Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÍFNl 1927 eig Gefið út hvern Fimtudag aí Tfce Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tnlsimari N-6327 04 N-6328 Einar P. Jónsson, Editor L t ’.nAaknft til blað*in«: T^f COLUyB'/\ PHtSS, Ltd., Box 3171. Winnlpeg. ^»0- Utanáakrift riutjóran*: £0lT0B 10CBERC, Box 3171 Wlnnipag, N|an. VerS $3.00 um árið. Borgist fyrirfram r. .\ ~ The "L.ógberg” la prlnted and publlehed by The Columblk Preee, Lámlted, in the Columhla Buildlng, 886 Bargent Ave., Wlnnipng, Manltoba. Skipbrot við Bracken-bjarg. í síðasta tölublaði ‘ ‘ Heimskringlu ”, birtist á ritstjórnarsíðu blaðsins, svona hér um bil tveggja dálka langur greinarstúfur, er nefnist á “Víð og dreif”, — eitt hið flysjungslegasta samsull, er á prenti hefir birzt í báa herrans tíð. Ritsmíð þessi á að vera, minsta kosti að einhverju leyti, svar við grein vorri, “Öðruvísi ástatt, ” er út kom í Lögbergi þann 2. þ.m., þar sem vikið var með nokkrum orðum að ástæð- unnj fyrir því, að eigi varð af samvinnu milli liberala og hins svonefnda “progressive” flokks við fvlkiskosningar þær, er nú fara í hiönd. Það getur engum þeim dulist, er með at- hygli les, að Heimskringlu ritstjórinn, hefir staddur verið í pólitiskum sjávarháska, er hann ungaði út þessu nýstárlega blekfóstri. Enda hefir, sem kunnugt er, verið næsta brimasamt undir Bracken-björgum upp á síðkastið og lít- ið um björgunarbáta. 1 þessari dómadags, tveggja dálka lönguvitleysu, er ekki með rök- um, hróflað við staf í hinni áminstu grein vorri, heldur snúið út úr á tveim stöðum, og það á svo strákslegan hátt, að ósamboðið er með öllu jafn skvrum manni, sem ritstjóri Heims-' kringlu er. Ritstjórinn gefur í skyn, að bráð- ókunnugir menn myndu helzt ætla, að grein vor væri ritin til “harmaléttis” framsóknarflokkn- um í Manitoba-fylki, út af því að ekki skyldi takast svipuð samvinna milli liberala og “pro- gressive” flokksins, eins og átti sér stað við sambandskosningamar í fyrra. Slíkan skiln- ing hefði auðvitað enginn annar getað lagt í ummæli vor, en einhver sá, er sjálfur var bráð- ókunnugur gangi allra þjóðmála í landi hér, og þá líklegast margra annara góðra mála yfirleitt. Vér að eins skýrðum frá, blátt áfram og hlut- drægnislaust, hvemig á því stæði, að ekki varð sff kosninga-samvinnu að þessu sinni, milli hinna tveggja fyrgreindu flokka. Ýmsir góð- kunningjar vorir úr flokkunum báðum, virtust eiga örðugt með að átta sig á, hvers vegna kosninga samband að þessu sinni fór út um þúfur. Þeirra vegna, og annara, er líkt kynnu að líta á málin, var hin áminsta grein skrif- uð. Engan mann, annan en ritstjóra Heims- kringlu, höfum vér heyrt um það kvarta, að . grein vor, sú er hér um ræðir, hefði ekki verið nægilega ljós, — höfum enda fengið þakkir \nða að, fyrir sanngirnismál það, er hún flutti. Það er engu líkara, en að sumir menn hafi einkaleyfi á miskilningi, og að þessu sinni að minsta kosti, fyllir ritstjóri Heimskringlu þann* flokk. Eftir þessari síðustu Heimskringlu ritsmíð að dæma, virðist ritstjóranum láta drjúgum betur grautargerð, en rökstudd greinargerð opinberra mála. Þar er öllu grautað saman, — f.jasað í sömu andránni um Robert Forke, Mac- kenzie King, H. A. Robson, Mr. Bracken, Henry Bourassa, Sir Wilfrid heitinn Laurier, hallæri, svartadauða, vindgárnr, blaðkrónur og daggstafi, sem vafalaust er spluugurný stafa- togund, og sennilega ætluð í einhverja Bracken- ámnna, sem farin var að leka. Heimskringlu ritstjórinn er auðsjáanlega f.júkandi reiður, og íiefir þess vegna alt á horn- um sér. Honum virðist vera sárilla við marga menn, en þó einkum og sér í lagi þá, sem mæt- astir eru og mest hafa unnið bændum og búa- lýð í hag, svo sem Robert Forke, og aðra nýt- ustu forvígismenn bændasamtakanna í Manito- ba, er borið hafa hita og þunga landnámsár- anna og greitt hinni ungu kynslóð veg. Eini maðurinn, sem heyrst hefir að Heimskringlu- ritstjóranum sé um þessar mundir fremur meinlítið við, er sagður að vera herra Sigfús Halldórs tfrá Höfnum^ Ritstjóri Heimskringlu, tjáir sig vera sann- an og einlægan framsóknarmann, og að þess vegna fylgi hann Mr. Bracken að málum. Hann kveðst einnig vera góðvinur verkamanna og vilja hag þeirra í öllu. Hið pólitíska tilfinn- ingalíf ritstjórans, er vatfalaust auðugt. En einhvern veginn virðist þó hafa slæðst inn í það ónotálegt ósamræmi engu að síður. Allir þeir, er eitthvað skilja í málefnunt verka- manna, eru svarnir andstæðingar Bracken- st.jórnarinnar. Má þar meðal annars tilnefna þá verkamanna leiðtogana, J. Queen, W. Ivens, S. J. Farmer og V. Anderson, er hver um sig hafa íordæmt stjórnipa fyrir1 fjandsamlega afstöðu til mála þeirra, er verkamenn bera fyrir brjósti. Hefir Mr. Ivens hvað eftir ann- að lýst yfir því, að þvínær öll mannúðar laga- nvmæli, er innleidd hafi verið í fvlkinu, hinum fátækari stéttum í hag, stafi frá tíð Norris- stjórnarinnar og sé beinlínis bennar verk. Þetta vita. allflestir menn og viðurkenna líka. En ofraun hefir það þó sýnilega orðið ritstjóra Heimskringlu. Hann tjáir sig í anda og sann- leika einlægan vin verkalýðsins, en berst þó um leið með hnúum og hnefum fyrir kosninga- sigri þeirrar st.jórnar, er verkamennirnir sjálf- ir telja lang fjandsamlegasta málstað þeirra, af öllum stjórnum, er nokkru sinni hafa setið að völdum í Manitoba - fylki. Afstaða, sem þessi, virðist gersamlega ósamboðin hvaða blaðamanni sem er, og ganga pólitísku óskírlifi næst. Af þessu, sem nú hefir sagt verið, er það því í raun og veru ekkert nndarlegt, þótt Heimskringlu ritst.jórinn hafi lent í hafvillur og brotið skip sitt við Bracken-bjarg. Mannúðarlöggjöf frjálslynda flokksins. Um þær mundir, er Norris-stjórnin kom til valda, mátti svo að orði kveða, að samfélagsleg mannúðarlöggjöf innan vébanda Manitoba- f.vlkis, væri með öllu óþekt stærð. Höfðn lög- gjaíar athafnir Mr. Roblins, flestar hverjar, hnigið í aðra átt en þá, er til þess miðaði,' að greiða götu lítilmagnans. En jafnskjótt ,og frjálslyndi flokkurinn tók við völdum, inn- leiddi hann hvert laganýmælið öðru merkara, er að því laut, að trvggja framtíð ekkna og munaðarleysingja og þeirra annara, er harðast voru leiknir í baráttunni fvrir lífinu. Má þar meðal annars tilnefna, mæðrastyrkslögin, lögin um ekknastyrk, heraðsspitalalögin, og lögin um hjúkrunarkvenna umdæmi í útkjálkabygðum, þar sem örðugast var að leita læknis. öil hafa lög- gjafarnýmæli þessi haft víðtæk áhrif, 0g orðið fylkisbúum til hinnar mestu blessunar. % Hvernig hefir svo Bracken-stjórninni far- ist úr hendi framkvæmd téðra laga? Þar hef- ir alt verið a eina bokina lært. Andi laganna verið lítilsvirtur með aumasta nánasarskap, er hugsast getur í siðuðu þjóðfélagi, styrkurinn svo skorinn við nögl, að lögin hafa hvergi nærri komið að tilætluðum notum. • Þá innleiddi Norris-stjórnin einnig lögin um skaðabætur verkamanna, er slysum sæta við vinnu sína, — lög er svo mikla athygli vöktu um alt meginland Norður-Ameríku, að eigi að eins stjórnir hinna fylkjanna canadisku, tóku þau upp, heldur og mörg ríkin sunnan landamæranna. Einnig samdi sú hin sama stjórn og leiddi í gildi lögin um .sanngjörn vinnulaun, og lágmarkslaunalögin. Hver hefir verið afstaða Bracken-stjórnar- innar, í sambandi við fyrgreinda mannúðar- löggjöf? Spurningunni er fljótsvarað. Stjórn- in hefir breytt skaðabótalögum verkamanna, sem og ekknastyrkslögunum, í háðurn tilfellum til hins verra. Braeken-stjórnin komst til valda 1922, á stefnuskrá, sem stolin var frá frjálslynda flokknum. Mr. Bracken hét kjósendum fylkis- ins því hátíðlega, að stjóm sín skyldi í öllum skilningi verða framfara stjórn. Fólkið trúði Mr. Bracken í það skiftið. En hvort það ber sama traust til hans nú, eftir fimm ára slæp- ingjaráðsmensku á þjó'ðarbúinu, getur sjálf- sagt orðið nokkuð álitamál. Það stendur öldungis á sama, hversu góður tilgangur Mr. Brackens kann að hafa verið 1922. Stjórn hans hefir skift lit.um síðan. Hún er ekki lengur stjórn fólksins, heldur ber í þe.ss stað á sér flest einkenni auðvalds og yf- ir-stétta dýrkunar. Ekki er ýkja langt síðan, ef oss minnir rétt, að ritstjóri Heimskringlu helti sér vfir Brack- en-stjórnina fvrir trygð hennar við ölgerðar- húsin, og gaf henni einn kinnhestinn öðrum meiri, fyrir hina lítt afsakanlegu vanrækslu hennar,.að því er viðkom framkvæmd vínsölu- laganna. Nú er ekki vérið að ómaka sig til að minnast á slíkar syndir framar. Og þó hefir ekki verið, svo menn viti til, bætt fyrir eina ein- ustu þeirra þann dag í dag. Mr. Bracken er alt af að tapa, og hann hlýt- ur að vita það sjálfur. Það sanna raddirnar úr hinum ýmsu kjördæmum. En hann ber sig karlmannlega, hefir ávalt einhverja afsökun á takteinum, meðal annars þá, að hann sé við- vaningur, sem hljóti að standa til bóta. Vakið á verði. Það fer ekki að verða langt til fylkiskosn- inganna úr þessu, og þess vegna ríður lífið á, að vel og dyggilega sé unnið fram til þess tíma, er kjörstaðir lokast þann 28. þ.m. Verða því allir þeir, er frjálslyndu stelfnunni unna, og Uyggja vilja Manitoba fylki sanna fólksstjórn næstkomandi fjögur til fimm árin, að vaka á verði og vinna sýknt og heilagt þar til yfir lýkur. Fjórir Islendingar leita að þessu sinni kosn- ingar, undir merkjum fr.jálslyndu stefnunnar, sem sé þeir Walter J. Lindal í Winnipeg, Einar S. Jónasson í Gimli kjördæmi, Skúli Sigfússon í St. George og Dr. Stephansson í Pas kjör- dæminu. Allir eru framhjóðendur þessir hin- ir nýtustu menn og líklegir til góðs á þingi. Allir hafa þeir, hvernig sem ástatt var, reynst frjálslyndn stefnunni trúir, og munu enn gera. Sérhverjum þessara fjögra framhjóðenda, verða íslendingar í hlutaðeigandi kjördæmum, að greiða forgangsatkvæði, það er að segja, setja tölustafinn 1 við nafn hans á kjörseðlin- um, og tryggja þar rneð kosningu, að svo miklu leyti, sem í valdi þeirra stendur. Þá skal það og hér með brýnt á ný fyrir kjósendum, er í einmennis-kjördæmum búa, þar sem fleiri en tveir eru í kjöri, að færa sér í nyt hlunnindi þau, er samfara eru hinni nýju breyt- ingu á kosningalögunum. Er liér átt við vara- atkvæði (second choice). ,Ættu kjósendur ekki að láta hjá líða, að setja tölustafiníi 2 við nafn þess framhjóðanda á seðlinum, er þeir næst helzt vilja að nái kosningu. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Islendingar! Greiðið þessum fjórum fyr- greindu samþjóðarmönnum yðar forgangsat- kvæði þann 28. Væri það ekki ósegjanlegt fagnaðarefni, að sjá fjóra Islendinga skipa þingbekk í Manitoha í senn? Alvarleg áskorun. Það hafa orðið þjóðhátíðarnefndinni bitur vonbrigði, að áskorun sú sem hirt var í síðustu viku blöðum til Islendinga í Manitoba, um að veita fjárstyrk til þess að þátttaka vor í þeirri hátíð megi verða oss sæmdarauki, hefir ekki borið iieinn árangur. Ekki eitt einasta tillag hefir verið sent til nefndarinnar, sem afleiðing af þeirri áskorun Nefndin trúir því ekki, að Islendingar séu áhugalausir fyrir, eða andvíg- ir því máli. Ilver einasti þjóðflokkur hér í borginni er nú að undirbúa þátttöku í skrúðför- inni miklu og láta ekkert til þess sparað, að þátttaka þeirra megi verða sem veglegust. Þessir þjóðflokkar ætla að hafa frá 60 til 70 “Floats”, öll svo einkennileg og vel búin, sem efni þeirra leyfa. Þeir leggja fram allan sinn áhuga, efni og vinnu til þess að komast í verð- launaflokkinn, ef þess er kdstur. Forstöðu- nefnd Islendinga finnur sér því skylt, að minna þjóðflokk vorn alvarlega á það, að vér teljum sæmd hans í veði í þessu máli og að þar sem vér erum elzti útlendi þjóðflokkurinn í Vestur- Canada, þá skuldum vér sjálfum oss það, að verða ekki öðrum síðri í þátttöku vorri í hátíð- inni. Vér erum sannfærir um það, að hug- myndin sem þátttaka vor er bygð á, er verð- launaverð, því að vér sýnum þar það, sem eng- inn annar þjóðflokkur í heimi getur sýnt — þús- und ára gamalt lýðstjórnarþing.... En verðlaun geta því að eins unnist, að líkingin sé myndar- lega af hendi leyst, og búningar þátttakenda og útlit þeirra alt, eins líkt fyrsta þingi, eins og sagan og tilverandi myndir geta leiðbeint i því efni. En þetta kostar peninga, vér verðum að láta gera um hundrað búningspjarir og margar þeirra skrautlegar, hárkollur, skegg og skó- fatnað, hjálma, ennispengur og önnur nauð- synleg áhöld, alt sem líkast því sem sagan sýn- ir að verið hafi fyrir þúsund árum. Nefndin er komin vel á veg með alt þetta, sem til sam- ans er áætlað að muni kosta mikið á annað þús- und dollara. Þetta fé alt verður að fást á ein- einhvern hátt með frjálsum fjárframlögum frá íslendingum og það er í fullri tiltrú til þefrra, að nefndin, sem nú er efnalaus, hefir tekist á hendur að leggja út í þennan nauðsynlega kostnað, hversu mikill sem hann kann að verða, til þess að þátttaka vor megi verða þjóðflokki vorum til sæmdar: Vér minnum því íslend- inga á þetta tvent: 1. Að vér erum siðferðislega skyldir til þess, að fylgja öllum öðrum þjóðflokkum í því að taka sérstakan þátt í þessu alþjóðar hátíða- haldi, og 2. Að sjálfsvirðing vor og sæmd þjóð- flokks vors krefst þess, að/vér leggjum fram alla krafta til þess að sú þátttaka sé oss samhoð- in og fái hlotið fulla viðurkenniugu allra með- horgara vorra hér í landi. Vér leyfum oss því enn á ný, að skora fast- kga á Islendinga, að styðja þetta fyrirtæki svo með f járframlögum, að vér fáum losast úr þeim ábyrgðum, sem vér nú þegar, í þeirra nafni, höfum bundist. Nefndin hefir gert ráðstafanir til þess að íslenzk heimili, skrifstofur og “business”-hús verði heimsókt og samskota leitað. og mælist til þess, að sendendum verði vel tekið og að fjárframlögin verði svo rífleg, að þau nægi til að mæta öllum þátttökukostnaðinum. Jón J. Bttdfell. B. J. Brandson. B. L. Baldwinson. A. C. Johnson. Fr. Swanson. H. A. Bergman. Th. S. Borgfjörð. Rögnv. Pétursson. ■ Ág. Blöndal. Ragn E. Kvaran. Björn B. Jónsson. Mrs. Th. S. Borgf jórð. Mrs. G. Jónsson. Mrs. 1. Johnson. Mrs. B ,B. Jónsson. Miss A. Johnson. .Miss E. Peturson Vér viljum enn einusinni á- minna kaupendur blaðsins um að standa í skilum með áskriftar gjöld sín og reyna að koma þeirri reglu á að borga það fyrir fram. ^l 11111111111 i 11111111 i 111111111111111111111 lli 111111II111 i 11111 i 111111111111111111! 11! 111111111111111 !■£ Samlagssolu aðferðin. Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = E afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E E lsegri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin E = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatríði þurfa að = E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem Kenni = E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E E vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. E 846 Sherbrooke St. - ; Winnipe£,Manitoba E iTi 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 n: 111111111111111111 fE Þeir íslendingar, er i hyggju þafa aö flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandarikjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Sýnishorn af nýjustu ljóðum Ólafar frá Hlöðura. Kunni ekki að gefa. Lengi var eg lítil, snauð, lagðist þungt í efa. Loksins fann eg feikna auð; — fékk hann til að gefa. Sá eg og heyrði hinna nauð: hróp úr myrkri efa. Hélt á krafta’ og kynja auð— kunni ekki að gefa! Áköf löngun í mér brann annara’ hungur sefa. Kyntu, guð minn, kærleikann, kendu mér að gefa! 1927. Meistarinn. Meistarinn kennir samtið sinnl: Sýnir henni lifsins brunna. Gengu menn frá götu þinni; . gullþyrst menning kann ei unna! Alda rennur, elfa’ í hrönnum, altaf menn þín sporin finna: ljós þín*brenna, lýsa mönnum, ljósin kenninganna þinna! Stendurðu’ enn á meðal manna, mildur, ennis-hár og fagur? Áttu’ að kenna enn og sanna? Enn að renna’ upp m'ikill dagur? 1927. Hvergi. Hvergi finn eg neitt hjá neinum, nægju sem að veitti mér. Inst i sálar eigin leynum alein sit eg bezt hjá þér! Gott er að vera öll hjá einum, — aldrei nefna vininn sinn. Bera ’ann inst við brjóst í leynum: bera ’ann inní himininn. ’27 öreiginn. Inní heim gekk ungur sveinn, andlitá-hreinn. Engill sat í svipnum hans: sjáandans. Hraðan óx hinn ungi sveinn, andlitshreínn.. Ylmur var á vörum hans, ’ins vitra manns! Eins og hann var aldrei neinn andljtshreinn. Heimurinn erfði auðlegð hans: öreigans! 1927. —Lesb. Mbl. Flugferðirnar yfir Atlantshafið og þýðing þeirra. Þegar norrænir víkingar fóru að kanna löndin hérna megin At- lantshafsins, velktust þeir oft og tíðum mjög lengi í sjónum; en því miður höfum vér engar ná- (kvæmar skýrslur um tímalengd ferða þeirra jýfir Atlantshafið. Þó er sagt í Landnámu, að menn hafi siglt frá Staði í Norvegi til Horns á íslandi á sjö dögum, og frá Snæfellsjökli þvert yfir til Grænlands á fjórum dögum; en frá ferðum Leifs hins heppna og Þorfinns karlsefriis til Vínlands hins góða höfum vér engar skýrslur um ákveðna tímalengd. Þegar Kolumbus fyrir 435 ár- um sigldi út frá Palos á Spáni, velktist hann 69 daga í hafinu fyr en hann lenti á San Salva- dór. Hann lét í haf 3. ágúst 1492 og tók hÖfn 12. október sama ár. Pílagrímar sigldu frá Plymouth á Englandi 6. september 1620 og komu til Cape Cod, Mass., 19. nóvember sama ár. Þeir voru þess vegna 74 daga á leiðinni yf- ir, Atlantshafið. Savanah, hdð fyrsta gufuskip, sem sigldi yfir Atlantshaf frá Savanah í Georgia ríkinu til Liv- erpool á Englandi, lét í haf 24. maí 1819 og var 27 daga á leið- inni yfir hafið. :Hið nafnfræga seglskip (clip- per ship) “Dreadnaught” aigldi frá New Yodk 15. júní 1859, og lenti eftir tólf daga siglingu 27. júni í Cape Clear á írlandi. Hið nafnkunna sjö mastraða gufuskip, Great Estearn”, sigldi frá Needles fyrir utan Sout'hamp- ton á Englandi 17. júní 1860 og kom til New York 28. júni eftir ellefu daga siglingu yfir At- lantshaíið. Mauretania, hið mikla far- þegaskip Cunard félagsins, sigldi frá New York í septembermánuði 1924 og var að eins fimm daga, einn klukíkutíma og fjörutíu min- útur á leiðinni yfir hafið til Cherbourg á Frakklandú. Hið mikla Zeppelin loftskip, “ZR-3”, sem seinna meir fékk nafnið “Los Angeles”, fór frá Friederichshafen á Þýzkalandi 12. október 1924, og kom til Lake- hurst í N. J. í Bandaríkjunum 15. október. Það var 81 klukkutíma og 17 mínútur á leiðinni. Hin brezka flugvél, “Alcock- Brown”, fór frá St. Johns á Ný- fundnalandi 14. júni 1919 og lenti í Clifden á írlandi 15. júní. Þessi flugvél var að eins 16 klukkutíma og 12 mínútur yfir hafið. En nú hefir kafteinn Charles August [Lindbergh flogið aleinn frá New York til Parísarborgar á Frakklandi, 3800 mílur á á 33^ klukkutíma. Svona hafa ferðirn- ar yfir Atlantshafið smám saman orðið styttri og styttri og er það engum vafa bundið, að þær eiga eftir að styttast til muna enn. Kafteinn Lindbergh, þessi tutt- ugu og fimm ára unglingur, hefir I unnið afrek3verk, sem hefir vak- I ið aðdáun alls heimsins. Hann segist ekkki hafa gjört það í þeim tilgangi, að afla sér fjár, og þess væri að óska, að heiminum hlotn- aðist ekki að spilla þessum sið- prúða og hetjulega unglingi. Hin fyrsta hugsun 'hans, þegar hann lenti, var að senda móður sinni símskeyti. Hin fyrsta manneskja, sem hann heimsótti í París, var móðir hins ógæfusama| 1 flug- manns, Nungessar, sem fórst fá- um dögum áður en Lindbergh lenti i París. Þessi hetjulegi flugmaður hefir með framkomu sinni unnið hjörtu allra íbúa heimsins. En nú hafa tveir aðrir flug- menn, Clarence Chamberlin og Charles Levine, flogið alla leið frá New York til Þýzkalands, og voru þeir 46 klukkutíma og 25 mínútur í loftinu. Hvað þýðir nú alt þetta? — Helztu verzlunarkóngar Banda- ríkjanna hafa þegar haldið fund og ákveðið, að koma af stað verzlunarferðum yfir Atlantshaf- ið í loftinu. Það verður ekki langt að bíða þangað til að fólks- og vöruflutningar í loftinu munu verða veruleiki en ekki draumur, eins og 'hingað tiil. En annað mjög alvarlegt hill'ir upp bak við þessi fyrirtæki, og er það hin hræðilegu tækifæri, sem nú eru gefin stríðsvörgum heiirts-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.