Lögberg - 15.07.1926, Qupperneq 6
Bla. «
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
15. JÚLÍ 1926.
Dularfullu far-
þegarnir
Eftir Allen Upward.
“Þangað til nú laefi eg komist að tveimur
niðurstöðum af rannsóknum mínum. Eg hefi
fullvissað mig um, að dauða Burlstons hefir
verið óskað af þriðju pérsónu, sem um nokkur
ár hefir með leynd bor^að frú Burlston styrkt-
arfé Enn fremur hefi eg fullvissað mig um, að
Sir Arthur, strax eftir réttarhaldið, fór til
Skotlands til að finna konu sína, sem kom því
til leiðar, að hún varð brjálúð, eins og hún hafði
alt af orðið, þegar 'hann kom að finna hana,
sagði fólk mér, sem vinnur í hælinu. En enn-
þá hefir mér ekki hepnast að finna nokkurt sam-
band á milli þessara tveggja atvika. Eg kem nú
beina leið frá Dr. Druscott—”
“ Dr. Druscott í Haughton f ” es
“Já, þekkið þér hannf”
“ Já, mjög vel, við erum gamlir vinir frá
Cambridge. ’ ’
“ó, einmitt það? Eg vildi að eg hefði vit-
að þetta fyr. Máske hefðu áhrif yðar gert hann
ögn opinskárri.”
“Hvað er það, sem þér viljið að hann segi
yðurf”
“ Það er eitt af því, sem eg bið yður að
spyrja mig ekki um enn þá, Það sem er mest á-
ríðandi nú sem stendur, er viðvíkjandi lafði
Redleigh.”
“Lafði Redleigh — hvað er um hanaf”
“Nú—neij þér vitið það auðvitað heldur
ekki. Hún dó í fyrradag.”
“Dó! Þessi yndislega unga kona, dáin!”
—-Hinn ungi Hawortíhy varð alveg utan við sig.
“Eg) sé, að þér hafið talsverðan áhuga á
forlögum hennar, hr.” ,
“Já, hver mundi ekki hafa það, sem hefir
þekt hana sem Láru Brownf Hún var sú ynd-
islegasta persóna, sem guð hafði nokkum tíma
látið hér á jörðina. Það kom öllum saman
um.”
“Það var hún enn þá fyrir sex vikum síð-
an, þegar eg sá hana,” sagði leynilögreglu-
þjónninn.
“ Svo þér hafið séð ’hana, hr. Wrightf”
“Já,” og nú sagði Wright honum frá ferð
sinni til Auchertown.
“Nú, jæja, ” sagði Haworthy þegar sagan
var búin; “ en hvað ætlið þér nú að gera þang-
aðf,”
“Það skal eg segja yður. Það var merki-
legt atvik sem vakti eftirtekt mína þessa stuttu
stnnd, sem eg dvaldi í hælinu, og það var þetta:
Hr. Graham sem fylgdi mér um hælið, af því að
hann áleit mig vera vin Sir Arthurs, — eða hr.
Robin, serþ hann lét kalla sig þar — sagði þessi
orð, þegar hann talaði um lafði Redleigh: “Það
einkennilegasta við alt er, að hún hefir alt af
haft ágæta heilbrigði í líkamseðlislegu tilliti.”
En eigandi hælisins, dr. Raebell, sem auðvitað
híýtur að þekkja Sir Arthur undir hans rétta
nafni, og sem auk þess vissi, að eg var honum
ókunnur, sag(5i eftirfylgjandi orð við mig, og
það eftir að hann hafði talað í einrúmi við Sir
Arthur: “Þessi kona þjáist af rótgrónum og
hættulegum kvilla, sem getur deytt hana nær
sem vera s'kal — já, sannast sagt, á einu augna-
bliki. ’ ’
“Já, þétta er áreiðanlega einkennilegt ó-
samræmi,” sagði Haworthy.
“Mjög_ merkilegt, og veitið svo einu éftir-
tekt enn þá. Mín eigin eftirtekt á lafði Red-
leigh, var alveg samhljóða fyrri lýsingunni —
en þar eð eg hefi enga læknaþekkingu, hefir álit
mitt litla þýðingu — en aðstoðarlæknirinn hafði
enga ástæðu til að villa mér sjón.”
“Já, en hvaða hagsmuni getur hinn hafa
haftf ”
“Nú skal eg strax skýra frá því. Eg kom
til hælisins undir því yfirskini, að eg ætti
frænku, sem eg vildi íkoma þar fyrir. Þar af
leiðandi mátti dr. Raebell búast við mér aftur,
og það máske oftar en einu sinni. Ef hann þess
vegna — eg segi að eins ef — hefir hugsað um
þann möguleika, sem nú hefir átt sér stað, þá
hefði það verið mjög eðlilegt — að hann vildi
búa mig undir, þegar eg kæmi þangað í næsta
skifti, að finaa ekki sjúklinginn lifandi.”
Hr. Haworthy fylgdi þessari ályktanaröð
með eftirtekt, og hann fann engan' galla við
hana. “Það er þá álit yðar, að slkýring yðar
á dauða lafði Redleighs er—f” •
“Eg hefi enn þá ekki hugsað mér neina
verulega þýðingu um hann. Skoðun mín er að
eins sú, að málefni þetta þurfi nákvæmrar rann-
sóknar, og það er alvarleg ósk lávarðar Father-
ingham, að, þér veitið mér hina nauðsynlégu
hjálp.” Svo sagði hann honum frá áformum
sínum.
“Nú,” sVaraði hinn hikandi, “eins og þér
sjáið, ætlaði eg að leggja upp í ferð til Dan-
merkun.”
“Þér ætluðuð að ^ra til Danmerkur hr.,
af því þér hélduð að nú væri úti um alt á milli
yðar og ungfrú Grosse,” sagði spæjarinn.
“Komið þér með mér til Skotlands, og eg legg
við drengskap minn, að alt skal lagast á milli
ýkkar, og að þið náið aftur hinni fyrri gæfu og
ánægju.”
ÞRETTANDI KAPITULI.
i
Ðagbók brjálaðs manns.
I
—“Eg sé með undrun, að eg hefi ebki skrif-
að eitt orð í dagbókina mína, síðan eg endaði
frásögnina um mína síðustu heimsókn hjá Rae-
bell lækni. Það er tilviljun, sem lítur út eins
og hugsun, að eg byrja nú að skrifa í hana aft-
ur, eftir að eg er kominn til að njóta hjúkrunar
hans. Eg nenni samt ekki að fara svo langt aft-
ur í tímann, að byrja þar, sem eg hætti síðast.
Vel hugsuð ósvífni frá minni hlið, kom Sir Arth-
ur til að reka mig úr vistinni. Eg kvaddi Kat-
rínu mjög vingjarnlega, og sagði henni að við
skyldum skrifa hvort öðru gegn um pósthúsið
í Stolne, og sagði henni, að hún mætti búast við
mér aftur, undir eins og eg hefði fundið veit-
ingahús, þar sem við gætum sezt að. Þegar svo
hr. Haworthy og eg mættumst á járnbrautar-
leStinni, komum við oikkur saman um bardaga-
áformið. Eg átti a'ð vera elzti bróðir hans, og
.við áttum að eiga heima í Glasgow.
» “Þar megum við til að ná í læknisyottorð,”
sagði eg, “og þess vegna verðum við, undir eins
og við komum þangað, að leigja okkur her-
bergi- með húsmunum. Við verðum líka að fara
í fatasölubúðirnar til þess að ná í kvenfatnað.”
“Til hvers?” spurði hann undrandi.
“Af því eg hefi ásett mér, að verða látinn
í kvennadeiklina,” svaraði eg, “þar fæ eg bezfc
tækifæri til að gera rann^óknir mínar.”
“Já, en þér ímyndið yður þó ekki, að þér
getið gabbað eigandann með tilliti til kynferðis
yðarf Sem læknir sér hann undir eins, að þér
eruð ikarlmaður. ”
“Og þess vegna tná heldur ekki hylja dul-
arfatnaðinn fyrir honum. Mitt áform er mjög
einfalt. Sem brjálaður maður verð eg að þjást
af einni eða annari vitlausri hugmynd. Aform
mitt er nú, að brjálsemi mín felist.í þeirri hugs-
un, að eg haldi að eg sé kvenmaður, það er sama
hvaða kvenmaður, við skulum segja María Stu-'
art. af Skotlandi. Þér verðið þess vegna að fara
með mig þangað, sem kvenmann, og segja Raé-
.belí lækni, að eg verði algerlega óð, undir eins
og einhver breyti við mig sem karlmann. Af
þessari ástæðu verðið þér að gera það að skil-
• yrði, að eg verði látinn í kvennadeildina, og að
öllum í hælinu verði sagt, að eg sé (kvenmaður. ”
Hann hlustaði á mig með glöggri athygli,
og samþykti áform mitt. Eg skýrði svo fyrii;
honum öll smá-atriði við áform mitt, og á leið-
inni til Glasgow töluðum við ekki um annað. En
við og við tók eg eftir því, að fylgdarmaður
minn varð fremur utan við sig. Hann var að
hugsa um viðburði hinna síðustu daga, og að
líkindum um loforðið, sem eg gaf honum kvöld-
ið áður en við lögðum af stað. Við komum til
Glasgow um miðja nótt, og fóruip til þess hó-
tels, sem eg hafði verið í, þegar eg var þar sein-
ast. Undir eins og búðir voru opnaðar næsta
dag, fórum við út í bæinn. Fyrst litum við á
herbergin, sem voru til leigu í skrautlegri deild
bæjarins, og svo fórum við til leikhússfatasala,
til þess að ná í kvenfatnað, sem væri mér mátu-
lega stór. Þegar við höfðum fengið það, sem
við leituðum að, fórum við til kvenfatasala og
keyptum tvennan kvenmanna nærfatnað. Þegar
eg var búinn að klæða mig í kvenfatnaðinn,
bæði hinn innri og ytri, fórum við til nýju her-
bergjanna okkar, og svo lagði Haworthy af
stað til að leita að lækni. Hálfri stundu síðar
kom hann aftur með tvo menn, virðingarverða
að útliti, sem gláptu á mig, þegar þeir komu
inn, eins og eg væri eitthvert hættulegt dýr, sem
mundi kannske bíta þá þegar minst vonum
varði.
Eg hneigði mig kurteislega fyrir þeim, sem
á undan gekk, og sagði: “Ó, hr. Bothwell minn,
hvernig líður yður? Við gleðjumst yfir að sjá
yður hér.”
Svo sneri eg.mér að hinum, og hopaði á
hæli reiðiþrungin. “Hvað þá, ógeðslegi mað^
ur, hvaða erindi átt þú hingað? Við erum orð-
in löngu þreytt á öllu þínu gorti, og viljum ekki
heyra meira. Farðu strax burtu, segi eg.”
Vesalings maðurinn varð hissa yfir þessu
ávarpi og stóð kyr við dyrnar. En félagi hans
stóð nokkru nær mér. “Þér lítið ekki út fyrir
að vera vel frísk,” sagði hann, “látið mig
þreifa á slagæðinni yðar.”
“Ilvað þá, Bothwell, eruð þér, orðinn skottu-
íæknir?” sagði eg hlæjandi.. “Nei, hr. minn,
sendið þér einhvern reglulegan lækni hingað, ef
þér eruð hræddur við mig.” Svo hrinti eg
hendinni hans frá mér.
Þetta var að eins til málamynda, því hann
gerði enga tilraun til að halda hendinni kyrri.
Eg hélt nú samt áfram að líta æstum augum á
hinn vesalings manninn, sem eg áleit vera
Knox, svo hann þorði ekki að yfirgefa dymar.
Eg heyrði að Haworthy hvíslaði að honum í
huggandi rómi, að eg réðist aldrei á neinn
mann, nema ef hann breytti við mig sem karl-
mann. Nú dirfðist Bothwell að .snerta þenna
viðlkvæma blett. Hann sagði við mig: “Afsak-
ið mig, hr., en—”
Eg gaf honum ekki tíma til að segja meira,
en þaut til hans bandóður og þrumandi hótun-
um með slíkum tryllingi, að hann þaut til dyr-
anna og út, án þess að segja meira. Vesalings
John Knox var þá, að eg held, kominn langt of-
an eftir götunni.. Við höfðum nú fengið vilja
akkar. Haworthy elti lækanana og fékk vott-
orðið hjá þeim undir eins, og með næstu lest
vorum við á ferð til Stirling. Það var farið að
dimma, þegar við ókum að girðingarhliði hæl-
isins. Hvort sem það var ímyndun eða ekki,
virtist mér hanga dimt ský yfir byggingunni,
svo hún var umkringd ógeðslegum slkugga, sem
ekki var þar þegar eg kom þangað í fyrra skift-
ið. Læknirinn tók á móti okkur í sömu lestrar-
stofunni og síðast, en nú sýndust mér kopar-
stungurnar ekki eins skemtilegar, og eg sá nú
allmikið af rvlki í skálinni, sem örninn hresti sig
á. Raebell læknir sá, að eg veitti standmynd- •
inni eftirtekt, og áður en við vorum seztir sagði
hann: “ó, eg sé, að þér athugið standmyndina
—i auðvitað stæling — ekki frummyncþn, slíkt
skraut leyfa mín litlu efni mér ekki að eignast.
Þér sjáið eflaust - grundvallarhugmyndina í
þessu listaverki: Hinn fjötralausi örn er hugg-
aður í fangelsi sínu með hinni ástúðlegu um-
hyggju fangavarðarins. Fyrirmynd, ef eg má
leyfa mér að segja það^ þess lækningakerfis,
sem framkvæmt er hér í hælinu.”
Haworthy, sem ekki hafði áður heyrt þessa
viðkvæmu, litlu ræðu, varð hrifinp af henni og
að því leyti, sem eg gat séð, fékk hann strax
gott álit á eiganda hælisins. Seinna sagði hann
mér raunar, að hann liefði gert þetta til mála-
mynda. Undir eins og læknirinn hafði lokið
ræðu sinni, sem venja hans var að flytja liverj-
um nýjum gesti, horfði eg fast á hann og sagði:
“Eg er María Stuart, drotning Skotlands.”
Eg býst við að hann hafi verið vanur við
slík óvænt ávörp, því hann lét enga undrun í
ljós. Hann sagði að eins: * ‘ Eruð þér það í
raun og veru?” rétt eins og eg hefði sagt hon-
um, að nafn mitt væri Smith. Svo sneri hann
sér að fylgdarmanni mínum til þess að fá skýr-
ingu hjá honum. í
“Eg hefi fengið drotninguna til að koma
hingað og dvelja hér um stuttan tíma, svo hún
geti notið hér friðar fvrir óvinum sínum,”
sagði Haworthv.
“ Já,” greip eg fram í fyrir honum: “Hún
Elízabet drotning ofsækir mig. Þér þekkið
eflaust Elízabet drotningu?”
“ Já, eg hefi heyrt allnlikið um hana,” sagði
læknirinn í huggandi róm, ‘ ‘ en hún kemur aldrei
í nánd við þetta heimili.”
“Máske þýr viljið vera svo góður, að láta
hennar hátign draga sig í hlé, til kvenna
sinna?” sagði Haworthy, “á meðan en skýri
yður frá ásigkomulagi málefnisins.”
Læknirinn kinikaði 'kolli og hringdi bjöll-
unni. Maður noklkur, — sjáanlega eftirlits-
maður — kom inn, og dr. Raebell bað hann að
sækja frú Ferrier.
“Hún er æðsta eftirlita persónan í kvenna-
deildinni,” sagði hann við Haworthy, “mjög
áreiðanleg persóna, og svo vingjarnleg, að það
er næstum of mikið af því góða. ’ ’
Frú Ferrier kom næstum strax inn, en hún
leit raunar ekki út fyrir að vera um of vin-
gjarnleg — það sáust engin merki vinsemdar
hjá henni. Hún var eflaust yfir fimtugs ald-
ur, og eg get eklki hugsað mér, að hún hafi nokk-
uru sinni litið' skilkkanlega út, jafnvel ekki þeg-
ar hún var fimtán ára. Það var ekki af því, að
háralitur hennar var ljótur og óákveðinn, ekki
af því að fölsku tennurnar hennar skröltu í
munninum, ebki af því að sjónin var röng í öðru
auganu og alveg ólík hinu. Heldur ekki af því;
að hún var í döklkum klæðnaði, né af því að
göngulag hennar var yfirburða óviðfeldið.
Nei, það var eitthvað óákveðið, eg veit ekki
livað, sem stóð á hleri í svip hennar, í augnatil-
liti hennar, í sérhverri hreyfingu hennar, sem
vakti hjá mér óvild til hennar og minti mig á
Shakespeares:
“Kona nokkur, merkt af hendi háttúr-
unnar,
mótuð og valin til vondra starfa.”
Að sjá hana var nóg til þess að gera mig
kjarkminni og þunglyndan, og þegar eg hugs-
aði um það, að hin indæla lafði Redleigh var í
hennar valdi, hafði dvalið sínar síðustu stundir
við eftirlit hennar; hafði dáið án þess, ef til
vill, að hafa aðra hjá sér til huggunar á sinni
síðustu stundu, þá fann eg til sterkrar löngun-
ar, að rannsaka alt til hlítar, og leiða } ljós þann
glæp, sem eg var nokkurn veginn viss um, að
framinn hefði verið innan þessara veggja. Eg
fór með frú Ferrier út úr lestrar’herberginu, og
eftir sömu göngunum og stigunum, sem hr.
Graham hafði farið með mig, þegar eg kom þar
í fvrra skiftið, til þeirrar deildar byggingarinn-
ar, sem ætluð var nýjum sjúklingum, meðan
Haworthy var kyr niðri, til þess að segja lækn-
inum söguna, sem við höfðum komið ökkur
• saman um að innræta honum. ,Þegar dyrnar
lokuðust á eftir okkur, tók eg eftir því, að frúin
breyttist állmikið. A meðan Haworthy horfði
á hana, reyndi hún að vera vingjarnleg. Auð-
vitað gerði þessi tilraun hana viðbjóðslegri og
falsikari að útliti, en það var þó viðbjóðslegt að
taka eftir því, að hún áleit það ekki ómaksins
vert, að taka neitt tillit til þess, að hún var að
fylgja sjúkling. Eg geymdi nú samt þessar
skoðanir hjá mér, og fylgdist með henni inn f
dagstofu, sem sjáanlega var ætluð til hennar
eigin afnota. Þegar við komum þar inn, sagði
húir: “Settu þia niður.”
Þetta var skipun, en ekki vingjarnlegt til-
boð. Eg hlýddi þegjandi, um leið og eg hugs-
aði um, hvort brjáluð manneskja ætti að þola
slíkt.
“Hvað heitið þér?” spurði hún.
“Mara Stuart, drotning Skotlands,” svar-
aði eg.
“Ó, rugl! eg ekki heyra neitt slíkt,”
urraði í henni. “Hvað heitir vinur yðar, mað-
urinn, sem kom hingað með yður?”
Eg hugsaðf mig um eitt augnablik, því eg
var í efa um, hvort eg ætti að gefa honum sögu-*
legt nafn, eða það nafn, sem við höfðum komið
okkur saman um, að liann slkyldi gefa læknin-
um. En eg vissi, að mér mundi verða örðugt
að muna og endurtaka sögunafnið, valdi því
hina einfaldari aðferð og sagði: “Það var hr.
Armytage.”
“Nú—þá álít eg að þér munið vera frxi
Armytage,” tautaði hún. En í sama bili leit
út fyrir, að hana furðaði á raddhreim mínum,
því hún þagnaði snögglega og horfði fast á mig. *
Eg vissi, að leyndarmálið með kynferði mitt
var komið að því að verða opinbert, og þess.
vegna bjó gg mig undir það að gera árás. Hún
sagði líka strax á eftir: “Þér talið eins og karl-
maður.’b
“Kvendjöfull!” orgaði eg, stökk á fætur og
veifaði höndunum f ofboði. “Nornin þín, þú lýg-
ur! Farðuburt! Láttu mig ekki sjá þig aftur!
Farðu! En hvar er Bothwell?”
En hefði eg búist við að frú Ferrier mundi
stinga rófunni á milli fótanna, eins og John
Knox gerði þenna sama morgun, þá varð eg
fyrir vonbrigðum.
“Þegi þú,” sagði hún grimdarlega, “ef þá
vilt ekki reyna spennistalclkinn strax. ”
“Spennistakkinn? Yið hvað eigið þér
með þessu? ” hrópaði eg. “Hvar er eg? Er
þetta ekki Lochem kastali?”
“Nei, síður en svo. Þetta er dr. Raebells
hæli, sem þú ert komin í, til þess að verða lækn-
uð, og ef þú vilt losna héðan aftur, þá ættir þú
helzt ekki að minnast á Maríu Stuart, né alt
annað rugl.”
Eg reyndi að sýnast sorgbitinn og vand-
ræðalegur yfir þessari skýringu, og eg 'held að
mér hafi hepnast það allvel; því eftir þettæ
brúkaði hún hina algengu hjúkrunarkonu fram-
komu gagnvart mér.
Eg var samkvæmt beiðni frú Terriers að
taka af mér hattinn, þegar dr. Raebell kom inn.
Framkoma hans var að engu leyti breytt. Það
var óefað áform háns, að fá sjúklingana til að
líta.á sig sem vin og verndara, gagnvart hinum
hörðu þjónum lians. Með þessu mpti fékk hann
þá til að hrósa sér við vini sína, þegar þeir komu
að vitja þefrrá. Hann kom brosandi inn. Ha-
worthy hafði án efa ekki sparað meðgjöfina með
mér — óg talaði til mín með þeim raddhreim,
sem mæður eru vanar að nota gagnvart dutl-
ungasömum, wiklulegum bömum: “Nú,
hvemig líður yðar hátign? Líður yðar hátign
þolanlega eftir ferðar áreynsluna? Drotning
Elízabet hefir líklega éklki komið?”
Frú Ferrier fnæsti fyrirlitlega yfir þefis-
um athugasemdum. Eg hugsaði aftur um það,
hvort brjáluð manneskja ætti að láta huggast
við slíkt skjall, og komst að þeirri niðurstöðu,
að læknirinn mundi eflaust vita, hvernig liann
ætti að haga sér gagnvart þess konar sjúkling-
um, sem eg átti að teljast til, og að eg þess vegna
ætti að huggast við mælgi hans. Þess vegna
svaraði eg honum alúðlega, og kvartaði einu
sinni ekki yfir framkomu frúarinnar, því eg
hugsaði sem svo, að þeir brjáluðu eru vanalega
klókir, og að það væri ekki hyggilegt að móðga
hana. Dr. Raebell sagði henni nú, að eg ætti að
hafa sérstakt herbergi í kvennadeildinúi; en að
eg ætti að neyta matar ásamt hinum kvenmönn-
unum og njóta sömu hjúkrunar og þær. Svo
fór hann með mig inn í, dagstofuna, þar sem eg
í fyrra skiftið hafði séð hína fögru konu, sem
eg nú var kominn til að forvitnast um. Hér var
flest af kvenfólkinu saman komið, til að bíða
eftir dagverðinum, og svo kynti hann mig þeim
undir mínu ímyndaða nafni. Eg gat ekki mun-
að nöfnin á öllum þeim stúlkum, sem mér voru
kyntar. En ein þeirra, yndisleg ung stúlka, á
að gizka átján eða nítján ára, vakti eftirtekt
mína, og var kynt mér sem ungfrú Ophelia.
Orsök þess, að hún vakti eftirtekt mína, var sú,
að um leið og eg kom inn, sá-eg hana senda litla
stúlku frá sér, þá sömu, sem lafði Redleigh
hafði annast svo alúðlega, þegar eg var þar
næst áður. Eg áleit þvi, að það væri viðeigandi
að tala um litlu stúlkuna og sagði:
“Hver á þessa litlu stúlku?”
‘ ‘ Garðyrfkjuamðurinn, ’ ’ svaraði Ophelia
með blíðri og aðlaðandi rödd. “Mér hefir alt
af þótt svo vænt um hana, og síðan hin bezta vina
hennar dó, hefir hún aðhylst mig.”
“Hver var þessi vina hennar?” spurði eg,
þó eg vissi hvernig svarið yrði.
“Frú Robins; hún dó fyrir þremur dögum,
og í gær var hún jarðsett.”
Eg sá að hún var barnaleg og vongóð lítil
per^óna, sem ekki mundi uppgötva ósamkvæmni
mína, og þess vegna sagði eg við hana:
“Mér þykir gaman að vita, hvort það hefir
verið sú frú Robins, sem eg þekki. Það var mjög
falleg kona, ung, og með svart hár. ’ ’
“Já, það var einmitt hún,” svaraði hún
með ákafa. “Þér háfið máske verið vina
hennar?”
“Já, eg hugsaði ipikið um hana,” svaraði
eg með varkárni.
Ophelía horfði! fast á mig eitt augnablik,
og hvíslaði svo að mér:
“Ef þér eruð vina hennar,þá skal eg
segja yður leyndarmál um hana. En þér verð-
ið að lofa því, að segja engri manneskju frá
því. Viljið þér lofa því?”
“ Já, þér megið treysta mér.”
“Umfram alt ekki frú Ferrier.”
“Nei, ekki undir neinum kringumstæðum,
og ekki heldur dr. Raebell.”
Hún leit í kring um sig, til þess að vera
viss um, að enginn veitti okkur eftirtekt, lagði
svo varirnar að eyra mínu og hvíslaði:.
i
“Það er liræðilegt að geyma þetta í huga
sínuin, og þess vegna verð eg að trúa yður fyrir
því. Þér vitið, að frú Robins dó,’og var jarð-
sett í gær?”
“Já, já.”
“Nú — hún er lifnuð aftur, eftir að þeir
hafa jarðsett hana, og alla síðustu nóttina
heyrði eg hana berja á lokið í kistunni sinni.”