Lögberg - 01.07.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN
30. JCnNí 1927.
BIs. 5.
SÓLBORG GÍSLASON.
0
0
Hinn 21 apríl síÖastl. andaðist á sjúkrahúsinu í St. Boniface,
Miss Sólborg Gíslason, eftir fárra daga legu i lungnabólgu. Hún
var dóttir hjónanna GuÖrúnar Andrésdóttur og DavíÖs Gíslason-
ar, er um langt skeið hafa búið viÖ Hayland pósthús, í Manitoba.
Miss Gíslason var fædd aÖ Hlayland, 7. janúar 1902, og ólst
upp hjá foreldrum sínum; dvaldi hún þvi heima aÖ mestu þar til
vorið 1923, aÖ hún fór til Winnipeg til þess aÖ leita sér frekari
mentunar en fáanleg var þar úti i sveitinni. Byrjaöi hún þá á
verzlunarskóla nárni, en fann aÖ þaÖ myndi ekki veita ser þá und-
irstöðu undir lífið, sem hún óskaði eftir. Tók hún því að búa.
sig undir hjúkrunarnám og las fyrir 9. og 10 bekk við Jóns Bjarna-
sonar skóla veturinn 1923—1924. Að því loknu sótti hún um inn-
göngu á spítalann í St. Boniface og innritaðist þar i janúarbyrjun
árið 1925.
Þegar frá byrjurt sýndi hún frábæra alúð og ástundun við
hjúkrun og nám og skaraöi þar fram úr námssystrum sínum, auk
þess að vinna sér fylstu hylli yfirboðara sinna. Þannig með hóg-
værð og samvizkusemi vann hún sin störf til þess er hún veiktist,
og lézt á sumardaginn fyrsta. — Hún var flutt heim og jörðuð
við hlið systkina sinna, af séra H. J. Leó, að viðstöddu fjölmenni
ættingja og vina.
Eg hafði tækifæri til aö kynnast Miss Gíslason, og minnist
þess nú, er við áttum tal um hjúkrunarstarfið og sérstaklega ment-
unarlegt gildi þess. — Hún lét í ljós sérstaka ánægju yfir starfinu,
sem hún hafði valið, vegna þess: að þar fyndi hún verksvið fórn-
fýsi og hjálpsemi; þar var hégóminn og glysið fokið af fólkinu,
einmitt við þetta starf; þar kyntist hún sálarlífi svo margra;
lærði aö þekkja lifið betur; þar kyntist hún einnig mörgum trú-
arskoðunum, sem ættu þó samstofna greinár; þar hlaut hún þakk-
ir, sem voru ekki bergmál, heldur runnar frá insta hjartans grunni.
Það voru launin — ást og þökk.
I þessum skóla var ekkert kent nema sannleikur; mentunin
var Ieit eftir skilningi á lögum guðs, og viðleitni til þess að öðlast
samræmi við það sem gr bezt í sálum meðbræÖa vorra; aö kær-
leikurinn, sem menn höfðu ekki sýnt, skvlduverkin. sem menn
hefðu látið ógerð, og fórnfýsin, sem heima sat, gjörðu lífið einskis
virði; hér læröu menn gildi hins æðsta boðorðs, að elska náunga
sinn eins og sjálfan sig.
Eg veít ekki hvort allar hjúkrunarkonur skilja starf sitt
þannig, en eg finn að þetta lýsir göfugum hugsjónum og sönnum
skilningi á skyldum okkar við lifið. Þannig hafði hún valið sér
mark. Þessvegna , í öngþveiti og óráði æskunnar nú. sem svo lítið
finnur til skyldu sinnar, skín svo glögt lifsbraut þessarar prúðu
og yfilætislausu stúlku. sem rétti hönd hinum veika og flutti sól-
skin til hins hrygga. Slík endurminning fyrnist aldrei þeim, er
hana þektu.
Til hinna mörgu nær og fjær, sem létu samhygð i ljós eða
heiðruðu minning hennar með nærveru sinni og gáfu blóm á kist-
una, senda ástvinir hinnar látnu innilegt þakklæti. Spor ástvinanna
eru nú örðugri og vonirnar láfleygari.
“Skín, ljósið náðar, myrkrin grúfa dimm.
Ó, lýs mér leið,
Því langt er heini, en nóttin niðadimm.
Ó, lýs mér leið.”
Vinnr.
Ferðaminningar.
Eftir Laufey Váldimarsdóthvr.
Eg man það glögt þegar eg fór
til útlandi í fyrsta sinn, full af ó-
þreyju Islendingsins, eftir aö sjá
önnur lönd og heimsmeninguna,
sem eg dáði þá í hjarta mínu eins
og barn. Eg minnist þess þegar eg
kom til Edinborgar og sá Princess
street, eina af fallegustu götunum
í heimi, þar sem nútíð og fortið
mætast, náttúran og stórborgar-
bragurinn. Þar sem eg sá í fyrsta
sinni stórhýsi borganna, umferð og
eiröarleysi, en hæðirnar hinum
megin við skemtigarðinn mikla sá-
ust í blárri móðu, og seiddu hugann
eins og f jöllin heima.
Þá kom eg i sáfn, sem eg hefi
aldrei síðan kært mig um að sjá.
Það var í fyrsta sinn sem eg sá
listasafn. Þar voru sýnd listaverk
og listasmíði allskonar. Eg skoðaði
þetta alt, forvitin eins og ketlingur,
sem kemur inn í ókunnugt hús Eg
furðaði mig ekki svo mjög á högg-
jnyndunum, sem eg feá, kanské þær
hafi heldur ekki verið neitt stór-
fenglegar, en þaö sem vakti mest
af öllu undrun mína og aðdáun var
safn af glösum frá Feneyjaborg,
Það sló á þau einhverjum dásam-
legum bjarma, eins og sæist í gler-
inu endurskin frá rúðunum í forn-
um höllum Feneyja, þegar siðdeg-
issólin skín á þær, eða jlikjan á
lygnum sjónum í skurðunum, þeg-
ar kveldsett er og alt sem þegir og
hverfur x dagsljósinu fær snöggvast
mál; áður en syrtir alveg.
Mér datt eitt einasta orð í hug,
þegar eg sá þau: “Sólin.” Það var
eins og þau væru gerð i leik, blásin
í skrítnar eða göfugar myndir, af
sólskinsbörnum, þar sem lífið var
léttara og frjórra en hér norðurfrá,
og fegurðartilfinningin meðfædd
kynslóð eftir kynslóð. Norræni út-
skurðurinn flaug mér þá í hug,
þungur og alvarlegur, sviphreinn og
fastur eins og fjöllin okkar, gagn-
skorinn með traustri hönd á vetrar-
kvöldum, meðan hugurinn velti
mörgu fyrir sér. “Mig langar til að
kynnast þessari suðrænu menning”
hugsaði eg —“þúsund ára fágun,
guðdómlegum léttleik mannsand-
ans.”
Þetta, sem mig óraöi fyrir þegar
eg sá glösin frá Feneyjum, fann eg
aldrei, þó eg dveldi allmörg ár er-
ósnortna Ameríku.
Höll fáviskunnar, sem er ekkert
nema göng, sem liggja frá einni dá-
semdinni til annarar, um þrep lögð
gulli og gimsteinum. Fáviska,
blónxstrandi vor í heilanum, hungur
á undan máltíðinni, þorsti viö upp-
sprettuna, tillit hins blinda, sem sér
birtuna skína á móti sér.
Sá sem ekkert veit, heldur að
hægt sé að vita alt.”
Stórborg er ósköpnuður í nxeðvit-
und þess, sem á eftir að kynnast
henni. Fyrst liggur við að umferð-
in hálftrylli hann, fólkstraumarnir
um gangstéttirnar, fossafall bílanna,
rastirnar við götuhornin. Á nótt-
unni getur hann ekki sofið fyrir
æðaslögum borgarinnar, allskonar
hljóöum og fjarlægum söng. Svo
er hann leiddur blindandi um borg-
ina, stundum bókstaflega, á neðan-
jarðarbrautunum. — Smámsaman
vinnur hann sér land og finnur
vegi, ruglast ekki af stærð borgar-
innar og völundarhúsi vega hennar,
því á landabréfinu í heila hans eru
ekki til aðrir vegir en þeir, sem
hann sjálfur finnur. Það gefur að
skilja, að menn geta ekki fengið
nxikla kynningu af Paris eða
franskri menningu þó menn dvelji
nokkrar vikur í borginni, en hug-
boð um töfra hennar fá menn þó
við fyrstu sjón.
Eg vildi gjarnan leiöa ykkur með
mér blindandi um París Og skjóta
ykkur upp í dagsljósið hér og þar,
til að sýna ykkur eitthvað af því, er
mest áhrif hafði á mig, en sá galli
er á, að eg finn að eg tek aldrei vel
eftir ytra útliti hlutanna, því áður
en eg veit af, eru þeir farnir að
segja mér sögur, og þær raddir
vilja þagna, ef á að fara að leggja
á minnið einstök ytri atriði.
Oft var eg spurð um það, til
hvers mér hefði þótt rnest koma í
París. Datt mér þá ýmislegt í hug,
en venjulega sagði eg Notre Dame,
kirkjan, og þangað vildi eg leiða
ykkur fyrst.
Notre Dame, eða Kirkja vorrar
frúar, stendur á eyju í Signu, er
þar elsti hluti borgarinnar, cité.
Kirkjat; stendur á árbakkanum,
og er frjálst og rúmt í kringum
hana, Byrjað var að byggja hana á
12 öld, hafði áður staðið kirkja á
sama stað, en á undan henni hof. Á
19. öld var kirkjunni breytt í þá
mynd, sem hún nú hefir. Notre
Dame þykir eitt mesta listaverk
gotnesku byggingarlistarinnar.
Hvíld og ró er að finna í öllum
dráttum hennar, í voldugum turn-
um hennar, traustum og breiðum, i
dyrum hennar 3, er bjóða alla vel-
komna eins og hlið himnarikis. Þar
eiga allir syndarar hæli, og utan á
kirkjunni og upp um turnana sitja
steinvættir, sem hafa þyrpst þangað
úr heiðninni eins og flugurnar um
Ijósið. Þar má líta sjálfan djöful-
inn, sem situr á hækjum sér og
rekur út úr sér tunguna, og hæðist
að.trúnni eöa að sjálfum sér. Þar
eru allskonar dýr og skrímsl og
undrafuglar, innan um dýrðlinga,
alt bundið órjúfandi jafnvægi, eins
og öfl tilverunnar.
Oft hafði eg áður fundið til helgi
og tignar gotnesku kirknanna, en
fyrst þegar eg kom i þessa kirkju
brá í huga minn eins og leiftri, svo
mér fanst eg skilja anda gotnesku
bvggingarlistarinnar: Þar var
mannkynið að lyfta sér upp í hitn-
ingeiminn, burt frá efninu til guðs,
hver bogi, hver steinn teygði sig
úpp á viö í mjúkri bæn.. En inni í
rökkri kirkjunnar, þar sem ljósið
bar lit af helgimyndum gluggarúð-
anna, og rósglugganum mikla og
fræga, þar kom á móti mér sál
byggingameistarans Og eg skildi
arsaga mansandans, en ekki saga
einstakrar þjóðar.
Inst inni í salnum er líkt og kór.
Þar er hópmvnd úr hvítunx mar-
mara af hetjunum úr stjórnárbylt-
itxgunni miklu. Sunxir eru fallnir,
suntir risa upp til hálfs, en aðrir
sækja frain. Alt i einu sé eg aö það
er sama hreyfingin og í kirkjunni;
mannsandinn, senx leitar upp á við,
berst við sitt eigiö vanmætti, ekki
lengur í auðmjúkri bæn, heldur í
trú á mátt og megin:
En viljurðu ekki orð mín heyra,
eilíf náðin guðdómlig,
skal mitt hróp af heitum dreyra
himin rjúfa kringum þig.
I
Þá dettur mér í hug ein bygging-
in enn, sem teygir sig upp í hæð-
irnar á annan hátt. Effelturninn,
hæsta byggingin í heimi. Hún sést
alstaðar úr París, ljósletur auglýs-
inga hennar visar á hana þó myrkuf
sé. Þar stendur turninn eins og ó-
svífinn strákur, bíspertur, með
hendurnar í vasanum og segir:
“Sko, hvað eg er stór.” En enginn
sýnir honum lotningu. Vélamenn-
ingin, guðdómur sá, sem hann er
helgaður, getur ekki náö þeim tök-
um á huganum, sem trúin eða heið-
urinn, sem hinar byggingarnar eru
vígðar.
í Pantheon hvílir þó ekki sá
Frakkinn, sem manna mest tignaði
la gloire, heiðurinn, eða frægðina.
I Invalidahótelinu, þar sem geymd-
ar eru minningar frá stríðum
Frakka, hvílir Napoleon mikli í
hvelfingu einni. voldugri. Gröfin er
geysistór kringlótt þró í nxiðju gólf-
inu. Þar stendur hin mikla dökka
maranxarakista, en í kringum hana
halda vörð 12 konur, höggnar í
hvítan marnxara, eiga þær að tákna
frægustu orustur Napoleons. Ekk-
ert truflar eilífa róna í svip þeirra.
Engin blóm eöa sveigar eru lögð á
kistu Napoleons, þau erga ekki
heima á jökultindi frægðarinnar,
en steinarnir sjálfir í gólfi grafar-
innar eru lagðir í einfaldar rósa-
myndir, sem hvila hugann.
Altaf ljómar geisladýrð kringum
gröfina, stundum eins og tunglskin,
stundum glaðasólskin.
Þó menn hafi andstygð á hem-
aði og gætu tekið undir með þeim
sem kalla Naópleon morðingjann
mikla, þá geta menn ekki annað en
orðið snortnir af helgi þessa staðar.
Napoleon verður í augum þeirra
sonur mannkynsins, ímynd þrótt-
arins, sem sigraði nærri því van-
mátt holdsins, framkvæmdi það,
sem virtist ómögulegt, en hélt í
blindni sinni að vopnin og valdið
gætu skorið úr vandamálunum og
hlaut því að falla.
í hliðarherbergi er mynd, sem
steypt hefir verið af Napóleon ný-
látnum. Þjáning og einvera skín út
úr því og alvara dauðans, sem ger-
ir engan mun á goðumlíkum full-
hugum og veikluðum barnssálum.
“Hinn dauði hefir sinn dóm með
sér,
hver helst hann er.”
lendis, og fyndist eins og mörgum hvar hún hafði fundið fyrirmynd-
íslenkum gestinum lífið syna mer
inn í ótal heima, hvern öðrum dá-
samlegri. Seinna hefi eg líklega
mist trúna á þessum hulduheimum,
því smámsaman lokuðust þessi
ljómandi göng ðg heimurinn var
ekki lengur fullur of undrum og'
æfintýrum. Mér fanst ekki lengur
eg sjá hvernig sólin skein á hálfa
jörðina í einu,, eða að fóturinn gæti
flogið eins og hugurinn. “öll sund-
in hafa lokast á stríðsárunum,”
hugsaði eg, — ‘líklega geta ekki
einu sinni unglingarnir séð heiminn
eins og ungt fólk sá hann fyrir
stríðiö. Eða — er það bara þú sjálf,
sem hefir elst?”
En París, borg gleðinnar, og ei-
lífrar æsku, heillar svo gesti sína
að þeir sjá lífið aftur með tvítug-
um augum, þó þeir séu komnir til
ára sinna. Sjálfsagt gefur hún þeim
ólíkar orlofsgjafir, mér sýndi hún
þá suðrænu glæsimensku, sem mig
hafði dreymt um hjá Feneyjaglös-
unum, -æn sem eg efaðist um að
væri til.—
Þetta finst mér merkilegast við
að koma til Parísar, menn fer^ast
þangað ekki siður í tímanum en í
rúnxinu, eru alt í einu komnir inn á
ónumin lönd sinnar eigin æsku.
Mér kemur í hug franskt kvæði
sem lýsir þessum tilfinningum svo
veþ að eg get ekki stilt mig um að
reyna að þýða það, þó x óbundnu
máli sé:
“Sæll er sá, sem ekkert veit, alt
er honum hulduheimar. Á öldum
hins ókunna er hann landkönnuð-
urinn, sem fínnur á hverjum degi
anna.
Á móti háskólanum er Cluny
safnið, sem sýnir allskonar gamlan
listiðnað. Mest.þótti mér koma til
veggtjaldanna, góbelinanna, hafa
þau verið aðalskraut fomu hallar-
salanna frönsku. Tók eg sérstak-
lega eftir tjöldum, sem sýndu lif
aðalsmanna á 15. öld og flokk sem
kölluð eru: Frúin og einhyrning-
urinn.
Heita þau: sjón, heyrn, smekkur,
ilnxur og tilfinning og “mín eina
þrá.” Sýna þau frúna, þar sem hún
heldur á spegli, leikur _á hörpu,
bragðar á ávöxtum, ber blóm að
vitum sér, tekur í horn einhyrnings-
ins, en ‘mín eina þrá” sýnir hana
þar sem hún stendur undir tjald-
himni, sem ljón og einhyrningur
halda uppi, en þerna hennar og upp-
áhaldsdýr, hestar, hundar, fulgar
og apar eru alt í kring um hana.
Litir og linur eru jafn yndisleg.
Frúin er reyndar x upphlut og með
langt stokkabelti. Alt er þetta séð
með jafn saklausum, nývöknuðum
augum eins og sumt í gamla ís-
lenzka útsaumnum, en með miklu
meiri leikni og list. Svo hefir tim-
inn gefið litunum sinn óviðjafnan-
lega blæ.
í garðinum fyrir utan safnið eru
forneskjulegar steinmyndir frámið-
öldunum, sem tímans tönn hefir
unnið svo á, að þær minna á hraun-
dranga og högglist náttúrunnar
sjálfrar. Hafa þær einkennilegt að-
dráttarafl á kvöldin, þegar garður-
inn er lokaður en ljósadýrðin blik-
ar á Boulevard St. Michel fyrir ut-
an. Þar er fjöldi veitingahúsa og
kaffihúsa, sem tekið hafa við af
pólitískum kaffihúsum 18. aldar-
innar. Sitja menn þar við borð úti
á gangstéttunum, eins og alstaðar
í París og njóta hlýju kvöldanna.
Margt er þar af stúdentum allra
þióða og mörg einkennileg andlit.
Má þar sjá Kínverja og Japana í
búningum norðurájfunnar, en aust-
urlenskum bxiningum bregður lxka
oft fyrir.
Luxenborgargarðurinn, einn af
fallegustu görðum Parisar, liggur
ð latneskS Hyerfinu. Þar er senat-
ið, efri málstofa franska þingsins,
og Luxenborgar listasafnið. Maria
af Medici lét byggja höll þá, sem
senatið er í. Er hún afarskrautleg.
Veggir og loft skreytt stórkostleg-
um málverkum, ’ prýdd mislitum
marmara og loftverki logagyltu.—
Hafði fundarkonum verið boðið að
senda eina konu frá hverju landi
til að skoða efri málstofuna. Lenti
eg í þeim hóp, þar sem eg var ein
frá íslandi. Tóku þingmennirnir
okkur með mestu virktum, rétt eins
og það væru ekki þeir sem feldu
altaf frv. um kosningarrétt kvenna,
þvert ofan í neðri málstofuna. For-
seti deildarinnar bauð formanni
okkar forsetastólinn með franskri
kurteysi. Sólin lýsti velþóknun
sinni yfir þessari ráðstöfun meö þvi
að fara alt í einu að skína gegnum
glerhvolf loftsins, en hin fallega og
f jöruga Madame Maltaterre-Sellier,
stóll hæfði best franskri konu,
hringdi bjöllunni og setti þing. Létu
þingmennirnir sér það vel líka, að
konur sætu þar sem þingmenn,
“svo sem og svo sem,” en frv. feldu
þeir í vetur, að vanda sínum.
Kvöddu þeir okkur í þetta sinn nxeð
kampavíni og bestu óskum, en
framtíðin var okkur hulin, sem bet-
ur fór.
Sömu konunum var boðið að
hitta forseta Frakka að máli. Hann
er maður lágur vexti, búlduleitur.
Svipurinn greindarlegur, yfirlætis-
laus og varkár. Formaður okkar
skifti við hann nokkrum kurteysis-
orðum. Voru honum síðan sýndar
allar konurnar og sagt frá hvaða
landi hver væri. Heilsaði hann öll-
um með handabandi, án þess aö
hann segði neitt við þær, þangað
til hann kom að íslandi, varð hon-
um þá að segja: “ísland”, í undr-
unarróm. Hefir hann sennilega
aldrei séð íslending. Mér kipti þá
ekkert í kynið til forfeðranna, sem
höfðu yndi af þvi að ganga fyrir
þjóöhöfðingja. Datt mér ekkert
svar í hug, en setti upp mitt skársta
bros og hugsaði að enginn hefði
neitt á þögninni. Hefir mér síðan
verið bent á, að eg hefði átt að
segja: Pourquoi pas? ('því ekki
það). Hefði það getað mint á skip-
iö og orðið úr frekári samræður.
“Eg skal segja það á morgun,” eins
og strákurinn sagði.
Mér fanst eg fá kveðju að heim-
an, þegar eg kom í garðinnn í kring
um höll forsetans. Innan um græn-
ar grundirnar sáust alstaðar bláir
pollar úr þrílitum fjólum. önnur
blóm sáust þar ekki. Var það vegna
nafnsins: viola tricolor?
Bæjarstjórn Parisar tók líka á
móti okkur í ráðhúsinu, Hotel de
Ville.
Var þar of margt manna, til þess
að hægt væri að skoða húsið. En
æfintýralega fagurt var þar um aö
líta. Þegar við gengum yfir þrös-
kuldinn inn í salinn, þar sem bæj-
arstjórnin var samankomin, kvikn-
aði á öllum ljósum. Hver arinn var
skreyttur blómum, og veitingarnar
voru framreiddar undir rósabogum.
Hljómsveit spilaði. Ræður voru
haldhar. Kampavín drukkið af
krystalsskálum. — Fulltrúinn, sem
fylgdi mér um salina, talaði af reip-
rennandi mælsku um hlutverk kon-
unnar á heimilinu og í þjóðfélag-
inu, um vinnuvísindi Og heimilis-
störf. Það má vara sig á þessu rnáli,
frönskunni, sem getur lýst öllu, sem
i mannshuganum býr. Það virðist
vera svo fágað og hljóðliðugt að
orðin geti sjálfkrafa runnið saman
í setningar. Það hlýtur að vera
vandi að fara með þessi kviku orð.
Og erfitt að henda þau á lofti fyr-
ir útlendinginn. Innan um alla
þessa liti og ljós, heyri eg lítið af
þeim. Hér mætir okkur höfuðborg
heimsins, ljóssins bær.
Skamt frá Hotel de Ville er
Palais de Justice, höll réttvísinnar.
Hún er á sömu eyjunni og Notre
Dame. Þaö er geysilega stór bygg-
tók síðan við sætinu, sagði að þessi ing, heill heimur, og liggur á milli r**'
fjögra gatna. Hér eru dómstólar
Frakka. I fordyrinu er fjöldi
manna að korna og fara. Þar eru
hópar af málaflutningsmönnum,
ungum og gömlum, körlum og kon-
um. Allir eru klæddir í svartar káp-
ur. Hvergi hefi eg séð svo marga
skarplega menn saman komna. í
þessum gagnsæja svip speglast
þjóðareinkenni Frakka: glögg-
skygnin. Hiæfileikinn til að velja á
svipstundu. — Tískukonan beitir
sarna eignleikanum þegar hún velur
ser hatt ’ og fleygir óþolinmóö öll-
um höttunum frá sér, nema þeim
eina, sem fer henni best. í París
eru um 200 kvenmálaf lutningsmenn
og fylgir ein þeirra mér urn allar
þessar vistarverur. Áður en varir
er eg komin niður í kjallarahvelf-
ingar hallarinnar og á nú að sjá
fangelsisklefana, sem notaðir voru
á dögum stj órnarbyltingarinnar. —
Hér dvaldi María Antoinette síð-
ustu daga æfi sinnar. Þar sjást þau
fábreyttu húsgögn, sem hún hafði
í kringum sig. Krossmarkiö, sem
hún gerði bæn sína fyrir. Seinasta
bréfið hennar, sem lýsir áhyggju
hennar um börnin sín. Hér verður
sagan lifandi ef ekki glepti hér fyr-
ir það sama og á ýmsum öðrum
sögustöðum Parísar: óþolandi lang^
lokur fylgdarmannanna og skrafið’
í ferðalöngunum, sem hleypt er inn
í hópum, eins og fé í rétt.
Við eigum eftir að líta inn í lista-
söfnin, þykja þau auðugust af
söfnunx áífunnar. Má þar nefna
Louvre-safnið, Luxenborgar-safnið
og myndasafn Rodins, en það vanst
rnér ekki tími til að sjá. Luxenborg-
arsafnið hefir að geyrna mörg fræg-
ustu listaverk Frakka. Minnisstæð-
ust er mér mynd af gamalli konu.
Augnatillit hennar fylgir mér. Aug-
un voru róleg, rannsakandi, þau
gátu ekki sætt sig við aðra úrlausn
en sannleikann, jafnvel þó hann
væri óþægilegur. Úr þeim skein
mikil lífsreynsla og vit og falin
kýmni. — Þetta tillit fanst mér eg
þekkja aftur hjá öðrum gömlum
-konum frönskum.
Louvre-safnið er í voldugri höll,
sem bvrjað var að byggja á 13. öld,
ýmsir konugar létu halda áfram
byggingunni, var henni lokiö, i
þeirri nxynd, sem nú er, á öldinni
sem leið. Þar er mesta safn Parisar
og álfunnar. Þar ljómar Venus frá
Milano í allri sinni dýrð. Drifhvita
bera hana við rauð flauelstjöld og
sést í gegnum marga sali, langar.
leiðir, eins og hún bendi nútimans
börnum inn í sóllönd grískrar
menningar. Sigurgyðjan Nike flýg-
ur þar höfuðlaus, og svo dásamleg
er hún að rpenn f'nna ekki til þess
að hana vantar þetta litilræði, enda
hefir það marga góða konu hent.
Mona Lisa brosir, en enginn veit
hvaö i brosinu býr. Veit hún sjálf
að hún er að seiða alla til sin, senx
á hana lita, býr hún yfir einhverju,
sem enginn skilur, eða var hún ekk-
ert sjálf? Hefir hún þegið sálina
að láni frá listamanninum ?
Framh.
irnar í djúpi skóganna, þar sem lif-
andi trén uxu upp á jnóti ljósinu og
bygðu hvelfingar, en birtuna lagði
gegnum laufið, marglitt á haustin.
Inni i kirkjunni lifir andi miðald-
anxia, innilegur og djúpur, þegar
orgelhljómurinn sveiflast um hana
alla, svo alt ómar og syngur, þá
hættir tíminn að liöa, þúsund ár
eru sem einn dagur.
Þegar gengið er yfir næstu brxina
yfir Signu, koma menn inn í latn-
eska hverfið, þar er háskólinn Sor-
bonne, og aðrar helstu mentastofn-
anir.
Við göngum upp þessar mjóu,
gömlu götur, þar sem fult er af
bókabúðum og komum upp á hæð-
ina þar sem Pantheon stendur.
Upprunalega átti iþar að vera
kirkja, helguð hinni heilögu Gene-
vífu, verndardýrling Parísar, en á
dögum stjórnarbyltingarinnar var
þar reist musteri í ný-griskum stíl,
helgað minningu mikilmenna
frönsku þjóðarinnar. Bjart og
rúmt er undir hinu mikla hvolfþaki,
á veggina eru máluð listaverk úr
sögu fyrstu dýrlinganna, meyjar-
innar frá Oelans, og annara úrvaís-
manna Frakka. í grafhvelfingum
Pantheon eru grafnir hermenn,
stjórnmálamenn, vísindamenn, skáld
og listamenn. Ein einasta kona hvil-
ir þar, vegna þess að hún dó urn
sáma leyti og maður hennar og
voru þau lögð í eina kistu. Ósjálf-
rátt fyllast nxenn þarna lotningu
fyrir sögu frönsku þjóðarinnar,
okkur finst allar þjóðir eiga hlut-
deild í henni, hún verður framsókn-
Við erum enn stödd í latneska
hverfinu, þó hugurinn hafi hvarfl-
að til grafar Napóleons. Við verð-
um að sjá kirkju, sem er að baki
Pantheons, St. Etienne du Mont,
helgaða hinni heilögu Genevífu,
verdnardýrling Parísar. Það er ein
áf elstu kirkjum Parísar, forkunn-
ar fögur. I henni mé sjá fágætt fyr-
irbrigði byggingarlistarinnar; insti
hluti kirkjunnar, eða kórinn, er
skilinn frá framkirkjunni með ör-
mjóum pöllum, sem hvíla á stöpl-
um og eru bygðir í ferhyrning; má
ganga þar upp og eru menn þá
komnir upp í einveruna í hvelfing-
um kirkjunnar. Inst fyrir miðjum
pöllunum er lítið sýnishorn af
kirkjunni. Sá eg stxilku eina standa
þar og hélt að hún væri að ^era
bæn sína. En þegar eg gáði betur
að, var hún nxeð spegli og púðurdós
og snyrti sig í ákafa.
f kirkjunni er altari hinnar heil-
ögu Genevífu, skreytt blómum og
ljósum. Má þar sjá töflur með alls-
konar þakkar áletrunum. Ein er
eitthvað á þessa leið: “Fyr á öld-
um.þegar óvinir réðtxst á hlið Paris-
ar, kastaði mannfjöldinn sér á kné
fyrir franxan mynd hinnar heilögu
Genevífu og bað hana að líkna
borginni, þá viku óvinirnir burt; og
enn gerðist það 1914 að óvinir ógn-
uðu Parisarborg en fólkið bað
verdardýrling borgarinnar um hjálp
— þá brást hún heldur ekki.”
í hjarta latneska hverfisins er
Sorbonne háskólinn, Svartiskóli
Sæmundar fróöa, þar sem þyrpast
saman stúdentar úr öllum löndum
og álfum. Hlefir skóli verið þarna
frá því snemma á öldum, og marg-
sinnis verið bygt upp, síðast á öld-
inni sem leið, en litlar menjar sjást
af fyrri bygingum.
í hringsal Sorbonne, sem tekur
þúsundir manna,' voru fundir
kvennaþingsins )haldnir, en skraut-
salir rektorsins voru lánaðir til
nefndarfunda. Uppi í forhýsinu
hafði þingið allskonar skrifitofur
og hittust menn þar að málum
milli funda. Gangarnir og forhýsi
þetta eru prýdd málverkum, sem
sýna stærstu sporin í sögu vísind- "
1867•Canada■1927
. >
Fullvalda jafningi innan
vébanda brezka ríkisins.
4
Fámenn og dreifð í fyrstu, með þá hugsun eina, að
verða sameinuð þjóð.
i
Grundvölluð á trúmensku franskra og brezkra manna
og kvenna.
Þroskuð síðar við áhuga og iðju fólks af öllum
þjóðum.
Sameinuð í stjórnarfarslega heild, þar sem trygður
er réttur sérhvers einstaklings.
Auðugri frá náttúrunnar hendi, en nokkur hefir látið
sig dreyma um.
Hugsjóna þjóð, er ávalt stefnir hœrra og hærra,
Sigrar Canada hafa verið miklir, sökum þess, að
þjóðin setti sér hátt mark.
Draumar dagsins í gær, eru staðreynd í dag.
Hugsjónir dagsins í dag, komast í lifandi framkvæmd
á morgun. Eilíf skrúðför að marki menningarlegs
þroska.
T. EATON
WINNIPEG
^^^UMITED
CANADA