Lögberg - 15.07.1926, Side 2
tSlB. 2.
LÖGBKKG FIMTUDAGINN,
15. JÚLÍ 1926.
Fiéttabréf.
Innisfail, 5. júlí 1926.
Herra ritstjóri Lögb.
'0
íslendingadagur Albertinga að
Markervjlle, rann uppskír og fag-
ur 17. júní s.l. Sáust jeljadrög í
jökulskörðum Klettafjallanna, í
austri blika, en í suðri móða, en
græn norðurhafs brún; ótryggur
þurkur í dag.
Nær hádegi í Fensala fjöllum
tók lúðrasveit hljóðfæri sín og
söng hergöngulög sín alla leið á
trjálundinn yndislega á bökkum
Medicine árinnar. Inngang keyptu
nær 500 manns ofan 12 ára, börn
frítt. Spilarar, forseti og fleiri
skemtanir, byrjuðu 1.30: ávarp
forseta, lúðrasöngur; — ræður
héldu: Pétur Hjálmsson, Mrs.
Laura Goodman Salverson, á ísl.
cg ensku; W. H. Paulson, á ísl. og
ensku. Að þessum ræðum var
gerð einróma þakklætis viður-
l^enning. —
Nú kom Daníel Morkeberg.
Sagði hann það vera 27. sinni, er
hann væri með okkur á íslend-
ingadegi; verst að við lögðum
niður 2. ágúst, af því það væji af-
mælisdagur hans. Sagðist honum
vel að vanda. En nú kom einn
ráðherra fylkisstjórnarinnar; fór
þá að hvessa og rigna, svo vart
heyrðist orðaskil; en brátt skein
sól í heiði og lognmollu andvari
lék við limið alt um kring. Fóru
þá fram leikir, veðreiðar, hlaup,
hopp og stökk, en lúðraflokkurinn
spilaði milli ræðanna og af og
til unz kl. 6 að kvöldi, er á skall
þoka og regn er viðhélzt sólar-
hring eða meira.
Eg vildi, að eg hefði getað sent
Lögbergi ræður þeirra Mrs. Sal-
verson og Mr. Paulson; þær voru
þess virði, að þær kæmust ein-
hvers staðar á prent. En það er
r.ú ekki hægt. — Fjárhagslega vóg
dágur sá salt, með inntektir og
útgjóld.
Útlit er ágætt, ekkert hagl, en
frost bleiklitaði akra á smáblett-
um siðustu daga í júní, en þeir nú
aftur algrænir og í þann veginn
að springa út.
Aðkomugesti á íslendingadag-
inn varð eg var við, þessa landa:
Mr. og Mrs. Jóhannson, Edmon-
ton; G. S. Grimsson, Calgary, og
Mrs. A. E. Einarson, Los Angeles,
er hefir verið um tima hjá frænd-
systur sinni, Mrs. Sveinson, Burnt
Lake; leizt henni vel á fóstru vora,
f.allasveitina fögru, skrautbúnu
landana yngri sem eldri, engjar,
skóga, akra og sauðfjárhópana
stóru, rétt eins og heima á íslandi;
sagði hún sér hefði liðið ljómandi
vel, og bað mig, ef eg mintist sín,
að þakka innilega heimboðin og
alla alúð sér auðsýnda. Kom son-
ur hennar frá Hallson, N. Dak.,
að sækja hana.
Þrír ungir piltar hafa gift sig
annara þjóða meyjum, og annara
þjóða piltum giftu sig tvær ís-
lenzkar ungmeyjar nýlega. Svona
fer blóðblöndun í vöxt hér á þessu
herrans ári 1926. Miss Lilla Con-
kordia Stephanson kom frá Blaine
að heimsækja bróður og systur
sína hér snöggva ferð. —
Hér var byrjað að safna í
Björgvinssjóðinn 22. apríl.
J. Björnsson.
— --o———
GEFIÐ AÐ BETEL í JÚNÍ.
Kvenfél. Árdals safn..... $50.00
Kvenfél. Djörfung, Rivt 25.00
Mrs. Katr. Bergman, Gimli P.
O., 7 pund af ull.
Mrs. C. Paulson, Hekla P.O.:
340 p. kartöflur, 15 p. lard.
Bjarni Jakobsson, Geysir.... 5.00
Pétur Pétursson, Minneota 5.00
Mrs. María Árnason, Minn. 2.00
Bjairni Jones, Minn..... .... 1.00
John Williams, Minn......... 5.00
ívar Jónasson', Langruth.... 1.00
Svb. Loptsson, Bredenbyrv 5.00
Guðrún K. Breckman, Lundar 5.00
Mr. og Mrs. W. Nordal, Selk. 5.00
Árni Björnsson, Selkirk..... 5.00
Joe Walterson, Cypréss Riv. 5.00
Mr. og Mrs. Guðm. Breckman,
Lundar .... .... ........ 10.00
Mr. og Mrs. Gutt. Finnbogason,
Lundar.............•...... 5.00
Mr. og Mrs. Jóh. Breim Rivt. 10.00
Mr. og Mrs. Sig. Melsted, Wpg 5.00
Mr. og Mrs. G. J. Oleson,
Glenboro................. 10.00
Mr. og Mrs. Einar Jónsson.... 3.00
O Th. Finnsson, Milton ... 5.00
séra J. A. Sigurðsson.... .... 5.00
Mr. og Mrs. J. H, Paulson,
Lamp, Sask................ 5.00
Mrs. Hannes Sigurðsson
Cypr. River............... 1.00
Systir Jóhanna Hallgrímsson,
Minneota ............ .... .... ,5.00
S. F. Olafsson, Wpg......... 5.00
Mrs. M. Thorlaksson, Selk. 5.00
Vinur frá Wpeg..............25.00
Frá Ónefndum, Ivanhoe....... 5.00
Fyrir alt þetta er mjög inni-
lega þakkað.
J. Jóhannesson, féh.
675 McDermot^ave., Wpg.
Fertugasta og annað ársþing
Hins ev. lút. Kirkjufélags íslendinga
Framh,
Fóru þar næst fram nokkrar umræður um skýrsluna og
trúboðsstarfið, er lýstu ánægju þingsins yfir skýrslunni og
fögnuði þingmanna yfir áhugasömu starfi trúboða vorra þar
éystra.
Klukkan 6 e. h. samþykti þingið, að heimila hinu “Sam-
einaða kvenfélagi kirkjufélagsins” þingstað og tíma kl. 2 e.h.
^ næsta dag. Var síðan sunginn sálmur o^ fundi síðan frest-
að til kl. 8 að kvöldi.
FJÓRÐI FUNDUR—kl. 8 e.h. sama dag.
Fundurinn hófst með bænargjörð, er séra Valdimar J. Ey-
lands stýrði. — Fjarverandi við nafnakall voru: séra Sigurð-
ur Ólafsson og Jón Gíslason.
Séra Hjörtur J. Leó flutti fyrirlestur er hann nefndi:
“Sá, sem elskar Guð, þekkir Guð.”
■
Var honum, að fyrirlestrinum loknum, greitt þakklætisat-
kvæði með því, að allir stóðu á fætur, samkvæmt tillögu séra
Rúnólfs Marteinssonar.
Forseti tilkynti, að til þings væri kominn séra Jón J.
Clemens, sem virðulegur sendiboði “Sameinuðu lút. kirkjunn-
ar í Ameríku”, og bauð hann velkominn. Dr. B. B. Jónsson
mintist þess, að séra Jón J. Clemens væri fyrrum starfsbróð-
ir í kirkjufélaginu og einnig þess, að á þessu vori sé liðin 30
ár frá því, er séra Clemens tók prestvígslu. Gerði Dr. Björn
síðan þá tilögu, að honum sé veitt fult málfrelsi og réttindi í
þinginu og var það samþykt í e. hlj. með því að allir stóðu á
fætur. Ávarpaði séra Jón J. Clemens þá þingið með nokkrum
vinsamlegum orðum, en flytur aðal erindi sítt síðar, eftir því
sem fyrir verður mæltN
Var síðan sungið sálmsvers og lýst hinni postullegu
blessan af forseta, og fundi svo frestað þar til kl. 9 ,f.h. næsta
dag.
FIMTI FUNDUR—kl. 9 f.h. þ. 19. júní.
Fundurinn hófst með bænargjörð, sem séra N. S. Thorlaksson
stýrði. — Við nafnakall var fjarverandi J. G. Stephanson. —
Gjörðabók 1., 2., 3. og 4. fundar lesin og staðfest.
Fyrir hönd kjörbréfanefndar tilkynti séra Haraldur Sig-
mar, að til þiíigs væru komnir þeir Helgi Ásbjörnsson, frá
Mikleyjar söfnuði, og Thorsteinn J. Gíslason, frá Guðbrands-
söfnuði. Skrifuðu þeir undir hina venjulegu játning þingsins
og tóku síðan sæti sín í þinginu.
Þá var tekið fyrir annað mál á dagskrá:
Heiðinjgatrúboð.
Séra G. Guttormsson gjörði þá tillögu, er studd var af
mörgum, að þingið þakki trúboðum vorum, séra S. 0. Thor-
láksson og frú hans, hina ágætu og ánægjulegu skýrslu, er
lesin var hér í þinginu; þingið gleðst h;artanlega yfir hinu
blessunarrika starfi, sem truboðarnir eru að vinna, og árnar
þeim, í Jesú nafni, ríkulegrar blessunar Drottins. Tillagan
var samþykt í e. hlj. með því, að allir stóðu á fætur. Var
skrifara falið, að tilkynna trúboðunum þessa samþýkt.
Samþykt var að vísa fjármálahlið heiðingjatrúboðsins til
fjármálanefndar þingsins.
Eftir nokkrar umræður, um málið, var því vísað til fimm
manna þingnefndar. í nefndina voru skipaðir: séra R. Mar-
teinsson, séra V. J. Eylánds, Klemens Jónasson, Mrs. María G.
Árnason og Mrs. Hólmfríður Daníelsson.
Þá var tekið fyrir fjórða mál á dagskrá:
Heimatrúboð.
Forseti vék úr sæti, og afhenti vara-forseta fundarstjórn,
og lagði málið, með ítarlegri ræðu, fyrir -þingið. Hófust síð-
an almennar umræður' um málið og tóku margir til máls.
Lýstu umræður þær miklum áhuga hjá þingmönnum fyrir
heimatrúboðsmálinu. í sambandi við þessar umræður flutti
séra Rúnólfur Marteinsson þinginu, kveðju og árnaðarósk frá
Hallgrímssöfnuði í Seattle, og þar með þakklæti safnaðarin3
fyrir fjárstyrk, er þingið væntanlega mundi veita. Mintist
hann og á tvo guðfrðanemendur, er nú stunda nám á hinum
lúterska prestaskóla í Seattle. Það eru þeir Kolbeinn Sæ-
mundsson og Jóhannes Sveinsson. Fór hann lofsamlegum
orðum um kristilegt starf þeirra, er þeir stunduðu í Hall-
I grímssöfnuði og víðar, jafnframt náminu.
Séra Jón J. Clemens bauðst til að vinna að einhverju
leyti kristilegunf málum meðal íslendinga í Chicago, eftir því
sem hann hefði færi á, og það þó endurgjaldslaust væri með
öllu. Var því boði tekið með fögnuði af þingmönnum, þó eng-
in formleg samþykt væri gjörð.
í þessu bili tilkynti A. C. Johnson, fýrir hönd kjörbréfa-
nefndar, að komnir værir til þings þeir séra Jónas A. Sigurðs-
son og Árni Árna^on, frá Konkordía söfnuði. Bauð forseti þá
þá velkomna, skrifuðu þeir síðan undir játning þingsins og
tóku sæti sín í þinginu.
Eftir að umræður höfðu enn haldið áfram nokkra stund,
var heimatrúboðsmálinu vísað til sjö manna þingnefndar. f
nefndina voru skipaðir: séra J. A. Sigurðsson, séra G. Gutt-
ormsson, Jón Halldórsson, Sigvaldi Nordal, Finnur Johnson,
Bjarni Jones og Þorsteinn J. Gíslason.
Þá las séra S. S. Christopherson þessa skýrslu um starf
sitt á heimatrúboðssvæðinu á árinu:
Skýrsla yfir starf mitt á heimatrúboðssvæðinu árið 1925—6:
Með hjartans þakklæti vil eg byrja skýrslu um starf mitt, því
mér dylst ekki, að góður Guð hefir leitt mig og verið með mér á þeim
tíma, sem skýrslan fjallar um, eins og hann hefir að náð sinni leitt
mig um öll liðin æfiár. Lika þakka eg þeim, sem veittu mér fjár-
munalegan styrk til að geta unnið verkið á liðnu ári; þeim, sömu-
leiðis, sem voru fúsir til samstarfs og greiddu mér góðan beina, þar
sem mig bar að garði.
Strax eftir kirkjuþing fór eg til Poplar Park, flutti þar eina
guðsþjónustu og skírði 5 börn. Þ. 5. júlí messaði eg í Ralph Con-
nor skóla í Silver Bay bygð og starfaði á því svæði um tíma: mess-
aði, skírði börn og bjó unglinga undir staðfesting og fór suour rreð
vatninu víða. Þá fór eg til Weedy Point, sem liggur fyrir norðan
Silver Bay, en um mílu suður frá Steep Rock. Þar búa nokkrir
íslendingar og annara þjóða menn. Þar flutti eg hina fyrstu ís-
lenzku guðsþjónustu, sem þar hefir verið haldin. í annað^skiftið
fór eg þangað í vor.
Sunnudaginn 27. september tel eg merkisdag: þá staðfesti eg í
Silver Bay bygð 8 unglinga, flutti tvær guðsþjónustur og skírði 8
börn. Óskaði eg, að allir dagar mættu verða eins viðburðaríkir.
Sunnud. 25. október og 1. nóv. var eg i Poplar Park og las dag-
lega með fermingarbörnum og öðrum unglingum. Þá hvarf eg
heim og hélt kyrru fyrir tæpan mánuð. Desember mánuð og fram í
janúar var eg til heimilis hjá Geirfiuni Péturssyni við Hayland;
uppfræddi ibörn og messaði af og til. Þaðan fór eg til Asham Point.
og var iþar til loka febr. mánaðar; úppfræddi unglinga i kristin-
dómi, íslenzku o. f!., og staðfesti þar 8 unglinga og skírði nokkur
börn.
• Þá fór eg suður til BeckviIIe P.O., sem er um 50 mílur þar suð-
ur, og var þar í tvc» sunnudaga og framkvæmdi skirnir nokkrar.
Sunnudagana tvo næstui messaði eg í Haylands og Sigluness bygð-
um. Páskadaginn, þ. 4. april messaði eg i Ralph Connor skólanum
við Silver Bay og hélt Iþar til um tíma hjá Sigurði Sigurðssyni;
uppfræddi börn á rúmhelgum dögum og messaði á helgum. Mín
siðasta guðsþjónusta þar í bygð var á hvitasunnudaginn þ. 23. mai.
Hefi eg tekist á hendur að starfa fyrir Betel söfnuð á þessu sumri
í likingu við það, sem eg gerði í fyrra. F.r söfnuðurinn smár en á-
hugasamur um kristileg efni. Leggja ýmsir hart á sig, til stuðnings
starfinti. Hafa jafnvel gefið lifandi nautgripi til að styðja sofnuð-
inn í fjármálum. Hefir einhver fátækasti maður safnaðarins gefið
kú á þessu ári til þess að ná upp peningum fyrir starfið.
AIls Ijefi eg flutt á timabilinu 31 guðsþjónustu, skírt 44 börn,
lesið kistindóm og önnur fræði með 40 ungmennum og þar af stað-
fest 17.
Með fáum undantekningum voru guðgþjónusturnar vel sóttar.
Skilningur fyrir kristinni uppfræðslu unglinganna virðist vera vax-
andi. Eg gat ekki liðsint öllum þeim, sem leituðu til mín í því efni,
nteð því ekki voru þau efni fyrir höndum, að eg gæti veitt mér far-
arskjóta til' að! flýta för minni. Milliferðirnar tóku nokkurn tímá,
íþvi eg varð iðulega að fara fótgangandi, og þó var margur fús til
að létta undir með mér og fyltja mig á milli, þegar hentugleikar
leyfðu. —■ Svæðilð er afar erfitt, fjarlægð mikil og kostnaðarsamt,
varð eg iðulega að ganga margar mílur á dag vota og illfæra vegi.
Starfið á hér það sameiginlegt við heimatrúboðsstarf yfir höfuð, að
það getur ekki borið sig efnalega, þótt margur leggi fram fé fúslega
til stuðnings verkinu.
Það er engum vafa bundið,' að á þfessu svæði á kirkjufélagið
sér heimatrúboðsköllun til sameiningar í andlegum skilningi.
Á kirkjuþingi á Gimli, Man., í júní 1926.
Sig. S. Christopherson.
Samþykt var að vísa skýrslu séra Sigurðar til heimatrú-
boðsnefndar.
Samþykt var, eftir tillögu dagskrárnefndar, að bæta tveim
málum við á.dagskrá: Útgáfumál og Bindindismál. Sam-
þykt var einnig, sökum þess, að enginn þingfundur var á-
kveðinn seinni part dags, að lengja fund um hálfa klukku-
stund.
Þá var tekið fyrir fimta mál á dagskrá:
Sunnudagsskólamál.
Var málið lagt fyrir þingið með inngangsræðu af skrifara,
síðan rætt lítið eitt og svo sett í sjö manna nefnd. í nefnd-
ina voru skipaðir: séra S. S. Christopherson, Jón Gíslason,
Mrs. V, J. Eylands, Mrs. S. Sigurðsson, Mrs. Sigríður Paul-
son, Magnús Jónasson og Jón Halldórsson.
Þá var tekið fyrir níunda mál á dagskrá: Útgáfumál.
Samþykt var að vísa því máli til fimm mamia nefndar.
í nefndina voru skipaðir: Bjarni Marteinsson, Bjarni Jones,
O. Anderson, C. J. Vopnford og Benóní Stefánsson.
Þá var næst tekið fyrir tíunda mál á dagskrá:
Bindindismál.
Skrifari lagði málið fyrir þingið með stuttri inngangs-
ræðu og skýrði um leið frá áskorun, er þinginu hefði borist,.
frá íslenzkum Good Templara stúkum í Manitoba, um, að taka
bindindismálið til alvarlegrar íhugunar og meðferðar á þessu
þingi.
Samþykt var að vísa þessu máli til fimm manna þing-
nefndar. í nefndina voru skipaðir: séra Jóhann Bjarnason,
Einar Johnson, ívar Jónasson, Miss Jóhanna G. Sturlaugsson
og Ketill Valgarðsson.
Forseti tilkynti, að búist væri við, að almenn heimsókn
þingmanna, til Betel, færi fram um kl. 2 síðdegis. Og séra
Sigurður ólafsson skýrði frá, að skemtiferð með gufubát væri
fyrirhuguð, út á vatn, seinni part dags, fyrir alla er þess
æsktu. Var síðan sungið sálmsvers og að þvi búnu fundi
frestað þar til kl. 8 að kvöldi.
SJÖTTI FUNDUR—kl. 8 e. h. sama dag.
Byrjaði fundurinn með bænargjörð, er séra Jóhann Bjarna-
son stýrði.
Fundurinn settur og honum stýrt af vara-forseta, séra
Rúnólfi Marteinssyni.
Fjarverandi við nafnakall voru: Dr. B. B. Jónson, séra
Haraldur Sigmar, G. B. Olgeirsson, Benóní Stefánsson, A. G.
Johnson, Pétur Pétursson, Stefán Guðmundsson, Mrs. Daní-
elsson, Thorsteinn J. Gíslason, S. S. Johnson og J. G. Steph-
ansson.
Séra'fKristinn K. ólafson flutti fyrirlestur, er hann
nefndi:
“Kirkjulegar horfur og hlutverk.”
Var honum, að fyrirlestrinum loknum, greitt þakklætis at-
kvæði með því, að allir stóðu á fætur, samkvæmt tillögu frá
séra J. A. Sigurðssyni.
Var síðan sungið sálmsvers, hinni postullegu blessan
lýst af vara-forseta, og fundi síðan frestað kl. 9.30 e. h., þar
til kl. 7. á sunnudagskvöld.
Sunnudaginn 20. júní fóru fram guðsþjónustur á fjórum
stöðum í Gimli prestakalli: (1) kl. 9.30 f.h. á gamalmenna-
heimilinu Betel, séra N. S. Thorláksson prédikaði. (2) í kirkju
Víðinessafnaðar, kl. 11 f.h., séra G. Guttormsson prédikaði.
(3) í kirkju Gimli safnaðar, kl. 11 f.h., séra Jónas A. Sigurðs-
son prédikaði. (4) kirkjuvígslu guðsþjónusta, í kirkju Árnes-
safnaðar, kl. 2 e.h., séra Kristinn K. ólafsson prédikaði. Fjpl-
menni við allar guðsþjónusturnar. — Á eftir vígsluguðsþjón-
ustunni í Árnesi fór fram rausnarlegt heimboð, er söfnuður-
inn hafði^stofnað til, í samkomusal bygðarinnar. Fjöldi
manns þar saman kominn.
SJÖUNDI FUNDUR—Sunudaginn 20. júní, klukk-
an 7 e. h. — Fundurinn byrjaði með bænagjörð, er séra Rún-
ólfbr Marteinsson stýrði.
FjarveTandi við nafnakall voru: séra G. Guttormsson,
Benóní Stefánsson, Miss Olive H. Hillman, G. Narfason,,
Bjarni Jakobson, P. T. Frederickson, Einar Johnson og J. G.
Stephanson.
Fundurinn var trúmálafundur þingsins. Umræðuefnið:
“Hvað ber oss að gera í kirkjulegu og kristilegu tilliti fyrir
æskulýðinn?” Málshefjandi var séra V. J. Eylands. Lagði
hann málið fyrir þingið með rækilegum og vönduðum fyrir-
lestri. Var honum, að loknum fyrirlestrinum, þakkað erindið
með því, að allir stóðu á fætur, samkvæmt tilögu séra N. S.
Thorlákssonar.
Fóru síðan fram fjörugar úmræður um umtalsefnið, er
stóðu til kl. 10 e. h. Tóku margir til máls. Fundurinn í heild
sinni mjög uppbyggilegur.
Forseti auglýsti, að séra Jón J. Clemens mundi ávarpa
þingið á mánudagskvöld. Sömuleiðis tilkynti hann, að þing-
inu hefði borist heimboð frá Víðinessöfnuði, til skemtistund-
ar seinni part mánudags. Var í tilefni at því samþykt, að
halda morgunfundi áfram þann dag til kl. 12.30. — Var síðan
sunginn sálmur, lýst hinni postullegu blessan af forseta, og
fundi síðan frestað til kl. 9 næsta morgunn.
ÁTTUNDI FUNDUR—mánudaginn þ. 21. júní, kl.
9 að morgni. — Fundurinn byrjaði með bænagjörð, sem séra
G. Guttomsson stýrði.
Fjarverandi við nafnakall voru: séra Sig. ólafsson, séra
Jónas A. Sigurðsson og Kristján Sigurðsson.
Gjörðabók 5., 6. og 7. fundar lesin og staðfest. Fyrir
hönd kjörbréfanefndar tilkynti séra Haraldur Sigmar, að
kömnir væru til þings þeir G. J. Oleson frá Glenboro söfnuði
og T. E. Thorsteinson frá Fyrsta lút. söfnuði. Skrifuðu þeir
að því búnu undir játning þingsins og tóku sæti sín í þinginu.
Þá var tekið fyrir annað mál á dagskrá:
Héiðingjatrúboð.
Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði séra V. J. Ey-
lands fram þetta nefndarálit:
Nefndin í Heiðingjatrúboðsmáljnu leyfir sér að leggja til:
1. AS þingið lýsi þakklæti sínú fyrir skýrslu trúboðanna, og
gleði yfir hinum dásamlega árangri af starfi þeirra, sem hún ber
vott um.
2. Að prestarnir séu beðnir, að haldai áhuganum fyrir trúboð-
imv vakandi, með því að prédika sérstakara ræður um það efni, fræða
um það á hvern þann hátt, sem hentugur þykir, glæða í hugum
manna meðvitundina um nauðsynina og skylduna, sem hvílir á oss í
því efni.
3. Að í hverjum söfnuði, þar sem möguleikar leyfa, sé einhver
sá félagsskapur, sem hafi þetta mál sérstaklega á dagskrá sinni.
4. Að kostað sé kapps um að glæða áhuga fyrir þessu máli í
sunnudagsskólum og ungmennafélögum kirkjufélagsins.
5. Að skýrsla trúboðanna sé prentuð í “Sameiningunni”, og að
sérprentuð verði nægilega mörg eintök af sömu skýrslu, bæði á
ensku og íslenzku, til að útbýta í sunnudagsskólum, ungmennafé-
lögum, og kvenfélögum kirkjufélagsins.
6. Að framkvæmdarnefndinni sé falið að útvega blöð og bækl-
inga um trúboðið meðal heiðingja, til útbýtingar meðal safnaðanna.
Á kirkjuþingi að Gimli, Man., 21. júni 1926.
Valdimar J. Eylands.
María G. Arnason.
Rúnólfur Martcinsson.
Hólmfríður Daníelsson.
Kl. Jónasson.
Samþykt var að taka nefndarálitið fyrir lið fyrir lið.
Fyrsti liður var samþyktur með því, að allir stóðu á fætur.
Annar liður samþ. 3. liður og 4. liður sömuleiðis. Fimti lið-
ur var ræddur allmikið og honum síðan vísað til útgáfunefnd-
ar. Sjötta lið var vísað, eftir nokkrar umræður, til nefndar-
innar aftur.
Þá var tekið fyrir þriðja mál á dag skrá: Betel.
Fyrir hönd stjórnarnefndar lagði Dr. B. B. Jónsson fram
þessa skýrslu: (
Skýrsla frá Stjórnarnefnd Bctel.
Starfræksla þessarar stofnunar á liðnu ári, er liægt að segja, að
hafi gengið yfirleitt Vel, og hefir nefndin engar nýjar tilögur fram
að bera í þetta sinn.
Þrengsli á heimilinu eru tilfinnanleg, og margir, sem hafa sókt
um inngöngu, hafa neyðst til að biða inntöku; þetta kemur að nokkru
leyti til af því, að sérstaklega fá dauðsföll hafa átt sér stað á heim-
ilinu á þessu ári, og engir vistmenn flutt burtu.
Ein stór gjöf, fyrir utan. dánargjafir, hefir heimilinu borist til
handa á þessu ári. Herra Sveinn Josephson, að Mountain, N. Dak.,
gaf stofnuninni 320 ekrur af landi fyrir austan Emerson í Mani-
toba. Þetta er eign, sém er töluvert mikils virði, og sem nefndin
vonast til að geíta, selt. Samkvæmt ráðstöfun gefandans, skal and-
virðið ganga i styrktarsjóð stofnunarinnar. Fvrir þessa gjöf vill
nefndin sérstaklega þakka.
Meðfylgjandi fjárhagsskýrsla sýnir, að fjárhagur stofnunar-
innar er í þolanlegu ásigkomtdagi. Samt skal bent á, að nefndin
gat ekki látið nema eina af dánargjöfuAi þeim, sem henni bárust.
ganga í styrktarsjóðinn, heldur varð 'að nota meiri liluta þessarar
gjafar til starfrækslu stofnunarinnar. Til þess að allar slikar gjaf-
ir gangi i styrktarsjóð, verða fjárframlög til starfrækslu að verða
meiri en hvað nú á sér stað. Á þetta vill nefndin sérstaklega benda
fólki voru.
Nefndin þakkar innilega hinu dygga starfsfólki heimilisins
fyrir þess vel unna verk, og.svo öllum, fjær og nær, sem rétta stofn-
uninni hjálparhönd.
Gimli, Man., 19. júní 1926.
B. J. Brandson, íorseti nefndarinnar.
Bctcl—Tckjur og útgjóld, 1. júní 1925 til 1. júní 1926.
Tekjur—
í sjóði 1. júní 1925, hjá féhirði í Winnipeg, (’i
Sparisjóðsdeild í Royal Bank of CanadaJ .. $ 12.03
í sjóði 1. júlí 1925, á Betel 418.76
Gjöld vistmanna 2,277.00
Gjafir frá almenningi, borgað féhirði . 2,001.75
Gjafir frá almenningi, borgað á Betel . 1,020.07
Styrkur frá Man. Prov. Gov 750.00
Rentur á veðbréfum 499.13
Úr dánarbúi frú Láru Bjarnason .. . 950.00
Úr dánarbúi Aðalsteins Jónssonar . . . 75.00
Smá inntektir af ýmsu tagi 204.55
Banka vextir - 29.15
Útgjöld—
Vinnulaun .$2,164.75
Matvara o. s. frv . 2.673.97
Eldiviður . 308.80
Meðöl og læknishjálp 87,87
Útfararkostnaður 52.00
Prestslaun . 300.00 i
Byggingarviðhaldskostnaður 5^4.20
Eldsábvrgð 90.00
Ein kýr keypt á árinu 50.00
Telephone 47.00
Skattur á fasteignum . 396.67
Útborganir af ýmsu tagi 58.32
í sjóði á Betel . 303.63
í sjóði hjá féhirði í Winnipeg ... . 1,180.23
(\ sparisjóðsdeild hjá R. B. of Can.J
$8,237.44 $8,237.44
r Yfirskoðað i Winnipeg, 17. júní 1926. .
T. E. Thorsteinson.
F. Thordarson.
Bctcl—Efnahags. reikningur.
Nýja heimilið, virt á ... .1...................$10,000.00
Húsbúnaður, eftir síðustu ■skýrslu.... $1,260.98
Að frádregnu áætluðu verðfaíli......... 126.09 «
—--------- 1,134.89
Sjö kýr............................. !.......... 300.00
Hænsni virt á........................................ 40.00
Eldiviður, áætlaður................................. 200.00
Fjórar lóðir á Fleet Street, Winnipeg............ 1,600.00
Hlutabréf Eimsk. fél. Isl., 100 kr., óvíst;.....
60 ekrur (hér um bil) Sec. 17 við Gimli, Man... 997.50
í sjóði áBetel..................................... 303.63
í sjóði i sparisjóðsdeild i R. B. of C....... 1,180.23
/ ' ---------------------------------------
$15,756.25
Yfirskoðað i Winnipeg, 17. iúní 1926.
T. E. Thorsteinson.
F. Thordarson.
Minningarsjóður BrautrySjenda.
í sjóði, 31. maí 1925 ..................... .... $ 930.11
Afborganir af veðbréfum........................... 275.00
Dánargjöf, Johri Anderson, Vernon, B. C....... 500.00
Bankavextir........................................ 39.85
1 sjóði 31. maí 1926.......................$1,744.96
Efnahagsrcikningur, MinningarsjóSs BrantrySj.
Útistandandi veðbréf ............................ $5,525.00
Peningar i sjóði............................. 1,744.96
$7,269.96
Yfirskoðað í Winnipeg, 17. júni 1926.
T. E- Thorstcinson.
F. Thordarson.
Framhald á 7. bls.
VER ÞURFUM MEIRI RJÓMA!
Vér ábyrgjumst hæzta markaðsverÖ, skjóta af-
greiðslu og peninga um hæl. Sendið oss dúnk
til reynslu og sannfærist. Vér sendum ókeypis
merkiseðla, þeim er óska. Sendið oss líka egg,
ST. B0NIFACE CREAMERYCOMPANSÍ
373 Horace Street, St. Boniface, Manitoba.