Lögberg - 01.07.1927, Blaðsíða 9

Lögberg - 01.07.1927, Blaðsíða 9
LÖGRERG, FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1927. Bls. 9. Minningar. Eftir Björn Jónsson. (Framh.) CBrunngröftur er versta vinna; þó er eg búinn að grafa yfir 30 brunna, grunna og djúpa. í mörg ár sótti eg vatn í tunnum í brunna, sem horfið hefir verið frá, og rekið geldgripi með, 2 til 3 mílur, og verið með 60 til 70 gripi. Tvo vetur brædd'i eg snjó fyrir 40 til 50 gripi, og þá vetra báða sendi drottinn mér stóran snjóskafl rétt við fjósið. Þá bjó eg mér til stórar hlóðir úr því, sem kom úr fjósinu, smíðaði planka-kassa, 2 fet á breidd og 12 á lengd, kejT)ti járnplötu og setti á að neðanverðu og langt upp fyr- 'ir botn, svo ekkert lak; skógar- buski var þar rétt hjá. Nú voru börnin frá 8 til 16 ára; eg get aldrei gleymt, hvað blessuð börn- in voru viljug að höggva viðinn og bera í stóna, sum að taka snjó- inn og láta í pottinn. [Börnin sýnd- ust skoða það sem leik. Þetta gekk svo fljótt, að undrum sætti. En drottinn sendi mér ekki snjó- skafla oftar. Gripirnir röðuðu sér í kring um stokkinn, og það segi eg satt, að enginn hefir reynt meira vatnsleysi en eg, þar til yngsti sonur minn fann vatn í jörðu, ágætt, rétt við hús og fjós, og eru margir búnir að hafa gott af því. Sumstaðar var of djúpt á því, tíl þess að grafandi væri nema með nafri. Þetta sama vor fór eg fimtán mílur suður, til Chambrae, til ensks manns, og var hjá honum hálfan mánuð við girðingar og byggja stórt mjólkurhús; varð að grafa niður fjögur fet, og refta yfir með timbri. Bóndinn var skólakennari og harður í kröfum, ekki heima er eg kom. Eg byrj- aði að vinna að g'irðingunni, sem átti að vera 50 faðma á lengd, 12 fet á milli staura, tveir vírar og trjáviðarlengja efst á milli staura ,en þá varð eg að grafa tvö fet niður, og við þetta vann eg myrka á milli. iKlukkan var 10, þegar eg byrjaði fyrsta daginn, eftir 15 mílna gang, og fékk eg hvorki kaffi eða nokkuð annað t'il hressingar. Um miðjan dag- inn er kallað á mig að borða. Fékk eg þá brauð sem búið var til úl’ fjórða flokks mjöli, svolitla sneið af svínakjöti og grænt te; mátti kjósa hvort eg vildi heldur mjólk eða sykur í teið. Svo fór eg til starfs aftur, vann til sólseturs og var þá búinn með 52 faðma. Meðan eg var að snæða kvöld- verð (ef mat skyldi kalla), fór húsráðandi að skoða verkið og og vísa mér svo á rúmið, sem var beddi uppi í kornhúsi skamt frá. Sá eg að hann var brosandi. í beddanum var hesta-brekán, og lagðist eg þar niður, þreyttur og svangur, og sofnaði fljótt. Eftir hálfan annan klukkutíma hrekk eg upp við það, að mýs sækja að mér og hyggjast að jeta mig upp til agna. Ber eg þá og lem alt í kring um mig, legst svo niður aft- ur og sofna á ný; en fidðartíminn var tæplega eins langur og í fyrra skiftið, svo eg hraða mér út og fleygi mér niður í grasið við kof- ann, og þar lá eg til sólarupp- komu, er eg reis upp og tók til starfa. Klukkan 8 er kallað á mig til að borða lapþunt grautar- sull og samskonar brauð sem áð- ur er um getið. Þegar eg er að fara út, reyni eg að segja honum að eg vilj'i fara heim um kvöldið og vilji fá kupið mitt, því eg geti ekki sofið fyrir músum. En karl vill ekki heyra það og segir, að eg skuli sofa í húsinu. Eg segi karl'i, að ef eg verði lengur, þá vilji eg hafa $1.00 á dag og betra rúm. Karl játar því fljótlega, og var eg lát'inn sofa í eldhúsinu, sem var miklu betra, en á músa- loftinu. Klukkan 12 á föstudaginn fer eg heim í hús og segi kerlu, að eg vilji fá miðdagsmat, því eg sé hungraður. Hún verður mjög óðamála, en eg fer út. Litlu síð- ar kemur út úr húsinu vinnumað- ur, sem þar var eins og matvinn- ungur við að mjólka kýr og ann- að, og kallar til mín. Eg læt sem eg heyri það ekki. Hann labbar þá í áttina til mín og spyr hvað eg meini með því að koma ekki til að borða. Eg læt sem eg sjái hann ekk'i ,svo hann (kemur og ætlar að hrifsa af mér skófluna, en eg sný hana strax úr höndum hans; hann glápir á mig og labb- ar svo heim í hús; maður þessi hét Bryer. Eftir rúman klukkutíma kemur karl heim og fer inn í hús, stanz- ar þar skamma stund og kemur svo á hendings kasti til mín all- æstur og bölvar mér í sand og ösku fyrir það, að mér skildist, að eg hefði móðgað konu sína, og stagast á “sick, sick”. Eg sagði honum að eg færi um kvöldið. eg vilji ekki vinna hjá þeim lengur. Karl segir, að eg megi ekki fara, eg sé góður verkmaður og hann skuli borga mér $1.25 I kaup á dag. Þar sem lítið var um peninga- ráð heima fyrir, og eg vissi ekki nema kona mín og börn yrðu skort að líða, svo eg gat ekki neitað þessu tilboði, og var þarna sem áður er sagt í hálfan mánuð. Á þriðja degi segi eg kerlu, að eg vilji fá þrjár góðar máltiðir á dag og þrisvar kaffi, eða eg fari; hún tekur vel í þetta, og eftir þetta átti eg þarna gott, og alt af vísa vinnu, því kerling sagðist engan vilja hafa nema mig, eft- ir að karl dó. Þegar eg fór í þetta sinn, borgaði hann mér 16 dali fyrir tólf daga vinnu; eg þóttíst hróðugur af, og má vera að sumir hafi fundist eg öfunds- verður, því þá var lítið um vinnu. Litlu eftir þetta fórum við fjór- ir í þreskingarvinnu til Portage la Prairie, þá um haustið. Það voru: Helgi Árnason, Jón Þórð- arson, Freysteinn Jónsson og eg. Það var minnilegt haust vegna rigninga; hefðum við ekki verið eins og menn að vinna fyrir fæði okkar, þegar “ekki varð róið”, mundi lítill arður hafa orðið af þeirri “vertíð”. Húsbóndinn átti tvær þreskivélar, og voru e'intóm- ir Ontariomenn við aðra; þegar rogndagar komu, fóru þeir til bæjar, og báðu bónda um pen- inga. En vasar þeirra voru gal- tómir, þegar þeir komu aftur og farið var að þreskja á ný. En við félagar fórum aldrei til bæjar og eyddum engu; eftir sex vikur hættum 1/16 og húsbóndinn, sem var ágætur maður, fór með okkur til bæjar, og borgaði okkur sex vikna kaup í einu, 36 dali hverj- um. Helgi varð eftir í Portage og fékk þar vinnu, Jón og Frey- steinn fóru eitthvað vestur á braut, en eg til Birtle í sögunar- vinnu og var þar sjö daga. Þar voru þá að verki þelr ólafur And- erson, J. Einarsson, B. Stefáns- son, og B. Þorleifsson ásamt mér. Vinnan sem eg hafði, að hlaða brautarböndum á vagna, var erf- ið, því tpjájdrumbar þeir voru hrá- blautir og vógu um 200 pund. Eg meiddi mig líka þarna og varð að hætta og fór heim. Síðar fór eg suður til Chambrae og vann þar í mánuð fyrir tvo dali á dag. Eg var hepp'inn það haust. Fjögur árin, sem eg sáði, fraus alt tvö árin, en hin tvö fengum við allgóða uppskeru. Akurlendið var svo sem tíu ekrur. Við Grím- ur lögðum saman, því hann átti akneyti og fór til mylnu fyrir okkur báða; það kostaði 15 cent. að mala bushelið; hann fór með 30 eða 32 bushel af nr. 1 hveiti, og fengum við 40 pund af hvítu mjöli úr hverju, 8 pd. “shorts” og 10 pd. “bran”. Það dugði okkur vel. Eftir 4—5 ár fórum við að kaupa korn á mylnu og láta mala sjálfir. Eg keypti vanalega 32 til 35 mæla og fékk af bezta hveiti tólf til fimtán 98-pd. sekki. Slíkt hið sama gerðu allir hér í mörg ár, og dugði vel yfir árið. En við hættum allri jarðrækt, því hún var of kostnaðarsöm. T. d. keyptum við, Freysteinn, Halldór Eyjólfsson og eg, sáðvél fyrir $125, og vorum búnir að kaupa áður plóg og hérfi. Þetta brúk- uðum við, og svo tók H. E. sáð- vélin, “B'indara” keyptum | við fjórir: Vigfús járnsmiður, Frey- steinn, ólafur ólafson og eg, og slógum kornið með honum þessi fjögur ár. Svo þegar jarðrækt var hætt, hlerar ólafur að mann norður í Lögbergsbygð yanti bindara; hann gerir Freysteini boð um þetta og fara þeir norð- ur í Lögbergsbygð og selja mann- inum sína hluti fyr'ir vetrung, eða 15 dali. Eg frétti þetta, fer norður og hitti karl að máli; hafði hann þá ekkert annað en afgamla merarbykkju, sem hann sagðist ekki láta fyrir minna en 40 dali; 'það var sanngjarnt, hefði merin getað l'ifað. Eg trúði manninum, hafði unnið hjá honum og þekti hann að öllu góðu,; tók eg því merina og ‘borg- aði honum 10 dali. Eg ætlaði að reyna að beita henni fyrir hrifu við heyskapinn, en hún hreyfði sig hvergi og drapst litlu síðar al- tannlaus. Fjögur hross misti eg svona: folaldsmeri, keypt um vor, en bæði voru dauð að hausti; síð- ast kejrpti eg fallega meri og fallegan hest af tveimur mönnum, seinni part vetrar, fyrir arfinn konunnar; hesturinn var dálítið fælinn. Þessu hestapari var eg búinn að lofa manni, íslendingi, suður í Qu:Appelle dal; svo átti eg líka ágætis , keyrsluhest og reiðhest. Maður þessi kom seinni part dags til mín, en þurfti að skreppa á næsta bæ; þá voru hrossin 100 faðma frá húsinu; það var komið langt fram í maí. Islendingurinn sagði sér þætti enginn galli á hesti þó hann væri kvikur. Hann kom ekki aftur fjrr en um miðjan dag daginn eftir. Framh. Læknar Nýrnaveiki og Blöðrusjúkdóma. Menn og konur, sem þjást af þessum þrejrtandi og kvalafulla bakverk og ekki geta sofið á nótt- unni vegna nýrnaveiki, sem er þeim til mikilla óþæginda, ættu ekki að láta það bTegðast, að reyna Nuga-Tone. Þetta meðal styrkir nýrun til að hreinsa blóð- ið, gera taugarnar og vöðvana sterkari og auka líkamlegt þor og þar með andlegt þrek manna. Ef þú ert ekki eins hraustur og heilsugóður eins og þér finst þú ættir að vera, þá reyndu Nuga- Tone í 20 daga, og ef það hjálpar þér ekki stórkostlega og gerir þig heilbrigðari ov sterkari og ánægð- ar'i, þá skilaðu afganginum til lyfsalans, sem fær þér aftur pen- ingana umyrðalaust. Fáðu þér NugaTone strax í dag, en vertu viss um að fá rétta meðalið, en enga eftirlikingu. Það sem eg vil helzt. i. « Eg nurla saman skildingum, til að geta ferðast vestur á Kyrra- hafsströnd. Mig langar til þess að sjá Kyrrahafsströndina. Mig langar til að heyra brimhljóðið og sjá hinar hávöxnu haföldur og smá- öldurnar við fjöruborðið og sand- inn. Mig langar að sitja á ein- hverjum steininum og rétta berar fæturnar ofan í sjóinn. Mig lang- ar til að fá mér bát, eða ein- hverja fleytu. Eg vil fá mér öngul og færi og veiða fisk í sjónum, eða þá net — veiða fisk einhvern veginn. Eg vil velta mér í fjörusandinum og soga í mig sjávarloftið. Þegar eg var dálítið barn, þá gaf kona mér skel, og þegar eg lagði hana við eyrað, þá hejrrði eg í henni eitthvert einkennilegt hljóð. Konan sagði mér, að skel- in væri úr Kyrrahafinu, og það sem eg heyrði, þegar eg legðl skelina við eyrað, væri sjávar- hljóðið. Eg sat tímunum saman með skelina við eyrað og lét hana segja mér sögur frá hafinu og gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn. Þegar eg var barn, dreymdi mig marga og stóra drauma um hafið og þegar eg sjál’fur stækkaði, stækkuðu draumarnir einnig. Eg hét því, að hafið skyldi eg sjá — einhvern tíma. Eg var skólakennari úti í sveit og eg hafði úr litlu að moða, því laun voru lítil á þeim árum. En seinna, þegar eg var orðin bónda- kona, byrjaði eg að safna, smá- skildingum til þessarar ferðar. Eg lét skildingana^í sykurker og það hækkaði í því smátt og smátt. iSvo komu veikindin og það var gripið til sjóðsins til að borga fyrir meðul og læknishjálp. En eg byrjaði aftur. Árin liðu. Eg var sparsöm og neitaði mér um flest, og loksins koni að því, að mér fanst að nú gæti eg farið þessa langþráðu ferð. Eg hafði gengið frá öllu. Látið alt í ferða- tösku mína, sem eg ætlaði að bafa með mér og eg var alveg ferðbúin. Eg fékk simskeyti. Faðir minn, sem þá var orðinn gamall, hafði ætlað að vera vikutíma hjá frændfólki okkar, meðan eg væri burtu, var hættulega veikur. Læknar, hjúkrunarkonur, sjúkra- hús, uppskurður ■— alt þetta var ekki lengi að ljúka við pening- ana, sem eg hafði safnað til ferð- arinnar. Ætti eg nú að hætta við þessa fyriráetlun? Nei, eg ætla enn að byrja að safna. Það eru ekki r.ema fáeinir skildingar í sj-kur- kerinu núna, og gráu hárin á höfðinu á mér eru að smá fjölga, en ef eg lifi nokkur ár enn og ekk- ert óhapp kemur fyrir, svo eg þurfi að grípa til ferðapening- anria, þá rætast einhvern tíma æskudrauma mínir, eg fæ að sjá hafið, sem mig hefir langað svo mikið til alla æfi. F. L. þegar eg var búinn að selja hana, þá var eg fimm hundruð dölum fátækari heldur en þegar eg bj’rjaði að sá. Eg reyndi að rækta tóbak og 'bómull, en það fór alt út um þúfur. Svo fór eg að rækta ber, pg það reyndist mér verst af því öllu. Eg fór eftir því sem mér var ráðlagt af mönnum, sem mikla reynslu þótt- ust hafa í þessum efnum, ,en þeirra ráð reyndust mér ekki betur en svo, að eg tapaði stórfé. En þrátt fyrir öll þessi ó- höpp, hefi eg enn rétt fcins mikla trú á búskapnum ,eins og eg hefi nokkurn tíma haft, og engu minni von um að mér muni ein- hvern tíma hepnast að búa, og enn vild'i eg heldur vera bóndi, en reka iðnað, þótt í stórum stíl væri. En því miður er eg 'hræddur um, að eg verði að vera á ein- hverri skrifstofunni meðan eg get fengið einhverja slíka vinnu, og að eg muni safnast til feðra minna, án þess að hafa nokkurn tlma tækifæri til að reyna til hlít- ar það, sem mig alla æfi hefir mest langað til að gera.—L.M.S. * # • | III. Eg vil hafa há laun. Það sem mér ihundi falla betur en alt annað, væri það, að fá há laun og fá þau reglulega borguð á hverjum mánuði. Eg hefi not- ið þeirrar mentunar, að eg get notið þess sem bezt er í bókment- um og listum af öllu tagi; get notið fegurðarinnar, sem lífið hefir að bjóða, ef eg á þess kost. En þau litlu laun, sem eg fæ sem skólakennari, leyfa mér ekki að láta svo sem neitt eftir mér í þessum efnum. Þau eru ekki meiri en svo, að eg get rétt lifað sæmilega og ekki meir. Eg vil vinna fyrir mér og mér fellur vel að vera skólakennari. Mig langar ekki til að lifa í óhófi. En eg vildi fá svo mikil laun, að eg gæti veitt mér það, sem mér finst að eg hafi hæfileika til að njóta og sem eg inet mikils. Mig langar til að hafa heimili, sem er á góðum stað, og eg vil að það sé vel og smekklega útbúið. Eg vil sjá góðan leik, eða sækja góða söngskemtun einu sinni í Viku, og þar að auki sjá eina eða tvær af hinum betri kvikmjmdum. Eg vildi kaupa eina góða bók á viku og svo þau tímarit, sem mér þyk- ir skemtilegast að lesa. M'ig langar til að kaupa aðgöngumiða á allar samkomur, er haldnar eru í góðgerðaskyni, ef eg er beðinn um það, og það án þess að þurfa að neita mér um að fara með strætisvgninum eða kaupa tíma- rit, sem eg sé í búðarglugga og og held að hafi eitthvað það að flytja, sem eg hefi gaman af að lesa. Mig langar t'il að gefa margar og fallegar jólagjafir og afmæl isgjafir. Ég vil káupa mér einn fatnað í einu, þegar mér býður svo við að horfa, þó það sé kann- ske ekki alveg nauðsynlegt. Eg hefi gaman af að gefa vinum mínum góða máltíð, svona við og við, en leiðist að þurfa að gæta þess vandlega fyrir fram, hvert eg geti nú borgað fyrir máltíð- ina eða ekki. Eina skemtiferð á ári langar mig til að geta farið. En það, sem mig langar mest til af öllu, er það, að tryggjá mér það á einhvern hátt, að eg hafi nóg fyrir mig að leggja, þegar að því kemur, að eg er orðin of göm- ul til að vera skólakennari. Mig langar ekki til að eftir- skilja mikil auðæfi og mig lang- ar ekki til að giftast ríkum manni. Það sem eg vil, öllu öðru fremur, er að fá svo sem fjögur hundruð dala laun á mánuði. Slík laun losa mann við áhyggjuna og veita manni þægilega það, sem maður þarf til fæðis og klæðis, bæði í andlegum og Hkamlegum efnum. B. C. Œfiminning. Hinn 2 júlí 1927 lést að heimili sínu, Winipegosis, konan Sigríður Sigmundsdóttir. Fædd 29. nóv. 1854 að Árnesi: Nesja-hrepp Aust- ur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru, Sigm. Ei- ríksson og Ingibjörg Sigurðardótt- ir. Fjórtán ára gömul fór Sigríð- ur til prófasts og prests Bergs JónssOnar í Bjarnarnesi og dvaldi þar unz hún giftist eftirlifandi manni sínum. Stefáni Halldórssyni frá Volaseli í Lónshrepp og áður nefndri sýslu. Gifting þeirra fór fram 29. sept. 1875, og 50 ára hjónabandsafmæli þeirra var minst hátíðlega 29. sept. I925- Skömmu eftir að þau giftu sig fluttu þau til SeySisfjarðar og dvöldu þar í 6 ár. Þá fluttu þau að Hvammi í Lóni, og voru þar, unz þau fluttu til Canada 1893 Áttu heima á Oimli og fleiri stöðum í Manitoba og Sask. þar til þau fluttu til Winnipegosis 1914 og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust 7 böm; 4 stúlkur og 3 drengi. 1. Sigmundur, dó í Winnipeg 22 ára gamall. Listfengup og fjölhæf- ur smiður og því gott mannsefni, eins og hann átti kyn til. 2. Steinunn gift Kristjáni Þor- varðssyni að Otto, Man. 3. Halldór, giftur Jörínu Auði Gunnarsdóttur, Winnipegosis. 4. Sigurjón, giftur Helgu Þórar- insdóttur, Winnipegosis. 5. Vilborg, dó 2 ára. 6. Sigurborg, gift Thomas Dennison, Battleford, Sask. 7. Sigríður, gift Núma lækni í Churchbridge, Sask. Hann er son- ur Finnboga H'jálmarssonar í Win- nipegosis. Eiginmaður hinnar látnu, og þau af börnum þeirra er til náðist hjúkruðu henni eftir mætti; og þakka af heilum hug, öllum þcim, er veittu þeim hjálp og hluttekn- ing í þessu sorgar-tilfelli. Þar á meðal Miss Fríða Ingi frá Foam Lake, Sask., sem af tilviljun var hér stödd, og tók að sér að stunda hina látnu um mánaðar tíma, og fórst það snildarlega; Eg nefni hana sérstaklega, af því að hún var hér aðeins í kynnisför, og var á förum heim til sín, er hin látna var oröin ósjálfbjarga, en sá að þama var þörf á hluttekning og hjálp og lét hana líka, fúslega í té. Um lífsstörf Sigríðar sál, má með sanni segja: þau voru mörg og mikil; og af höndum leyst með hagkvæmri fyrirhyggju og göfug- lyndi. Hún var ástrík móðir og trú- föst eiginkona. Dý-ravinur var hún í bestu merkingu. Bóklegrar fræðslu naut hún ekki í uppvexti nema eins og þá var títt, með alþýðu. Lestur og skrift og haldgóða kristindómsfræðslu Var næm og skarpskygn að upp- lagi og færði sér vel í nyt þær und- irstöður; og bygöi á þeim öll sín lífsstörf. Bókhneigð að upplagi og aflaði sér þannig sjálf hald-góðrar menn- ingar. . Kristindóm þann er hún hafði numið í æku geymdi hún ómengað- an í hjarta sinu til æfiloka, inn- rætti börnum sínum hann, því hún áleit að í honum fyndu þau þann áttavita, sem sýnir mönnum hina réttu leið, til dyggðugs lífernis og heiðarlegrar breytni í lífinu. Ástvinir hennar blessaö og heiðra minningu hennar. Vfinnipeg. 9. júní, 1927. Th. StcphánssOn. ■ m Sigríður Sigmundsdóttir. F. 29. nóv. 1854. D. 2. júní 1927^ Leiftur-örvum dauðinn beind’i að þínum beð; Bjó um sig í leyni, vopnum sárum með. Hlífðarlaust hann vegur, og hrindir i þeim slag, Hvaðanæfa sorgar-stunur berast, nótt og dag. Þæg mun hvíldin þér sem fleirum þeim, er langan dag, þolinmóðir okið báru, oft við strangan hag. En skapadægra skýjabakki skilur eftir tár og skaðinn er þeirra, sem bíða daga og ár. i Öldruð þegar móðir og eiginkona . merk. arfleifðinni skilar, lífsins mikla verk, Vöggugjaftrástríkis, og virðing óskert full. Vegur stundum meira, en hið jarð- neska gull. Þú aldraði vinur, sem mest hér hefir mist, af miklu líka að taka og svo steig hún fyrst yfir landamærin, að uppbúa sæng, ástvinum sínum und friðarbogans væng. Þar bíður nú alsæl, þíp brúður, annað sinn, breiðir út faöminn er æskuvinurinn leggur niður stafinn, og stikar heiðan geim, að stefnumóti ákveðnu, loksins kominn heim. Thór. Stcphánsson. HlllllllllllllllllllllllllHllllllllllllllllllillllllllllllllllllilllllllllllillllllimillllHIIIIIIIHs II. Eg vil vera bóndi. 1 tuttugu og fimm ár hefi eg unnið á skrifstofu, en mest allan þann tíma hefi eg haft sterka löngun til að búa úti í sveit. Mig langar mest til þess af öllu, sem eg þekki. Eg vildi heldur vera bóndi í góðri sveit, þó eg væri smábóndi, ef eg hefði gott land og alt sem þarf til að reka bú- skapinn og rækta landíð, heldur en þó eg ætti kost á að vera for- seti Bandaríkjanna. Eg hefi hvað eftir annað látið eftir þessari löngun minni, svona að nokkru leyti, með því að kaupa iand og stunda búskap, þó það væri bara gert í hjáverkum. Fimm sinnum hefi eg keypt land og ein- hverja tilraun gert til að búa, en það er öðru nær, en það hafi hepnast. Fyrst reyndi eg að rækta kartöflur. Eg var of stór- huga í það sinn, og hafði of mik- ið um mig. Eg fékk uppskeru, og Hollandv;,íBinder Twine mun reynast í ALLA STAÐI ÁREIÐANLEGUR því hann er LANGUR í SÉR, STERKUR og JAFN Tvinninn sem er Lengri, Betri og Sterkari en annar Tvinni (hra N. V. Vereenigde Touwfabrieken, Rotterdam, Holland) VORAR TEGUNDIR Queen City, 550 ft.; Prairie Pride, 600 ft.; Manitoba Special, 650 fet. _ . HOLLAND” tvinni er varinn gegn skordýrum. Bæði 8 pd. og 5 pd. hnyklar vindast alveg upp án þess að snurða komi á þráðinn. Auk þess sem tvinninn er sjalfur ágætur, mun yður líka kaðallinn, sem vér vefjum utan um sekkina. Harold & Thompson Umboðsmenn í Manitoba, Saskatchewan, Alberta REGINA - SASKATCHEWAN Sjáið næsta “HOLLAND” kaupm. I Njótið fulls hagnaðar Hver maÖur, sem getur þreskt koinið sitt = þegar hann sjálfur vill, er betur staddur en hinn sem ekki getur það. Þetta sannaðist i bezt í haust sem leið. Hjá honum fer minna af korni til spillis. = Hann getur komið því til markaðar 1 betra ástandi, byrjað fyr á haustverkunum og = aflað meiri peninga, = Case vélarnar eru einfaldar, þægilegar til vinnu, endingar góðar, þola eld og vatn og það kostar lítið að halda þeim við. Næst þegarj þér kcmið til Winnipeg, þá komið inn til vor og látið oss skýra þetta E fyrir yður. ! J. I. CASE, T. M. C0. = 81 WATER STREET, - - WINNIPEG, MAN. =7i 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 n: 1111111111111111111111111 ^BrewecL from c/iae $es t J^labei'lals (jrown DKEWRYS STANDARD LAGER Þetta góða alkunna öl, stafar af nákvæmni í vali efnisins sem það er búið tii úr 0; aðfeið í tilbúning The DREWBYS Limited Establishod 1877 Winnipog, Phono 57 221 ^ömkndío^ 1111111111111111L’

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.