Lögberg - 24.09.1925, Blaðsíða 6
Bj 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
**24. SEPTEMBER 1925.
PEG.
Eftir J. Hartley Manners.
•“Manstu eftir jnorgninum fyrir mörgum árum
síðan, þegnr eg átti að tala í Mayo, og við eftir að
hafa ekið margar bílur, komum að krossgötum, þar
sem engin leiðbeining var, og við vissum þyí ekki
hvaða leið við áttum að fara, þá lét eg þig velja
leiðina og þú valdir þá réttu. Manstu þetta, Peg?”
“Já, það man eg mjög vel, pábbi. Þú kallaðir
mig litla fylgdarmanninn, og sagðist ætla að fylgja
mér, það sem eftir væri æfinnar. Og mörgum sinn-
um höfum nið orðið að hlæja, þegar eg eftir þetta
hefi vísað þér aðra leið en þá réttu.”
Hún þagnaði. “Hvað kemur þér til að minnast
á þetta einmitt núna, pábbi?”
Hann svaraði ekki.
“Er það viðvíkjandi bréfinu þarna?” spurði
hún.
“Já, Peg.”
Hann átti bágt með að tala, sökum þess hve*
hryggur hann var.
“Við erum komin að markverðum krossgötum
aftur, þar sem sín leiðin liggur í hvora átt, og eg
veit ekki hvora þeirra eg á að fara.”
“Viltu láta mig ráða fram úr því aftur pabbi?”
sagði Peg.
“Það er það, sem eg er enn ekki viss um, Peg.
Því það getur verið að þú viljir fara aðra götuna
og eg hina.”
“Nei, pabbi,” hrópaði Peg áköf. “Það viljum
við ekki. Hvaða vegur sem það verður, skulum við
verða samferða.”
“Eg verð að hugsa um þetta aleinn, Peg. Eg
verð að hugsa um það í góðu næði.”
“Ef það er um það að við eigum að skilja, sem
þú ert að hugsa, þá minstu þess, að eg yfirgef þig
alderi.”
“Farðu og gakk spottakorn með Michael,
komdu svo aftur að hálfri stundu liðinni, þá skal
eg á meðan afráða hvað eg á að gera.”
Hún laut niður og kysti kinn hans. Svo blístr-
aði hún á Michael, og þau urðu samferða til leik-
svæðisins, þar sem hún var jippáhald allra barn-
inna.
O’Connell studdi hönd undir kinn og starði á
annan stóra sorgarleikinn, sem nú barst honum að
höndum.
16. KAPÍTULI.
Gamall kunningi.
Meðan O’Connéll sat í litlu istofunni í New
York og var að hugsa^m hvernig hann ætti að ráða
fram úr forlögum Pegs, lá annar maður, sem átt
hafði mikinn þátt í lífi O’Connells, í fallegu húsi
í vestur enda London — og beið dauðans.
Hið einmanalega líf Nathanael Kingsworth öll
þessi tuttugu ár, nálgaðist endann, Þegar hann
leit til baka á þessi ár, fanst honum þau hafa verið
gleðisnauð og innihaldslaus.
Eftir ófarirnar er stöfuðu frá hinni vitflausu
giftingu systur hans, hætti hann að taka þátt í
íhinu opiríbera lífi, og dvaldi alloftast á landeign
sinni — nema þegar hann varð einstöku sinnum að
fara til London, og mæta fundum í félögum, sem
hann hafði verið 'kosinn formaður í.
Landeignina í írlandi, sem var orsök að ógæfu
hans, seldi hann fyrir hlægilega lágt verð. Hann
sagði, að hann skeytti ekki um -hve lítið hann fengi
fyrir þessa hötuðu landeign, ef hann aðeins gæti
losnað við hana.
Frá þeim degi, að Angela flúði með O’Connell,
/ hætti hann öllu sambandi við skyldfólk sitt.
Hin systir hans, frú Chichester, skrifaði honum
öðru hvoru — einu sinni sagði hún honum, að hún
hefði eignast son, og tveim árum síðar, að hún
hefði eignast dóttur.
Kingsworth svaraði aldrei bréfum hennar, þó
hún mæltist til þess.
En frú Chichester skrifaði honum samt sem
íáður. Hún sagði honum, þegar sonur hennar Ala-
ric byrjaði skólanám, og einnig þegar hann byrj-
aði^í háskólanum. Það leit' út fyrir að Alaric væri
uppáhald hennar. Hún mintist sjaldnar á Ethel
dóttur sína, en þegar hún gerði það, skrifaði hún
aðallega um hina sjaldgæfu fegurð hennar, oy
miklu og margbreyttu gáfur. Fyrir fimm árum
síðan hafði Kingsworth fengið bréf með þeirri
sorgarfregn, að Chichester hefði látist í þjónustu
stjórnarinnar og skilið fjölskyldu sína eftir við
allsnægtirT ' ,
Kingsworth sendi samhygðar-símrit og viðeig-
andi blómsveig á kistuna. En hann tók engan þátt
í jarðarförinni að öðru leyti. Ekki lét hann heldur
í ljós neina ósk um að sjá systur sína, og varð
heldur ekki við bón hennar að koma og heimsækja
hana.
Þegar hann veiktist af ólæknandi sýki byrjaði
hann strax á því að ráðstafa eigum sínum, og lög-
menn hans voru stundum heila daga hjá honum, til
þess að skrifa niður þau áform er hann gerði við-
víkjandi fjármununum. f
Þegar dauðinn nálgaðist hann, til þess að taka
hann burtu frá þessu gagnslitla lífi, snerust hugs-
anir hans hvíldarlaust um hina framliðnu systur
Angelu.
Eftir því sem árin liðu varð endurminningin
um hana hlýjari. Þegar fregnin um dauða hénnar
kom, hafði hún mikil áhrif á thann, þrátt fyrir það
þó hann væri h^nni, reiður og ósáttfús. Ef tíminn
hefði leyft það, þá hefði hann krafist þess, að hún
yrði jarðsett i grafreit Kingsworth ættarinnar.
En þega^ hann féldí fregnina um dauða henn-
ar, var búið að -jarðsetja hana í New York.
Hatrið' snerist nú að þeim manni, sem iháfði
gifst henni, og sem á þann hátt hafði eyðilagt alla
möguleika Kingsworth, til að ná pólitískri og fé-
lagslegri upphefð.
Hann heyrði eitthvað minst á dóttur hennar,
en gaf því engan gaum.
En nú, þegar hann átti að deyja, iðraðist h%nn
þeirrar meðferðar, sem hann hafði veitt systur
ainni. Sérstaklega iðraðist hann hins tilfinning-
arlausa símrits: “Eins og maður sáir, uppsker
maður.” Það kvaldi hann allan þennan langvar-
andi og sára tíma, sem hann var veikur. Hefði
hann hjálpað henni, gat skeð að hún væri lifandi
nú, og hin ömurlega ásökun, sem nótt og dag var í
huga hans, væri nú útilokuð af góðri samvizku,
sem hefði veitt honum rólegri dauðastund, ef hann
hefði hjálpað henni. Hann fór nú að hugsa um
barn Angelu, og hvort hún mundi líkjast vesalings
framliðnu systur sinni. Og lögunin til að sjá þetta
barn, varð æ sterkari.
Einn morgun — eftir vonda, svefnlausa nótt —
gerði hann boð eftir lögmanni sínum. og krafðist
þess, að hann rannsakaði undir eins hvort systur-
dóttií sín lifði, og ef svo væri, hvar hún væri þá.
Þetta gerði lögmaðurinn. Hann komst að því
með aðstoð vinar síns, sem var í írksa frelsisflokkn-
um, að O’Connell var í New York, og iífði1 þar við
fátækleg kjör ásamt dóttur sinni. Hann sagði
Kingsworth frá þessu. Sama daginn var O’Connell
sent bréf, og hann beðinn um að láta dóttur sína
koma til Englands og heimsæikja hinn deyjandi
móðurbróður sinn. O’Connell átti að svara með
símriti á kostnað Kingsworths, og ef hánn sam-
þykti beiðnipa, yrði ferðapehingar sendir undir-
eins í'gegnum símrit. Dóttir hans yrði strax að
koma þar eð Kingsworth ætti stuttan tíma eftir
að lifa.
Þegar brjéfið var farið, varð Kingsworth á-
nægður. Hann þráði að sjá frænku sína. Hann
beið svarsins óþolinmóður. Ef til vill mundi sá
maður, sem hann hafði hatað alla æfi sína, neita
■bón hans. Ef hann gerði það — nú — hann gæti
að minsta kosti arfleitt dóttur hinnar dánu systur
sinnar að dálítilli upphæð.
Daginn eftir breytti hann allri erfðaskrá sinni
mr ákvað. að Margaret O’Connell skyldi fá tiltekna
upphæð af fjármunum hans. Tíu dögum síðar kom
símrit:
“Samþykki að dóttir mín heimsæki yður.
O’ConnelI.
Lögmaðurinn símritaði undir eins og bað við-
skiftamenn sína í New York, að borga allan ferða-
kostnað ungfrú O’Connells.
Næstu nótt svaf Kingswprth rólegur.
Hann vaknaði frískari og hressari næsta morg-
un. Þetta var eina ígóða verkið, sem hann hafði
framkvæmt í mörg ár, ef ekki það allra besta á æf-
inni.
Hann fann hve illa hann hafði breytt við sjálf-
an sig með því, að gera þetta ekki fyr, fyrst að
svona lítið gat veitt honum jafn mikla ánægju og
hnessingu.
17. KAPfTULI.
Peg yfirgefur föður sinn.
O’Connell átti afarerfitt með að fá Peg til að
yfirgefa sig. Hún svaraði öllum rökfærslum hans
með gagnstæðum rökfærslum og þpð liðu margar
stundir þangað til hann fékk hana til að samþykkja
burtförina.
“Hvernig á eg að geta heimsótt þann mann,
sem eg hefi aldrei séð, og sem eg hata af öllu
hjarta?”
“Hann er móðurbróðir þinn, Peg.”
“Yndislegur móðurbróðir, verð eg að segja.
Hann hagaði sér myndarlega þegar mamma átti
bágt.”
“En hann ætlar nú að bæta úr því, við þig,
Peg.”
“Eg fer ekki til hans.” *
“HeyrðU nú, barn. Eg hefi næstum ekkert til
að skilja þér eftir þegar eg dey,” sagði O’Connell.
“Eg vil ekki hlusta á neitt, sem bendir á það,
að þú skulir deyja. Þú ert hraustur og heilbrigð-
ur maður. Um hvað ertu að tala? Hvernig dettur
þérj hug að þú farir að deyja?”
“Sá tími verður einhvern tíma að koma, Peg.”
“Þann tíma, þá sorg! Við þurfum ekki að hugsa
um það núna!” sagði Pe&- ^
“Eg get enga hagsmuni útvegað þér, barn,”
sagði O’Connell.
“Hagsmuni? Getur nokkur manneskja verið
meira en gæfurík. Og það hefi eg verið hjá þér.
Hversvegna vilt þú þá taka alt slíkt frá mér?”
Við þessum rökfærslum þagði O’Connell um
stund, en svo byrjaði hann aftur frá upphafi. Hann
sá hverjir hagsmunir það væri fyrir Peg að fara
til London, fá þar góða mentun og lifa við góð
kjör. Hann vissi að hún mundi ávalt vera sér
trygg, enginn gæti hindrað það. Og hann áleit það
skyldu sína, að láta hana fá þetta tækifæri. til þess.
Og þó að hann hataði Kingsworth, vissi hann að
mágur sinn hefði gert það tilboð, sem hann hafði
enga heimild til að neita.
'Loksins tókst honum að sannfæra Peg 'um það,
að þetta væri það eina i-étta, það eina skynsamlega,
og að sér væri full alvara að hún gerði þetta.
“Eg skeyti ekkert um, hvort það er rétt eða
skynsamlegt,” sagði vesalings Peg að lokum. “En
ef þú í raun og veru vilt það —”
“Já, eg vil það, Peg.”
“Þú vilt þá senda mig í burtu frá þér fýrir
fult og alt?”
“Nei, Ppg. Eg fæ þig af^ur til mín með aukna
þekkingu og fegurri í framgöngu.”
“Þú getur nú reypt það. Snyrtikvendi. Já,
þakka þér fyrir. Þér þykir vænt um mig, eins og
eg er. Eg sikeyti ekki um að^verða öðruvísi.”
“En þú ferð?”
“Ef þú vilt það?”
“Það er þá afráðið?”
“Já, það er það líklega.”
• “Það er gott, barn. Þú munt aldrei iðrast
þess.”
O’Connell sagði þetta með glaðlegu brosi, þó
honum félli afarsárt að verða að skilja við hana.
Peg leit á hann ásakandi augum. Svo sagði
hún:
“Mig furðar það sannarlega, að þú skulir vilja
senda mig frá þér, til þess að fara til sjálfselsks
gamals manns, sem breytti við móður mína, eins og
hann gerði.”
Með þessum orðum endaði deilan út af þessu
þeirra á milli.
Næstu daga átti Peg annríkt við að búa sig
undir ferðina, og gera við fátæklegu fötin sín. Svo
kom símrit um það, að beðið hefði verið um far-
seðil, og að ferðapeningarnir væru tilbúnir hjá
bankara í New York. En Peg neitaði hörkulega að
þiggja þá. Hún vildi ekki annað en það sem
faðir hennar gaf henni.
Þegar burtfarardagurinn kom, vaknaði Peg
með hryggum huga. Þetta var í fyrsta skifti, sem
hún átti að skilja við föður sinn, svo hún var alveg
örvilnuð.
O’Connell virtist þar á móti að vera glaður ög
fjörugur. Hann spaugaði og hló, og bjó til sér-
stakan böggul úr smámunum, sem ekki fengu pláss
í koffortinu. Það var blómsveigur móður hennar,
bænabókin, sem síta Cahill gaf honum, daginn sem
hann var staðfestur, og litla myndin af Angelu.
Honum var afarnaðugt að skilja hana við sig, en
hann vildi að Peg hefði hana hjá sér, einkum nú,
þegar hún ætlaði að fara til ættingja sinnar fram-
liðnu móður. Hann varaðist að láta Peg sjá nokk-
ur merki geðshræringar. Hann sagði að það væri
engin ástæða til að hryggjast af þessu. Það yrði
alt saman henni til láns.
Þegar burtfajar augnalblikið kom, fóiju ’þuu
af stað til skipsins — hinn háí, laglegi maður og
rauðhærða, unga stúlkan í fátæklega, svarta klæðn-
aðinum með lítinn, svartan hatt, skreyttan fáein-
um rauðum rósum.
Vesalings, litla, kjarkgóða, trygga Peg, sem al-
ein fór af stað — til hvers? Sem varð að yfirgefa
þá einu manneskju, sem hún aðhyltist í heiminum
— leikfélaga sinn, vin'og föður í einni persónu.
O’Connell varðveitti kjark sinn, meðan hann
var á skipinu. Og þegar klukkunni var hringt, til
merkis um að þeir, sem ekki ætluðu með skipipu,
yrðu að fara á land, kvaddi hann Peg sina bros-
andi, sem var algerlega örvilnuð. Hún stóð við há-
stokkinn og grét, þegar skipið ýtti frá landi. Hún
horfði á eftir föður sínum í gegnum tárin, sem
glöptu henni sjón.
Um leið og báturinn rann frá yzta enda bryggj-
unnar með hægð, sá hún hann standa við fremsta
stólpann, svo hann gæti horft á eftir honum, þang-
að til hann hyrfi. Hann grét nú líka — grét eins
og barn og hrópaði: “Litla Peg! Mín eigin Peg!”
* •» *
Meðan gufuaflið knúði skipið áfram til Eng-
lands með Peg litlu, dóí sá maður, sem hún átti að
heimsækja einn morguninn, án þess nokkur væri
hjá honum.
Hjúkrunarkonan fann hann liggjandi rólegan,
eins og hann svæfi. Á borðinu hjá rúminu lá sím-
rit frá New York:
“Dóttir míh fór með ‘Mauritania’ í morgn. 1
O’Connell.
ANNAR KAFLI.
1. KAPÍTULI.
Fjölskyldan Chichester.
Frú Chichester átti rólega og þægilega daga í
gömlu en fallegú skrauthýsi í Scatboro á Norður-
Englandi. Þótt mörg ár væru liðin síðan maður
hennar dó, bar hún enn þá ytri merki sorgarinnar.
Og sorgarbúningurinn mýkti hina fyrirmannlegu
drætti i andliti hennar, og gerðu persónu hennar
og framkomu enn þá tígulegri. Hún átti nú hátt-
standandi fyrirmynd æfilangrar sorgar fyyir aug-
um sínum, og trúlynd til hins síðasta notaði frú
Chichester ekkju-Hnhúfuna og silkislæðuna.
^ Hún var mjög hreykin yfir börnunum sínum
tveimur, sem hún hafði hrósað svo mikið í bréfum
til bróður síns.
Alaric var eldri, og yfir honum var frú Chic-
hester hreyknari. iHann var svo nálægt því að
vera lofsverður, aíð móðir hans gerði sér glæsthr
vcnir um hann, frá því hann var drerigUb. Hann
var nálægt því að hljóta hrós í skólanum, hann var
nálægt því að standast prófið í háskólanum. Hann
var nálægt því að sigra í Cricket leiknum, og hann
hefði getað orðið sigurhetjan í Tennis-leiknum, ef
knöttur hefði ekki flogið yfir netið í leikslok. Hann
tók þetta alt af með ró, og virtist aldrei ásaka for-
lögin fyrir það, að þau fóru svo illa með hann.
iHann var alt af nálægt §ð gera 'eitt eða ainn-
að, og hélt frú Chichester alt af á krossgötunni
milli vonar og vonbrigða. En hún var viss um að
hann mundi einhvern tíma verða heþpinn, og allar
þessar hálfhepnuðu tilraunir, mundu í ö,llu falli
stúðla að því, að mynda gott lundarfar hjá honum.
Ethel dóttir hennar var í öllu alveg ólík Alaric.
Hún hafði ekki sýnt neinn áhuga fyrir neinu, frá
þeirri stundu/að læknirinn hjálpaði^henni inn í
þennan heim. Hún tók alt með ró; hún var aldrei
undrandi eða reið, eða glöð eða hrygg. Hvorki
sorg eða gleði virtust hafa nein áhrif á hana; hún
Ieit á lífið eins og straumlitla fljótandi á, sem hún
var ánægð með að láta bera sig truflunarlaust. Að
minsta kosti leit frú Chichester þannig á hana;
hún ímyndaði-sér aldrei að það gæti búið mókandi
möguleikar í hinni lundhægu dóttur.
Meðan hún dáðist að kæruleysi Ethels gagn-
vart ðllu — einmitt sá hæfileiki, sem tilheyrði
höfðingjaflokknum — gramdist henni í kyrþey
skortur dóttur sinnar á eldmóði.
Svo alveg ólík Alaric, sem alt af var “næstum”
þrunginn af nýjum hugsjónum, alt af var að því
kominn að gera eitt eða annað. Alaric hélt sam-
vistamönnum sínum í sífeldum æsingi _____ enginn
gat vitað hvað hann mundi næst gera. Áhrif
Ethelar voru þar á móti svæfandi, með sinni ó-
sveigjanlegu ánægju með alt. Menn vissu alt af
hvað hún vildi gera — eða héldu sig að minsta
kosti vita það.
Frú Chichester var löngu hætt að reyna að
vekja athygli bróður síns fyrir börnunum.
Hin óhéppilega gifíing Angelu hafði velt öllu
um koll — komið Nathanael til að verða einbúa, og
loka dyrum sinum bæði fyrir nánum og fjarlægum
ættingjum.
'Dauði Angelu betraði ekki kringumstæðurnar,
hann gerði þær að eins verri, ef það var mögulegt,
með þvi að skilja eftir barn, sem auðvitað enginn
af fjölskyldunni gat tekið neitt fillit til eða veitt
athygli.
Það var þegjandi ákveðið, að tala aldrei um
þessa ógæfusðmu tilviljan, allra sízt I nærveru
barnanna. Það var svo voðaleg fyrirmynd fyrir
Ethel, og svo niðurbælandi fyrir hinn hugsjónaríka
og kappgjarna Alaric.
Nafn Angelá vár því aldrei nefnt I Regal Villa.
Tilvera Ohichester fjölskyldnnar leið róleg
áfram eins og áður, aðeins með þeirri örvan, að
Alaric áformaði þá fullaðarákvörðun, annaðhvort
að verða stjórnmálaspekingur, íþrótta berserkur,
herforingi eða listamaður — það var sannartega
erfitt fyrir jafn hæfileikaríkan mann, að ákveða
sig til að taka fyrir að eins eina iðngrein, og þess-
vegna frestaði hann ákvörðuninni dag eftir dag.
Þá kom skyndilega fyrir tilviljun alveg óvænt.
Þegar Alaric kom heim einn daginn, eftir að
hafa gengið langan spöl — og hafði á meðan næst-
um því ákveðið að verða læknir — og gekk úr garð-
inum inn í dagstofuna gegn um veggsvaladyrnar,
fann hann móður sína grátandi með bréf í hendinni..
Þetta var alveg óvanalegt; frú Chichester var
ekki vön að opinbera tilfinningar sínar; það sýndi
skort á mentun. Að finna hana grátandi, sann-
færðj. Alaric um, að eitthvað mikilvægt hafði átt
sér stað.
“Mamma!” hrópaði hann glaðlega. “Hvað er
nú að?”
Á sama agnabliki kom Ethel inn úr gagnstæðri
átt.
ki var hálf tólf, og einmitt á þessu augnabliki
var Ethel vön að æfa sig við píanóið í hálfa stund.
Ekki af því, að hún væri hrifin af hljóðfæraslætti,
en það hjálpaði til að eyða tímanum. Það var nokk-
uð til að hugsa. um fyrirfram og eftir á þessa hálfu
stund, sem eftir var til hádegisverðar, svo píanó-
spil’ð var það, sem stytti fyrri hluta dagsins.
Frú Chichester leit upp, þegar elskuðu börnin
hennar komu inn — og það voru tár í augum henn-
ar og óstyrkur í röddinni;
“Ó, Ethel! Ó, Alaric!”
Alaric gekk undir eins hennar. Hún var
afar óttaslegin.
Ethel nálgaðist hana með hægð, um leið og
hún ímyndaði sér, að móðir sín héfði neytt einhvers
sem gerði henni ónot.
“Hvað er a.ð, mamma?” hró^aði Alaric.
“En mamma!” sagði Ethel með eins hryggum
róm og hún gat.
“Við erum eyðilögð!” sagði frú Chichester með
grátekka.
“Rugl,” sagði sonur hennar án þess að skilja
hvernig á stóð.
“Er það mögulegt?” spurði dóttir hennar ró-
leg.
“Bankinn okkar er gjaldþrota. Hvert einasta
Penny, sem faðir ykkar skildi mér eftir, var geymt
þar,” svaraði frú Chicíhester. “Við höfum ekkert,
alls ekkert. Við erum betlarar.” >
Alaric varð agndofa af hræðslu — hræðslu
við fátæktina. Það fór hryllingur «m hann. Að
hugsa sér að nokkuð slíkt skyidi vilja til! Svo ypti
hann öxlum og hristi þetta af sér. En sú flónska!
Fátækt! Chichester fátæk? En það rugl! Hann
snéri sér að móður sinni og sá að hún rétti sér
bréf og dagblað. Hann tók við hvorutveggju og
las bæði skelkaður og gramur. Fyrst tók hann eftir
fyrirsögn greinar í blaðinu.
“Banki Giffords gjaldþrota”. Svo leit hann á
bréfið: “Banki Giffords varð í gær að hætta við
útborganir —” .
Atur leit hann á blaðið:
“Banki Giffords hefir orðið að loka.”
Hann gat ^kki skilið þetta, og sneri sér að
Ethel.
“Hyað þá?” tautaði hann. /
“Leiðinlegt,” tautaði hún og fór að 'leita að
lagi í nótnabókinni, sem lá á píanóinu.
“Við erum eyðilögð, endurtók frúin.
Loksins skildi nú Alaric innihald bréfsins og
greinarinnah í blaðinu, og varð þar af leiðandi all-
æstur í skapi.
“Þetta kal'la eg ofboðslegt; bannsettir þonp*-
ararnir,” hrópaði hann.
s "Einhvers var vænst af honum, að minsta kosti
gremjunnar.
“Loka!” hvæsti hann, “loka! ihversvegna? verð
eg að spyrja.”
Hann leit með fyrirlitningu á hið saklausa
bréf og blað.
Hann leit á Ethel,- sem reyndi að hylja geispa
sinn, og var að líkum ósnortin af þessari voðalegu
fregn.
Þar var enga huggun að fá.
Hann snéri sér aftur að móður sinni.
“Hvað heimild hefir bankinn tij að loka? Það
ætti að vera bannað með lögum. Þeir ættu að vera
þvingaðir til að ljúka upp og hafa bankann opinn,
sov maður gæti fengið sína peninga þegar maður
vildi.”
Vesalings frú Chichester hristi höfuðið sorg-
þrungin:
“Alt er glatað,” kveinkaði hún. “Eyðilögð og
það á mínum aldri!”
“fekemtileg frásögn,” var, það eina, sem Alaric
datt í hug að segja; hann snéri sér aftur að Ethel.
Hann var nú ekki vanur að taka mikið tillit til
skoðana Wbnnar, en í þessu tilfelli fanst honum að
hann vildi, Hka heyra skoðan henna*.
“Skemtileg frásögn, Ethel.” /
“Skammarleg,” sagði Ethel róleg, um leið og
hún fletti upp sönglagi eftir Grieg, sem hún var
að leita að. Hún aðhyltist Grieg. Hann Atti vel
við allar hugarhreyfingar hennar. Hún lék 'alt,
sem hann hafið samið alveg eins. Henni1 fanst það
vera svo huggandi. Hún ætlaði að leika eitt af
lögum hans núna, til að hugga móður sína og Ala-
ric.
Hún byrjaði á fjörugu lagi, sem hún lék jafnt
og rétt með viðeigandi hraða.
“í hamingju bænum, Ethel, hættu!” hrópaði
Alaric. Sér þú ekki hve mamma er utan við sig
1— og ég líka. Við skulum hugsa um hvað við eig-
um að gera, til þess að ráða fram úr þessu.”
Frú Chichester hélt áfram að endurtaka kvein-
andi: “Eyðilögð — á* mínum aldyi!”
Alaric settist á stólbríkina hjá henni, lagði
handlegg sinn um herðar hennar, og reyndi að
hugga hana. \
“Skeyttu ekki um þetta, ’mamma, skeyttu ekki
um það,” sagði hann. “Eg skal segja þeim mein-
ingu mína.. þú mátt reiða þig á það! Mig skulu þeir
ekki geta gabbað; þú verður að muna það að þú
£tt son, og það er maður, sem engir bankarar geta
glapið sýn. Það sem við höfum látið í bankann, því
skulum við ná út aftur — unl annað er ekki að tala.’V
Alaric stóð upp og teygði úr sér, • iha,nn var
fimm fet og sex þumlungar á hæð, og horfði reiði-
þrungnum augum á ímyndaðan bankaráðsmann. Nú
kvað að honum. Framtíð fjölskyldunnar var undir
h.onum komin. Hann leit á Ethel, sem reyndi að
bæta úr ásigkomulaginu með því að líta brosandi
til þeirra beggja,
“Hann er á hausnum,” kveinaði frú Chichester.
I
0