Lögberg - 14.01.1926, Side 5
/
LÖGRERG FIMTUDAGINN,
14. JANtlAR 1926.
Bls. B.
Dodds nýrnapillur eru foesta
nýrnameðaiið. Lækna og gigt foak-
verk, 'hjartabilun, þvagteppu og
önnur veikindi, sem stafa frá nýr-
unum. — Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c askjan eða sex öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá öllu’m lyf-
sölum eða frá The Dodd’s Medi-
cine Company, Toronto, Canada.
eins og höggormur, benti á mig og
hrópaði: “Guð fordæmi þig og bölvi
'þér. Eg er herfang þitt. Þú hefir
svikið mig. Þetta er verk þitt. Sjáðu
hvað þú hefir eyðilagt.” Hún féll
aftur á bak, stóö á öndinni, vöðv-
arnr kiptust til. Hlún var farin.”
Alt þetta gerði syndin'og mikið
meira. Þegar hún fyrst nær tökun
á oss, getum vér ekki slitiS oss laus
í eigin ramleik. Vér s'iáum alstáðar
umhverfis oss hennar eyðileggjandi
áhrif. Hugsum oss alla þá eyðilegg-
ingu, sem hún hefir valdið, alla þá
kremjandi kvöl og sorg, sem er á
vegum hennar. En lof sé Guði, að
það er hægt aS öðlast hjálp. Græði-
lind er opnuð húsi Davíðs. Erelsttn
hefir verið til vegar komið svo að
mannanna börn, sem særð eru af
nöðrubiti syndarinnar, geta öðlast
hjálp og frelsast frá allri synd.
Ahugasemd þýðandans: “Synd
er lagabrot.” Brot á aðeins einu af
hoðum Guðs, getur haft svo hrylli-
legar afleiðingar.
G. B. T. í “Review and Herald.”
Pétur Sigurðsson, Þýddi.
i
Til lesenda “Freys”
Ætti eg hjarta opna mitt
og eigin sögu tjá
eða kjósa heldur hitt:
hljóður bíða og sjá?
Fremur þungt er mér til máls',
— mæða örlög sár,
þreytt hefir rnína og þjakað sál
þetta liðna ár.
Hefir oft mitt æfifley
úfna klofið dröfn
og móti stormum strítt—með ‘Frev'
en strandað nærri liöfn.
Likamlega. lamað hró
lemst nú bakka við
þjakað, en ei ónýtt þó
aðeins lagst á hlið.
Enn er von —> og enn skín sól —
ennþá dagur rís.
Enn er von um vetrarskjól
ef vogurinn ekki frýs.
Vel sé þeim er sigur sjá
sitt við endað stríð,
þeim, er heilir höfnum ná
og hreppa sælli tíð.
Enn er von og enn er trú,
enn að lífs mins fley
fái byr, þó blási nú
um brjóstið — mér og “Frey.”
S. B. Benedictsson.
' tá i/.'. -____
Dánarfregn.
Þann 9. október 1925, andaðist
Gísli Einarsson nálægt Hekla P. O.
Ontario á heimili dc/ttur sinnar
eftir langa sjúkdómslegu í lungna-
bólgu.
Gísli sál. var fæddur á Rútsstöð-
um í Eyjafirði fyrsta dag ágúst
mánaðar 1853. Foreldrar hans voru
Einar Kristjánsson og Maríá
Magnúsdóttir, ættuð úr Þingeyjar-
.sýsdu.
Fyrir innan fermingar aldur misti
Gísli sál. föður sinn og var þá móð-
ir hans mjög fátæk eftir með 5
ung börn. Gísli sál. þeirra elstur
og þá fór hann til móður frænda
síns, merkis bóndans Magnúsar
Gíslasonar á Hrappsstöðum í Bárð-
ardal og mun hafa dvalið hjá hon-
um fram undir tvítugs aldur eða
þar til að .Magnús sál, flutti til
Ameriku 1873. Arið 1878 flutti
Gísli sál. frá Holtakoti i Ljósa-
Vatnshreppi til íslensku nýlendunnar
í Ontario með konu sína Elínu
Gunnlaugsdóttur, líka með móður
sína og tvö yngstu systkini sín, Jak-
ob, sem nú er efnabóndi þar í bygö-
inni og Arnbjörgu, sem að líka býr
nú þar nálægþ gift Richard Shortt
manni af enskum ættum.
Til nýlendunnar kom Gísli sál.
eins og flestir aðrir með tvær hend-
ur tómar’, en hann átti bæði þrek
og vilja til að vinna sig áfram til
sjálfstæðis, og góð hjálp var
honum það að Elin var ágætis kona
bæði*dugleg og vel verki farin.
Þeim búnaðist lika vel og urðu
eftir nokkur ár í góðutn efnum og
bjuggu yfir 20 ár góðu búi, þau
áttu eina dóttur er María heitir,
hún er gift George Lambert, manni
af enskum ættum, líka tóku þau
dreng á unga aldri til fósturs og
fóru með hann sem sitt eigið barn.
TTann heitir Vigfús; Einarsson óg
er ú efnamaður í Rosseau, næsta
bæ við Hekkla P. O. Árið 1906
misti Sísli sál. Elínu konu sína og
seint á árinu giftist dóttir hans og
þá lét hann hana og G. Lambert
tengdason sinn taka við landi sinu
og foúmu. skepnum og akuryrkju-
verkfærum, en sjálfur kom hann
sér aftur upp snotru heimili við
aðal veginn nálægt dóttur sinni og
Jakobi bróður sínum, og þar gift-
ist hann í annað sinn Sólveigu
Pálsdóttur Snæbjarnarsonar mikið
merkri konu. Þau áttu ekki börn.
Sólveig andaðist 1924,\ sjá æfi-
minning í Lögbergi' síðastliðið ár,
Gísli sál. var maður glaðlyndur á-
reiðanlegur í öllu, hjálpsamur við
fátæka félagslyndur og ætíð búinn
til að styrkja öll góð og gagnleg
málefni. í trúmálum var hann
fastheþiinn og stöðuglyndur og mót-
lætið varð honum til styrktar í trú-
og bænrækni. Honum var illa við
aílan nútiðar hringlanda alt frá ný-
fræði ofan til Unitara frelsis.
Raun vissa var þér trúin
og visdómur Drottins mál,
i foæn undir dauðan búinn,
til folessunar þinni sál. í
Samferðamaður hins látna.
Jóhanna Björnsson Beaton
Laugardagjinn '12. des. síðastl.
andaðist á Almenna spitalanum hér
í bænum frú Jóhanna Beaton, kona
W. L. Beatons, félaga í bygginga-
félaginu James Beaton and Sons.—
Dauða Jóhönnu sál. bar mjög brátt
að, þar eð hún var að' eins' veik
rúman hálfan sólarhringf Bana-
mein hennar var “internal hemor-
rhage”. — Jófoanna heit. var fædd
3. des. 1888 á Selstöðum í Seyðis-
firði í N.-Múlaáýslu. Foreldrar
hennar voru þau Björn Herpaanns-
son og Rannveig Stefánsdóttir frá
Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Stef-
án faðir Rannveigar var Gunnars-
son, bróðir sra Sigurðar Gunnars-
sonar eldra prófasts á Hallorms-
stað, en kona Stefáns var Þoifojörg
Þórðardóttir frá Kjarna í Eyja-
firði. Föðurætt Björns, föður Jó-
hönnu, var frá Firði í Mjóafirði,
en móðir hans var Þórunn Björns-
dóttir, en móðir Þórunnar var Ingi-
björg Skúladóttir, sem hin svokall-
aða Skúlaætt er frá komin og flest-
ir Austfirðingar kannast við. Syst-
kini Jóhönnu sál. voru þrettán og
var hún yngst af þeim, er til full-
orðins ára komust. — Jóhanna sál.
kom til Ameríku sumarið 1903; var
hún fyrstu árin suður í Bandaríkj-
um og fluttist svo til Winnipeg árið
1907. Hún giftist eftirlifandi
manni sínum 23. des. 1914 og voru
þau ávalt búsett í Winnipeg. Eigi
varð þeim hjónum foarna auðið. —
Jóhanna heitin var vel skynsöm,
glaðlynd og geðprúð, skemtileg í
viðræðum, sérlega gamansöm og
hafði jafnan spaugsyrði á reiðum
Týndur hlekkur,
Ura leiksviðið apinn þá álútur fer,
af óargadýrum ’ann sárlítið ber;
sér léttlega einatt ’ann lyfti í dans,
vér lesum sízt gáfur úr 'kjölfari hans.
Hvar mætast þeir apinn og andinn? Eg spyr.
Hvar eiga þeir samleið á jarðríki fvr?
Þeir andatrú-lærðu nú leggi sig til
að leysa úr þessu gera því skil.
Ef framleiða apa — nei, anda! — er sá
um eyðimörk fortíðar miljón ár frá,
það kröftugra væri en 'kjarnþrungið Ijóð,
og kröfurnar fyllir hjá nútíðar þjóð.
Lil fróðleiks við göngum við forföður þann.
Ur frumtíð hann hyllum, er ársól þess rann.
«em nú er alt hulið. Við miljón mæld ár
0 rr|annvirki fyrstu við kennum þá skárl
Að þræða meða apa og anda vort skeið,
er olium, sem nu lifa, ráðgáta leið.
Hvar tengjast þeir böndum? Hvar eru þeir einn?
Hvað eiga þeir sairunerkt?—Það veit ekki neinn.
0. T. Johnson.
Gott matreiðsluf ólk
verðskuldar
GOTT HVEITI
Látið matreiðslukonuna
fá gott hveiti, þá hepn-
ast henni vel bökunin.
Robin Hooder rétti-
lega malað úr úrvals
hörðu vorhveiti. Vöru-
gæðin eru fyrirmynd—
sama innihaldi hverj-
um pakka.
“Vel virði
höndum; hún var mjög vel verki
farin og hagsýn, og má með sanni
segja, að' alt í þá áttina lægi fyrir
henni sem opin bók. Hún var há
og vel vaxin, hárið dökkjarpt og
hrokkið, augun blá og svipurinn
hreinri. — Fráfall hennar var svip-
legt og er söknuðurinn því enn sár-
ari eiginmanni og ættingjum.
5\
Til Þorgils Ásmunds-
sonar.
(Xos Angeles, Cal.J
Kveðið á Þrettándanum 1926.
Hjá eru liöin heilög jól,
um heim enn lengist dagur,
Nýtt ár vermir náðar-sól,
Nú skal kvetSinn bragur.
Ritar, óð í 'hasti hönd: —
Harpan ljóða skrafar,
suður í góð og sólrík lönd
svifur hljóð án táfar.
Eg hrifning enn í huga finn;
íií hátíða’ forag er gladdur,
Á þrettándanum, Þorgils minn
hjá þér í anda staddur.
Þá skyggja fer og sest er sól —
að siðum fyrri tíða,
kveykjum brennu á háum “Hól *
hún svo lýsi víða.
Við bjarmann okkur birtist mest,
frá barnæskunnar jólum,
— Mig þar áttu eins og gest
uppi á “sjónar” Hólum.
Til þín, vi»ur, teygist þrá,
tómleikans af sléttum,
Hér er hvergi “Hól” að sjá,
og heldur fátt af klettum.
Mér þótti vænt um hóla’ og hjall,
heima, et eg var smali;
lit nú aldrei fjörS eða fjall,
fagra hlíð né dali.
Um það stand ei ergjast skal
eða grand mig kæra.
Sé í anda “silfurdal”,
sunnan landamæra.
Þaðan frétti’ um fegri lönd,
firði, kletta og hæðjr,
þaðan réttist hlý mer hönd
hér á sléttu, ef næðir.
Hringhendur nú hrærast með,
hér í ljóða-sennu.
Helstu rimna hætti kveð
á hæð við nýjárs brennu.
Blossinn út sig foreiðir nú,
birtu slær á veginn,
eg sé að glaðvær situr þú,
með söngva hinum megin.
Að geta leikið glatt um “Hól”,
við glóð, þá lýsir máni,
og sungið með lofgjörð, söng um jól
er sælt, þó hár vor gráni.
Árið út og árið inn,
enn legst hönd á plóginn.
Vonum, æ batni veröldin
og víki á hægri bóginn.
Guðj&n H. Hjaljtalín.
BLUE RIBBON
Bakinð Powder
Why pay high prices for
Baking Powder when a
One Pound Tjn
of Blue Ribbon—the best
Baking Powder made can
be bought for
0 RIB%
fj
30
c
Blue Ribbon is made '
by the same Company
that packs the f amous
Blue Ribbon
Tea and Coffee
Minning
um Sigríði Abrahamsson, ort fyrir
hönd Maríu Arnason af S. B. B.
Ó, þú foygðir svo fallega blómreitinn
þinn
þau folóm voru ilmrík og fríð,
því að heimiliselskan var auðlegðin
þar '
og sú unun var fögur og blið.
Þar sem ástin er drotning, ei ein-
ing og trygð,
þar »em iðjan er gleði. er fátæktin
dygð.
Og þitt heimili bygðist á unun og,ást
þar sem eínanna skortur þó var.
En af gestrisni og alúð ei fátæklegt
fanst
þeim, er ferðlúinn stansaði þar.
Æ er ríkulegt hús þar sem hjálp-
semi foýr
þar sem hjónanna vilji er samur og
' nýr.
Ó, eg þekti þig, vina, sem varst mér
svo kær,
eg er vitni þitt eitt hér á storð
ásamt fjölmörgum öðrum er syrgja
þig sárt
og nú saknaðar kveða þér orð.
Æ, í þögulli hrygð verður harmur
inn sár,
þó er huggun og fró við þau minn-
ingar tár. )
En svo finnumst við bráðum i
folessunar heim
þar sem bótin við hörmunum finst,
þar sem gleðinnar sól hefir sorgina
kyst,
þar sem sérhvers hins góða er minst.
Ó. sú von, ó, sú trú! Það er trygð-
inni fró,
það er traust þeirri ást, sem i
hjartanu bjó.
Hveitisamlagið.
Meir en hálf miljón ekra af
hveitilandi og meir en 5,000 nýir
meðlimir í Alberta hafa bœzt við
hveitisamlagið á 11% mánuði 1925
samkvæmt skýrslu frá aðalskrif-
stofu samlagsins.
Frá 21 desember 1924 til 15. des.
1925 fjölguðu meðlimimir frá 30,-
711 upp í 35,905. eða um 5,192 á
þessu tímafoili.
Á sama tímabili hefir ekrufjöld-
inn vaxið frá 2,952,890 til 3,457,597
eða um 504,707 ekrur.
Fyrsti farmurinn af hveiti,- sem
Canada hveitisamlagið sendi beint
frá Fort William til Nor^irálfu
voru 46,000 foushel og var hann
sendur með gufuskipinu “Otto
Sindig” sem fór frá Fortí William
18. nóv. til Queenstown á írlandi.
Þar fékk skipið fyrirskipun frá
þeim, er keyptu, að flytja hveitið
til Hull á Englandi.
t fyrsta sinn nú i mörg ár, kaup-
ir nú Branziliu hveiti frá Canada.
Litil uppskera í norður hluta Arg-
entinu er þess valdandi. í mán-
uðinum sem leið Iét Canadaa hveiti-
samlagið hlaða tvö skip að fullu og
hið þriðja að nokkru í New York,
sem fóm til Rio de Janeiro.
Hinn 16. febrúar-verður fundur
haldinn í St. Paul, Minn. þar sein
mæta fulltrúar frá hinum þremur
hveitisamlöögum i Canada og
ef til vill fulltrúi frá hveitisam-
lögum í Ástraliu. Verða mál sam-
laganna þar rædd af sérfræðingum
i þeirri grein og reynt að koma á
sem nánastri samvinnu milli allra
hveitisamlaganna og glæða skilning
þeirra á málinu. Yður er boSið að
spyrja um fovað eina er þér æskið
að vita viðvíkjandi hve.itisam'lög-
unum i Canada i þessu blaði, og
verður þá spurningum yðar svarað
hér í blaðinu, eins fljótt og verða
má. 1
Fáein orð um stólræðuna
Stólræðima frá öðrum heimi, sem
út kom i Heimskr. 30. des. 1925, er
eg foúinn að marglesa, foún kvað
hafa verið flutt af 300 ára gömlum
presti, Daniel í jLundúnaborg á
Englandi.
Þýðandi ræðunnar Waldi Jó-
liannesson virðist vera hrifinn af
sannleiksgildi hennar og fróðleik og
það er ekki erfitt að hugsa sér að
fleiri muni standa þar á sömu
slóðum samkvæmt ríkjandi anda-
trú nútíðarinnar.
F.g er hvorki fær um og ætla ekki
að gagnrýna þessa ræðu, en þar eru
fáein orð og sagnir sem eg vil at-
huga á hvaða grundvelli muni bygt
vera. Gegnum miðilinn er foeðið um
skýringu á trúarbrögðum framtið-
arinnar. Fyrir þessari spurningu eða
beiðni kemst klerkur í bobba, því
röddin úr myrkrinu segir: Framtíð-
in er hulin, svo hvað sem þar skeð-
ur eða frarn fer vitum við ekki neitt
um. Svo mörg eru nú þessi orð.
Eftir þeim að dæma sér hann
ékkert fram fyrir sig en sjálfsagt
heilmikið fyrir aftan, og máske til
hliðar, en þetta svar frá andanum,
varpar engu þekkngarljósi á fram-
tíðina, sem ekki er heldur að vænta
úr því hann sér ekkert fram fyrir
sig fremur en við hin, sem hér erum
nú lifandi, það má furðu gegna hve
fa§,t menn sækja eftir upplýsingum
til dauðra manna, sem oftast muhu
þó vera svo dular, fávíslegar og
endasleppar að á þeim verður engin
varanleg farsæld bygð hvorki þessa
heims né annars. Nú kemur aðal
kijarni ræðunnnar, Ifrá DaníeJ
presti. Hann segir: Þér eigið að
sundra trúarjátningunum en sam-
eina trúarflokkana. Þetta er nú ekk-
ert smáræðis innlegg, sefn hægra
mun að tala um foeldur en koma í
framkvæmd, ef vel á að fara, hinu
má búast við, að þeir, sem álíta trú-
arbrögð biblíunnar og Nýja tésta-
mentisins óvini mannkynsins, munu
gera alt sem i þeirra valdi stendur
með öndungum f afturgöngum o.fl.)
til þess að rifa niður trúarbrögð
kristinna manna, sem bæði reynzla
liðinna alda og í nútíð sýna að er
það háleitasta, sem mennirnir eiga
kost á að færa sér i nyt. En heimsk-
an og hrpkinn eru skilgetin systkini
og alt af uppi og sí-vakandi.
Það hefir ekki verið farið með
það í launkofa, að svo virðist sem
það hafi verið og sé enn sár þyrnir
í augum og meðvitund fjölda
manna sú trúarkenning, að Guð hafi
sent; sinn eingetinn son Jesúm Krist
í þennan heim til þess að frelsa
mennina frá því vonda valdi, sem
hefir verið og er en ríkjandi í heim-
inum, svo efinn og mótmælin gegn
þessu íhlýtur að eiga sterkan þátt
í þvi andatrúarbralli, sjem svo víða
er lögð hin mest alúð við. Þetta
og þvílíkt getur vel haldið áfram þar
61 heimskan verður svo miki, að
mennimir standa ráðalausir fyrir
þeim öflurtí, sem Guð og þjónar 1
hans beita gegn vanþekkingunni.
Þvi Guð lætur ekki að sér hæða.
Með þessu er ekki verið að lítils-
virða fagrar listir og þekkingu í
efnisfoeiminum.
Það hlýtur að vera rétt, að nema
i burtu kreddur og rangar ályktan-
ir. Þegar það er gjört, sýnist ekki
hyggilegt að ráðast á það, sem er
órjúfanlegur sannleikur, t. d. koma
Krists í heiminn, eins og Guðspjöll-
in skýra frá, kenning hans og krafta
verk, þvi ef á að kasta því öllu í
burtu, þá fer að verða- víðar veikt
undir fæti. Ekki trúi eg þvi að andi
Daniels og hans kumpánar komi
þar til viðreisnar, eg er vist ekki
einn um þá skoðun.
Þar sem þýðandinn vikur orðum
að uxafoúð hleypidóma og heimsku
þá ber enginn á móti því að foún
fheimskan) er eins gömul og sögur
fara af mannkyninu, og reynslan
hefir sýnt og sýnir enn að ljósinu
hefir gengið erfitt að lýsa upp
myrkur heimskunnar, það er ekki
ný saga, mennirnir elskuðu myrkrið
meir en ljósið. Margur viil víst
óska þess að heimskan væri nú á
afturfaraskeiði en þessi áminsta
ræða Daniels ber það með sér &ð
þar er hún með fullum kröftum og
þreki.
Giordono fsegir þýðandinnj var
brendur í Róm, fyrir það að segja
satt um lögun og snúning jarðar.
Jóhanna frá Ark, Jóhann Húss og
margir fleiri hafa verið brendir og
píndir á margvíslegpn hájtt fyrir
það að bera sannleikanum vitni.
Síðan á dögum posttdanna, segir
sagan að það skifti miljónum manna
sem líflátnir hafa verið fyrir það
eitt að vilja ekki afneita guðdómi
Jesú Krists og þarna sýnist mér
vera þungamiðja kristindómsins
fRétttrúnaður) sem æði margir þó
gera gaman að.
Lífláti þessara manna, sem nefnd
eru hér að framan verður ekki jafn
að saman við herflokka, sem her-
væða sig hvorir móti öðrum til þess
að vinna undir sig lönd og riki, þar
er auga fyrir auga og tönn fyrir
tönn.
Þessar línur eru ekki skrifaðar
til þess að kasta rýrð á þýðandann,
en efnið, sem þýtt er, finst mér
svo rýrt og ófullkomið, að það hef-
ir engan fróðleik til brunns að bera.
Svo er það nú lika, að bœði er eg
gamalþog þekkingarsmár, en ætla
samt að reyna, að halda minni veiku
trú á guðN minn og f relsara, þar til
eg fer héðan alfari.
Selkirk, 4. jan. 1925.
Sveinn gamli.
Frá Islandi.
Sigríður K. Jónsdóttir frá Stein-
nesi lézt að kvöldi þess 20 nóv. á
heimili systur sinnar, Elísabetar
Jónsdóttur frá Bæ, á (Bókhlöðustíg
7 hér í bænum.
Ágúst Flygenring hefir sagt af
sér þingmensku sakir heilsubrests.
Ágúst Flygenring alþm. hefir
legið veikur undanfarið, og liggur
enn. Hann foýst ekki við að heilsa
þans leyfi honum að taka þátt í
þingstörfum í vetur, og hefir hann
þessvegna sagt af sér þingmensku
nú. Slíkur áhuga- og atorkúmaður
sem Ágúst er, má ekki til þess
hugsa, að sæti hans á Alþingi
verði autt.
Samþingsmenn Ágústs harma
það mjög, að fá ekki að njóta
hinna ágætu starfskrafta hans og
hæfileika á næsta þingi. Einkum
eru það flokksbræður Ágústs í í-
haldsflokknum, sem nú sakna
þessa ágæta flokksbróður. Er þeim
ljóst, að erfitt verður að fá skip-
að það sæti, er Ágúst hafði svo
eins vel verði setið og áður var. Og
víst er um það, að engan tæki sár-
ara en Ágúst sjálfan, ef sæti hans
yrði illa skipað.
Vonandi er, að miðstjórn íhalds-
flokksins í samráði við helstu
stuðningsmenn flokksins innan-
héraðs, vandi vel að sjálfsðgðu
valið og telja sér skylt að vita, j
hvtr sé vilji Ágústs sjálfs í þeim 1
efnum.
Samkvæmt auglýsingu frá dóms-
og kirkjumálaráðunyetinu, sem
birtist hér í blaðinu í dag, á kosn-
ing að fara fram í Gullbringu og
Kjósarsýslu laugardaginn 9. janú-
ar 1926. Framboð þingmannaefna
verður að vera komið í hendur
yfirkjörstjórnar 4 vikum á undan
kjördegi.
Smásöluverð í Reykjavík. Hag-
stofan birtir í síðustu Hagtíðinð-
um yfirlit yfir smásöluverð í
Reykjavík í október og nóvemfoer
þessa árs. Ef verðið á öllum þeim
vðrum, sem yfirlitið tilgreinir, er
talið 100 í júlímánuði 1924, hefir
það verið 460 í október 1920, 312 I
okt. 1924, 292 í júlí 1925, 279 í okt.
1925 og 273 í nóvbr. 1925. 1 síðast-
Iiðnum október mánuði var verðið
því að meðaltali rúml. 4% lægra
heldur en í júlímánuði, og rúm-
lega 11% lægra, heldur en í okt. í
fyrra, en 179% hærra en rétt fyrlr
stríðið.
Hagstofan getur þess, að við
þennan útreikning sé það að at-
huga, að tekið hafi verið meðaltal
af verðhækkun allra varanna, án
þess, að gerður sé nokkur greinar-
munur á því, hvort þær eru mikið
notaðar eða lítið.
Framfarir fyrir gáða þjónustu.
Fort Garry hreinsunar og litun-
arhúsið hefir fyrst orðiö til þess að
vinna verk sitt á einum degi. Það
hefir tekiS 'upp þá (aðferð og á
heiÖurinn fyrir hana. Þegar þeir,
sem nú reka þessa iðn tóku við
henni voriS 1918 var verkiS gert í
hrörlegum kofa á Colony St. og
með gamaldags áhöldum og ekki
mjög mikið aS gera. Eftir að hafa
gert sér grein fyrir þessum iSn-
rekstri sá félagiS aS með þvi að
hafa góða foyggingu og ný áhöld,
væri hægt aS hreinsa og pressa föt
á einum degi. Sum eldri félögiu 1
héldu aS þetta væri ekki hægt. Þetta
félag hélt þó áfram aS auglýsa og
vinna verk sitt og afleiöingin varð
sú, aS vinnan óx stórkostlega og
fljótlega þurfti þaS að fá stærra
og betra húsnæöi. Félagið var mjög
lánsamt aS ná því húsnæði, sem það
nú hefir aS 324 Young St- þar sen>
það hefir nú verkstæSi, sem stend-
ur engu slíku í Canada að baki. Með
því að hafa sem fullkomnastan út-
búnað og meS því aö allir, sem aS
þessu vinna geri það trúlega, geri'
félaginu mögulegt aö gera eins
mikið og vera vill af að hreinsa föt
lita þau og pressa, breyta þeini og
gerd viS þau og gera þetta a't á
tilteknum tíma.
Fyrir þremur árum síðan byvj-
aSi félagið að gera viö loðskinna-
fatnað, hreinsa hann og fóSra og
breyta, einnig geyma hann yfii
siunarið. MeS því að hafa þetta í
sambandi við annaö verk, getur fé-
lagiö gert þetta ódýrar heldur er-.
þeir, sem leggja þetta fyrir sig ein-
göngu. Það mætti einnig geta þess,
aS félagið hreinsar stóla og Chest-
erfields, ekki síður en gólfdúka og
gluggatjöld. Alt er sótt hvert sein
er í borgina og flutt heim aftur
hreint og fallegt, qg alt er gert fyrir
mjög sanngjarqt verð. Félagiö ger-
ir sér vonir um viðskifti ySar. Haf-
ið þér reynt það? Ef ekki, þæt’.i því
vænt um aS fá verk yöar næst.
HringiS B-2964 — 5 -4- 6. Tthe
Fort Garry Dyers and Cleaners Co.
Ltd. 324 Young St.
WALKER.
“Lúcky 7” er siöasti og mestur
þátturinn í the Dumbells. Þessi
leikur verður sýndur á Walker
leikhúsinu í eina viku og byrjar
t8. janúar. t “Lucky 7” er ágætis
leikarar svo sein Al. Plunkett, Rass
Hamilton, “Red” Newman, Stan.
Rennett, Pat Raferty, Jack Holland,
Ben Allan Morley Plunkett, Glen.
AHan' og Jimmy Deven. Eru þetta
svo góöir leikendur og svo vel frá
leiknum gengið að þaö getur ekki
hjá því fariS aö húsfyllir verði á
Whlker bessi kveld. Captain Plunk-
ett hefir ekkert sparað til aö gera
leikinn sem allra fuilkonmaítan,
kostar hann til hans þriSjungi meira
nú heldur en áður og er nú orðtak
hans: “Ekkert autt sæti.” Stjórn
leikhússins og þeir sent aðgöngu-
miöa selja, gera alt sem hægt er til
aS gera alt sem aögengilegast.
ASgöngumiðarnir verða til sö!u á
| leikhúsinu hinn 14. þ. m.
Alvqg óviðjafnanlegur
drykkur
Sökumjþess hve efni og útbúna&ur ei
fuílkominn.
KíeveI Brewiny Co. Limited
St. Boniface
Phones: IS1888
M178