Lögberg - 19.05.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.05.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 19. MAÍ 1927. »«. S Minningar. (Niðurlag.) ' Vorið eftir komst eg í líkt æf- intýri. Eins og áður er sagt, var það fellisvorið 1883, að Daníel norðanpóstur komst ekki suður vegna heyskorts og fl.. Og það var um sumarmálin, að Guð- mundur sýsjumaður biður mig að fara póstferð norður að Melstað í Miðfirði og mæta þar Daníel. Eg skoðaði skyldu mína að berj- ast fyrir lífinu, þó stórt hættuspil væri að að takast þessa ferð á henduá. Tiltekinn dag legg eg upp frá Arnarholti laust fyrir hádegi, með sex klyfjahesta, sem eg átti sjálfur, og hnakkhest til að hvíla mig á. Ekki var hugs» anlegt að fá hey nema á beztu heimjlum. Að Skarðshvömmum komst eg fyrsta daginn, og fékk töðu fyrir hrossin, því annað hey var lítið til, og var mér þar vel tekið. Næsta dag náði eg Forna- hvammi; var þar knapt um hey, en nóg fyrir mig að borða. — Morguninn eftir var ljótt útlit, samt lagði eg hálfsmeykur á heiðina, og las ferðamannsbæn- ina mína, og fól mig guði á vald. Ferðin gekk allvel fram undir Hæðartún. Þá fór að koma kaf- alds slitringur, og var eg með tvo poka af góðri töðu til að gefa hestunum. Og áður en þeir voru búnir með gjöfina, var skollinn á blind-þreifandi bylur, svo eg sá ekki út fyrir hestana. Varð eg því að hafa hraðan á að binda þá saman og reyna að taka þá stefnu sem eg hélt réttasta til bygða. Leiðarvísirinn var, að eg sá að- eins óglögg spor í sköflum með fram veginum. Klukkan var orð- in 2, þegar bylurinn skall á og stóð veðrið rétt á hlið, svo eg átti erfitt með hestana, sem ekkert vildu annað en snúa tagli í veðr- ið; þær stympingar voru erfiðar þangað til bylurinn alt í einu breyttist í hellirigningu og rok, svo að varla var stætt veður. Dá- lítið var eg kominn úr leið vestur þegar eg gat áttað mig. Jörð var mikið til orðin auð, svo eg komst loks um kl. 5 að Grænumýrar- tungu, þar sem eg bjóst við að gista. Hittist þá svo illa á, að þar var ekkert hey, og víst lítið af öðru. Eg var orðinn rennvot- ur og skalf, var þó í góðum “duffels” jakka. Árni bóndi var kátur og skrafhreyfinn, lét hita mér kaffi og gaf mér í það, sem reyndar varð nokkuð dýrt, þegar eg fór að borga það, en mér hitn- aði vel. Sagði Árni mér. að eg yrði að fara ofan að Meium, því Hrútafjarðará væri ófær. Það voru að mér fanst tvær dagleiðir þangað, og varð feginn, þegar eg komst þangað um sólsetur. Það véit enginn, nema sá sem reynir, hversu mikils virði það er fyrir ferðamann, að mæta því heimili, þar sem nóg er til af öllu, og gestrisni og rausn að því skapi. Hrossin voru hirt, og bæði þau og eg fengum alt, sem við þurftum með. Það eru fleiri, sem sömu söguna bera frá því heimili, um mörg ár. Daginn eftir var komið gott veður, og áin búin að ryðja sig, svo eg var kominn fyrir hádegi norður að Stað í Hrútafirði, og þar tóku á móti mér, ein§ og þau ættu i mér hvert bein, þau ágætu systkini, séra Páll Ólafsson og Ólafía / systir hans, sem nýbúin. var að missa sinn mæta eigin-l mann, séra Pál Jónsson, sem var prestur á Hesti í Andakílshreppi, þar sem séra Páll Ólafsson tók við eftir mág sinn; þar kyntist eg vel þeim ágætu sstkinum, er voru elskuð og virt af öllum, sem þau þektu. Séra ólafur varð því prest- ur minn; fyrirtaks prestur, og orðlagður söngmaður, og var un- un að heyra til hans í Hvamms- kirkju. — Eg var svo að Stað um nóttina, í góðu eftirlæti og alls- nægtum. Eg var svo heppinn að mæta Daníel pósti þarna, svo eg lagði snemma upp þaðan og náði síðla kvölds að Sveinatungu, til Jóns Jónssonar og Kristínar Péturs- dóttur frá Norðtungu. Jón var ekki heima, en hinn góðkunni sonur þeirra, sem nú hefir áunn- ið sér ágætt orð við stöðu sín$ sem umsjónarmaður grafreitsin? í Duluth, Minn., tók hrossin mín og sá vel um þau, og móðir hans lét mig ekkert vanta, sem eg gat tekið á móti. Þaðan fór eg dag- inn eftir heim, og lofaði góðan guð fyrir ferðina. — Seinna fór eg norður aftur sem póstur með 5 hesta um haust, tegar öll náttúran lék við mann. Einnig eina ferð um vor, með 4 pósthesta, vestur að Kvenna- brekku í Dölum. Báðar þessar ferðir tókust ágætlega. Guð- mundur sýslumaður borgaði mér alt af vel. Tvisvar fór eg mánaðartíma út á Skaga og reri þar, í annað skiftið hjá ólafi ,á Litlateig, sem eg var búinn að róa hjá í 16 ver- tíðir. Seinna vorið átti eg að vera með bát fyrir Ólaf, en það stóð á manninum, sem átti að vera með mér, og Níels í Lambhúsum vant- aði mann á bátinn með sér; hann var mágur Ólafs, svo hann bað mig að reyna að róa hjá honum; sagðist vita, að eg væri óvanur grunnmiðum, en það mundi lag- ast, svo eg fór til Níelsar, með því líka að þau hjón voru ágætis- hjón. — Þremur árum áður var eg búinn að vera formaður um vor á sexmanna-fari fyrir Níels, og fiskaði afbragðs vel. Um kvöldið var byrjaður róð- urinn og að eins farið út á grunn- mið. Þar hafði eg aldrei leitað fiskjar. Drengur var með okkur, Jón sonur Auðuns á Varmalæk, óvanur. Eftir að leitað var, fór Níels að draga fisk og fisk, en eg varð ekki lífs var. iSvo þegar all- ir fóru að róa út á djúpið, varð eg hamslaus og sagði Níels, að eg gæfi upp þenna grunnmiðs- róður, nema við sæktum til djúps eins og hinir. Eg setti upp segl- in og við fórum á eftir hinum og leituðum aldrei á grunni framar. INíels Sagði mér að eiga alla happadrætti, að flakandi lúðu. Við fiskuðum afbragðs vel, og satt er það, að alla þessa daga, sem við rerum, dró eg einlægt lúðu: smálúðu, stofnlúðu og fjór- ar stórar lúður, en Níels enga, var þó vel fiskinn. Við sóttum eins og skipin. Svo um lokin hættum við, og fékk eg þá lánað- an áttæring Hallgríms í Guðrún- arkoti, og reri vetrarvertíðina hjá Hallgrími. Við vorum tveir á 8- ræðingnum, en tókum farþega upp Borgarfjörð, Jón Loptsson, sem skrapp þangað að sjá fólk sitt; tók hann að sér að stýra skipinu út á Skaga aftur; og há- seti var Magnús Gunnlaugsson vinnumaður minn. Þessi mánað- artími var einhver sá happasæl- asti, sem eg lifði á íslandi. Við lentum fyrir innan Stofholtskast- alann; var stutt bæjarleið þang- að frá mér, og sótti eg þangað mest fiskæti, blautt og hart, á 8 hestum, og gerði lúðan, happa- drættir mínir, þunga tvo hest- burði, sem eg hafði auk hlutar. Þorskinn saltaði eg og skildi eft- ir. Þessi drottins blessun var mér mikils virði og notadrjúg, góðum guði sé lof. Það var dálítil l laxve'iðT“íá Hiamrendum, en misjöfn og afar óþægileg. Veiðin var í félagi við Neðranes bóndann og vanalega ekki byrjað fyr en 8 vikur af sumri og allir vatnavextir voru úr ánni. Veiðitíminn var á nótt- unni og vorum við klæddir vatns- heldum skinnstökkum. Það var ádráttur á þann hátt, að setið var Hamsenda megin á vatnsbakkan- um og beðið þangað til að laxinn sást renna upp eftir ánni, og það sáu að eins þeir, sem vanir voru, því oftar kom hann eftir ánni nærr; botni. Þegar vindbára var, sást að eins tiplingur í gegn um strauminn, og þá kallaði Einar í Nesi til mín (svo hét félagi minn, sem kom hingað árið á eftir mér og settist fyrst að í Álftavatns- bygð, en flutti sig eftir fá ár að Narrows, bjó þar nokkur ár góðu búi og dó þar; kona hans var Guðrún Helgadóttir frá Nesi, var góð kona, eins og þau voru bæði, hann vinur vina sinna, en ebki aillra. Ij JEinar var iKíristjánsson, frá Vallnakoti, og systir Einars Sesselja, kona Andrésar Fjeld- sted; þau voru merkishjón á Hvít- árvöllum og hann þektur fyrir svo margar íþróttir og forystu, og ejns lék alt í höndum hans, smíð- ar ö. fl.; eg heyrði sagt, að frá húsi hans hefðju verið 300 faðmar niður að Hvítá og þar með, að hann hefði leikið sér að því að skjóta seli á þessu færi til dauðs. —Hann hefði verið góður í stríð- inu mikla.) Við laxveiðina var það hlutverk mitt að draga 32 faðma net yfir ána, og vaða í mitti, en vera bú- inn að því áður en laxinn komst fyrir nethálsinn. En Einar fór upp á næsta brot, fældi laxinn ofan og þá var netið fyrir, sem hann vanalegast fór í og svo bug- að að sunnan verðu. Vorið 1883 veiddum við allvel. Eina nótt fékk eg meira en á hest, bar sjálfur að auki. Mig minnir að eg fengi það vor frá 3—400 kr. fyrir utan það sem þurfti til heimilis. Það kom sér vel, því eg var að byggja bæinn, sem all- ur var fallinn, og kostaði það mik- ið, og tók upp laxveiðina það vor. Hjá mér var unglings piltur það vor, Hannes Benediktsson, sem nú býr með konu og börnum í Wynyard, Sask. Hann fór víst þrjár ferðir eftir trjávið út á Akranes með sex hesta, og eina ferð með honum Bjarni Sumar- liðason mágur hans, og voru þeir með tíu eða tólf hesta. Þó Hann- es væri ungur, innan tvítugs að mig minnir, þá var hann góður að ferðast, hvorki meiddist né heltist hestur hjá honum, var hann þó kappsamur vel, og þótti mér vænt um það. Það var hart fyrir mig að vaka við veiðar á nóttunni og vinna við baðstofusmíðið á daginn; gat lítið fengið menn til hjálpar. Björn smiður Þorláksson í Staf- holti kom upp með mér grindinni, og Einar Jónsson frá Kletti var hjá mér eina viku seinna um sum- arið. Bærinn var að mestu klár áður en haustið kom, og voru í röð: skemma norðast, svo bæjar- dyr með lofti, svo baðstofa, svo hjallur og svo smiðja. Þessi hús öll voru með borðaþilum, rauðum og hvítum vindskeiðum, og alt með sömu ummerkjum, þegar eg kom heim 1920, nema hjallurinn horfinn og smiðjan færð; en járn- þak á öllum hinum húsunum við- bætt; veggirnir stóðu höggunar- lausir eftir mig og standa enn lengi. Mér voru borgaðar'25 kr. í ofanálag á bæinn, allan svona fallinn, en fékk 30 kr. þegar eg fór. Dýr húsaleiga hefði það þótt hér. — Eg tók jörðina af Gísla Tómassyni, sem bjó þar nokkur ár, eftir Guðmund heit., sem úti varð á milli Hamrenda og Hjarð- arholts með Jóhannesi sýslumanni frá Hjarðarholti, í einum dráps- bylnum; fanst Guðm. sál. i Hjarð- arholts landbroti, og hafði sjáan- lega Jóhannes sýslum. búið þar um hann og yfirgefið hann svo, því hann fanst upp undir Hjarð- arholts túngarði látinn; en með hestana man eg ekki vel um, né ártalið. Báðir voru þessir menn að verðugu harmaðir mjög, Jó- hannes sem gott og vinsælt yfir- vald og þar að auki gæðamaður í sjálfu sér. Guðmundur var orð- lagður sómamaður í sinni sveit, bjó ágætu búi á sjálfs sín eign og hafði ágætt orð á sér fyrir gestrisni og:/ hjálpsemi. Tvær dætra hans áttu þeir Þorbergur Fjeldsted, sem áður er getið, og Þorsteinn Halldórsson í Bakka- koti. — Þenna útúrdúr geri eg til þess að skýra betur málefnið. Af Gísla keyptj eg upp á 500 kr., þegar eg byrjaði þenna bú- skap. Eg átti sjálfur í peningum rúmlega helminginn. Þetta voru tvær kýr, eitt hross, fáeinar kind- ur, fjárhús og fleira smálegt. Þetta varð eg að vera búinn að borga fýrir næsta vor, því Gísli fór þá með alt sitt til Vestur- heims. Fyrir kirkjuviðar flutn- inginn fékk eg 125 kr. og allar póstferðirnar þrjár rúmlega ann- að eins. Þarna með þessu varð gleymd goldin skuld til Gísla, borguð á sínum tíma. Margt var erfitt á Hamreiidum, sem er fólksfrek jörð, og létt und- ir bú fyrir ásauði, mýrarjörð, gestagangur mikill og erfiðastur. Báðir póstarnir, Daníel að norð- an og Árni að austan, gistu alt af hjá mér, með menn og marga hesta. Þeirra regla var, að borga tvær kr. fyrir manninn, og eina kr. fyrir hest yfir nóttina, og var eg vel að því kominn. Svo voru borgfirzkir bændur á ferðinni upp að Arnarholti, að hitta Guð- mund sýslumann. Þeir komu oft- ar síðla dags og dvaldist þá fram í vökulok, því endað var með púnsdrykkju, Hamrendar næsti bær og þvi ekki í annað hús að venda en til okkar; þeir voru vanalegast frá sér að morgni og því matlystugir kl. 11 til 12 að kvöldinu. Fyrst var ekki siður innan sveitar að borga fyrir sig, svo voru Borgfirðingar góðir kunningjar mínir flestir. Ef þeir voru gangandi, þá bættist ofan á að fara bæjarleið ofan að ferju til þess að flytja þá yfir Hvítá. Varð eg því að hafa hraðan á til að fara báðar leiðir og ferja á hálfum öðrum tíma, og þeir borg- uðu heldur aldrei, sumir þessir. Svo voru allra handa umrenning- ar. Það kom því varla fyrir, að ekki væri einhverjir nótt hjá okk- ur, haust og vor, minna á vetrum og sumri, nema Norðlingar sem fóru til sjóar og komu Holta- vörðuheiði, sem voru nætur og fengu ferju. Ferjutollur var 20 aurar fyrir mann, og 8—12 aurar fyrir kindina. — Eg ferjaði ein- lægt Guðmund sýslumann, og oft kom hann með stórhöfðingja úr ReykjaVík, sem þurftu að sjá Pái Blöndal læknir; þessir höfðingj- ar höfðu alist upp við dáleiðslu og gleðskap í fínu stofunum sínum í Reykjavík, höfðu því ekki minstu hugmynd um litlu báruna, sem að lokum varð svo stór, að af henni myndaðist oft hafrót lífsins, sem allir hræðast. Þeir skoðuðu mig og þótti eg ekki árennilegur, og svo hafskipið, og eftir dálitla um- hugsun töldu þeir það stóran lífsháska, að fara með svona litl- um knerri yfir þessa straum- hörðu stórelfi, er á svo mörgum hafði vætt kollinn og flutt sál þeirra til betri staðar. Því var oft, þegar að ánni kom, að hún sýndist ekki broshýr í vatna- vexti, svo það varð oft talsvert þjark. En Guðmundur sýslumað- ur varð að taka á allri sinni mælsku til að telja þeim trú um, að hann færi alt af á þessari ferju og aldrei orðið neitt að. Alt gekk auðvitað nokkuð vel. Báturinn var allstór, og eg ferjaði oft far- angur og fé á honum fyrir Cock- ill, sem eg fékk oft góð laun fyr- ir. Þegar yfir um kom, var tek- ið í hönd mína með tómum lófa. Guðmundur sýslumaður átti svo gott skilið af mér. Hann og Páll Blöndal í Stafholtsey eru þeir beztu nágrannar, sem eg nokkurn tíma hefi átt, báðu megin hafs. Það var ferja í Langholti, Bakka- koti og Þingnesi, og sagði eg Guð- mundi Pálssyni, að eg vildi ekki ferja. En sýslumaður sagðist setja lögferju hjá mér, ef eg neitaði sér. Á veturna, þegar hann var að sækja sýslufundi suður í Borgarfjörð og búinn að dagsetja, kom oft fyrir að áimwar ófær. iStundum komst svo langt, er sýslumaður kom til mín, að við Sveinn Benediktsson frá Eini- felli (afburða kjarkmaður) fórum með honum. Ef eg sá mér fært að ferja sýslumann, þá var það oft, að Sveinn varð að sundhleypa báðar árnar. Þverá og Hvítá, á Langholtsvaði, því á ferjustaðn- um voru höfuðísar báðum megin. Það var ekki heiglum hent, að fylgja Sveini, enda þorði það eng- inn, fyrst sundið, og svo áskrið oft svo afar mikið; þurfti til þess góða hesta. Þetta voru oft svað- ilfarir fyrir okkur Svein, að tefla við Hvítá í Borgarfirði. Og sein- asta veturinn komu fjórir Norð- lendingar um kvöld. Þeir voru orðnir allslausir, tíðin var svo slæm. Eg sagði þeim, að áin væri ófær af ísreki. Þeir sögðust skyldu borga mér vel. Eg vissi að það mátti komast suður, en ekki norður. Þessi áður nefndi Sveinn var gestur hjá mér, og bauðst hann strax til að koma með mér. Svo tók eg vinnumann, Magnús Gunnlaugsson líka með mér. Þegar að ánni kom sá eg; að við mundum geta komist suð- ur yfir. Sáum að miðstreymis rann áin með miklum ísburði og áskriði, héldum þó fært. Eg tók minni bátinn, vildi síður missa hinn, ef illa færi. Báturinn var hlaðinn með okkur sex, svo ekk- ert mátti við bætast. Við settum fram og á stað, en Magnús stóð eftir á bakkanum. Þegar út á miðja ána kom, var veggur af ís- hraða að sunnan verðu, sem ^ór jafn hart straumnum sjálfum. Eg reri báðum árum, en bað Svein að taka stöngina, fara aftur í skut og ýta upp í ísinn svo vel sem hann gæti. Þegar hætti að miða, fór eg fram í með aðra árina og ýttum inn í ísinn eins og við bezt gátum, þar til alt var orðið fast, og báturinn hlóðst svo, að eg harðbannaði þeim að hreyfa sig, en þeir voru farnir að góla af hræðslu. Eftir rúman klukkutíma var báturinn orðinn fastur við ásinn. Það var í kring um klukk- an 5, sem við lögðqm á ána; en klukkan 9 var kominn harður ís, svo við gátum ólmast í bátnum eftir vild. Sumir gátu ekkert af hræðslu, og voru að barma sér að við yrðum þeirra vegna að frjósa þarna í hel í bátnum. — Klukkan hálf-tólf tókum við 14 feiá planka, og settum hann út á ísinn; náði hann að höfuðísnþm frá bátnum. Einn ferðamanna var 17 ára piltur, og létum við á hann kaðal og ætluðum að láta hann hlaupa á plankanum upp á ísinn. En þegar hann kom á plankaendann varð hann hrædd- ur og stanzaði, sva endinn sem að okkur sneri, braut ísinn og fór ofan í vatnið, og drengurinn nærri á kaf. við drógum hann inn á kaðlinum gegnvotan. Nú var kjarkurinn frá kvöldinu áður heldur farinn að minka, en í stað hans grátur og vein. Við rifum drenginn úr öllu, eins beran og hann kom frá móðurlífi. Þeir höfðu þur og hrein föt, spm við færðum hann í, og lifnaði hann brátt við aftur. En tvo hina var farið að kala, því þetta var annað mesta frostið, sem kom á vetr- inum, samkvæmt frostmæli, er Blöndal hafði. — Þegar þetta var alt búið, fórum við enn að reyna að láta plankann á ísinn, og fjöl sem eg hafði, ofan á, en létum plankaendann hvíla á borðstokk bátsins. Þegar við fórum að reyna á þetta, bærðist ísinn ekki neitt, og hlupum við í hendingskasti upp, urðum lausninni fegnir og lofuðum guð fyrir. *— Við fórum nú heim að Stofholtsey, vöktum þar upp og allir urðu hissa. Páli Blöndal kom ofan, skoðaði okkur, og voru tveir kaldir til muna og hinir/ lítið; við iSveinn ekkert. Kl. var 4, þegar við náðum að Stafholtsey. Blöndal gaf okkur Sveini púns, svo okkur hitnaði vel. Hinir háttuðu strax. Kl. hálf sjö fórum við Sveinn ofan að Bakkakoti, gengum þar yfir ána, og var kona mín fegin, því allir töldu okkur af og héldu, að við værum komnir í annan sælli stað. Þetta var seinasta veturinn minn á Hamrendum, og var eg farinn að þreytast. Þegar eg fór að yfirvega alt þetta: erfiðleik- ana, framtíðar vonina, ef svona héldist, fór eg að gá að, hvað eg kom með að Hamrendum. Að Kal- manstungu kom eg með 106 kind- ur, 10 hross, og rúmar hundrað krónur átti eg inni hjá Jóni Stef- ánssyni í Reykjavík og nær 200 kr. í peningum; en græddi tals- vert í Kalmanstungu hið minni- Iega ár, 1881, fellisárið, grasleys- isárið. Eg fór því með svipuð efni að Hamrendum og eg kom með að sunnan; konan kom með viðbætir: 5 ær, 1 kú, sem eg seldi Salómoni í Síðumúla, þegar eg flutti vestur, og__eitt hross — svo eg byrjaði með 40 ær, 4 kýr og 10 hross, en keypti 3 af póstinum. 60 kr. var útsvar mitt öll þau fjögur ár, sem eg bjó á Hamr- endum, jörðin var afgjaldsþung á móts við það sem hún gaf af sér, því eins og áður er sagt, var veiðin mjög lítil, nema þetta eina vor, mjög misjafnt og lítið um vinnufólk. Svo kom sýslugjald, mig minnir 8 af allri tíund; svo til prests og kirkju, og áðurnefnt sveitarútsvar, o. fl. Þegar eg fór að gá að gróðan- um, með öllum ^töldum þrældómi, fann eg það út, að ef eg skilaði öllu af mér aftur, með kvígildum, þá hafði eg heldur farið niður, en ekki grætt. Þrjú börn höfðu okkur fæðst, tvö af þeim lifandi; öll líkindi til að við þau bættist, en engin vissa fyrir framförum. Leizt mér því illa á, þar sem ekkert var farið að lagast með neitt. Skrifa eg þá Stefáni tengda- föður mínum og segi honum hvar sakir standi; eg hafi óbeit á Ameríkuferðum, en sé hins vegar kvíðinn fyrir framtíðinni, og hvernig fari, ef vildi flýja eins og hinir. Ólafur skrifar í Stefáns um- boði, að eg sé dugnaðarmaður og engin hætta á að eg bjargi mér ekki í Yesturheimi, og hann haldi mér ekki heima, ef eg geti fengið betri stað, hvað sem jörðinni liði. Eg sá strax hvar fiskur lá und ir steini, fer yfir að Stafholtsey og segi við Blöndal: Þig hefir lengi langað til að fá hestana mína; nú eru þeir til sölu Hann spyr hvernig standi á því. Eg segist ætla til Ameríku. — Blöndal segist þá ekki vilja kaupa svo eg fari ekki. Eg sagðist fara, og þá sagðist hann endilega vilja ganga fyrir. Það er svo ekki að orðlengja, að eg seldi honum 12 hross, 8 áburðarhestaþ eina reið- meri, aðra meri og tvö trippi; einnig nýja ferjubátinn minn stóra, alt fyrir 300 kr.. — Svo hélt eg áfram suður að Hesti, og seldi þar séra Arnóri 70 gemlinga á 300 kr.. Síðan fór eg ofan að Völlum, og bið Andrés um út- flutningsleyfi, því hann var út- flutningsagent. Þar kom annað hljóð í strokk- inn. Andrés Fjeldsted sagði, að ef eg kæmist ekki af á íslandi, jafn dúglegur og eins vel efnum búinn og eg væri, þá kæmist eng- inn þar af. Eg gerði rangt, ætt- landi mínu að bregðast því, og vita ekkert hvað við tæki. Það var hart að þola þann lest- ur, og vilja vera kyr. En sú rama föðurtúna taug slitnaði, og það dugðu engin orð. Eg borgaði 10 kr. fyrir hvern, við vorum þrjú og fargjaldið fengið. En daginn eftir kemur til mín Jón Guð- mundsson, umboðsmaður séra Ól- afs í Lundi, og býður mér 50 kr í hvert hross of þeim fullorðnu og 35 í trippin. Þetta var Jón, sem átti ekkju Jóhanns Tómassonar á Skarði í Lundareykjadal; síðast var Jón ráðsmaður á Vífilstaða- hæli við Reykjavík. Sonúr hans og Þórdísar, fnig minnir Korts- dóttur, sunnan úr Kjós, er Guð- mundur Jónsson búfræðingur á Ytri Skeljabrekku, sem á dóttur séra Magnúsar á Gilsbakka. Eg fór að selja í ákafa: tvær kýr á 130 kr., 15 tvævetur sauði á 200 kr., 20 ær á 200 kr.. Dautt og lifandi seldi eg upp á tæpar 2,000 kr. Seldi svo á uppboði nokkrar kindur og kiðlinga og allslags á- höld á 20 kr.; alls hljóp uppboðið á 368 kr., og hefir ekki eitt cent komið hingað af því. Sýslumað- urinn og Páll Blöndal voru inn- köllunarmenn. Sýslumaður dó um haustið eða veturinn eftir; það sem var komið inn til hans, tapaðist í þrotabúi. Eg skuldaði 40 kr. úti á Skaga, Thorvaldsen kaupmanni; Páll borgaði það og 25 kr. til móður minnar. Meira fékk eg ekki. Svo var lagt upp í langferðina, með allar þessar miklu vonir. Páll Blöndal flutti mig á hestun- um mínum út á Skaga. Kona, tvö börn og stúlka, sem eg ætlaði að lána fargjöld, komu ekki, og tapaði eg þar 10 kr. strax. Við fórum svo á stað, eins og víst allir að heiman, með von um að skaparinn allra gæða væri nú að færa okkur í annan betri stað, P5r sem náttúruöflin færðu okk- ur blessun guðs úr frjóva jarð- veginum, svo sem hann fyrst sagði í Eden og okkur, að erfiða og svo næra okkur og okkar af arðinum. tKWH^O^HKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHWHKHKHKHKHKH^^^ Sendið korn yðar tii UNITEDGRAINGROWERlI? Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu semhugsanleg er. KHKH><H><H><HKH><H><HÍ<H><HKHKH><H><H><HKHKH><HKHKH5<H><HKHKH><H><í' Við lögðum á stað í júní frá Reykjavík, eftir að allir okkar kæru vinir voru búnir að leggja yfir okkur þær einlægu hjartans bænir, sem fylgt hafa okkur hér í gegn um alt lífið. — Við fórum í kring um alt ísland að austan og norður til Seyðisfjarðar. Það- an var lagt síðast frá í svarta- þoku, svo við gátum ekki séð okk- ar kæra síðasta tind. Með tár í augum var öndvegissúlum kastað fyrir borð með sömu heitum og forfeðurnir gömlu strengdu og efndu svo á eftir. Bjöm Jónsson. Fundargerð Sveitar- stjórnar í Bifröst FjórSi fundur 1927 var haldiifn i Arborg, hinn 25. apríl. Viðstaddir voru: B. I. Sagvaldason oddviti, G. Sigmundson, J. Eyjolfson, M. Wochychyn, T. Ingaldson, S. Finnson, C. C. Tomasson, O. Meier, og F. Hakonson. Oddviti setti fundinn kl. 5.15 e. h. og bað skrifara að Iesa fundargerð frá síðasta fundi. — Fundargerðin var lesin. Oddviti dró athygli fundarins að því, að þar sem hann hefði minst á afslátt af skatti 1926, þá hefði hann að eins átt við þau lönd, er sveitin ætti og hefði söluskírteini fyrir. Var fundargerðin Ieiðrétt samkvæmt því. J. Eyjolfson og S. Finnson lögðu til að fundargerðin væri samþykt. eins og hún var lesin, og nú leiðrétt. — Saniþykt. Seve Speider frá Shomcliffe kom á fund og krafðist áframhalds á vegabótum í 8. deild. — Hakonson sagði honumi, að það mál kæmi fyrir seinna á fundinum. Skjal var lesið-frá 60 gjaldendum í Shorncliffe, sem heimtaði að Hak- onson sveitarráðsmaður segði af sér. Finnson og Eyjolfson lögðu til, að þar- sem þetta mál hefði verið út- kljáð af dómstólum Manitobafylkis, þá skyldi það ekki tekið fyrir af fundinum. — Samþykt. Joseph Chirek fór fram á, að hald- ið sé áfram vinnu á vegastæði austan við Sect. 4 og 9-24-2 East. Sveitarráðið gat ekki sagt með, vissu, hvað hægt væri að gera í því efni í sumar. Mrs. D. Melnychuk frá Silver mætti á fundinum og bað um fátækra- styrk. , Wochychyn og Ingaldson lögðu til að sveittrráðrti veiti henni $10 og að skrifara sé falið að skrifa Child Welfare viðvíkjandi þessari konu.— Samþykt. Mrs. Frank Mariaz frá Vidir kvartaði undan því, hvernig tengda- faðir sinn færi með sig. Henni var vísað til lögregludómarans. Meier sveitarráðsmaður bað um fátækrastyrk handa Mrs. J. Pritniski. Eyjolfson og Ingaldson lögðu til, að veita Mrs. Pritniski $26 styrk í næstu þrjá mánuði.—Sam/þykt. Jakob Sigvaldason mætti fyrir sveitarráðinu og skýrði frá, að áin hefði flætt yfir landið í vestur og suðurhluta Víðir héraðs. Hann hélt því fram, a, meira vatni hefð.i verið veitt í ána en farvegurinn tæki og hefði þetta þegar gert töluverðan skaða, og þar sem það væri stjórnin í Manitoba, sem hefði látið veita? vatni i ana fra stöðum utan sveitar- innar og sem tjón hefði hlotist af, þá hélt hann að rétt væri að draga at- hygli sveitarráðsins "að þessu. Peter Dzadakiewiecz, S W % 32- 23-3 E. mætti viðvíkjandi við, sem tekinn hafði verið upp í skatt 1926, að upphæð $51.01. J. Eyjolfson og T. Ingaldson lögðu til að endurborga honum þessa upp- hæð. — Samþykt. Bænarskrá frá gjaldendum í Fram- nes skólahéraði um að opna veg milli Sect. 19. og 20-22-2 E. Sig'nundson og Finnson lögðu til, að fela þetta mál Ingaldson sveitar- ráðsmanni í 4. deild. — Samþykt. Tilboð frá Mike Allan um að hyggja brú á vegalínumti milli 2 og 11-24-2 E. Samþykt að fela sveitar ráðsmanni Meier að ráða fram úr því máli. Paul Byra, að onaður væri vegur austan við iSec. 24-23-2E. Sveitar- ráðinu sýndist ekki ráðlegt að'opna nýja vegi fyr en það sæi hvað mikl- ir peningar væri til, eftir að búið væri að bæta þær vegaskemdir, sem flóðin hefðu valdið að undanförnu. Sam Pasicka bauð að selja sveit- arráðinu 3-þuml. tamarac-planka. Sigmundson og Hakonson lögðu til að sveitarráðsmönnunum sé heimilað að kaupa efni í brýr eftir þörfum á þeim stöðum, næstjr eru, og fari verðið ekki fram úr $35 fyrir þús- und fet af tirnbri. — Samþykt. Paul Parada bað um uppgjöf á skatti, en sveitarráðið sá sér ekki fært að verða við þeim tilmælum. D. Chyzy frá Víðir, viðvíkjandi vegavinnu, gerðri fyrir tveim árum. Fylkið átti að borga helminginn af kostnaðinum, en sveitin hinn helm- inginn. Sagði hann, að nú hefði ýylkið borgað sinn hluta, og áleit hann að sveitin ætti^einnig að borga það, serrt henni bæri að borga fyrir þetta verk. Skrifara var falið að yfirlíta skil- ríki fyrir þessu verki og skýra frá þeim á næsta fundi. John Myglod, Sec. 5-24-1 E, fór fram á uppgjöf á skatti. Sveitarráð- ið sá sér ekki fært að veita það. Wochychyn og Sigmundson báru fram þessa tillögu: Þar eð Sveitarráðið í Bifröst-sveit hefir nú veitt móttöku skýrslu frá Court of Revision, þar sem skýrt er frá að það hafi nú lokið við yfir- skoðun á virðingarlistum sveitarinn- ar fyrir árið 1927, og þar eð fyr- n<“fnt Court of Revision hefir af- greitt allar kvartanir, sem innan á- kveðins tíma hafa verið sendar fjár- máiaritara, virðingarlistunum við- víkjkndi, Þa er hér með lýst yfir því, að fyr- nefndir virðingalistar, eins og þeir eru nú yfirskoðaðir og leiðréttir, eru gildandi fyrir Bifröst sveit árið 1927 í öllu því, er Sveitarvirðingarlögin ná til. — Samþykt. John Mariaz bað sveitarráðið um fátækrastyrk. Finnson og Ingaldson lögðu til að veita John Mariaz $15 styrk i næstu þrjá mlánuði. — Samþykt. Sveitarráðsm. Sigmundson skýrði sveitarráðinu frá, að peninga þyrfti til að bera möl á þjóðveginn sunnan við Hnausa. Finnson og Wochychyn lögðu til að heimila sveitarráðsm. Sigmundson að nota til þessa verks þá peninga, sem nauðsynlegir séu til að koma j brautinni í lag, af því fé sem hans deild sé ætlað til vegavinnu. — Sam- þykt. Mike Mryglod bað um pemnga til vegagerðar sunnan við Sec. 4-24-lE. Sigmundson og Ingaldson lögðu til að fela þetta mál sveitarráðsm. Ftnnson. — Samþykt. (Framh. á 7. bla.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.