Lögberg - 01.07.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.07.1927, Blaðsíða 3
n The Late R. STANLEY WEIR O.CANADA Words by WEIR Music by LAVALLEE OCanada! Our home, our native land! True patriot love in all thy sons command, With glowing hearts we see thee rise, The True North, strong and free, And stand on guard, O Canada, We stand on guard for thee, O Canada, glorious and free, We stand on guard, we stand on guard for thee! O Canada, we stand on guard for thee! Owing to the fact that numerous suggestions were received from all parts of Canada that a uniform English version of “O Canada” be approved, the National Committee for the Celebration of the Diamond Jubilee of Confederation circularized the Prime Ministers and the Ministers of Education of all tfie Provinces. Replies were received that the version written by the Iate R. Stanley Weir, D.C.L., Recorder of Montreal, is being used in the schools of all the Provinces, including the English-speaking sections of Quebec. In view of this, the Committee is using the Weir version in its own publications. Kirkjuþingíð. Hið evangeliska Iúterska kirkju- félag íslendinga í Vesturheimi hélt sitt fertugasta og þriðja ársþing í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, dagana 22.- 27. þ.m. Eins og vanalega byrj- aði þingið með almennri guðs- þjónustu og voru kirkjuþingsmenn allir til altaris og nokkrir aðrir, sem taka vildu þátt í þeirri at- höfn með þeim. Séra Guttormur Guttormsson prédikaði, og höfum vér það eitt um ræðuna að segja, að vér hlustuðum á hana með á- nægju og oss fanst hún hafa flesta þá kosti, sem oss skilst að prédikanir ættu að hafa. Söng- flokkur safnaðarins lagði þar fram sína ágætu krafta til að gera guðsþjónustuna áhrifamikla og á- nægjulega. Prestar og aðrir sem þetta þing sátu, voru alls 68 og eru þeir essir: Séra N. S. Thorlakson, séra B. B. Jónsson, D.D., Séra R. Marteins- son, séra K. K. Ólafson, séra Jóh. Bjarnason, séra H. J. Leo, séra G. Guttormsson, séra S. S. Christ- ophersson, séra H. Sigmar, séra J A. Sigurðsson, séra Sig. Olafs- son, séra V. J. Eylands, séra Carl J. Olson, séra Kolbeinn Sæmunds- son. — Finnur Johnson, féhirðir; A. R. Johnson, frá Minneota; Skapti Sigvaldason og Gunnar Bardal, frá Ivanhoe; Mrs. Ágúst Josephson, frá Minneota; J. H. Hansson, frá Cavalier; Joseph Einárson og A. M. Ásgrímsson, frá Hensel; Ásbjörn Sturluson, frá Svold; Valdimar Björnsson, og G. B. ^lýrdal, frá Mountain; B. M. Melsted, 0. K. Olafson og Benóní Stefánsson, frá Gardar; Hermann Björnsson, frá Milton; W. G. Hillman og Sigurður Jóns- son, frá Upham; Olgeir Frederick- son, J. J. iSwanson, Árni Eggerts- son og J. J. Vopni, frá Winnipeg; Klemens Jónasson, Mrs. Björg Kristjánsson og Mrs. Guðfríður Nordal, frá Selkirk; Th. Sveins- son frá Húsavík; Th. Thordarson og Haraldur Bjarnason, frá Gimli; Gísli Gíslason og Friðr. P. Sig- urðsson, frá Geysir; Tr. Ingjalds- son, frá Árborg Jón P. Pálsson og S. Sigurðsson, frá R'iverton; Oli Frederickson, frá Víðir; Mrs. P. C. Paulson, frá Hecla; Mrs. Guðr. Sigurðsson og Th. Swain- son, frá Cypress River; Sig. A. Anderson, W. Peterson og Arni Johnson, frá Baldur; A. E. John- son og Sigm. Björnsson, frá Glen- boro; Bjarni Loptsson og Mrs. E. Thrléifsson, frá Lundar; Olafur Thorlacius, frá Dolly Bay; Finn- bogi Erlendsson, frá Langruth; B. E. Hinriksson og Th. Vigfús- son, frá Churchbi^idge; Thor. Guðmundsson, frá Elfros; H. B. Grímsson, frá Mozart; A. G. Egg- ertsson, frá Wynyafd; Gísli J. Bildfell, frá Foam Lake; Andrés Danielsson, frá Blaine; Th. J. Gíslason, frá Brown; Mrs. K. Sæmundsson, frá Seattle. Það er ekki ætlun vor, að skýra frá gerðum þ'ingsins nema mjög stuttlega. Verður hér að eins drepið á £á atriði, en gjörðabók- þingsins verður gefin út á sínum tíma óg skýrir hún nákvæmlega eins og vant er, frá öllu, sem þar fór fram. Að morgni annars þingdags lagði forseti fram ársskýrslu sína, merkilegt skjal, því hún er einn þáttuhinn í sögu kirkjufé- lagsins, sem er tvímælalaust Iang öfþigasta og merkilegasta félag- ið, sem nokkurn tíma hefir stofn- að verið meJSal Vestur-íslendinga. Gjörðabók kirkjuþinganna þykir sjálfsagt töluvert langt frá því að vera skemtibók, en ekki verður þvi neitað, að hún hefir mikinn fróðl'iek að geyma viðvíkjandi ís- lendingum vestan hafs og mætti hún því vel vera meira metin og henni betur haldið saman, en vér hyggjum að raun hafi á orðið. Á þessum, fyrsta starfsfundi þingsins, lagði féhirðir fram árs- skýrslu yfir fjárhag félagsins og síðar komu fram ársskýrslur skól- ar.s og gamalmennahe'imilisins. Bera þær allar með sér, að fjár- hagur félagsins er nú í all-góðu lagi og alstaðar hafa tekjurnar reynst nægilegar til að mæta út- gjöldunum og víðast nokkur af- gangur. Sumstaðar töluvert mik- ill. Þó skal þess getið, að tekjur til heiðingjatrúboðs, samkvæmt skýrslunum, hafa ekki orðið nægi- legar til að borga skuld frá fyrra ári og þessa árs gjöld, en áður en kirkjuþinginu lauk, voru komnir inn fullkomlega nægilegir pen- ingar til að borga öll áfallin út- gjöld þessu máli viðvíkjandi. Á þinginu mætti Dr. Moore- head, embættismaður Nationa^ Lutheran Council, sambands lút- erskra manna í Ameríku, og skýrði hann þinginu nákvæmlega frá starfsemi þessa félagsskap- ar. Að tveimur árum Iiðnum verður alheims þing lúterskra manna haldið í Kaupmannahöfn. Mæta þar fulltrúar lút. kirkjunn- ar frá öllum löndum, og þar sem hún er fjölmennust allra deilda mótmælenda kirkjunnar, má bú- ast við að þar verði fjölment Rijög. Kirkjuþingið íákvað að taka sinn þátt í þessu þ'ingi og var séra N. S. Thorlaksson valinn til að fara þá virðulegu sendiför. Canada.' Fylkiskosningar í Prince Edward Islands, sem fram fóru hinn 25. þ. m. fóru þannig að frjálslyndi flokkurinn vann stórkostlegan sig- ur. Vi<5 fylkiskosningarnar 1923 unnu íhaldsmenn 25 þingsæti og hafa haldið völdum síðan undir forystu James D. Stewart, en nú náði hann kosningu með aðeins ellefu atkvæða meirihluta og hefir bara fimm fylgjendur í þinginu. Frjálslyndi flokkurinn hefir þar á móti 24 þingsæti og er A. C. Saund- ers leiðtogi hans. Eins og kunnugt er, þá er vínsölubánn í Prince Ed- ward Island, en James D. Stewart og stjórn hans vildi koma þar á stjórnarsölu, eins og á sér stað í hinum fylkjunum og um það var aðallega deilt við þessar kosningar. Fréttabréf til Lögbergs. Seattle, Wash., 15. júní 1927. Héðan erii engin stórtíðindi. Alt gengur að mestu leyti sinn vana gang hér í borginni. Ó- vanalegír kuldar hafa verið héf öðru hvoru í alt vor, og hefir fylgt þeim kvef og “flú” í mörg- um; þó hafa góðir og hlýir dagar komið á milli, en mint á kalda loftið alt af til þessa; samt líður fólki almejjt heldur vel nú, og flestir landar hafa haft vinnu í vor. Talsvert mikið rigndi og öðru hvoru allan maímán., en lít- ið í apríl. Þenna mánuð, sem af er, hefir ekkert rignt, en þykt loft annan hvern dag að jafnaði og engir sterkir hitar verið. Framfarir eru miklar í borg- inni, og sýnast fara vaxandi nú með ár'i hverju. Þegar maður kemur inn í aðal bæinn, þá sér maður í smíðum hverja stórbygg- inguna af annari, og fleiri en eina á sama tíma; og þannig hefir það verið í allan vetur. Hér úti í norðurjaðri bæjarins, Ballard, hefir einnig meira ver'ið gjört að byggingum og sementsteypu á götum þetta ár, sem af er og árið á undan, heldur en nokkru sinni fyr. Hefir Ballard því tekið miklum breytingum í síðustu tíð: Hvert stórhýsið rís þar einnig upp á fætur öðru, þó lægri séu en inn- ar í bænum. Á meðal stórbygg- inga þar, er nú að lokúm hin skrautlega Eagjles-bygging, lOOx 200 þrílyft, fullgerð, og kostaði hún hálfa miljón dala; var hún 'opnuð með mikilli viðhöfn um síð- astl. mánaðamót. Ballard verður bráðum í miðju borgarinnar, þvi borgin breiðist ófluga út norður á bóginn. Naumast mun þó atvinna bú- settra manna hér vera að sama skapi eins góð og stöðug, sem starfið er mikið, þennan hluta árs, sem stafa mun bæði af stöð- ugri innrás fólks til borgarinnar að leita sér atvinnu, og svo er mest af stærri verkum gert aðal- lega af sérstökum déildum manna (gangs), sem fylgja sínum verk- stjórum úr einum stað í annan. Er því oft lítið sem ekkert tæki- færi fyrir hvorki handverksmenn eða óbreytta verkamenn að ná í at- vinnu nálægt heimilum sínum, þegar ráðist er í einhver stór- virki þar, hversu lengi sem þau kunna að standa yfir, þvi þau eru Öll gerð af “gangs”. Til dæmis fékk varla nokkur Ballard-maður stöðuga vinnu við hina áður- nefndu Eagles-byggingu, sem stóð þó yfir í alt meira en heilt ár. Fjöldi af handverksmönnunt éiga því sína vinnu sjálfir, sérstaklega smiðir, sem byggja hús og selja. Margir landar reka nú þá iðn, og lukkast flestum vel; en gangi sal- an tregt, verða þeir, sem aðrir, að láta af byggingum um tíma, þar til húsin seljast, og þá byrja þeir á nýjan leik. Flestir slíkir atvinnu- rekendur hafa haft nokkuð stöð- uga atvinnu í vetur. Félagslíf og samkomur meðal landa hér í borg hefir verið með fullu fjöri í síðast liðinni tíð. Svo margar samkomur af ýmsu tagi voru haldnar á vetrinum og upp til þessa, að eg fæ þær ekki talið, en flestar voru þær góðar og í göfugum tilgangi haldnar. Eiga kvenfélögin mestan þátt í þeim, sem ávalt eru að vinna í hjálp- semisáttina, enda eru samkomur þeirra ætíð vinsælar og vel sótt- ar yfirleitt. Sunnud. 1. maí var stór-dagur hér hjá Islendingum 16 ungmenni voru fermd af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, að v’iðstöddum fjölda fólks, kirkjan var hér um bil al- sett uppi og niðri. Voru ung- mennin þessi: 7 drengir: Hafsteinn Pálmason, Bertel Thorlaksson, Elis Thorlaksson, Milton Hallgrímsson, Victor Pálmason, Richard Fredrickson, John Johnson, 0g 9 stúlkur: Norma Olson, • Thora Matthiasson, Victoria Pálmason, Metta Thordarsón, Sigridur Lindal, Fay Sigurðsson, May Sigurðsson, Þórunn Jóakimsson, Kristín Sumarliðason. Athöfn þessi fór fram fyrir miðj- an dag, en að kvöld'inu voru öll ,þessi ungmenni til Altaris, auk margra fleiri fullorðinna. Var PRIME MINISTERS SINCE CONFEDERATION 1. Hon. ALEXANDER MACKENZIE— Nov. 7, 1873 to Oct. 16, 1878. 2. Hon. SIR J. J. C. ABBOTT— June 16, 1891 to Dec. 5, 1892. 3. Hon. SIR JOHN THOMPSON— Dec. S, 1892 to Dec. 12, 1894. .4. Hon. SIR MACKENZIE BOWELt— Dec. 21, 1894 to April 27, 1896. 8. SIR CHARLES TUPPER, Bart,— . May lst, 1896 to July 8, 1896. & Right Hon. SIR ROBERT BORDEN— a Oct 10, 1911 to July 10, 1920. 7. Right Hon. SIR JOHN A. MACDONALD— July 1, 1867 to Nov. 6, 1873, and Oct. 17, 1878 to June 6, 1891. 8. Right Hon. WM. LYON MACKENZIE KING, C.M.O— Dec. 29, 1921 to June 29, 1926, and Sept. 25, 1926 to present. 9. Right Hon. ARTHUR MEIGHEN— July 10, 1920 to Dec. 29, 1921, and June 29, 1926 to Sept. 25, 1926. 10. Right Hon. SIR WILFRID LAURIER— July 11, 1896 to Qct. 6, 1911. þetta góður viðauki við söfnuð-| inn, sem nú telur um 160 fermdra' meðlima. Þetta var síðasta embættisgjörð J sára Rúnólfs í kirkju okkar Is- lendinga hér, og bjóst hann til j brottferðar héðan þá sömu viku; ! fór næsta dag norur með strönd til Vancouver, B. C., en kom aftur á miðvikudag. Var honum síðan haldið yirðulegt kveðjusamsæti að kvöldi þess 6. mai, í kirkjunni, j að viðstöddum fjölda íslendinga, utansafnaðar sem innan, stofnað af söfnuðinum. Skemtiskrá fór fram uppi í kirkjunni, söngur og ræður, og var hans, sem verið var að kevðja, minst þar með mörgum fögrum orðum. Frumort kvæði til séra Rúnólfs, var flutt af höfundi þess, Jóni Magnússyni trésmið hér. Meðal ræðumanna voru séra Rúnólfur sjálfur, Guð- mundur Thordarson frá Piney, Man., Kolbeinn Sæmundsson og fléiri. Okkar beztu söngmenn hér sungu einsöngva á víxl af sinni vanalegu list. — Ræða Mr. G. Thórðarsonar var löng og eftir- tektaverð; hefir hann sjálfsagt haft góð kynni af séra Rúnólfi að fornu og nýju, því lýsing hans á manninum var fögur og mörg hlý orð féllu honum af vörum til séra Rúnólfs í ræðu hans, og var eng- inn vafi á, að séra R. átti alt sem vinur hans sagði um hann við þetta tækifæri. — Aðal kveðju- ræðuna af hálfu safnaðarins hélt hr. Kolbeinn Sæmundsson, tilvon- andi prestur þessa safnaðar, og mæltist honum prýðilega eins og vænta mátti. Að lokinni dagskránrii steig for- seti safn. og samkomu þessarar, fram og afhenti séra Rúnólfi lag- lega peningaupphæð í gulli að gjöf, frá ýmsum félögum íslend- inga hér, sem þakklætisvott fyrir holla og góða liðveizlu, er hann á valt sýndi meðal þéirra, þar sem hann gat komið fram til góðs. Mr. Thordarson sagði nokkur vel- valin orð um leið og hann afhenti gjöfina. Sömulieðis /afhenti ein af fermingarstúlkunum, Miss Thora Matthíasson, héra R. stóra og vandaða bók að gjöf, frá fermingarhópnum, með fáum vel- viðeigandi orðum í nafni barn- anna og þakklætis fyrir góða upp- uppfræðslu. Að enduðum þessum athöfnum, var sezt að borðum í neðri sal kirkjunnar og neytt þar ýmsra gómsætra gæða, er kvenfélögin tilreiddu; en þar^sem kom'ið var fast að miðnætti, var viðstaðan heldur stutt þar, svo allir fóru hei mstrax og þeir höfðu satt sigj og tekið í síðasta sinn í hönd séra Rúnólfs. Næsta morgun, þann 7., fóru fimm eða sex vinir séra R. með honum suður í Mount Rainier Park, er hann hafði lengi langað til að sjá, *>g stóð R. Thorlaksson fyrir þeirri ferð og lagði til bíl. En kvöldið á eftir, kl 11, tók séra Rúnólfur sjófarið, og hóf sína fyrirhuguðu löngu leið með því, fyrst til San Francisco, Cal., og þaðan suður fyrir N.-Ameríku, gegn um Panama skurðinn og til New York, alt á sjó. En eft'ir það var ferðin á landi frá New York til Winnipeg, hvar hann mun nu vera um það bil að koma heim. — Séra Rúnólfur sendi fjöldamörg- um Isl. hér línur með vinarkveðj- um, meðan hann var á sjónum, sem tók hann nærfelt mánuð; færði það okkur öllum fögnuð, að heyra frá honum, að honum leið vel og ferðin gekk vel. — En mik- ið vill meira, stendur þar; nú von- um við öll að sjá á prenti, þegar honum gefst tími til, ferðasög- una, þó stutt kunni að verða- — Séra Rúnólfur skilur hér eftir hlýjar og góðar endurminningar í brjóstum margra, og engum ís- lendingi í Seattle vefst tunga um tönn með það, að hann vann vel fyrir þennan söfnuð, alla sína þjónustutíð hér, og vildi hafa komið meiru í verk en hann gerði, en með sívakandi áhuga og dugn- aði kom hann hér miklu til leið- ar og bjó eins vel undir meira starf í söfnuðinum og nokkur gat vænst eftir. Hallgrímssöfnuður í Seattle, misti sannarlega góðan mann og framkvæmdarsaman, við burtför sér Rúnólfs, en hann, má- ske forlaganna vegna, varð að hverfa frá okkur og starfinu, sem hann var búinn að koma svo vel á veg, því ekki verðgur Við alt ráðið. " Bót er þó mikil í máli, að góður maður tekur pláss séra Rúnólfs hér með haustinu, stúd. theol. Kolbeinn iSæmundsson, er tók strax við að prédika í kirkju okk- ar, þegar Marteinsson fór, en fór þó frá því í fyrstu viku þessa mánaðar, og tókst ferð á hendur með konu sinni og börnum í bíl, til, Winnipeg, til að vera þar á kirkjuþingi íslendinga og taka prestvígslu þar. Dvelur hann •með fjölskylduna þar austur frá fram í ágúst, að hann kemur aft- ur vestur og byrjar prestsþjón- ustu fyrir Hallgrímssöfnuð hér með septembermán. Fólk hér gerir sér hinar beztu vonir með hr. Sæmundsson fyrir prest sinn fra’mvegis. Hann er orðinn vel þektur á meðal Islendinga hér, og að góðu einu. Hann hefir kynt sig fyrir að vera vel kristinn mað- ur, og álitinn af mörgum að hafa góða kennimanns hæfileika. Hann er ljúfmenni mesta og frí við alt stolt og stærilæti Mrs. Sæmunds- son er heldur ekki néinn eftir- bátur í hinum fögru dygðum, er mann hennar prýða. Hér verður að líkindum lítil eða engin prestsþjónusta hjá okkur þar til Mr. Sæmundsson kemur til baka, og sunnudagsskólanum var sagt upp einnig um síðustu helgi, fyrir 2—3 mánuði. — Stud. theol. | Jóhannes Sveinsson hefir stýrt honum síðan MT. 'Sæmundsson son fór austur, og ætlar að hafa sd.sk. “p'icinc” fyrir börnin næsta sunnudag 19. þ.m. í ráði við aðra kennara skólans. — Mr. Sveinsson hefir verið hér á prestaskóla í Seattle síðastl. tvo vetra, og á öðrum prestaskóla áður eitthvað að auk, er því að líkindum þegar búinn með nám sitt í þeirri grein. — Mr. Sveinsson er óg'iftur mað- ur og á beztaa ldri enntil að glíma við veröldina, en ekki er mér kunnugt úm, hvað hann ætlar fyrir sér; hann hefir hjálpað þessum söfnuði vel og dyggilega með sunnudagsskólann o. fl. frá því fyrsta að hann kom hingað. Er því söfn. í stórri þakklætisskuld við hann fyrir hans góðu lið- veizlu. Fjöldi íslendinga hefir verið á ferð hér í vetur og vor. Sumir hafa dvalið yfirveturinn hjá fólki sína og aðrar skemur. Eg man að eins nöfn fárra og skal nefna þá hér. Mr. Guðmundur Thórðarson, úr Piney-bygð í Manitoba, kom hing- að síðastl. haust til sonar fiíns Sigurðar, og dvaldi hjá honum til maíloka, er hann fór austur aftur. Jón skáld Runólfsson kom hing- að í janúar, og hefir haldið til hjá bróður sínum, Sigfúsi (Mr. F. R. Johnson) til þessa, en ráðgerir að fara nú bráðum austur aftur. Mr. Runólfsson hefir verið að selja bók sína, “Þögul léiftur”, hér á norðurströndinni í vetur.— Hafði hann samkomu í kirkju okkar hér þ. 10. þ.m., sem var all- vel sótt. Fyrstu daga nóv. s.l. kom hing- að til dóttur sinnar, Mrs. K. Thor- steinsson, Mrs. Eastman frá Graf- ton, N.'D. hélt hún hér til hjá Mr. og Mrs. Thorsteinsson, að undan- teknu því, sem þún var norður í Blaine, þar til í aríl í vor að hún hvarf aftur til heimkynna sinna ustur frá. 1 apríl í vor var hér á ferð ung- frú Lauga Geir, frá Gardar, N.D., kennari frá Jóns Bjarnasonar skól. Ungfrú Geir kom hingað frá California, og stóð hér við hjá kunningjafólki sínu rúml. tveggja vikna tíma, hélt svo heim- leiðis; mjög blátt áfram stúlka og skemtileg í samtali. Þá komu hingað fyrri part maí- mán. sunnan frá Californíu Mr. og Mrs. Steingrímur Arason, sem víðþekt eru orðin nú á meðal ís- lendinga í Ameríku, fyrir nám hans og ferðir hér um land. Mr. Arason hefir verið árlangt í Cal. að kynna sér fyrirkomulag skóla- kenslu þar; áður var hann í mörg ár á Columbia háskólanum í New York og stundaði þar nám. Heim til íslands ráðgerir hann að fara að áliðnu sumri og tak upp kenn- í’aembættið við háskólann þar, hvar hann áður hafði farið frá. Mr. Arson dvaldi hér í þriggja vikna tíma, ýmist hér norður með ströndinni eða í borginni, sýndi myndir að heimai\ og hélt fyrir- lestra. Hér í borg hélt hann myndasýning í ísl. kirkjunni oð kvöldi þ. 5. þ.m. fyrir fullu húsi, að heita mátti. íSöngur og hljóð- færasláttur fór fram í sambandi við fyrirlestur og sýriing Mr. Ara- sonar; samkomu þessari stýrði herra Jakob Bjarnason, lögreglu- þjónn, hjá hverjum hr. Arason og frú hans héldu sig mest, þegar þau voru hér í borginni, þó víðar væru þau í heimboði hjá löndum hér. Mr. Arason bar öll ein- kenni þess, að hann væri einn af þessum sannkölluðu mentamönn- ; um; hann er hvers manns hug- 1 Ijúfi, og hið mesta prúðmenni af | hámentuðum manni, en það mun | einmitt vera það sem þeim ber. I Kona hans kom riinnig prýðilega ; fyrir. Þau hjón lögðu á stað héðan þ. 10. þ.m. austur á bóginn I til New York, og þaðan ætla þau ! til íslands. Prof. Sigurður Pétursson, kenn- ari við búnaðarskólann í Carn- valis, Oregon, kom hér snöggva ferð 29. apríl s.l. og heilsaði upp á margt af sínu gamla samtíðar- fólki frá Minnesota, hvaðan hann er upprunninn. Prof. Pétursson er sonur Sigfinns Péturssonar og Sigurbjargar konu hans, er bæði dóu í Minneota, Minn., fyrir nokkrum árum síðan. Margir fleiri landar hafa farið hér um, sem eg man ekki að telja. Fyrir fáum dögum fluttu héð- an, eftir 18 ára veru hér á sínu eigin heimili, suður til San Franc- isco, Cal-, þau Sigtryggur Krist- jánsson og kona hans; fóru þau til barna sinna tveggja, er þar búa; bæði eru þau hjón hnigin að heilsu og aldri, og urðu því að yfirgefa heimili sitt hér, sem þeim var þó orðið svo kært að halda við. Bæði höfðu þau eignast marga vini hér, enda látið mikið gott af sér leiða. Þeirra er því saknað úr hópnum hérna af öll- um, sem höfðu góð kynni af þeim. En þau fóru til góðra, og er því vonandi að þeim líði þar vel, það sem eftir er æfinnar. Tvær konur aldraðar hafa dáið hér i seinni tíð: Mrs. ögn Magn- ússpn . 11. febrúar s.l., um &0 ára a ðaldri, og Mrs. Þórdís Erling- son þ. 18. apríl s.l., 85 ára, 9 mán. og 4 daga gömul. Foreldrar hinn- ar síðarnefndu voru Bjarni Klem- entson og Valgerður Hallsteins- dóttir, í Brautartungu í Suður- Reykjadal á íslandi, og ólst Þór- dís heitin þar upp hjá foreldrum sínum. Séra Rúnólfur Marteins- son jarðsöng hana, Qg flutti mjög góða ræðu um þá látnu. Tvö börn Þórdísar búa hér í borginni, Mrs. Hildur Hallgrímsson og Mr. Ey- björn Erlingsson. — Yfir moldum hinnar fyr látnu konu talaði hér- lendur prestur. Þann 15. þ.m. fór fram “gradu- ation” í 8 miðskólum borgarinn- ar; 2,367 unglingar tóku þar próf, 1,309 stúlkur og 1,058 drengir. Ballard miðskólinn hafði 280, og þar tóku próf 4 ísl. unglingar: Miss Marvel Hermannson, Byron Goodman, Bert Björnson og Her- mann Thordarson. Á hinum skól- unum veit eg síður um hvað marg- ísl. útskrifuðust, því nöfnin í skýrslunum þekki eg ekki; þó má sjá eitt ísl. nafn í dálki Quc|m Anne skólans, Miss Sylvia Vopni, sem hélt þar kveðjuræðuna (vale- diction). . En allbúið er, að þar hafi verið fleiri sem útskrif- uðust. Eins og auglýst var í Heims- kringlu fyrir nokkru síðan, halda fslendingar í Seattle þjóðminn- ingardag sinn þ. 7. ágúst í ár, og fer sú athöfn fram í fögrum skóg- arrunni við Silver Lake, 25 milur norður frá Seattle borg. Undir- búningur er mikill fyrir það mót ' af 9 manna nefnd, er kosin var til ! að sjá um að alt færi þar sem : bezt úr hendi. Er öllum íslend- ingum fjær og nær boðið að vera | þar viðstöddum og skemta sér á ' skikkanlegan hátt eftir eigin vild. ! Fæðu fyrir sál og líkama verður ' þar að fá. Betur verður þetta auglýst siðar. H. Th.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.