Lögberg - 19.05.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAjGINN 19. MAÍ 1927.
• anafatmrjm ■; ryyiT
erg
Gefið út hvern Fimtudag af Tfce Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talaiman N-6327 o« N-6328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanárkrift til blaSsina:
THl »0LUHB!H PRESS, Ltd., Box 317*. »Hnnli»»g. *»n.
Utanáskrift ritstjórans:
EDiTOH LOCBERC, Box 3171 Winnipsg, M»".
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram
Tho •'LOgbor*” 1» prlntod anil publlahod br
Tbs ColumMh Pr«M, Umited. ln ths ColuiabU
BuLIdin*. í*l S*rirsnt Ats.. Winnlpo*. Manitoba.
Vorhugsanir.
Þótt kalt hafi verið í veðri upp á síðkastið,
þá dylst það þó ekki lengur, að náttúran er að
vaxa inn í sumarið, því “sólbjarmanfe fang
vefst um alt og alla”, eins langt og augað
eygir- , , ,
Mannkynsms fegurstu draumar, eru tengd-
ir við gróður, — gróður hið ytra í náttúrunni,
og gróðurinn andlega í hjarta og sál.
Ymsir menn eru hræddir við drauma, hrædd-
ir við sársauka vonbrigðanna, sem því er jafn-
an samfara, ef draumamir ekki rætast. En
hvað er í raun og veru að óttastl Hefir ekki
vordraumur hins djarfsækna hugsjónamanns,
jafnan verið fyrirboði, allra þeirra mestu
'sumar-sigra, er mannkynið nokkm sinni hefir
unnið? Sérhverjum vetri fylgir sól og sumar,
og þess vegna er ástæðulaust að örvænta. t
hvert sinn og blómknappur springur út, rætist
einn af dásamlegustu vordraumum lífsins.
Vorið, voldugt og viðkvæmt í senn, knýr fram
allan gróður, misjafnlega greitt að vísu, eftir
hinum ytri skilvrðum, en þó með órjúfanlegri
sigurvissu. Gróðraráform vorsins, eru ómót-
stæðileg. Þegar vorið lýstnr blómknappinn
töfrasprota sínum, springa blöðin út og vaxa
fagnandi mót snmi*i og sól. Vorloftið, hlýtt og
jákvætt, breytir svefnfegurð vetrar í starfs-
glaðan Jónsvökudraum.
Veturinn er napur og neikvæður, og hið
sama er um vetrarhugsanirnar að segja. Þær
veikja traustið á vorinu og taka óttann og ef-
ann í þjónustu sína. Fárlegra slys getur nokk-
urn mann tæpast hent, en 'það, að flytja með
sér vetrarhugsanir inn í vorið og sumarið.
Traustið er undirstaða alls velfarnaðar.
Og því að eins mega vordraumar mannkynsins
rætast, að grundvallaðir sé á skilyrðislausu1
sumartrausti.
Demantsafmœli
fylkjasambandsins canadiska.
Þann 1. júlí næstkomandi, verða liðin sextíu
ár, frá þeim tíma, er fvlkjasambandið eanad-
iska var stofnað, og hefir stjórn og þing skipað
svo fvrir, að fram skuli fara í tilefni af þess-
um sögulega atburði, almenn hátíðahöld nm
land alt. Ákveðið er, a^ð hátíðahöldin standi vfir
í þrjá daga. Fyrsta júlí ber upp á föstudag,
og skal laugardagurinn næsti verða almennur
helgidagur frá morgni til kvelds.
Alls hafa frá stofnun fylkjasamhandsins,
fjórtán ráðnueyti setið að völdum, átta con-
servative, tvö bræðings-ráðuneyti og fjögur lib-
eral. Forsætisráðgjafarnir hafa verið tíu að
tölu, en landstjórar, eða konungsfulltrúar,
þrettán.
Fjórum sinnum á síðastliðnum sextín árum,
hefir hin canadiska þjóð átt í stríði. Má þar
fvrst nefna Fenian skærurnar, North West
uppreistina, Suður-Afrfkn stríðið og loks heims-
styrjöldina miklu. Að frádregnum þeim fjór-
um harmleikaþáttum, liefir þjóðin ávalt gefið
sig að friðsamri iðju heima fyrir og blómgast
svo á skömmum tíma, að fá dæmi munu til ann-
ars slíks í sögu veraldarinnar. Hefir sam-
bandsþingið að sjálfsögðu átt í því drýgstan
þátt, h’ve risavaxnar framfarirnar hafa verið.
Þegar þess er gætt, hve ung þjóðin er, sætir
það næstum undrum, hvað henni hefir unnist
á, bæði hvað efnisleg og andleg menningarmál
áhrærir.
Samanlögð íbúatala allra hinna canadisku
fylkja, er í raun og veru lítið eitt hærri, en
íbúatala sumra stærstu heimsborganna. Verð-
ur það því enn undursamlegra, hve miklu
hefir verið komið í verk, er tekið er fult tillit til
þess, hve geysilega stórt ummáls að landið er,
og þar af leiðandi strjálbygt líka.
Hin unga, canadiska þjóð, hefir venjulegast
átt ágætum mönnum á að skipa, til að veita mál-
um sínum forstöðu, og þess vegna hefir henni
miðað eins rösklega áfram á framfarabraut-
inni, og raun hefir orðið á.
Grundvallarlög þau, er hið canadiska þjóð-
felag hvílir á, hafa gefist vel ög orðið landi og
lýð til blessunar. Þó gildir vitanlega sama
reglan um þau lög, sem önnur mannanna verk,
að þau hljóti í einstökum tilfellum eitthvað að
breytast, í samræmi við aukinn þjóðarþroska.
Hafa og alhskýrar raddir komið frám um það í
seinni tíð, að það eigi að eins hlyti að skoðast
æskilegt, heldur .jafnfram sjálfsagt, að þjóð-
in sjálf fái vald til að breyta grundvallaríög-
um sínum, eftir þörfum, svo sem öðrum lög-
gjafarákvæðum.
Hér fylgir á eftir skrá yfir menn þá, er haft
hafa ráðuneytis forystu á hendi frá stofnun
fylkjasambandsins, er sýnir og jafnframt
tímabil þau, er stjórnir þeirra sátu að völdum:
Rt. Hon. Sir John A. Macdonald (iúlí 1867
til nóvember 1873).
Hon. Alexander Mackenzie (nóvember 1873
til október 1878).
Rt. Hon. Sir John A. Macdonald (október
1878 til júlí 1891).
Hon. Sir J. J. Abbott (júní 1891 til desem-
ber 1892).
Hon. Sir John Thompson (desember 1892
til desember 1894).
'1 1896) ^ RoweR (desember 1894 til apr-
???• ,Sir Tupper (maí 1896 til
jum 1896).
október 1911).
Rt. Hon. Sir Robert Borden (októ.ber 1911
til október 1917).
Rlt. Hon. Sir Robert Borden (október 1917
til julí 1920).
Rt Arthur Meighen (júlí 1920 til des-
ember 1921).
l&2?til^júní 1926). Mca^enzie Ki"* («««»*«
8eP*^ri4r)thnr Me''ehen tínní 1926 tn
190fpílH)0n' W' *J' Mackenzie King (september
Undirbúningi hátíðahaldanna hefir skilað
vel áfram, einkum þó að því er höfuðborgina
Ottawa áhrærir, þar sem að sjálfsögðu verður
mest um dýrðir, og fjölbreyttustum kröftum á
að skipa. .
Nefnd sú, undir forystu Rt. Hon. George P.
Grahams, fvrrum jámbrautarmála ráðherra,
er fyrir stjómarinnar hönd annast um fram-
kvæmdir í máli þessu, hefir nýverið sent frá
sér áskorun til hinna ^vmsu borga, hæja og
sveitarfélaga, þess efnis, að skipaðar verði
nefndir í hverju sveitarfélagi nm sig, er ann-
ast skuli um framgang málsins. Engar reglur
em þeim þó settar í samhandi við form hátíða-
haldanna, því sýnt er, að staðhættir hljóta að
ráða þar mestu um. Þó er þess sérstaklega
æskt, að auk söngs og venjulegra ræðuhalda, þá
skuli fólk skrevta heimili sín eftir föngnm á
eins þjóðlegan hátt og frekast má verða.
Um afstöðu Vestur-íslendinga, til hinnar fyr-
irhuguðu afmælishátíðar, skal ekki fjölyrt að
sinni. Fn svo hefir þetta blessaða land reynst
þeim góð móðir, eða fósturmóðir, að ganga má
út frá því sem gefnu, að þeir láti ekkert það ó-
gert, er aukið getur á veg afmælisfagnaðarins,
hvar helzt sem þeir eiga búsetu, hvort heldur
sem um fáa menn eða fjölmenni er að ræða.
Fyrverandi ritstjóri þessa blaðs, J. J. Bild-
fell. einn þeirra manna, er sæti eiga í hátíða-
nefnd Manitoba fylkis, skýrir að líkindum mál
þetta nokkru ger, eftir því sem starfi nefnd-
arinnar miðar frekar á fram og tillögur hennar
komast í fastara form.
* • *
Fvlkjasambandið canadiska, er hygt á
grundvallarlögum,— British North America
Act , cr hrezka þingið afgreiddi úm miðjan
vetur 1867, og konungs staðfestingu hlaut hann
29. dag marzmánaðar hað sama ár. Lögin öðl-
nðust gildi hann 1. júlí, en hinu fvrsta þingi
var stefnt. til funda 6. nóvemher nm haustið.
Þingið setti hinn fvrsti landstjóri Canada, Rt.
Hon. Monek, og átti það setu fram í maí árið
eftir. Sir John A. Macdonald tók að sér mvnd-
un hins fvrsta ráðuneytis, er sat við völd þar
til 1872. er lávrarður Dufferin, þáverandi land-
stjóri, lét rjúfa þing og fvrirskipaði nvjar
kosningar. Frá 1. júlí 1867 Jiafa fimtán þing
verið kvödd saman og leyst upp, og rétt nýlega
hefir sexténda þingið í röðinni lokið setu. ’
Bracken og verkamennirnir.
Skömmu áður en Manitoba þinginu sle
íluth einn af verkaflokksþingmönnum Wini
pegborgar, Mr. William Ivens, ræðu har se
hann afdráttarlaust lýsti yfir því, að Norr
stjormn hefði a emu ári unnið verkamann
S”!"1 margfalt meira gagn með nytsömu
^gjafarn^mælum, en Brackenstjórnin á ö
fl.mm árum tiJ samans, 'er hún hef
setið við völd. Yfirlýsing þessi er í alla sta
v el þess yirði, að henni sé gaumur gefinn Hi
var vafalaust horin fram í fylstu ^alvöru þ
tnr'v °rð á Sér fyrir að 8’an8'a hrei
til yerks, hver sem hlut á að máli
wLmmr krrn^aistæðum sem þessum, hef
Ini vafalaust matt gera ráð fyrir, að stiór
, rformaður mvndi einhverja tilraun hafa'^e
Li tesAað ,bera hond fyrir höfuð sér, en %
ð ekkl- Hann blátt áfram samhvl
staðhæfmgu Mr. Ivens með þöginni. Þy
issstS r VIf verkarnaiinamál, hratt Nor
veriíamanna ' J™mkvæmd’ «kaða.bótalögu
mæðrastvrkl ^0gUnum nm ^gmarkslau
Sna uíf, .l0fnum eftirlauua lögu
f. ' • af* ° hessi laganvmæli orðið hinu
“ hír 1 fylki- «> g
Iívað hefir Mr. Bracken gertf Ekkert all
,;jamíaTÍi viii ^ikamannánií
en Þa°, a» skipa nefnd manna núi
ÓrihW TTa™í’ lil 1,088 aiS
Atvmnuleysi í Winnipeg var bó nntt,
PÍÓ™r ttnZ"n vT,r’ ™ »»<J"»farin
t ./«>gui arm þar a undan, meðan hiOTir. r
mennmgs var drjúgum verri en nú fara M
S XT &V*
yai)<lraj?„n, «■ frá atvinmilóysiím Tfí
ve“kia®?aS"mKfyret-af- 6,,“ 5-
,/a. traustið a þessan nypi nefndarskim
st.iornarformannsins er hað ?
skyldu ekki f,, opnastr( «
rett um kosningalevtið liaX H • SV01
kasti ósjálfrátt skugga á tilgaugimi hver<
goður sem hann annars kann að vera
Hljómleikar,
ÞEIR SEM ÞURFA
Söngsamkoma sú, er söngfélagið Icelandic
Choral Society stofnaði til að kveldi þriðjudags 10.
maí síðastl., í íslenzku kirkjunni á Victor stræti, var
ágætlega sótt. Ekkert sæti var autt, og sumir urðu
að standa. Er slíkt talandi vottur um áhuga al-
mennings fyrir efling góðrar hljómlistar, og virtist
allur þessi fjöldi skemta sér ágætlega og klöppuðu
óspart lof í lófa. Alt hjálpaði til, að kveldið yrði
hið ánægjulegasta. Veðrið hafði verið ágætt allan
daginn, fyrsti sólríki og hlýi dagur ársins. Það var
vor í veðri og vorblær yfir öllu. Mér kom til hug-
ar, að þessi samkoma væri líka fyrsti vordagur vest-
ur-íslenzkrar sönglistar. Margt bendir á, að vestur-
íslenzk hljómlist sé að hefja nýja framsóknaröld.
Starf þessa söngfélags er lofsverður vottur hins
nýja dags. íslendingar hafa legið í dvala, en þeir
eru að vakna.
Aðal þáttur söngskrárinnar var samsöngur söng-
flokksins. Eru í flokknum um 75 manns, konur og
karlar. Söngstjóri er herra Halldór Thorolfsson,
sem áður er vel kunnur fyrir söng sinn og söngstjórn.
Félagið var stofnað í vetur og hefir haft æfingar
vikulega síðan um áramót.
Á söngskránni var ekkert utan ágæt lög. Kór-
inn söng lög eftir íslenzku tónskáldin Svb. Svein-
björnsson, Jón Friðfinnnson og Björgvin Guð-
mundsson. Einnig söng herra Paul Bardal lagið
“Þótt þú langförull legðir” eftir herra S. K. Hall.
Er það í fyrsta skifti sem það hefir verið sungið
sem sóló. Var því lagi ágætlega tekið af tilheyrend-
um, sem vel mátti, því það er ágætlega samið og
mun halda nafni höfundarins lengi á lofti. Alt ann-
að, er sungið var, er samið af annara þjóða mönn-
um. Stærstu viðfangsefni flokksins voru “The
Snow”, eftir Elgar, með strengjasveit, fiðlum og
píanó með flokknum, og svo “Goin’ Home”, eftir A.
Dvórak. Eru þessi lög bæði fræg snildarverk, og
mjög erfið að syngja, þarf til þess bæði ágæta
krafta og góða .stjórn.
Það var ekki alveg laust við, áður en samkoman
hófst, að eg óttaðist að þessi flokkur hefði reist sér
hurðarás um öxl, með því að velja þessi erfiðu lög
og hafa æft að eins þenna stutta tíma. En því fór
fjarri, að sá ótti minn væri á rökum bygður. Sam-
koman varð söngstjóra, söngfólki og öllum, er þar
létu til sín heyra, til stórsóma. Mega allir hlutað-
eigendur vera ánægðir með árangurinn, ekki sízt
þá er tillit er tekið til, að þetta er að eins byrjun.
Söngkraftar flokksins eru ágætir. Raddirnar
hreinar og þróttmiklar og blandast vel. Þó munu
karlmannaraddirnar öllu betri, en kvennaraddirnar.
Bassarnir eru svo traustir og djúpir, að vart mun
annar söngflokkur í Winnipeg hafa betri bassa-
flokk. Allar raddir eru þó vel skipaðar góðu söng-
fólki. Flokkurinn hefir yfir að ráða mikilli tón-
fylling og blæbrigðum, — heyrðst það ljóslega t. d.
í “crescendo” partinum í “Goin’ Home” er mér mun
lengi minnisstæður.
Flokkurinn söúg öll viðfangsefni sín vel, látlaust
og mjög smekklega, og af góðum skilningi. Bezt
naut flokkurinn sín við erfiðustu lögin, “The Snow”
og “Goin’ Home”. Af öllu er sungið var, voru til-
brigðin einna skörulegust í laginu “Goin’ Home”.
Sumir partarnir voru undur þýðir, en þó nógur
kraftur, er á þurfti að halda. Af öllum lögum, er
flokkurinn söng, var hljóðfallið einna liðugast í
laginu “The Snow”. Tímabrejrtingar voru blátt á-
fram og liðlegar, aldrei þreytandi, en þó algjör-
lega lausar við alla tilgerð. Það er ekkert jafn-
vandasamt og mikilsvirði í öllum söng, sem fagurt,
en þó látlaust hljóðfall, og því á söngstjórj og flokk-
urinn miklar þakkir skilið fyrir að hafa farist það
svo vel úr hendi. Lögin eftir Björgvin Guðmunds-
son fóru varla eins vel og sumt annað, en þó vel.
Var sönn ánægja að hlusta á þau; mun engum, er
skyn ber á, dyljast, að herra B. Guðmundsson hefir
fært þau í snildar búning, og að slíkt getur enginn
nema sá, sem er skáld af guðs náð.
Karlakórslögin tvö sýndu ljóslega, hve sá hluti
flokksins á yfir mörgum ágætum röddum að ráða,
og voru þau lögin með því bezta. Samræmi milli
raddanna var ágætt, blæbrigðin mjúk og hljóðfall
liðugt. Kvennakórslagið tókst vel, en þó ekki eins,
blæbrigði ekki eins skörp og hljóðfallið ekki eins
frjálslegt. En það er erfitt að fá eins mikil blæ-
brigði og kraft í samsöng kvenna einna, því radd-
svið þeirra liggur svo hátt.
Söngstjóranum, herra Halldóri Thoroslfsyni,
fórst stjórn flokksins ágætlega úr hendi. Hann
hafði gott vald á flokknum og virtist eiga auðvelt
með að ná hljóðfalls og blæbrigðum, er hann óskaði.
Á hann miklar þakkir skilið fyrir hve vel honum
hefir tekist að æfa og samstilla allar þessar raddir
á svo stuttum tíma. Ekki sízt, þá er tillit er tekið
til, að margir í flokknum eru áður óvanir flokksöng
og sumir þekkja lítt nótur né lestur þeirra. Slíkt
starf útheimtir mikla nákvæmni og frábæra þolin-
mæði, er þeir einir eiga til að bera, er elska starfið,
að eins vegna þess er gott má af því leiða, en ekki
vegna þess, hve mikið það kann að gefa í aðra hönd.
Af söngnum að dæma, er áreiðanlegt, að herra
Thorolfsson hefir þessa kosti í ríkum mæli, og er
auk þess ljóst hverjar skyldur hans eru gagnvart
listinni.
Auk samsöngsins, sungu þeir herra Árni Stef-
ánsson og herra Paul Bardal sóló og þau hjónin, frú
Alex Johnson og herra Alex Johnson, duet. Þetta
ágæta söngfólk er öllum svo kunnugt, að óþarft er
að fjölyrða um það; að eins má geta þess, að þau
sungu öll ágætlega.
Það er gleðilegt að vita, að þessi stóri hópur
kvenna og karla, sem eru í þessum myndarlega söng-
flokk, skuli vera fús að leggja á sig alla þessa vinnu
og æfingar án nokkurrar vonar um peningalegt
endurgjald. Það hlýtur að vera, að mörgum hafi
verið óþægilegt að þurfa sí og æ að sækja æfingar
og orðið að l^ggja töluvert í sölurnar til þess. Þökk
og heiður ber þeim öllum. Tilgangur þeirra er að
fegra og gleðja, auka listir og listhneigð. Vonandi
að það starf megi sem lengst haldast. S a n n u r
listamaður lifir til að skapa eða endurskapa fegurð
og unun, en ekki peninga. Hann leggur ekki mæli-
kvarða skriflabúðarinnar né kauphallarinnar á
verk sitt. Engir peningar geta launað honum, eng-
in fátækt getur heldur rænt hann launum þeim, er
gott og vel unnið starf færir hverjum þeim, er slíkt
af hendi innir. Við höfum marga, sem eru viljugir
að nurla saman skildingum fyrir það, er þeir kalla
listastarf, en of fáa, er hugsa fyrst og fremst
um skyldurnar, er alt listastarf á að hafa í för með
sér.
LUMBER
KAUPI HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:
| Samlagssölu aðferðin. |
Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- =
= afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E
E laegri verður starfrækslukoBtnaðurinn. En vörugæðin =
E Hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að =
= vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni E
E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar =
E vörusendingar og vörugæði. =
Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E
E fyrgreind þrjú meginatriði trygð.
Manitoba Co-operative Dairies Ltd.
E 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg, Manitoba =
rnmiimiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:
VANCOUVEB WINNIPEC
Þar sem tíminn er
peningar.
ÞAR hefir greið afgreiðsla
mikið að þýða, eins og
á sér stað þegar víxla þarf
peningum, eða gera önnur
viðskifti við bankann.
Viðskiftavinir vorir geta
fært sér í nyt bein símasam-
bönd, sem vér höfum við
helztu borgir í Canada, og
Bandaríkjum og Cuba.
The Royal Bank
of Canada
Starf þessa félags er spor í rétta
átt, að auka óeigingjarnan áhuga
á hljómlist. Takist að halda á-
fram — eins vel og á stað er far-
ið, þá er ómetanlegt, hve mikið
það söngstarf kann að glæða á-
huga íslendinga í Winnipeg fyrir
sannri sönglist. Hverjum söng-
elskum og listelskum manni hlýt-
ur að blöskra það óþverra rusl,
sem mikill hluti manna gerir sér
að góðu og er kallað músík, en er
í raun og veru eins gersneytt öllu
því, er það orð á að tákna, og
framast má vera. Eg á við meg-
inið af því, sem kallað er “popu-
lar music”, sem virðisti vera hjá
mörgum í mikið meira áliti, en t.
d. lög eftir Bach og Beethoven.
Orsökin fyrir þessu er að mínu á-
liti fáfræði og skilningsskortur,
sem stafar af því, hve lítið af
góðum söng, fögrum lögum og
góðum hljóðfæraslætti þetta fólk
hefir heyrt. Þessi söngflokkur
ætti að geta miklu til leiðar kom-
ið til að laga þetta ástand á kom-
andi árum, ef allir, er góðum söng
og hljóðfæ,raslætti unna, vilja
taka höndum saman. Efling þessa
félags er tækifæri til að ^jjJca
menningu meðal fslendinga og
annara og sýna það fegursta og
bezta, er við eigum á sviði hljóm-
anna.
íslendingar, takið höndum sam-
an og styðjið þetta fyrirtæki. Lát-
ið engan ríg né flokkadrátt kom-
ast þar að, og þá mun það vaxa
og blómgast og bera hundrað-
- faldan ávöxt.
! mjög ervið staða, að vera móð-
; ir og húsfreyja úti á landi.
Látum þig kaupa land á dýru
verði og verða fyrir uppskeru-
leysi og skepnumissir, og hafa
þrjú eða fleiri börn til að fæðd
og klæða. Fyrir hvað gætir þú
keypt til að hylja kroppana smáu
eða seðja svöngu magana?
Mörg móðir verður að taka af
sér fötin, til að geta klætt börn
sín, og margoft, að ekki er sjáan-
legt, hvað sé hægt að tína í munn
þeirra. Ef þínar kringumstæður
væru slíkar, mundir þú einatt
óska, að þú hefðir þín vikulaun
til að geta haldið við heimilinu.
Eg er þér sammála með móð-
urelskuna. Ekkert eins innilegt
og ekki til fallegra nafn í heim-
inum, en að vera kölluð mamma.
Og það eru til börn, sem eru for-
eldrum sínum góð, en helzt of fá
börn, sem í þeim hópi eru.
Já, bæjarkonan getur hlaupið
út og talað við nágrannakonu
sína. En aumingja konur á landi
verða að sauma hverja spjör, ef
nokkuð er til í þær; hirða um
hæsnin, og mjólka kýr, ef nokkr-
ar eru til, og hirða stóran garð,
og þar að auki vaka mörg kvöld
við bætingar á fötum heimilis-
fólks, og vakna að morgni dags
eins þreyttar eins og þær voru, er
þær • lögðust til hvíldar um
kveldið. M. O.
WONDERLAND.
R. H. Ragnar.
Staða mín.
Góða W. B. B.
Mig langar til að sýna sér fram
á, að staða móðurinnar og hús-
fr§yjunnar sé ekki æfinlega leik-
ur. Það vita allir, menn og kon-
ur, að það er og verður á meðan
fólk lifir á jörðinni, sú elzta staða
í'mannfélaginu, að vera móðir og
húsfreyja, og eg álít sú heiðar-
legasta og ábyrgðarfylsta staða.
En, góða kona, þú lifir í bæ auð-
heyrt, og hefir að eins eitt barn,
sem er bara leikur, og lítið að
gjöra, eins og allir skilja. Því
með öllum þægindum í bæjum, er
engin samlíking við hús úti á
landi. Eg hefi átt heima í bæ og
úti á landi og veit muninn á verk-
um, og yfir höfuð að tala er það
“Paradise for Two”, heitir af-
ar skemtilegur leikur, sem sýnd-
ur vecður í kvikmynd á Wonder-
land síðustu þrjá dagana af þess-
ari viku. Þar, eins og. oftar, tekst
Richard Dix ágætlega, þar sem
hann leikur “baslarann” Stave
Porter, sem er eintsaklega lag-
legur maður, en er þannig skapi
farinn, að hann getur með engu
móti neitað stúlkunum um pen-
inga, þegar þær léita til hans í
þeim efnuni. Hann á von á mikl-
um arfi, en með því skilyrði, að
hann giftist, en það vill hann
sjálfur láta ágert. Þykist hann
því vera giftur og fær unga og
fagra stúlku til að látast vera
konan hans, en það líður ekki á
löngu, þangað til hann verður
sjálfur dauðskotinn í henni. Leik-
urinn er bæði mjög skemtilegur
og spennandi, og ein með þeim
beztu, sem Dix hefir tekið þátt í.
i