Lögberg - 04.11.1926, Blaðsíða 1
TAKiÐ SARQENT STRÆTIS
VAGN AÐ DYRUNUM
PROVINCE
Já, vér veríSam að sýna aðra viku
“3 BAD MEN“
til að gera fólk ánægt. Þ úsundum Kefir verið
snúið frá, og allir telja hann bezta leikinn.
ÖObCTQ.
PROVINCE
TAKIÐ SARGENT STRŒTIS
VAGN AÐ DYRUNUM
NÆSTU VIKU
“The Flame of the Yukon”
‘The Flame“ hændi menn að «ér og dansaði
sig inn í hjörtu þeirra.
39. AKGANGUR
WINNIPEG, MAN.,‘ FIMTUDAGINN 4. NÓVEMBER 1926
NÚMER 44
Canada.
Vínsalan í Manitoba hefir gefiö
álitlegan arð á fjárhagsárinu, sem
enda'ði 30. april 1926. Vínfanga-
verslunin hefir á árinu selt vinföng
fyrir $3,745.377 af þessari sölu,
nemur aröurinn $1,315.185. Þar af
ganga til sveita- og bæjarfélaganna
$617,056, eða helmingurinn af á-
góðanum, en fylkisstjórnin 'fær
hinn helminginn.
• * *
Sir Henry Thornton, forseti
Canadian National jámbrautakerf-
ísins er nú á ferð um Vestur-Can-
ada og var hann tvo daga í Winni-
peg í vikunni sem leið. Hann lætur
vel yfir hag járnbrautakerfisins og
segir að þess verði ekki langt aö
bíða, að það geti borgað rentur af
•öllu því fé, sem í það hafi verið
lagt. Sagði hann að þess væru nú
augljós merki, að viðskiftalifið í
landinu væri að færast í betra horf
■og velmegan þjóðarinnar að vaxa.
+ + +
Látinn er niýlega í Victoria, B.C.,
John Wesley Connell, fyrrum
þingmaður í Saskatchewan fyl'kis-
þinginu. Bjó hann um langt skeið
rausnarbúi í Souris Valley hérað-
inu. Bjögur siðustu ár æfi sinnar,
var hann búsettur í Victoria.
+ + +
Hiinn nýskipaði erkibiskup í
Quebec, Rt. Rev. R. M. Rouleau,
verður settur inn í embætti hinn 8.
þ. m.
* * *
Hingað kom til borgarinnar í
vikunni, sem leið, þýzkur viðs'kifta-
frömuður, Hans F. Richter að
nafni, i þeim tilgangi, að kynna sér
ástand landbúnaðarins i Sléttu-
fylkjunum. Sagði hann að fjöldi
Þjóðverja hefðu í hyggju að flytja
til Canada, eins skjótt og efnalegar
ástæður leyfðu. Talsvert kvað Mr.
Richter vera farið að birta yfir
iðnaðar og viðskiftalífi þjóðar sinn-
ar, þótt atvinnuleysi væri enn að
vísu |all-tilfinnanlegt. Mr. Richter
lét þá skoðun í ljós. að innan til-
tölulega skamms tíma, myndi Aust-
urriki sameinast Þýskalandi.
* * *
Það er vist heldur dauflegt líf og
leiðinlegt, sem vesalings fangarnir
hafa við að búa, hvar sem er í
heiminum. En þó getur það komið
fyrir, að þeim hepnast að gera sér
dagamun og geta gert sér glaft í
sinni einstaka sinnum. 1 fangelsi í
New Glasgow N.S. var þannig ástatt
að vinföng voru geymd í næsta her-
bergi við fangaklefa og aðeins
veggur á milli, en veggurinn ó-
traustur og fann fanginn í næsta
klefa dálítið gat á honum, svo hann
gat náð í flöskurnar, sem hinum-
megin vóru. Hann gerð sér vitan-
lega gott af vininu, en ekki sér ein-
um, heldur lét hann félaga sína
njóta þess með sér. Þessi fagnaður
stóð vitanlega ekki lengi, en fang-
arnir nutu gleðinnar meðan til
vanst.
með guðsþjónustu um morguninn
og fjölmennri samkomu um
kveldið, sem haldin var í leikfim-
issal (gymnasium) skólans og var
aðsóknin svo mikil, að fólkið fékk
ekki nærri alt sæti, þó salurinn
sé stór.
Maria drotning af Rúmeniu kom
til Winnipeg á laugardaginn í síð-
ustu viku, en hún er nú eins og
kunnugt er að ferðast um Banda-
rikin og Canada. Var henni hér
mjög vel tekið, eins og alstaðar
annarsstaðar þar sem hún hefir
komið hér í landi. Konurnar, sem
tilheyra “Women’s Canadian Club”
héldu drotningunni veizlu mikla á
Royal Alexandra hótelinu. Blaðið
Free Pres's flytur mynd af veislu-
haldinu og má þar vel þekkja
nokkrar góð'kunnar íslenzkar kon-
ur, sem tilheyra þessuni félagsskap.
Þegar veizlunni var lokið, lítið eft-
ir kl. 9 um kveldið, fór drotningin
og fylgdarlið hennar suður í þing-
húsið. Var hún þar meira ei(
klukkutíma og kom þangað mikill
fjöldi til að sjá hana, því þangað
voru allir velkomnir. Mikill mann-
fjöldi var líka samankominn á
járnbrautarstöðinni, þegar drotn-
ingin kom til borgarinnar og á öll-
um strætum þar sem hún fór um.
Með drotningunni eru börn hennar
tvö og annað frítt föruneyti.
María drotning lét í ljós mikla
ánægju sína yfir viðtökunum í
Winnipeg.
* * *
Hinn É þ.m. voru liðin 60 ár síð-
an St. John’s College í Winnipeg
tók til starfa. Mintist skólinn
þessa sextugasta afmælis síns
Bandaríkin.
Maður er nefndur Frank G.
Parker. Það eru aðeins fimm ár
síðan hann var öreigi og þá nýleyst-
ur úr fangelsi. Nú hefir hann aftur
'komist í ónáð hjá lögreglunni og
er sakaður um ólöglega vínsölu. En
honum hefir orðið sú atvinna
meira en lítið arðsöm, því á þess-
um fáu árum hefir hann grætt að
minsta kosti $5,000,000, að þvi að
sagt er. Hann er flugmaður sjálfur
og hefir notað flugvélar til að
flytja vinföng úr einum stað í ann-
an. Er álitið að hann sé einna auð-
ugastur þeirra manna, er þessa at-
vinnu reka og umsvifamestur. Aðal
stöðvar hans eru í Chicago og þar
hefir lögreglan nú haft hendur í
hári hans og liklega býður hans
arðsama atvinna einhvern töluverð-
an hnekki við það.
Nú hefir hún tekið töluverðum
framförum og hefir lært að tala
ofurlítið. En framfarirnar eru
hægfara og gáfur virðist hún litlar
hafa, að því er sagan segir.
Almennar kosningar fóru fram
í Bandaríkjunum á þriðjudaginn
í þessari viku. Fréttir af þeim eru
mjög óljósar, þegar blaðið er
prentað. Þó er víst orðið, að
Demókratar hafa unnið eitthvað
töluvert á. og getur vel verið, að
þeir hafi meiri hluta í öldunga-
deildinni. Nánari fréttir verða að
bíða næsta blaðs.
Prófessor Mansfield Robinson í
London, sem kvað vera mikill
andartrúarmaður, hefir verið að
gera tilrau.nir í þá átt að nota við-
varpið til að koma skeytum til
þeirra sem á marz búa. Ekki hefir
það gengið að óskum, eða að minsta
kosti ekki að fá svar frá þeim. En
'prófessorinn á þar vinstúlku, sem
einhvernveginn hefir látið hann
vita, að þeir marz-búar hafi enga
tilraun gert til að svara skeytum
hans, vegna þess, að ef þau væru
á ensku mundi vera litið á þau með
grunsemd; hafi þeir því aðeins
gefið merkin “M” og “C Q”. Sér-
staklega er þessum manni áhuga-
mál að kynna marz-búa Kínverjum
því þeim séh þeir líkastir i útliti
nema hvað stærðina snertir.
“Fyrir fjarskynjan þekki eg
marz-búa vel”, segir prófessor
Robinson. “Þeir eru frá sjö tilátta
fet á hæð og hafa rnikið og þvkt
hár, sem stendur beint upp í loft-
ið. Þeir eru mikið"líkir Kínverjum
í útliti; þeir reykja pípur og drekka
te úr könnustútnum.” Hann segir
að þeir noti mikið raforku og þráð-
laus loftskeyti kunni þeir langt um
betur með að fara heldur en jarð-
arbúar.
Frá Islandi.
Bretland.
írarnir eru alþektir fyrir fyndni
sína og heppileg tilsvör. f veizlu
sem brezka stjórnin hélt þeim er
sækja samveldisþingið, seni nú er
verið að halda í London, ávarpaði
írskur ráðherra, Desmond Fitzger-
ald, Englendinga á þessa leið: “Við
vitum að þið hafið við mikla fjár-
hagslega örðugleika að stríða á
Englandi, en við vildum gjarnan
sjá að ykkur gengi vel. Við seljum
ykkur fóður og okkur kæmi vel, að
þið gætuð borgað fyrir það. En
stjórnarfar ýkkar er eitthvað svo
óstöðugt nú upp á síðkastið, að við
efumst stundum um það að þið sé-
uð enn því vaxnir að hafa heima-
stjórn.”
* * *
Verkamanna flokkurinn á Eng-
landi hefir, fengifi marga af vin-
um sínum kosna við bæja- og
sveitastjórna kosningar, sem nú
eru nýlega afstaðnar, fram yfir
það, sem þeir áður höfðu. Hefir
flokkurinn meðal annars unnið
8 sæti i Birmingham og 7 sæti
Manchester, og minna í mörgum
fleiri borgum. Leggur verka-
manna flokkurinn mikið kapp á að
koma sínum mönnum að við bæj
arstjórnarkosningar alstaðar á
Englandi og hefir í þetta sinn
orðið sigursæll-
Enn einu sinni hefir Mussolini
verið sýnt' banatilræði og er þetta í
sjötta sinn, sem það hefir komið
fyrir á þeim fjórum árum, sem
hann hefir verið stjórnarformaður
og svo að segja einvaldur á ítalíu.
Nú eins og áður slapp Mussolini ó-
særður/ en svo nærri honum gekk
kúlan. að hún reif föt hans og seg-
ir fréttin að ekki hafi munað nema
örlitlu að hún lenti þar sem henni
,var ætlað, en það v?r í brjóst Mus-
solinis. Þetta var í Bologna á ítalíu.
Var Myssolini þar staddur á þingi
náttúrufræðinga og var nýkominn
út úr byggingunni þar sem þingið
var haldið og sestur i bíl sinn.
Mannfjöldinn var mikill, en ungur
maður, aðeins átján ár að aldri
hafði þrengt sér gegn um mann-
þröngina og þegar hann var kom-
inn tnjög nærri bílnum, skaut hann
af skammbyssu, sem hann hélt á
og var rétt til þess búinn að skjóta
í annað sinn, jáegar hann var grip-
inn og þegar í stað.stunginn og bar-
inn til dauðs.
Mussolini lét sér hvergi bregða
og sá enginn maður að þetta hefði
nokkur áhrif á skapsmuni hans, en
mannfjöldinn sýndi mikinn fögnuð
yfir því að entt slapp Mussolini ó-
skemdur undan vopnum morðingj-
Reykjavík, 22. sept.
iSjómannastofan í Reykjavík er
smámsaman allmikið að færast í
aukana. Er þar nú lesstofa og
skrifstofa fyrir sjómenn, og á
kvöldin eru þar guðsþjónustur. —
Fólk úti um land, sem þarf að
skrifa sjómönnum í Reykjavík,
getur sent bréf sín þangað og
munu þau þá komast til skila. —
Fyrstu 8 mánuði þessa árs hafa
verið send þangað 150 slík bréf,
<?n alt árið í fyrra um 2,000. Á
sama tíma í ár hafa sjómenn
skrifað þar 2,500 bréf, en alt árið
í fyrra voru þau 3,500. Guðs-
þjónustugestir hafa verið 4000 og
að.rir gestir 8,000 til ágústloka í
ár. Forstöðumaður sjómannastof-
unnar er Jóhannes Sigurðsson
prentari.—Lögr.
Ný lega hafa komið út á hol-
lenzku “Sögur Rannveigar” og
þrjár af styttri sögum eftir Einar
H. Kvaran: Á vegamótum, Vista-
skifti og Marjas. — 1 sænsku riti,
“I. U. F. Bladet”, frá 15. júní í
sumar sem leið, er grein um ísl,
bókmentir, ofurlítið yfirlit, ófull-
komið, en svo talað um Einar H.
Kvaran, sérstaklega þau verk
hans, sem þýdd hafa verið á
sænsku og fylgir mynd af Kvaran
greininni. Höf. hrósar mikið
“Sögum jRannveigar”, segir að
þær minni að ýmsu leyti á ætta-
sögurnar gömlu, en sýni þó vel nú-
tfðarlífið á íslandi. Hann hrósar
yfir höfuð kvennalýsingum Kvar-
ans og segir, að hann sé rithöf-
undur, sem allar Norðurlanda-
þjóðirnar ættu að kynnast.—Lögr.
ans.
1
Unglingurinn, sem mor'Ötilraun
1 þessa framdi og lét líf sitt í æði
mannfjöldans. het Anteo Samboni
og átti heima í Bologna.
Ilvaðanœfa.
Vínsölubannið er búiö að vera í
Noregi. Almenn atkvæðagreiSsla
fór fram um það mál fyrir skömmu
og urðu þeir 110,113 fleiri, sem at-
kvæði greiddu gegn vínbanni. held-
ur en hinir, sem með því greiddu
atkvæði. Með vinbanni voru greidd .
421,292 atkvæði, en 531,425 á móti.
* * *
Sú fregn 'kemur frá London og
er höfð eftir Westminster Gazette
aS tvö stúlkubörn hafi fundist í
úlfagreni á Indlandi. Er álitið aS
önnur stúlkan sé hérumbil tveggja
ára, hin átta. Halda menn aS böm
þessi hafi verið iborin út af mæðr-
um sínum, þegar þau voru mjög
ung, en siðan fóstruð af úlfunum,
sem fóru með börnin eins og
hvolpa sína, enda liktust þau aS
sjálfsögðu meir úlfum en mönnum.
Yngri stúlkan dó strax eftir a« þær
voru teknar frá úlfunum, en hin
eldri lifir og er á barnaheimili, þar
sem reynt er aS gera hana eins og
önnur böm, en þaS gengur erfið-
léga. Fyrst gekk hún á fjórum fót-
um og gargaSi eins og úlfur og var
ófáanleg til að nota hendumar til
annars en ganga á þeim, en sérstak-
lega var henni illa við að láta færa
sig í föt og reif þau öll í sundur.
Eitt af þvi sem veldur AlþjóSS-
bandalaginu áhyggju er þaS, aS nú
vilja ÞjóSverjar fá að minsta kosti
eina af nvlendum þeim er þeir
mistu i stríðinu. Lítur Alþjóða-
bandalagiS svo á, að hér sé úr
vöndu að ráða og er því ekki vel
ljóst hvernig það á aS taka í máliS.
Eru ÞjóSverjar að reyna aS komast
að samningum um þetta við ein-
staka menn af fulltrúum hinna
þjóðanna og ef hægt er aS fá þá i
lið með sér. , /
Skáldkonan kveður Winnipeg.
Frú Jakobína Johnson las
kvæði síp á fjölmennri samkomu,
sem haldin var í Fyrstu lút. kirkju
í Winnipeg, að tilhlutan kvenfé-
lags safnaðarins, síðastl. þriðju-
dagskveld. Séra Björn B. Jóns*
son, D. D., skipaði forsæti og tal-
aði nokkur orð til skáldkonunnar.
f gær (miðvikudag) fór frú Jak-
obína til North Dakota, og heldur
bún tvær samkomur þar, á Gard-
ar og Mountain, og fer gvo þnðan
heim til Seatlle. Hugheilar árn-
aðaróskir íslendinga hér eystra,
fylgja skáldkonunni með kærum
þökkum fyrir komuna, listina og
ljóðin.
nóttum eftir krossmessu um haust,
brann klaustur og kirkja á Möðru-
völlum í Hörgárdal, með klukkum
og öllum skrúSa. Höfðu bræður
komiS heim um nóttina, druknir
neðan af Gáseyri, og farið óvarlega
með ljós. Kom þaö sumt i reflana
en sumt í skrúðakistuna, og þaðan
kom mest eldurinn. Tók Auðunn
biskup alla bræður þaðan í burtu.’
— Hverjar eru aðalpersónur
leiksins ?
— Príorinn á MöSruvöllum og
ung-munkur einn, Óttar að nafni,
konur tvær Borghildur og Sigrún.
Leikurinn gerist aS Möðruvöllum,
fyrsti og siöasti þáttur, en miðþátt-
urinn að Gásum, endar í setustofu
múnkanna, er þeir koma heim —
og ‘.‘fara ávarlega með ljós.”
— Og efniÖ?
— Er meðal annars um það,
hvernig klausturlíf getur farið meö
menn.
— Og hvenær verður það leikið ?
— Leikfélagið um það.
í gærkvöldi átti MorgunblaðiÖ
tal við Indriða Waage, og spurði
hann hvort Leikfélagið hugsaði til
að sýna þetta leikrit Davíðs í vetur,
og sagði hann það ákveðið að leik-
ritið yrði sýnt eftir nýár. Verður
þaS næsta leikritið, er sýnt verður
á eftir Shakespeare-leikritinu, sem
byraö verður að sýna um jlóin.
Mbl.
allra skemtilegasta tíma hér í| og gæði lands vors, sem svo eru
Berufirði. Gamli bærinn kvað mikil og margvísleg, að enn eru
Togari grandar 2 báturn á Húna-
flóa.
Togarinn “Jón Forseti” rekst á
nótabáta frá færeysku síldarskipi.
— Þrir Færeyingar (óukna. Aðrir
þrír slasast mikið. — Þeir liggja á
sjúkraskýlinu á Hvammstanga.
í gærmorgun simaði Jónas Sveins
son, læknir á Hvammstanga til
Morgunblaösins og sagði frá þeim
sorglegu tíðindum, að þrír Færey-
ingar hefðu druknað í Húnaflóa i
fyrradag, og aðrir þrír slasast.
Eftir frásögn læknisins, skeði
slys þetta með þeim hætti, er hér
segir:
Mótorskúta færeysk “Rosen-
hjem að nafni, var við síldveiðar á
Húnaflóa á fimtudaginn. — Höfðu
Færeyingar hitt þar síldartorfu,
voru komnir í nótabátana og voru
að róa utan um torfuna, er togar-
ann “Jón forseta” bar þar að. Var
togarinn á leið til Siglufjarðar.
Eftir því sem Mbl. hefir frétt,
mun slysið hafa atvikast þannig:
“Kútter Rosenhjem” lá kyr, bátarn-
ir voru á hlé við kútterinn, en þar
á róðri. “Jón forseti“ ætlar að sigla
fyrir framan kútterinn, en i sama
augnabliki og hann fer fram hjá
koma bátarnir fram fyrir og siglir
togarinn þá á þá báða.
Voru 13 menn í bátunum og fóru
þeir allir í sjóinn. Náðust 11, einn
var druknaður þegar hann náðist og
þrír slasaðir.
Sigldi “Jón forseti” nú sem
hraðast inn á Hvammstanga með
hina sjúku menn, og voru þeir
flutir í sjúkraskýliö. Sagði læknir-
inn þá þungt haldna. Meðal þeirra
er skipstjórinn af “Rosenhjem”,
Tómas Tómasson að nafni. Hann
hafði fengiö lungnabólgu af volk-
inu. Auk þess er hann beinbrotinn.
Taldi læknirinn hann í lifshættu
staddann. — Faðir skipstjórans var
meðal 'þeirra, sem druknuðu.
Mbl. 11. sept.
Bréf Þórstínu Jackson.
Kelduskógum, 18. sept. 1926.
Kæri Stígur frændi.
Ávalt síðan eg hóf ferð mína um
ísland, hefi eg haft í huga að
skrifa þér frá Kelduskógum, og
munt þú ári efa koma því á fram-
færi meðal skyldmenna okkar.
Eg skrifa þetta í stofunni, sem
faðir þinn bygði þar fyrir 50—60
árum, og mér finst að allir vegg-
irnir vera að tala til mín um liðna
tíma.
allur hafa verið rifinn og bygður
upp aftur, nema tvær skemmur.
Eg skoðaði kirkjuna mjög vand-
lega og varð mjög hrifin af töfl-
unni, sem faðir þinn hafði búið
til 1874, til að benda á sálma-
númer, sem syngja átti við guðs
þjónustu. Líka var eg hrifin af
altarisklæði frá 1624, og prédik-
unarstól frá 1660, hvorttveggja
prýðisvel vandað og^ í bezta á-
standi. Tók mynd af leiði séra
Péturs. Bræður Egils tveir, á
Berunesi og Kelduskógum, msk-
uðu eftir að heyra frá honum, og
fá myndir. Jón gaf mér gamlan
ask, reglulegan gamlan “patriark”,
ætla að fá hann virtan í Reykja-
víka. Með blessunarósk til ykk-
ar allra.—Stína.
Og svo bið eg alla að áfella mig
en ekki Stínu fyrir málið, því
bréf hennar var á ensku.
Nokkrar skýringar á bréfinu.
Berufjörður er einn syðsti fjörð-
ur á Austurlandi, all-langur, en
ekki mjög breiður. Djúpivogur
er verzlunarstaður utarlega að
sunnanverðu við fjörðinn, en
Berufjarðarströnd alla leið að
norðan, kringum f jarðarbotninn
og um hálfa leið að sunnan. Beru-
fjörður heitir prestssetrið og er
við fjarðarbotninn. Berunes er
annexía og er á miðri ströndinni
að norðan verðu. Báðum þessum
kirkjum þjónaði á sínum tíma séra
Pétur Jónsson afi Egils tengda-
sonar míns, sem hún nefnir í bréf-
inu, nú lyfsali hér í Los Angeles.
Síðar þjónaði þeim séra Þorsteinn
Þórarinsson lengi og átti fyrirj
konu Sigríði dóttur séra Péturs:
og föðursystur Egils. Þau vorui
þau aö miklu leyti ómetin.”
Sir Frederjck Williams Taylor.
Canada-mönnum riður meira á
því, að leggja sig fram um að
framleiða sem mest af matvörum,
heldur en aö gera sér áhyggju út
af þvi, að ekki sé hægt að selja þær
á Bretlandi.
Bretland getur notað allar mat-
vörur, sem Canada hefir til að
flytja út svo sem smjör, ost, flesk,
o. s. frv. Það sem á ríður í þessu
sambandi er það, að vörurnar séu
vandaðar og verðið sanngjarnt.
Hon. P. C. Larkin.
Þetta tal um það, að Canada sé
í þann veginn að sameinast Banda-
ríkjum, er ekkert nema hégómi. t
Canada gera menn ekkert úr því.
Rt. Hon. J. H. Thomas, M.P.
(Nýkominn frá CanadaJ.
“Breskur hugsunarháttur þýðir
fyrst og fremst það, að vera víð-
sýnn. Með því er átt viö það sér-
staklega að reyna að skilja sem
best hugsunarhátt fólks af öðrum
kynflokkum og sem talar ólíkar
tungur og hefir margs'konar lifs-
skoðanir, eða trúarbrögð.
í Canada hættir fylkjunum enn
við því, að skara nokkuð eld að
sinni köku hverju urn sig. Við
verðum aS vera stoltir af landi
voru. Vér erum Canada-menn fyrst
og fremst. í Quebec erum vér sér-
staklega breskir.
Vér myndutn berjast fyrir Eng-
land með miklum ákafa ef nauS-
synlegt væri. því vér lítum svo á,
að vér eígum Bretum meira^ að
þakka heídur en nokkum tima
Frökkúm »ne'ðan þeir ájftu' yfir
hin mestu ágætis hjón, þekt um jan(j;np að ráða.
alt Austurland fyrir gestrisni og| yér iærum ensku í skólum vor-
góðgjörðir við ferðafólk, sem fóri um j Quebec þvi það er lögboSiS i
þar um margt, þar tyrimilið var áj iandinu;-og vér viljum að allir viti
margra Fljótsdalshéraðs sveita^ ag vér kunnum bæSi málin,
leið til Djúpavogs verzlunar. Þar, sem’ jafn rétthá eru i landinu, ef
na. -s auki var heimili þeirra það, ekk^ annars vegna, þá þó vegna
Mér er ekki hægt að gefa Þér| ajjra eftirbreytnisverðasta á all- þeírrar virðingar sem vér berum
neitt fullnaðar ágrip af ferðjp^ hátt, sem hugsast getur. Þaðj fyrjr konunginum.”
minni, eftir því verður þú að bíða get eg borj5 um) því þar var egi canon ChartieD aöstoðarrektor viS
Aíl----■«+viR að* senda oft á unglingsárum mínum. —! þáskólann í Montreal.
Kelduskógar eru næsti bær viðj heim meS óbifanlégri
Berufjörð, fynr utan fJ^rbotn-1 ^ gar sem ekkert getur
mn að norðan. Þar bjuggu for-i 1 u 1 - „ .f . rarri
eldrar mínir þar til faðir minn,hagga . Eg tandsíns og eg
andaðist í Kaupmannahöfn 1878,! norðurtakmorkum landsin g &
og eg ólst þar upp, og dvaldi hjt| heíi kynst landt y»ar
móður minni sem ekkju þar lika,1 íra ^' - ’ ;/,1rn'Canada
þar til við fluttum til Bandaríkj-! heint með bjar ari v g
anna 1881, og var eg þá 28 áraj heldur en eg hefi nokkurn tima að
gamall. Faðir minn og séra Þor- ur haft. ^
steinn voru um morg ar nabuarj ^ J'1 ^ ha* ■
og aldavinir; líka var faðir minnj Canada-menn a S
meShjdlpari „ aiipgstjóri iis! einrúm,. hve oendanlega n»k,í *»
þar til eg get komið við að-‘ senda
“Lögbergi” greinar um það. Læt
nægja að segja, að mér hefir al-
staðar verið tekið með opnum
örmum, og að ferð mín hefir orð-
ið mér hin ánægjulegasta. Eg
hefi ferðast á landi frá Akureyri
hingað til Austfjarða, og hver
dagurinn hefir verið mér öðrum
skemtilegri, líkar afbragðs vel að
ferðast ríðandi, og því betur, sem
harðara er farið; hefi ferðast 40
mílur suma daga, og aldrei orðið
þreytt.
Mér finst, að náttúrufegurð um-
hverfis, þar sem faðir minn var
uppalinn, sé ekki eins mikil sem
víða annars staðar, en eg hefi
verið mjög hrifin af, hvað móðir
náttúra er falleg.
Til ólukku sneri eg fót um ökla-
lið á Eskifirði, er eg steig þar of
an af ræðupalli, og tapaði tíma----------- ----- ---- ------- _ _ „
fyrir þá sök; eg verð því nú aðj riði systur minni, þegar hún lézt.
hraða mér helzt of mikið fram hjái Þar sem Miss Jackson minnist á
meðhjalpari og songstjon vioj—” mpS hessu
guðsþjónustur í Berufirði um j K115 he6r 8e 1 J ....
mörg ár. Ein af yngri systrumj miWa a.n ■ * -ns
mínum var látin heita Þórstínaj mega ]ia a heldur
Sipríóur, i höfuðió í Berufjtoröar-; - f “„fll'n
hjónunum. Hún dó anernma á ár- einnig um þa a v -
um okkar hér í Ameríku. MMir »g betr, menn. Eg v'> ,“£1 “I
Þorstínu Jaekson og eg vorum ah gl-'eóa h|a sja um y n
systkinabörn, og lét hún því dótt-1 göfugar ugsjomn
ur sína heita eftir Þorstínu Sig-
“Munkarnir á MöSruvöllum.”
Davíð frá Fgaraskógi.
Sarntal.
Davíö frá Fagraskgi hefir verið
hér i Reykjavik um tima, til þess að
sjá um útgáfu á leikriti því, sem
kemur út eftir hann nú næstu daga,
og heitir “Munkarnir á Möðruvöll-
ff
um.
Morgunbl. hefir hitt D. St. og
spurt hann um þetta fyrsta leikrit,
er út kemur eftir hann.
— Eru nokkrir sannsögulegir
viöburðir, sem liggja til grundvall-
ar fyrir leikritinu?
— Ekki annað en sagan um
klausturbrunann árið 1316. Segir
svo í Árbókum Espólins: “Tveim
sföðum, sem mér eru kærir. Hefi
komið að Urðarteigi, og talaði á
Berunesi í gærkveldi og var þar
■á fæðingarstað Egils yfir nóttina.
í dag leit eg yfir tætturnar í
Hraunanesi, og nú er eg hér í
Kelduskógum, og fer héðan inn
að Berufirði, til að vera þar yfir
nóttina. Á morgun fer eg út á
Djúpavog til að taka skipið til
Reykjavíkur. Hefi tekið margar
myndir, sem eg vona að taki sig
vel út síðar. Af öllum heimilum á
Berufjarðarströnd, finst mér lang-
fallegast hér í Kelduskógum. Er
viss um, að þér þykir vænt um að
heyra, að eg kem til baka með
“plötu” af myndinni, sem tekin
var af ykkur, er þið fóruð héðan.
Eg keypti hana af fósturdóttur
Nicolínu Waywadt. Eg hefi bú-
ið vandlega um hana, því eg hygg
að bezt sé að eg taki hana með
mér til New York og láti gjöra
myndirnar þar, fremur en að
treysta á að senda hana með pósti
til þin. Eg gat lika á sama tima
fengið mynd af móður minni. —
Sendi hér með nokkur Ijómandi
grös héðan úr túninu í Keldu-
skógum. iNú er kominn timi að
fara héðan. — Kveðja til allra frá
frænku Stínu..
iP.S.—Alt gamla fólkið hefir
eitthvað einkennilegt að segja við
mig; eitt er: “Já, svo þú ber þá
nöfn blessaðra Berufjarðar prests-
hjónanna; von er að hún sé lán-
sóm.” —
Berufirði, 19 .sept. — Að eins
fá orð til viðauka. — Hefi eytt
Urðarteig og Hraunanes, þá eru
það bæir þar sem móðir hennar
ólst upp hjá föður sínum, Jóni
Jónssyni, móðurbróður mínum og
konu hans Ragnhildi. Jón vár á
sinum tíma bezta sela- og hnísu-
Byng barón.
Kjng og aðrir liberalar
“Mr. _____„ „
hafa góða og gilda ástæðu til að
finnast mikið til um sigur sinn, en
þeir hafa annað og þarfara að
gera, en að gleðjast hver með öðr-
um yfir því hve sigursæll þeirra
; stjórnmálaflokur hefir reynst. Mik-
—.........- ..... iil fjöldi kjósenda, sem engum
skytta við Berufjörð og þó viðar fiokksböndum er bundinn, hefir
væri leitað. Hraunanes var lítiðj nú trúag þessum flokk fyrir því að
býli, sem hann lifði á síðast að {afa meS völdin og er þaS traust
eins við veiðar á sjó, og fór í eyði j aigeriega bygt á þjóðlegum grund-
eftir hans daga þar. Eg á marg-j^. þeir sem stjórnina skipa eru
• endurminningar frá þessum j umboSsmenn þjóðarinnar allrar og
öSnm oom hotta Qtuttn bréf I ^ ^ ag koma fram gem trúir
marg
ar
stöðum, sem
rifjar upp. Eitt æfintýri er eg vís
að senda Lögbergi síðar, ef kraf-
ar og líf endast enn um tíma.
1620 Fargo St., Los Angeles.
24. október 1926.
S. Thorwaldson.
Það sem Ganadamönn-
um býr í brjósti.
“Það sem oss Canada-mönnum
ríSur mest af öllu á að skilja er
það, aö vér erum ein þjóð og verð-
um að vinna hver meÖ öðrum. Eng-
inn ejnn hluti landsins kemst langt
út af fyrir sig. Vér þurfum og vér
skulum haga ráði voru á þann hátt.
að þjóð vorri í heild sinni megi
verða til sem mestrar blessunar.
Þjóöarhagurinn og þjóðarsóminn
verða aS vera meira metinn og
hærra settur, heldur en hagur
stjórnmálaflokkapha. Agreiningur-
inn hverfur, en það sem þjóS vora
varðar mestu stendur stöðugt. en
það er manndómur hennar sjálfrar
umboðsmenn hennar, hvert sem
heldur er í London eÖa Ottawa,
Ontario eSa Quebec, austan eða
vestan stórvatnanna.”
Henri Bourassa.
“Þeir, sem kreíjast þess, aö
landstjórinn í .Canada sé Canada-
maöur gera sér ekki grein fynr þvi,
aö með því móti væri skonð a þau
svnilegu bönd, sem tengja Canada
viS móðurlandiÖ og breska riktö i
heild sinni. t Canada er landstjor-
inn umboBsmaöur hans hátignar.
konungsins og gagnvart oss fer
hanrt með konitngsvaldiB. Hægt
væri að skipa Canada-mann í þessa
stöðu, en þaö mundi veikja þau
bönd, er binda oss við heimalandið.
Eg er að sannfærast um þaö betur
og betur, aö þó þetta sé ekki^ alger-
l«*a nauBsynlegt, þá sé þaö þó æski-
legt fvrir oss, sem eina af þeim
þjóðum, sem mynda breska rtktð,
þar sem konungurinn er hámark
valds og tignar.
Rt. H. George P. Graham.