Lögberg - 02.07.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.07.1925, Blaðsíða 6
a». 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 2. JÚLÍ 1925. Stefán Stefánsson, fyr?. alþm. Eins og stuttlega var um getið í síðasta tbl., andaðist Stefán Stefánsson fyrv. alþm. í Fagra* skógi aðfaranótt 25. f. m. Hann d:«,úr lungnabólgu; var á heimleið fri Akureyri, er hann kendi veik- innar, settist að á Hjalteyri, hjá dóttur sinni, og lá þar þungt hald- inn nokkra daga og dó þar. Hann var tæpra 62 ára, fæddur 29. júní 1863 á Kvíabekk í Ólafs- firði, sonur séra Stefáns Árna- sonar, sem þar var þá prestur, og konu hans Guðrúnai Jónsdóttur bónda á Brúarstöðum í Fljótum. Séra Stefán Árnason fékk síðar Háls í Fnjóskadal cg þar ólst Stefán alþm. upp. Hann fór á ibún- aðarskólann á Eiðum og útskrif- aðist þaðan 1885. Var síðan eitt ár á Möðruvallaskóla. En árið 1890 kvæntist hann Ragnheiði Davíðs- dóttur prófasts á Hofi i Hörgár- dal, keypti um sama leyti Fagra- skóg, fór að búa þar og bjó þar síðan til dauðadags. Árið 1901 var hann kosinn þing- maður Eyfirðingá og hefir síðan setið á öllum þingum, sem full- trúi þeirra, fram til 1924, nema þinginu 1903. Sýnir þetta bést hve mikils trausts Stefán naut heima í hérað sinu. Hann brást ekki heldur því trausti, en >mr kjör- dæmi sínu þarfur þingmaður og fylgdi hann fast fram áhugamál- um kjósenda sinna. Hann var vin- sæll maður á þingi, eins og heima i héraði, samviskusamur maður og réttsýnn, athugull og gætinn, og yfir hðfuð góður þingmaður. í sveit sinni og héraði tók hann mikinn þátt f almennum málum og gegndi þar altaf hinum ábyrgð- armestu störfum í almennings- þarfir. Hann var hreppstjóri og sýslunefndarmaður, formaður sparisjóðs og /búnaðarfélags hrepps síns o. s. frv. Búmaður var hann talinn góður og heimili hans hið mesta rausnarheimili.'Sveitin og héraðið hefir því mikils mist við fráfall hans. Stefán var gerfilegur maður, fríður og vel,vaxinn og karlmenni að burðum; glaðlyndur maður og félagslyndur. Frú Ragnheiður lifir mann sinn og 7 börn þeirra hjóna, hið yngsta 14 ára. Meðal þeirra eru Davío skáld nú á Akureyri, og Stefán lögfræðingur hér í bænum. Lögrétta. ÚR HAFNARFIRÐI. Það er byrjað á viðbótarbygg- ingu við hafskipabryggjuna. Er ætlunin að stækka bryggjuna svo hægt verði að afgreiða fjögur skrp samtfmis; nú er aðeins hægt a3 afgreiða þar tvö skip. Er þessf stækkun 'bryggjunnar eitt hið mesta nauðsynjaverk fyrir Hafn- arfjarðarkaupstað, því útvegurinn hefir tekið svo stórfeldum fram- förum þar nú síðasta árið. Félag einstakra manna á hafskipabryggj una; heitir það “Félag skipa- bryggju Hafnarfjarðár.” Er á- ætlað að aukning sú, er félagið ræðst nú í, kosti nálega 150 þús. krónur. FRÁ ÍSAFIRÐI 25. maí. Mokafli í Djúpinu á skelfisk- beitu. Á árabát einum fengust í gær yfir 4000 pund. Á Álftafirði varð vart smásíldar, fengust sex tunnur. Á þeim vélbátum, sem beittu þeirri síld, varð hiaðafll. Undir Jökli er Fisklaust. — Tíð hagstæð. FRÁ SAUÐÁRKRÓKI. Á nýafstððnum kaupfélags. fundi var þar samþykt, að skora á stjórn Sambandsins, að hlutast til um, að samvinnulögunum verði breytt í þá átt, að hin ótakmark- aða samábyrgð verði afnumin. Að eins tveir fulltrúar greiddu at- kvæði gegn tillögu þessari. Á fundinum var og borin fratn tillaga um það, að skora á Sam- bandsstjórnina, að takmarka fjár. framlagið til blaðanna, Tímans og Dags, eins og áður var. Veittar yrðu 4000 krónur til að semja rit- gerðir um sanyvinnumál og annað ekki. Minningarsjóður Helga læknis Guðmundssonar á Siglufirði. 28. maí átti Helgi Iæknir" Guð- mundsson 70 ára afmæli. Skömmu eftir hádegi fóru nokkr- ir borgarar bæjarihs heirn til hans með 1000 krónu gjðf frá Siglfirð- ingum, er stofna skyldi af minn- ingarsjóð, er bæri nafn læknisins. Síðar um daginn fóru bæjarbúar í fjölmennri skrúðgöngu suður að heimili læknisins og vottuðu honum þakkar- og virðingarvott fyrir Janga og góða þjónustu I þágu heilbrigðismála Siglfirðinga. Um kvöldið Kafði hinn sjötugl en sí-ungi læknir fjölment boð innl er stóð fram á nótt við glaum og gleði. Gjörðabók kirkjuþingsins. Framh. írá 2. bls. Forseti tilkynti, að virðulegur sendiboði National Lutheran Council væri nú reiðubúinn að ávarpa þingið, samkvæmt undan- gengnum ákvæðum þar að lútandi. Flutti þá Dr. J. A. Morehead skörulegt og stórmerkilegt erindi um hið umfangsmikla og merkilega verk Nat. Luth. Council. Bar hann og um leið fram tilboð til kirkju- fél. um áframhaldandi samvinnu við þann merkilega félagsskaþ. Þá er Dr. Morehead hafði lokið ræðu sinni, tdnefndi forseti séra J. A. Sigurðsson, fyrir hönd þingsins, að svara ávaxpinu. Þakkaði Dr. Morehead fyrir svarið og var síðan sungið sálmsvers kl. 12 á hádegi, og fundi frestað til kl. 2 e. h. sama dag. ÞRIDJI FUNDUR—kl- 2 e-h. sama dag. Við nafnakall voru fjarverandi: séra Rúnólfur Marteinsson og séra H. J. Leó. Samþykt var, að veita séra R. O. Sigmond, prófessor við Jóns Bjarnasonar skóla, er kominn var til þings, málfrelsi i þinginu, sam- kvæmt tillögu séra Haraldar Sigmar. Ávarpaði séra Sigmond síðan þingið. Þá lagði séra Jónas A. Sigurðsson fram fyrir hönd dagskrár- nefndar þetta nefndarálit: Til kirkjuþingsins 1925— Dagskrárnefnd þingsins leggur til, að þingið taki eftirfarandi mál til meðferðar: 1. Heimatrúboð. 2. Heiðingjatrúboð. 3. Sunnudagsskólamál. 4. Ungmennastarfið. ......... 5. Jóns Bjarnasonar skóli. 6. Betel. 7. Útgáfumál. , 8. Fjármál. 9. Styrkur til ekkju séra Adams 1 Þorgrímssonar. 10. Nat. Luth. Council og Luth. World’s Convention. Að þingið ítreki þau ummæli forseta kirkjufélagsins, er lúta að hinum sára missi, er kristindómsstarf vort varð fyrir við andlát séra Adams Þorgrímssonar og tjá ekkju hans og börnum hjartanlegustu hluttekning. Að þingið þakki embættismönnum sínum og starfsmönnum fyrir vel unnið verk á liðnu ári og minnist sérstaklega séra Friðriks Hall- grímssonar og þess missis, er burtför hans er þingi og kirkju. Á kirkjuþingi 19. júní 1925. /. H. Hannesson. Klemens Jónasson. Jónas A. SigurSsson. Var þá tekið fyrir 1. mál á dagskrá: Heimatrúboð. Samþykt var, að málið sé sett í 5 manna þingnefnd. í nefndina voru skipaðir: séra N. S. Thorlaksson, Tómas Halldórsson, Finnur Johnson Mrs. Sigríður Tergesen og Gísli Egilssop. Þá var tekið fyrir 2. mál á dagskrá: Heiðingjatrúboð. — Samþykt var að setja það mál í 5 manna þingnefnd. í nefnd- ina voru settir : séra J. A. Sigurðsson, Thorbergur Halldórsson, sera Páll Sigurðsson, Mrs. María Árnason og Runólfur Benson. Þá var næst tekið fyrir 3. mál á dagskrá: Sunnudagskólamál. t Samþykt var að vísa þvi máíi til 5 manna þingnefndar. 1 nefnd- ina voru sett þau: J. J, Swanson, séra Sig. Ólafsson, Jón Hannesson, Mrs Guðný Frederickson og Mrs. Violet Ingjaldsson Samþykt var, að fresta 4. máli á dagskrá: Ungmennafélög, þar td erindreki frá ungmennafélögunum sé kominn til þings. Pá var tekið fyrir 5. inál á dagskrá: Jóns Bjarnasonar skóli. Samþykt var áð visa því máli til 9 manna þingnefndar. 1 nefnd- ina voru skipaðir: Arni Eggertsson, séra Rúnólfur Marteinsson, Ólaför Ihorjacius, K. S. Askdal, Gunnar Hallsson, Tryggvi Ingj- aldsson. H. J. Christie, Árni Árnason og Bjarni Ingimundarson. Þa var tekið fyrir 6. mál á dagskrá: Betel — Samþykt var, að fresta því máli. / % Þa var tekið fyrir 7. mál á dagskrá: Útgáfumál. — Samþykt var, að vísa því máli til 5 manna nefndar. í nefndina voru skipað- ir: G. B. Björnsson, O. Anderson, Valdimar J. Eylands, Helgi Thorlaksson, og Gunnl. Oddson. Þá var tekið fyrir 8. mál á dagskrá: Fjármál. — Samþykt var að vísa þvi til fjármálanefndar og að kosnir séu tveir menn í viðbót i nefndma, samkvæmt aukalaga-breyting frá kírkjuþingi 1922. Kosn- jr voru þeir Klemens Jónason og séra H. Sigmar. / Þá var tek'ð fyrir 9. mál á dagskrá: Styrkur til ekkju séra Ad- ams horgrímssonar. — Sér B. B. Jónsson lagði til, að málið sé sett í 3 manna nefnd. Finnur Johnson gerði þá breytingartillögu, að málinu sé visað til fjármálanefndar. — Breytingartillagan borin upp og feld. Aðal tillagan svo borin upp og samþykt. I nefndina skip- uö: Dr. B. B. Jónsson. Mrs. Briem og Mrs. H. Helgason. Þa var tekið fyrir 10. mál á dagskrá: National Lutheran Coun- cil og Lutheran IVorld 'Coiivention. Samþykt var, að vísa þvi máli til 5 manna nefndar. í nefndina skipaðir. séra H. Sigmar, séra J. A. Sigurðsson, Gamalíel Þor- leifsson, séra Guttormur Guttormsson og séra S. S. Christopherson. Séra H. Sigmar tilkynti fyrir hönd kjörbréfanefndar, að nefnd- in legði til, að hr. kand. Valdimar J. Eylands sé veitt full þingrétt- indi. Samþykt í einu hljóði. Með því að öll þingmál voru nú komin í nefndir, var samþykt að hafa fundarhlé frá kl. 3.20 til kj. 4 e. h. Áframhald fundar kl. 4 e. h. — Rætt um, með hvaða móti gefa skyldi út Gjörðabók. V ar samþykt að fylgja sömu reglu og í fyrra, sem sé, að fá hana fyrst prentaða í Lögbergi og síðan prentaða í bókarformi V ar svo fundi frestáð þar til kl 8 e h sama dag f " , FJÓRDI FUIfDUR—kl. 8 e. h. sama dag. Fundurinn byrjaði með bænargjörð, er séra Páll Sigurðsson stýrði. — Fjarverandi við nafnakall voru: séra Sig. Ólafsson og R S. Benson. y Flutti þá séra Tiúnólfur Marteinsson fyj-irlestur, er hann nefndi: “t>AR SEM GARÐURINN ER LÆGSTUR.’’ V ar honum að fyrirlestrinum Ioknum greitt þakklætisatkvæði með því, að allir stóðu á fætur, samkvæmt tillögu séra N. S- Thorlaksfcon- ar. Var svo stinginn sálmur og fundi síðan frestar þar tiUkl. 9 f.h. næsta dag. % FIMTI FUNDUR—kl 9 f. h. þ. 20. júní. Fundurinn hófst með bænargjörð, er séra S. &. Christopherson stýrði. — Fjarverandi við nafnakajl voru, með /eyfi forseta, þau: Mrs. Sigríður Tergesen og R. S. Benson- Gjörðabók 1„ 2., 3. og 4. fundar Iesin og staðfest. Fyrir hönd kjörbréfanefndar skýrði séra H- Sigmar frá, að til þrngs væri kominn Thorsteinn J. Gíslason, erindreki Guðbrands- safnaðar. Bauð forseti hann velkominn. Skrifaði hann svo undir játningu kirkjuþingsins og tók sæti sitt í þinginu. Þá var tekið fyrir á ný fyrsta mál á. dagskrá: Heimatrúbað. Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði séra N. S. Thorlaks- son fram þetta nefndarálit: > Herra forseti I Nefndin í Heimatrúboðsmálinu leggur til: aj Að þingið biðji séra Jónas A. Sigurðsson að heimsækja Swan River bygðina og gera tilraun til að reisa við söfnuðinn þar og koma á fót aftur safnaðarstarfi. bj Að séra Carl J. Olson sé beðinn að heimsækja söfnuðinn i Brandon eftir ástæðum. c) Að þingið láti ánægju sína i ljós út af því, að Betel söfn- uður skuli hafa beiðst prestlegrar þjónustu af séra *S. S. Christoph- erssyni og mæli sterklega með því, að hinir söfnuðirnir prestlausu þar i grendinni beiðist þess hins sama af honum. dj Að öðru leyti sé málið í höndum framkvæmdarnefndarinnar og henni falið að gera alt það, sem þarfir heimta og ástæður leyfa því til eflingar. Á kirkjuþingi, 20. júní 1925. N. S. Thorlaksson. Thomas HaUdórsson. G. Egilsson. Finnur Johnson. Þegar nefndarálitið hafði verið lesið, gat séra R- Marteinsson þess, að séra Carl J. Olson hefði veitt söfnuðinum í Brandon nokkra prestsþjónustu á liðnu ári. Var nefndarálitið síðan tekið fyrir lið fyrir lið. Voru 1., 2. og 3. liður lesnir og samþyktir. í staðinn fyrir 4. lið gerði séra Jóhann Bjarnason þá tillögu, að þingið veiti séra S. S. Christopherson $300 til heimatrúboðsstarfs á árinu. Tillöguna studdi séra Hjörtur J. Leó. Lán úr Minningarsjóði........................... 13,631.55 Skuldir alls.................$19,631-55 Mismunur ("Byggingarsjóður) ............. 1,436.30 $21,067.85 Yfirskoðað í Winnipeg 18. júni 1925. T. E- Thorsteinsson. F. Thordarson- Stephcn Johnson Memorial Fund. , Tekjur— í sjóði frá fyrra ári............................. $ 16.00 Árs-ifirður......... /........................... 300.00 $316.00 Útgjöld— Styrkveiting til nemenda við J. B. Academy .. 30(0.00 Mismunur, í sjóði ................ 16.00 $316.00 Eignir—• f Peningar í sjóði ........ .... ................ $ 16.00 Eiginvíxill *).................................. 100.00 $316.00 *) Þessi víxill borgaður 19. júní 1925.—S.W.M- Breytingartillögu gerði Finnur Johnson, studda af Tómaso Hall- dórssyni: að vísa þessu máli til fjármálanefndar- Breytingartillag- an var samþykt. 1 sambandi við umræður þær, er fram fóru um heimatrúboðs- málið, gaf séra H. Sigmar ítarlega, munnlega, skýrslu um starf sitt á heimatrúboðsvæðinu í Vatnabygðum í Saskatchewan, er hann hefir stundað jafnframt því að þjóna söfnuðum sínum. Sa!mþykt var, að veita málfrelsi í þinginu hr. J. Gillies frá Brown, Man., samkvæmt tillögu Tómasar Halldórssonar. Sagði for- seti hann velkominn og þakkaði Mr- Gillies fyrir um leið og hann tal- aði nokkur orð til þingsins. Þá var tekið fyrir á ný fimta mál á dagskrá: Jóns Bjarnasonar skóli. Lagði Dr. Björn B. Jónsson fram, fyrir hönd skólaféhirðis, fjár- hagsskýrslu skólans: Minningarsjóður Dr. Jóns Bjarnasonar. ... $' 860.80 5,700.00 ... 1,750-92 ... % 1,349.60 ' 90.00 ... 1,031.78 833.34 ... 13,631.55 -------------- $25,247 99 ... $35,251.90 95.00 —------------ 35,156.90 $60,404.89 Samkvæmt áður birtum skýrslum, var stofn Minningarsjóðsins $62,904.89. Hlutabréf Columbia Press félagsins voru seld fyrir $2,500.00. Nafngildi var reiknað $5;000.00. Ýfirskoðað i Winnipeg, 18. júní 1925. Efnahagsreikningur—Eignir: Peningar í sjóði................. Skuldabréf....................... Veðbréf og Eiginvíxlar........... Fasteign (Shaw Land)............. Vextir áfallnir ............. • Jón Bjarnason Acaúemy............. Jón Bjarnason Academy.. .......... J. Bj. Academy fByggingarlán . Ógreidd loforð: í byrjun fjárhags tímabilsins .. . Borgað á árinu .,.............. . T. E- Thorsteinsson. F. Thordarson- Jón Bjarnason Academy. , Efnahágsreikningur—Eignir: Peningar í sjóði.................... $ 89.29 Loforð dborguð ........................ 195.00 Kenslugjöld frá fyrra ári .............. 67.00 Námsstyrkur Stephen Johnson Memorial Fund ('ógreiddur).................. 300.00 Bókasafn, áhöld og útbúnaður ...... 1,941.91 EJdsábyrgðargjöld fyrirfram borguð 63.40 United Lutheran Church in America .. 833.34 Mismunur........................... 100.18 ----------- $3,590.12 Skuldir— Royal Bank of Canada .................$1,500.00 Minningarsjóður Jóns Bjarnasonar .. 1,031.78 Minningarsjóður J. B.................. 833.34 Vextir af veðskuld fáfallnir en ekki fallnir í gjalddagaj.............. 2/5.00 $3,590.12 $3,590.12 Yfirskaðað í Winnipeg 18. júní 1925. T. E- Thorsteinsson. F. Thordarson. Rekstursreikningur Jóns Bjarnasonar skóla. Tekiur:— Gjafir .................... ..........$3,473.11 Gjafir ('Síðasta árs loforðj ....... 105.0^ ----------- $3,578.11 Kenslugjöld greidd....... .... ...............’. 2,266.00 United Lutheran Church, styrkveitfng............. 2,000.00 Arður af Minningarsjóðnum .. .... •........... 325.66 $8,169.77 Gjöid— Starfslaun kennara og; ^tnnara starfsm. $5,550 00 Unniversity of Manitoba................ 112 00 Prentunar kostnaður, auglýsingar, pappír, frimerki, excise stamps o. fl. .. 343.95 Vextir..................... ........... 126 93 Ferðakostnaður........................... 116.00 Ýmislegur annar kostnaður.. ,........... 1415 ----------- 713.03 Eldiviður..............................$ 411-72 Raflýsing og vatn......................... 115.89 Eldsábyrgð ............................. 56.50 Vextir af veðskuldinni.................... 529.95 Eignarskattur............................. 432.99 Viðgerðir, breytingar o. fl............... 297.01 ----------- 1,844.06 $8,107-09 Tekjuafgangur ...................... 62.68 $8.169.77 Yfirskoðað í Winnipeg 18. júní 1925. T. E- Thorsteinsson. F. Thordarson■ Skólahúsið á Home Str\ í Winnipeg. Eignir— Skólahúsið með lóð, samkvæmt fyrri skýrslu. .$21,067.85 $21,067.85 Skuldir— Lán gegn fyrsta veði................/ ..........$ 6,000.00 Yfirskoðað í Winnipeg 18. júrií 1925. T. E- Thorsteinsson. ‘ F. Thordarson• Þá lagði séra Rúnólfur Martéinsson framl skýrslu skóla- stjóra: ’ • (Tramh. á 7. bls.J Lilja Jóhannesdóttir Gottskálksson. Fædd 24. maí 1842; dáin 13. apríl 1924 Sælt er að minnast þín móðir, og muna þær stundir, er varstu minn vörður í æsku, og vökurnar lengdir til arðs fyrir andlegan þroska, og eins til að vinna fyrir' því (brauði og blessun, sem börnin þín nutu. Sælt er að minnast þín móðir, því margt var þér gefið úr dýrara andlegu efni en auður má veita; því alls konar stunur og stritið æ stöfuðu geislum á vegleysu vankanta hraunsips, sem varst þú að ganga. Sælt er að minnast þín móðir, og myndirnar skoða, sem greyptust af geislunum þínum í gárótta bergið. Þar runnu í rúnir og letur þær raunir og sæla, er æskan og árin mín finna að áttum við saman. Sælt er að minnast þín móðir, því morgun er runnfnn, og nýtt er þér umhverfi orðið að andlegu ljósi. Þar veit eg við fáum að finnast, og fræðast og tala um Guð, og hið góða og sanna, sem gátum ei skilið. Sælt er að minnast þess mamma, að mundin þín góða í hættum og háska mig studdi, og hjúkrun mér veitti; því ðrugg mig enn muntu Ieiða, er aftur þig hitti, á brautinni björtu, sem ]j)rottinn þig biður að ganga. Sælt er að minnast þess mammá. og muna það lengi, að lítið var æfinnar unnið í angist og kvíða, því lifandi orka og iðja var afl þitt frá Guði; æ, láttu það lýsa um hraunið svo Ijósið eg sjái. > Fyrir hönd dóttur hinnar látnu, Mrs. Á. Eggerts. son. i >j J. F. "mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmammmmmmm RJOMI t ‘ - ■ 11 ■■ — Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. 1 | Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að þvi er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJOMANN TIL Thc Manitoba Go-operative Dairies LIMITKD 0

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.