Lögberg - 04.11.1926, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.11.1926, Blaðsíða 4
Bii. « LOGBERG FIMTUDAGINN, 4. NÓVEMBER, 1926. Jogberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Fress Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talotmari N-6S27 oö N-0328 JÓN J. BILDFELL, Editor UtHnSakrift til btaðsinn: ntl COiUKIBI^ PRESS, Ltt»., Box 3)7t. Wlnnlpeg. Uian&ekrift ritatjórans: CDtTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an. ine ‘LÖKberg” la prlnted and publtahed by Th* Columbla Preae, Llmited, tn the Columbla Suildlng, t»6 Sarftent Ave., Wlnntpeg, Manitoba. Þakklœti—F riður. Á mánudaginn kemur (8. nóv.) er almennur frídagur eSa hátíSisdagur í landi voru. Vana- lega nefna Vestur-fslendingar, eða íslenzkir Vesturheimsmenn, slíka daga helgidaga, sem er miður heppileg en handhæg þýðing á enska orðinu “holidav”. Þiað orð hefir náð hefð vor á meðal, og helst sjálfsagt við, meðan íslenzka er töluð hér í landi. Mánudagurinn, sem næstur er 11. nóvember, er nú á hverju ári hátíðlegur haldinn í Canada, og eru tilefnin tvenn. Þá er hin árlega þakk- lætishát'íð haldin í landi hér og þá er þess minst, að stríðið mikla hætti 11. nóvember 1918. ÞakklætLshátíðin er innlend og álíka gömul eins og bygð Norðurálfumanna í Ameríku. Til vor Canadamanna er hún þó komin frá Banda- ríkjunum, eins og margt anna^ gott, og sumt, sem ekki er gott. Hún er engin séreign fslend- inga, þó eitthvað svipað sé til í íslenzku sveita- lífi: töðugjöld og slæjur. En vér fslendingar tök- um fullan þátt í henni, eins og hvert annað fólk. Sú hugsjón, sem þessi hátíð byggist á, er nú löngu orðin eign vor, engu síður en annara landsins bama. Oss er ekki kunnugt, að útaf þakklætishátíðinni hafi nokkur ágreiningur ris- ið meðal íslendinga hér í landi. Vér vitum ekki betur, en að öllum fslendingum hér, sé þessi innlendi siður ljúfur og kær. Hann er þá eitt af því fáa, — eða ef til vill eitt af því marga, — sem vér getum allir orðið samtaka um. Allir eitt með öðrum landsins börnum, þeirra tveggja þjóðfélaga, er vér erum hluti af í þessari heims- álfu. auk margra annara mála,. bæði á sviði stjómar og réttarfars, er skjótrar afgreiðslu kröfðust. Það var Sir Robert Borden, er fyrstur reið á vaðið með þá nýjung, að nauðsyn bæri til, sök- um hinna margvíslegu viðskifta, er Canada ó- hjákvæmilega hlyti aÖ hafa við Bandaríkin, að sendur yrði fullvalda sendiherra héðan úr landi til Washington, til þess að gæta þar hagsmuna hinnar canadisku þjóðar. Og það var að hans tilhlutan, að fé var fyrst veitt á fjárlögunum, til starfrækslu slíks embættis. Málið var ekki flokksmál, því leiðandi menn beggja megin- flokkanna, vom álíka sannfærðir um nauðsyn þess. Allmörg undangengin ár, hafði sú orð^ð alla jafna raunin á, að ráðgjafar hinnar canadisku stjóraar, vom neyddir til að dvelja langvistum í- Washington til að ráða til lykta hinum og þessum vandamálum, er úrlausnar biðu og gáfu þar af leiðandi eigi ávalt sint eins gaumgæfi- lega embættisskyldum sínum heima fyrir og æskilegt var. Með fullvalda sendiherra í Wash- ington, hefðu slík ferðalög að mestu leyti spar- ast og málin þar að auki oft og einatt hlotið heppih'gri úrlausn moð því að búsettum sendi- herra á staðnum, myndi að sjálfsögðu hafa veizt langtum auðveldara að kynna sér þau til hlítar og leggja þau síðan grandskoðuð undir úrskurð stjóraarinnar. Sex ár era nú liðin frá þeim tíma, er fyrsta fjárveitingin var veitt, til stofnunar og starf- rækslu canadisks sendiherra embættis í Wash- ington, en ekkert annað verið aðhafst til að hrinda málinu í framkvaymd fyr en nú. Fjár- hagur þjóðarinnar hefir að vísu verið þröngur, og stafar dráttuyinn, vafalaust að nokkru leyti af því. En hvort sá sparnaður hefir verið þjóðinni fyrir beztu, getur orðið alvarlegt álifá- mál. Um val hins pýja sendiherra, geta á hinn bóginn ekki orðið skiftar skoðanir. Hon. Vin- cent Massey, sá er fyrir valinu varð, er fyrir flestra hluta sakir, hverjum manni hæfari til að þjóna svo hinu vandasama embætti, að vel sé. Er hann maður víðmentaður, eigi að eins á sviði iðnaðar- og viðskiftamálanna, heldur og einnig að því er viðkemur listum og bókment- um. Gegndi hann um hríð prófessors embætti við háskólann í Toronto, og gat sér í hvívetna hinn bezta or'ðstír. Er það því engum vafa bundið, að Mr. Mnssey mun reynast þjóðinni hollur ráðunautur í Washington og auka á sæmd hennar út á við. Sýndi Kingstjórnin góða fyr- irhyggju, er hún valdi Mr. Massey til að gegna þessari vandasömu stöðu. Enda mun þjóðin þakka slíkt að makleikum. Loftferðir á milli Evrópu og Bandaríkjanna. En jafnframt því, sem vér Canadamenn, á mánudaginn kemun þökkum guði fyrir gæði lífsins, sem hann hefir látið oss í skaut falla á liðnu ári, þá minnumst vér einnigþess, að stríð- ið mikla hætti, því eins og kunnugt er, var vopa- hlé samið 11. nóvember 1918. Það er víst heldur fátt, stríðinu viðvíkjandi, sem ekki hefir valdið ágreiningi, og honum beiskari en flest annað, meðal íslenzkra Can- adamann. En ekki virðist ósennilegt, ef menn gæta áín ofurlítið, að allir geta glaðst yfir því, að stríðið tók enda. Það út af fyrir sig, ætti að geta verið öllum gleðiefni. Því þá ekki að festa það í huga þennan dag og gleyma ágreiningn- um? Margir segja, að maður eigi að gleyma stríðinu með öllum þess hörmungum og illu af- leiðingum. Það er of snemt að ætlast til þess, meðan sú kynslóð er uppi, er þátt tók í þeim atburðum, sem þá voru að gerast. Margir urðu þá þeim sáram særðin, er ekki læknast fyr en á dánardægri. Þeir geta ekki gleymt. Það má heldur ekki koma fvrir að þjóðin gleymi þeim sonum sínum, sem lífið létu á vígvellinum. Heldur ekki þeim, sem heim komu, særðir og bilaðir. En þó það sé sjálfsögð þjóðarskvlda, 'að hlynna að þeim, sem þátt tóku í stríðinu og urðu þar fyrir miklu skakkafallí, þá höfum vér oft óskað, að allir íslenzkir Cándmenn, sem hér eiga í hlut, hefðu svipaðan hugsunarhátt, eins og Glýru-Halli, sem frá segir í Vopnfirðinga- sögu. Þeir deildu höfðingjarnir, Bjarni Brodd- Helgason og Þorkell Geitisop og börðust í Böðv- arsdal. Þar féllu báðir .synir Glýru-Halla. Bjarni bauð honum þá heim til sín, “ok kvast skyldu vera hánum í sona stnð. Halli .svaraði: “Mikiil skaði þykkir mér at sonum mínum . . . . en ek man enn hlíta búum mínum ok fara eigi til Hofs, en haf þú mikla þökk fyrir heinaboðit.” Halli var ekki höfðingi í vanalegum skilningi, en hann hafði höfðings lund. Sem betur fer, er hana enn víða að finna hjá niðjum íslands, hvar sem þeir eru. Þakklæti til skaparans og friður meðal mannana, era þær hugsjónir, sem hátíð sú, er hér um ræðir, byggist á. Vér vildum óska, að þær yrðu sem ríkastar í hugum allra manna. Fyrsti sendiherra Canada. Eitt meðal hinna mörgu nýmæla, er Rt. Hon. W. L. Mackenzie King tilkynti þjóðinni, um leið og hann tók stjómartaumana í .sínar hendur, að afstöðnum síðustu kosningum, var það, að á næstunni myndi stjórain skipa hinn fyrsta sendi herra til Bandarík.janna og skyídi heiðurinn falla í.skaut Hon. Vincent Massey, þess, er fyr- ir kosningamar 1925, var svarinn inn sem eínn af ráðgjöfum Kingstjórnarinnar. Hefir ráðstöf - un }>e,ssi eigi að eins madst vel fyrir í Canada, heldur jafnframt sunpan landamæranna sem og á Bretlandi. Mál þetta þoldi í raun og veru eigi Iengri bið, er tillit er tekið til hinna .sívax- andi viðskifti milli nágrannaþjóðanna tveggja, Um þær liefir verið all-mikið talað nú á síð- ari áram, og enda tilraunir gerðar, sem þó liafa flestar mishepnast og valdið slysum og fjár- tjóni. Ferð sú er að mörgu leyti hættuleg og erfið. Fyrst er vegalengdin, um 2,400 rnílur frá New York og hvergi hægt að lenda, eftir að austur- strönd Ameríku sleppir fyr en komið er til Englands eða Irlands og er það sjálfsagt örð- ugasti hjallinn að komast yfir fyrir flu^vélar á þeirri leið. Talað hefir vcrið um að byggja fleka sem stjóraðir séu niður í hafið þar sem loftför geti lent, ef á þarf að halcla, og að þar sé einnig geymt eldsneyti og annað, sem flug- menn vanhagi um, eða þurfa á að halda. Var talað um, að búa þá fleka til úr sementssteypu, svo ramgjörða, að enginn sjágangur grandaði þeim. Nú hefir verkfræðingur einn nafnkunnur í Bandaríkjunum tilkynt heiminum, og öllum væntanlegum flugmönnum, að hann sé búinn að sjá ráð við þessum erfiðleika. Ráð það, er auð- sjáanlega bygt á flekahugmyndinni. En í stað fleka„; vill hann byggja fljótandi eyjar. Þessar eyjar eiga að vera átta í alt á milli Ameríku og Englands. Eyjar þessar eiga að vera svo ram- gerðar, að enginn sjógangur grandi þeim, /og svo stórar um sig, að öldukast hafi engin áhrif á þær, svo að þegar á land er stigið, að enginn munur finnist á þeim og rótföstu landi. Hug- myndin er, að festa þær með stjórum við hafs- botninn, svo rammbyggilegum, að engin hætta sé á að þær hreyfist eða færist úr stað. Á eyjum þessum ætlar Edward R. Arm- strong — svo heitir maður sá, er þessa hug- mynd á—-, að byggja gistihús fyrir farþega og þær aðrar byggingar, er þurfa þykir í sam- bandi við loftskipaferðirnar. Kostnaðurinn við að byggja eyjarnar, segir Mr. Armstrong að muni verða $30,000,000* og árlegur viðhalds- bostnaður um $26,000,000. Félag þaðí, sem talar um að byggja og starf- rækja eyjarnar, ætlar að hafa 10 flugvélar í för- um, til að byrja með. Eiga þær að fljúga á milli Atlantic City og Plymouth á Englandi. Far- gjaldið áætlað $350 fyrir manninn, og þeir gera ráð fyrir að flvtja 1600 farþegja á ári og vörar, svo að tekjur þeirra nemi $68,000,000 á ári. Millibilið á milli eyjanna á að vera 300 mílur vegar, en á eyjunum eiga að vera vitar með ljósafli svo miklu, að birtan í loftinu nái saman, og að loftförin geti, þannig flogið eftir óslitnu ljósahafi að næturlagi. Þráðlaus talsímatæki eiga að vera á eyjum þessum o.g einnig á loft- skipum, svo hægt sé að ná af þeim tali hve nær sem vera villl. Farrými fyrir tuttugu og fimm farþega, á að vera á hverju af þessum loft- förum, og póst og vörur á hvert þeirra að geta flutt alt að helmingi á við þyngd farþeganna. Forgangsmenn þessa fyrirtækis ætiast til, að loftförin fari frá Atlantic City til Plymouth á þrjátíu klukkutímum. Líknarsamlagið. Það var á öndverðu hausti 1922, að ýmsir helztu leiðtogar á sviði iðnaðarins og hinna andlegu mála, komu því til vegar, að stofnað var Líknarsamband það hér í borginni, er á ensku máli nefnist The^Federated Budget. Var tilgangurinn auglýstur sá, að allsherjamefnd skyldi hafa yfiramsjón með líknarmálum og annast jafnframt um*það, að leitað væri al- mennra samskota á hverju hausti til stuðnings þeim stofnunum, er sérátaklega hefðu líknar eða mannúðarmálin með höndum. Kjörorð nefndarinnar var það, að hinum betur megandi borgurum bæjarfélagsins, bæri til þess heilög siðferðisskylda að hlaupa undir bagga og rétta þeim hjálparhönd, er einhverra orsaka vegna stæðu uppi lítt sjálfbjanga, eða þá munaðar- lausir með öllu. Nýung þéirri var tekið með hinum mesta fögnuði., og þegar á fyrsta ári, kom inn talsvert meira fé> en farið var fram á. Ekki hefir fjársöfnunin ávalt gengið jafn vel, en þó hefir hénni sjaldan lokið langt frá settu marki. Að þessu sinni stendur fjársöfnunin yfir frá 2. til 5. yfirstandandi mánaðar, og nemur upphæð sú, er farið er fram á, $355,000. Að takmarki því verði náð með tiltölulega auðveld- um hætti, mun tæpast þurfa að' draga í efa. Enda hafa bæði félög og einstaklingar lagt fram drjúgum ríflegri skerfj en í liðinni tíð. Líknar- stofnanir þær, er góðs njóta af hinni árlegu fjársöfnun„ er hér um ræhir, eru 26 talsins, — allar hver annari nauðsynlegri. Kostnaður síðasta árs við fjársöfnunina, nam 3.5% af allri upphæðinni, er safnaðist, en starfrækslukostnaðurinn að eins 3.6%. Þau undanfarin ár, er hver einstök stofnun um sig, gekst fyrir fjársöfnuninni, nam kostaðurinn frá 15% upp í 45%. Er það því sýnt, að stór- mikið fé sparast með þessari nýju samstarfs- aðferð. Ein þýðingarmesta stofnun Líknarsamlagsins mun vera sú, er Childrens Bureau nefnist og yfirumsjón hefir beinlínis eða óbeinlínis, með munaðarlausum börnum allra hinna stofnan- anna til samans, — kynnir sér svo að segja dag- lega hagi þeirra og umönnun. Gefur stofnun þessi því sérstakan gaum, að hvar sem því framast verði við komið, þá skuli alla jafna að því stefnt, að halda bömunum í heimahúsum, svo fremi að foreldramir séu á lífi og eigi yfir að ráða þeim kærleiks og umönnunarskilyrðum, er geri dvöl barnanna þar aöskilegri en á hin- um opinberu líknarstofnunum. Er hér auðvit- að átt við þau heimili, er sökum beins f járskorts, eða heilsuleysis, reynast þess ómegnug að sjá bömunum farborða. Er hugsanlegt nokkurt veglegra verkefni en það, að veita sólskini inn í dapurt líf þeirra, er í skugga einstæðingskaparins dvelja? Er nokkurt mannshjarta svo steinrannið, að gu^- spjall mannúðarinnar fái eiigi snortið kjama þess? Islendingar! Opnið hjörtu vðar og sýnið verðskuldaða gestrisni sendimönnum Líknar- samlagsins, er þá ber að garði. Aftur og fram. Erindi fíutt á Fróns-fundi, 1. nóv. 1926 af Miss Aðalbjörgu Johnson. Öld þessi er starfsöld. Alt er á hraðri ferð. Flogið er nú álfu úr álfu á örfáum stundum. Borgir byggjast á einu ári, jafn stórar og starfs- miklar sem fyr á fjölda ára. Feiknum fjár er teflt í tvísýnu og tapað; iðnaður eykst; auður magnast;. Hver afkimi heims er kannaður; auð lönd numin; ekkert svæði jarðar að öllu óþekt. Ekki er síður starfað á sviði anda en orku. Vísindalegri þekkingu fleygir svo áfram, að það, sem gott og gilt!'þótti í gær, er gamalt og úrelt í dag. Ný lögmál nema úr gildi hin fyrri; aukin þekking skopast að barnslegri vanþekking fyrri tíðar. Alla daga hefir það satt verið, að "enginn lifir sjálfum sér”, en aldrei hefir sannleikur þeirrar staðhæfingar verið augsýnilegri en nú. Aukinn starfshraði og aukið starfsmagn á orkunnar sviði hefir sameinað mennina — og sundrað þeim: Sam- einað þá í flokka eigin hagsmunum til eflingar; sundrað þeim í deildir, til sjálfsvarnar. Stríð eru að afleggjast, slík er áður tíðkuðust, að menij bárust á banaspjótum og skiftust á skothríðum. Aftur á móti stendur sem hæst stríð meðal mannfé- lagsheilda: tildrögin, hagsmunahyggja; barist um brauð og smjör. Aukin þekking og aukin hugsun -hafa einnig á andans sviði orsakað aukinn félagsskap. Ný félög eru mynduð svo að segja daglega; félög til rannsókna á öllum mögulegum sviðum; félög til siðbóta; félög til viðhalds eins, eða til afnáms annars; félög til skemtunar; félög til uppbyggingar; félög — endalaus félög — svo framarlega sem mögu- legt er að finna nokkra afsökun fyrir félagsmyndun. Hver er -sá, að hann engu félagi tilheyri ? Ekki nema einræningurinn, sem ekki vill neinum fylgja; eða auminginn, sem ekki getur öðrum fylgt. Hvað líður árangrinum af öllu þessu starfi? Hver verður ávöxturinn og hver verða hans afdrif? Hver er ávöxturinn af starfi og striti þeirra hundraða þúsunda kynslóða, sem bygt hafa þessa jörð fram að þessum tíma? “Nú er hún Snorrabúð stekkur, og lyngið á Lögbergi helga / blánar af berjum hvert ár, börnum og hröfnum að leik.” Svo hljóðar eitt lítið brot úr einu litlu kvæði eft- ir skáld einnar lítillar þjóðar. Svo hljóðar einnig brot úr sögu allrar menningar á öllum öldum. Um allan heim eru rústir fornrar frægðar; rúst- ir, sem bera vott um ófullkomleika smiðsins. — Mennirnir standa afhjúpaðir í ljósi aldanna, sem smiðir að rústum. Og með tímanum hverfa jafnvel rústirnar. Nýjar borgir eru bygðar á sverði þeim, sem gróið hefir yfir þessa votta fornrar frægðar. Rústirnar gleymast, og þegar einhver grefur of djúpt og rótar við þeim löngu seinna, finst enginn, sem viti þeirra nokkur deili. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Límited Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNÍPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK ^»<11111111111111, ||||||,||||||||||||,miiiimi II, IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIPÍ: | KOL! KOL! KOL!| I ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS 1 | DRUMHELLER COKE HARD LUMP | I Thfls. Jackson & Sons 1 I COAL—COKE—WOOD | I 370 Colony Street | Eigið Talsímakerfi: 37 021 | I POCA STEAM SAUNDERS ALLSKONAR I i LUMP COAL CREEK VIDUR Fi 11111111111111111111111111 ■ 11111111 i 111111111 i 111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 1111111?= Eru þá allir að vinna fyrir gýg? Eruð þið, sem í þessum smáa fé- lagskap vinnið að viðhaldi ís- lenzkrar tungu og íslenzks þjóð- ernis, einnig að vinna fyrir gýg? Þegar einhverjir eftir margar a'.dir grafa ofan í fornar bókment- ir, munu þeir þá reka sig á rústir fornrar tungu, sem eitt sinn var kölluð íslenzka — þó enginn kunni að vita nokkur deili hennar þá? En allar þessar spurningar eru þýðingarlausar; þýðingarlausar vegna þ.ess, að i ljósi liðinna alda dirfumst við ekki að svara þeim neitandi* þýðingarlausar, vegna þess, að samkvæmt okkar beztu og helgustu hvötum getum við ekki Sivarað þeim játandi. Ef við gæt- um staðhæft, að alt starf okkar væri einskis virði; að alt það, sem við leggjum krafta okkar að, ætti eyðileggingu' eina fyrir höndum; í.ð ekkert gott hlytist af tilraun- um okkar til góðs, þá játuðum við um leið tilgangsleysi allrar til- verunnar; þá játuðum við okkur hlægilega heimskingja, að vera að Ieggja á okkur alt þetta erfiði til einskis. Jafn-satt og það er, áð allir hin- ir sýnilegu vottar stritsins eiga eyðileggingu fyrir höndum, er hitt, að það, sem skóp hið sýnilega og stundlega — krafturinn á bak við það — lifir áfram og starfar áfram. Við erum niðjar þeirra, sem bygðu hinar fornu rústir. Við byggjum enn sem þeir. Sami starfsandinn býr í okkur, sem í þeim bjó. Þótt Snorrabúð sé stekkur, þá lifa enn þær frelsis hugsjónir og sá hetjuandi, sem eru lífsrætur í lenzks þjóðernis; sem fluttu feð- ur okkar vestur um haf frá Nor- egi til íslands, og síðar aftur vest- ur um haf frá íslandi til Vestur- heims. Og sjálfum okkur hljót- um við að reynast trú. Þess vegna erum við ekki að vinna fyrir gýg — hver sem árangurinn verður. Sá, sem reynist sjálfum sér trúr í sínu starfi, vinnur aldrei fyrir gýg, þó sú höll, sem hann reisir, falli í rústir um síðir. Höllin sú er að eins ytri stundlegur vottur þeirrar orku og þess anda, sem stöðugt heldur, áfram að byggja sér höll af höll, og hverja betri og fegri en þá fyrri. Myndin, sem allir dást að fyrir dráttsnild og litfegurð, er að eins ófullkomin líking þeirrar hug- sjónar — veruleikans — sem býr í huga listmálarans. Tónskáldið semur fagran tónleik; hljómarnir eru að eins ytra tákn tilfinninga, sem hann einn á og finnur. Hið eiginlega líf mannsins er ekki fólgið í hinum y4ri vottum þess, engu fremur en hinn eilífi lífs- kraftur er fólginn í líkama manns- ins og honum jafn dauðlegur. Mannkynið heldur áfram að byggja sínar hallir, sínar borgir. Hin mikla starfsöld, sem við nú lifum á, er vottur þess. Manns- andinn byggir sér á rústum fornr- ar þekkingar æ stórkostlegri og meiri mannvirki, félagskerfi og vísindakerfi. * En leiðirnar gerast æ nýjar. í fornöld leituðu feður okkár sér frægðar í siglingum og svaðilför- um; bardögum og blóðugum stríð- um. — Hvert skal nú sigla? því nú er engin ókunn strönd. Á hvern skal nú herja?—allir vilja friðinn og heimurinn gerist nú samtaka í að vísa stríðum og styrjöldum á dyr. Yfirborð jarðar hefir verið að mestu kannað; nú er leitað í iður jarðar — í geim loftsins — í und- irdjúp sjávar. Hið sýnilega hef- ir verið rannsakað út í yztu æsar, náttúruöflin könnuð, hverri hreyf- ingu' og því sem næst hverju afli lögmál gefin. Nú stefnir manns- andinn sjónum sínum að sálar- öflum og anda, beinir sjónum sínum inn á við. Hvað mun hann finna þar? Hvaða ný öfl; hvaða nýja krafta; hvern nýjan sann- leika, hver ný lögmál? Hvaða * Campbell’s Alfatnaðir karla, úr Tweéds, bláu Serge og Wors ted, einhnept og tvíhnept.. Ábyrgst að fara vel. Verð Þykkar silfur Fleece Lined Combinations, á Penmans Fleece Lined, fyrir Macinawa úr alull banda karlmönnum, af Oxford gerð, góðir og hlýir. Verð Karlmanna Buxur í stóru úrvali, ágætis efni. Verð Heimsíekið Búð vora sem fyrst og lítið á birgðirnar. CAMPBELL Stærsta fatabúð Winnipeg,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.