættu aS standa fleiri vegir opnir til að komast áfram, og hann ætti að hafa næmari sómatilfinningu en hinir, skilja betur, að engin heiðarleg vinna getur verið vanvirðandi, heldur er einmitt vinnan skilyrSi fyrir frelsi, jafnrétti, mentun og flestum öðrum lífs- ins gæðum. Menn ættu að skilja það, að þetta “frjáls- ræSi” og “frí”, sem fólk vill hafa, er blátt áfram ó- dugnaður og iðjuleysi. Til þess að vera frjáls í raun og veru, þarf hver aS vera öðrum óháSur í efnalegu tilliti, og til þess aS verSa efnaSur, er dugnaSur, ráS- deild og sparsemS fyrsta skjlyröi; þvi ættu allir ad sjá, aS þaS er einmitt vinnan, sem stuSIar mest aS því, aS menn geti orSiB frjálsir. Enginn maSur, sem sjálfur er aS nokkru nýtur, lýtir karl eSa konu fyrir vinnuna. ÞaS bæði þykir vera og er mjög mikill kostur á öllum, aS vera dug- Iegur, dyggur og ósérhlífinn og sem bezt verki far- inn í allri vinnu. Ekki sér þaS heldur á, aS karl- mönnum þyki minna variS í stúlkurnar fyrir þaS, þótt þeir hafi séS þær við ýmsa algenga vinnu. Margar góSar og góSar og fjölhæfar vinnukonur hafa orSiS mjög heiSarlegar embættismanna konur, sem hvar- vetna hafa veriS jafn-vel metnar og hinar, sem aldrei hafa þurft neitt að vinna. Til eru lika margir menn, bæSi hér og annars staðar, sem hafa verið léttadreng- ir eSa vinnumenn, veriS í fjósi, sótt vatn og gjört hvaS annað, sem fyrir hefir komiS, en komist þó til auSs og embætta, og aldrei skammast sín fyrir vinnu sína á yngri árum. ÞaS væri þó rangt, aS kenna vinnufólkinu einu um þessa fyrirlitningu fyrir vinnunni. Til eru oflát- ungar á ýmsum aldri og af ýmsum stéttum, sem varla fást til aS vinna ærlega vinnu, þótt lífiS lægi nærri viS. Vilja heldur alla sína æfi vera öðrum til þyngsla 0g fyrirverða sig alls ekkert fyrir, að þiggja vinnu- laun vandamanna sinna. ÞaS er eins og þeir séu hræddir um, að mentunin renni utan af þeim með svitanum. — En er nokkur ánægja til meiri, en að hafa þá meðvitund, aS hafa sjálfur verið sinnar lukku smiður með dugnaSi, sparsemi og ráðvendni; hafa meS því áunnið sér traust og virðing góSra manna, geta á efri árum átt hæga .daga, aliS börn sín vel upp, hafa eftirlátið þeim gott eftirdæmi og innrætt þeim virðingu fyrir dugnaði og vinnu, — aS hafa þannig glætt sómatilfinningu þeirra og með þessu móti þok- aS þjóSinni langt um lengra áfram til menningar og framfara, en gjört verður með ótal fundum og margra ára stjómarþrefi. FYRIR FIMTÍU ÁRUM SÍÐAN. SÍÐAN 1869 hefir þessi bankastofnun verið hluttak- andi í framförum þessa lands. Canadísk stofnun, starfrækt af canadískum mönn- um, hefir ekki átt svo lítinn hluta í að koma verzlun- arframförum Canada á fastan fót, bæði hér og í öðr- um löndum. Þótt smátt væri byrjað, hefir stofnunin vaxið ó- trúlega fyrir ötula og góða starfræksluaðferð, og er nú ein sú tryggasta stofnun í heimi. Þér munuð verða aðrjótandi góðrar samvinnu í yðar verzlunarfyrirtœkjum. Tímarit Þjóðrœknisfélagsins, (’Framh.ý N^est kemur frumsamið ljóð, “Eg sé,” eftir séra Jónas A. Sigurðsson, snjalt með afbrigðum og þrungið af ættjaröarást. Þaö er engin hálfvelgjublær á kvæði þessu, — einlægnin við móðurlandið birtist þar1 í há- tíðabúningi ram-íslensks tungutaks. Tvær síðustu vís- urnar eru þannig: 1 “Sem Leifur þótt bærist eg vestur um ver Til Vínlands, eg þel hans til ættmenna ber, <— Á ísland'i’ er hugurinn heima. —• — Nú trú mín á ísland og íslenska þjóö Er endurfædd — hreinsuð í reynslunnar glóð, — Eg sé það sem suma’ er að dreyma. “Því nú sé eg lífæð, er landið mitt á, — Sé ljóskrýnda, tármilda Fjallkonubrá í öndvegi alfrjálsra þjóöa. Sé fornaldarhetjur sem framtíðarmenn, . Sé frægð þeirra, drengskap og menningu enn Sem óðal þitt, ættlandið góða!” Heill sé hverjum þeim, er í slíkum huga minnist móðurþjóðarinnar! Tvö þýdd kvæði eftir Tennyson, á séra Jónas í þessum árgangi Timaritsins. Er hið fyrra irsk þjóð- saga í ljóðum, frá sjöundu öld, og nefnist i íslensku þýðingunni “Hrakningar Maeldunes.” Er ljóðflokkur þessi svo islenskur á blæ, að vel mætti ætla hann frum- ortan. Þó er efninu fylgt nákvæmlega yfirleitt. Hitt kvæðið nefnist “Óríana,” fagurt kvæði og tilfinning- arríkt. Niunda erindið er á þessa leið: “Eg græt — min engin heyrir hljóð, Óríana. Þú byrgir himins bjarta glóð, Óríana. Eg finn í tár mitt breytist blóð Er brýst frá hjarta á hvarmaslóð. Óríana. — Minn hjör í þínu hjarta stóð, Óriana!” Þá birtist saga, eftir rithöfundinn góðkunna, J. Magnús Bjarnason, er hann nefnir “Bill McAra”. Sagan gerist í Nanaimo, eða “steinkolaborginni” í Brit- ish Columbia, eins og sumir hafa kallað hana. Þangað flyzt Islendingur, Björn, nýkominn af Fróni, og er að leita að bróður sínum, er farið hafði vestur tuttugu og fimm árum áður. Hittir Björn landa einn í fyr- nefndum námabæ, og biður hann að fara með sér í atvinnuerindum á fund einhvers verkstjórans í nám- unum og verður það að ráði. Maður sá, er þeir hitta fyrir nefnist Bill McAra. Ber fylgdarmaður Björns upp erindið, en verkstjóri er stuttur í spuna og önug- legur. Eftir nokkrar gagnspurningar og orðakast fær Björn vinnuna. Þegar hann kemur heim um kveldið, er hann í illu skapi og kvartar yfir því við hinn islenska kunningja sinn, að tveir af samverkamönnunum láti sig aldrei í friði og kalli sig meðal annars “Eskimóa og blóðstokkinn Islending.” Eftir þrábeiðni, verður það úr, að félagi Björns heitir því að finna Bill McAra að máli næsta dag og fá hann til að skerast í leikinn. Hann var eins og í fyrra skiftið þur á manninn. “Þarna eru íslendingar lifandi komnir,’ ’sagði hann. “Þeir eru svo hörundssárir og þóttafullir, að þeir þola ekki mein- laust spaug.” Niðurstaðan varð þó sú, að hann hét þeim liðveizlu, “ef hann yrði þess var, að glettni þeirra Jacks og Harry, en svo hétu andstæðingar Björns, — gengi of langt.” Að kveldi næsta dags hafði Björn þaðan af verri sögu að segja, er heim kom, og kvaðst með engu móti geta þolað bótalaust strákapör og háðglósur þessara ensku tvímenninga. Talaðist því svo til, að enn skyldi vitjað á fund McAra og hann beðinn ásjár. Yfir- heyrir hann svo piltunga þessa næsta dag og verða þeir að játa, að þeir hafi borið Björn brigslum og kall- að hann “skrælingja og blóðugan íslending.” Reyndu þeir að réttlæta málstað sinn með því, að Björn, Eski- móinn!!, hefði engan rétt á því, að vinna þarna með hvítum mönnum, frekar en Jappar og Kínverjar. Eftir því sem lengra líður á yfirheyrsluna, fer McAra að renna meira og meira í skap, unz “augu hans tindr- uðu eins og fægðir demantar. “Eg þekki Islendinga mæta vel. Hér er einn, sem þorir að reyna við ykkur báða í senn, hvar og hvenær sem er. Og hann heitir — Bill McAra.” Ekki ert þú íslendingur, hr. McAra?” sögðu þeir Jack og Harry og augun ætluðu út úr höfð- inu á þeim.’r “Jú, eg er Islendingur í húS og! hár,” sagði Bill McAra snjöllum rómi; “og eg er svo stoltur af því, að eg þoli með engu móti, að landar mínir séu ertir og atyrtir að raunalausu og taldir með villimönnum. Þið megið vita að blóSið rennur til skyldunnar.” Kvaðs: hann hafa látið kalla sig Bill McAra síðan hann kom til landsins, en heita réttu nafni Baldur Anderson. Krafðist hann þess, að þeir bæðu Björn fyrirgefningar, og þó að þeim þætti það hart aðgöngu, áttu þeir samt eigi annars úrkosta. Aðspurður tvivegis, hvort það væri áreiðanlegt, að hann væri af íslenzku bergi brotinn, svaraði hann þannig: “Eg stend við það, sem eg hefi sagt því viðvíkj- andi. — Blóðið rennur ávalt til skyldunnar.” Saga þessi sver sig í ættina. Enginn annar en J. Magnús Bjarnason hefði getað skrjfað hana. Að myndin, sem hún bregður upp, sé sörin, þarf sjálfsagt ekki að draga í efa. Framh. Sjötta ársþing Þjóðrceknisfélags Islandmga í Vesturheimi. Frh. Fundur var settur að nýju fimtudaginn 26. febr., kl. 11.30 f. h. Vararitari las upp fundargerð síðasta fundar og var hún sam- þykt með þeim breytingum, að grein sú, er ^svo hljóðar “Þá las Björn Pétursson upp athugasemd- ir yfirskoðunarmanna, og fundu þeir að hinu óheppilega fyrirkomu- lagi á bókfærslu embættismanna félagsins, sérstaklega skjalavarðar, og töldu nauðsynlegt að breyta bók- færsluaðferðinni,” —- breytist á þá leið, að orðin “skjalavarðar og” falli burtu, þar eð að eins er tekið fram í skriflegum athugasemdum yfirskoðunarmannanna í ár, að bending yfirskoðunarmannana i fyrra um “breyting á bókum og bókfærslu fjármálaritara. Og heimköllun á eldri árgöngum tíma- ritsins og innköllun ógoldinna skulda fyrir það”, hefði að eins að litlu leyti verið tekin til greina á liðnu ári. Þá las Mr. Björn Pétursson upp álit nefndar þeirrar, er sett vr til þess að gera tillögur um reiknings- færslu og viðskifti félagsins, sam kvæmt bendingum yfirskoðunar- manna, og ýmsra þingmanna, og svo um löggildingu þess. Lagði nefndin fram álit sitt í 3 liðum. / fyrsta lagi: a) að löggilda fé- lagið við fyrstu hentugleika. b) að haga öllum banka viðskiftum samkvæmt bendingum yfirskoðun- armanna, og c) að féhirðir setji veð, er frkv.nefnd félagsins á- kveði sanngjarnt. í öðru lagi a) að fjármálarit- ári taki upp bókfærslu er sýni ná- kvæmlega aðstöðu hvers einstak- Iings og deildar við áramót, enda sé skýrsla hans yfirskoðuð. b) að fjm.ritari skrifi öllum meðlimum á þessuári að eins, er skuldað hafa sig úr félaginu, og bjóði þeim að borga $1, og séu þeir þá nýir rrjeð- limir. 1 þriðja lagi: a.) að skjalavörð- ur ábyrgist félaginu öll skjöl, bæk- ur og aðrar félagseignir, og setji hann veð hvert ár, alt að $2,000, en félagið greiði þann kostnað, er af því leiðir. b) að allar félags- eignir hjá skjalaverði séu vátrygð- ar sanngjarnlega á hverju ári; á- kveði félagsstjórnin upphæðina og borgi kostnaðinn. c) að allar bæk- ur sendar til íslands séu undan- þegnar þessum skilyrðum. Nefndarálitið var rætt lið fyrir lið. Tilaga kom frá B. B. Olson, st. af H. S. Bardal, að samþykkja fyrsta lið a). Var það gert eftir stuttar umræður. — Kom þá til- laga frá Bj. Magnússyni um að fela stjórnarnefnd félagsins að löggilda það á þessu ári, ef hún sæi sér fært. En samþykt var að vísa því atriði undir ný mál. Kom tillaga fram um það síðasta fundardag, frá séra Rögnv. Péturssyni, að fela frkv.nefnd félagsins, að löggilda það á þessu ári. Var hún studd og samþykt með öllum greiddum at- kvæðum. Fyrsti liður b) var samþyktur með öllum greiddum atkvæðum, og sömuleiðis fyrsti liður c). Þá var samykt með öllum greiddum atkvæðum annar liður a), um bókfærslu fjármálaritara. Við annan lið b) kom tillaga frá séra Rögnvald Péturssyni, þess efnis, að vísa honum aftur til nefndarinnar, að hún orðaði hann öðruvísi. Var sú brtl. samþykt með miklum meiri hluta atkvæða. Lagði nefndin liðinn aftur óbreytt- an fyrir þingið, seinni part dags- ins Kom þá tillaga frá J. Hún- fjörð, ,studd af J. Jónatanssyni að samþykkja hann óbreyttan. Gerði J. J. Bildfell þá brtl. þar við, st af H. S. Bardal, að frkv.nefnd félagsins sé falið málið til með- ferðar. Urðu töluverðar umræð- ur um það, en brtl. loks samþykt með 23 atkvæðum gegn 6. Þriðji liður a) var samþýktur með öllum greiddum atkvæðum. Sömuleiðis þriðji liður b), og þriðji liður c). Seinni part dagsins, er brtl. við annan lið b) hafði verið samþykt, kom tillaga frá J. Gillis, Brown, studd af B. B. Olson, að sam- þykkja nefndarálitið með áorðnum brytingum. Var hún samþykt með öllum greiddum atkvæðum og málið þar með afgreitt af þing- inu. Þá er þriðji liður c) hafði veriö samþyktur, var ákveöið að fresta fundi til kl. 2 e. h. Klukkan 2.15 e. h. sama dag, var fundur aftur settur og fundar- gerðin frá síðasta fundi lesin upp og samþykt breytingalaust í einu hljóði. Þá las hr. Páll Bjarnarson frá Winniþeg upp álit nefndar þeirr- ar, er sett hafði verið til þess að gera tillögur um tilhögun íslenzku kenslu á íslenzkum heimilum í Winnipeg. Var áitiö í þrem lið- um. Samþykt var að ræða nefndar- álitiö lið fyrir lið. Tillaga kom fram frá Bjarna Magússyni og var samþykt í einu hljóði, þess efnis, að skifta fyrsta lið í þrent. Samkvæmt því lagði þá nefndin það til 1 fyrsta lagi: a) að halda áfram íslenzkukenslunni í heimahúsum undir umsjón félagsnefndar og “Fróns”deildar. b) að flytja laug- ardagsskólakensluna á vetrum, til þeirra tveggja mánaða á sumrin, er alþýðuskólum er lokað. c) að veita $2»--'$3o verðlaun á prófum þeim er fram úr sköruðu um ís- lenzkukunnáttu. 1 öðru lagi: að þar sem nauð- synlegt sé að fá íslenzku viður- kenda námsgrein , æðri skólum þHigh Schools) fylkisins, þá sé vinnu haldið áfram í þá átt, unz því takmarki er náð. / þriðja lagi: að þar sem komið sé á góðan rekspöl, fyrir aðgerðrr forseta og stjórnamefndar félags- ins með að fá íslenzku viðtekna sem námsgrein í háskólanum (1Jni- versityj, þá skuli því máli fylgt kostgæfilega til fullnaðar úrslita. Fyrsti liður a) var samþyktur I einu hljóði. Við fyrsta lið b) kom brtl. frá séra Rögnv. Péturssyni, studd af séra Jónasi A. Sigurðs- syni, þess efnis, að halda skyldi á- fram laugardagskenslu á vetrum, en þar að auki skyldi henni haldið áfram á sumrum. Urðu töluverð- ar umræður með og móti, en að lokum var brtl. samþykt með öllum þorra atkvæða. SPARAÐ FÉ SAFNAR FE Ef þér haflö ekki Þegar Sparisjóðsrelkning:, þfi, getfð þér ekkl breytt hyggllegar, en að leggja peningn yðar inn & eltthvert af vor- nm næstu útibúum. par bíða þeir yðar. þegar rétti tíminn kemur tll að nota þá yður til sem mests hagnaðar. Union Bank of Oanada hefir starfað í 58 fir og hefir fi þeim tíma komið upp 345 útibúum frá strönd til strandar. Vér bjóðum yður lipra og fibyggilega afgreiðfflu, hvort sem þér gerið rnlkil eða lítll viðskifti. Vér bjóðum yður að heimsækja vort næsta Ctibú, rfiðsmaðurlnn og starfsmenn hans, munu flnna sér ljúft og skylt að leiðbeina yður. ÍTlBf; VOR ERU A Sargent Ave. og Sherbrooko Osborne og Corydon Ave. Portage Ave. og Arlington Ijogan Ave og Sherbrooke Portage Ave. og Good St. og 9 önnur útibú I Winnipeg. AÐ AXSKRIFSTOF A: UNION BANK OF CANADA MAIN and WHXJAM — — WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.