Lögberg - 19.05.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.05.1927, Blaðsíða 1
40 ARGANGUR Bandaríkin. Skuldir Evrópu við Bandaríkin eru svo stórkostlegar, að maður getur naumast gert sér ljósa grein fyrir, hve gífurlega mikil sú fjárupphæð er. Herlánin, sem svo mikið hefir verið talað um, nema $11,763,000,000, en þar að auki hafa Bandaríkjamenn lánað Evrópuþjóðunum fjárupphæð, er nemur nálega $11,000,000,000. Hafa þeir varið miklu af því fé til að rétta við iðnað sinn, sem víða var kominn í kaldakol eftir stríðið. Þessi lán voru oft, eða kannske oftast, veitt með því skil- yrði, að Bandaríkja auðmennirn- ir, sem peningana áttu, fengju að gerast hluthafar í iðnfyrirtækj- unum, sem peningarnir voru ætl- aðir til að endurreisa. Sagt er, að Bandaríkjamenn eigi nú 35 af hundraði af ársarði þeim, sem þýzk framleiðsla veitir. Nú vill svo til, að þýzkur stóriðnaður ræður yfir miklum hluta af blöð- um Þjóðverja, og er það því ekki iðnaðurinn að eins, heldur líka stjórnmál og alt andlegt líf Þýzka- lands, sem Bandaríkja auðmenn- irnir geta haft áhrif á, og gera það áreiðanlega. Þessu er nokk- uð líkt farið í ýmsum öðrum íönd- um, svo sem á ítalíu, í Belgíu og á Póllandi. Lengi hefir þvi verið haldið fram, að Bandarikin ættu að gefa Evrópu þjóðunum upp stríðsskuldirnar, en það hafa þau verið ófáanleg til og virðast Bandaríkjamenn óneitanlega hafa mikið til síns máls, að vilji Ev- rópuþjóðirnar endilega berjast hver við aðra, þá verði þær að gera það á sinn eigin kostnað, en ekki Ameríkumanna. * * * Það er aðeins 12,000 Bandaríkja- borgarar. sem heima eiga í Kína Þar af eru 7000 fullorðið fólk og 5000 börn. eða þar um bil. Segja Bandarikjamenn að ekkert sé fjær sínu skapi, en að reyna að ná þar nokkrum vfirráðum. Sin stefna sé sú og hafi .jafnan verið, að hly/nna að því eftir mætti, að þar mætti friður komast á og ein lögleg stjórn ná fullum yfirráðum í öllu landinu, ogað sú stjórn sé bygð á innlendum, þjóðlegum grundvelli. Telja ýms Bandarikjablöð, þetta ekki aðeins réttlátt og sanngjarnt, heldur líka lang hagkvæmast fyrir aðrar þjóðir, Bandaríkjamenn eins og aðra. Það að friður sé þar inn- anlands og að hagur þjóðarinnar fari batnandi, sé eina tryggingin fyrir því að aðrar þjóðir geti vænst hagkvæmra viðskifta við Kínverja og sanngjarnra, sem öllum hlutað- eigendum geti orðið til góðs. Hvaðanœfa. Alt til þessa hafa menn ekki kunnað að nota gamalt silki, svo sem slitinn silkifatnað, eða af- klippur af silkidúkum, þar sem gamall ullarfatnaður, hefir um langt skeið verið notaður í nýja ullardúka. Nú er sagt að rússnesk- ur efnafræöingur, prófessor von Weimann, sem á heima í Japan, hafi fundið ráð til þess að nota all- an gamlan fatnað úr silki og af- ganga af silkidúkum og annað því líkt til að vinna úr því silkigarn og nýja silkidúka, sem ekki standi að baki vanalegum silkidúkum. Reynist þessi frétt rétt, má gera ráð fyrir að kvenfólkið fari að halda saman silkisokkunum sínum þó þeir verði gatslitnir og öðrum gömlum silkifatnaði sömuleiöis, því líkindin eru til að hægt verði að selia'þessa. hiuti fyrir töluvert hátt verö. ■* * * Stjórnin á ítalíu hygst að auka framleiðslu 1 landinu og þar með viðskifti við önnur lönd og enn fremur að lækka verð á daglegum nauðsynjum, með því að lækka kaup allra verkamanna um 10%, og er jafnframt ætlast til, að framleiðendur lækki tiltölulega verð á vörum sínum. Álítur stjórnin, að með þessu móti tak- ist henni að rétta við fjárhag þjóðarinnar, sem er langt frá að vera í góðu lagi. * # * Hon. Violet Albina Gibson, sem x fyrra reyndi að ráða Mussolini af dögum, hefir nú verið látin laus úr fangelsi á ftalíu og leyft að fara heim til Englands. Er á- litið, að hún sé biluð á geðsmun- um. Or bœnum. Piano hljómleika heldur Mr. R. H. Ragnar með nemendum sín- um á fimtudaginn 19. maí næst- komandi, í Y- W. C. A. bygging- unni á Ellice Ave. Miss Rósa Hermannson og Mr. Árni Stef- ánsson aðstoða með söng. Stund- vislega kl. 8.30 e. h. Aðg. 50c. Mr. John Austman, yngri, kom til borgarinnar í vikunni sem leið frá Los Angeles, Cal., þar sem hann hefir verið síðan í haust. Mr. Austmann dvelur hér í þetta sinn að eins fáeina daga, hjá föð- ur sínum, og leggur á stað í þess- ari viku aftur til California, þar sem hann gerir ráð fyrir að verða framvegis. Nýlega fóru eftirgreindir ís- lendingar frá Lundar, Man., suð- ur til Chicago, þar sem þeir ætla að stunda byggingavinnu í sum- ar: 0. H. Qddson, H. Oddson, V. Brandson, V. Guðmundsson, Joe Johnson, 0. Böðvarsson, 0. Th. Johnson og Bill Stinson. Mr. Jón Stefánsson, skáld, frá Steep Rock, Man., Ieit inn á skrif- stofu Lögbergs síðastl. föstudag. Hafði hann setið fund fiski- manna, er haldinn var á Fort Gari-y hótelinu hér í borginni, að tilhlutun fiskiveiða ráðuneytis sambandsst j órnarinnar. Mrs. Guðrún Pálsson, kom frá fslandi í vikunni sem leið. Hefir hún verið þar síðan í fyrra sum- ar; lengst af í Reykjavík. Hún segir alt gott að frétta frá fs- landi; gott tíðarfar og vellíðan fólks að því er hún bezt veit. Fimtudaginn hinn 28. f.m., kom hingað til borgarinnar Hjálmgeir Júlíusson, 17 ára piltur, frá fs- landi. Er hann ættaður úr Snæ- fellsnesýslu, en kom frá Reykja- vík. Býst hann við að setjast að hér í borg hjá ættfólki sínu. Dvelur hann fyrst um sinn á Sim- coe stræti, að heimili Mrs. Þorbj. Jónasson. — Einnig kom með sömu ferð Sveinbjörn Hjaltalin kaupmaður, er dvalið hafði heima um hríð. Á mánudaginn í þessari viku dó á Almenna spítalanum hér í borginni, Sigurður Brandson, til heimilis að 584 Berry St., St. James. jarðarförin fór fram á miðvikudaginn frá útfararstofu A. S. Bardals. íslendingadagurinn í Winnipeg, verður að þessu sinni haldinn ! River Park, laugardaginn þann 6. ágúst. Hafa knýjandi ástæður leitt til þessarar breytingar. Nefndin sá sér undir engum kring- umstséðum fært, áð hafa hátíðar- haldið 2. ágúst, rétt á eftir hér um bil þriggja daga fríi. Mánu- dagurinn 1. ág. verður “civic holiday”, en sunnudagurinn þar á undan og hálfur laugardagurinn, að sjálfsögðu frídagar. Undir- búningi hátíðahaldsins miðar vel áfram. Rœða Herra Joseph T. Thorson. fÞingmanns fyrir: Suður-Miö- Winnipeg, flutt í Ríkisþinginu ,i Ottawa, 31. marz 1927, um sam- ! veldisstöðu Canada í brezka al- rikinuj. Herra forseti:— Það er ekki tilgangur minn að taka upp eins mikið af tima þings- ins við umræðu þessa máls eins og undangengnir þingmenn hafa gjört. Kjarninn í skýrslu nefndar þeirrar sem íhugaði alrikistengslin og af- henti alrikisráðstefnunni og sem ráðstefnan einróma samþykti, finst á tólftu blaðsíðu skýrslunnar. Eg á við ákvæðið um það skyldleika sam band, sem nú er, eða staðhæft er að vera milli Stóra Rretlands og hinna annara hluta alríkisins. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. MAl 1927 ..... - 1 ............ 1 ........... ...... Þeir eru sjálfstjórnandi þjóðfé- lög í brezka alríkinu, jöfn að rétt- arstööu, á engan hátt hvort öðru undirgefið að neinu því er snertir innbyrðis eða utanríkis þjóðarstarf þeirra, þó þau af frjálsum vilja séu lýðskyld brezku krúnunni, og frjáls- lega samejnuð sem meðlimur hins brezka jxjóðasambands. Eg ætla að skorða ræðu mína við íhugun þessa ákvæðis að því leyti sem það snertir sjálfstjórn Canada í hennar innanríkismálum. Innan þeirra takmarka virðist mér stórt framfaraspor hafa stigið verið. Að þetta sjálfstjórnarákvæði er ef til vill sú þýðingarmesta stjórnskipuleg yfirlýsing, sem gerð hefir verið síð- an Canada-sambandið var mvndað, og sé þrungið mikilvægum mögu- leikum til canadískra þjóðþrifa. Miklum aðfinslum hefir þessi orð- skýring mætt. Mikið umtal um þýð- ingu hennar og mikill misskilning- ur um hvað hún feli í sér. Ýmsir halda því franx að hún þýði sund- urleysing brezka alríkisins, eins og vér höfum þekt það, eða að minsta kosti upphaf á nýju brezku alríki verulega og grundvallarlega breyttu frá því sem verið hefir. Aðrir segja að alls engar breytingar hafi verið gerðar, að ákvæðið sé aðeins staðhæfing um stöðu, sem áður hafi verið fengin í reyndinni, þó hún hafi ekki að þessum tíma verið opinberlega viðurkend. Hugsanlegt er að báðar þessar skoðanir hafi við nokkur sannleiksrök að styðj- ast, en að mínum dómi er hvorug þeirra algerlega rétt. Með fullri virðingu fyrir þeim, sem haldið hafa fram þessum misjöfnu skoð- unum um starf alríkis-ráðstefnunn- ar og afleiðingum þess, þá kýs eg að skilja jæssa yfirlýsingu, ekki svo mjög sem ákvæði um núverandi sannreynd, ' heldur sem yfirlýsirig jxess, sem vera ætti. Ekki svo mjög sem yfirlýsing um janrétti, heldur sem loforð um jafnrétti. Allir verða að muna að þar til þessi yfirlýsing er lögfest þá njótum vér ekki lagalegs jafnréttis. Til þess að vér fáurn réttilega met- ið þessa orðskýringu, þá tel eg nauðsynlegt að vér reynum að gagnrýna stöðu Canada, bæði frá stranglagalegu sjónarmiði og frá sjónarmiði þjóðstjórnarlegra fram- fara og venju, með því móti getum vér máské náð sjónar á ákvæðinu í Ijósi núverandi ástands og þá skil- ið betur í falning jxess og afleiðing- ar, sem henni fylgja. Eg skal reyna að vera ein fáorður og mér er hægt. Ef eg skyldi beina athygli þingsins að sjónarmiði, sem er að miklu leyti lögmanns álit, þá óska eg eft- ir umburðarlyndi jxingsins. Eg skal reyna að skýra lagalegu afstöðuna eins ljóslega og stuttlega eins og mér er mögulegt. Canada-veldi nýtur tilveru sinnar sem lögformleg þjóðareining frá ákvæðum “British North America Act,” lögum, sem samþykt voru af brezka jxinginu. Þau lög eru grund- vallarlög Canada, sem engin cana- dislc þing, hvorki fylkja- né ríkis- þing fá réttarlega yfirstigið. Rikis- þing Canada er að lögum réttlægra en brezka þingið og jtvi háð. Þessi lagafesta verður ekki véfengd og vér verðurn að muna, að þessi að- staða þings vors er virkileg. Þessi minnimáttar aðstaða er tvens kyns. f fyrsta lagi vegna þess að cana- diska rikisþingið var stofnsett af brezka þinginu og er því eðlilega háð þeim ákvæðum, sem veittu því tilverurétt og er því eðlilega háð. í öðru lagi stafar þessi rninni máttur af því að Canada þingið er ennþá að lögum undirorpið yfirráðum brezka jxingsins, senx eitt hefir vald til þess að breyta ákvæðum “Brit- ish North America Act’' og annað- hvort með breyting þeirra laga eðá með samning einhverra annara laga að auka eða minka jxað sjálfstjórn- arvald, sem vér nú njótum. Að því er hið fyrsta, eða lægri réttarstöð- una snertir, sem eiginlega er Cana- da þinginu og Canada veldi sem verandi háð brezka þinginu, sem löggilti það, þá hefir leyndarráðs- dómur Breta úrskurðað að sjálf- stjórnandi nýlenda, eins og Canada hafi ekki vald til þess að semja lög um hegningu í Canada, fyrir brot, senx drýgð enx utan Canada. Með þeim skilningi laganna, þá yrði Canada ekki mögu- legt að hegna fólki tyrir glæpi, svo sem morð, íkveiking, jxjófnað. fjöl- kvæni, sem frarnin eru utan Canada, Því hefir verið haldið fram að það sjálfstjórnarvald, sem Canada nýt- ur verði að bindast við málefni og atriði innan landhelgistaknxarka Canada. Með öðrum orðum, að Canada hafi ekkert vald til þess að semja lög er hafi utanlands gildi til framkvæmda. Engin slík valds- takmörkun nær til brezka þingsins, af því að brezka þingið hefir æðsta vald, en Canada þingið hefir það ekki. Tvisvar sinnum hefir Canada þingið samþykt ákvörðun i þessU rnáli um beiðni til brezka Júngsins um breytingu á “British North America Act” til afnáms þessa af- 'brigðis, fyrst árið 1920 og aftur ár- ið 1924, en þó að báðar þingdeild- ir samþyktu einróma þessar á- kvarðanir, þá hefir brezka þingið ennþá ekki sint málinu að neinu leyti. Hið annað tillit æðravaldsins felst i Jæirri staðreynd að Canada er ennþá háð, þrátt fyrir ákvæði “British North American Act,” yf- irráðum brezka þingsins, hinu eina æðsta löggjafarvaldi brezka alríkis- ins. Það er að vísu satt að með “British North Anxerica Act”, var Canada veitt ríflegt sjálfsforræði og sjálfstjórnarvald, en sú sjálf- stjórn er takmörkuð yfirliti sjálfr- ar “British North America Act” og öðrum lagabálkum sömdum af brezka þinginu, með tilliti til Cana- da. “British North America Act” inniheldur vandvirknislegar tak- markanir og jafnvægis ákvarðanir. Ákveðin stjórnar starfssvið voru úthlutuð fýlkjunum og til Jxess að stjórnarvald fylkjanna skyldi hafa aðhald, þá var ríkisstjórn- inni veittur réttur til þess að neita fvlkislögum ‘ stað- festingar, ef hún áliti Jxess þörf og Canada-veldi til hagsbóta. Rík- isþinginu var einnig úthlutað lög- gjafarlegt valdsvið og samkynja aðhald gegn ríkislagagerð var á- kveðið í 55, 56 og 57 greinum Brit- ish North America Act. Það er Jxeg- ar búið að ræða um þessar greinar hér, og skal eg því aðeins stuttlega athuga þær. 56. grein ákveður vald brezku stjórnarinnar, ekki brezka þingsins. til þess að neita staðfestingar lög- um jafnvel þó þau hafi verið sam- þykt af báðum þingdeildum, hafi hlotið staðfesting konungsins og verið sett í framkvæmd. Sérhvert lagafrumvarp, se’rn þetta þing sam- jxykkir, verður a^ sendast einum af rikisriturum Breta og vera háð neitunarvaldi hans innan tveggja ára frá þéim tíma er hann meðtók það. Ef Jxessu neitunarvaldi hefði stöðugt eða oft verið beitt, þá hefði það vafalaust valdið mikilli æsingu og gremju, en valdinu hefir ekki verið beitt. Eftir því sem eg veit best, þá hefir neitunarvaldi því sem British North America Act veitir brezku stjórninni aðeins einu sinni verið beitt, Jxað var 1873, fyrir 34 árum. 56 grein er ennþá i fullu gildi í British North America Act og gildandi regla samkvæmt ákvæði greinarinnar er að öll lög, sem þetta þing samþykkir eru árlega send til Lundúna og nýlendu-ráð- gjafinn tilkvnnir að “Hans Hátign verði ekki ráðlagt að beita neitun- arvaldi sínu” í því sambandi. 55. og 57. greinar f jalla um ann- að yfirlitsvald sem sé, vald land- Framh. á bls. 5 Kommúnistastefnan í Kína. Eftir Quincy Wright, prófessor við Chicago háskóla. Fréttir af ástandinu í Kina eru svo margvíslegar og flestar svo óljósar, að það er ekki von að fólk átti sig á þeim og ekki und- arlegt, þótt margir spyrji, hvað sé eiginlega um að vera þar aust- ur frá. Sumir svara því, að það ’sé Kommúnista stefnan, sem hér valdi mestu og benda til þess, hye eihdreginn stuðning Rússar hafi veitt “Nationalistum” svo nefnd- um í Kína1, og séu Kommúnistar þar að vinna að þeiri-i hugsjón sinni, að koma á allsherjar upp- reisn og stjórnarbyltingu um all- an heim. Aðrir segja, að það, sem að Kínverjunum gangi, sé útlendingahatrið, hið sama eins og í uppreisninni 1900. Enn aðr- ' ir segja, að orsakir styrjaldarinn- ar stafi af ofstopa og yfifgangi og valdafíkn einstaki-a höfðingja og herforingja, sem hver um sig vilji ná sem allra mestum völdum í sínar hendur og njóta sem mestra séréttinda fyrir sig og sína. Meðal sagnfræðinga mun sú skoðun vera almennust, að það sem óeirðunum aðallega veldur, sé þjóðernistilfinningin. sem vanalega gerir vart við sig hjá þjóðum, þegar þær verða þess varar, að aðrar þjóðir hafi, eða séu að reyna að ná einhverjum yfirráðum yfir þeim. Afskifti Napóleons af stjórnmálum Italíu og Þýzkalands, vöktu sterka þjóð- ernishreyf'ingn í þeim! löndum fyrir hundrað árum og hið sama hafa yfirráð Tyrkja á Balkan- skaganum gert. Kínverjar hafa nú vaknað til meðvitundar um vald vestrænna þjóða í Kína, og kemur það til af því, að alþýðan hefir nú fengið nokkru meiri mentun en áður var og fólkið hefir nú hugmynd um ýmislegt, sem það vissi áður eng- in skil á, og eiga kvikmyndirnar ekki lítinn þátt í þvi. Þá haía á siðari árum fjölda margir Kín- verjar stundað nám við ýmsar mentastofnanir í Evrópu og Ame- ríku og síðan flutt heim með sér sjálfstæðis hugmyndir, sem Kín- verjum voru nýjar og óþektar. Loks hafa Kommúnistarnir á Rússlandi ekki látið sitt eftir liggja síðustu árin, að koma Kín- verjum í skilning um, að vest- rænu þjóðirnar væru þeim alt annað en vinveittar. Alt þetta hefir leitt til þess, að Þjóðvina- félagið (Kuomintang) hefir náð mikilli útbreiðslu, en það félag er eini verulegi stjórnmálaflokk- urinn í Kína og hefir það mark- mið, að koma þar á lýðveldi, bygðu á þjóðlegum grundvelli. Þessi félagsskapur-er alt annars : eðlis heldur en félagsskapur “Boxarjtnna”, sem fyrir uppreisn- inni stóðu 1900, því þótt báðir séu óvinveittir útlendingunum, þá er mismunurinn sá, að hinir fyrnefndu vilja innleiða vestræna menning, sem þeir vita full skil á, en hinir síðarnefndu þektu hana ekki, en óttuðust hana og vildu útrýma henni. ' En þótt hinir eiginlegu Þjóð- vinafélagsmenn séu ekki óvin- veittir vestrænni menningu, þá er langt frá að þeir fallist á kenn- ingar Kommúnista. Það er flokk- ur út af fyrir sig, er hefir nú að undanföi-nu verið í samvinnu með Þjóðvinafélaginu, en eru þar í miklum minni hluta. Þær frétt- ir hafa borist út, að stjórnin í Hankow sé hlynt stefnu Kommún- istanna og að það liggi við borð, eða sé þegar búið, að vikja frá völdum herforingjanum Chiang Kaishek» sem er einn af leið- togum hinna hófsamari þjóðrækn- ismanna, en þeir bera á móti að þetta sé rétt. Stjórnin í Hankow hefir lýst yfir því, að hún sé alls ekki hlynt stefnu Kommúnista. Telur hún hana mjög óviðeigandi í Kína. Hið sama segja flestir trúboðar frá vestrænum þjóðum, sem þar hafa verið, og kennarar. Níutíu af hundraði allra Kín- verja eru ekki Kommúnistar og gætu ómögulega orðið það, að því er Dr. Warnshuis heldur fram. Ein ástæðan gegn því er súj að áttatíu af hundraði Kínverja eru bændur, er eiga sín eigin heim- ili. Ef Þjóðvinafélagið ber gæfu til að halda vel saman og víkur ekki frá stefnu þeirri, sem kend er við Sun Yat-Sen, eru miklar. líkur til, að það fái sameinað Kínaveldi. Það hefir stuðnings- menn af öllum stéttum og allstað- ar í landinu. Bankasambandið í Kína hefir lánað þessu félagi $3,000,000 og lofar því sjö milj. í viðbót. Sagt er að meðlimir þess séu 28 af hundr. stúdentar, 25 af hundr. hermenn, 12 af hndr. iðnaðarmenn og 10 af hdr. bænd- ur. Hinn pólitiski leiðtogi fé- lagsins er S. P. Peng, og til skamms tíma var aðal útbiæiðslu- stjóri þess Kou Meng-yu, fyrver- andi forseti háskólans í Peking, og nú mentamála ráðherra í Han- kow stjórninni. Hins vegar hafa herforingjarn- ir að norðan alt af verið að tapa. Chang Tso-lin, sem hefir verið þeirra sterkastur og á styrkleik sinn því að þakka, hve sterkt hald hann hefir í Manchuria, en nú er sagt, að hann hafi þar miklu minna fylgi, en áður var, vegna óánægju fólksins út af sköttum, sem hann ‘hefir lagt á það til að standast kostnaðinn við herferð- ir hans gegn Sunnanm»nnum. Og ýmislegt fleira hefir orðið til þess að veikja vinsældir hans. og áhrif. Þótt úrslitin í deilumálum Kínvei-ja væru að eins undir þeim ájálfum komin, eða því sem kalla mætti þar innlent, þá væru þau þó mjög vafasöm. En því er ekki þannig varið, því útlend áhrif hafa verið þar mjög sterk og eru enn. Bretar hafa stórkostleg verzl- narviðskifti við Kína og þeir iga þar miklar eignir, sem gefið afa mjög mikinn arð, vegna sér- takra hlunninda, er Bretar hafa otið þar í landi, en nú sýnast eir viljugir að gefa eftir þessi érréttindi sín. Það stendur sérstaklega á með long-kong, sem er nokkurs kon- r brezk nýlenda. Stjórnin sagði 0. marz, að það væri alls ekki á- etningur sinn að yfirgefa þann tað. -En að gefa eftir smátt og mátt og láta af hendi réttindi sín Kína, sýnist nú vera nokkurn eginn augljós stefna breskra tjórnarvalda.. Bretar sýnast xiklu áhugasamari um Indland g hafa jafnan gert alt, sem hægt ar til að halda þaðan rússnesk- m áhrifum. Ef þjóðernisstefn- n næði sér verulega niðri í Kína, á er hætt við að eins mundi fara Indlandi, og ef Kínverjar væru ins vinveittir Rússum eins og ndverjar eru sums staðar á Ind- andi, þá er ekki annað líklegra, n að rússneski björninn mundi iremma þá. “Mesta hættan fyr- r Asíu”, sagði Sir Esme Howard, irezki sendiherrann í Washing- on, “er keisarastefnan rúss- æska, sem er eins ákveðin enn í lag eins og hún var á dögum :eisaranna.” En geti Kína var- st rússneskum “imperialisma” )á virðast Bretar ekkert hafa á nóti því, að Kínaveldi sameinist )g munu vera til þess búnir, að riðurkenna stjórn þeirra og lemja við þá eins og aðrar þjóðir. Japanar þurfa meira að treysta i Kína heldur en nokkur önnur jjóð. Þeir eiga þar fleira af sínum borgurum heldur en nokk- við þá, sem þjóðlegu stefnunni fylgja. ítalía, eða Mussolini öllu heldur, er harður í horn að taka og vill taka þátt í því að kúga Kínverja — ef það kostar ekki of mikið. ítalía hefir þar heldur lítilla hagsmuna að gæta. Rússar gera alt, sem í þeirra valdi stendur til að vinna vest- rænu þjóðunum þann óskunda í Kína, er þeir megna, án þess þó að vilja sýna öðrum þjóðum op- inberan fjandskap. Sem stendur vilja Rússar forðast óvináttu annara þjóða, en hins vegar reyna þeir að auka viðskifti sín út á við sefi mest þeir geta. Það sýn- ist mjög vafasamt, að þeir hugsi sér að stjórnmálakenningar sínar nái nokkurn tíma rótfestu í Kína, þó þeir vilji útrýma þaðan öllum vestrænum áhrifum og hafa þjóð- ina sér vinveitta. Hins vegar gera þeii* sér vonir um, að fá töluverð hlunnindi í sumum út- kjálkum ríkisins og hafa þannig nokkuð fyrir snúð sinn og alt um- stangið, sem þeir hafa þar nú. Hepnist þeim að komast hjá ó- friði við Norður-Kína og geti þeir haldið vináttu sinni við Sunnanmenn og haft þar töluverð áhrif, þá mega Nationalistarnir gjarnan sameina alt Kínaveldi þeirra vegna. Fyrirlestrar um ísland. Hinn 24. apríl síðastl. flutti Miss Thorstína Jackson fyrirlest- ur um ísland í Brooklyn, N. Y.. og sýndi þar nálega hundrað mynd- ir frá íslandi. Yfir fimm hundr- uð manna sóttu fyrirlesturinn og ............ .........^ voru þar á meðal x^m fimtíu ís- önnur þjóð, og þótt viðskifti - lendingar, sem flestir eiga heima irra þar séu minni heldur en J ; New York og öðrum borgum og ;ta, þá er þó þar gerður) stór bæjum þar í nágrenninu. Ekki iti af allri þeirra v.erzlun. Þar vortl þag fslendingár að eins, sem kröfurnar 21 frá 1915 náðu létu í ljós mikla ánægju yfir fyr- að nokkru irlestrihum og myndunum, held- ur einnig margir Bandaríkja- menn, sem nú í fyrsta sinn á æf- inni, margir hverjir, fengu nokkra verulega fi'æðslu um ísland og Islendinga. Blöð þar að sunnan, sem út komu daginn eftir, ljúka ....... . .v...- ....... ....miklu lofsorði á fyrirlesturinn og þar líka, með því að gerast of fyrirlesarann og segja, að þessi Gjarna vildu þeir sjá alla fyrsti fyrirlestur um ísland, er burt úrjhaldinn hafi verið 1 New York hinni meiri, hafi verið ágæt byrj- ki fram að ganga, rti vegna Washington fundax*-) 3, hafa Japanar skift um ;fnu; hætt við yfirdrotnun og dð upp samningsleiðina. Þeir :ja ekki eiga það á hættu, að ssa ef til vill það hald, sem ir hafa í Kína og kannske fólk rópumenn hafa sig na, svo þeir sjálfir gætu náð skifti þau, sem þeir reka þar, Un í þá átt að fræða Bandarikja- andi, og þeir eru Bretum engu iur áhugasamir um það, að issar hafi þar ekki of mikil á- if. Að undantekinni Suður- mchuriu, sýnast þeir þó vera hlyntir, að Kínaveldi sam- I menn um Island. Miss Jackson fór stuttlega yfir sögu þjóðarinnar og skýrði sér- staklega frá bókmentum hennar að fornu og nýju og lauk lofsorði á háskólann, sem hún taldi hina XlAJ'AAVAA.y . w.v. "*'*** I C\ uwu»u***** — 7 ist og hin þjóðlega stefna nái | æskilegustu mentastofnun, fyrir yfirráðum. Bandaríkin eru alla þá að sækja til, sem afla vildu vinveitt Kín- j sér þekkingar á norrænum fræð- jum og þeir gefa sig þar öðr- um. þjóðum frekar við trúboði og Þá minntist Miss Jackson einn- ntamálum. Trúboðarnir hafa ig á íslendinga hér 1 álfu og sýndi ið vinveittir þjóðlegu stefn-i áheyrendum sínum hvar væru íi og Bandaríkjamenn eru treg-j þeirra ^aðalstöðvar ibæði í Can- til að slíta vinskap við Kín- ada og Bandaríkjunum. Miss þótt þeir hins vegar geri Jackson endaði fyrirlesturinn með því, að láta í Ijós þá ósk sina, að hún hitti sem flesta af tilheyr- endum sínum við hátíðahöldin á Islandi árið 1930. m vináttu sambandið mjög itt, með vinskap sínum við ■’rakkar hafa verið aðgerða- ir, en reynt að koma sér vel

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.