Lögberg - 19.05.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.05.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. MAl 1927. Blfl. 7 Hafði bakverk í tvö ár og gat ekki sofið. Kona í Saskatchewan Notar Dodd’s Kidney Pills. M|rs. J. Obrigavie Hefir Ekki Fundið til Veiki Síðan. Hanley, Sask., 16. maí (einka- skeyti)— Það að bati getur fengist á öll- um nýrhasjúkdómum, með því að nota Dodd’s Kidney Pills, er enn sannað með vitnisburði, sem bor- ist hefir frá Mrs. J. Obrigavie, sem er góðkunn kona í Hanley, Sask. Hún segir: “Eg hefi liðið mikið af bakverk og gat ekki sof- ið á nóttunni. Eg fékk dálítið af Dodd’s Kidney Pills og virtust þær að gera mér gott. Fékk eg því sex öskjur í viðbót, og nú er eg alveg laus við bakverkinn. Eg mun æfinlega hafa þær í húsinu, ef eg skyldi þurfa þeirra við.” Dodd’s Kidney Pills eru vel þektar um alla Canada, sem gott og áreiðanlegt canadiskt meðal. Það er þekt að því að reynast vel. Þú munt finna, að Dodd’s Kid- ney Pills lækna allskonar nýrna- veiki, hvaða tegund sem- er. Ná- grannar þínir geta sannfært þig um það. Fæst hjá öllum lyfsölum eða hjá The Dodds Medicine Co. Ltd. Toronto 2, Ont. Danski hundshausinn. (Niðurlag.) Vorið eða sumarið, sem stúlkan úr Reykjavík ikom að Firði, þá rættist í Fjarðarhreppi, sem oítar og víðar, að “flýgur fiskisaga.” Það var eins og þegar steini er kastað í vatn eða tjörn; það mynd ast öldur og hringir á vatninu, hver hringurinn fyrir utan annan, og hringirnir færast út og stækka, þangað til þeir nema staðar við vatns- eða tjarnarbakkana. Ýmsar sögur tóku að berast út frá Firði; það rann upp veltiár hjá öllum kjaftakindum sveitarinnar. Fólkið á bæjunum fékk nóg um að tala.— Það væri komin stúlka úr Reykjavík til ekkjunnar í Firði, hún væri hráða-lagleg og fín, eng- in stúlka i sveitinni jafn falleg. Hún væri búin að botnvelta öllu í stofunni. Á gömlu kommóðuna væri kominn hvítuf dúkur; þar á stæði glerlíkneski af útlendum ketti. Á stofuþilið væri búið að hengja ofboðs-fallega mynd af dönskum hundshaus, alla logagylta, og salúnsábreiðu væri búið að láta á stofugólfið ; heimilisfólkið tæki að sér skóna, og karlmennirnir tækju ofan húfurnar um leið og þeir kæmu' inn fyrir stofuþrös- kuldinn. —- Það liti helst út fyrir, að Reykjavíkurstúlkan væri búin að stinga öUu heimilisfólkinu í vasa sinn. Það fór að verða óvenju gest- kvæmt í Firði; allir áttu þangað er- indi.—Ef smala vantaði kind, þá var auðvitað að leita hennar að Firði. Ef ungu mennirnir fóru í tryppaleit, þá var að spyrjast fyrir um þau í Firði. Og konumar á bæj- unum í sveitinni tóku að ranka við sór, að það væri mesta minkun að þvi, að þær hefðu svo lengi gleymt og trassað að heimsækja blessaða ekkjuna i Firði, þessa gömlu og góðu trygðavinkonu þeirra; og svo lögðu þær í heimsókn og orlof. Og hver sem að Firði kom, hafði sína sögu að segja. "Hún er déskoti lagleg,” sögðu ungu mennimir. “Nógu er hún snoppufríð,” sögðu ungu stúlkurnar. “Hún skyldi ekki vera flagð i fögru skinni,” sögðu gömlu kon- urnar. HSð eina, sem bændurnir lögðu til málanna, var það', að þeim hraut máské af vörum: “Skyldi hún kunna að taka á hrífu?” Bak við alt þetta duldist sá meg- in sannleikur, að Reykjavikurstúlk- an “stakk út” allar stúlkurnar i sveitinni, og það mátti búast við, að sú synd hefði með tímanum þungan og langan hala. Smám saman fór svo, að öll sveitm skiftist í tvo flokka utan Ný og Aukin Orka Fyrir Veiklaðan Líkama. . Miljónir fólks hefir á síðustu arum komist að raun um, að ■^uga-Tone er undursamlegt lyf, sem bætir heilsuna og eykur orku þess og áhuga. Ekkert er til, sem við það í því að bæta ö..?.ðlN’ &era taugarnar styrkar og yoðvana,stælta og öll aðal líffær- m brottmeiri. t Ef þú ert veiklaður og ert að missa þrótt og að léttast, skortir orku og áhuga, eða gengur með langvarandi lasleika, svo sem svima, höfuðverk, nýrnasjúkdóm, taugaóstyrk og getur ekki'sofið á nóttunni, þá reyndn Nuga-Tone og gerðu það vel og rækilega. Það verður að bæta þér, láta þér líða betur, eða þér er skilað aft- ur peningunum. Heimtaðu að fá Nuga-Tone. Ekkert annað getur komið í þess stað. um stúlkuna frá Reykjavík. Ungu piltarnir voru allir með henni, en alt eða flest kvenfólk sveitarinnar á móti henni. Bændurnir gömlu voru flokksleysingjar, og flestir niðursetningarnir með þeim. Gömlu bændunum stóð orðið alveg á sama um allar fallegar stúlkur; allar þess háttar tilfinningar voru steindauðar hjá þeim fyrir löngu, druknaðar í þrældómi og basli; og yfir sögunum um postullínsketti og danska hundshausa o. fl. þ. h. hristu þeir bara höfuðin þegjandi. Fjarðarhreppur átti kirkjusókn að Dial.. Kirkjan var orðin léleg, presturinn gamall og kirkjurækni fremur þverrandi; fátt oft við kirkju, þótt messað væri. Það bar til eitt sunnudagskvöld, að sú fregn barst um sveitina með kirkjufólki, að þann dag hefði að visu verið messað, en fremur fátt við kirkju. En það fylgdi sögunni, að stúlkan úr Reykjavík hefði ver- ið við kirkju; hefði hún riðið upp- áhaldshesti húsmóðurinnar í Firði, og sonur húsmóðurinnar verið með henni; þeim hefði líka báðum verið boðið inn eftir messu á prestssetr- inu, og tekið með kostum og kynj- um. Nú var heimasætum sveitarinnar og mæðrum þeirra nóg boðið. “Hún ætlar að gera hér alla vit- lausa, þessi Reykjavíkurdrós,” sögðu gömlu konurnar; ungu stúlkurnar sögðu ekkert; en þung- búnar voru þær sumar á svipinn. Svo kemur næsti sunnudagur; þá var eins og öll sveitin hefði mælt sér mót við kirkjuna í Dal;—kirkj- an troðfull, og margt stóð úti. En þá var Reykjavíkurstúlkan ekki við kirkju. “Þetta hefðum við mátt vita,” glompaðist út úr móður einn- ar heimasætunnar. Þá kemur þriðji sunnudagurinn og er enn messað í Dal, og sami fjöldi við kirkju. Þá er Reykjavík- urstúlkan líka við kirkju, og margt fólk frá Firði. Piltarnir gáfu henni hýrt auga, stúlkurnar fremur ó- hýrt; auðséð, að þær fundu, að róðurinn var betri á borÖið hennar. —En—þá gerði Reykjavíkurstúlk- an þeim þann grikk, sem engum kom í hug; þegar hún var komin til sætis í kirkjunni, þá dró hún upp úr vasa sinum fallega sálma- bók, gylta í sniðum, og söng al!a sálmana með,—og meira að segja —söng prýðisvel. Þetta tromp gat enginn stungið. Þetta hafði aldrei áður komið fyr- ir í Dalskirkju. Karlarnir í kórnum höfðu veriÖ einir um hituna, að lemja áfram sálmana, í allra manna minnum. Auðséð var á öllu, að stúlkan úr Reykjavík hækkaði um marga þumlunga í augum piltanna við þetta. ‘Sú er ekki í vandræðum með að taka eitt sálmalag í heimahúsum, lagsmaður,” sögðu þeir íbyggnir hver við annan eftir messu. “Eg vona, að forsjónin fari nú að taka í taumana með þetta Reykjavíkurgoð,” sagði ein gamla konan í sveitinni, sem átti þrjár ó- gefnar dætur, allar komnar fyrir GóðrarvonarhöfÖa, sögðu þeir, sem voru kunnugir manntalsbók- um Fjarðarhrepps. Héðan af skal fara fljótt yfir sögu. Sumar þetta leið eins og önnur. Meðan slátturinn stóð sem hæst, hafði fólk um nóg annað að hugsa; þá má ekki fráskáka sig í sveiturv- um. Þá er annaÖ hvort aö duga eða drepast. En þegar kom fram á haustið og veturinn, þá fóru að berast ískyggilegar sögur frá FirÖi. Þær fóru fyrst i hvíslingum og hljóðskrafi, í eldhúsi og búri. En eftir því sem stundir liðu urðu þær háværari, og komúst smám saman inn á baðstofupallinn. Og loks voru þær sagðar í heyranda hljóði, og hvar sem menn voru staddir. Gróur sveitarinnar lifÖu ekki á öðru þetta haust *n“ rauðu einu úr eggi,” svo sem magálum og bringukollum, sviðum og lunda- böggum. Og sögurnar fóru allar í sömu áttina, að laglega og fina stúlkan úr Reykjavík væri farin að gildna undir belti, og það meira en 'lítið. En—þungann, sem hún gengi með mundi enginn annar eiga en sonur ekkjunnar í FirÖi. Þetta fór alt eins og í sögu segir. Stúlkan ól sveinbarn á rél^um tíma og gekst sonur ekkjunnar í Firði við faðerni barnsins. En—svo kemur það allra rauna- legasta; haustið eftir var stúlkan látin fara til Reykjavíkur með barnið á handleggnum. Sá er þetta ritat, var henni samferða haustið 1878 milli hafna hér á landi á skipi, er þá gekk hér með ströndum fram. Lá hún þá í lestmni sjósjúk með barnið veikt líka. Voru spor hennar ærið erfiÖ þá og raunaleg. Nokkru eftir að hún var komin til Reykjavíkur, misti hún drenginn sinn. Upp úr því fór hún til Dan- merkur, því þar átfi hún skyld- menni; veit sá, er þetta ritar, ekki hvort hún er lífs eða liðin. En—sannast mun það hafa á henni, eins og fleirum, að “annað er gæfa og annaÖ gjörfugleiki.” HVort hún fór með postulíns- köttinn með sér og myndina af danska hundshausnum, það veit eg ekki. En — lítill sýndist mér far- angur hennar. er eg varð var við hana á suðurleiðinni. Sennilegt, að þetta tvent hafi orðið eftir í stof- unni i Firði, sem sýnilegt tákn nýrrar útlendrar siðmenningar. I hálfa öld er hann búinn að geymast í huga mínum þessi við- burður, sem margir munu kalla smáan, að danski hundshausinn var hengdur upp á stofuþilið í Firði í stað Kristsmyndarinnar fornv^ er þar hafði lengi verið og að postu- línskettinum var tildrað upp á kommóðu gömlu konunnar. Altaf þegar þetta hefir tekið að fyrnast í huga mér, þá hefir eitthvað kom- ið fyrir, sem hefir mint mig á þetta; og — það ekki sist á hinum siðustu árum. Sérstaklega hundshausinn danski eða útlenski hefir orðið í huga mín- um sýnileg ímynd tildursins, hé- gómaskaparins og — mér liggur við að segja apakattarháttarins út- lenska, sem á síðari tímum hefir sótt á þjóð vora, og runnið ofan í of marga, eins og nýmjólk eða ný- brætt smér. Það er beinlínis raunalegt að sjá íslenskt fólk snúa baki í lítilsvirð- ingu að flestu því sem íslenskt er, þjóðlegt og sérkennilegt fyrir þjóÖ- ina okkar og landið okkar, að sjá ungu stúlkurnar leggja niður hinn fallega íslenska kvenbúning, kon- urnar fylla híbýli sín með einskis- verðu útlendu hégómarusli, og bændurnir hverfa frá hinu foma bæjarbyggingarlagi, sem einlægt sómir sér svo einkar vel í íslensku landslagi, en tildra upp þessum ný- móðins timburhúsum, sem bygð eru í sykurkassa — slorskrínu eða mykjukláfsstýlnum, er meiðir alla fegurðartilfinningu þeirra, er nokk urn smekk og nokkra fegurðartil- finningu hafa. Það getur ekki annað en runnið skynsömum mönnum til rifja, að sjá hvernig sumar ungu stúlkurnar haga ráði sínu, er þær koma úr sveitinni og í höfuðstaðinn. Þær láta sumar það vera eitt af sínum fyrstu verkum, að fara til einhvers rakarans og láta hann skella af þeim flétturnar upp við eyru, oft ljómandi fallegar hár- fléttur, sem væru hverri íslenskri konu til hinnar mestu prýði. Svo er að fá sér kjólgopa, sem tekur liðuglega niður á hnjákolla, og er vel skorinn niður að ofan bæði á bak og fyrir. Síðan er það hattur á snoðkollinn, því fáránlegri, því betri; loks eru það silkisokkar og lakkskór með háum hælum, helst einu eða tveimur “númerum” minni en hentugt er fyrir fæturna. Þegar aumingja stúlkurnar eru svo komnar i þessa “múnderingu,” þá fer þeim fyrsta kastið líkt og Davíð forðum, er hann var kom- inn í herklæðin af Sál, að þær kunna ekki að ganga; og það er nátúrlegt. Eg sárvorkenni þessum stúlkum misskilningsmyrkrið, sem yfir þeim grúfir; og þeim væri flestum miklu nær, að halda meiri trygð við fallega og smekklega peysu- búninginn, sem hún mamma þeirra gaf þeim, méðan þær voru heima í sveitinni. Þeim er lika óhætt að trúa þvi, að piltar, sem gangast einungis fyr- ir snoðkoll, silkikjól og lakkskóm í heimahúsum, og reiðbuxum, stél- frakka og derhúfu í útreiðum á sumardaginn, þeir eru að jafnaði ekki mikilsvirði. Eg veit, að alt þetta, sem eg að framan hefi vikið að o. fl. á að héita og er látið heita menning. En — sé það kallað menning, þá á hún skylt við danska hundshausinn og postulínsköttinn. Sönn menning og gagnlegar framfarir eru blessaðir hlutir; en — misskilningstildur og andhælis- háttur, í hverju sem er, er til engra hluta nytsamlegt. Nú hefi eg nýlega lesið það í blöðunum, að Samband norð- lenskfa kvenna hefir heitið verð- launum fyrir bestu sýnishorn af ís- lenskum húsgögnum og híbýlum i íslenskum stýl. Mér var sönn ánægja að lesa þetta. Háfi þær blessaðar gert þetta. norðlensku konurnar. Eitthvað finst þeim, eins og mér og fleirum að umbóta sé þörf á þessu svæði. Eg skil þær svo, þessar þjóð- ræknu og góðu konur, að þær séu ekki ánægðar með postulínsköttinn og danska hundshausinn. Eg skil tiltæki norðlensku kvenn- anna svo, að það sé alvarleg til- raun tij að taka danska hundshaus- inn niður af stofuþilinu íslenska og bera postulínsköttinn út á sorp- haug. Eg ætla að vona og óska, að þeim verði mikið ágengt. Lesb. Mbl. Fundargerð Sveitarstjórmrinnar í Bifröst- sveit. (Framh. frá bls. 3.) Sveitarráðsm. Eyjolfson vakti eft- irtekt sveitarráðsins á því, að skuld J. Jónassonar væri reiknuð 2. deild i stað þorpinu Riverton. Mr. S. M. Sigurdson lagði fram beiðni unii að sveitarráðið borgaði kostnaðinn við að borga fyrir birt- ingu fundargerðanna í íslenzku og Ruthenian blöðunumi. Þetta mál var lengi rætt og létu allir sveitarráðsmenn skoðun sína í ljós í því. Eyjolfson og Sigmundson lögðu til að neita þessari beiöni.—Samþykt. S. M. Sigurdson skýrði frá, að C. P. R. félagið hefði lofað að leggja til 10 vagnhlöss af brunnum kolaúr- gangi fyrir járnbrauta-yardið að Hnausa, ef sveitarráðið vildi borga kostnaðinn við að koma því fyrir þar sem það ætti að vera. Skrifara var falið að fá upplýs- ingar frá lögmanni sveitarinnar um það, hvort löglegt væri að sveitin eyddi peningum á eignir C. P. R. fé- lagsins. Sigurbjartur Guðmundsson bað um uppgjöf á skatti ag N. E Ji 9-23-3E. Sveitarráðið gaf því ekki gaum'. Wm. Lupky, S. W. 'Á 34-23-3 E, bað um uppgjöf á skatti. Sveitarráð- ið gerði honum það tilboð, að ef hann borgaði $75 út í hönd, skuli hann fá $50 af vegabótapeningum, sem séu færðir honum til inntekta og komi upp í óorgaðan skatt. Sveitar- ráðsm. Eyjolfson var falíð að líta eftir þessu, ef tilboðið yrði þegi. William Chambers talaði við sveit- arráðið viðvSkjandi veginum norðan við Sec. -23 E. Sveitarráðsmaður í 2. deild gat ekki sagt hvað hægt væri að gera við þamvveg þetta árið. I Th. Olafson óskaði að fá land það, sem hann nú hefir, til leigu framr vegis og sem hann notar fyrir olíu- stöð. Ingaldson og Meier lögðu til að leigja Th. Olafson þetta land í sex mánuði fyjir $10, og að Mr. O'lafson sé gefinn 6 mánaða fyrirvari að flytja burt, ef sveitin þarf á landinu að halda. Leigutíminn teljist frá 1. maí 1927. — Samþykt. Næst var tekið fyrir að ráða virð- ingamann fyrir árið 1928. Oddviti hélt því fram, að mikil á- stæða væri til að almenn virðing færi fram 1928. Sveitarráðið var á þeirri skoðun, að virðingin 1927, eins og hún væri nú færð í lag, ætti að gilda fyrir árið 1928. Eyjolfson og Finnson lögðu til, að ráða Jón Sigvaldason áem virðinga- mann fyrir árið 1928 með $200 árslaunum. — Samþykt. Sigmundson og Meier lögðu til, að samþykkja tilboð frá S. V. Sigvalda- on í Riverton um að kaupa lóðirnar 1, 2, 3, 4 I Block 5, Plan 2212, fyrir $15 hverja lóð, og að hann borgi all- an kostnað við eignarbréf og afsal. — Samiþ. Tilboð kom frá Guðjóni J. Björn- son um að kaupa N. E. 12-23-lE. fyrir $250. Meier og Ingaldson lögðu til að selja Guðjóni J. Björnson fyrnefnt land fyrir $250; $50 borgist út í hönd og afgangurinn í tveimur jöfn- um ofborgunum: $100 1. apr. 1928 og $100 1. apr. 1929; vextir 7%. og kaup- andi borgi fyrir afsals- og eignar- réf. — Samþykt. Sveitarráðsm. Meier skýrði frá, að Haraskiewiecz börnin væru vanrækt og að Miike Glovatski sendi þau ekki á skóla eins og um var samið. Eyjolfson og Ingaldson lögðu til, að fela skrifara að biðja um veru- stað fyrir þessi börn hjá Orphanage of the Sisters of St. Benedict í Ar- borg, Man. — Sarmþykt. Eyjolfson og Wochychyn lögðu til, að skattsöluskírteini 1926 yfir lóðir 6 og 7, Block 5, Plan 2077, sé innleyst af sveitinni. — Samþykt. Eyjolfson og Finnson lögðu til, að aukalög séu samin, -þar sem staðir séu' tilteknir til að halda sveitarkosn- ingar 1927. — Samþykt. Viðvíkjandi Culvert á Davids Ave., Arborg, lögðu þeir Sigmundson og Wochychyn til, að fela sveitarráðsm. Ingaldson að líta eftir þvi. Beiðni kom frá S. Kardal og Ein- ari Gíslason um leyfi til að mölbera 54 af mílu af veginum norður við Sec. 33-21-4 E. ivpp á sinn eigin kostnað. Sigmundson og Wochychyn lögðu til, að þetta sé leyft. — Samþvkt. Eyjolfson og Ingaldson lögðu til, að þessir menn séu skipaðir vega- stjórar: Arnald Bardarson, Geysir; Mike Guzcil, Silver; Kr. Kristjáns- son, Geysir; John Rawluk, Riverton. Sigmundson og Wochychyn lögðu til, að skipa fyrir lögreglumenn: — Alfred Osborn, Skylake og Tomas T. Jonasson, Riverton. — Samþ. Eyjolfson og Ingaldson lögðu til, að skipa þessa menn til að hafa eft- irlit með illgresi: F. Finnbogason, Hnausa; G. M, K. Bjömson, River- ton; John Lazulak, Silver;, Lulli Holm, Arborg; Donys Chyzy, Vid- ir; Andrew Borky, Sylvan; Emil Petrazchuk, Shorncliffe, og fari ekki þóknun hvers um sig fram yfir $25. — Samþ. Viðvíkjandi S- W. % 15-23-4E: Tilboð kom frá Thomas Jonason uúi að kaupa ofangreint land fyrir $290, $50 út í hönd, og $50 á hverjum sex mánuðum, þar til borgað að fullu. Eyjolfson og Meier lögðu til að taka þessu boði með væntanlegu sam- þykki Municipal CommissionerS< — Sveitarráðsm. Wochychyn skýrði frá, að lokræsi, Culvert, í veginum við N. E. % Sec. 26-£l-l E, þar sem járnbrautin lægi yfir veginn, væri ekki nægilegt til að taka við vatninu. Eyjolfson og Wochychyn lögðu til að skora á C. P. R- að setja þar inn nógu vítt lokræsi. — Samþ. Sveitarráðsm. Finnson lagði fram beiðni frá ýmsum í Morweena við- víkjandi vegagerðum og vegaumbót- um. Var því máli frestað þar til síðar. Sveitarráðsm. Wochychyn sagði, að eftir að hafa kynt sér ástæður Mrs. Tarachuk, teldi hann rétt að að veita henni $5 styrk á mónuði. Eyjolfson og Ingaldson lögðu til, að veita Mrs. Tarachuk $5 á mánuði í næstu þrjá mánuði. — Samþ. Eyjolfson og Sigmundson lögðu til að fela sveitarráðsm. Wochychyn að taka allan við, sem högginn kynni að vera á löndum sveitarinnar, hvar sem hann fyndist. — Samþ. D. Dickens bað sveitarráðið um út- sæði, en þar sem land hans er veð- sett Manitoba Farm Land Ass’n, þá var honum vísað til þess féiags. Evjolfson og Wochychyn lögðu til að fela K. Shútilla að opna vegar- stæði austan við Sec. 19-23-3 E. — Samiþykt. Wochychyn og Sigmundson lögðu til að fela sveitarráðsm. Eyjolfson að láta gera við veginn austan við Sec. 29-23-3 E., sem skemst hefði af vatnavöxtum. — Samþ. Sigmundson og jlakonson lögðu til, að fela oddvita og Wochychyn að meta skemdir á veginum í 3. deild. — Samþ. Sveitarráðsm. Ingaldson skýrði frá að hann hefði átta lokræsi og þrjár brýr til að gera við í sinni deild, og einnig veg, sem skemst hefði af vatnagangi við Sec. 2-23-2 E. Eyjolfson og Wochychyn lögðu til að fela sveitarráðsm. Ingaldson að sjá um viðgerðir á þessum skemd- um. — Samjþ. Eyjolfson skýrði frá, að Eirikur Bjarnason, Hnausa, hefði mist hest við vinnu fyrir sveitina. Hefði hann verið beðinn að nwnnast á það við sveitarráðið, hvort það vildi ekki bæta honum þann skaða að ein- 1 verju leyti. Þessn máli frestað. Finnson skýrði frá skemdum af vatnagangi á veginum vestan við Sec. 26-23-1 E. Hann sagði, að þar sem fylkisstjórnin hefði látið veita Hamerlik vatninu í ána, þá hefði hún hækkað svo, að hún flóði yfir alt láglendið með fram ánni og gerði ometanlegan skaða á vegum á ýms- um stöðum í sveitinni. Sigmundson og Eyjolíson lögðu til að kjósa fimm manna nefnd til að kynna sér þetta mál, og til að eiga tal við stjórnardeild opinberra verka fylkisins, til að sjá hvað hægt væri að gera í þessu máli sveitinni til hagsmuna og skyldu til þess valdir sveitarráðsmennirnir Finnson og Ing- aldson, oddviti Sigvaldason, verk- fræðingur Robinson og J. Sigvalda- son. — Samþ. Wochychyn áleit að ástæða væri til að rannsaka vatnsflóð, sem kæmi úr C. P. R. skurði sunnan við Silver og flasddi yfir landið þar i kring. Eyjolfson og Wochychyn lögðu til að landið S. E. J4 32-23-4 E sé selt Dorothy Page, Hnausa P.O., fyrir $303.91, $50 út í hönd, $50 15. sept. 1927, $50 15. jan. 1928, $50 1. ág. 1928 og afganginn $103.91 15. jan. 1929. — Samþ. Wochychyn og Ingaldson lögðu til að umsókn, samkvæmt Soldiers’ Tax- ation Relief Act, sé veitt Otto Roche. Hnausa og Eliman Jonasson, Arborg. — Samþykt. Finnson og Ingaldson lögðu til að veita Kristínu Gunnarsdóttur $25 styrk í næstu þrjá mánuði. — Samþ. Finnson og Ingaldson lögðu til að veita Mike Kalenshuk, Vidir, $25 styrk í næstu þrjá mán. — Samþ. Hakonson og Finnson lögðu til að forið sé fram á það við ‘Good Roads’ nefndina, að hún bæti við Good Roads kerfið einni mílu norðan við Sec. 9-24-4 E. í deildunum 2 og 8.— Samþ. Eyjolfson og Sigmundson lögðu til að fela skrifara að rita “Good Roads Board” og fara fram á að framlengja keyrsluveginn um eina mílu austan við Sec. 17-24-3 E, og enn fremur að bæta afrensli Washow River. — Samþykt. Eyjolfson og Wochychyn lögðu til að neita reikningi frá Sigurði Thor- kelson, að Arnes, — Samþ. Wochychyn og Sigmundson lögðu til að samþykkja eftirfarandi út- borganir: Expense, $7.01; Kjarna Bridge, $73.74; Solicitor, $227.43; Hospitals, $134.75; Rent, $90.00; Postage, $6; Ward 2, $28.50; Ward 4, $16.50; Hafið öskju œtíð við hendina. Zam-Buk er ábyggilogt meðal og >missandi að hafa alt af við hend- na til að nota strax, ef maður neiðir sig. Það er óviðjafnanlegt neðal til að græða sár og einnig il að lækna þráláta huðsjukdoma >g illkynjuð sár, kýli og gyllmi- eð» Hver askja af Zam-díuk hefjr að reyma hið ágætasta græðslulyl, sem vísindin þekkja. Þetta með- >1, sem er tilbúið ur efnum ur plönturíkinu og algerlega laust við dýrafitu og efni ur stemariK- inu, er hið bezta og areiðanleg- asta meðal við öllum sarum og húðsjúkdómum. . Fá'ðu 50c. öskju af þessu jurta- i„fi Viíó lvfsalanum. sem þu sKitt- Ward 8, $35.0; St. Benedict’s Sist- ers, $96.00; Office, $15.60; General Account, $88.00; Telephones, $23.50; Charity, $15.00; Assessor, $87.38. —• Samþykt. Vegna ttmaleysis voru nokkur mál lögð yfir til næsta fundar. Eyjolfson og Wochychyn lögðu til að slíta fundi og afi halda næsta fund í Arborg 1. júní 1927. — Samþ. Frá Islandi. Samsæti það, er Kristínu Sigfús- dóttur var haldið á Hótel Island í fyrrakvöld, fór hið besta fram. Sátu þaö undir 130 manns. ASalræSuna, fyrir minni heiöursg'estsins, flutri frú Aðalbjörg Sigurbardóttir, en Kristín svaraði með ágætri tölu. Þá töluðu Guðm. Friðjónsson tvisvar, og Guðmundur Finnbogason, frú Laufey Vilhjálmsdóttir flutti ræðu fyrir minni Eyjafjarðar og heimili skáldkonuunnar; þá tölubu Bríet Bjarnhéðinsdóttir, frú Gutirún Lárus dóttir, frú Steinunn Bjarnason og Inga L. Lárusdóttir. SungiS var er- indi sem Ólína Andrésdóttir hafði ort, og lesið kvæði er Herdís Andrés- dóttir hafði sent. Ætluðu þær systur bábar að taka þátt í samsætinu, en gátu ekki af sérstökum ástæðum. A8 ræðuhöldum loknum skemtu menn sér við söng og dans, og var sam- sætinu slitið kl. 1.30 eftir miðnætti. Mb. 1. apríl. Merkid KiOrsedil Vdar Svona; EF ÞÉr VILJIÐ HAFA BJÓR, VERÐÍD ÞÉR AD SEGJA “JÁ” VIÐ 1. SPURNINGU. FYRIR BJÓR í GLASA TALI, MERKID ATKVÆDA-SEDLANA ÞANNIG: GREJPIÐ EKKI ATKVÆDI UM “B”-SPURNINGUNA, ANNARS EYÐILEGGID ÞÉR ATKVÆ0I YDAR UM “A”-SPURNINGUNA. TIL AÐ TRYGGJA YÐUR ÞÁNN LAGALEGA RÉTT ER ÞÉR HAF- ID AD FÁ BJÓRINN FLUTTAN í FLÖSKUM HEIM TIL YDAR BEINT FRÁ ÖLGERDARHtJS- UNUM, MARKIÐ KJöRSEðLA YDAR ÞANNIG: 1. RÝMKUN A BJÓRSÖLU Eruð þér meðmæltur rýmkun á bjórsölu frá því sem nú er? 2. EF MEIRI HLUTINN SVARAR 1. SPURNINGUNNI JATANDI, HVORT VILJIÐ... ÞÉR ÞA HELDUR KJÓSA? YES | X NO (A) BJÓR í GLASA-TALI sem þýðir, að bjór sé sejdur í glasa-tali undir stjórnarreglum og eftirliti á stöðum, sem leyfi er veitt til þess, sem þó séu ekki langborð (bars); slíkir staðir fái leyfi hjá vínsölunefndinni, og hefir hún rétt til að aftaka það leyfi, nær sem hún álítur að þær reglur, sem hún hefir sett fyrir bjórsölunni, séu á einhvern hátt brotnar. EfÐA (B) BJÓR 1 FLÖSKUM sem þýðir það, að bjór sé seldur í lokuðum flöskum af Vínsölunefndinni í Stjórnarvín- söluhúsum til nbyzlu á heimilum eða bráða- byrgða dvalarstöðum. Sé sölunni þannig háttað, að kaupandi tekur sjálfur það sem hann kaupir og þarf það ekki að vera meira en ein flaska í einu. 3. SALA ÖLGERDARHÚSANNA. Eruð þér með því, að aftaka rétt ölgerðar- félaganna til að selja bjór beint til þeirra, sem leyfi hafa til vínfangakaupa? Beer by the Glass X Beer by the Bottle YES NO X Til þess að fá bjór, verðið þér að merkj a atkvæðaseðla yðar með X aftan við orðið “YES” í 1. spurningu. Til að fá bjór í glasatali, verðið þér að marka kjörseðla vðar með X aftan við orðin “Beer by the Glass” í 2. spurningu. Þér fáið bjór í flöskum, með því að marka atkvæðaseðla yðar með X aftan við orðið “NO” í 3. spurningu. Merkið eWti X aftan við bæði “Beer by the Glass” og “Beer by the Bottle” í 2. spurningu, því þá eyðileggfð þér atkvæða- seðilinn. Inserted by the Brewers’ Associati on

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.