Lögberg - 12.11.1925, Blaðsíða 6
8 i. 6
LÖGBEKG FIMTQDAGINN,
12. NÓVEMBER 1925.
PEG.
Eftir J. Hartley Manners.
“Hvernig á eg þá að haga mér?” spurgi Ethel.
og leit undrandi á hann. “Á eg máské að biðja um
fyrirgefning? Eg hefi þvert á raóti vænst þess, að
þér munduð gera það.”
Brent umlaði eitthvað óþolinmóður og gekk
aftur að. glugganum. Um leið kom Alaric inn um
dyrnar.
“Góðan daginn, Brent,” sagði hann innilega.
“Hvernig líður yður?”
“Vel, þökk fyrir,” svaraði Brent, um leið og
ihann reyndi að dylja undrun sína yfir því, hve
Alaric var óvanalega vingjarnlegur.
“Það gleður mig. Og konu yðar líka?”
“Já, þökk fyrir.”
“Og hinni yndislegu dóttur?”
kæfði niður hjá sér ekka. “Hver gæti líka. um-
gengist Ethel, án þess að gera það.”
“Áreiðanlega enginn,” svaraði Alaric.
“Við vitum raunar aldrei hve mikið af endur-
bótunum er rótgróið, og hve mikið er uppgerð,”
kveinaði frú Chichester. “En eg get þó með sann-
færingu sagt hr. Hawkes, að hún er stundum mjög
hlýðin og sanngjörn í framkomu sinni.”
“Já, tvær mínútur á viku, þegar Jerry er hér.
Hún hlýðir honum eins og hundur; hlustar á það,
sem hann segir, og hagar sér skikkanlega. En und-
ir eins og hann er farinn, /byrjar hún aftur á kækj-
um sínum! Hún er sköpuð til að vera kenjafífl.”
Alaric hallaði sér aftur á bak á stólnum, og
dreifði heita loftinu með hattinum sínum.
“Á eg að segja hr. Hawkes þetta?” spurði frú
Chichester.
“Nei,” svaraði Alaric; “en eg mundi segja að
það væri fyllilega unnið fyrir þessum þúsund
pundum á ári. Nathanael hefði átt að ákveða tíu
þúsund pund — og það er þó of lítið líka. Seg þú
honum að við ætlum að halda áfram samkvæmt ósk
hins framliðna, og að við höfum von um árangur,
þó lítil sé.“
“Já, þökk fyrir.” '■*
“Þér verðið að koma með þær einlwerntíma.
Það myndi gleðja mömrtiu að sjá þær, og Ethel
h'ka. Ethel elskar lítil börn. Er það ekki, Ethel?”
Án þess að ibíða svars, sagði hann:
“Þrátt fyrir börnin — hefir þú séð Margréti
nokkursstaðar?”
Ethel laut höfði í áttina til garðsins:
“Já — þarna úti.”
“Það er ágætt. IMamma vill tala við hana. Við
verðum að ráðgasrium ýmislegt viðvíkjandi henni,
undir eins. Mamma kemur að augnaibliki liðnu.
Þér þurfið ekki að fara, Brent.”
Svo flýtti Alaric sér út í garðinn.
Brent hljóp til Ethel og sagði:
“Eg held til á hótelinu. Sendið mér svar. Eg
skal vaka og bíða eftir því í alla nótt.”
Hann þagnaði. “Viljið þér?” spurði hann.
“Máské,” svaraði Ethel.
“Mér þykir leitt ef nokkuð af því, sem eg hefi
sagt eða gert, hefir fallið yður illa. Þér megið
trúa mér — það er engin ástæða til þess. Ó, ef
þ.ér aðeins —”
Hann ætlaðPað gripa hana í faðm sinn, en
Ethefi gat stöðvað hann á sama augnabliki og móð-
ir hennar kom í ljós í stiganum, og um leið kom her-
bergisþernan inn um dyrnar.
Frú Chichester heilsaði Brent vingjarnlega.
Svo sneri hún sér að þernunni og sagði:
“Nær sáuð þér frænku mína seinast?”
“Það er meira en klukkustund síðan, frú.”
“Biðjið þér Jarvis að líta eftir ihenni í garðin-
um — í hesthúsinu — á þjóðbrautinni —”
“Já, frú,” svaraði þernan «g hljóp út.
‘Afsakið, hr. Brent,” sagði frú Chichester við
gestinn.
‘1Eg var að því kominn að fara, frú Chiöhester.
Eg fer til útlanda á morgun, og kom hingað í því
skyni að kveðja.”
“Einmitt það,” sagði frú Chichester. “Þá óska
eg yður og konu ýðar þægilegrar ferðar. Þið verð-
iS bæði að heimsækja okkur undir eins og þið kom-
ið aftur.”
“Þökk fyrir,” sagði Brent. “Vevið þér sælar,
frú Chiohester'— og —Ethel —”
Hann leit þýðingarmiklum augum til Ethel og
hvarf. 6 •
Ethel varð að ákveða um stefnu ókominnaf
æfi sinnar, án þess að ráðgast um það við nokkurn
—sízt af öllu móður sína. Frú Chichestar hafði aldr-
ei reynt að ná trausti barnanna, og ef þau lentu í
vandræðalegar kringumstæður, urðu þau þessvegna
að ráða fram úr þeim sjálf, eða fara til óviðkom-
andi manna, til að f& rtáðleggingar og hjálp. Ethel
varð að taka áform sitt áður en nóttin væri enduð,
annars væri það of seint þar eð henni vár ogeðfelt
að áforma eiíthvað ákveðið, afréð hún að fresta
því þangað til um kvöldið.
Það gat skéð að eðli hennar gæfi henni leið-
beiningu á þessu tímabili, svo hún þyrfti ekki að
' brjóta heilann um þetta, og þá félli áformið af
sjálfu sér, og án þess að ábyrgðin hvíldi Jbeinlínis
á henni. En á meðan ihún var að hugsa um þetta
kom Alaric þjótandi inn úr gjarðinum.
“Margaret. finst hvergi nokkursstaðar,” sagði
hann gremjulegur, og fleygði sér í hægindastól.
“Þetta má ekki eiga sér stað,” sagði frú Chic-
hester hörkulega. “Hr. Hawkes símritar, að hann
ætli að koma á morgun og heyra fyrstu lýsingu
mína. Hvað á eg að segja honum? Að allir kenn-
ararnir, sem eg hefi útvegað henni hafi gefist upp?
Enginn íhafi fengst til að vera lengur en eina viku.
A eg að segja honum það?”
“Það getur þú auðvitað mamma, en ætli það sé
hyggilegt?” spurði Alaric.
• “Á eg að segja, að engin af þjónustustúlkun-
um vilji aðstoða hana? Að hún sýni engan vilja
til þess, að stunda námið. Að hún hæðist að fcenn-
urunum, hermi eftir þeim og stríði þeim, neiti að
læra það, sem henni er fengið, og finni upp á alls-
konar gletnibrögðum? Á eg að segja honum það?”
“Það væri henni mátulegt, að þú gerðir það;
er það ekki satt, Ethel?” sagði Alaric.
“Jú,” svaraði Ethel.
Á þessu augnabliki komu þjónninn og herberg-
isþernan inn úr garðinum, ibæði lafmóð. ,
“Eg hefi leitað hennar alstaðar frú, en ekki
fundið hana,” sagði Bennett.
“Ekki í hesthúsinu, heldur ekki á þjóðbraut-
inni. Og hundurinn er burtu.” sagði Jarvis,
“Pet?” •
“Nei, ungfrú. Hann liggur úti á flötinni og
nagar bein. Hinn rakkinn.” #
“Það er gott,” sagði frúin, og sendi þau út
aftur.
“Ó, ef eg aðeins gæti hætt við þetta,” sagði
hún grátklöikk.
“Eg ligg vakandi á nóttunni og hugsa um þetta
en hverrtig getum við komist af án þessa mánaðar-
gjalds?” /
“Eg skal segja þér hvað við eigum að gera,“
sagði hinn vonaríki sonur hennar. “Látum okkur
reyna stelpuna einn mánuð ennþá. Látum hana
sleppa að þessu sinni, og látum hana svo heyra orð
Páls, þegar lögmaðurinn er farinn. Haltu fast í
taumana og láttu hana finna að það er alvara.”
“Við getum reynt það,” sagði frú Chichester og
þurkaði tárin af augunum. “Hún hefir skánað tals-
vert, að því er snertir framkomu og siði, og það
megum við þakka Ethel fyrir.”
Hún leit viðkvæmum augum á dóttur sína og
Ákaft hundgá heyrðist nú úti í garðinum.
“Pet!” hrópaði Ethel og flýtti sér út.
Frú Chichester og Alaric flýttu sér að glugg-
anum til að ihorfa út.
“Margaret!” hrópaði frúin.
“Og völskuhundurinn. Hún æsir hann á Pet.
Þarna er lEthel,” sagði hann, þegar systir hans
kom hlaupandi yfir flötina og greip þennan vesa-
lings skikkjurakka.
“Farðu og skildu þá,” sagði frú Chichester.
“Nei, eg held nú síður,” svaraði Alaric. “Það
verður Ethel að gera. Eg get ékki liðið hunda —
get ekki skilið hversvegna hefðarmeyjar eru að
dekra við þessi íjótu, lyktvondu dýr, sem urra og
(b!ta að ástæðulausu.”
Etlhel kom aftur inn gröm í skapi, og hélt á
Pet, sem var afar reiður. Hversvegna vogaði þessi
óskikkanlega stelpa sér, að láta hundskömmina sína
snerta við uppáhaldshundinum hennar?
’Strax á eftir kom Peg með sigurhetjuna
Michael í fanginu. í augum hennar fólst gletnis-
leg ánægja; hún var lafmóð og all-æst. Fallegi
nýi kjóllinn hennar bar merki eftir iblautu lappirn-
ar ihans Michael.
“Farðu út með hundinn undir eins,”. hrópaði
frúin, þegar hún sá Peg.
Peg snéri sér við, gekk út í garðinn með Mich-
ael og fór að hlaupa og leika sér við hann á flöt-
inni.
Frú Chichester beið flitla stund eftir henni,
hrópaði svo til hennar enn þá hörkulegar en áður:
“Margaret! Margaret! Heyrir þú ekki! Eomdu
inn undir eins!” /
Peg hélt áfram að leika við Mitíhael, og svaraði
aðeins:
“Jú, eg heyri.”
“Komdu hingað!” •
“Má Michael koma líka?” spurði Peg.
“Þú átt að koma og láta hundinn vera kyrran
úti.” I
“Ef iMichael má ekki koma inn, þá vil eg held-
ur ekki koma,” sagði Peg.
“tíerðu eins og eg segi. Komdu undir eins,”
skipaði frúin.
Peg batt Michael við dyrnar á sólbyrginu og
kom með hægð inn í stofuna.
“Hvar hefir þú verið?” spurði frúin.
“Niður víð sjóinn,” svaraði Peg kæruleysislega.
“Hefi eg ekki sagt þér, að þú megir aldrei fara
í burt ein?”
“Jú.”
“Hversvegna ert þú þá svona óhlýðin?”
“Eg mátti til að vera það.”
‘“Þú máttir til?’ ’
“Já.” t
“Hversvegna? ef eg má spyrja.
“Það þurfti að baða Michael, og svo tók eg
hann með mér ofan að sjónum og baðaði hann.
Honum líkar bað.”
“Það áttu að .láta þjónana annast um. Veist
þú það efcki?”
“Þeir hata Micihael og eg hata þá. Eg vil
ekki láta þá snerta hann.”
»“Þú varst með öðrum orðum sagt, óhlýðin
skipan minni.”
“‘Já, það var eg.”
“Finst þér það vera viðeigandi framkoma gagn-
vart móðursystur þinni?”
‘Máské eficki. En eg haga mér nú þannig samt
sem áður.”
“Óskir mínar hafa þá enga þýðingu hjá þér?”
Gamla hefðarkonan virtist vera mjög hrygg,
um leið og hún var reið, Peg varð undir eins auð-
mjúk og reyndi að bæta úr þessu aftur.
“Jú, það hafa þær, frænka —- það’hafa þær
sannarlega.”
“Líttu á kjólinn þinn!” kallaði frúin alt í einu.
Hún hafði tekið eftir blettunum eftr lappirn-
ar á Michael.
Peg leit niður og sagði kæruleysislega:
“Þeir ihverfa; það er Michael, sem hefir látið
þá þama.”
Frú Chichester horfði hörkulega á blóðrauða
andlitið ungu stúlkunnar, umkringt hrokknum hár-
lokkum, sem Bennett hafði gréltt svo fallega um
morguninn, en. héngu nú mjög óreglulega niður.
‘IQetur þú aldrei lært að h$lda hárinu á þér í
steUingum? Hvað ætli verði úr þér?”
“Eg vona að lenda á bmnum að lokum, eins og
allir góðir katólíkar,” sagði Peg.
Frú Ohichester sneri sér'frá henni með örviln-
unar svip.
“Eg hætti við þetta! Eg bætti við þetta!”
sagði hún með grátklökkri rödd. “Eg geri alt sem
eg get, og þú — þú —”
Hún þagnaði snöggvast, og sagði svo:
“Eg skií þig ekki? Eg sjcil þig ekki!”
“Þessi sömu orð hefir faðir minn alt af sagt,”
sagði Peg áköf. “Og þegar hann getur ekki skilið
mig, er lítil von til að aðrir geti það. En eg skal
segja þér hvað eg held það sé. Eg held að það búi
í mér dálítill djöfull, sem af og til kemur j Ijós.”
“Djöfull?” hrópaði frú Chichester mjög skelk-
uð.
“Já, frænka,” sagði Peg alvarleg.
“Að þú skulir leyfa þér að brúka slíkt orð —
við mig.”
“Eg brúka það um sjálfa mig. Eg vejt ekk!
hvort þú munir líka hafa vondan anda í þér. En
eg held, að eg hafi hann sjálf.”
Frú Ohichester gaf henni Ibendingu að þegja,
og sagði:
“Á morgun á eg að gefa hr. Hawkes mína fyrstu
lýsingu af þér.”
Peg hló hátt, en áttaði sig svo strax
“Af hverju hlær þú?” spurð frænka hennar
byrst.
“Eg hugsaði að eins um, bvað þú mundir segja
honum.”
“Eðli þitt er fyrir neðan alla gagnrýni.”
“Já, frænka.”
“Hvað á eg þá að segja hr. Hawkes?”
“Seg þú honum sannleikann, frænka, og kast-
aðu allri ábyrgðinni á djöfulinn.”
“Margaret!”
Gamla konan leit óttaslegin á hana.
“Fyrirgefðu frænka,” sagði Peg iðrandi.
“Langar J)ig ekki til að vera hér?” spurði frú-
in.
“Stundum langar mig til þess, stundum ekki.”
“Geri eg ekki alt fyrir þig?”
“Jú frænka.”
“Hversvegna ert þú þá alt af óhlýðin við mig?”
“Eg býst við að það stafi af erfðasyndinni,”
sagði Peg hugsandi. -
“Hvað þá?” hrópaði frú Chichester aftur all-
skelkuð. | ?
“Hún er sannarlega góð!” sagði Alaric hlæj-
andi. Peg mótmælti og Alaric þagnaði. Ethel gaf
þeim engan gaum.
Peg settist við Mið frænku sinnar og fór að
segja henni hvað hún meinti:
“Þegar eg var barn og var óskikkanleg, sagði
pabbi alt af að það kæmi af erfðasyndinni í mér,
og að mér skyldi ekki vera hegnt, af því að eg gæti
ekki gert við því. Hann var vanur að hegna sjálf-
um sér fyrir mína galla. Og þegar eg sá að hon-
um féll þetta afar þungt, varaðist eg að gera það
aftur, um nokkurn tíma að minsta kosti. Þetta var
góð fyrirmynd til að ala upp dóttur Sína eftr. Síðan
eg kom hingað, hefi eg hugsað um það, hvort móð-
ursystir mín gæti alið upp systurdóttur sína þann-
ig.”
Hún leit egnandi til frú Chichester.
“Setjum svo til dæmis, að þú vildir hegna
sjálfri þér fyrir alt það ranga, sem eg geri og að
mér sárnaði það svo, að eg gerði það aldrei oftar—
þó eg geti ekki ábyrgst það. Eg held að pabbi
þekki mig betur en eg geri.”
“Faðir þinn hefir hlotið að hafa mjög léleg
áhrif á þig,” sagði frú Chichester skapþung.
“Nei, þvert á móti,” mælti Peg æst. “Pabbi er
sú ibesta manneskja.”
"Margaret,” greip frú Chichester fram í fyrir
henni.
Peg leit til jarðar og sagði dauflega:
“Haffn hefir þá haft það, samt sem áður.”
“Hefi eg ekki sagt þér, að þú megir ekki mót-
mæla mér?”
“En þú mótmælir mér alt af.”
“Þegiðu.”
“Það er ekki réttlátt að þú mótmælir mér, og
að eg fái ekki leyfi til —”
“Viltu þegja?”
“Já, frænka. En þá verður þ"u að vera svo góð,
að tala ekíki um föður minn eins og þú gerir. Það
kvelur mig. Eg elska föður minn —”
“Vilt — þú — þegja?”
“Eg skal þegja.”
Peg settist aftur á stólinn, hún stundi þungan
og barði hnefunum saman. ,
Frænka hennar kom svo með eftirfylgjandi
uppástungu:
“Ef eg samþykki að annast um þig eftirleiðis,
viltu þá lofa mér að gera það sem þú getur til þess,
að ná framförum á þeim mánuði, sem kemur.”
“Já frænka.” svaraði Peg hiklaust.
“Og ef eg ræð nýja kennara henda þér, vilt þú
þá lofa því að reyna að láta þér þykja vænt um
þá?”
“Já, frænka.”
“Gott. Byrjaðu þá í kvöld. •
"Með hvað?” spurði Peg áköf.
“Sæk þú bæ&urnar þínar,” sagði frænka henn-
ar.
“Það skal eg gera.”
Svo fór hún að leita að bókunum og fann lands-
uppdráttabók þarna, bókmentasögu hérna, Eng-
landssögu undir borðinu og landafræðina á píanó-
inu. Að síðustu hafði hún fundið þær allar, sett-
ist og fór að lesa.
Jarvis kom inn með bréf á litlum diski.
“Hvað er þetta?” spurði frú Chichester.
“Bréf til ungfrú Ethel, frú.”
Meðan Ethel opnaði bréfið og las það, benti
Peg þjóninum að koma til sín.
“Micbael stendur bundinn fyrir utan sólbyrgis-
dyrnar hérna,” sagði Peg. “Hann hefir verið í á-
flogum og er þeyttur; gerðu svo vel að gera hann
rólegan fyrir mig.”
Jarvis fór nauðugur út, leysti hundinn og fór
með hann inn'í húsið, sem hafði verið búið til
handa honum. Bæði ihundurinn og eigandi hans,
féllu honum ila í geð. öllu var snúið upp og niður
í þessu reglubundna húsi, síðan þau komu þangað,
og síðasti mánuðurinn hafði verið mjög ónotalegur
fyrir hann.
“Frá hverjum er bréfið?” spurði frú Chichest-
er Ethel.
Frá hr. Brent,” svaraði Ethel kæruleysislega.
Brent? , Hvað hefir ihann til að skrifa þér um
núna?” spnrði Alaric.
“Hann biður mig að gera nokkuð fyrir sig.”
Hún reif bréfið í smáagnir og lét þær í rusla-
körfuna.
“Gera nokkuð?” »
“Já — ekki neitt marfevert. Það er best að eg
svari honum strax.”
Svo settist hún róleg niður til að svara bréfinu.
Frú Chichester sá að Peg var farin að lesa —
það er að segja að blaða í bókunum sínum, þangað
til hún fann eitthvað, sem vaktj athyglj hennar, og
sem hún svo lak aftur og aftur, linz hún hélt sig
kunna það. Hún sagði við Peg, að einnar stundar
lestur væri nægilegur, og fór svo út úr stofunni,
um leið og hún gaf Alaric bendingu að koma með
sér.
Þegrar hún var horfin út úr dyrunum, gekk
hann til Peg og gretti sig framan fyrir hejini.
Erfðasyndin. Hún er þó sannarlegá. ekki
slæm.”
Peg leit á hann með hættulegum eldingum í
augunum. Hún skelti aftur bókinni, sem hún var
að lesa í, og hélt henfti á loft hótapdi.
“Er það djöfullinn, sem nú er á ferðinni?”
spurði Alaric egnandi. *
“á, eg finn að hann klórar og kippir í mig.
Það hlýtur að vera djöfull, sem hatar alt nám; hann
reynir að minsta kosti að hindra mig frá að nema.”
Alaric hló aftur með egnandi hlátri.
“Líttu á frænku þína — reyndu að verða eins
og Ethel — litli djöfla-unginn þinn.”
Peg kastaði foókinni á eftir honum. Hann vék
til hliðar, svo hún 4com næstum í Ethel, sem þá var
að standa upp.
Peg tók bókina upp um lleið og Alaric hvarf
út úr dyrunum, og Ethel, róleg eins og hún var vön,
tók smávindil úr hylkinu sínu og kveikti i honum.
Pe^r tók undir eins smávindil, sem lá á borð-
inu og kveikti í honum, en fórst það klaufalega, þó
hún reyndi að haga sér eins og Ethel að ölllu leyti.
Þegar Ethel var búin að skrifa áritanina útan
á bréfið, snéri hún sér við óg sá Peg sitja á borð-
röndinni reykjandi, og horfa á sig með egnandi
augnatilliti. #
Ethel fleygði smávindli sínum í öskulbikarinn,
sem stóð á borðinu, gröm í skapi.
Peg gerð það sama.
“Ethel stóð upp allreið.”
„Því glápir þú þannig á mi^?”
“Frænka mín hefir sagt mér að gera það. Þú
átt að vera fyrirmynd mín.”
Ethel sneri baki að henni Ibálreið og fór að
ganga upp stigann.
Peg gekk á eftir henni og sagði:
“Má eg tala dálítið við þig?”
“Þú átt að lesa bækurnar þínar,” svaraði Ethel
vonskulega.
“Þú vilt þá ekki leyfa mér að tala við þig. Þú
hefir ekki talað við mig eitt einasta vingjarnlegt
orð, síðan eg kom hér,” sagði Peg í biðjandi róm.
Ethel svaraði engiu.
Peg sagði:
,‘Við erum þó báðar ungar og náskyldar, og
erum í sama húsinu og hér um bill á sama aldri.
Samt sem áður hefir þú aldrei litið á mig, án þess
að augu þín leiftruðu af hatri. Hundurinn þinn er
þér eflaust meira virði en eg.”
Ethel leit niður á Pet, klappaði honum og
kysti hann.
“iMér þykir leitt að Micíhael flaug á hann —
það er aumingjalegt- að foerjast við þann, sem er
miklu minni — en það var efcki Mic'hatíl að kenna,
það var eg, sem sigaði honum, hann gerir alt, sem
eg segi hojium — þó eg sigaði honum á ljón, mundi
hann ráðast á það.”
“Þú komst honum til að ráðast á Pet?” hrópaði
Ethel.
“Já, eg gerði það. Eg hata hann; hann er svo
sléttur, feitur og vel taminn. Eg foata alla, sem
eru feitir og vel uppaldir. Mér geðjast vel að þeim,
sem eru margir og blátt áfram, eins og Michael og
eg.”
Ethel umlaði af vonzku og ætlaði að halda á-
fram; en Peg stððvaði hana.
“Vilt þú ekki vera vina mín?”
“Við eigum ekkert sameiginlegt,” svaraði Ethel.
“Við getum nú þrátt fyrir það hagað okkur
vingjarnlega hvor við aðra. Eg skal mæta þér á
miðri Ieið, ef þú vilt vera dálllítið vingjarnleg við
mig.”
Hún leit foiðjandi augum á Ethel og bætti svo
við: .
“Þú mundir gera það, ef þú vissir hvað eg
hugsa.”
Ethel sté eitt þrep niður aftur og leit rann-
sakandi augum á Peg. Svo sagði hún:
“Þú ert sjaldgæf stúlka.”
“Nei, það eruð þið, sem eruð sjaldgæfar. Eg
er alveg eins og guð foefir sfcapað mig, en þið látist
»11 saman vera öðruvísi, heldur en þið eruð í raun
og veru.”
“Við hvað áttu?” spurði Ethel grúnsöm.
“ó, eg hefi athugað yfckur!” sagði Peg áköf.
“Þú sýnir almenningi andlit, sem segir: Lítið á
* unga stú'lku. Er eg\ekki lagleg, kyrlát, siðuð, elsku-
leg ung stúlka? En þú ert raunar öll önnur, það ert
þú.”
Ethe.1 gekk hægum skrefum til Peg og horfði
í augu hennar.
“Auðvitað er ekkert rangt við siðferðið, hegð-
anina og fegurðina, en hugsanirnar og tilfinning-
arnar eru alt öðru vísi heldur en þú lætur í ljós.
Þú ert alveg eins bráðlynd og eg til dæmis.' Þú ert
mjög ákaflynd, Ethel — það er stór synd að þú
skulir ekki láta það í Ijós stöku sinnum. En þú
lætur ekki bera á því, af því það þykir ekki viðeig-
andi. Og gæfurík ert þú samt sem áður ekki, eða
ert þú það?”
“Nei, það er eg ekki,” viðurkendi Ethel ósjálf-
rátt.
“Eg heldur ekki — hérna. Getum við þá ekki
reynt að hugga og hjálpa hvor annari ofurlítið?”
Það skein svipur hreinskilni og sambygðar í
augum Pegs, og hreimurinn í rödd hennar var hlý-
legur.
“Þú vilt hugga mig?” hrópaði Ethel fyrirlit-
lega.
“Já, Ethel. Það er sagt að fallegar hugsanir
geri andlitin falleg, og eins áreiðanlegt er það
með góð störf. — þau gera hugann ánægðan og
hlýjan — það mundir þú sanna, ef þú værir ofur-
Hltið vingjarnleg við mig —- einstöku sinnum.
Hin hreinskilna alúð Pegs hafði undir eins
áhrif á Ethel. Hún snéri sér að frænku sinni og
sagði með alt annari rödd, heldur en hún var vðn:
“Eg hefi máské verið of kuldaleg ■—”
“Já, það foefir þú verið,” sagði Peg. “Eg krefst
þess aðeins að þú talið við mig eins og manneskju,
en ekki eins og eg væri moldarhnaus.”
“Því lofa eg. Góða nótt Margaret.”
Ethel áleit samtalinu lokið með þessu og ætl-
aði að vfirgefa herbergið.
“Hinkraðu ögn vlð, að eins mínútu. Eg foefi
nokkuð að segia þér,” sagði Peg.
‘HTvað er það?”
“Fg vil tsla við þig um nokkuð.”
“Hvað þá?”
Peg hugsaði sig um. leit niður foálf feimin,
dróg audsnn þunglega og sagði svo með alvar-
legri rödd: i
“Veist foú nokkuð UTU — ást?”
"Ást?” endurtók Etfoel undrandi.