Lögberg - 04.11.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.11.1926, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 4. NÓVEMBBR, 1926. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Eftir óþektan höfund. Allan gat enga upplýsingu gefið hinni sorg- mæddu móður. Wemer gat það, en hann þagði. Hann var orðinn mjög fölur. Það sem hann vissi eða í- myndaði sér af orðum frú Bertholds, fanst honum svo alvarlegt og athugunarvert, að hann þorði ekki að segja hinni sorgmæddu konu það. Hann ætlaði fyrst að segja Allan einum frá því. Frú Berthold fór.svo burtu grátandi, í því skyni að finna fleiri kunningja, sem hugsanlegt var að gæti gefið henni huggandi upplýsingar um son sinn 0g verustað hans. “Hr. Allan!” sagði Werner, undir eins 0g frú Berthold var farin út, “má eg tala fáein orð við yður án vitna?” Hóteleigandinn horfði undrandi á unga manninn, sem hafði gripið í handlegg hans. “Hvað er það sem að yður gengur?” Bak við stofuna var lítið herbergi, sem enéri að garðinum, og einkanlega á kvöldin var notað af vissum hóp manna, og af mismunandi klúbbfélögum. Það var á iþessu augnabliki tómt. Allan gekk þangað inn með Werner. Undir eins og dyrunum var lokað, greip Werner báðar hendur Allans. “1 nærveru gömlu konunnar þorði eg ekki að tala.” sagði hann, “en nú finst mér það synd að þegja lengur. ” Svo sagði hann Allan, sem hlustaði með ná- kvæmu athygli, alt sem hann hafði heyrt og séð kvöldið áður. Þetta í sambandi við það, hve líkur Urban var Semper, eins og Wemer var áður búinn að minnast á, gat auðvitað vakið allmikinn kvíða. “Haldið þér nú að afbrot geti átt sér stað?” spurði Wemei;, þegar hann var búinn að segja frá því, sem gamli verkamaðurinn hafði sagt, að hann hefði ávalt séð Urban gleraugnalaus- an, þó að hann í nærvæm ókunnugra og á götum úti, væri alt af með græn gleraugu. “Já,” svaraði Allan mjög alvarlegur, “eg fer nú að trúa þessu.” Svo bætti hann við: “t öllu falli hefir Berthold verið seinast hjá Urban og hann verður að minsta kosti að gefa upplýs- ingar um þetta, ekki til okkar, heldur til lög- reglunnar, sem er skyldug til.að yfirhevra hann, og getur svo látið málið faila niður, eða rannsakað það nákvæmar. Eg er neyddur til að láta lögregluna vita um þetta, áður en það verður of seint, og hvarf Bertholds verður víð- ar kunnugt.” Allan framkvæmdi strax áform sitt, og fór til lögreglustjóra bæjarins. Þessi hátt setti embættismaður, hlustaði með nákvæmni á frásögn hóteleigandans, en óskaði svo fyrst af öllu að tala við Wemer sjálfan. Fimtán mínútum síðar kom lögreglustjór- inn til hótelsins og bað um ölglas. Það var bor- ið inn til hans í herbergið, sem snéri að garð- inum. Þar fékk hann tækifæri til að tala við Wemer. Þegar Wemer hafði sagt frá öllu, smáu og stóru, efaðist iögreglustjórinn ekki eitt augnablik um það, að hér var glæpur framinn. Hann mundi vel að strokumannslýsingin, sem fyrir tveim árum síðan var komin af hinum falska Semper, hafði líka í þessum bæ vakið all- mikla eftirtekt. Menn höfðu þá með leynd at- hugað alla ókunnuga, sem komu til hótelsins, og leynilögreglan hafði vikum saman verið á ferli á stöðinni, og njósnað nákvæmlega um alla, sem á ferð voru með lestunum, en enginn kom, sem líktist hið minsta hinum falska Sem- per. Engum hafði þá komið til hugar, að leita hans í verkstæði Allans. Jafnvel þó að lýsing- in ætti við Urban, vildi samt enginn álíta, að hinn ástundunarsami 0g að því er virtist á- reiðanlegi viðskifta ráðsmaður Allans, væri morðingi. En nú kæmi þetta málefni í Ijós á annan hátt. Eftir að jafn virðingarverður og vel stadd- ur maður og Berthold umboðsmaður var horf- inn, og af tilviljun hafði sézt .síðast hjá Urban, af jafn áreiðaníegu vitni og Werner, áleit lög- reglustjórinn sig hafa nægilega ástæðu til að láta taka Urban í löghald, svo að hann gæti gef- ið nákvæmar upplýsingar um þetta málefni. Og þó, nei, ” sagði hann eins og við sjálf- an sig, “með því að vera tekinn fastur, mundi lævís afbrotamaður gera alt, sem hann gæti, til að dylja hið sanna ásigkomulag málefnisins. Eg hefi annað áform, sem ef til vill gæti leitt í ljós 'hið rétta ásigkomulag málefnisins, á fáeinum augnablikum. ” Frá hótelinu fór hann fyrst til móður Bert- holds umboðsmanns. Gamla konan var nú orðin alvarlega veik af sorg og kvíða yfir hvarfi sonarins. Um hádegisbilið símritaði lögreglan fyrir- spurn til félagsins Wortmann ó Schubert, hvort Berthold væri ekki kominn þangað. Hálfri stundu síðar kom símritað svar, sem sagði að Berthold væri ekki kominn til L. Hann var því horfiníl. Samkvæmt beiðni Iögreglustjórans, skrif- aði Allan hóteleigandi bréf til Urbans. Það var þannig orðað: “Sem svar til bréfs yðar frá í gær skal þess getið, að hr. Wemer er ófús til að bera kostnaðinn við hækkun reykháfsins. En þar eð mér er mjög áríðandi að geta selt garðinn minn, hefi eg ákveðið að bera einn allan kostnaðinn við hækkunina. Eg er líka fús til, ef ér getið fengið samþykki bróður míns, að borga yður ákveðna upphæð^, sem við getum samið um. 1 því skyni bi& eg yður að koma til mín í kvöld kl. átta, þar eð eg, sökum annríkis viðskifta minna, get ekki losað mig við heimilið. Með virðingu, Elías Allan.” Ef Urban kæmi samkævmt þessu bréfi, sannaði koma hans, að hann væri móttækilegur fyrir mútur, og þá mætti einnig ætla honum onnur níðingsverk. Bréfið var sent til Urbans. Meðal gestanna við Irvöldverðinn í Gull- englinum var líka lögreglustjórinn. Nærvera hans í hótelinu gat engan grun vakið, þar eð það var eins mikið heimsótt af borgurum bæj- arins og af ferðafólki. Nokkrum mínútum eftir að klukkan í ráð- hússtuminum hafði slegið átta, Voru dyrnar að borðsal Gullengilsins opnaðar. Hr. Urban klæddur dökkum yfirfraklca utan yfir gráa skrifstofufrakkanum, og með grænu gleraugun fyrir augunum, kom inn. Allan fór með Urban inn í hliðarherbergi, og þangað fór Werner Mka með þeim. Samkvæmt skipun Allans kom frammi- stöðumaður með vínflösku og þrjú glös inn til þeirra. Alt leit þannig út, eins og hér ætti fram að fara viðskiftasamnin^ur. A sama augnabliki og þessir þrír voru horfnir inn í hliðarherbergið, stóð lögreglu- stjórinn upp af sæti sínu. Hann gekk út í sól- byrgið og læsti borðsalsdyrunum á eftir sér. Svo tók hann upp hvítan vasaklút, lét sem hann bæri hann upp að andlitinu, og veifaði honum eins og ósjálfrátt um leið. Á sama augnabliki var einnig veifað hvít- um vasaklút á torginu, góðan spöl frá hótelinu. Lögreglustjórinn hlaut að hafa gefið eina eða aðra bendingu með vasaklútnum, og var svarað á sama hátt. Svo gekk hann aftur inn í borðsalinn, tæmdi glasið sitt, sem stóð á borðinu, gekk nokkrum sinnum fram og aftumnm gólfið, nam við og við staðar til að skoða myndir á veggj- unum, eða líta á sig í speglinum, gekk svo eins og af tilviljun inn í herbergið, þar sem þessir þrír menn sátu. “Afsakið herrar mínir,” sagði hann, “ef eg kem til að trufla ykkpr. Eg vissi ekki að þið höfðuð farið hingað, til að vera hér út af fyrir ykkur, annars hefði eg ekki komið hingað óboð- inn. ’ ’ Hann lét sem hann ætlaði að fara út aftur. “Afsakið, hr. lögreglustjóri, ” hröpaði Allan og stóð upp, “þér truflið okkur alls ekki. Við töluðum um viðskifti, sem ekki eru svo áríð- andi, að þau þurfi að afgera innan fárra mín- útna. Við álítum í öllu falli að okkur sé veittur heiður, ef þér viljið vera hjá okkur.” Lögreglustjórinn þakkaði tilboðið og settist á þann stól, sem Allan bauð honum. Hóteleigandinn barði á borðið með staup- inu sínu, og skipaði frammistöðumanninum, sem strax kom inn, að koma með nýja flösku af víni og glas handa lögrelustjóranum. Þegar fraimmistöðumaðurinn var búinn að framkvæma þessa skipun, lokaði hann dvrun- um. Æðsti lögreglumaður bæarins, var þannig, eins og af tilviljun kominn í nánd við Urban. Hinn síðamefndi hlaut annaðhvort að hafa góða samvizku, eða vera yfirburða fimur í sjónj leikalistum, því hann misti ekki eitt augnablik sjálfstjóm sína né ró, þegar hann sá lögreglu- stjórann setjast við hlið sína. “Ef mér skjátlast ekki,” sagði lögreglu- stórinn við Wemer, samkvæmt hinu leynda ráðabmggi þeirra, “hefi eg skilið það þannig, að þér ætlið að setjast að í bænum okkar?” “Já, það er alveg rótt, hr. lögreglustjóri.” “Hann er í þann veginn að kaupa hótelið mitt,” sagði Allan. “Nei, er það tilfellið?” Lögreglustjórinn lét eins 0g hann yrði hissa. “Ekki vissi eg af þessu. Eg hefi hlotið að vera utan við mig, þegar þér kyntuð mér hann í borðsalnum. En hvað maður getur vilst. Eg hefði þorað að sverja að það snerist um einhverja litla jarð- eign.” Viðvíkjandi þessari athugasemd lögreglu- stjóra von Sorau, svaraði hóteleigandinn og bentiáUrban: / “Það er líka alveg rétt, og það er í því skyni að hr. Urban er hér.” Elías Allan sagði nú frá garðinum sínum, og að hann væri gerður verðlaus sökum þess, að reyknum slægi niður frá reykháf bróður síns. Á þennan hátt var Urban dreginn inn í samtalið. Hann talaði með mikilli hógværð um hina ýmsu verkfræðilegu erfiðleika, sem væru reyk- háfshækkunlnni, er Weraer krefðist, til fyrir- stöðu. “Þá hefði eg snúið mér að eintómum hug- sjónum, ” sagði Weraer hnugginn, “þegar eg var að hugsa um að setjast hér að, því án þess- arar alveg nauðsynlegu .umbótar, vil eg ekki kaupa garðinn, og án þess að garðurinn fylgi hótelinu í sölunni, vill hr. Allan ekki selja.” “Mér þykir þessar hindranir líka afarleið- ar,” sagði Urban. “Já,” sagði Weraer lauslega, “dvöl mín hér byrjaði með vonbrigum, og það lítur út fyrir að hún ætli líka að enda með vonbrigðum.” Um leið og hann séri sér svo eingöngu að Ur- ban, bætti hann við. “Eg verð aftur að biðja yður fyrirgefningar á því, með hvílíkum ákafa eg ávarpaði yður á götunni; en þessi villa mín er sannarlega fyrirgefanleg, því líkingin er al- veg undarlega mikil.” Urban svaraði engu, en hann hreyfði sig á þann hátt, seln ef til vill benti á vandræði yfir því, að samtalið snerist að þessu efni. Hann lagði nefnilega vindilinn sinn skyndilega á borðið. “Líking með þessum manni?” spurði lög- reglustjórinn kæruleysislega, eins og hann sök- um kurteisi tæki þátt í samtali til þess, að vera ekki alveg útilokaður frá því. “Hver á þá að líkjast honum?” “Maður nokkur,” svaraði Weraer, “sem fyrir tveim árum síðan fékk grun á sig í höfuð- borginni fyrir að hafa framkvæmt morð, og hefir síðan verið leitað á ýmsum stöðum, en ekki fundist.” • “Morð?” spurði lögreglustjórinn alvarleg- ur. “Við komum þar að því efni, sem viðkem- ur stöðu minni. ’ ’ Allan og Urban létu ekki til sín heyra. Urban tók aftur vindilinn sinn, og hélt á- fram að reykja mjög rólegur. Sem svar til spursmáls hr. von Soraus, sagði Weraer nú frá nánari krigumstæðum, viðvíkjandi morði Schol- •wiens. “Eg man vel eftir strokumanns lýsingunni, sem hingað var send viðvíkjandi hirfum ímynd- aða morðingja,” svaraði lögreglustjórinn, þeg- ar Werner hafði lokið sögu sinni. Urban hefir líklega álitið, að ef hann þegði v lengur, mundi það sýnast undarlegt, þar eð hann var aðal persónan í þessu málefni, þó að hann væri ennþá notaður, sem eins konar speg- ilmynd eða tvífari. Og þesvegna spurði hann hægt og rólega: “Og þessi manneskja líkist mér í raun 0g veru?” Þegar hann hafði flutt þessa spuraingu, dró hann andann þreytulega, og sýndist nokk- uð fölari en áður. .... “ Já, þið eruð eins líkir eins og tvíburabræð- ur líkjast hvor öðrum,” svaraði Weraer, “með þeim mismun aðeins, að hinn maðurinn hafði engin gleraugu, en þér brúkið græn gleraugu.” “Nú.” sagði lögreglustórinn við Urban, “takið þér þá af yður gleraugun, svo að þessi herra geti huggast og sannast um, að líkingin nær ekki til augnanna. ’ ’ Urban var auðvitað neyddur til að hlýða þessari kröfu hr. von Soraus, hvort sem hann var nú sá sami 0g ætlað var, eða ekki. “Með mestu ánægju*” sagði Urban, tók af sér gleraugun viðstöðulaust 0g leit með mestu rósemi á Werner. 'y Gegnum alla limi hans gekk eins og raf- magns kippur, sér til ósegjanlegrar skelfingar sá hann augu 'Sempers. Hve mjög sem Weraer reyndi að stjóraa sér, gat hann þó ekki ráðið við hræðslu sína. Hann rykti stólnum sínum aftur á bak, og sagði með skjálfandi röddu: ‘ ‘ Þetta eru augu Sempers! ’ ’ “Þesai manneskja hefir1 ^þá heitið .'Seta- per?” spurði Urban rólegur og bætti svo við: “Það er harla undarlegt að eg skyldi ekki lesa um þetta morð á þeim tíma. Eg hefi raunar svo mikið að gera, að eg fæ næstum aldrei tíma til að líta í blöð.” Svo hreyfði hann hendina, eins og hann ætlaði að láta á sig gleraugun aftur, sem hann hélt á, en hætti við það og lagði þau á borðið. Stutt og ógeðsleg þögn átti sér stað, eftir að Urban talaði þessi orð. “Við skulum láta liðna tímann eiga sig,” sagði lögreglustjórinn. “Vitið þér,” sagði hann við Urban, “alls ekkert um hið skyndi- lega hvarf Bertholds umboðsmanns?” Um leið og hann spurði um þetta, starði hann með sínum glöggu uppgötvunaraugum í augu Urbans, sem nú voru ekki hulin með gler- augum. Urban leit með sjáajnlegri skelfingu, fyrst á lögreglustjórann og svo á hina; en brá strax á sig kæraleysissvip og spurði: “Berthold? Umboðsmaður Max Berthold? Er hann horfinn? Hvað er það, sem maður heyrir ekki nú á dögum? Eg hélt að maðurinn væri í ,góðum kringumstæðum. Ognú er hann gersamlega horfinn! Strokinn í burt með leynd! ’ ’ “Slíkt á sér ekki stað,” svaraði löreglu- stjórinn hörkulega; “Berthold var, 0g er, að eg vona, velmegandi heiðarlegur maður, sem í gær ætlaði að fara til L. með jámbrautarlestinni. en er ekki kominn iþangað enn, og síðustu tuttugu og fjórar stundimar er horfinn á dularfullan hátt. Það getur ekki verið mögulegt, að hann hafi lent í neinu drykkju eða skemtifélagi, þar eð hann er þektur að því að vera áreiðanilegur maður, hann mundi heldur ekki vilja baka móð- ur sinni kvíða og hræðzlu, með þessari löngu fjarvera. Þessi vesalings kona er við það að deyja af 'sorg, yfir þessum einkásyni sínum. Maður verður að ætla að Berthold hafi orðið 'fyrir slysi.” “Slysi!” hrópaði Urban ákafur, “slysi, já, það er mjög sennilegt.” “Hr. Urban,” sagði lögreglustjórinn með beiskri hörku, “við vitum að Berthold var hjá yður í gærkvöldi, litlu áður en hann ætlaði að fara.”, > “Hjá mér,” hrópaði Urban með þeim á- kafa, sem var alveg óvanalegt af honum, “eg hefi ekki séð manninn í margar vikur.” Allan og Weraer urðu óttaslegnir, þegar þeir heyrðu þessi ósannindi hjá Urban; þar eð hann talaði opinber ósannindi varð grunurinn glæp hans ennþá stérkari. “Við vitum það alveg áreiðalega,” sagði lögreglustórinn, án þess að láta lygar Urbans villa sig, “því —” ,“Það verður að minsta kosti að sanna það fyrst!” hrópaði Urban, sem misti meira 0g meira af sjálfstjórn sinni, og lét nú ekki lög- reglustjórann enda setningar sínar. “Slík á- sökun er móðgun gegn mér.” Þess ákafari sem hann varð, því kaldari 0g ákveðnari mætti lögreglustjórinn honum. Hann tók alls ekkert tillit til æsingar eða mótmæla Urbans, en sagði rólegur: “'Sem stendur þarr ekki að sanna það fyrir yður, það er nægilegt að eg hefi sönnun fyrir því, og þessvegna spyr eg yður” — hann hækk- aði rödd sína — “sem lögreglumaður, hvenær yfirgaf Berthold yður í gærkvöldi, og vitið þér, hvað orðið er af honum?” , Urban sat eins og hann væri helfrosinn. Svo þaut hann skyndilega á fætur, enni hans var hrukkótt, og augabrýrnar hnyklaðar. Hinir mennirnir stóðu líka upp. “Hvernig ætti eg að vita,” hvæsti hann og» beit á jaxlinn, “hv.að orðið er af Berthold, þeg- ar eg hefi alls ekki séð hann?” Lögreglustórinn ypti nú öxlum lítt sjáan- lega 0g svaraði: “Þarf eg í þriðja sinn að segja yður, að á- reiðanlegt vitni sá Berthold ganga inn til yðar, og heyrði hann kasta kveðju á yður og nefna yður n-afni yðar?” “ Sýnið þér mér þetta vitni.” “Það stendur fyrir framan yður,” sagði Werner skýrt og ákveðinn. “Þér?” Urban skjögraði þegar hann heyrði þessi orð, eins og hann ætlaði að falla í ómegin, hann studdi sig með báðum höndum við stólinn, sem hann áður sat á, og horfði á gólfið, eins og hann væri að hugsa um eitthvað. Það var svo mikil kyrð í herberginu, að hver þessara fjögra manna gat heyrt sitt eigið hjarta slá, af æsing yfir því, hvað nú mundi koma. Þegar hr. von Sorau eftir langa þögn spurði Urban aftur, hverju hann svaraði spura- ingu sinni um verustað Bertholds, þá fyrst virt- ist Urban herða uþp hugann, 0g svaraði lög- reglustjóranum um leið og hann leit ilskulega til hinna: , “Eg hefi engu að svara fremur, og þar eð eg álít að þetta eigi þó ekki að vera yfirheyrzla, og’að eg hafi mitt fulla frelsi, þá vona eg að eg fái að fara heim. Þér hljótið að skilja,” sagði hann háðslega við Allan, “að eg er ekki lengur hrifinn af þess konar viðskifta samningum. Á- reiðanlega,” bætti hann við, ennþá háðslegar, <4sá, sem ekki fyrirverður sig fyrir að vilja múta mér, eins og eg get sannað af bréfi yðar, hann mun heldur ekki hika við að tæla heiðar- legan mann í gildru, eins og nú hefir átt sér stað, því slíkri meðferð hafði eg alls ekki bú- ist við, hélt hana yfirleitt ómögulega.” Hann snéri sér að dyrunum, sem láu inn í horðsalinn. , Lögreglustjórinn gekk fram fyrir hann, og skipaði honum að snúa aftur. “Það er þá í raun og vera áform yðar, að vilja taka mig í varðhald?” spurði Urban, sem nú hafði mist sína fyrverandi ró, og talaði orð- in fljótt og hörkulega með illa dulinni reiði. “Aðeins svo lengi,” svaraði lögreglustjór- inn, “þangað til eg fæ fregnir af árangri heim- ilisrannsóknarinnar, sem eg hefi nýlega látið fara fram í verkstæði Allans fyrir utan bæinn. ” “Heimilisrannsókn!” hrópaði Urban og hopaði á hæl, svo tautaði hann við sjálfan sig: “Það er úti um mig.” Hann sýndist vera fallinn í dá. Svo marg- ar hugsanir réðust nú á hann svo fljótlega, að Mklegt var að þær feldi jafnvel þenna þverúð- •arfulla syndara ti'l jarðarinnar. Hann gekk nokkur skref aftur á bak, og settist svo sundur- kraminn á þann stól, sem hann hafði áður setið * a. Alt í einu stökk hann á fætur. Ógeðslegur eldur logaði í augum hans, og skuggaleg á- kvörðun endurspeglaði sig í svip hans. Hóteleigandinn og Weraer héldu, að Ur- ban ætlaði sér að ráðast á lögreglustjórann, og ryðja sér til rúms að komast út. Þessvegna voru þeir á sama augnabliki við hlið hans, til þess að vera við því búnir að hjálpa Honum. En það varð ekki nauðsynlegt. “Ha, lia!” ómaði hás hlátur frá vörum Urbans, “sá maður, sem hefir hagað sér eins og eg hefi gert, má líka búast við uppskerunni af því.” Um leið 0g hann talaði þessi orð, hafði hann tekið gamaldags hylkishring af fmgri sínum, opnað hylkið og har það að vör- um sínum. Allur líkami hans skalf og hringur- inn datt á gólfið. “Frjáls,” sagði hann sigri hrósandi og rétti hendina í áttina til hinna þriggja manna; en orðið “frjáls” endaði með stuttri hryglu, svo reikaði hann með erfiðismunum að næstá stólnum, og féll niður fyrir framan hann. Líkami hans Výk gólfinu, en höfuðið studdist við stólinn. Þetta gekk alt svo fljótt fyrir sig, að hinir mennimir gátu naumast áttað sig á þessum við- burði, fvr en hann var afsthðinn. Meira undrandi en skelkaðir, hröðuðu þ'elr sér hins vegar að borðinu, og stóðu fyrir fram- an hinn deyjandi mann. \ Hylki hringsins hlaut að hafa geymt ein- hverja af þes-sum sterku eiturtegundum, sem láta blóðið storkna og orsaka dauðann næstum því á einu augnabliki.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.