Lögberg - 15.07.1926, Qupperneq 8
Bls. 8.
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
15. J ÚTjÍ 1926.
t Jr Bænum.
Byrjað hefir verið á nýrri
byggingu á Sargent Ave. við Arl-
ington stræti, sem á að verða
kvikmyndahús og kosta $75,000.
Eigandinn er Nathan Rothstein
og á hann fleiri kvikmyndahús
hér í borginni.
S. S. “United States”, sem er
eitt af skipum Scandinavian Ame-
rican línunnar, fór frá New York
1. júlí og lenti í Christiansand 11.
júlí með fjölda farþega.
Við prófin, sem haldin voru við
Toronto Conservatory of Music,
tók Mrs. Guðrún Helgason “Asso-
ciate Piano” (A.T.S. M.) með
honors.
Heitasti dagurinn, sem komið
hefir á þessu sumri, var á mið-
vikudaginn í siðustu viku og komst
hitinn þá upp í 94 stig hér í borg-
inni. Nóttina eftir rigndi mikið
og kólnaði þá jafnframt.
Dr. Tweed verður á Giml
þriðjudaginn og miðvikudaginn
20. og 21. júlí. ,
Hinn 1. þ.m. lagði Mr. ^étur
Anderson, hveitikaupmaður, af
stað í bíl suður til St. Paul og
Minneapolis, ásamt fjölskyldu
sinni og Mr. Halldóri Methusalms.
Fólk þetta kom heim aftur eftir
tíu daga burtuveru og lét hið
bezta af förinni
og ágæta vegi.
Mr. og Mrs. Skapti Guðmunds-
son frá Chicago og Valgarður
Guðmundsson frá Möuntain, N.
Dak., komu til borgarinnar í vik-
unni sem leið og fóru aftur á
sunnudaginn. Komu þeir bræður
að sjá föður sinn, Gunnar Guð-
mundsson, og aðra ættingja og
vini.
Mrs. S. Thorkelsson, 738 Arl-
inugton Str., fór á fimtudags-
kvöldið í síðustu viku áleiðis til
Chicago til að heimsækja dóttur
sína, sem þar á heima.
Erwin Johnson, íslondingurinn,
sem er öllum öðrum mönnum
.ataerri, er staddur í borginni. Gefst
Þegar það var ráðið, að séra
Hrepti blíðviðri Haraldur Sigmar færi til North
j Dakota, sendu söfnuðir hans séra
Sigurði ólafssyni köllun, og báðu
hann að gerast sinn prestur. Séra
Sigurður hefir nú látið söfnuðina
vita, að hann geti ekki teki köllu 1
.almenningi ef til vill tækifæri að
ðjá hann, áður en langt um líður.
Séra Rúnólfur Marteinsson ogi
Mrs. Marteinsson, hafa verið hérj
í borginni, og stundum niður við
Winnipegvatn, síðán þau komi
vestan frá Seattle um miðjan júní
mánuð. Séra Rúnólfur prédikar
þeirra og verður hann kyr á Gimli.
Vonandi hepnast söfnuunum
Saskatchewan að fá sér annan
prest áður en langt líður.
Mr. og Mrs. E. J. Thorlaksson
komu til borgarinnar um síðastlið-
in mánaðamót frá Medicine Hat.
Dvelja þau hér eystra þangað til
seint í ágústmánuði og fara þá
vestur aftur. Mr. Thorlaksson er
skólakennari í Medicine Hat og
kennir hann þar tungumál
sögu.
og
Fyrirlestur
flyt eg í kirkjunni nr. 603 Alver-
stone St., fimtudagskvöldið 15.
júlí, klukkan 8, um alheimsráðstöf-
un Sjöundadags Aðventista í Mil-
waukee, Wis.
Þetta veröur aö öllum líkindum
eina skiftið í náinni framtíð1, sem
eg hvet vini mina og kunningja í
Winnipeg til þess að sækja, kirkju
til min. Þeir sem gleðjast yfir
framgangi kristniboðsins í heið-
ingjalöndunum, munu vissulega
hafa ánægju af að heyra ýmsar
frásagnir um það göfuga verk,
sem er öllum sannkristnum mönn-
um sameiginlegt áhugamál.
Allir vdlkomnir,
Pétur Sigurðsson.
Messuboð. — Eg undirskrifaður
prédika á íslenzku í Hallgríms-
söfnuði í Seattle, tvo sunnudaga í
þessum mán., 18. og 25., í norsku
kirkjunni á horninu á W. 64th St.
og 20th Ave. N.W., kl. 3 e. h. báða
sunnudagana. — Og svo hefi eg
verið beðinn af Rev. Havik, norska
prestinum, að prédika fyrir hann
á ensku ,á sama stað kl. 8 e. h.
báða þessa sunnud.. Allir vel-
komnir. Jóhannes Sveinsson.
Missionary of the United Luther-
an Church.
Eftirfylgjandi nemendur Mrs.
Guðrúnar Helgason tóku próf við
Toronto Conservatry of Music:
Introductary Piano:
first class honors.
Alb. Strang,
Elem. Piano: Kathleen Nichol-
son, honors; Margaret Björnson
honors; Vernon Smith, honors;
Eleanore Smith, honors; Grace
McClellan, pass.
Prim. Piano: Ralph Davison,
honors; og Jpn. Piano: Marion
Gladstone, Pass.
Islendingadagur Vatna
Jóhanna Bruhn dó heima hjá sér
í Portland, Ore., þ. 23. júní s.l.
Hún var fædd í Danmörku 3. janl
1848. Hún giftist Harry Bruhn í
nú í Fyrstu lút. kirkju og gegnirjSan Francisco, Cal., árið 1876.
öðrum prestsverkum fyrir sóknar-[Þau hjónin fluttu sig norur til
prestinn, séra Björn B.' Jónsson,
D.D., sem um tíma er vestur í Kan-
dahar, Sask. Séra Rúnólfur fer
aftur til Seattle í lok ágústmánað-
ar og þjónar söfnuðinum þar,
Hallgrímssöfnuði, næsta vetur.
Astoria, Ore., og misti hún mann
sinn þar árið 1906. Eftir lát hans
hefir hún dvalið í mörg ár í gam-
alla manna heimili hér í Portland.
Kona þessi átti ákaflega marga
vini hér í borginni. Hún var vel
gefin af guði og guðhrædd kona.
Eg undirskrifaður flutti líkræðuna
þ. 25. júní í Eastside útfararstofu,
414 E. Alder St. Var líkið svo flutt
til Astoria og jarðað þar laugar-
daginn 26. júní. Hún lætur eftir
Séra N. S. Thorlaksson gaf sam-
an í hjónaband í Selkirk 17. júní
síðastl. þau Dr. Emil Lawson Mur-
dock, tannlæknir í Selkirk, og
Lillian Helen Eyman, dóttur Mr.
Gríms Eymans. Fór hjónavígslan* sig einn bróður, Kristján Ebsen,
fram í kirkju safnaðarins kl. 1.30( sem býr í Astoria. J. Sveinsson.
e.h. Á eftir var rausnarleg veizlaj ______________
heima hjá foreld*um brúðarinnar
fyrir nánustu skyldmenni brúð-| WONDERLAND.
hjónanna. Framtíðarheimili þeirra Enn er eitthvað nýtt og fanegt
verður í Selkirk. ag gj£ ^ Wonderland. Það er hinn
„7777. “ , . nýi leikur “Fighting Heart”, en
Mr. Halfdan Sigmundsson, a gömu vin3æ]u 0g ágætu leikend-
Bjarkarvöllum við íslendingafljot,, urnir ejng Qg þið kannigt við frá
er nýlega varð fyrir þeirri sorg, kvikmyn(junum “The Peacemak-
að missa hina ágætu eiginkonu
sína, Solveigu Árnadóttur, eftir
langt sjúkdómsstríð, biður að
flytja hjartanlegt þakklæti sitt
öllum vinum, vandafólki og ná-
grönnum, er á einhvern hátt leit-
uðust við að hjúkra hinni góðu
konu í veikindastríðinu og færa
henni huggun. Sérstaklega vill
hann minnast Mrs. Hjörleifsson,
konu Björns Hjörleifssonar, er
með frábærri hjartagæzku og vin-
semd vakti fjölmargar nætur og
tók á sig mikla fyrirhöfn við að
hjúkra og líkna.
ers” 0g "The Go-Getters”, svo sem
Albert Vaughan og Al. Cook, En
l þessar myndir eru jafnvel enn
betri. “Fighting Hfeart” kvik-
myndin verður sýnd í hverri viku.
Byrjar fimtudag, föstud. og laug-
ardag 2., 23. og 24. júlí. Sjáið
fyrstu myndina og svo áfram.
t
?
f
f
f
f
f
f
f
!
bygðar
að
?
f
f
DRS. H. R. & H. W. TWEED
Tannlæknar.
406 Standard Bank Bldg.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone A-6545 Winnipeg
KENNARA vantar tfl Laufáss-j
skóla Nr. 1211; byrjar 16. sept. til
16. des 1926 og byrjar aftur l.j
marz til 30. júíií. Tilboð, sem til-
taki mentastig og æfingu ásamt
kaupi, sem óskað er, sendist und-
irrituðum fyrir 1. ágúst næstk. —
9. júlí 1926
B. Jóhannsson
Geysir, Man.
Skemtiferð Good Templara.
Sunnudaginn þ. 18. þ.m. verður^
farih hin árlega skemtiferð til j
Selkirk Park. Samið hefir verið)
við strætisvagnafélagið um sér-j
staka vagna og að þeir leggi ái
stað frá norðurstöðinni stundvís-
lega kl. 1.30 e. m. Fargjald fram|
og til baka 50c. fyrir fullorðna og
25c. fyrir börn. Meðlimir vinsam-
legast ámintir um að taka þátt í
förinni, og allir bindindisvinir
boðnir og velkomnir. — Vandað
verður til undirbúnings með fjöl-
breyttar skemtanir; borð og heitt
vatn verður lagt til af félaginu.
Mat er búist við að allir hafi með
sér. Nefndin.
THE
W0NDERLAND
THEATRE
Fimtu- Föstu- og Laugardag
ÞESSA VIKU
MILT0N SILLS
*
The
Unguarded Hour
Einnig skopleikur
Mánu-Þriðju- og Miðvikudag
NÆSTU VIKU
Norma Shearar í
A Slave of Fashion
Aukasýning: 2. sýning The New
Serial
The Green Archer
júh 22-23-24 pjghtjng Hearts
AVARP.
WYNYARD 2. Agúst i
Fjölbreytt Dagskrá:
Minni íslands - Sig. Júl, Jóhannesson
Kvæði ... Séra Jónas A. Sigurðsson
Minni Canada - Björn Hjálmarsson
Kvæði .... Sig. Júl. Jóhannesson
Kór 200 ungmenna, undir stjórn hr. Br. Þorlákssorar
Skemtir með söng um daginn.
Fegurðar glímu sýna nokkur æfð ungmenni.
Almenn kappglíma, 1. verðlaun $15, 2. verðl. $7
Alskonar íþróttir, svo sem hlaup, stökk, o.s.frv.
Verðlaun gefin.
Þátttakendur að glímunni gefi sig fram
til nefndarinnar áður en dagskrá byrjar.
X
T
?
T
T
❖
?
?
*
?
?
?
?
?
T
T
T
T
T
T
?
T
T
T
T
T
♦;♦
f
T
GOTT SVAR.
Solveig SigmundSson, ' 76 ára
gömul, kona Hálfdánar Sigmunds-
sonar á Bjarkarvöllum, við íslend-
ingafljót, andaðist, eftir langt
sjúkdómsstríð, að heimili þeirra
hjóna, þ. 5. júlí s.l. Hún var ætt-i með þessum ortSum Krists:
uð úr Reykjadal í Suður-Þingeyj- «Utið ,annaShvort heita
arsýslu og fædd þ. 4. julí 1850.>/pr£ð ef
Foreldrar hennar voru Árni bóndi
Eitt af því, sem einkendi meist-
arann frá Nasaret og auglýsti hans
djúpu speki, var þetta, hvað hann
gat oft sagt mikið með fáum orð-
um. Mörgum blaðagreinum og
ræðum, sem birtast nú ti.1 dags, og
fullar eru af guðlasti og gremju til
manna, fullar af fúlyrðum og
hrokaremhingi, mundi bezt svarað
Stefánsson og kona hans Anna
Árnadóttir. Solveig misti föður
ginn þegar hún var tíu ára. Fór
þá móðir hennar með hana til Jóns
bónda Marteinssonar á Fjöllum í
Kelduhverfi, og óist hún þar upp.
Þau Hálfdán og Solveig giftust, í
Garði í Kelduhverfi, þ. 4. júlí
1875. Fóru af landi burt til Vest-
urheims árið eftir, 1876. Hópur
sá, er þau voru í, steig á skipsfjöl
á Akureyri 2. júlí það ár. Þau
hjón komu til Nýja íslands í
“stóra hópnum” f ágústmánuði.
Bjuggu fyrstu árin á Finnsstöð-
um í Fljótsbygðinni, en síðan, í
45 ár, á Bjarkarvöllum. Af átta
börnum þeirra náðu þrjú fullorð-
insaldri og eru þau: Anna, kona
H. J. Eastmans; Valdimar, bóndi
á Bjarkarvöllum, giftur Elínu
Páisdóttur, og Jóhanna, kona Halls
bónda Hallssonar á Bjarkarvöll
um. — Þau Hálfdán og Solveig
kona h^ns hafa ávalt notið mikilla
vinsemda og virðingar í bygðinni
og eins í Bræðrasöfnuði þar við
Fljótið, sökum ágætra mannkosta
og mikillar þátttöku í góðum mál-
um í bygð og söfnuði. Mun það
einróma álit kunnugra, að Solveig
sál. hafi verið ágætiskona mesta.
Átti hún og fjölda vina og þau
hjón bæði. Jarðarförin, er var
mjög fjölmenn, fór fram með hús
kveðju á heimilinu og síðan með
útfararathöfn í kirkju Bræðra-
safnaðar þ. 7. júlí s.l. Séra Jó-
hann Bjarnason jarðsöng.
svo:
skemt og þá er ávöxtur
þess skemdur, því af ávöxtunum
þekkist tréð. Þér nöðru-afkvæmi,
hvernig getiö þér talað það sem
gott er þar sem þér sjálfir eruð
vondir? Því af.gnægð hjartans
mæJir munnurinn. Góður maður
ber gott fram úr góðum sjóði, en
vondur maður ber vont fram úr
vondum sjóði.” Matt. 12, 33-36.
Pctur Sigurðsson.
X Fjölmennið til Wynyard 2. ágúst X
♦♦♦ ♦♦♦
♦♦♦ v
3 K3
H V-
H
R JOMI
Bændur, er selja rjóma, ættu að senda hann reglulega til
1 CRESCENT (^REAMERY
Iþróttir á Islendingadaginn
í WinHipeg.
Krakkahlaup, byrjar stundvís-
lega kl. 9.15 f. h. Sundið og aðal
sports prógrammið byrjar klukk-
an 11 f. þ. Eftirfylgjandi / skrá
verður fylgt: 100 yards Race;
Shot Put; One mile race; Discus
throw; Running high Jump; 440
yards race; Standing Broad Jump;
Running Broad Jump; 880 yards
race ; Javelin throw ; 220 yards
dash; Hop step and j ump; auk
þess verður 100 yards hlaup og
300 yards hlaup éhandicap) og
mega hverjir sem er taka þátt í
þessum hlaupum. Keppendur eru
mintir á að vera til taks kJ. 11.20
að morgninym. Giíman fer fram
strax á eftir ræðuhöldunum.
Entries for the two open events
must be in before july 2Óth and
are to be sent to G. L. Jóhannson
673 Agnes St.. The thiee best per-
formances must be stated in the
entries.
H
9
H
3
M
9
H
9
H
9
H
9
M
S
M
9
H
9
M
S
9
9
M
53
H
53
M
S
H
s
M
9
M
X
M
9
53
S
H
9
H
s
H
MSMSMSMSMSMSMSMSMSMSMSMSMSHSMSMSMSMSMSMSMSMSMSMSMSMSM
“Að leika sér með að skifta um viðskiftavini” að því er
snertir rjóma, getur verið skemtilegt í bráð. en borgar sig
þó ekki. Sá bóndi er veiur beztan markað, og Keldur sér
þar stöðugt, fær mestan arðinn, er alt kemur til alls.
Þúsundir rjómaframleiðenda í Manitoba og Saskatchewan
hafa sannfærst um að “Crescent“ markaðurinn er beztur
og vilja ekki skifta um. Þeir græða á stöðuglyndi sínu.
CRESCENT CREAMERY
Company Limited
BRANDON WINNIPEG YORKTON
Dauphin, Swan River, Killarney, Portage la Prairie, Vita.
Eg undirskrifuð hefi s. I. tvö ár
verið að vinna að því að safna
heimildum og skrifa sögu íslend-
inga í Norður Dakota, sem nú er
verið að prenta. Eg býst við að
verða á íslandi þegar bókin kem-
ur út, cn hún verður til sölu í hin-
um ýmsu bygðum íslendinga. Eft-
irfylgjandi hafa aðallega á hendi
útbreiðslu bókarinnar: S. K. Hall,
720 Furby Street, Winnipeg, Can-
ada. B. S. Thorwaldson, Cavali-
er, North Dakota, og Carl Peter-
son, 531 West 122nd Street New
York.
Eg vil nota þetta tækifæri til
þess að þakka þeim mörgu, sem
styrkt hafa þetta verk mitt á einn
eða annan hátt og hjálpað mér til
þess að grafa upp efni bókarinn-
ar, er nær yfir hálfa öld. Heim-
ildir hafa oft og tíðum verið
fremur ónógar, og eg hefi orðið
fyrir vonbrigðum með efni, sem
mér var lofað fyrir mörgum mán-
uðum. Bók mín mun samt geta um
fleiri part landnema í Dakota og
jafnframt gefa yfirlit yfir sögu
bygðarinnar frá frumbýlingsár-
unuma tij þessa dags.
Virðingarylst,
Thórstína Jackson.
AUGLÝSING.
Allir þeir sem áttu áeinhvern
hátt ókláruð viðskifti við Krist-
inn heitinn Pálmason, sem dó í
Winnipeg 4. Júní s.l., geri svo
vel og snúi sértilmín við fyrsta
tækifæri.
620 Alverstone St., Winnipeg
5. Júlí, 1926.
B. M. LONG,
(Administrator)
G. THQMAS, C. THORLAKSDN
Exchange Taxi
Sími B-500 $1.00 fyrir keyrslu
til allra staða innan bæjar.
Gert við allar tegundir bif-
reiða, bilaðar bifreiðar dregnar
hvert sem vera vill. Bifreiðar
geymdar.
Wankling, Millican Motors, Ltd.
C. J0HNS0N
hefir nýopnað tinsmíðaverkstofu
að 675 Sargent Ave. Hann ann-
ast um ait, er að tinsmíÖi lýtur og
leggur sérstaka áherzlu á aðgerðir
á Furnaces og setur inn ný. Sann-
gjarnt verð, vönduð vinna og lip-
ur afgreiðsla. Sími: N-0623.
Heimasími — N-8026.
Connought Hotel
219 Market Street
Herbergi leigð fyrir $3.50
um vikuna.
R. ANDERS0N, eigandi.
The Viking Hotel
785 Main Street j
Cor. Main and Sutherland !
Herbergi frá 75c. til $1.00 !
yfir nóttina. Phone J-7685 <
CHAS. GUSTAFSON, eigandi J
Ágætur matsölustaður í sam- !
bandi við hótelið.
gXHZHZMXHXMXMXKXHSHXHXHXHXMSHSHXHXHXHXHSHXHZHXHXHSHXM
Ef þér hafið eitthvað sem þér viljið selja,
eða eitthvað sem þér viljiðkaupa, þá ættuð
þér að-------------------------------------
I Auglýsa í Lögbergi I
Það er lang fljótasti vegurinn til að kom-
ast í samband við kaupanda eða seljanda.
REYNIÐ ÞAÐ!----------------------------
Anœgja ábyrgst
Hæsta verð greitt og peningarnir sendir um hæl,
Sendið rjóma yðar beint til
SASKðTCHEWflN CO-OPERATIVE CREflMERIES
V/INNIPEG, - - v - MANIT0BA
Við seljum úr, klukkur og
ýmsa gull og silfur-muni,
ód ýra r en flestir aðrir.
Allar vörur vandaðar og
ábyrgðar.
Vandað verk á öllum úr
aðgerðum, klukkum og
öðru sem handverki okkar
tilheyrir.
Thomas Jewelry Co.
666 Sargent Ave. Tals. B7489
Vér höfum allar tegundir
af Patent Meðulum, Rubber pokum, á-
samt öðru fleiraer sérhvert heimili þarf
við hjúkrun ajúkra. Laeknia ávísanir af-
greiddar fljótt og vel. — lalendingar út
til sveita, geta hvergi fengið betri póst-
pantana afgreiðslu en hjá oss.
BLUE BIRD DRUG ST0RE
495 Sargent Ave. Winnipeg
uí>að er til Ijósmynda
smiður í Winnipeg,,
Phone A7921 Eatons opposite
W. W. R0BS0N
317 Portage Ave. KennedyBldg
Hvergi hetra
að fá giftingamyndinatekna
en hjá
Star Photo Studio
490 Main Street
Til þe»s aÖ fá skrautlitaðar myndir. er
bezt að fara til
MASTER’S studio
275 Portago Ave. (Kensington Blk.)
J
cXNIBE lfoHö
Hardware
SÍMI A8855 581 SARGENT
Þvf að fara ofan t bœ eftir
harðvöru, þegar þér getiðfeng-
ið úrvals varning við bezta
verði. f búðinni réttí grendinni
Vorurnar sendar heim til yðar.
Til yðar eigin hagsmuna.
Allar rjómasendingar yðar, aettu að vera merktartil vor; vegna þess aðvér
erumeina raunverulega rjómasamvinnufélag bænda, sem starfrarkt er I Winni-
peg. Vér lögðum grundvöllinn aðþessu fyrirkomulagi, sem reynsthefir bænd-
um Vesturlandsins sönn hjálparhella.
Með því að styðja stofnun vora, vinnið þér öllum rjómaframleiðendum
Vesturlandsins ómetanlegt gagn, og byggið upp iðnað, tem veitir hverjum
bónda óháða aðstöðu að því er snertir markaðs skilyrði.
Æfilöng œfing vor í öllu því er að mjólkurframleiðslu dg markaði lýtur
yður ábyggilega afgreiðslu og hagvaenlega.
Manitoba Co-operative Dairies Ltd.
844 Sherbrook Street, - Wicnipeg, Man.
AUGLÝSIÐ í L0GBERGI
HZHXHXHXHZHXHXHXHXHXHZHZHXHZHXHZHZHXHXHSHXHXHXHZHZHXH
QÞf TNT Vér spinnum hvaðagarn sem
DLLi OrUlll. er, úr ull yðar. Vér kaupum
einnig ull, og greiðum hæzta verð. Sendið oss nllina yííar.
Fairfield & Sons, Fort Garry WooIIen Mills
Winnipeg, Manitoba >
Swedish-American Line
M.S. GRIPSHOLM . frá New York 3. júlí
S.S. DROTTNINGHOLM . frá New York 16. júlí
Fargjald frá New York $122.50, fram 0g til baka $196.00.
Fáið farbréf yðar hjá næsta umboðsmanni,
eða hjá
Swedish-American Line
;
470 Main Street,
WINNIPEG,
Phone A-4266
House of Pan
Nýtízku Klæðskerar
304 WINNIPEG PIANO Bldg
Portage og Hargrave
Stofns. 1911. Ph. N-6585
Alt efni af viðurkendum
gæðum og fyrirmyndar gerð
Verð, sem engum vex í
augum.
ÞJÓÐLEGASTA
Kaffi- og Mat-söluhúsið
sen> þessl borg heffr nokkurn tíma
haft Innan vébanda sinna.
FYrirtaks máltíSir, skyr, pönnu-
kökur, rullupylsa og þjóBræknla-
kaf fl. — Utanbæjarmenn f4 sé.
ávalt fyrst hressingu á
WKVEL/ CAFE, 692 Sargent Ave
Slmi: B-3197.
Rooney Stevens, eigandl.
GIGT
Ef þö hefir glgt og þér er ilt f
bakinu eða I nýrunum, þá gerðir
þú rétt i að fá þér flösku af Rheu-
matic Remedy. Pað er undravert
Sendu eftir vitnisburðum fólks, sem
hefir reynt það.
$1.00 flaskan. Póstgjald lOo.
SARGENT PHARMACY
724 Sargent Ave. Phone B 4630
LINGERIE VERZLUNIN
625 Sargent Ave.
Látið ekki hjálíSa aS lita inn í búS
vora, þegar þér þarfnist Lingerie
eSa þurfiS aS láta hemistitcha.
Hemstitching gerS fljótt og vel.
lOc Silki. 8c.Cotton
MKS. S. GUNNLACGSSOIÍ, lOlgandl
Tals. B-7327. Winnlpe*
Chris. Beggs
Klœðskeri
679 SARGENT Ave.
Næst við reiðhjólabúðina.
Alfatnaðir búnir til eftir máli
fyrir $40 og hækkandi. Alt verk
ábyrgst. Föt pressuð og hreins-
uö á afarskömmum tíma.
Aaetlanir veittar. Heimaaími: A457I
J. T. McCULLEY
Annast um hitaleiðslu og alt sem að
Plumbing lýtur, öskað eftir viðskiftum
ialendinga. ALT VERK ABYRGST’
Sími: A4676
687 Sargant Ave. Winnipeg
Mobile, Pnlarine Olía Gasolia.
Red's Service Station
Home &Notre Dame Phöne ?
A. BKSGMAN, Prop.
ran mkkvick on bcnwai
CUP AN DIFFEBKNTIAL 6UAU
1
Frá gamla landinu,
Serges og Whipcords
við afar sanngjörnu
verði.
Sellan & Hemenway
MERCHANT TAILORS
Cor. Sherbrook og William Ave.
Phone N-7786
CANADIAN PACIFIC
NOTID
Canadian Paciflo elmskip, þegar þér
ferðist tll gamla landslns, íslande,
eða þegar þér sendið vinum yðar far-
gjald til Canada.
I.kki liækt að fá betrl aðbúnað.
Nýtizku sklp, útbúin með öllum
þeim þægindum sem skip má velta.
Oft farið & milU.
Fargjaltl á þriðja plássi nillll Can-
ada og Reykjavíkur, $122.50.
Spyrjist fyrir um 1. og 2. pláss far-
gjald.
Leitlð frekari upplýslnga hjá um-
boðsrnanni vorura á staðnum ♦$»
skrlfið
W. C. CASEV, Goneral Agent,
Onnadlan Pacifc Steamshlps,
Cor. Portage & Main, Wlimipeg, Man.
eða H. S. Bardal, Sherbrooke St.
Winnipeg
Blómadeildin
Nafnkunna
Allar tegundir fegurstu blóma
við bvaða tækifæri aem er,
Pantanir afgreiddar tafarlaust
Islenzka töluð f deildinni.
Hringja má upp á sunnudög-
um B 6151.
Robinson’s Dept. Store, Winnioeg