Lögberg - 19.05.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.05.1927, Blaðsíða 6
Sh.« LöGBERG, FIM.TUDAGINN 19. MAÍ 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. “Já, hann bað mig að færa þér kveðju sína.” Eftir litla þögn bætti hún við: “Hann var að leita eiginorðs við mig.” “Var það svo sem ekki sjálfsagt?” svaraði faðir hennar. “Þeir gera það allir. Hverju svaraðir þú?” “Því sem eg er vön að svara öðrum.” ‘Nú!!” Hann sat þegjandi nokkra stund og sló hægt og gætilega með gleraugum sínum á borðið fyrir framan sig. Að síðustu mælti hann: “Þú hefðir getað valið ver. Eg er á- nægður með hann.” “Eg er ekki í minsta vafa um, að hann get- ur safnað miljónunum saman. Hann er í sann- leika sá eini, sem eg hefi kynst, sem eg er alveg sannfærður um að getur það—” Hér gaf Mild- re.d bendingu um, að hún vildi ekki meira um þetta tala. “Eg vona, að þú hafir ekki móðgað hann.” Mildred híeypti brúnum'og svaraði: “Fyrirgefðu mér, eg hefði mátt vita—” Waylands horfði á blað í bókinni, sem hann hélt á, og mælti eftir stutta þögn: “Það er eitthvað ákveðið við þig, nærri því eins og þú værir karlmaður.. Þeir þora aldrei að minn- ast á þessi mál við þig oftar en einu sinni.” “Ó, jú,” svaraði Mildred, “altjént hann Alton Clyde.” Waylands setti Clyde til síðu með stakri fyrirlitningu, sem sýndi glögt, hvert álit hann hafði á hdnum. ' “Eg mundi hugsa vandlega um þetta, ef eg væri þú,” sagði hann. Hann hugsaði sig um dálitla stund og bætti svo við: “Ef að þú vild- ir breyta meiningu þinni við og við, eins og aðrar stúlkur gera—” “Eg hefi breytt um skoðun í kvöld, síðan Marsh fór,” svaraði Mildred. “Agætt,” svaraði faðir hennar ákveðinn. “Eg hefi ásett mér að fara með ykkur til Kjalvíkur.” i Þetta sama kvöld sat stúlka í litlum snjó- þöktum kofa í skógarjaðrinum { Kjalvík. Hún sat við píanó og fingurnir hvítir og holdgrann- ir léku á sömu nóturnar og þá er hún og Emer- son sungu saman þar í bjálkakofanum. 1 huga hennar var mynd af manni, sem stóð þögull við hlið hennar og í eyrum sér fanst henni rödd hans hljóma. Hún lék lagið frá upphafi til enda og við enda þess brast hún í grát með þungum ekka. Hún lét höfuðið hníga ofan á handleggina, sem hvíldu á nótnaborði hljóðfær- isins og fal andlit sitt í þeim. Endurminning- arnir liðu í gegn um huga hennar eins og töframyndir. Gleymdur koss brann á vörum henni og henni fanst hún vera alein í lífinu. - i -13. KAPITULI. A hótelinu hitti Emerson þá Fraser og Balt, sem biðu eftir að hann kæmi heim. Þeir voru hátalaðir og hinir glöðustu út af hepni Emer- sons, að geta lokið málum sínum í Chicago og voru ákafir með að komast á stað vestur á bóg- inn aftur. “Það er sannarlega létt af mér byrði,” mælti Fraser, “að þessum kaupsamningum skuli vera lokið.” Emerson brosti og mælti: “Þegar þú hef- ir nú lokið svo ánægjulega við þetta, hvað ætl- ar þú þá fyrir þér næst” “Fara vestur að hafi tafarlaust.” “Svo þú ætlar að koma vestur með okkur?” “Eg held nú það. Eg get sagt þér, að leik- urinn er ekki enn byrjaður.” “Hvað eigum við lengi að njóta ánægjunn- ar af félagsskap þínum?” “Það er ekki gott að segja. Eg vil sjá þessu fyrirtæki þínu borgið. Mér félli illa að sjá það mishepnast nú.” “Heyr á endemi—” “Láttu hann rausa,” mæljti Balt. “Hann getur ekki snuðað neitt inn á okkur.” “Eg gerðí mína skyldu, hvað sem hver seg- ir, ” mælti Alton Clyde og hagræddi sér í stóln- um, sem hann sat á, með ánægjubrosi á vörum og svo makindalega, að Fraser hrópaði: “Mjálmaðu nú, kisa litla! Það er eins og fiður standi út úr efrivarar skegginu á þér.” “Það er viðhafnar einkenni þessa fyrirtæk- is, ” svaraði Clyde. “Eg set það ypp til þess að gefa til kynna, að eg sé við þetta fyrirtæki riðinn. Eg hefi aldrei fyr á æfi minni gert nokkuð það, sem gagn er í, og er því ekki að furða, þó eg sé upp með mér.” “Það er ekki nauðsynlegt, að eg sundurliði það, sem eg segi,” mælti Fraser. “Eftir stund- ar hugsun getur hver heilvita maður séð, hvar eg fell inn í félagsbúið.” Svo leit hann á þá með spekingssvip. “Athugpð vel, hvað eg segi. Ykkur verður enn þá meira lið að mér áður en lokið er. Þið gerið óvandaða verkið, svo kem eg með olíuna og síðustu handtökin. Já, herr- ar mínir, þegar að því kemur, þá verð eg mað- urinn, sem sé við brögðunum og sýni ykkur hvernig þið eigið að verjast þeim og láta krók koma á móti bragði.” “Eg veit hvað þú ætlar að gjöra,” svaraði Alton. “Hefir þú nokkum tíma sprengt upi> öryggisskápa?” “Xú fer mér að lítast á hlutina,” mælti Balt. “Eg hefi unnið í bönkum nokkrum sinnum,” mælti Fraser mjög gætilega. “Það sem eg meina, er, að eg legg gerfa hönd á flest, og það getur skað, að eg verði ekki óþarfur áður ^n lýkur.” Emerson sagði fátt um það sem hann hafði orðið vísari um kveldið, annað en það, að hann vissi að Marsh hefði myndað meðal þeirra er niðursuðu stunda á Kyrrahafsströnd- inni, samband, og sagði þeim að þagmælskan væri fyrir öllu um fyrirtæki þeirra fyrst um sinn. Þýðing-sú, sem þessi samtök höfðu, varð þeim ekki ljós þá og ekki heldur daginn eftir, er þéir lásu um þau í blöðunum á eimlestinni, Balt var sá eini, sem einhvem grun rendi í það sem undir byggi, og varð æfareiður út af vel- gengni andstæðings síns. Aftur á hinn bóginn var Alton Clyde hinn á- nægðaisti yfir þátttöku sinni í fyrirtækinu, þó við jafn skæða keppinauta væri að etja, og þeg- ar Emerson gerði hann að félagsritara, sem í því var aðallega fólgið, að senda og taka á móti símskeytum, þá fann hann áþarflega mik- ið til sín, og yfirlæti það jók mjög á ótrú þá, sem Fraser hafði á honum, og sparaði hann ekki að velja honum hvassyrði og hinar auð- virðilegustu samlíkingar. Þeir vora ekki fyr komnir á stað vestur á leið, en Emerson fór að leggja niður starfs- reglurnar. Hann og Balt töluðu fram og aftur um Ýerkið, sem fram undan þeim lá og sendu mörg símskeyti. Svo þegar þeir komu til Se- attle, þá voru þar fyrir umboðsmenn félaga þeirra, sem þeir þurftu að verzla við. Emer- son og félagar hans fengu sér gisting á hóteli undir eins og þeir komu til Seattle, fengu sér vélritara og svo fór Emerson til viðtals við bankastjóra, sem hann hafði gjört bráðabvrgða samninga við, er hann fór austur. Sá banka- • stjóri hét Hilliard. Bankastjórinn tók honum vel. “Þú hefir staðið við loforð þitt, eins og um var samið”, saðgi hann. “En áður en við fullgerum samn- ingana, þá væri réttast að athuga, hvaða áhrif þessi nýju samtök hafa á niðursuðuverksmiðju- iðnaðinn.” “Þú meinar N.A. P. A.” “Rétt er það. Fréttaritari okkar í Chieago getur ekki sagt okkur neitt meira um þessi samtök en blöðin gera — nefnilega, að félag hafi verið myndað. Við verðum því eðlilega að fara varlega í sakimar að lána fé til félags, sem ætlar að keppa við þetta nýmyndaða fé- lag, þangað til við fáum að vita um stefnu þess.” Hér var þá fram komið atriðið, sem Emer- son óttaðist mest. Og ekki var kvíðalaust, að hann svaraði: “Samtök þessi eru gerð til að græða fó, og það, að það er orðið til, ætti að vera órækur vottur um heilbrigða dómgreind þína. En hvemig sem það nú er, þá hefir þú veitt svo mörgum fyrirtækjum lán slíkum sem mínu, að þú veist eins vel og eg, að arðurinn af þeim er stórkostlegur. ” “Satt er það. Þekkir þú Wayne Way- lands?” spurði Hilliard, og var ekki trútt um að forvitnishreimur væri í orðum hans. “Eg þekki hann vel.” “Eg óska þér til lukku. Máske það séu Waylands peningar, sem þú hefir á bak við þig?” “Um það hefi eg engan rétt til þess að tala, ”svaraði Emerson. “En til þess að tryggja lánið, þá hefi eg gjört ráðstafanir til þess að selja aflann fyrir fram; umboðsmenn kaupendanna verða hér í borginni innan fárra daga, og þá skal eg selja allan aflann fyrir á- kveðið verð. Ertu ánægður með það?” “ Algjörlega,” svaraði Hilliard einlæglega, ‘■‘þú getur farið og gert allar ráðstafanir — keypt vélar og útgerð eins og þú þarft á að halda.” Þegar Emerson stóð upp til að fara, bætti hann við: “Meðal annara orða, veizt þú nokkuð um möguleika á námum nálægt Kjal- vík?” “Ekki mikið. Það er jókannað hérað. Það er stúlka í Kjalvík, sem hefir nokkra menn við málmleit.” “Chery Malotte.” “Þekkir þú hana?” spurði Emprson undr- andi. “Mjög vel. Við höfum s'kifst á bréfum ný- lega.” Og þegar bankastjórinn sá, að Emer- son var forvitinn um þá hluti, bætti hann við: “Eg hefi lagt nokkurt fé í námur þar norður frá — að eins sjálfur. Þú veizt, að bankarair mega ekki gjöra neitt slíkt, og hefir mér hepn- ast þetta svo vel, að eg held nokkra menn til þess að fylgjast með, þegar nýjar námur finast.” “Hefir ungfrú Malotte fundið arðberandi námu?” spurði Emerson. “Ekki er hægt að segja, að hún hafi gjört það,” svaraði bankastjórinn, en hún hefir fundið álitlegar málmæðar í jörðu.” “Þetta kalla eg fréttir,” sagði Emerson. “Eftir alt, þá er þetta land ekki svo ýkjastórt”. Hann hugsaði til að spyrja bankastjórann fleiri spurninga, en hvarf frá því og fór, og var svo önnum kafinn við að undirbúa fyrirtæki sitt, að hann gleymdi þessum umræðum með öllu. Næstu d^gana á eftir samtali Emersons við bankastjórann, voru þeir önnum kafnir, og kom þá sérþekking George Balts sér vel. Það var áríðandi ifyrir þá, að koma öllu sem fyrst í lag. Þeir sömdu við viðarsölumenn, kola- kaupmenn, þá sem vélar seldu, og skipaeigend- ur, og öllum kom saman um, að þeir hefðu aldr- ei skift við neina, sem hefðu verið ákveðnari, né menn, sem minna prúttuðu við þá um prísa, en þessa menn. George vissi ávalt hvað hann þurfti á að halda, svo þeim miðaði vel áfram með kaupin. Hann vissi um hvern einasta hlut, sem á þurfti að halda, hverja einustu vél og hið minsta verkfæri þektí hann betur en þeir, sem bjuggu það til. Hann gat ávalt valið taf- arlaust ^á milli mismunandi tegpmda og engin hætta var á, að hann keypti meira, en þeir fé- lagar þurftu á að halda. Aðal atriðið fyrir þeim var, að Ijúka kaupunum og komast á stað norður með það sem þeir þurftu. Eftir þrjár vikur, höfðu þeir félagar lokið mestu af því sem þeir þurftu að gjöra í Seattle. Þeir voru búnir að panta allar sínar vörur, og samningar um skip voru nálega fullgerðir og dagurinn ákveðinn, er það skyldi sigla. Nokk- ur smáatriði voru enn eftir, sem ekki var búið að ganga frá, þó segja mætti, að fyrirtækið væri hlaupið af stakkunum, og hve greiðlega alt hafði gengið, var aðallega George Balt að þakka. Clyde hafði reynt af einlægni að létta und- ir með þeim, og nú, þegar aðal starfinu var lokið, lét hann gleði sína í ljós með því að drekka sig blindfullan. En af því að hann vildi ekki njóta ánægjunnar einn, leitaði hann sér uppi félaga og náði helzt í slæpingja, sem héngu í kring um hótelin og biðu eftir slíkum tækifærum. Um miðnætti fann Fraser, sem sjálfur var að leita æfintýra, hann dauðadrukk- inn og draslaði honum heim til sín, háttaði hann ofan í rúm og læsti herbergi hans, og stóð síð- an við dyrnar unz hann var viss um, að hann væri sofnaður. Snemma næsta morgun vakn- aði Fraser við það, að barið var á herbergis-, hurðina hjá honum, heldur en ekki hranalega. Það var Emerson, og þegar að Fraser gat opn- að, rétti Emerson morgunblaðið að honum og mælti reiðulega: “Hvað er þetta?” “Fréttablað,” svaraði Fraser geispandi — “rétt vanalegt fréttablað.” “Hvaðan er þessi saga komin?” spurði Em- erson og benti á stóra fyrirsögn á framsíðu blaðsins, er svo hljóðaði: “Eg veit það ekki. ” “Þú veizt það ekki?” “Nei. Eg les aldrei neitt, nema leikhús- fréttir og skrítlur í blöðunum. Hvað segir blaðið?” “Það er sagt frá þessu væntanlega fyrir- tæki okkar á heimskulegan og umsnúinn hátt. Það segir, að eg hafi myndað nýtt félag til að berjast á móti einokunarfélaginu. Það er sagt fi'á skærum þeirra Balt og Marsh og staðhæft, að við höfum verið að taka saman ráð okkar á leynilegán hátt til að koma Marsh á kné. Það er ekki ósennilegt, að þetta flan verði til þess, að bankinfi rifti samningunum og eyðileggi fyr- irtæki okkar með öllu.” Hurðinni að skrifstofu bankastjórans var lokið upp, og hann heyrði ski'jáfið í kvenbún- ingi. Svo var kallað á hann og hann beðinn að koma inn til bankastjórans. Emerson hafði allan liugann á erindi því, sem hann átti við bankastjórann, og gaf því konunni, sem út kom, engan gaum, unz hún stanzaði alt í einu, sneri sér við, rétti út hend- in og gekk hvatlega til baka um leið og hún sagði: “Boyd!” Exnerson stanzaði sneri sér við og sá að það var Cherry Malotte, sem þar var kömin. “Nei, Cherry! ert það þú?” Hann tók í báð- ar hendur hennar, horfði á hana og brosti. “Hvaðan úr veröldinni ber þig að?” “Eg kom með póstskipinu Queen í nótt,” svaraði hún og bætti við: “Ó, hvað mér þyk- ir vænt um að sjá þig!” “En hvað ertu að gera hér í Seattle? Eg hélt að þú værir norður í Kjalvík. ” Hún gaf Emerson bendingu um að tala var- lega, um leið og hún leit um öxl sér í áttina til skrifstofu bankastjórans. “Eg skal segja þér alt um það seinna.” “Bankastjórinn bíður eftir þér,” mælti þjónn, senx til þeirra kom. “Eg vei'ð að tala við þig strax,” mælti Em- erson við Cherry. “Eg verð ekki lengi, get- urðu beðið?” “ Já, eg skal bíða eftir þér hérna, vertu bara ekki lengi.” / Anægja Emersons yfir að liitta Cherry þama var svo mikil, að hann greip í hönd hennar, þrýsti liana innilega, sneri sér svo um hæl og gekk rakkleitt inn til bankastjórans brosandi. En þegar hann að nálfum klukkutíma liðnum kom út aftur frá honum, var brosið horfið, en í stað þess var kcmið í svip hans eitthvað það, sem kom Cherry til að spyrja: “Hvað er að? Hefir nokkuð komið fyrir?” Hann kinkaði að eins kolli, en það var ekki fyr en þau voru komin út úr biðstofunni, að liann sagði: “Já, hlutirnir hafa sannarlega snúist illa fyrir mér ”. Og sem svar upp á aðra spurningu^ sem hún lagði fyrir hann sagði hann: “Eg er í of æstu skapi til að svara nokkru sern stendur. Eg verð að segja þér alt um þetta áður en þú getur skilið það. ” Svo hreytti hann úr sér nokkj-um beiskyrðum og bæ^ti við í hálfum hljóðum: “Við skulum koma og borða dagverð saman, þá get eg skýrt þetta fyrir þér. En segðu mér fyrst, hvers vegna þú komst hingað einmitt nú.” “Eg er að semja um námasölu við Hilliard bankastjói'a. Hann sendi eftir mér. Eg veit varla hvar eg á að byrja, en þú manst að eg sagði þér, þegar þú varst í Kjalvík, að eg hefði nokkra menn í þjónustu minni, sem væru að leita að málmi.” “ Já.” ‘ “1 fyrrra sumar, löngu áður en þú komst, fann einn þeirra koparæð.” “Hvers vegna sagðir þú mér ekki frá því?” “Það var ekki frá neinu að segja þá. Eg hafði látið rannsaka námuna efnafræðislega, og var ekki búin að fá álit efnafræðinganna, en skömmu eftir að þú fórst, kom álit þeirra, sem sýndi, að náman var stórauðug, og nú kem eg að einkennilegasta atriði í þessu æfintýri. Þessi verkamaður mihn, sem námuna fann, bafði mér óafvitandi sent sýnishorn úr málm- æðinni tjl Seattle. Hann hafði látið rannsaka sýnishornið sjálfur og fór svo með áranguriim til Hilliards bankastjóra, og afleiðingarnar af því urðu, að Hiliard sendi sérfræðing til að skoða koparæðina. Þegar hann sá, hvað nám- an hafði að geyma, sem tók hann ekki langan tíma, því eg hafði látið fletta ofan af æðinni á allstóru svæði, kom hann tafarlaust til mín, og gjörði mér boð í námuna þegar eg neitaði boð- inu, þá tók hann mig með sér hingað. Banka- stjórinn, sem er slægvitur, hefir getið sér til um, hvernig fara mundi, og skipaði möimum sínum að koma mér á sinn fund nauðugri-vilj- ugri. Og hér er eg komin, albúin þess að verzla við herramanninn í bankanum, svo framarlega að saman gangi með okkur. Hvernig lízt þér á þessi viðskifti mín?” Emerson brosti að ákafanum, sem kominn var í Cherry. “Mér finst að þú sért dásamleg á öllum sviðum, og eg vona að þú getirmáð í hvert cent, sem bankastjórinn á, því ekki get eg náð í eitt einasta.” “Það þarf feykimikla peninga til að vinna námuna, og eg er nú að berjast við að ná yfir- hönd á námunni, en peningarnir liggja ekki lausir fyrir hjá gamla manninum.” “Eg skyldi nú segja ekki,” svaraði Emer- son. “Hann er rétt nýbúinn að sprengja í loft upp allar fyrirætlanir okkar. Hann var búinn að lofa að lána okkur eitt hundrað þúsund doll- ara og svo sveik hann það í morgun og gekk á bak allra sinna orða svo gjörsamlega.” “Byrjaðu nú á þinni sögu. Segðu mér'alt sem á dagana hefir drifið. Eg er þyrst í að fá að vita hvað þú hefir verið að gjöra. Og mundu að byrja á upphafinu.” Þau voru nú komin í hótelið, sem Emerson átti heima í. Hann fylgdi Cherry inn í borð- salinn og eftir að þau voru sezt við borð, hóf hann sögu sína og sagði henni nákvæmlega hvað á dagana haU5i drifið, síðan hann fór frá Kjalvík og liöfðu þau lokið við máltíðina löngu áður en sögu hans var lokið. “Eg sagði ekki frá þessu.” “Það er rétt eins og að þú hafir gert það,” mælti Emerson reiðilega. “Alton segist ekk- ert um þetta vita; svo þú hlýtur að hafa gjört það. Frásögnin fer of nærri sannleikanumr til þess að nokkur ókunnugur hafi getað verið sögumaðurinn. ” “Jæja, þá,” mælti Fraser rólega. “Það hefir nú gjört allan þann skaða, sem það getur gjört, og eg vil fá að vita hver á sök á þessu,” hreytti Emerson út úr sér. Þegar Fraser svaraði ekki, spurði Emerson æstur: “Hví meðgengur þú ekki?” 1 fyrsta sinni, síðan þessir tveir menn kynt- ust, var eins of Fraser gæti ekki komið fyrir sig orði, en hvort það stafaði af blygðun eða einhverju öðru, gat Emerson ekki gjört sér, grein fyrir, því eðlisfar Frasers var svo ein- kennilegt, að ekki var ávalt got^ að gjöra sér grein fyrir skapbrigðum hans, og hann svar- aði Emerson fremur þóttalega: “Það er ljóst, að'eg er ekki í miklu áliti hjá þér.” Svo gekk hann rakleiðls til sængur, og sneri sér upp að vegg og hreyfði sig ekki, þó Emerson deildi á hann, og ekki heldur þegar að hann fór reiður út úr herberginu, sannfærð- ur um, að Fraser væri sekur. Emerson beið óttasleginn allan daginn, út af því, að bankastjórinn mundi gera honum að- vart um, að samningurinn, sem hann hafði gjört við bankann, væri upphafinn. En dagur- inn leið svo að kveldi, að ekkert orð kom frá bankastjóranum, og þegar nokkrir dagar liðu í röð, svo að hann heyrði ekkert frá honum, varð hann rólegri og var enda búinn að telja sér trú um, að blaðagreinin mundi engin áhrif hafa, þegar að hann kvöld eitt fékk símskeyti frá bankastjóranum að finna hann klukkan 11 dag- inn eftir. “Þetta boðar ekki nein góð tíðindi,” sagði Emerson við George Balt. “Ekki er það víst,” mælti Balt..“Ef að Hil- liard hefði lagt nokkurn trúnað á blaðasöguna, þá hefði hann líklegast rofið samningana sama dag og sagan kom út í blöðunum. ’ ’ “Það er eléki víst,” svaraði Emerson. “Við erum búnir að panta allar vélamar. Þú skilur hvað það meinar, ef hann neitar þér um lánið nú”, mælti Balt. “Já, við verðum þá að sem.ja við annan ban'ka.” “Það væri réttast að snúa hann Fraser úr hálsliðnum. Eg hélt að við hefðum við nóg af erviðleikum að stríða, þó menn leiki sér ekki að því að bæta á þá.” Þegar Emerson spurði eftir bankastjóran- um daginn eftir, á tilteknum tíma, var honum ekki rótt innanbrjósts. Þjónn bauð honum inn í biðstofu með þeim ummælum, að bankastjór- inn væri ekki viðlátinn sem stæði og bað hann að bíða. Inni í skrifstofu bankastjórans heyrði Em- er son kvenmanns málróm og blót úr banka- stjóranum, og hrestist hann lítið eitt við að vita, að Hilliard var í góðu skapi, en hann var í of mikilli geðshræringu til að geta setið kyr. Hann stóð upp, gekk út að glugganum og horfði á umferðina á götunni fyrir utan, sem nálega fylti hana. Rétt á móti honum í strætinu var prentsmiðja, og á auglýsingaborði, sem stóð, upp við vegginn, sá hann auglýst, að póstskip- ið Queen hefði komið kl. 12 um nóttina frá Skagway. Alt í einu mundi hamf eftir því, að Cherry hefði aldrei skrifað og ]>ótti honum það einkennilegt, því honum gat ekki dulist, að hún biði óþolinmóð eftir að frétta um hvernig gengi, og hann ásakaði sjálfan sig fvrir að hann hefði ekki látið hana vita um það og fyr- irætlanir sínar. “Nýr mótstöðumaður Laxveiðafélagsins! Stríð hafið um fishiveiðarnar! N. A. P. A. á von á biturri mótstöðu út af yfirráðunum um Laxveiðarnar í Alaska.’’ 4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.