Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 6
V Blfl. 6 Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. “Segjum það vori nú seint,” mælti Emer- son. ‘‘Þá leggjum við bara í ísinn, við hliðina á skipi félagsins, þangað til að ísa leysir, þó það verði ekki fyr en í júní.” “Eg vildi komast tímanlega til Kjalvíkur og byrja að byggja áður en Marsh kemur,’ sagði Emerson. “Það er ekki að vita, hvað fyrir kann að koma. ” Balt kinkaði kolli og mælti: “Það er held- ur ek'ki að vita, hvernig að við .borgurn fyrir okkur. Eitt er víst, að hann verður að koma þar fram í dagsljósið, og það er þó betra, en að þurfa að berjast við skuggann hans, eins og við höfum þurft að gera undanfarandi.” “Eg ætla að fara að aðvara Cherry. Hún þarf að fara að búa sig á stað”, mælti Emer- son, um leið og hann skildi við Balt. Leið Emersons lá fram hjá byggingunni, sem banki Hilliards var í, og þegar að hann kom að byggingunni, rak hann sig nærri því á mann, sem kom út úr hankanum. Hann var auðsjáanlega í vondu skapi, því svipurinn var ygldur, en bar þó keim af glettnisblæ. Maður þessi var vel klæddur, með rautt hár, meðal- maður á vöxt og var svo tekinn upp af sínum eigin hugsunum, að hann veitti því, sem í kring um hann var, enga eftirtekt. Emerson þekti manninn undir eins. Það var forseti American Produeers’ Association, Willis Marsh. “Gott kveld, Mr. Marsh,” mælti Emerson. Marsh sneri sér hvatlega við, stanzaði eitt augnablik til að jafna sig, brosti og mælti: “Nú, það er Emerson. Hvernig líður þér, Mr. Emerson?” Hann rétti fram höndina, sem að Emerson tók. “Mér var sagt, að þú værir hér í Seattle,” mælti Marsh. “Hvernig geng- ur þér með nýja niðursuðufyrirtækið?” “Vel þakka þér fyrir. Hvenær komstu?” “Eg kom rétt áðan, og hefi ekki haft tíma til að átta mig enn. Mr. Waylands og eg vorum að tala um þig áður en eg fór frá Chicago, og við vorum dálítið hissa ó, að þú skyldir vera að byrja á samslags fyrirtæki og við stundum.” “Eg bjóst við því,” mælti Emerson. “Eg fullvissaði Wavlands um, að það væri nóg rúm fyrir ok'kur báða.” “Þú gerðir það?” “Já, eg fullvissaði hann um, að óvild. hans í þinn garð út af því væri ástæðulaus.” “Honum mislíkar þá eitthvað?’? “Já, auðvitað,” svaraði Marsh og glotti kuldalega, “undir kringumstæðunum finst hon- um ekki að eins, að þú hafir gert sér rangt til, heldur blátt áfram' svikið sig. En um þetta er þér sjálfsagt kunnugt.. Þú ert samt lánsmað- ur, að eiga öflugan talsmann á staðpum”. — Hann leit yfir götuna hugsandi. “Ungfrú Way- lands og eg gerðum alt sem við gátum til að sannfæra Waylands um, að þú hefðir að eins notað þér leyfilegt viðskiftabragð, þegar þú • þáðir kveldverð í húsi hans kveldið sem þú fórst.” “Það var vel gert af þér, að taka málstað minn,” sagði Emerson með svo innilegri upp- gerðar ein'lægni, að Marsh hvesti á hann aug- un. “Og þar sem við verðum nágrannar í sumar, þá vona eg að okkur auðnist að þekkja hvor annan vel, því Mr. Waylands lét mjög vel af þér og réð mér sterklega að taka þig mér til fyrirmyndar. ” Marsh vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið og leitaðist við að dylja vandræði sín undir brosi, sem hann reyndi að láta vera eins vin- gjarnlegt og Emersons var. “Mér hefir verið sagt, að þú skiftir við þennan banka,” sagði Marsh og benti á bygginguna á bak við sig. “Já, eg átti úr mörgum tilboðum að velja, en Mr. Hilliard gekk svo fast að mér og bauð mér svo góð kjör, að eg réði að síðustu við mig að skifta við hann.” mælti Emerson. Heiftin blossaði í augum Marsh sem allra snöggvast, Emerson til mikillar ánægju, því það sýndi, að í svipinn fann þessi umboðsmað- ur einokunarfélagsins til þess, að hann hafði orðið undir í viðs'kiftunum, og Emerson var sannfærður um það með sjálfum sér, að fjár- veitingin, sem hann hafði fengið frá Hilliard á elleftu stundu, var orsökin í, að fjandmaður hans hafði alt í einu komið fram í dagsljósið og farið á fund bankastjórans, eftir að bankan- um var lokað um daginn, til þess að reyna að koma í veg fyrir að peningarnir yrðu lánaðir, og 'líka það, að skipið The Bedford Castle var lagst við bryggjuna, þar sem vörur Emersons voru geymdar. Emerson þóttist sjá á fram- komu og útliti Marsh, að samtal hans við Hilli- ard bankastjóra hefði ekki verið sem ánægju- legast, og það vakti e'kki að eins ánægju hjá honum sjálfum, heldur nálega ómótstæðilega löngun ti'l þess að skaprauna mótstöðumanni sínum. “Þegar alt er tekið til greina, þá höfum vjð verið sérlega hepnir með 4>etta fyrirtæki, það sem af er,” hélt hann áfram. “Það hefir staðið á nokkru af vélunum, sem við pöntuðum, en það er eins og jafnvel það hafi orðið okkur til góðs, því við gátum keypt þær úr annari átt að mun ódýrari.” “Mér þykir vænt um að heyra það,” svar- aði Marsh. “Hvenær leggið, þið á stað?” “Undir eins. Við byrjum að skipa út á morgun.” “Eg hefi breytt áformi mínu nokkuð”, mælti Marsh. “Eg kem bráðlega á eftir ykkur.” “Liggur þér nokkuð á?” spurði Emerson. “Það er margt, sem eg þarf að gera við í Kjalvík, því þar er aðal útgerð okkar, svo eg þarf að koma þar öllu í ,gott lag, áður en Mr. Wavlands og Mildred koma.” “Mildred!” endurtók Emerson, og sárreið- LÖGBEBG, FIMTUDAGINN ur yfir því, að Marsh skyldi dirfast að nefna skírnarnafn hennar. “Ætlar hún að koma norður?” Brosið, sem lék um varir Marsh, var níst- andi napurt. “Já, svo sannarlega! Það verð- hr ágætlega skemtileg ferð. Mér þykir leitt, að geta ekki boðið þér að vera með henni aftur, en—” Hann ypti öxlum. “Líttu inn til mín áður en þú ferð. Eg get ef til vill bent þér á ýmislegt, sem vert er að vita.” “Þakka þér fyrir. Eg vona að sumarið verði þér arðsamt og ánægjulögt þar norður í óbygðunum. Það er hugarfró að komast burtu frá öllu þessu umstangi og sárþreytandi siða- reglum. ’ ’ Þeir kvöddust með handabandi, og Marsh endurnýjaði hei'mboðið: “Þú gjörir svo vel að líta inn til mín. Eg bý í National Uygging- unni. ’ ’ “Svo þú ert þá búinn að flytja þig,” sa^ði Emerson kæruleysislega. “Nei, eg hefi ekki flutt mig,” svaraði Marsh. “Eg hélt sem sé, að þú byggir enn þá í 610 Buller Hotel”. Svo brosti Emerson kesknislega og skildi við ráðsmann einokunarfélagsins, sem horfði á eftir honum með ilskusvip á andlitinu, þar til hann hvarf úr augsýn. Svo setti að hon- um máttleysis hroll og var eins og að við það kamii hann til sjálfs sín. “Yfirgangs vargur!” hvæsti hann. Svo fór hann ofan í vasa sinn og tók upp gylt hylki með vindlingum í, tók einn vindlinginn úr hylk- inu og smelti því , og opnaði hvað eftir annað. Þegar að hann reyndi að kveikja á eldspýtunni brotnaði hún á milli fingra hans. Svo tók hann vindlinginn at úr sér og flevgði honum í reiði sinni á götuna og hélt á stað. Emerson hafði lítið sofið í tvær undanfarn- ar vikur, en þessa nótt svaf hann rólega og fast og vaknaði ek'ki fyr en komið var fram á morgun. Hann gekk því seint til morgunverð- ar. En hann var naumast byrjaður að borða, þegar Balt, sem alt af fór á fætur með sólunni, kom æðandi inn til hans ^g hrópaði: “Þú verður að koma undir eins ofan á bryggju, það er alt í uppnámi þar.” “Hvað er að?” spurði Emerson. “Verkfall! Útskipunarmennirnir hafa all- ir gengið úr vinnunni. Eg var snemma í morg- un til taks þar niður frá, til að líta eftir út- skipuninni, og hver og einn einasti þeirra neit- aði að fara að vinna. Verkamanna félögin eru reið, sökum þess að það voru utanfélagsmenn, sem skipuðu upp úr The Bedford Castle.” “í Tacoma” “Nei, í San Francisco, þegar skipið var þar síðast.” “Hvílikur skrípaleikur! Hvað segir kaf- teinn Peasley?” “Hann segir—” Eg verð að bíða með að hafa það eftir, sem hann sagði, þangað til við erum komnir út.” Þeir hröðuðu sér báðir ofan á bryggju, — þar sáu þeir hópa af illúðlegum útskipunar- mönnum slæpast á bryggjunni og við höfnin^, en kaftein Peasley, sem var enskur, fundu þeir í káetu sinni um borð, þar sem hann var að borða morgunmat og bölvandi á milli bitanna. “Þeir eru vitlausir, algjörlega .bandvitlaus- ir,” tautaði Peasley. “Eg skil þetta ekki. “Eg var ekki kominn á fætur í morgun, þegar illa vaninn sláni, sem kallaði sig umferða umboðs- mann (walking delegate), kom og sagði mér, að menn sínir skipuðu vörunum ekki út í skip mitt, nema eg borgaði þeim heims'kulega stóra fjárupphæð. ” “Hvað sagðir þú við því?” hpurði Emer- son. “Hvað sagði eg?” Kafteinn Peasley lagði varlega frá sér hnífinn, sem hann hélt í hend- inni, strauk teið úr yfirvararskeggi sínu og rétti úr sér í stólnum. “Þetta er það sem eg sagði, eins nærri og eg man.” Svq runnu upp úr hon- um ósköpin öll af blótsyrðum, sem sjómenn einir skilja, með eins skorðuðum enskum á- herzlum og hægt var að hugsa sér, og svo ó- blandinni einlægni, að hinir fóru að skelli- hlægja. “Svo lét eg hann finna til stígvélisins á fætinum á mér og elti hann síðast, þar til að hann hröklaðist í land.. Tvö þúsund dollara! Ekki nema það! Það væri sjón að sjá mig borga fimm hundruð pund til þessara ribbalda. Skipseigendurnir mundu hengja mig. ” “Svo þeir heimtuðu tvö þúsund dollara?” “ Já, og fyrir eitthvert heimskulegt stagl um það, hverjir að megi vinna sér fyrir máltíð við uppskipun í San Francisco og hverjir ekki. ” “Hvað ætlar þú svo að gjöra?” “Eg ætla að gera sund-umboðsmann úr næsta umfreða sendiboðanum, sem kemur um borð í þeta skip. Tvö þúsund dollara!” Svo liélt hann áfram að borða. “Marsh, enn á ný!” mælti George Balt. “Eg býst við því,” svaraði Emerson. “Það er ofbeldis tilraun og ekkert annað. En ef að hægt er að afferma skip með mönnum, sem ekki eru í uppskipunarfélaginu, þá er líka hægt að ferma það með þeim, og kafteinn Peasley talar eins og hann sé maður, §em vill láta skríða til skarar. Eg vildi að þú vildir vera hér og líta eftir vörunum. Eg ætla að fara og tala við forseta verkamannafélagsins. ” 17. KAPITULI. Þsgar Emerson kom til baka eftir tvo klukkutíma, voru allir- farnir, nema George Balt, sem var á gangi innan um vörubunkana. “Gaztu lagfært þetta?” spurði Balt. “Nei,” svaraði Emerson. “Það eru sví- virðilegustu samtök og eg neitaði að knékrjúpa fyrir þeim.” “Það var vel gjört af þér,” svaraði Balt. “Það eru til hlutir, sem ærlegur maður get- ur ekki lagt sig niður við. Eg skal skipa þess- um vörum út með mínum eigin höndum, áður en eg læt nokkurt verkamannafélag ræna mig að skipun og vilja Willis Marsh.” 16. JÚNl 3927. “Heyrðu! Viltu lofa mér að sjá um út- s'kipun á vörunum?” spurði George Balt. “Geturðu gert það?” Um varir Balts lék bros, sem Emerson var farinn að þekkja sem fyrirboða á stórræðum þeim, sem honum voru svo eiginleg og sem ekki voru ávalt í sem beztu samræmi við lögin. “Hlustaðu á,” mælti George Balt og hló. “Hérna niðri á strætinu eru hundrað fiski- menn, helmingurinn af þeim er dauðadrukkinn sem stendur og hinir nokkuð slompaðir.” “Þeir gera okkur þá ekki neitt gagn,” mælti Emerson. ..... ‘ ‘ Eg býst ek'ki við, að þú hafir nokkurn tíma séð hóp af Kjalvíkur fiskimönnum, sem eru vinnulausir. Það er að eins tvent, sem þeir menn kunna — að fiska og fljúgast á, og sem stendur, er ekki um fiskiveiðar að tala. Þegar að þeir koma til Seattle, þá fara öll pólitíin í þann part borgarinnar, sem þeir eru ekki í, og troða bómull í eyru sér. Það eina, sem er nógu sterkt til að skilja þá og pólitíin, eru hæðirnar.” “■Gjeturðu fengið þá til að vinna?” “Eg held það,” svaraði Balt. “Það eina, sem eg er hræddur við, er, að eg geti ekki fengið þá til að hætta. Það er rétt eftir þeim að s'kipa öllum vörunum út og rífa svo bryggj- una á eftir af grunni sínum og bera timbrið inn til Peasley kafteins. Það er ómögulegt að að ímynda sér, eða vita, hvað þessum fiski- mönnum kann að detta í hug. Þeir eru ekki líkir kidinum öðrum! mönnum í * uppátækjum sínum eða skapbrigðum. ” “Hvenær geturðu fengið þá til að byrja?” “Það tekur mig í alt kveld að smala þeim saman, og ekki ólíklegt að eg þurfi að berja á einum fjórum eða fimm, en eg ætti að hafa eina tólf, sem gætu byrjað í fyi*ramálið.” Balt , rendi augum yfir bygginguna, sem þeir voru í, frá gólfinu, sem var úr plönkum, og upp í mænirinn; svo sagði hann: “Eg sé ekki neitt brothætt hér inni, svo það ætti að vera óhætt.” “Viltu ekki að eg komi með þér?” spurði Emer^pn. George horfði um stund á hann og sagði svo: “Eg held ekki. Eg hefi aldrei séð til þín f í mannraun. Nei, það er betra, að- þú sért hér og sjáir um, að vörunum sý óhætt, þangað til í fyrrra mólið. Eg skal sjá um hitt.” Emerson varð ekki var við Balt, aftur um dagjnn, og ekki heldur um kvöldið í hótelinu. En morguninn eftir kom hann í býti niður á brýggjuna með tólf eða fjórtán fiskimenn. — Enga sérsta'ka eftirtekt vöktu menn þessir fyrst í stað, þeir voru frekar illa klæddir og óhrein- ir. En þegar Emerson fór að veita þeim nán- ari eftirtekt, þá sá hann, að þeir voru mjög þreklega vaxnir. Herðabreiðir og þykkir um brjóstin og gengu þannig, að afl fylgdi hverri hreyfingu. Það var ekkert sérstakt heima- landsmót á mönnum þessum, þeir voru auðsjá- anlega blandaðir blóði hinna vestrænu og norð- lægu frumherja, sem fyrstir ruddu brautir þeirra héraða. Mál þeirra bar allmjög keim sjómannamálsins. Þeir voru margvíslega til fara og sumir þeirra voru í þykkum stutttreyj- um, þótt heitt væri orðið í Veðri. Sumir í strigatreyjum og sumir með stóra flókahatta á höfðinu, járnaða skó á fótum og í algengum verkamannafötum. Einstöku af þeim voru með bólgnar kinnar eftir hnefahögg; eða bláir í kring um augun, og tók Emerson eftir því, að þeir litu allir keskn- iSlega til George Balt, og sýndu það með ýmsu látbragði, eða tillitum, sem Emerson fékk ekki skilið fyr en hann veitti því eftirtekt, að Balt sjálfur var ekkert betur útleikinn. Vörin á hon- ' um var sprungin, og stór kúla fyrir aftan ann- að eyrað. Menn þessir fleygðu af sér yfirklæðum og tóku hraustlega til vinnu, og kunnu að öllum vinnubrögðum, sem þar þurfti. Á sumum þeirra var víma af vínnautn frá kveldinu áður og hentu félagar þeirra óspart gaman að þeim, er :þeir slöguðu við vinnuna, en þrátt fyrir það voru þeir óvanalega afkastamiklir við vinnuna. Þorstgjarnir voru þeir, og þurftu því oft að fá sér vatn aö drekka og svitnuðu svo við vinnu sína að svitinn rann í lækjum eftir andlitum þeirra. Emerson varð sérstaklega starsýnt á einn þessara manna. Hann kom til vinnu sinn- ar í fallegum grástykkjóttum fötum. Hann af- klæddi sig, unz hann var eftir að eins í skyrt- unni og rauðleitum brókum, og hengdi föt sín vandlega upp á nagla. A fótunum hafði hann skó úr gljáleðri; þá tók hann af sér, fór úr sokkunum og gekk svo til vinnunnar þannig klæddur og berfættur. Vinnan í höndum allra þessara manna virtist að eins leikur. Eftir að allir mennirnir voru teknir til verks, kom George Balt að máli við Emerson og mælti: “Hvað heMurðu um. þá?” “Þeir eru afbragð. En hvar eru hinir?” “Það eru tveir eða þrír, sem ekki eru ferða- færir,” svaraði George Balt, og eins og óafvií- andi strauk.með vinstri hendinni vfir hnúana á þeirri hægri, sem voru illa hruflaðir. “En hinir verða hér á morgun. Þetta eru þeir allra hæverskustu og geðbeztu. Hinir koma smátt og smátt. Ef að hefði verið um áflog að ræða hér, þá hefðu þeir allir komið strax. En eg gat ekki boðið þeim upp á neitt girnilegra en harða vinnu, svo þeir eru ekki í neinum flýtir að byrja.” “Eg býst við það verði nóg af sögurílAim viðburðum hér bráðlega, til þess að gera hvern 1 mann ánægðan,” sagði Emerson og var beiskjukeimur í rödd hans. “Eins áreiðanlega og við erum hér,” svar- aði George Balt ánægjulega. “Það er eini veg- urinn til þess að fá skipið fermt í tíma. Það sem við þurfum með, er að í áflogum lendi svo sem einu sinni eða tvisvar.” Það fór maður fram hjá þeim, með þungar hjólbörur. Hann stanzaði, þurkaði af sér svit- ann, leit á George Balt, brosti karrkvíslega og hélt svo áfram. “Heyrðu mér,” sagði Balt. “Hví hættirðu ekki, ef þér finst vinnan of erfið. ” En mað- urinn gaf sig ekki að því og hélt leiðar sinnar. “Þeir hafa gangið nærri þér, George. Ef þú hefðir ekki vikið þér undan í tíma, þá hefðu þeir gert út af við þig,” sagði Emerson. George Balt brosti og strauk með hendinni yfir kúluna sem hann hafði fengið fyrir aftan annað eyrað. “Barðistu við hann?” spurði Emerson. “Ekki gat það heitið, en hann markaði mig ‘þarna fyrir aftan eyrað,” mælti Balt. “Hann er ófyrirleitinn náungi, einn sá bezti, sem eg veit af. ” “Hvað kom fyrir?” “Ekkert! Eg varð að gefa bonum ráðn- ingu um eitt skeið, en nú höfum við farist á mis upp á síðkastið.” “Þið hafið þá verið að endurnýja gamlan kunningsskap, ” mælti Emerson. “Hann hefir gefið þér á hann líka, sýnist mér.” “Nei,” svaraði George, “það var ókunnug- ur náungi, sem gaf mér þetta mark. Eg var að koma honum í rúmið, þegar hann sparkaði í mig með stígvélinu. Hann kom ekki í morgun.” “Ef að eg væri þú, þá skyldi eg fara heim í hótetlið og fá mér dálítinn dúr,” mælti Emer- son. “Eg skal líta eftir hlutunum hér.” Það kom hik á George. “Eg veit e'kki hvort mér er óhætt að fara?. Þeir hafa allir félaga, sem hanga hér einhvers staðar í kring, svo geta þeiv tekið það í sig að hætta allir þegar minst varir. Þeir eru ekki hættulegir, en þeir geta verið kankvísir. ” “Eg skal hafa augun á þeim,” mælti Emer- son. Eftir að hafa virt félaga sinn fyrir sér dá- litla stund, lét Balt tilleiðast, en ítrekaði á ný við Emerson: “Láttu þá ekki ná yfirtökunum. Ef þeir göra það, þá er úti um alla vinnu fyrir þeim.” Emerson þurfti ekki að bíða lengi eftir að George Balt fór, að þeir tækju eftir breyting- unni sem orðin var, og ekki heldur því, að þeir reyndu hvað mikill þessi nýi verkstjóri þeirra væri fyrir sér. Einn þeirra kóm til hans nálega strax og mælti í skipandi róm: “Sæktu okkur að dyekka. Við erum þyrstir.” Emerson benti honum á vatnskranann og mælti: “Þarna er vatn, drekkið þið alt sem þið viljið.” “Vertu ekki að neinu spaugi. Við viljum ekki vatn. Farðu og sæktu okkur kagga af öli.” “Eg held nú ekki,” svaraði Emerson. Maðurinn tók aftur til vinnu. En eftir fá- ein augnablik sá Emerson að hann hætti og lahbaði upp bryggjuna. Emerson hljóp í veg fyrir hann. “Hvert ætlarðu að fara?” “Sækja mér að drekka,” svaraði hinn. “Viltu hætta vinunni?” spurði Emérson. Maðurinn virti Emerson fyrir sér, og svar- aði: “Nei, eg hefi ekkert á móti vinnunni. Eg er að eins þyrstur. ” Þeir sem voru að vinna næstir þeim, hættu vinnu, stóðu og horfðu á þá. Maðurinn sneri sér til þeirra og mælti: “Það er ekki óskemtilegt, að maður skuli ekki mega fá sér að drekka. Komið þið, félag- ar. Eg skal borga fyrir drykk.” Það varð almennur hlátur og mennirnir sem á heyrðu, hættu að vinna og komu. Emerson talaði til þeirra í skipandi róm: “Haldið þið allir samstundis áfram að vinna. ’ ’ Sá sem orð hafði fyrir verkamönnunum, lét sem hann heyrði ekki til Emersons og ætlaði að fara fram hjá honum, en Emerson sló hann hnefahögg í andlitið svo hann féll til jarðar. Það hafði þau áhrif á hina, að þeir orguðu upp og ruddust að Emerson. En þeir komu þar ekki að tómum kofunum, því Emerson hafði náð sér í jámkrók mikinn, sem hann beitti fyrir sig, og . leizt hinum því ilt aðgöngu og stönzuðu. KJÓSENDUR í WINNIPEG Amvæoa yoar og anrna óskað til stuðnings Q| BRAGKEN GOVERNMENT CANDIDATES Igf''' k Æ og góðri stjórn og betri tímum. Hon. W. J. Major “A BUSINESS” (ekki Lesið sögu hennar Komið á kosninga skrifstof- una og fáið skýringablöð Þó'rf á fólki til að vinna. Col. R. Burritt, D.S.O. flokks) STJÓRN Ráðvönd og sanngjörn stjórn. Sparsemi án nísku. Lægri skattar. WINNIPEG-BÚAR r iw % ÁSAMT Wm^k«1 BÆNDUNUM í MANI- BpL % 1 TOBA, 15^« f M STYÐJIÐ HAGSÆLD /wW ALLS FYLKISINS Max Steinkompf Committee Room3 Central Portage og Main Phone 88 980 North Winnipeg 874 Main St. Ph. 56 023 1196 Main St. Ph. 52 409 552y2 Selkirk Av Ph. 55 407 Komið á fundina. Miðvikud. 15. júní Isaac Brock skóla Fimtudag 16. júní Laura Secord Montcalm Föstud. 17. júní St. J. Technical Mánud. 20. júní Isbister og Mulvey Þriðjud. 21. júní Gladstone, Lord Roberts Mliðv.d. 22. júní Cecil Rhodes, Fimtud. 23. júní Lord Selkirk, Föstud. 24. júní Kelvin skóla Mánud. 27. júní Heb. Free School Dr.E.W.Montgomery Committee Rooms South Winnipeg 759 Corydon Ave Ph. 47 565 North Elmwood 182 Kelvin St. Ph. 54 375 South Elmwood 341 Nairn Ave. Ph. 54 721 Ladies’ Portage og Maiií Ph. 89 941 r

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.