Lögberg - 01.07.1927, Blaðsíða 8
Bls. 8.
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1927. .
Silfurlax-torfurnar.
Eftir REX BEACE.
18. KAPITULI.
Dagarnir, sem á eftir fóru, voru erfiðir fyr-
ir þá félaga, því þeir urðu að vinna fáliðaðir og
auka varðmannatöluna að mun. Loftið var
þrjingið af ófriði og æsingum. Lögreglumenn
virtust vakna til áræðis að eins þá, er þeim
gafst ástæða til að taka fasta mennina, er þeir
áttu að verja, sem var frekar tálmun en hjálp.
Hvar sem fiskimaður sást niður við höfnina,
þar var áreiðanlegt að í róstur slægist.
Daglega versnaði samkomulagið á milli
flokkanna, unz að umhugsunarefni fiskimann-
anna var að eins orðið sjálfsvörn, sem dró
mjög úr vinnuafkomu þeirra.
Við hverja atlögu, eða ofbeldisverk, óx hatr-
ið. Þeir báru vopn, þrátt fyrir strangt hann
frá yfirboðurum sínum, virtu alla varfærni að
vettugi og sátu um hvert tækifæri, sem gafst
til að hefna sín á mótstöðumönnunum. Og hið
sama var að segja um verkfallsmennina.
Valdboðið er eftir alt að eins hrothætt gler,
sem þegar brotið er fellur í marga parta. Hver
atlagan rak aðra á milli þessara manna, og
sjúklinga talan á spítalanum óx óðum. Það
varð óumflýjanlegt, að setja vörð um öll vöru-
húsin við höfnina, og menn þorðu ekki að stíga
fæti sínum á það svæði, eftir að fór að sk'yggja
á kveldin.
Á einu furðaði Emerson sig samt mest, og
það var á því, að engin tilraun var gerð til að
rannsaka morð það, sem framið hafði verið
í bardaganum. “Vissulega,” hugsaði hann
með sér, “hefir þessi spæjari, sem Marsh
hafði þar til eftirlits, séð hver það var, sem
skaut manninn, og hlaut að skilja, hve auðvelt
var að sanna það á hann. Ef að þeim var ant
um að tefja fyrir þeim félögum, hví lét Marsh
þá ekki taka hann fastan? Afleiðingarnar
gætu sannarlega verið alvarlegar fyrir sig, ef
peningarnir væru annars vegar.” En þegar
dagarnir liðu, og ekkert var aðhafst í því sam-
bandi, hélt hann að ótti sá, sem þeirri hugsun
hafði fylgt, hefði verið með öllu ástæðulaus, og
einhver takmörk væru til, sem Willis Marsh
færi ekki út fyrir í ofsóknum sínum.
í hálfrar mílu fjarlægð frá skipi Peasley
kafteins lá skip, sem Pacific Packers’ félagið
átti, og var verið að afferma það af meðlimum
uppskipunarmanna félagsins, og gekk það verk
svo greiðlega, að það leit út fyrir, að það yrði
ferðbúið á undan skipi þeirra félaga og komið
norður til Kjalvíkur á undan þeim, nema að
betur gengi hjá þeim útskipunin.
Þegar Emerson sagði George Balt frá
þessu, þá neytti hann allra bragða til að fá
menn þeirra til að herða sig við útskipunina,
með þeim árangri, að hann kom til Emersons
að kveldi þess tuttugasta og sagði honum, að
skipið yrði fullfermt fyrir hádegi daginn eftir.
Daginn eftir fóru þau Emerson, Cherry og
Clyde í lokuðum vagni ofan á bryggju. Ferðin
gekk þeim nokkurn veginn klaklaust, nema
hvað nökkrir af verkfallsmönnum hrópuðu að
þeim hæðnisorð á leiðinni. Þau voru naumast
komin um borð í skipið, þegar Fraser fingra-
lausi kom þar prúðbúinn með vindil í munnin-
um og með honum þrír hótelþjónar hlaðnir
með töskur og ótal bögla honum tilheyrandi.
“/Ætlar þú að fara með okkur?” spurði
Emerson.
“Já, eg held nú það,” svaraði Fraser.
“Er lífið þér ekkert annað en skrípaleik-
ur?” spurði Emerson.
“Hvað meinarðu?” spurði hinn, “eg hefi
alt af ætlað mér að fara.”
“Það er ekkert rúm á skipinu,” svaraði Em-
erson.
“Eg er fyrir löngu búinn að sjá fyrir því.
Eg verð í káetunni með matreiðslumannin-
um,” svaraði Fraser.
“Því í ósköpunum léztu okkur ekki vita, að
þú ætlaðir að fara?” spurði Emerson.
”Vertu ekki að þessum barnaskap, þú viss-
ir að eg gat ekki orðið hér eftir,” svaraði
Fraser og blés þóttalega út úr sér tóbaks-
reyknum. “Eg byrja aldrei á neinu, sem eg
ekki lýk við. Eg hefi alt af sagt þér, að eg
ætlaði að sjá þessu fyrirtæki borgið, úr því að
eg er kominn svona langt með það,” Svo hló
hann hálf feimnislega, breytti um útlit og orð-
færi, lagði höndina á öxl Emersons og bætti
við : “Félagi, eg er ekki mikils virði, þegar til
úrræða fyrir sjálfan mig kemur, eða aðra, en
mér fellur vel við þig, svo að eg vil fylgjast
með þér. Máske þú getir haft eitthvert gagn
af mér enn þá — hver veit!”
Emerson hafði aldrei séð þessa hlið á Fras-
erri, og varð hálf-hissa. “Þú getur vissulega
komið að liði,” svaraði hann vingjarnlega.
“Okkur þykir vænt um, að þú kemur mgð okk-
ur.”
Þeir, sem aldrei hafa séð þessi flutnings-
skip niðursuðufélaganna leggja út á vorin, hafa
farið nokkurs á mis, því þann viðburð er vert
að sjá. Það er líka eitt af fyrirbrigðunum, sem
fyrir augu ber við Seattle höfnina. Það er ekki
að eins, áð þar sé alt í uppnámi, heldur gefur
þar að líta og heyra æstan og sí-malandi hóp
Kínverja, sem verið er að senda norður til
fiskistöðvanna.
Hávaðinn í Kínverjum er svo mikill, að
ekki heyrist mannsins mál og ekki einu sinni
skröltið í lyftivélum. Þeir þjóta úr einum stað
í annan erindislaust og ástæðulaust, alstaðar
eru þeir fyrir öllum og öllu, kallandi, kjaftandi
í samfeldri endalausri vitleysis bendu. Þeir
eru sjóhræddir, og þeir álíta sjóferð ávalt mjög
hættulega. Þeir eru eins óviðráðanlega ó-
stjórnlegir og svínahjörð, sem æði er komið á
og álpast eitthvað út í loftið frá ímyndaðri eða
verulegri hættu. Ekki er heldur hægt að koma
þeim um borð fyr en að öll þessi vitleysa hefir
rasað út. Að aga þá eins og aðra sjómenn, er
hvorki ráðlegt né hættulaust, því þeir eru marg-
ir talsvert fyrir sér og illmenni, sem ekki
þykir meira fyrir að drepa mann en kött, og
er hnífurinn liið skæðasta vopn í höndum
þeirra.
Japansmenn, sem vanalega eru þögulir,
smitast stundum af þessum ólátum og taka
þátt í þeim. Hver maður hefir með sér eitt-
hvað af farangri í töskum eða bögglum, sem
hann skilur aldrei við sig og varðveitir eins og
sjáaldur auga síns.
. Þó hávaðinn í Kínverjunum, sem biðu í hóp-
um til þess að fara um borð í The Bedford
Castle, væri í sjálfu sér nógur til að ganga
fram af hverjum manni, þá var hann ekki neitt
í samanburði við ósköpin, sem á géngu, þegar
fiskimennirnir fóru að safnast saman á bryggj-
unni. Nokkrir þeirra voru enn önnum kafnir
við að skipa hinu síðasta af vörunum út, en
flestir þeirra fóru heim til þess að sækja dót
sitt og komu nú hinir kátustu og flestir nokkuð
við skál, því þetta var síðasta tækifærið til að
drekka sig fullan þar til næsta haust, og fram
undan þeim lá langt tímabil af uppihaldsausu
erfiði, því þeir urðu að ljúka ársverki sínu á
einum þremur mánuðum. Þeir vildu því byrja
þessa vinnutíð á þann hátt, sem þeim fanst
bezt við eiga.
Á þilfari skipsins voru háir vöru og véla-
hlaðar. Þrír bátar voru skorðaðir á þilfari
miðskipa. Viðarhlaðarnir voru meira en
mannhæð frá þiljum og uppi á þáki dekkhúss-
ins voru veiðarfæri og fiskiþátar. Hver ein-
asti krókur og kimi á skipinu var fyltur með
gasolíutunnum, matvöru eða þá einhverju öðru,
sem til útgerðarinnar þurfti. Aftur á skipinu
héngu raðir af nauta, kinda og svína skrokk-
um, og hvergi virtist vera kimi, sem ekki var
til einhvers notaður. Rauða röndin á hlið
skipsins, sem sýna átti nær skipið væri full-
fermt, var sokkin í sjó. Þrátt fyrir það héldu
lyftivélarnar áfram að lyfta bunkum af vörum
af .bryggjunni, sem jafnóðum og þeir komu upp
á skipið, hurfu ofan í lestina. Fiskimennirnir,
sem snemma komu um borð, höfðu tekið sér
pláss uppi í reiðanum, þaðan sem þeir gáíu séð
hvað fram fór og létu ögrunar og beiskjuorðin
óspart dvnja á mótstöðumönnum sínum, sem
svöruðu í sömu mynt.
Alt líktist þetta mjög því, .er skip voru ao
búa sig í norðurför, þegar gullsleitarhugurinn
og ákafinn var sem mestur í fólki hér á árun-
um, nema nú var ekkert kvenfólk í ferðinni; þó
voru umsvifin enn þá meiri nú og einhver yfir-
vofandi, en hulin hætta virtist liggja í loftinu.
Allan eftirmiðdagin lá The Bedford Castle
við bryggjuna, því eins og vanalegt er, var
ýmsu ólokið, sem þurfti að gera, svo tíminn
dróst.
En þegar á leið daginn og vínforði fiski-
manna fór að ganga til þurðar, gjörðust þeir
mjög erfiðir viðfangs — vildu stöðugt fara
upp í bæ til að ná í meira vín, þar sem fólkið
úti fyrir girðingunni gjörðist aðgöngudjarfara
og auðsjáanlega var áfram um að ná til fiski-
mannana og láta til skarar skríða á milli sín
og þeirra. En á milli þess og girðinganna var
tvöföld röð varðmanna, sem hélt fólkinu og
verkfallsmönnum til ,baka í hvert sinn og það
gjörði sig líklegt til atlögu. Sá hópur fiski-
manna, sem í vöruhúsinu beið, gjörðist og mjög
órór. Þegar þeir náðu ekki til verkfallsmanna
slóst í ófrið á milli þeirra sjálfra, svo nærri lá,
að húsbrot yrðu. En verkfallsmenn hentu að
þeim steinum og hverju öðru, sem þeir gátu
hönd á fest og þeir fengu valdið. Eftir því
sem á leið daginn, gjörðist útlitið æ ískyggi-
legra, og að síðustu fór Emerson til Peasley
kafteins og sagði: “Mér þykir útlitið vera
farið að verða ærið ískyggilegt. ”
“Það er ekki álitlegt, að mér sýnist,” svar-
aði kafteinninn. “Eg er til reiðu að sigla, þeg-
ar þú gefur skipunina. Eg skal sjá um, að alt
sé til reiðu.”
Emerson fór í land og gekk til skrifstofu
hafnarfélagsins, sem var þar við höfnina, því
• honum fanst að hann gæti ekki farið án þess að
senda Mildred nokkrar línur, til þess að láta
hana vita, að hann hefði unnið sigur. Hann
vissi vel, hve sú frétt mundi verða henni kær-
komin, en hann var að hugsa um, hvort hún
mundi geta skilið sigurgleði þá, sem í sjálfs
hans brjósti bjó. Þegar hann sá autt plássið,
sem vörustaflar hans fyltu fyrir nokkrum dög-
um, sem menn hans höfðu nú skipað út, þrátt
fyrir hina megnustu mótstöðu, og hugsaði um
það, að við fyrstu tilraun sína hefði hann bor-
ið sigur úr býtum, fyltist hjarta hans þakklæti
og hugur hans sigurmóði. Eftir alt, þá var
sigurinn hans. Það var eins og konan, sem
hugur hans snerist um, færðist alt í einu nær
honum, og áður en langt um liði fanst honum
að hann mundi geta lagt alla erfiðleika og
þralitir við fætur henni og þá—
Án þess að veita æsingunum alt í kring um
sig minstu eftirtekt ritaði hann Mildred í flýti
og sagði henni frá öllu þessu, og lauk bréfinu
á þessa leið: “Fyrir utan bygginguna, sem eg
er í, er æðisgenginn múgur. Hann mundi eyði-
leggja mig, ef hann gæti, en hann, eða þeir,
geta það ekki. Við höfum unnið sigur á þeim
öllum. Mín kæra, við höfum sigrað!”
Hann var að loka bréfinu, þegar Fraser
fingralausi kom hlaupandi inn til hans. tír
augum hans, sem vanalega voru sljó, brann
eldur og hann var náfölur í framan.
“Þeir eru komnir til að taka þig fastan,
fyrir að drepa manninn um daginn,” sagði
Fraser og ætlaði varla að koma orðunum út
fyrir ákafa og geðshræringu. “Það eru tveir
lögregluþjónar komnir hingað ofan á bryggj-
una í þeim erindum nú. Það er betra fyrir þig
að forða þér fljótt.”
“Guð minn góður! vSvo Marsh hefir þá
geymt þessa atlögu þangað til síðustu mínút-
una, þegar hin minsta töf er háskaleg.” Em-
erson vissi, að ef hann yrði dreginn fyrir rétt,
þá mundi honum veitast erfitt með að hreinsa
sig af vitnisburði falsvitna þeirra, sem óefað
kæmi þar fram, en jafnvel það sýndist lítilvægt
hjá aðal atriðinu. Á augnablikinu datt lionum
í hug að senda George Balt með ski^ið. Samt
fann hann til þess, að það mundi ekki duga.
Honum var fyllilega Ijóst, að hann gat ekki lát
ið The Bedford Castle I)íða og haldið saman
fiskimönnunum á meðan að hann hreinsaði sig
af málinu. Hann sá, að hann hafði gjört of
lítið úr slægð mótstöðumanns síns og honum
skildist, að ef Marsh hefði ráðstafað þessu
þannig, þá mundi hann fylgja því ósleitulega
eftir.
“Það eru tveir leynilögreglumenn,” heyrði
hann Fraser segja. “Eg mætti þeim, þegar
þeir voru að tala við Peasley. Þér er betra að
hafa þig sem skjótast í birtu.”
“Hvernig þá? Eg gæti ekki komist fram
hjá mönnunum. Þeir þekkja mig. Heyrðu!”
Hávaði heyrðist frá fiskimönnunum uppi í reiða
skipsins. “Eg get ekki komist í burtu, og ef
að leynilögreglumennimir ná mér, þá er úti um
alt. ”
“Nú, hvað á að gera?” spurði Fraser hast-
ur. “Ef að þér sýnist svo, þá skulum við
skjóta á þá og sjá hver skjöldinn ber og revna
svo að komast út á skipið, áður en—”
“Það getum við ekki gjört. Það eru einir
tólf lögregluþjónar héma úti fvrir. ”
‘Þú verður að ráða fljótt fram úr þessu, eða
þeir taka þig”, hvíslaði Fraser.
Emerson krepti hnefana í ráðaleysi. “Eg
býst við að þeir beri si.gurinn úr býtum,” sagði
hann beiskjulega, “það er enginn útgöngu-
vegur.”
Emerson varð litið á bréfið, sem hann var
nýbúinn að skrifa og fullvissaði Mildred um,
að hann væri búinn að yfirstíga alla örðug-
leika. “Hvílík sneipa!”
“JMér heyrðist á því, sem þeir sögðu, að
þeir mundu ekki þekkja þig,” mælti Fraser;.
“Þeir vora að biðja Peasley að benda sér á
þig. Það er ekki óhugsandi, að þú getir stolist
um borð, þegar þeir fara af bryggjunni.”
“Hvemig þá?” spurði Emerson ákafur.
“Bryggjan er auð, og verð að fara eftir
henni í allra augsýn.”
1 gegn um rúðuna á liurðinni á skrifstof-
unni, þar sem þeir vora, sáu þeir, að bilið á
milli sín og skipsins var autt, nema fyrir nokk-
ur tonn af vörum, sem George Balt og menn
hans vora að ljúka við að skipa út. Ekkert af-
drep þar að sjá eða kima, sem hægt væri að
fela sig í — ekki frekar en í litlu byggingunni i
þar sem þeir vora — en þar var að eins um
eitt herbergi að ræða, með löngu, svörtu borði
og var skrifstofustjórinn að grúska í bréfum
við annan enda þess, eins og hann var vanur.
Á hlið þeirri, sem fram vissi, vora gluggar,
með járngrindum fyrir. Aðrir gluggar og dyr
vissu að götu, sem vörar voru fluttar eftir, og
svo var bakhurðin, sem þeir höfðu verið að
horfa út um, sem vissi út á bryggjuna, sem
leynilögregluþjónamir voru líklegir til þess að
koma eftir á hvaða stundu sem var. Emerson
var að líta eftir einhverjum stað, sem viðlit
var að leynast í, þegar að hann vaknaði eins og
af dvala við að Fraser sagði:
“Þarna koma þeir!” og þeir sáu tvo menn
koma eftir bryggjunni og stansa hjá George
Balt, til að tala við hann. Þeir sáu að Balt
benti komumönnum á skrifstofuna, því hann
hafði séð Emerson ganga þangað, og fór svo
aftur að tala til manna sinna, en lögreglumenn-
irnir stefndu til skrifstofunnar.
“Fáðu mér hattinn þinn og treyjuna undir
eins!” mælti Fraser ákveðinn. Hann fór úr
utanyfirfötunum í flýti og mælti: “Farðu í
fötin mín. Eg skal sýna þér, að eg get tafið
fyrir þeim, og þegar að þeir taka mig, þá skalt
þú taka til fótanna. Skilurðu!”
“Það dugir ekki. Það þekkja mig allir,”
sagði Emerson um leið og hann leit á skrif-
stofuþjóninn, sem sneri við þeim bakinu. En
Fraser, sem aldrei varð ráðþrota, þegar veru-
lega var komið í hann krappan, rak hann til að
fara í fötin og sagði:
‘Sérðu ekki, að það er eina tækifærið, sem
þú hefir? Stattu hérna!” Hann benti honum
á þliðardyrnar. “Eg fer út um hinar dyrnar,
þar sem þeir geta séð mig”, og hann hélt áfram
að benda á dyraar, sem vissu út að vöruflutn-
ingaveginum. “Skilurðu? Þegar þeir taka
mig, þá skaltu hlaupa’ og láta ekkert aftra þér
frá að komast um borð.”
“En þú---?”
Þeir lfeyrðu skóhljóð leynilögreglumann-
anna. “Við sjáum til. Vertu sæll!”
Það var enginn tími til frekari tafar. Fras-
er gekk hvatlega til dyranna, lauk þeim upp og
gekk út á götuna, þar sem leynilögreglumenn-
irnir sáu hann hvað bezt, og gengu undir eins
til hans.
“Heitir þú Boyd Emerson?”
Fraser svaraði skýrt og ákveðið: “Já.”
“Við þurfum að tala við þig.”
“En eg hefi engan tíma til að tala við ykk-
ur,” svaraði Fraser.
“Við tökum þig fastan í nafni laganna, Mr.
Emerson.”
Emerson beið ekki eftir að heyra meira.
Hann opnaði glerhurðina hljóðlega og fór út,
rétt í því að skrifstofuþjónninn leit upp og út
um gluggann, sem var hinu megin á bygging-
unni.
Hann heyrði Fraser segja hátt og snjalt:
“Taka mig fastan! Hvað meinið þið? Víkið
úr vegi fyrir mér. ’ ’
“Það er betra fyrir þig að koma með góðu,”
sagði annar lögreglumaðurinn.
Emerson heyrði einhvern segja: “Taktu
hann, Bill”, og svo að menn vora komnir I
handalögmál. Hann hljóp alt §em hann gat.
Svo laust upp ópi frá verkfallsmönnunum, sem
sáu viðureign Frasers og lögreglumannanna.
Hann leit aftur og sá að Fraser, sem lokkað
hafði leynilögreglumennina spölkorn eftir
strætinu og sloppið þar úr höndum þeirra, að
hann var kominn kippkorn frá. Hann heyrði
þá kalla á aðra lögreglumenn sér til aðstoðar
og sá að nokkrir þeirra hlupu á eftir honum,
um leið og hann reyndi að .brjótast gegn um
mannhring, sem kominn var í kringum hann.
Þessi leikur kom sér vel fyrir Emerson, því það
var ekki að eins að athygli væri dregin frá lion-
um; hann gaf líka verkfallsmönnum tækifærið.
sem þeir höfðu verið að bíða eftir. Þeir þótt-
ust vissir um að maðurinn, sem lögreglan var
að elta, væri Emerson, maðurinn illræmdi, sem
var orsökin í öllu þessu uppþoti. Þeir hrópuðu
UPP og brutust fram og yfir strætið í einni
þvögu, án þess að lögreglumennimir gætu
nokkurt viðnám veitt.
Á einni sVipstundu breyttist aðstaðan svo,
að ekki var lengur þörf á að varna veÝkfalls-
mönnum að komast ofan á bryggjuna. Nú varð
aðal verkefni lögreglunnar, að verada líf Fras-
ars og beittu þeir öllu afli sínu til þess, og
margur, sem nærgöngull varð, bar merki eftir
■barefli þeirra.
Emerson hafði naumast komist þangað sem
George Balt var, þegar allstór fylking verk-
fallsmanan kom auga á autt hlið á girðingunni
og sneri tafarlaust þangað, og kom eins og
fellibylur æðandi ofan á bryggjuna.
“Látið þið þessa vörubunka eiga sig og haf-
ið þið ykkur um borð eins fljótt og þið getið,”
hrópaði Emerson og þaut um leið fram að
skipinu um Ieið og hann kallaði til Peasley kaf-
teins: “Sérðu hvar þeir koma? Högðu á land-
festamar í hamingju bænum!”
Fiskimennirair, sem uppi í reiðanum voru,
ráku upp ógurlegt öskur. Ruddust þeir ofan
og út að skipshliðinni og ætluðu að demba sér
ofan á brygggjuna. En Emerson, sem hafði
augun á því, sem var að gerast, hljóp í veg fyrir
þá og skipaði þeim með harðri hendi að hörfa
til baka og hótaði að skjóta fyrsta manninn til
dauðs, sem ekki hlýddi eða sem reyndi að fara
í land. Þeim leizt ekki á að óhlýðnast og rétt í
sömu svipan drekti öskur í eimlúðri frá gufu-
skipi þar á höfninni öllum hávaðanum.
Mennirnir, sem vora við útskipunina, höfðu
sig um borð, eins fljótt og þeir gátu, og stóð
það heima, að síðasti maðurinn skauzt um borð
í því að verkfallsmennina bar að. Uppi á
stjórnpallinum stóð Peasley kafteinn og skip-
aði fyrir. Undirstýrimaður var að flýta sér-
upp jámstiga, sem lá upp að stýrishúsinu.
Skipverjar hlupu hver á sinn stað. “Eru allir
um borð?” hrópaði kafteinninn. Brúnni var
hleypt inn á þilfarið.
George Balt var enn á bryggjunni. Þegar
hann sá verkfallsmennina koma, sagði hann
mönnum sínum að skilja verkfærin eftir, þar
sem þau væru komin, og komast sjálfir um
borð. Svo hljóp hann aftur með skipinu og
losaði landfestarnar að aftan. Svo gekk hann
rólega til baka og gerði hið sama við landfest-
ina að framan. Hann var auðsjáanlega ekki
smeykur við neitt, því hann fór hægt og gæti-
lega að öllu. Skipið var laust. Hann hafði
gjört verk sitt vel. Allar vörurnar vora komn-
ar um borð, nema svo sem eitt eða tvö tonn.
“Komstu um borð! Ertu brjálaður, mað-
úr?” hrópaði Emerson. En Balt heyríii það
ekki. Hann gekk rólegur með fram skipshlið-
inni, eins og ekkert væri um að vera, einbeitt-
ur, djarflegur og karlmannlegur. Þóttasvip-
ur, sem öllu bauð byrginn, var á andliti hans og
storkunareldur brann úr augum hans.. En
ekki einn einasti af fjandmönnum hans, þorði
að ráðast að honum, seridu honum að eins tóna
sína og illúðleg augnatillit, sem gáfu ótvíræði-
lega til kynna, að þá langaði til þess að rífa
hann á hol, en skorti kjark til þess.
Enn lá skipið meðfram bryggjunni. Við
fyrstu stunurnar frá vélum skipsins, fór eins
og titringur um það alt. Svo seig skipið frá að
framan. Svo að segja undir eins kom það til
baka og lagðist við bryggjuna aftur. Svo marr-
aði í bryggjutrjánum. Að sextíu sekúndum
liðnum yrði það komið út á höfn. En samt var
George Balt enn kyr á bryggjunni, og það virt-
ist enginn asi á honum. Aftur kom Emerson
auga á hann og hrópaði á hann. Svo sneri
hann sér að verkfallsmönnum, sem stóðu skamt
frá honum og gretti sig framan í þá. Svo hljóp
hann upp á vöruhlaða, sem stóð úti á brún á
bryggjunni, rétti henduraar upp á öldustokk
skipsins og vippaði sér léttilega inn á þilfarið.
Emerson var enn mjög órólegur, því þrátt
fyrir það, þó hann hefði haft nóg um að hugsa
síðustu mínúturaar; þá hafði hann ekki gleymt
Fraser, — slæpingnum, með lífsskoðanirnar.'
og lundarfarið óútreiknanlega, sem liann, þrátt
fyrir alt, átti svo mikið að þakka. Hann reyndi
að horfa eftir honum, þó honum væri sannar-
1 ga ekki vel við að sjá einkennisbúning lög-
regluþjónanna, sem hann gat náttúrlega búist
við að sjá. Skyldi skipið’ aldrei ætla að komast
til ferðar og úr augsýn? Ef að lögreglan hef-»
ir komist að misgripum sínum, þá gætu þeir
stöðvað hann enn. Hann sór og sárt við lagði,
að þeir skyldu aldrei stöðva The Bedford
Castle, þó að liann yrði að viðhafa ofbeldi til
þess. Hann gekk hvatlega að stjórnarpallin-
um og skýrði Peasley kafteini frá því, hveraíg
að hann hefði farið að því að komast úr greip-
um lögreglunnar. Þar hitti hann Cherry mjög
áhyggjufulla, en svo umhyggjusama, áð hún
spurði hann einskis.
Þegar að skipið var að leggja frá brvggj-
unni, gripu verkfallsmenn til þess, sem hand-
hægt var og sendu The Bedford Castle síðustu
kveðju sína, sem hafði þau áhrif á fiskimenn-
ina, að þeir hefðu þá sjálfsagt ruðst í land, ef
bilið hefði ekki verið orðið of mikið á milli
skips og brvggju. /En kveðjurnar, sem á milli
þessara tveggja flokka fóra, vora óþvegnar.