Lögberg - 14.01.1926, Blaðsíða 3
LÓGBERG FIMTUDAGINN,
14. JANÚAR 1926.
Bl3. 3.
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
Skipið.
Hvernig haldið þið að fyrsta skipið, eða öllu
heldur báturinn hafi litið út? Fyrsti báturinn sem
mennirnir notuðu, var að öllum líkindum e er
annað en viðardrumbur, eða tré, eins og pað kom
úr skóginum, nema hvað limið var tekið af þvi. En
mjög ánægðir hafa mennirnir vafalaust verið, þeg-
ar þeir fyrst komust að því, að þeir gátu ferðast
eftir vötnunum á trjáviði.
En þægileg voru þessi flutningsfæri ekki og
mennirnir voru ekki lengi ánægðir með þau. Það
var hægt að komast á þeim eftir ánum, undan
straum og jafnvel var hægt að komast yfir straum-
laust vatn, með því að ýta staurnum áfram með
viðarstjökum. En ómögulegt var að snúa þeim við
eða ráða við þá þar sem straum var mikill.
Það sem sérstaklega var að þessum bátum var
það, að þeir voru' of efnismiklir. Einhver hugvits-
maður, fann þá up<p á því, að hola staurana áð inn-
an og gera þá þannig léttari og voru það miklar
umætur Varð báturinn þá dálítið svipaður bátum
þeim, sem enn eru notaðir og hér í landi kallaðir
“canos”. En þungir og stirðir voru þeir að sjálf-
sögðu. Einn slíkur bátur er til á forngripasafni í
Svisslandi og ertalinn að vera frá síðari hluta stein-
aldarinnar.
Næsti þ&ttur í sögu bátsins er frá Egyptalandi.
Það má finna merki þess, að Egyptar hafa notað
báta fyrir meir en 5000 árum. Sumir þeir bátar
voru þannig gerðir, að þeir voru fléttaðir úr reyr
eða sefi og tjargaðir svo vandlega, að þeir láku lítið
eða ekki. Voru slíkir bátar notaðir til veiðiferða
á vötnum eða tjörnum og lítilsháttar til ferða eft.ir
Níl ánni.
Til lengri ferða,- notuðu Egyptar seglbáta, sem
bygðir voru úr viði. Var þeim ekki síður róið en
siglt. Stýri?? var bara fjöl, sem haldið var í hend-
inni, eða þá að þeim var bara stýrt með árunum.
Hinir fámennu Phoeniciu menn urðu frægit
á sinni tíð fyrir ksipasmíðar sínar. Að vísu voru
seglbátar þeirra mjög líkir bátum Egyipta, neíma
hvað þeir voru miklu stærri; enda fóru þeir mikið
lengri og fleiri ferðir á sjó og vötnum heldur en
Hgyptar.
Grikkir og Rómverjar höfðu hér um bil sama
lag á bátum sínum, en þeir treystu mets á árarnai*.
Þeir bygðu stundum sætin fyrir ræðarana hvert
upp af öðru til ^ið l^ima sem flestum fyrir og höfðu
þá þeir er ofar sátu lengri árar en hinir, svo þeir
gætu náð niður í vatnið^með þeim.
Á miðöldunum voru framfarir í skipagerð hæg-
fara, en þó nokkrar. Skip, sem siglt var að éins, en
ekki róið, voru byrt Á slíkum skipum sigldi Col-
umbus yfir Atlantshafið til Ameríku.
Næsta og verulega framförin í skipagerð var
sú, að byrjað var að nota gufuvélar til að
knýja þau áfram. Það er ekki rétt, að Fulton hafi
orðið fyrstur manna til að byggja gufuskip. Fransk-
ur maður Papirv að nafni hafði fyrir meir en heilli
öld gert tilraun í sömu átt. En honum gekk ekki
vel með sitt gufuskip. Það gekk að visu nokkuð,
f en ekki Svo að það yrði að gagni.
Árið 1816 fór fyrsta gufuskipið yfir Atlants-
hafið og voru þá segl notuð að nokkru leyti.
Nú eru hin afarstóru gufuskip engu líkari held-
ur en fljótandi hótelum. Þau hafa öll möguleg og
hugsanjeg þægindi. Það er fjöldi gufuskipa, sem
fer yfír Atlantshafið á minna en viku, og einstöku'
sem komast það á fimm dögum. Framförin er
töluverð frá þeim tímum, að menn fóru eftir vötn-
unum og ánum á eintrjáningum, en gátu ekki hugs-
að til að leggja á úthafið. v
Jakob Grimm,
Hinn fjórða dag janúar mánaðar 1785 fæddist
maður, sá, sem hér segir frá. Þegar móðir hans
vafði hann örmum bað hún Guð — eins og alíar
góðar mæður gera — að drengurinn hennar mætti
ná þroska og verða nýtur og góður maður. Dr%ng-
uúinn var skírður Jakob og ættarnafnið Grimm
hæfði honum vel, þegar hann varð fullorðinn mað-
ur. Jakob var mjög hæglátur drengur. Þegar hin-
ir drengirnir voru að leika sér, sat hann yfir bók,
um sínum og las. Hann þreyttist aldrei á að lesa
og fékk drð fyrir það í nágren^inu að vera sérlega
námfjs og iðinn. Þegar hann var ekki aðj lesa vildi
hann lang helst hlusta á einhverjar gamíar munn-
mælasögur, sem höfðu gengið mann frá manni,
annské öld eftir öld. Eftir því sem hann þrosk-
a is lagði hann sérstaklega stund á bókmentir og
uppe t i .fræði og varð prófessor við háskólann t
Berltn.
Það \ar eitt, sem Jakob Grimm hafði sérstak-
hega ongun til. Það var að verða rithöfundur.
í angaði hann til að rita þéssar algengu bæk-
ur þetpra tíma, - heldur vísindabækur fyrir
lærða menn að lesa og ]æra. Svo byrjaði
hann að rifa bækur.. En hvers efnis haldið þið,
að þær hafj verið? Þjóðsögur og æfintýri, sem þið
JL. /'balfsagt lesið eitthvað af og þykir vænt um.
Ekkt þessar hálærðu bækur, sem hann hafði verið
ítti *S1? dreyma Um' Ef tH vil1 ritaði haaa
^eitthvað af þeim; en það eru ekki þær> sem geymst
«ta og halda mmnmgu hans á lofti. Bækur hans,
u m lesnar eru um víða veröld og öllum þykir vænt
hann rÁþ.J'°1ðSOgUr han8 og æfintýr*. Sögur sem
hrörlegþ^\ T af vörum alÞýðunnar og margar í
hafði í°f*m fatæklinganna. Þegar Grimm
þjöðag ' 'St Þnð væri sitt ætlunarverk, að rit.a
öHum biðK ferðaðist hann um land*ð og safnaði
fólkið til a*0&Um.’ Se™ hann ?at nað * og gat fengið
afli og ritsniiagJa Með SÍnU mikla ímyndunar-
úr garði, a« bærTr Hann SV° SÖgUr þessar þannig
sprettulind g]pði afa,venð börnum óþrjótandi upþ-
Nnfn Tku u 8 anæRJU.
því það sem festiíríT Tu Hfa Um ár °g aldir'
sál, það helst vanaWr J1”1 viðívæmu barns'
mannsins alla æfi-. Vlð 1 endurminningum
Liðhlaupinn.
í orrustunni við Austerlitz, 5. des 1805, sýndi
einn af hermönnum Frakka, Pierre Pitois, sem var
dáti í tólftu 'herdeildinni, svo frábæra hreysti og
þolgæði, að Napóleon fanst svo mikið um, að hann
festi með eigin hendi kross heiðursfylkingarinnar
á brjóst honum.
Nokkrnm árum síðar lá tólfta herdeildin við
Strassborg. En þá sat garpurinn frá Austerlitz,
Pierra Pitois, 'sem keisarinn hafði sæmt heiðurs-
merki á sjálfum vígvellinum og hneptur í fangelsi.
Pierre Pitois hafði gerst liðhlaupi. Riddarinn af
heiðurs fylkingunni hafði hlaupið undan merki
sínu fáum dögum fyrir orustuna við Wagram,
5.-6. júlí 1809. Hann hafði að sönnu komið aftur
sjálfkrafa til herdeilt^ar sinnar, á>5ur en hún var
komin yfir Rín. En alt um það var hann liðhlaupi,
og fyrir það afbrot var hann fluttur í fjötrum til
Strassborgar til þess að dæmast af herdómi.
Dómsforsetanum, sem var einmitt ofurstinn í
hans eigin herdeil.d, vöknaði um augu, er hann cá
hann, og mælti með skjálfandi rödd, sem lýsti, að
honum var ákaflega þungt niðri fyrir:
“Getur það verið? Ert það þú, Pitois? Hvern-
ig gast þú fengið af þér að stelast undan merkjum
og brjóta trúnaðarélð þinn?”
“Mig iðrar þess ekki,” svaraði dátinn fast og
stillilega.
Lögunum var framfylgt. Pitois var dswndur
til dauða. Næsta dag átti að skjóta hann í
augsýn allrar herdeildarinnar.
Um miðnættisbilið var fangelsisdýrunum lokið
upp hljóðlega og herforingi kom inn í fangaklef-
ann. Hann hafði víðan hermannafeld brugðinn um
sig og hött síðn á höfði, sem slútti svo, að hann
huldi nærri því alt andlitið. í klefanum var að-
eins dauf ljósglæta, své að Pierre Pitois gat ekki
séð, hver komumaður var, en hann þóttist vita, að
hann hlyti að vera einhver yfirmanna í hernum, úr
því að honum hefði verið hleypt inn um þetta leyti,
og hann spfatt því upp og' heilsaði honum að her-
mannasið.
Komumaður tók vinalega í hendina á honum og
sagði:
“Eg sá þig við Austerlitz. Þú barðist eins og
ljón. Eg fékk þá mætur á þér, og þessvegna' kem
eg nú til þín, sem vinur þinn og spyr þig, hvort þú
ekki óskir neins, sem eg geti gert fyrir þig, áður
en þú deyrð.”
“Nei, þakka yður fyrir, herra hershöfðinéi.”
“Er enginn greiði, sem eg get gert þér? Er
enginn, sem þú vildir senda síðustu kveðju þína?
Áttu ekki föður, systur eða máské unnustu?”
“Faðir minn er dáinn, systkirii hefi eg aldrei
átt, og eg er ekki trúlofaður.”
“Og móðir þín, er hún líka dáin?”
Við þessa spurningu sló döprum sórgarblæ á
andlit fangans og-cins og titringur færi í gegnum
hann.
‘,Minstu ekki á hana móður mína við mig,”
sagði hann; “engum dáta hæfir að ganga grátandi
gegn dauða sínum.”
“Þú beitir sjálfan þig hörku. Eg mundi ekki
skammast ^mín fyrir þau tár, sem minningin um
hana móður mína kæmi mér til að fella.” \
“Elskið þér þá líka móður yðar, herra hers-
höfðingi ?” spurði dátinn ‘með grátstaf í kverkunurn.
“Eg get enga konu metið meira,” svaraði komu-
matour.
“Þá ætla eg að trúa yðui- fyrir leyndarmáli
mínu, og segja yður alt eins og er. Eg hefi aldrei
elskað nokkra manneskju, eins og eg elskaði hana
móður mína. Hún var mitt dýrmætasta hnoss í
heiminum. Eg ætlaði að ganga af göflunum, þegar
eg átti að yfirgefa hana og fara í stríðið. Og þeg-
ar við skildum, sagði hún um leið og hún kysti mig?
Gerðu skyldu þína, elsku sonur minn!” þessi orð
hafa jafnan hljómað fyrir eyrum mér„ er mér hefir
veitt erfít að þola þrautir hernaðarins. Hve oft
hafa þau ekki hrest mig og huggað.
Og svo fékk eg eitt sinn þá fregn, að mín
hjartkæra móðir væri hættulega veik. Eg bað um
heimfararleyfi til þess að hjúkra hénni, eða til þes3
að minsta kosti að vera hjá henni, þegar hún gæfi
upp öndina. En mér var neitað um leyfið. Eg fékk
ekki að sjá hana 'einu sinni enn, fékk ekki að veita
henni nábjargirnar. Eg átti bágt með að stilla mig
um að hlaupast burt frá herdeildinni í það sinn,
það eina, sem hélt aftur af mér voru orðin, sfem
móðir mín hafði sagt við mig, þegar við skildum
fyrir sex árum: “Gerðu skyldu þína!” Fáeinum
dögum seinna fékk eg bréf um að hún væri dáin.
Þá — æ, herra hershöfðingi, dæmið þér mig
eins strangt eins og yður sýnist, eins strangt og
sjálfur herdómurinn, en eg fullvissa yðuri um, að
eg gat ekki gert annað, — þá var það, að eg gerðist
liðhlaupi. Eg flýði að leiði móður minnar. Eg er
frá Miorvan, og þar er það fornkveðna orðtak, að
hafi maður lesið blóm á leiði einhvers, þá gleymist
hann manni aldrei, né heldur geti sál hiris látna
gleymt þeim. er blómið hafi lesið. Getur verið, að
þér í kyrþey gerið gabb að mér, er eg segi yður, að
eg trúi á þefta gamla orðtak og að það var þess-
vegna, að eg vildi komast að leiði móður minnar.
Eg tíndi þar fáein eintök af “gleym-mér-ei,” og
saumaði þau innan í fóðrið á dátatreyjunni minni.
Nú hafið þér heyrt sögu mína, herra hershöfð-
ingi, og vitið nú, hversvegna eg gerðist liðhlaupí.
Það var hvorki af ragmensku né aviksemi, heldur
til að gera skyldu mína gegn hjartkærri móður,
af þakklæti og ást til hennar. Eg var svo yfir-
kominn af sorg yfir missi hennar að eg vissi varla
hvað eg gerði. En þér megið ekki halda, að eg fari
að kveina eða kvarta yfir örlögum mínum. Eg veit
vel að lögin leggja dauða hegningu við því, að ger-
ast liðhlaupi á ófriðartímum, og eg beygi mig fyr-
ir þeim. x
Þér spurðuð mig áðan, hvort eg ekki óskaði
neins, áður en eg dæi Jú, það er eitt, og nú get eg
beðið yður að uppfylla þá ósk mína. Viljið þér sjá
um, að “gleym-mér-ei-”blómin, sem eg las mér á
leiði móður minnar, verði lögð í kistuna hjá líki
mínu — þau Jjlóm, sem eg hefi höggvið með tárum
mínum og keypt með blóði mínu?”
Því hjfaði herforinginn. !Svo tók hann í hend-
ina á fanganum dauðadæmda og gekk út úr klefan-
um.-------- v
Snemma morguns daginn eftir stendur Pitois í
fangelsisgarðinum með bert brjóst og hendumar
bundnar á bak aftur. Trumbuþytur hljómar . . .
dátarnir, sem ffiga að framkvæma dauðadóminn,
eru á leiðinni að aftökustaðnum. — Ofurstinn les
upp dauðadóminn. Síðan gengur hann að faganum
og slítur kross heiðursfylkingarinnar af treyju-
barmi hans.
Það er eins hljótt eins og í gröfum dauðra.
Margir fá tár í augun. Pitois er alveg rólegur og
lætur engin æðrumerki á sér sjá.
“Hlaðið byssurnar!” hrópar ofurstinn og
skrjáfið af hleðslustokkunum heyrist í tinnuhlaup-
unum.
Þá er hrundið upp hliðinu á fangelsisgarðinum,
og tveir menn ríðandi koma á harða stökki. Sá. sem
er á undan, hefir gráan feld yfir sér og þríhvrndan
hatt á höfði. Jafnskjótt og hann er kominn í aug-
sýn, hljómar hvellandi: “Keisarinn lifi ”
Napóleon stökk af baki og kastar taumunum til
meðreiðarmanns síns. Síðan gengur hann að Pitois
réttir honum hendina og segir:
“Þú hefir bætt fyrir brot þitt. Þú skalt ekki
deyja. Eg fyrirgef þér, af því þú hefir elskað
móður þína svo heitt. Pierre Pitois, eg geri þig að
liðsforingja í lífverði mínum. Ekki getur hjá því
farið, að jafn trúfastur sonur hljóti líka að vera
trúfastur hermaður.”
Þessum orðum var tekið með dynjandi fagn-
aðarópi. En Pitois brast í grát af þakklæti og gleði.
Herforinginn, sem heimsótt hafði Pitois i
fangakíefanum um miðnættisbilið, hafði sem sé
enginn annar verið en Napóleon sjálfur.
Sex árum síðar, 18. júní 1815, féll ofurstinn
hrausti, Pitois við Waterloo óÞýtt af V. G.
.— Eimreiðin.
\-----------------
Andrarímur og Hallgrímsrímur.
(Frá séra Skúla Gíslasyni, eftir sögn nyrðra.)
Vermenn að norðan voru eitt sinn Ú suðurferð
fengu þeir hríð mikla á fjöllunum, svo þeir viltust
og vissu ekki, hvar þeir fóru. Komu þeir loks að
hellisgjögri nokkru. Gengu þeir svo langt inn, að
ekki gætti vjnds né úrkomu að utan. Þar létu þeir
fyrirberasta, kveiktu ljós og gerðu síðan eld við
mosa, ier þeir reyttu af steinum; tóku þeir nú að
hressast ög hlýna. .Menn fóru nú að ráðgast um,
hvað hafa skyldi til skemtunar; vildu sumir kveða
Andra-rímiur, en sumir syngtja H'allgrímssálma.
Fyrir innan sig sáu þeir dimt gjögur og var eins og
þar kæmi nýr krókur á hellinn. Þeir heyrðu þá, að
sagt var inni í myrkrinu:
“Andia-rímur þykja mér fínar
en Hallgrímsrímur vil eg ekki.”
Þeir tóku þá að kveða Andra-rímur, sem mest
máttu þeir; hét sá Björn, er bezt kvað. Gekk svo
lengí um kvöldið. Þá var sagt inpi i myrkrinu:
“Nú er mér skemt, e"n ekki konu minni; hún vill
heyra Hallgrímsrímur.” Tóku menn nú að syngja
sálmaria og endist þá verr það, er menn kunnp. Þá
var mælt: “Nú er konu minni skemt en'ekki mér.”
Síðan var mælt: “Viltu sléikja innan ausu mína
að launum, kvæða-Björn?” Hann játti því. Var
þá stampur mikill á skafti réttur fram með graut
í, og og gátu þeir varla allir ráðið við ausuna.
Grauturinn var góður og ætilegur. þeir snæddu
allir og varð gott^ af, nema einn, hann þorði ekki.
Síðan lögðust þeir til svefns og sváfu vel og lengi.
Daginn eftir fóru þeir að skoða til veðurs, og var
þá bjart og hreint yeður. Vildu þeir nú aftur leggja
af staði en sá, sem ekki þorði að snæða um kvöldið,
svaf svo fast, að hann varð ekki vakinn. Þá mæiti
einn: “Það er betra að drepa lagsmann sinn en
skilja hann svona eftir í tröllahöndum.” Sló hann
þegar á nasir honum, svo blóðið flaut niður um
hann; en þá vaknaði hann og gat svo komist burt
með þeim félögum sínum; komust þeir síðan heilir
til mannabygða. Það halda menn, að tröll
þetta hafi heillað til sín konu úr sveit, og að ver-
mennimir hafi notið hennar.
DR. B. J. BRANDSON
Sie-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Offtce tímar: 2_3
Heimili: 776 Victor St.
Phone: A-7122
Winnipeg, Manitoba.
Vér leggjum sérstaka áherzlu & aS
selja meSul eftir forskriftum lækna.
Jlin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru
notuS eingöngu. pegar þér komiS
meS forskriftina til vor, megiB þér
vera vlss um, aS fá rétt þaS sem
læknirinr. tekur til.
COLCLEUGH & CO,
Jíotre Dame and Slierbrooke
Phones: N-765S—7650
Vér séljum Giftingaleyfisbréf
DR O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office tlmai: 2—3.
Heimili: 764 Victor St.
Phone: A-7586
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834 •
Office Hours: 3—5
Heimtli: 921 Sherburne St.
Winnipeg, Manitoba.
THOMAS H. JOHNSON
Og
H. A. BERGMAN
ísl. lögfræðingar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Bulldlng, Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phones: A-6849 og A-6840
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
Islenzkir lögfr:eðingar.
708-709 Great-West. Perm. Bldg.
356 Main St. Tals.: A-4963
Peir hafa einnig skrifstofur aS
Lundar, Riverton, Gimli og Piney
og eru þar aB hitta á efttrfylgj-
and timum:
Lundar:>annan hvern miSvikudag
Riverton: Fyrsta fimtudag.
Gimli: Fyrsta miSvikudag.
Piney: þriSja föstudag
1 hverjum mánuBi.
A. G. EGGERTSSON
ísl. lögfr.-eðingur
Hefir rétt til aS flytja mál bæSl
1 Manitoba og Saskatchewan.
SSkrlfstofa: Wynyard, Sask.
Seinasta mánudag I hverjum mán-
uSi staddur I Churchbridge
DR. J. STEFANSSON
216-220 Mcdical Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Stundar augna, eyrna nef og
kverka sjúkdóma.—Er a'S hltta
kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h.
Heimili: 37 3 River Ave.
Tals : F-2691
J. J. SWANSON & CO.
Selur bújarðir. Látið það félag
selja fyrir yður.
611 Paris Building, Winnipeg.
Phones: A-C349—A-6310
DR. A. BLONDAL
818 Soniei’set Bldg.
Stundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjúkdóma.
Hr aS hitta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—-5 e. h.
Office Phone: N-6110
Heimili: 806 Vlctor St.
Sími: A-8180 v
DR. Kr. J. AUSTMANN
72414 Sargent Ave.
ViStalstími: 4.30—« e.h.
Ta1s. B-6006
Heiinili: 1338 Wolsley Ave.
Slml: B-72S8.
DR. J. OLSON
Tannkcknlr
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-3521
Heimili: Tals. Sh. 3217
v SKRÍTLUR.
‘‘Hcr má ckki bcrja.”~ v
Þessi orð skrifaði barnakennari nokkur á húst^yr
sínar, af því skóladrengirnir höföu tekið/upp þarin ó-
* sið, aö drepa á húsdyr hans, jiegar þeir gengu fram-
hjá, þótt þeir ættu ekkert erindi. Daginn eftir acS
•auglýsingin var fest upp, var enn barið á dyr. Kenn-
arinn hljóp út í dyrnar og sá einn af lærisveinum sín-
um hverfa fyrir húshorn. Hugsaöi hann honum þá
þegjandi þörfina daginn eftir, er þeir hittust í skól-
anum. Þegar sá tími kom» kallaði kennarinn hinn
seka fram á gólfið, lagöi hann á kné sér, reiddi
spansreyrinn og ætlaöi aö framkvæma hegninguna-
En alt í einu lét hann prikiö síga,, slepti drengnum
og reyndi að halda niðri í séa hlátrinum. — Orsök
þessa var sú, aö drengurinn hafði fest miöa aftan á
buxtirnar sínar með þessum orðum á rituöum'Þ “Hér
má ekki berja.”—h'anncy.
DR. G. J. SNÆDAL
Tanilbx'knir
614 Soiner»et Block
Cor. Portage Ave og Donald St.
Talslmi: A-8889
DR. K. J. BACKMAN.
Skin Specialist.
404 Avenue Blk.,
265 Portage Ave.
Office phone A-1091.
Hours: 2—6
Munið símanúmerið A 6483
og pantiS meSöl ySar hjá oss.—
SendiS pantanir samstundis. Vér
afgTeiSum forskrittir meS sam-
vizkusemi og vörugæSi eru óyggj-
andi, enda höfum vér margra ára
lærdómsrlka reynslu aS ,baki.
Allar tegundir lyfja, vindlan, Is-
rjðmi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl.
Mc Burney’s Drug Store
Cor. Arlirifjton og Notre Dame
Giftinga- og Jarðarfara-
. Blóm
með litlum fyrlrvara
BIRCH Blómsaii
616 Portage Ave. Tals.: B-720
St. John: 2, Ring 3
A. S, BARDAL
848 Slierbrooke St.
Selur Jlkkistur og annast um út-
farir. A'.iur útbúnaður sá bezti.
Enn frentur selur hann allskonar
minnisvarSa og legsteina.
Skrifst. Talsíml:
Heimilis Talsími:
fí-6607
J-8302
JOSEPH TAYLOR
I/ögtaksmaður v
Heimatalslmi: St. John 1844
SkrifBtofu-Tals.: A-6557
Tekur lögtaki bæiSi húsaleiguskuld-
veSskuldir og vlxlaskuldir. — Af-
/reiSir ^.lt, sem aS lögum lýtur.
Skrifstofa 255 Main St.
STEFAN SOLYASON
TEACHEU
of
PIANO
Ste. 17 Emilv Apts. Emlly St.
Emil Johnson
SERVIOE ELECTRIC
Rafmagiis Contracting — AUs-
hyns rafmagsnáhöld seld og við
þau gert — Eg sel Moffat og
McClary Eldavélar og hefi þasr
til sýnis á ^verkstœOi minu.
524 SAKGENT AVE.
(gamla Johnson’s byggingin viS
Yoúng Street, Winnipeg)
Verskst. B-1507. Heirn. A-7286
Verkst. Tals.:
A-8383
Heima Tals.:
*A-9384
G. L. STEPHENSON
l’I.l'M Bl'.ll
Allskonar rafmagnsáhöld. svo sem
straujám, víra, allar tegundlr af
glösnm og aflvalta (hatteries)
VERKSTOFA: 676 IIOME ST.
Sími: A-4153. fsl. MyndasUifa.
Walter’s Photo Studio
'Kristín Bjamason, eigandl.
290 PORTAGE Ave., Winnipeg.
Næst biS Lyceum leikhúsiS.
Islenzka bakaríið
Selur beztu vörur fyrir iægsta
verð. Pantanir afgreiddar liooðl
fljótt og vel. Fjölbreytt úrval.
•Hrein og lipur viðskifti.
Bjarnason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Winnipeg.
Phone: B-4298
MRS. SWAINSON _
að 627 SAKGENT Ave., Winnipeg,
liefir ávalt fj'rtrliagjandi úrvals-
birgðir af nýtÍKku kvenliöttum.
Hún er eina í*I. konan. sem slfka
verzlun rekur í Winnipeg. íslend1-
ingar, látið Mrs. Swainson njóta
viðskifta yðar.
4