Lögberg - 24.09.1925, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.09.1925, Blaðsíða 3
Heilla-askjan. Eftir Malin Odmann. Þegar lestin nálgaðist síðustu stöðina á litlu hliðarbraiitinni gekk Rex Heathcote út á pallinn. Hann var hár og dökkur með ibogið nef og uppgerð- arþreytu í augunum, því hann hélt að hann væri leiður og þreyttur á lífinu. Eða vildi að minsta kosti látast vera það. Samt sem áður hafði hann skemtun af þeesari ferð. Aðeins það atvik, að hann hafði skilið þjón sinn eftir,' og varð því sjálfur að gæta farangurs síns, ölli honum ánægju. “Það er síðasta, tilraunin til að finna eitthvað frumlegt í heiminum,” hafði hann sagt við vini sína. Og til þess að æfa sig, lét hann sjálfur muni sína ofan í_ koffortin, ferðaðist svo til minsta fæðis- söluhússi»s, sem hann vissi um að til var. Og nú átti hann etir einnar stundar ferð með stöðuvatna gufubát, og svo var takmarkinu náð. Lestin blés við stöðina, eða réttara eimreiðin, sem dró lestina, og jafnframt kom ung stúlka út á næsta pall. — Hún hélt á regnkápu ogN ferðapoka í annari hendinni og með hinni reyndi hún að halda kyrrum nokkrum bögglum og stórri tréöskju með loki, hún var máluð að almúga sið með blómum og trjáblöðum. Heathcote tók strax eftir öskjunni. Að hans skoðun var hún frumlegt sýnishorn af almennings listasmekk í Sviþjóð, og það var aðeins til þess að geta fengið að sjá þennan markverða grip nánar, að hann hjálpaði ungu stúlkunni og öskjunni niður á gufubátinn, sem beið farþeganna frá lestinni. Þegar hann ætlaði að stíga út í bátinn, og var að hugsa um hvernig hann ætti að ná í þetta gam- al-svenska listaverk, snéri eigandi þess sér að hon- um og sagði fljótlega: “Ef þér ætlið með gufbátnum, er bezt fyrir yður, að líta eftir að farangur yðar verði með, því annars getur vel verið að hann fari með lestinni aftur.” Hann leit upp undrandi, og upp frá því augna- bliki hugsaði hann ekki meira um öskjuna; því nú hafði hann fundið hina upprunalegu ímynd svenskra kvenna, og þa.ð var miklú betra íhugunar- efni. Beinvaxin, liðug, ljóst hár og hrokkið, fagurt, hörund, alvarleg, blá augu, nokkuð breiðan munn með ákveðnum dráttum og, ofurlítið angurværan svip. Hann skildi vel hvað hún sagði, því það var ekki í fyrsta skifti, sem hann kom til Svíþjóðar, en honum datt alt í einu í hug að reyna hvort hún kynni ensku. Hún leit á hann dálítið undrandi með hrein- skilnu augunum sínum, því rétt áður hafði hann spurt hana á hreinni ensku: “Má eg leyfa mér að hjálpa yður?” ' iSvo svaraði hún honum með vel völidum ensk- um orðum. 15 mlínútum seinna vissi hann að hún hét Marta Höjer, og að þau ætluðu til hins sama stað- ar. t Hann dáðist takmarkarlaust að henni. Alt hjá henni, vakti undrun hans og áhuga. Hin stillilega framkoma hennar, tilgerðarlausi klæðnaður, og umfram alt málaða askjan hennar, sem ihún hafði hulið með regnkápunni eins og af tilviljun. Honum datt hún alt í einu í hug, og seildist eftir henni til að skoða hana. “Þetta er gott sýnishorn af svenskri almenn- ingslist,” sagði hann með aðdáun. • “!Nei, alls ekki.” 'Hún roðnaði mikið og rétti fram hemjina, til að koma í veg fyrir að hann opnaði öskjuna. “Eg hefi sjálf málað hana,” sagði hún. “Hvað geymið þér í ihenni?” spurði hann for- vitinn, og fór að toga í litla typpið, sem henni var læst með. v , “Nei, nei, Þetta megið þér ekki.” Hún greip af honum öskjuna og smokkaði henni undir regnkápuna. “Það er ekkert að sjá,” sagði hún ofurlítið stygg — “það er aðeins — —------eg heff matarpok- ann minn í henni.”/ Matarpokann yðar?” Heathcote leit á hana stórum augum; þetta var það frumlegasta sem hann hafð,i heyrt um» langan tíma. <‘*jJá, eg íhefi ferðast langa leið,” sagði hún fljótlega, “og mig lnagaði ekki til----------mér fanst það of míkil fyrirhöfn að yfirgefa lestina til þess að fá mér að borða.” Hún áleit það ekki ómaksins vert að segja hon- um, að hún hefði ekki efni á að ka,upa sér mat á járnbrautamatsöluhúsunum, og ekki datt Heathcote það heldur í hug, að slík væri ástæðan; honum fanst eingöngu að þetta væri sú frumlegasta stúlka sem hann hefði nokkru sinni fundið, og hann varð betur og betur ánægður með ferðina. Hann sat og dáðist að hliðmynd hennar og ljósa, ihrokkna hárinu, sem var undið saman í stór- an hnút á hnakkanum og í huga þans lifnaði á- form, sem átti að ríða baggamuninn, þar eð það var hið frumlegasta sem honum gat dottið í hug. “Ungfrú Höjer,” sagði hann fljótlega, því tím- inn var naumur og báturinn gat lent að fimm min- útum liðnum. -— “Þér vitið ekki meira um mig, en að eg heiti Rex Heathcote, þér vftið ekki hver eg er, eg — — “Jú eg veit mjög vel að þér eruð svo ríkur, að þér gætuð) með hægu móti keypt heilan bæ, ef þér vilduð.-----Þér getið nú séð að það er gagnslítið að þér reynið að nota nafnleynd,” sagði hún hlæj- andi. “En hvernig------- —?” stamaði hann. “Ó, þér hafið fyrirfrari látið vita af komu yðar, og það vill svo til að eg er Ikunnug húsmóðurinní 1 matsöluhúsinu. Það er blátt áfram ráðning gát- unnar.” ‘'Nú — jæja.” Heathcote átti erfitt með að ná sér aftur, það gekk e^kki alt eins og hann vildi. En hann var ekki af því tagi, sem gefst upp við fyrsta óhappið. “Nú, jæja. Hvort sem þér þekkið mig eða ekki, ungfrú Höjer, það er það sama,” sagði hann--------- “en þér eruð sú frumlegasta unga stúlka, sem eg hefi nokkru sinni kynst, og eg dáist að yður.----- Viljið þér vcrða kona mín?” Hann var staðinn upp og stóð fyrir -framan hana með hattinn í hendinni. — þau Voru sama sem alein, því að hinir farþegarnir voriL.önnum kafnir við að tína saman farangur sinn. Hún leit á hann undrandi, en svo roðaði hún og augu hennar skutu eldingum. “‘Yður sýnist að eg sé frumleg?” sagði hún. “Já, það getur nú vel verið, en svo er eg hrædd um að við eigum ekki saman; því ofmikill frumleikur eða einkennisblær getur orðið hlægilegur — 1— samt sem áður,” bætti hún við dálítið kýmin — “ef þér álítið frumleik aðlaðandi eiginleika, þé get eg því ver ekki verið yður samdóma.” Heathcote stóð alveg ráðalaus og utan við sig, þetta frumlega áform hans var orðið að engu. Og það á fyrstu viðkynnings stundu þeirra, að biðja þessarar ungu stúlku með ljósa hárið og alvarlegu augun, hverrar ætt hann ekki þekti, en sem í huga hans var fyrirmynd hinnar svensku kvinnu — var þess vert að segja vinum sínum heima og svo hafði hann um leið náð því áformi sem ferðinni fylgdi. Auðvitað hefði hann gifst henni, því honum var þetta hréin alvara, en nú var sagan á enda, áður I en hún í raun og veru Ibyrjaði. Hann horfði á beinvaxna líkamann ihennar, á meðan hún var að tína muni sína saman. Hin hverfandi sól kastaði gyltu geislunum sínum á hrokkna hárið hennar, og gaf andliti hennar hlýrri blæ, og nú fann hann að hann hafði orðið fyrir meiri vonbrigðum en hann hafði ihugsað sér. Hann gat ekki dulið fyrir sjálfum sér að eig- ingirni hans var hættulega særð, þvf á meðan hann talaði við hana, var hanni sér þess meðvitandi, að ferðafötin fóru honum vel, og að hann, fremur en oftast var tilfellið, áleit sig vera laglegan pilt. Auk þess þótti honum vænt um að hún vissi hver hann var -— og samt ihafði hann fengið að heyra hreinan sannleikann, betur en nokkru sinni áður. Honum sáraði að þessi orð vóru töluð af hinni elskulegustu stúlku, sem hann hafði séð. Hann hafði aldrei verið í jafn slæmu skapli, ejffki einu sinni þegar hann á æskuárum datt af hestbaki ofan 1 forarpoll í ásýnd margra ungra stúlkna. Hann var reiður við heiminn, við hana og við máluðu öskjuna hennar, sem í byrjuninni tældi hann í gildruna, en reiðastur var hann þó við sjálfan sig. Um nóttina gat ihann ekki sofið fyrir reiði og gremju, og um morguninn mætti hann henni í sól- byrginu og bað um fyrirgefningu. Hann grunaði ekki að önnur persóna hefði lilka legið vakandi, og vætt koddan með tárum sínum af hrygð yfir því, hve einmana hún var í heiminum, yfir fátæklegu fötunum sínum, yfir máluðu matar- þskjunni og yfir því, að nokkur skuli geta fengið ’isig til að skopast að henni( af því-------af því hún heffr ekki efni á að vera eins og aðrir. * * ( Svo leið heill mánuður, Marta Höjer átti að fara heim. Frítími hennar var á enda, og hún átti aftur að hyrja á starfi sínu Síðasta kvöldið ætlaði hún að dvelja á upá- haldsstöðvum s.num í skóginum. Þv*s var við litla ge:!, sem ntafur sá í gegnum til \sins, og þegar maður sat á mosanum undir grenitrjánum, gat niaður séð langt langt út á vatnið og skógi vöxnu hálsana hinu megin við það. Þangað geklk Marta þegar sólin fór að lækka á lofti, en hafi hún búist við að fá að vera1 einsömul þarna, þá brást sú von. Á mosanum undir greni- trjánum lá Heathcote reykjandi eins langur og hann var. Þegar hún kom, fleygði hann vindlinum og stóð upp. “Eg vissi að þér munduð koma og eg hefi beðið lengi,” sagði hann alvarlegur. — “Eg gat fundið það á sjálfum mér,” sagði hann til skýringar, þeg- ar hún leit undrandi á hann. v Nú varð þögn nokkur augnablik. Marta var sezt á sitt vanalega pláss, og í vandræðum sínum tíndi hún blöðin af nokkrum blómum, sem hún hafði safnað á leiðinni. Þó að líf hennar hefði verið í veði, gat hún ekki fundið nokkurt orð til svars. Þá hló Heathcote hátt og innilega. Á næsta augnabliki fleygði hann sér 'endilöngum ofan á mosann við hlið hennar, og horfði gleðigeislandi augum á rjóða og feimna andlitið hennar. “Munið þér hvað þér sögðuð við mig fyrsta kvöldið sem við fundumst, þegar eg -_____ þagar eg bað yðar?” Hún kinkaði kolli og snéri sér frá honum. “Þér höfðuð alveg rétt fyrir yður,” bætti hann við. “Eg var alger hugsunaideysingi, en—” líhnn reisti sig við til að geta séð andlit hennar, sem hún snéri frá honum — “heldur ekki neitt annað, það get eg svarið.” Hann laut áfram og hvíslaði: “En nú er eg ekki lengur ‘frumlegurí, nú er eg — ástfanginn! -— '— Og það hefi eg raunar alt af verið.” ^ Hún snéri höfðinu að honum, svo hann gæti séð að hún brosti, enda þótt augun væru full af tárum. “Er það — þá alt annað, þegar maður velur í jafn mikilli blindni og — þú?” Hann dró hana að sér og kysti ihana, áður en hann svaraði: “Ó-nei. Eg er alls ekki blindur. Eg sé mjög vel að þú ert fallegasta og besta stúlkan á jörðinni.” Hann fór alt í einu að hlæja og horfði á hana með drengslegri kátínu. ‘‘En gáðu nú að, fyrst varð eg ástfanginn í mál- uðu öskjunni þinni með-matarpokanum.” Þegar nota verður öll brögð. Hr. Wimmer stóð fyrir framan spegilinn og vaf að búa sig, en gamli, tryggi Pétur hans var að láta niður í ferðakoffortið ýmsa muni. “Nú, Pétur, hvernig lít eg út?” v “Ágætlega.” Pétur hafði litið á jhúsbónda sinn með aðdáun. “Menn geta alls ekki séð að þér séuð fimtugur.” “Nei, — eg býst við því.” Hr. Wimmer hneigði sig brosandi fyrir spegilmynd sinni. “Eg held að eg geti enn haft áhrif á unga stúlku.” Pétur var hissa. ‘iNú, Pétur, þú þarft ekki að furða þig Það eru stórkostlegir viðburðir í vændum.” Pétur sagði ekkert, en það voru nærri sloppin út úr honum nokkur efaorð. Hann ætlaði að segja: “Já, ef það gengur vel, þá gengur alt vel.” Margra ára reynsla og æfing hafði kent honum aö ráða yfir tungu sinni. Þessvegna lét hann sér nægja að setja upp efunarsvip og klóia sér í hnakkanum. , “Jæja, Pétur, það er nú ekki þess vert að missa vitið af þessari ástæðu. Raðaðu heldur munum mínum ofan í koffortið, að hálfri stundu liðinni fer lestin.” • ' • Á þessu augnabliki var samtalið truflað af ungum manni, sem kom þjótandi inn í herbergið. “Kæri frændi, þú iverður að hjálpa mér, eg er í voðalegum vandræðum.” En kæri frændi var alveg rólegur. “í fyrsta lagi er það illa viðeigandi að.koma þannig þjótandi inn til manna,” sagði hann, “og í öðru lagi get eg engan tíma mist, þar eð eg er að leggja af stað í ferðalag. Mér þykir það slæmt Karl, en —” “Ó, frændi, það er mjög áríðandi.” “Mitt áform er enn þá meira áríðandi.” “En frændi, gæfa mín er í yeði.” “Mín lika,” sagði Wimmer brosandi. “En til þess að eg þurfi enga ábrgð að bera á framtíð þinni ætla eg að heyra ihvað það er, sem þig ^skortir.” Eftir bendingu húsbónda síns fór Pétur út. “Nú, hvað viltu þá?” “Kæri frændi, að hálfri stundu 'liðinni verð eg að leggja upp í ferð, og eg er peningalaus. Fyrir viku síðan lánaði eg einum kunningja mínum 100 kr., og nú hefir hann svikið mig. Þessvegna kem eg til þín„ frændi til að biðja þig að lána mér 50 kr. Fyrsta næsta mánaðar, þegar eg hefi fengið kaup mitt, borga eg þær aftur.” “Hversvegna þarftu endilega að ferðast?” “Já, sjáðu frændi — í raun réttri átti þetta að koma flatt upp á ykkur, en í núverandi kring- umstæðum getur þú fengið að .vita þetta strax. Eg er trúlofaður, og ætla í dag að tala við föður IMörtu.” “Þessvegna áttu svo annríkt.” “Já, frændi, því Marta skrifaði mér að eg yrði að flýta mér, þar. eð gamall vel megandi maður kæmi í dag að biðja hennar, eftir því sem faðir hennar hefði sagt. Mér er áríðandi að komast á undan meðbiðli mínum, fræpdi.” Hr. Wimmer brosti. “Og hvert ætlar þú?” “Til R.......frændi.” “Til Mejer læknis?” Karl starði á frænda sinn. “Þú vissir þetta?” “Mig grunaði það,” tautaði Wimmer, “þú ætlar að biðja Mörtu Mejer?” “Já, frændi, við höfum um langan tíma elskað hvort annað. Þú hefir hlotið að sjá það, þegar hún kom hér fyrir mánuði síðan.” Wimmer snéri yfirskegg sitt með ákafa, sem merki þess að hann var í vafa staddur, en hann áttaði sig brátt. “Góði Karl minn,” sagði hann, með háðslegu brosl, “eg vildi auðvitað mjög gjarnan hjálpa þér, en núna er mér það ómögulegt, af því--------af því að eg er sjálfur þessi gamli, velmegandi maður, sem ætlar að biðja hennar.” Karl hné mállaus niður í hægindastól, en spratt strax á fætur aftur og sagði: “Þetta er ekki mögulegt, að sé satt, frændi?” “Það er það nú samt.” “En hana grunar ekki að" það sért þú.” “Að þremur stundum liðnum fær hún að vita það. Aúk þess hefi eg beðið föðr hennar að hraða ekki trúlofun hennar um of, þar eð eg ætlaði sjálf- ur að tala fyrir mig.” Karl starði á hann. “Og faðir hennar? Vill hann þig fyrir tengda- son?” “Því ekki það? Jafn góðum ráðahag hrindir enginn maður frá séí. Að öðru leyti getur þú ver- ið rólegur, piltur minn. Faðir hennar hefir engu lofað mér. En þú sérð að eg ber allmikið traust til sjálfs min og minna góðu hæfileika.” “Ó góði frændi,” bað Karl, “gerðu þetta ekki. Marta elskar þig ekki.” Þá brosti roskni frændi. “Að elska, drengur minn, er orð, sem unga fólkið metur um. of. Þegar um giftingar er að ræða, er reglubundið fyrirkomu- lag mest áríðandi, og 'ef hjónin skilja hvort annað, kemur hitt af sjálfu sér.” “Eg lít nú öðrum augum á þetta, frændi,” sagði Karl ákafur. “Ef hefi ráðstafað öllu okkar Mörtu viðvíkjandi, og þó tekjur mínar séu ekki eins miklar og þínar, duga þær tveimur persónum, sem elsikast og kunna að spara. Þú vilt þá ekki lána mér peningana?” “Mér þykir það leitt, drengur minn, mér finst það vera að j:aka brauðið frá mínum eigin munni og fá þér það,” sagði Wimmer brosandi. “Jæja — þá verð eg að leita hjálpar annars- staðar,” og út þaut hann. Hr. Wimmer kendi 1 brjósti um hann, því hann var dúglegur piltur, en hann huggaði sig með því, að hver er sjálfum sér næstur. Svo lagði hann af stað til brautarstöðvarinnar. Framh. LÖGBERG FIMTUDAGINN, _>4. SEPTEMBER 1925, PO«Ða«i«P<Da«BgKl«l«KI«RlgrKiglSBag»«lBlifflSir>n«llKliSll«ll«iaii«1l«l«’lg;l«;l«:«ll«l!KWg'tlgKlHEgð<t«faifcrei«i«iia>ii3^itay K K Eg Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN 1 Fyrir börn og unglinga H V a J; aBKWBBR(RBiagEaKlgB3BBBaBia3jlgai^ailigaaBaBaBia8BBBBIgS8!'l5g>gi B* S Professiona! Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tfmar: 2_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba. Vér leggjúm sérstaka áherzlu á aS selja meSul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru notuS eingöngu. pegar þér kómiS meS forskriftina til vor, megiS þér vera viss um, aS fá rétt þaS sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre I)amc and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf Giftinga- og JarSarfara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. - Selur líkkistur og annast um öt- farir. Allur útbúnaSur sá beSti. Enn fremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifst. Talsími: N-6607 Heimilis Talsími: J-8302 JOSEPH TAYLOR Bögtaksmaður Heimatalsími: St. John 1844 > Skrifstoíu-Tals.: A-Í557 Tekur lögtaki bœfii húsaleiguskuld- f. vefiskuldir og víxlaskuldir. — Af- /reifiir alt, sem afi lögum lýtur. Skrifstofa 255 Main St. THOMAS H. JOHNSON Og H. A. BERGMAN ísl. lögfræðlngar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. . P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzklr lögfra-ðingar. 708-709 Great-Westj Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 ■ Peir hafa einnig skrifstofur afi Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar afi hitta á eftirfylgj- and timum: Lundar: annan hvern mifivikudag Riverton: Eyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta mifivikudag. Piney: þrifija föstudag 1 hverjum mánufii. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðlngur Hefir rétt til afi flytja mál bæfil í Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wjmyard, Sask. Seinasta mánudag 1 hverjum mán- ufil staddur I Churchbridge J. J. SWANSON & CO. Verzla mefi fasteignir. SJá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgfi o. R. 611 Parls Bldg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLVASON TEACHER PIANO Ste. 17 Emlly Apts. Emily St. KING GEORGE HOTEL (Cor. King og Alexander) Vér höfum tekið þetta ágæta Hotel á leigu og veitum við- skiftavlnmn ÖU nýtízku þæg- indi. Skemtlleg heAergl til leigu, fyrir lengri eða skemrl tíma, fyrir mjög sanngjamt verð. petta er eina hóteUð í Winnlpeg-borg, som fslending- ar stjóma. TH. BJARNASON , Emil Johnson. A. Thomas SERVICE ELECTRIC Rafmagns Cont raci.ing — Alls- kyns rafmagnsáhöld sojd og við þau gert — Seljxun Moffat og McClary Eldavélar og liöfuip þær til sýnis á verkstæði vom. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin vlð Young Street., Winnipeg. Verskst. B-1507. Heim. A-7286 Verfkst. Tals.: Heima Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON PLUMBER AUskonar rafmagnsáliöld, svo sem straujám, víra, allar tegundir af glösum og nflvaka (batteries) \rEItKSTOFA: 676 HOME ST. Síml: A-4153. fsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Kristín Bjamason, eigandi. 290 PORTAGE Ave.,' Winnlpeg. Næst bifi Lyceum leikhúsifi. íslenzka bakaríið Selur beztu viirur fyrir lægsta verð. Pantanir afgreiddar bæði fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. Hreln og lipur viðskifti. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Winnipeg. Phone: B-4298 MRS. SWAINSON að 627 SARGENT Ave., Winnipeg, hefir ávalt fyrirligigjandi úrvals- birgðir af nýtízku kw'iihöttuin. Hún er eina ísl. konan. ,scm slíka verzlun rekur í Winnipeg. fslcnd- lngar, látlð Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. LINGERIE YERZLUNIN 625 %Sargent Ave. þegar þér þurfifi afi Iáta gera HEM STITCHING, | þá «leymi§: ekki afi koma I nýju búfiina á Sargent. Alt verk gert fljðtt og vel. AUskonar saumar gerfiir og þar fæst ýmiaiegt sem kvenfðlk þarfnast. MRS. S. GUNNLAUGSSON, l.igundi Tals. B-7327. Winnipec I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.