Lögberg - 24.09.1925, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.09.1925, Blaðsíða 4
LÖGBERG FIMTÚDAGINN, 24. SEPTEMBER 1925. / \ — 1 ---- 3£ogberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col ambia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tnlnimari N«6327 o£ N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáskrift til blaðsins: THE tOUIWiBI^ PRE8S, Ltd., Bo«3l7l, Winnlpsg, M»n- Utanáskrift ritstjórans: fcOiTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipag, The '•Lögberg” is printed and publlshed by The Columbía Press, Limited, in the Columbla Building, CS5 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. Kosningarnar. Svo heitir grein all-löng, er síöasta Heimskringla flytur. Eru þar talin upp sum af velferðarmálum þeifn, sem um er að ræða við kosningarnar, sem fram eiga að fara 29. október n.k., og svo spurt að því, hvað flokksforingjar þeir, sem um völdin sækja, háfi að bjóða. Ritstjórinn, því grein þessi er auösjáanlega rituð af honum, kemst að þeirri niðurstöðu, að formaður afturhaldsílokksins, Arthur Meighen, hafi ekki neitt að bjóða íbúum Vesturfylkjanna, sem þeirn sé hagur eða sómi í að þiggja, og erum vér ritstjóra Heims- kringlu þar samdóma. P>ændaflokkurinn, eða leiðtogi hans_, Robert Forke, segir hann að hafi verið atkvæðalítill á þingi, en þess l>eri að minnast, að málstaður hans og flokks hans sé eins góður fyrir það. Að því er fyrra atriðið snertir, erum vér ritstjór- anum algjörlega sammála, en hvað síðari áylyktunina snertir, ekki eins, því oss finst eins og skáldinu forð- um, að “góð meining enga gerir stoð”, ef henni er ekki fylgt fram og áhrif hennar látin ná til þeirra, sem hún getur gott gjört. . Um leiðtoga frjáslynda flokksins segir hann, að hann hafi ,á stefnuskrá sinni öll velferðarmálin, sem hann telur upp í grein sinni, og haft þau með höndum í fjögur ár, með “algerðum meiri hluta” að baki sér allan þann tíma, og hafi sáralítið gjört og “sumstaðar” ekkert. Út á þessi ummæli væri ekkert að setja, ef þau væru sönn, en þau eru það ekki, og er því um að ræða annað hvort þekkingarleysi á störfum stjórnarinnar á siðastliðnunf fjórum árutn, eða þá hlutdrægni, og er hvorutveggja slæmt, því alþjóC á heimtingu á að vita hið rétta og sanna, hvort heldur það er hlutaðeigend- um til sóma eða vanvirðu. Eátum oss þá lítillega athuga ásakanir ritstjóra Heimskringlu á hendur Mackenzie King og stjórn hans. Og væri þá rétt að athuga ástandið að nokkru eins og það var árið 1921, þegar Mackenzie King kom til valda. , Afturhaldsflokkurinn, undir stjórn Sir Roberts Bor- den og Hon. Arthur Meighen, hafði setið að völdum í tíu ár. Striðið var um garð gengið, allan kostnað í sambandi við það höfðu afturhalds leiðtogarnir tekið að láni og veitt öllum lánveitendum skatta-undanþágu í Canada á fé því, sem þeir höfðu lánað; og auk stríðs- kostnaðarins alls, höfðu þeir Borden og Meighen aukið þjóðarskuldina um $174,000,000, svo hún var 31. marz 1922, $2,422,000,000. Þó að King stjórnin, eða hver önnur stjórn sem verið hefði, hefði ekki haft um neitt annað að hugsa, en að mæta vöxtunum af þessari feykilegu skuld, án þess að taka úl þess lánsfé, þá hefði það verið ærið verkefni, og það hefir Kingstjórnin ffert og meira; hún hefir borgað frá því að hún kom til valda í desember 1921, og til 31. marz 1924, þrjár miljónir dollara nið- ur i skuldinni sjálfri, auk vaxtanna. Þjóðskuldin var þó ekki það eina, eða alvarlegasta viðfangsefnið. Það, sem verra var, var, að viðskifti þjóðarinnar út á við, voru í hinu ægilegasta ólagi. — Árið 1920—1921 námu innfluttu vörurnar til Can- ada $30,000,000 meira en þær útfluttu, eða með öðr- um orðum, verzlunarha'li þjóðaritmar það ár nam þrjátíu miljónum dollara. Það var verkefni fyrir þjóð og stjórn að borga þann halla. En þó var það ekki aðal verkefnið, sem það ástand hafði í för með sér og bráðnauðsynlegt var að bæta úr. Með óhagstæðri verzlun féll gjaldmiðill þjóðar- innar, svo að þegar skuld þurfti að borga í Bandaríkj- unum, og mest af skuldunum var þar, að undantekn- um innanlandslánum, þá urðu Canadamenn að borga $1.20 fyrir hvert dollars virði i Bandarikjunum. í janúarmánuði 1922 komust afföllin á Canada- dollarnum ofan i 5y2 af hundraði, og verzlun þjóðar- innar var henni i hag það f járhagsár, sefn nam að upp- hæð 142,000,000. Næsta fjánhagsár þar á eftir, 1923 —24. nam verzlunar hagnaðurinn $165,000,000, og fjárhagsárið, sem endaði 31. marz siðastl., nam verzl- unarhagnaðurinn $284,000,000, og Canada-dollarinn va/ hundrað centa virði hvar sem var í heimi. Breytingar þær til batnaðar, sem orðið háfa á fjár- tnálum Canadaþjóðarinnar á þessum fjórum árum, 1 sem Mackenzie King hefir verið við völdin, eiga ekki sinn Uka i allri sögu þjóðarinnar. Og þó þær séu má- ske ekki allar honum eða stjórn hans að þakka, þá er eitt vist, og það er, að, það var hans stjóm, eða Mr. Fielding, að þakka, að ekki varð gjaldmiðilshrun i Canada árið 1922. Og i öðru lagi er það óllum ljóst, sem með athygli hafa fylgst með málum Canada. að hin aukna-verzlunar velgengni þjóðarinnar, er að miklu leyti að þakka því, hve Kingstjórnjn hefir rösk- lega gengið fram i að vera þjóðinni úti um nýja mark- aði fyrir vörur sinar. Ritstjóri Heimskringlu minnist á Hudsonsflóa- brautina, i sambandi við framtaksleysi það, sem hann segir að einkent hafi Mackenzie Kjng stjórnina, og segir, að Hudsonsflóabrautin sé efigu1 nær. Langt er frá, að Hudsonsflóabrautinni hafi farn- ast eins vel á síðastlið^um fjórum árum, eins og vér \ esturfylkjabúar höfum þráð. En minna mætti rit- stjpra Heimskringlu á, og þá aðra, sem gleymt hafa hvernig ástand þeirrar brautar var, þegar Mackenzie Kiiig tók við völdunum. Það var búið að rífa upp ' hliðarspor meðfram brautinni, taka alla járnteina, sem lausir voru, rífa upp nokkuð af brautinni s'jálfri, og taka viðarbönd öll og flytja í burtu. Meighen, sem þetta lét gjöra, var svö mjög kominn á band fjandmanna brautarinnar í Austurfylkjunum, að hann lagði blessun sína yfir verkið. Mackanzie King aftur á hinn bóginn, tekur til að gjöra við brautina skömmu eftir að hann 'kom til valda, og í þrjú síðastliðin ár hefif stjórn hans látið vinna á brautinni á hverju sumri, til þess að mölbera hana og laga það, sem úr lagi var gengið, svo að nú er meir en helmingur brautarinnar kominn í ágætt lag og fær til flutninga, nær sem brautin verður fullgerð. Engum manni dettur í hug að segja, að þetta sé full- nægjandi, og ekki heldur dettur neinutn manni, sem sanngjarn vill vera, í hug að segja, að ihún sé “engu nær.” Um Crow’s Nest samninginn segir ritstjórinn, að •hann sé orðinn “ormafæða” í höndum Kingstjórnar- innar. Þó oss þyki næsta einkennilegt að segja, að samningur sé orðinn ormafæða, því vitanlega getur samningur, sem ekkert er annað en orð og hugsanir, aldrei orðið það, þá samt er hægt að ráða í hvað meint er—að samningurinn sé orpinn moldu—deyddur, eyði- lagður og numinn úr gildi; ef orðið “ormafæða” mein- ar ekki alt þetta, þá meinar það eitthvað af því, sem er sama. Þetta er heldur ekki satt hjá ritstjóra Heimskringlu, nema að nokkru leyti. Það er satt, að Crow’s Nest samningurinn frá 1897 var numinn úr gildí á síðasta þingi, að því leyti sem hann snertir flutningsgjald á á vörum frá Austur- til Vestur-Canada með járnbraut- um þeirn, sem búið var að byggja árið 1897, þegar sá samningur gekk í gildi. En aðal kjarni þessa samn- ings, sem trygði þændum í Canada frá 3 til 12 centum ódýrara flutningsgjald á hvert bushel hveitis að vest- an og austur að stórvötnum,. heldur en bændur í Bandaríkjunum urðu að borga. Þetta ákvæði Crow’s Nest samningsins náði þó að eins til jámbrauta þeirra, sem búið var að byggja árið 1897. Þó sumt af þeim hlunnindum, sem Vesturfylkjun- um veittust með Crow's Nest samningunum, sé orðin að “ormafæðu”, þá er það ekki þetta atriði. Það var af Kingstjórninni trygt með lögum og fært svo út eða aukið, að það nær út yfir allar járnbrautir, sem nú eru eða nokkurn tíma Verða og flytja korn úr Vest- urfylkjum og austur að Stórvötnunutn. Vér höfum tapað hlunnindum þeim, sem íbúar Vesturfylkjanna nutu á vörum að austan og sendar voru meo brautum, er bygðar voru fyrir árið 1897, en fengið í staðinn niðursett flutningsgjöld á korni og hveitimjöli að vestan og austur að stórvötnum, á öll- um brautum, sem korn og hveitimjöl flytja á þvi svæði, sem er um það þrisvar sinnum meiri flutning- ur, en fluttur var með brautum þeim, sem Crow’s Nest samningurinn náði yfir. Hvort um tap eða gróða er hér að ræða. að því er Vesturfylkin snertir, skal hér ekki rætt. Hitt er aðal- atriðið, að benda á, að aðalatriði Crow’s Nest samn- ingsins, er ekkit “ormafæða”, heldur raunveruleiki, sem ibúum Vesturfylkjanna er trygður með lögum, þeim sjálfum, en ekki ormum til afnota. Þá minnist ritstjórinn á samtök þau, er eimskipa- félög hafa gjört með sér um vöruflutninga á Norður- Atlantshafi og flutningstaxta, og segir, að “samsteypa” sú skáki enn i “hróksvaldi almættisins”. Á það víst að skiljast svo, að King-stjórnin hafi ekkert gjört til þess að bæta úr því vandræða ástandi. Þetta er einnig satt og ekki satt. Það er satt, að stjórnin hefir ekki ráðið bót á því máli, en hún gjörði þó tilraun til þess, eins og allir vita, — bar fram frum- varp til laga, er heimiluðu stjórninni í Canada að veita einum af eimskipaeigendum á Bretlandi fjár- styrk til þes’s að hann flytti vörur á milli Evrópu og Canada fyrir verð, er stjórnin sjálf ákvæði; en áður en sá samningur náði fram að ganga, dó þessi maður og féllu þá samningstilraunirnar niður. Kingstjórnin er sú eina stjórn, sem setið hefir að völdum í Canada, að undantekinni stjórn Sir Wilfrids Laurier, sem gjört hefir ákveðna tilraun til þess að frelsa fólk frá ánauð þeirri, er.það verður að þola frá hendi eim- skipaéigenda þeirra, sem hér um ræðir. Ummæli ritstjóra HeÍmskringu um tollmálin, eru í fylsta máta ósanngjörn, svo ekki sé frekara tekið til orða. Hann segir: “Tollar hafa lækkað, svo ó- merkilegt er að mestu.” Auðvitað er auðvelt að samsinna þvi, að tollar i Canada séu mikils til of háir. En það er með tollana eins og íslenzka málsháttinn, “Kaupmaður vill sigla. en byr hlýtur að ráða ”. Hin fastákveðnu útgjöld þjóðarinnar eru mikil, og einhvern veginn verður að mæta þeim, og aðferðin, sem til þess hefir verið og er notuð, eru tollar. En þrátt fyrir þau miklu útgjöld og þungu skattabyrðar, hefir Kingstjómin fært niður skatta að miklum mun. Árið 1920—21 varð hver maður, kona og barn, að borga skatt til Dominion stjórnarinnar, sem nam $41.99 á mann. En árið 1924—25 var sá skattur kominn of- an í $31.38 á mann. Eða á því tímabili, — stjórnar- tímabili Mackenzie Kings — voru skattar lækkaðir um $10.61 á hverju mannsbarni í landinu. Þetta 'er að vísu ekki eins mikil lækkun á tollunum og æskilegt væri, en hún er meira en “ómerkileg”, því menn borga nú í dag $3.00 i skatt, þar sem þeir borguðu $400 í stjórnartíð Meighens. LTm öldungaráðið, sem ritstj. minnist einnig á og segir, að þvi hafi ekki verið “haggað”, er það að segja, að við því hefir víst enginn maður búist, því fyrst og fremst eru deildar meiningar um, hvort þingið í Can- ada hafi lagalegan rétt til þess að hagga við þeirri málstofu. í öðru lagi hefir mál það aldrei verið borið undir kjósendur ríkisins af neinni stjóm fyr en King gjörir það nú, en án úrskurðar og fulltingis þjóðar- innar mundi engin stjórn í Canada bjóða sér að gjöra slíkar breytingar. Þáð er að eins um tvöt öfl að ræða, sem breytt geta fyrir'komulagi efri málstofunnar: brezka þingið, og vilji þjóðarinnar í Canada. Um hann biður Mackenze King nú fyrstur allra stjórnarformanna í Canada, og með hann að baki sér getur hann gjört tilraun til þeirra breytinga, sem svo mjög eru tímabærar. Á sama tírfta og breyting á efri málstofunni er þjóðþrifaverk, þá er það lika þingræðis prófsteinn þjóðarinnar. Efri málstofan í Canada er fyrirskipuð eins og hún nú er, í stjórnarskrá landsins, British North America Act, og eru margir bresk-sinnaðir og ekki bresk-sinnaðir lög- fræðingar, sem halda fram, að fyrirskipun þeirri verði að eins breytt af valdj því sem gaf ihana út — brezka þinginu. Aðrir vilja ekki kannast við það og neita að sækja s-líkt í hendur Breta: en halda fram, að þjóðin s’jálf eigi heiintingu á áð ráða slíku til lykta og þeir eru miklu fleiri og einn þeirra er MacKenzie King./ Framkvæmdir í því máli eru óhugsanlegar án fulltingis þjóðarinnar, en um það hefir aldrei verið beðið fyr en nú. Bókafregn. • Saga, misseris-rit 160 bls., ritstjóri og útgefandi Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, 732 McGee street, Win- nipeg, Canada. Verð hvers árgangs $2.00 í Canada og Bandaríkjunum, á íslandi, kr. 8.00. Bók þessi hin nýja, hefir inni að halda sitt af hverju til skemtunar og fróðleiks, er líklegt er að orðið geti íslenskri alþýðu til “húgléttis”, eins og bersýnilega er höfundinum áhuganxál, og er þá vel. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, er fyrir löngu orðinn víðkunnur austan hafs og veslan af ljóðum sínum. Enda eru kvæði hans mörg Ijómandi falleg, einkum þó sum hinna eldri. Fylgist þar víða að hugsanamátt- ur og fagurt form. Með þessu er þó ekki endilega sagt, að um afturför sé að ræða í ljóðagerð skáldsins, heldur má vera að formbreytingin ráði þar mestu um. Þorsteinn er mikilvirkur rithöfundur, — hann er alt af að yrkja, annaðhvort í bundnu máli eða óbundnu, þótt hann í seinni tíð virðist gefa sig meira við hinni síðarnéfndu grein skáldskaparins, þeirri tegund, er honum, að vorri hyggju, lætur tæpast eins vel. Þó er víða vel að orði komist í sögum Þorsteins, margt, sem vafalaust aflar þessari nýjustu bók 'hans almennra vinsælda. Fyrsta sagan, Lilja Skálholt, er einna veigamest að efni. Lilja hafði verið vinnukona í Skálholti, síðasta árið á íslandi og nafn þess þjóðfræga höfuðbóls festist við Ihana, er vestur kom. Hún var góð stúlka, trúuð og kirkjurækin, en verður fyrir þeirri ógæfu að leggja lag sitt við auðnulítinn slarkara í Winnipeg, sem þó var vel af guði gefinn, og eignast með honum sveinbarn í lausaleik. Er Jæss getið í sögunni, að hún háfi unnað tlrengnum, sem væri hann skilgetinn, og hefði tæpast jmrft að taka sljkt fram. úr því að.sagan byrjar á þvi, að Lilja.hafi verið barnslega góð. Lilja sá barnsföður sinn aldrei eftir að sveinnlnn fæddist. Málsanergutinn snýst í raun og veru um uppeldi barnsins. Lilja var vönd að uppeldi sonar síns, bannaði honum margt og leyfði honum aldrei aö leika sér með öðrum börnuin, tii þess að fyrirbyggja að hann lenti í.solli. Drengnum gekk vel þegar í barnas'kólann kom. Þó var það álit skólabarnanna, að hann væri hálfgerð rola, vafalaust sökum þess, að hann tók aldrei nokkurn minsta þátt í 'hnefaleik eða ryskingum. Þegar fram í sækir, lærir drengur þó að fara í bröndótta og verður svo mikill fyrir sér, að hann ber af skólabræðrunum. Lilja hafði ætlað að ala hann upp á annan og strangari hátt, en viðgekst um aðra drengi. Það tókst henni ekki. Samt var hún ánægð. “Hafði hún sigrað, eða hafði hún beðið ósigur?” spyr s'káldið. Margt er vel sagt í sögu þessari, en sumt fljót-' færnislegt. Hefir sá siður • meðal annars nokkru sinni viðgengist hér i bofg, að konur eða stúlkur, væru kendar við strætin, þar sem þær ættu heima, svo sem Sigga á Sargent, Domma á Dominion, Alla á Alver- stone, Vigga á yictor og þar fram eftir götunum? Spyr sá, er ekki veit. “Lam'bið hún litla Móra”, er einkar lagleg saga, lýsingarnar hreinar, sannsögulegar og lausar við mælgi. En fallegasta ritsmíðin þykir oss þó “Vitrun Hallgríms Péturssonar.” Hún ein út af fyrir sig, réttlætir fyllilega tilveru bókarinnar, hrifningar-hitinn nýtur sín þar bezt. Hún beinlinis sannar, hve höfund- urinn getur sett fram vel og skáldlega husanir sínar í óbundqu máli, ef hann aðeins vandar sig og lætur ekki alt fjúka. Geta má þess og, að fyrirlesturinn “Austrænn andi, sem hefst á bls. xi8 í riti þessu, befir að geyma margvíslegan fróðleikskjarna, sem almenningur hefir gott af að kynnast. Mun mega ganga út frá því sem gefnu, að rit þetta nái allmiklli hylli, sökum efnis og innihalds, og eins hins hve ódýrt það er, borið saman við stærð'. Framsíðan er prentuð i rauðan skraut- ramma, dreginn eftir ‘höfundinn, sem jafnframt þvi að vera skáld, er hinn ágætasti dráttlistarmaður og málari. Athugasemd við opið bréf. f opnu bréfi, er kom út í Lögbergi 17. þ. m. gerir C. Thorson m hr þá ærU að ,taka til yfirvegunar upp- drætti, er eg gerði af landnáms-minnisvarða—- og sem myndir komu af í Hkr. 9. sept. Eg er alveg ,samdóma bréfritaranum í þessum atriðum, að Jiað sé “tign í einfaldleikanum” og að heildareining se æskileg. í listaverkum. Hinar /Staðhæfingar hans “að uppdrátturinn sé í ósamræmi við grundvallarreglur listarinnar” og “sam- safn af ósamstæðum orðum",-eru sagðar út í hött, og marklausar. Þeir sem mest gaspra um “grundvallarreglur list- arinnar” eru venjulega andlausastir. — Listin hefir aldrei til lengdar játið skipa sér, eða króa sig inn í nokkur þröng reglu'kerfi — þessvegna hefir hún lifað — tekið breytingum og þroskast. Rétt nýlega hefi e£ fengið álit manna á þessum minnisvarða hugmyndum minum — feiginlega er stærri varðir.n min tillaga — minni varðann teiknaði eg að tilmælum manns úr minnisvarðanefndinníj. Eg sendi þonum updr.ættina — og hefi rétt nýlega fengið svar frá honum, sem eg læt fylgja þessari grein. Maðurinn er listfmaður og iistfræðingur í miklu áliti, H. Valentine Fanshaw, .yfirkennari við lista- deildina-í Lord Kelvin f jöllistaskóla bér í borginni. Eg vildi geta þess að Jressar myndir eru fremur uppkast en fullnaðar teikningari — Svona hluti lagar maður í hendi ‘sér í smærri atriðum, eins og gefur að skilja.. Læt eg svo fylgja bréf hans á ensku —naum- ast áríðandi að þýða bað á islensku. — í sambandi við síðari hluta bréfs C. T. tel eg það vafasamt mjög að aðstandendur þessa minnisvarða- máls fái Jænnan C. T. —eða þá sem á bak við hann standa — til að verðleggja landnemana íslensku og mæla þeim ,út steina hrúgu, sem sé nógu “þegjandi” mállaus og “lítið i borið” að hún hæfi þessum land- ’nemum, sem voru “ékkert sérstakir” og spursmál um hvort nokkuð beri að minnast. Fögnuð hefir það sjálfsagt vakið hjá þeim .sem C. T. þekkja, að ísl. Jijóðarbrotið hér vestra fengi að njóta. hans, sem verndarengils til að varna þvi að “blettir” komi á skjöld vorn í þessu máli. Samt raula kannské sumir: “En þó var þvi aldrei um Álftanes spáð að ættjörðin frelsaði'st þar.” Fre-d Swanson. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Royal BanR of Canada ÞROSKI HEILBlRIGÐAR grund- vallar-reglur í við- skiftum og útfærla starfs- sviðsins jafnt og þéft hef- ir einkent viðgang þessa banka meir en fimtíu ár. Nú í dag er banki þessi einn hinn öflugasti í heimi og styður viðskifta- starfsemi og heimili og gengur í broddi fylkingar að því er viðkemur aukinni ut- anlandsveriun. Brél Mr. Fanshaw’s. 161 Lyle St. Deer Lodge, Wpg. Mr. Fredric Swanson, Wpg- Sept. 17. — 1925. 1 Dear Mr. Swanson: I have examined with interest the project that you Icelandic people have in view, The Commemoration of the arrival og the Icelandic people as settlers in Manitoba. This awpcals to me as a fine idea, þoth from the point of view as a sincere appreciation of the sacrifices born by tihe earlier settlers which made possible the present enjoyment of settled and organised community life and also as a focal point upon which their descendants can unite in a generous spirit to perpetuate this recognition by outward and visibl^ sign. From the stafld point of canadian history it is also well for us to be reminded that not all the glory of canadian achievement rests upon the vigor of oi\e stock, but made possible by the culture and vígor of several people in unity and harmony of whom the Icelandic people have contributed no mean share. The erection of a monument to this effect, apart from being a record and an enrichment of the town of Gimli, should prove more valuable as time passes, as a shrine to be visited and a stimulus to your people to preserve those qualities, which have made them what they'are. I have examined carefully the de- signs you have made to visualize the desire for remembrance. These take the form first: A simple cairn of stones with bronze records. The second: A pillar of basaltic formation, resting upon a platförm of stone and matrix, with bronze re- cords. Both appeal to me as capable of simple and dignified treatment in iharmony with the Icelandic spirit. The first carries with it the flavor of the ancient civilization but on that account loses immediate contact with our present people. It could in fact be duplicated by many races. This is a point I.wish to stress, be- cause in yoUr second design, I find a quality in expression more nearly re- presentative of what I value distinct personal expression. This second design I congratulate you upon, not so much its details, which can be more carefully con- sidered but upon its idea. ,1 do not know any other people who would have thought that way. The idea is virile, original—and distinct- ly personal to the Icelandic culture. .Vhatéver chang.- in detail is evolved, it should not be allowed to obscure the quality of idea contained there. You will readily seee that this form 1 could not have been produced bv the primitive Icelandic culture, but is the product of its modern achievements and on that plane reaches a more interesting and harmonious relation- sbip between the earlier and lateY people. You will no doubt have difficulties in uniting upon the scheme to be used — one aspect of this will be the cost, which to some is all important. Tbere are in every race some, that estimate their finer impulses upon a cost basis. The nobler spirits do not stop because it “hurts” and I believe tbat once convinced of the advisabili- ty of under-taking this projept of memorijl, you people are the kind to insist upon having the best, that which is most representative and will put it through even though it entail sacrifice. Do not let difficulties disconcert you. A few will not see “eye to eye” with you, hut rémember that whiqh you are inspired to do is to give ex- pression to the spirit of your own race in a visible form, that shall tell its story through the future of what the Icelanders did — and where, at this date. , It is not easy — you have done Well so far. I wish you continued success, Yours faithfully, H. Valentine Fanshaw, Frú Dóra Sumarliða- dóttir Lewis. Á laugardaginn var kom hingað til borgarinnar Dóra S'umarliða- dóttir Lewis, forstöðukona kvenn- deildar Normal ríks'skólans í Cheney Washington ríki á leið til Cölumbia háskólans í New-York, þar sem hún í vetur ætlar að ljúka meistaraprófi í kennaravísindum. Dóra Sumarliðadóttir er fædd í Milton N. D. og er dóttir Sumar- liða gullsmiðs Sumarliðasohar og Helgu Kristjánsdóttur, sem ættuð eru af ísafirði á íslandi. Barn að aldri fluttist Dóra með foreldrunum vestur á Kyrrahafs- strönd þar sem hún ólst upp og mentaðist bæðj á alþýðu- og svo á ríkisháskóla ív Washington og út- skrifaðist þaðan með ágætiseinkun. Eftir að hún útskrifaðist frá há- skólanum sinti hún kennarastörf- um, um þriggja ára skeið, en gekk svo að eiga Lee C. Lewis er var kafteinn í her Bandaríkjanna í stríðinu mikla og féll i orustu við Chateau Tlhierry, er þau höfðu ver- ið aðeins eitt ár í hjónabandi. Eftir fall tnanns síns snéri Mrs. Lewis sér aftur að mentamálunum og tók að lesa hússtjórnarfræði við Cheney Normal skólann, lauk þar prófi og gjörðist forstöðukona Jieirrar deildar skólans, og gat sér svo góðan orðstýr í þeirri stöðu, að þegar umsjónarstaða námsmeyja skólans losnaði, fór yfirmaður skól- ans þess á. leit við Mrs. Lewis að hún tæki að sér það vandaverk. Hlutverk Mrs. Lewis er frempr að líta eftir hegðan, klæðaburði, fé- lagslífi og leiðbeina í öllum tilfell- um, en bókleg kensla. Hún gengur námsmeyjunum í móðurstað á með- an þær eru við skólann og var tala þeirra er hún fór 800. Sjálf segir hún: “Vildarverk mitt er að leið- beina stúlkum í húsmóður störfum. Stærsta viðfangsefni kvenna og karla, er að kunna að fara svo með ákveðin laun að þau nægi til lifs- framfærslu og að fjölskyldum vinnist timi og efni til hæfilegra skemtana.” Vér sögðum að undir umsjón Mrs. Lewis hefðu verið 800 náms- meyjar er hún. fór. Það tekur mikla umhugsun, þrek og lipurð að ganga öllúm þeim hóþ í móðurstað, en það hefir Mrs! Lewis tekist svo vel að hún hefir getið sér lof og tiltrú allra sem að skólanum og námsmeyjun- um standa. Hún hefir að vísu sér til hjálpar 30 raðskonur, er veita hinum ýmsu ;hein/avistarheimi 1 um sem námsmeyjarnar búa á forstöðu, en þó undir hennar umsjón. Skólinn veitti Mrs. Lewis lausn frá embætti sínu i eitt ár með full- um launum í þbjá mánuði. Að árinu liðnu og meistaraprófinu loknu tekur hún aftur til starfa í hinni vandasömu stöðu sinni við Cheney Normal skólann. Mrs. Lewis er enn með æskuroða I #

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.