Lögberg - 15.07.1926, Page 3
LÖGBElvG FIMTUDAGINN.
15. JÚLÍ 1926.
Bls. *.
]25HSH5E5ESESHSZSHSH5E5H5ZSE5H5ZSHSHSH5Z5H525HSH5B5HS25H5E5ZSHSHSZ5Z5E5E5Z5Z5Z5Z5H5HSHSHSia5HSHSH5H5BSHS?5H5a5H5HSSSH5HSHSH5HEE5ESaffaSHSESH5HSHSHSS5asasa5iaSH5HSHSB5elíi?t’‘ifSHSan.
T
Sérstök deild í bíaðinu
SOLSKIN
SasaSHSH5HSE'.HSESaSHSHSaSHSHSHSHSE5H5HSH5H5H5HSH5H5HSHSHSH5HSHSH5HSH5H5HSHSHSHSHSH5H5H[:iiSHSH5HSHSHSHSHSESHSHSHSHSHSHSHSH5HSH5H5H5H5HSHSH5HSH5HSHSH5HSHSHSH SHSHSHSHSHSHSESHSHSi
Helgisaga.
Eftir Leó Tolstj.
Gamall auðkýfingur lá á banasænginni.
Hann hafði alla æfi sína verið nízkur og ágjam,
og var búinn að lirúga saman fimum af auð-
æfum.
“Sussu, sussu,” svaraði hann ætíð, þegar
mqnn átöldu hann fvrir ágimdina, “pening-
arnir eru það eina, sem nokkurs er um vert í
þessu lífi.”
“Og nú, þegar dauðastundin var komin,
liugsaði hann:
x “Og náttúrlega er það alveg eins á himn-
um, að alt snýst um peningana! Menn verða að
hafa peninga með sér þangað, ef mönnum á að
líða vel.”
Og hann kallaði á börnin sín að banasæng-
inni og sagði við þau:
“Það er síðasta óskin mín, ^ð þið troðið svo
mörgum gullpeningum í kistuna mína, sem þið
gotið í hana komið.”
Hann stundi þungan:
“Sparið ekki gullið. Troðfyllið kistuna af
gulli.”
Og sömu nóttina dó hann.
Og börnin urðu við síðustu ósk hans og
tróðu þúsundum króna í tómum gullpeningum í
kistuna hans.
Svo kom liann í annan heim. I>ar tók und-
ir eins við hið vanalega formvastur — með
spurningar og innritun í ýmsar bækur: það var
verið að fletta upp í embættisbókulh, yfirhevra
og gera upp reikninga, og allur dagurinn gekk
í þess konar vastur.
Þar eru sem sé líka skrifstofur og lögreglu-
stofur og hvers konar vafningar af því tægi.
Og veslings maðurinn varð endalaust að
þjóta úr einni skrifstofunni í aðra, og á endan-
um var hann orðinn svo þyrstur og 'hungraður,
að honum fanst hann ætla að lmíga niður.
“Þetta má ekki svo til ganga,” hugsaði
hann, “eg verð að fá mér eitthvað að borða og
drekka.”
Alt í einu rak hann augun í matsöluborð,
sem var hlaðið af matvörum og drvkkjarföng-
um: smáréttum og styrkjandi staupum alveg
eins og í biðsals-matstofu á járnbrautarstöð.
Það var meira að segja verið að steikja á jxinml
á bak við matsöluborðið.
“ Jæja,” hugsaði hann með sér, “níi get eg
þá fengið mér eitthvað að borða. Eg liugsaði
lengi, að það væri nokkuð svipað hérpa á himn-
uin eins og niðri á jörðinni. Það var því happa
ráð, er mér datt í hug að taka dálítið af pening-
unum mínum með mér hingað upp. Nú skal eg
sveimér borða mig borða mig saddan.”
Hann þreifaði glaður á peningabuddunni,
sem var troðfull ag gullpeningum, og gekk að
matsöluborðinu.
“Hvað kostar hún sú arna?” spurði hann
og benti' á sardínu.
“Fimm aura”, svaraði maðurinn við mat-j
söluborðið.
“Það er ódýrt,” hugsaði auðkýfingurinn.
“Og þessi héma?” spurði hann aftur, um
leið og hann benti á ilmandi brauðkollu.
“Hún kostar líka fimm aura,” svaraði mað-
urinn við matsöluborðið brosandi —það leit út
fyrir, að honum þætti gaman að því, hvað auð-
kýfingurinn varð hissa.
“Úr því það cr svona ódýrt,” sagði auð-
kýfingurinn reigingslega, “viljið þér þá ekki
gera svo vel að láta mig fá 10 sardínur og 6
brauðkollur....”
Og hann tiltók enn fleiri rétti á matsölu-
borðinu.
Maðurinn við matsöluborðið hlustaði á
pöntun hans, en sýndi ekkert snið á sér til að
afgreiða hana.
“Héma verða íhenn að borga fyrirfram,”
sagði hann þurlega.
“Sjálfsagt — með ánægju!”
Og hann rétti honum tuttugukróna pening:
“Gerið þér svo vel!”
Maðurinn við matsöluborðið ypti öxlum:
“Nei, þetta er ekki fimmeyringur.”
Og hann kallaði á tvo veitingaþjóna og
sagði: “Bekið manninn þarna út.”
Auðkýfingurinn var í frámunalega vondu
skapi, þegar búið var að reka hann út.
“Ekki nema það þó,” hugsaði hann, “hér
eru ekki teknir nema fimmeyringar. Skollans
skrítið að tarna! Eg verð að fá peningunum
mínum skift í smámynt. ’ ’
Hann flýtti sér til sona sinna og birtist
þeim í draumi.
“Takið þið gullið ykkar aftur,” sagði hann,
‘ ‘ eg hefi engin not af því. En látið mig í þess
stað fá poka með fimeyringum; annars dey eg
úr hungri þarna á himnum.”
Synir hans urðu skelkaðir, fóru á fætur og
gerðu eins og faðir þeirra hafði skipað þeim—
tóku gullið úr kistunni og fyltu hana með fimm-
eyringum.
“Nú hefi eg smápeninga,” hrópaði auð-
kýfingurinn upp vfir sig sigri hrósandi, um leið
og liann enn á ný þrammaði að manninum við
matsöluborðið: “Látið þér mig nú fljótt fá
eitthvað að borða, eg er orðinn nærri hungur-
mprða. ’ ’
i “Hérna verða menn ætíð að borga fyrir-
fram,” sagði maðurinn við matsöluborðið.
“Sjálfsagt! Gerið þér svo vel!” svaraði
auðkýfingurinn og slengdi heilli hrúgu af fimm-
eyringum á borðið.
“Gerið þér svo vel, hérna eru peningarnir,
en verið þér nú fljótur í svifum.”
Maðurinn við matsöluborðið leit á pening-
ana og brosti:
“Eg sé, að þér liafið ekki lært mikið, meðan
þér voruð þarna niðri á jörðinni. Hérna á
himnum tökum við ekki þá peninga, sem þér
eigið, heldur þá eina, sem þér einhvern tírna
hafið gefið burt. Hugsið þér yður nú um. Þér
hafið máske einhvern tíma gefið einhverjum
.beiningamanni ölmusu, þér hafið máske stund-
um hjálpað einhverjum fátæklingi! Fyrir hvern
eyri, sem þér hafið brúkað á þann hátt niðri á
jörðunni, getið þér fengið mat og dryfek hérna
á liimnum. ”
Auðkýfingurinn leit í gaupnir sér og hugs-
aði sig um. Af og frá — aldrei á æfinni hafði
hann hjálpað fátæklingi — aldrei hefði hann
gefið beiningamanni ölmusu.
Og sömu tveir veitingaþjónarnir ráku hann
aftur.út. — V.G.—Eimreiðin.
Pilturinn, sem vildi lœra.
(Saga frá Indlandi.)
, Saddhu var 12 ára gamall sonur sláttu-
manns, grannvaxinn og horaður. Heimili hans
var moldarkofi, 8 feta langur og 6 feta breiður.
A morgnana fóru foreldrar hans út í skóg að
slá gras. Að kvöldi.komu þau aftur og báru
sína tvo heybaggana hvort. A sölutorginu seldu,
þau heyið sitt og fóru svo lieim til sín með 2 eða
3 pund af hrísgrjónum, — það var allur arð-
urinn af dagsverkinu.
Ekki ]ió alveg allur. Því á hverju kveldi
hnýtti móðir hans Saddhu smápening (um 1-5.
úr centi) í klúthornið, og á hverjum laugardegi
keypti hún dálítið af pipar og lokos olíu og dá-
lítið af steinolíu á flösku.
Steinolía var fágæt munaðarvara hjá fólki
af hennar stétt. En samt voru þetta ekki nein
óþarfa kaup. Því Saddliu var hestasveinn hjá
auðugum manni, og liafði fyrir það einhvern
veginn lært að lesa. Við og við eignaðist hann
gamla bók; og svo sat hann á kvöldin suðandi
yfir bókunum við steinolíu-ljóstýnma.
Hann langaði ákaflega mikið til að fá að
ganga í skóla. En skólinn var ætlaður æðri-
stétta drengjunum, og aumingja Saddhu var
mjög neðarlega í viyðingastiga þjóðarinnar.
Hann fór samt þangað einn dag til þess að biðj-
ast inntöku; en óðara og hann kom inn fyr-
ir ^kógargirðinguna, æptu drengirnir: “Ghas-
sia!” (það þýðir: sláttumaður), og ráku liann
burtu, svo að ^kugginn af honum félli ekki á þá,
því þá saurguðust þefr, samkvæmt trú sinni.
Daginn eftir kom hann og barði á þilið fyr-
ir neðan einn skólagluggann. Kennarinn opn-
aði glugga-hlerann.
“Herra kennari” — sagði Saddhu—, “mér
er sagt, að þetta sé stjórnar-skóli, sem taki ekki
til kenslu drengi af sláttumanna-stétt. Hvert á
eg að fara?”
“Hvað varðar mig um þ'aðf” svaraði kenn-
arinn.
“Eg get lesið fjórðu lesbókina,” sagði pilt-
urinn. “Þetta er landafræði, sem þú ert með í
hendinni. ’ ’
Kennarinn liélt bókinni þannig, að Saddhu
gat séð á liana inn um gluggann, og seint og
gætilega las liann nokkrar línur uppliátt, til þess
að sýna kennaranum, að hann kynni að lesa
ensku.
Það er fágætt þar í landi, að drengur af lægri
stéttunum kunni að lesa, hvað þá að lesa ensku.
Og hálfgert í gamni og hálfgert í alvöru skrif-
aði kennarinn nafn lians og stétt hjá sér, og
sagði síðan við hann: “ Saddhu, þú mátt sitja
fyrir neðan þennan glugga. Þegar sólin er hag-
stæð skal eg hlýða þér yfir.” Og kennarinn
rétti honum fáeinar bælkur á Hindúa-máli út um
gluggann og lokaði hlerunum.
Dag eftir dag sat Saddhu í heitum sandin-
um undir glugganum með bækurnar sínar. Við
og við, þegar engin hætta var á því, að sólin
varpaði skugganum af honum inn í skólann,
opnaði kennarinn gluggann og ‘lilýddi honum yf-
ir. Efeki leið á löngu áður en kennaranum fór
að verða hlýtt til hans. En drengirnir litu svo
á, sem forsjónin liefði sent þeim Saddúu til þess
að þeir gætu haft hann að skotspæni; öllu bréfa-
rusli og öðrum úrgangi söfnuðu þeir vandlega
saman, þangað til þeim fanst hrúgan vera orð-
in nógu stór til þess að demba út um gluggann
ofan á höfuð hans. Það var óskiljanlegt, hve
oft þeir þurftu nú að skola munninn, og enn ó-
skiljanlegra, livers vegna h-inir 150 drengir gátu
aldrei spýtt vatninu út um neinn annan glugga
en þennan eina, ])ar sem Saddhu sat fyrir utan.
Einn góðan veðurdag var milkið um að vera
í skólauum; öllum á óvart var eftirlitsmaðurinn
kominn. Hann prófaði vandlega hverja deild
um sig, og þá þótti nú drengjunum betra, að
þurfa ekki að láta standa á svarinu. Loks varð
honum litið þangað, sem Saddhu sat fyrir ut-
an gluggann.
“Fyrir hvað er verið að liegna þessum
dreng, með því^að láta hann sitja þarna?”
spurði eftirlitsmaðurinn.
“Þhð er lægri-stéttar flækingur, herra minn,
sem gerir það að gamni sínu að vera þarna,”
svaraði kennarinn.
“Látið hann koma hingað inn,” sagði eft-
irlitsmaðurinn.
Og svo gekk Saddhu undir próf. Einn síns
liðs var hann þar inni í skólanum, og hinir
drengirnir gættu þess vandlcga, að vera sem
lengst frá honum, til þess að saurgast efeki.
Erfiðar spumingar voru fyrir hann lagðar, og
hann svaraði þeim sem bezt liann gat og af
miklum áliuga.
“Þetta er nóg,” sagði eftirlitsmaðurinn,
og Saddliu tók saman bækur sínar og fór.
Og svo liélt eftirlitsmaðurinn ræðu. Hann
sagði, að Saddhu væri bezt að sér af ölfum pilt-
unum, og hældi kennaranum fyrir það, hve vei
hann hefði kent lionum. Og liann benti hinum
piltunum á það, hvað þeim væri nær að taka
þennan alþýðupilt sér til fyrirmyndar, en að
fyrirlíta hann fvrir það, að hann væri el^ki af
eins tignum ættum eins og þeir.
Nokkrum árum síðar, þegar ikristinn trú-
boðsskóli var reistur þar í þorpinnu, varð Sadd-
hu kennari við þann skóla, og þar kendi hann
inni í björtu og fallegu skólahúsinu öðrum al-
þýðudrengjum þau fræði, sem liann hafði sjálf-
ur þurft að nema fyrir utan skólagluggann.
Flugdrekarnir.
)Saga frá Kína.)
Toksang ög 'Yingchi áttu heima nálægt höll
keisarans, rétt hjá Peiking. Þeir vom leikbræð-
ur; en samkomulagið var ekki alt af sem bezt,
því Yingclii var ekki sérlega vandaður að því,
með hvaða ráðum hann hafði betur í leik. Ef
Toksang fann að því, þá liló hann og saði: “Þú
ert gufa, Toksang. Það verður aldrei maður
úr þér; því þú ert eþki nógu úrræðagóður. Þeg-
ar við verðum stórir, þá verð eg ríkur maður
og voldugur, en þú verður fátæklingur og 'kem-
ur þá til mín og biður mig að lána þér pen-
inga.”
“Þó að eg vorði fátækur, þá skal eg samt
vera ráðvandur.”, svaraði Toksang.
A‘Ert þú að gefa í skyn, að eg sé að hafa
rangt við ” spurði Yingchi reiður.
“Já,” svaraði Toksang, — og svo fóru þeir
saman og flugust á.
Einu sinni, þegar þeir voru í áflogum út af
þessu gamla ágreiningsefni, var þrifið sterk-
lega til þeirra. Aldraður maður hafði komið
að þeim óvörum og stóð á milli þeirra. Þeir
þektu liann undir eins; það var vfirráðgjafi
keisarans; og þeir voru ekki lengi að fleygja
sér flötum og berja enninu þrisvar við jörðu,
því þannig er höfðingjum heilsað þar á landi.
“Keisarann vantar þjónustusvein,” sagði
ráðgjafinn við þá; “hann verður alinn upp við
hirðina og fær seinna gott embætti. Eg hef oft
séð yfekur og veitt ykkur eftirtekt, en er þó ekki
enn ráðinn í því, ‘hvorn ykkar eg á að kjósa.
ÆtljjS þið ekki að setjaupp flugdreka í kveld?”
1 Kína er sá siður, að allir setja upp einu
sinni á ári “flugdreka góðra áforma” eins og
kallað er. Þeir útbúa flugdrekana mcð mestu
launung og letra á ])á alla þá galla, sem þeir
halda að þeir hafi sjálfir, og þegar svo skugg-
sýnt er orðið, að þeir geta ekki lesið letrið, fara
þeir út á bersvæði og setja upp flugdrekana.
Þegfar drekinn er kominn hæfilega liátt, skera
þeir á strenginn, og svo svífur drekinn eitthvað
burfu, og með honum halda Kínverjar, að gall-
arnir þeirra og ósiðirnir fari líka. Þetta kvöld
var flugdreka-hátíðin ár]ega ákveðin, og báðir
drengirnir svöruðu spurningu ráðgjafans ját-
andi; þeir sögðust áreiðanlega ætla að setja
upp drekana sína.
“Já, auðvitað”, svaraði Pop-ye, — því
svo hét ráðgjafinn. Og svo sagði hann Yingchi
að festa lítinn silfurpening við drekann sinn,
en Toiksang að festa páfagauksfjöður við sinn
dreka.
“Það er ekki gaman að þessu,” sagði Tok-
sang við sjálfan sig seinna um daginn. “Eg sé
svm sem'hvernig ráðgjafinn ætlar að hafa það.
Hann ætlar að láta leita að flugdrekunum
merktu, til þess að fá vitneskju um gallana okk-
ar.” Og svo letraði hann með mestu samvizku-
semi á drekann sinn hvíta allagallana, sem hann
hafði eða hélt að hann'hefði.
Yingchi var efeki lengi að ganga frá drek-
\ anum sínum. “Sá er ekki lítið einfaldur, hann
Pop-ye gamli,” sagði hann við sjálfan sig. “Það
verður gaman að sjá, hvort drekinn hans Tok-
sang verður betri en minni.” Og hann vúrti
hróðugur fyrir sér drekann sinn, sem ekki var
letrað á eitt einasta orð.
Um kvöldið voru drekamir settir upp, og
með birtun morguninn eftir sendi ráðgjafinn
menn út til þess að leita að þessum tveimur
drekum, sem auðkendir voru með silfurpening
og páfagauksfjöður.
Svo kom sendimaður frá hirðinni og sagði
drengjunum að klæðast sparifötunum sínum og
koma með sér til hallar keisarans. Þar voru
þeir leiddir um marga skrautlega sali, þangað
til þeir komu loks þangað, sem Pop-ye sat við
borð, og voru á því flugdrekarnir þeirra. Hann
klappaði saman höndurfi, og þá kom inn þjónn
með stóra glóðarpönnu og var í henni viðarkola-
glóð.
“Við skulum nú sjá, hvað andi eldsins seg-
ir um drekann lýtalausa,” sagði ráðgjafinn, og
hélt drekanum, sem Yingchi átti, yfir glóðinni,
Þá kom nofekuð einkennilegt fvrir. Orð
fóru að koma í ljós á drekanum: reiðigirni—
hrekkir—óráðvendni—hræsni—o.s.frv., þangað
til drekinn var alþakinn verstu skaplöstum.
“Ebki lízt mér á þetta,” sagði Pop-ve.
“Það er efeki mikill vandi að skera úr því, hver
á að værða þjónustusv’einn keisarans. Takið ó-
hræsið hann Yingchi og rekið hann út úr höll-
inni. En farið með Toksang og færið hann í
hirðskrúða; hann er til þess kjörinn, að þjóna
hans hátign, Ikeisaranum. ”
Ykknr langar sjálfsagt að vúta, hvernig í
þessu lá. Pop-ye vissi meira en hann þóttist
vita. Hann þekti báða drengina, og var fyrir-
fram ráðinn í því, að gefa Yingchi alvarlega á-
minningu.
Profession ial Cards — — —
DR. B. J. BRANDSON fíl6-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlce tlmar: 2 3 Heimili: 776 Viotor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. Ö. Box 1666 Phones: A-6849 og A-6840
Vér leggjum sérstaka áherzlu & atS selja me8ul eftir forskriftum lœkna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru notu8 etngöngu. pegar þér kóml8 meS forskriftina til vor, megi8 þér vera viss um, aS fá rétt þa8 sem læknirinn tekur til. Jfötre Dauie and Sherbrooke Phones: N-7658—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf
W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. íslenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-Wesþ Perm. Bld* 356 Main St. Tals.: A-4963 þeir hafa einnig skrifstofur aB Eundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar aS hitta á eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern mlSvlkudar Riverton: Fyrsta fimtudag. Glmli: Fyrsta mi8vikudag. Piney: priBja föstudaug 1 hverjum mánu81.
DR 0. BJORNSON 216-220 Medlonl Arta Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba.
A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðingur Hefir rétt tll a8 flytja mál bæCl I Manitoba og Sasfcatche'wan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag í hverjum mán- u8i staddur 1 Churchbrldge
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3^-6 Heimtli: 9 21 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba.
Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- iná yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni.
DR. J. STEFANSSON 216-220 Mcdical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hltta kl. 10-12 f.h. ok 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691
A. C. JOHNSON 907 Confederatlon Lite Bldg. WINNIPEG Annast um fasteigmr manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundi*. Srifstofnsíml: A-4263
Dr. K. J. Backman 404 Avenue Block Lækningar með rafurmagni, Rafmagnsgeilsum (ultra violet) Radium, o.s.frv. Stundar einnig hörundskvilla. Office tímar 10-12, 3-6, 7-8 Phone, office A-1091. H. N8538
DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. ■ Stunðar sérstaklega Kvenna og Barna sjókdóma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phorie: N-6410 Heimili: ,806 Victor St. Slmi: A-8180 Hússhnl: B-SSS8
J. J. SWANSON & CO. liTMITEI) Selur bújarðir. Látið það félag selja fyrir yður. 611 Taris Building, Winnipeg. Phones: A-6349—A-6340
DR. Kr. J. AUSTMANN 724 54 Sargent Ave. ViStalstlmi: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 Heiniili: 1338 Wolsley Ave. Slmi: B-7288.
STEFAN SOLYASON TEACHER ' of PIANO Ste. 17 Emlly Apts. Emlly St.
DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medieal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217
Emil Johnson SERVIOE ELECTRIO Rafmagns Contracting — Allt- kyns rafmagsndhöld seld og viO þau gert — Bg sel Moffat og McClary Eldavélar og hefi þœr til sýnis d verkstœSi minu. 524 SARGENT AYE. (gamla Johnson’s byggingin vi8 Young Street, Winnipeg) Verskst. B-1507. Heim. A-7286
DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlt- •\ 014 Sonierset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talsíml: A-8889
j ■
V'erkst. Tals.: Hoimá Tals.: A-8383 " , A-9384 G. L. STEPHENSON PIiTJMBER Allskonar mfmagnsáhöld, svo sem straujám, vira, allar tegundir af glösum og aflvaka (batterles) VERKSTOFA: 676 IIOME ST.
Giftlnga- og Jarðarfara- Blóm með litlom fyrlrvara BIRCH Blómsaii 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ririg 3
«
Simi: A-4153. Isl. Myndastofa NewLyceumPhotoStudio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið.
A. S. BARDAL — 848 Sherbrooke St. Selur likkistur og ann&st um út- farlr. Aíiur útbúna'Sur sá bezti. Enn fremur seíur hann allskonar mlnnisvarSa og legsteina. Skrifst. Títlsími: N-6007 Ucimills Talsími: J-8302
íslenzka bakaríið Sclur bezt u vönir fyrir lu-gsta verð. Pnntantr afgrciddar bæM fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. Hrein og lipur vlðskiftl. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnnlpe*. Phone: B-4296
MRS. SWAINSON að 627 SARGEVr Ave., AViimipeg, hefir ávalt fyrirlhggjandl úrvais- birgðir • aif nýtiriku kvænliöttiun. Hún er elna ísl. konan, sem slika verzliui rekur í AVlnnipog. Islend- ingar, látlð Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar.
Hann notaði svo nefnt töfrablek, sem er
þannig gert, að það, sem með því er skrifað,
sést ekki fyr en því er haldið að hita; með því
letraði hann á drekann hans Yingelii gallana,
sem hann hafði orðið var hjá honum. En hulin
ráðgáta var þetta drengjunum báðum.
En Yingshi var ekki lengi í efa um það, að
ráðvendnin væri áreiðanlegri vegur til upphefð-
ar, en prettirnir.—Sam-.