Lögberg - 01.07.1927, Blaðsíða 4
BIs. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1927.
^ZS2SZ52SZS'S5a5ZM525asss2S25HS2S2Sa5SSÍS2Sa525ZSHSaSHSHSHSlS?SH5E5HS2SH5HSH5a5'SSHS?Sa5a5HSHSa512SHSS5SSa5HS25aSHS25aSE5HSHSSSBSESHSHSasaSHSHSH5HSHSBSZSHSHSHSÍS:25HK1';
SOLSKIN
sasasasas?^ TtitSdSi^HSHsasasHsasasHsasasasHsasasasHSHsasasasasHSHsasHsasasaiiHísasHsasasHsasHsasasHsasasHsasasasHSHsasasHsasasHSHSHsasHsasasasHsasasasasasHsasH sasasasasasasi
Fífill og hunangsfluga.
Einu sinni var hunangsfluga, og bjó í veggj-
arholu, og fífill, og bjó í hlaðbrekkn.
Hunangsflugan vissi hvað lífið var; hún hafði
einhvem tíma verið ung og fríð, og unað við
blóm og grænan völl, og aldrei dreymt á nótt-
unni, nema um sumar og sólskin; en nú var hún
orðin sett og reynd kona, eða réttara sagt,
ekkja og einstæðingur, og átti mörg böm fyrir
að sjá; nú var hún vakin og sofin að draga til
búsins, og safna vaxi og hunangi.
Fífillinn var nýsprottinn út; hann hafði
drejunt morgunroðann, og vaknaði þegar sólin
kom upp, en aldrei séð kvöld og forsælu; hann
leit ekki í kringum sig, en horfði brosandi í sól-
ina, og sólin kysti hann þúsund sinnum, eins og
móðir kyssir nývaknað bam; og hann roðnaði
af gleði í sólarylnum, og hlakkaði til að lifa og
verða stór.
Þá kom flugan út í holudyrnar, og skoðaði
til veðurs. “Ósköp eru á mér,” sagði flugan,
“hvað ætli eg hugsi að vera ekki komin út;
völlurinn glóir allur í blómum, sem lokist hafa
upp í blíðviðrinu; ef eg væri yngri og minna
farin að þreyta.st, þá gæti mér orðið björg að
slíkum degi; rækalls mæðin og fótadofinn! —
en blessuð börain spyrja ekki að því.” Þá
þandi flugan út væninga og snaraðist út yfir
hlaðið — brumm birr bumm — og svo var hún
komin í hlaðbrekkuna, og saug blómin í óða
kappi, og safnaði vaxinu í holu, sem hún hefir
innanvert á fótunum, þangað til hún var orðin
svo afturþung, að henni þótti vanséð hún kæm-
ist heim, og hugsaði sér að hvíla sig.
Hún hafði engar sveiflur á því, nema settist
á fífilinn unga; lét fæturaa hanga út af rönd-
inni á fífilshöfðinu, baðaði vængjunum og suð-
aði. Það má nærri geta, hvernig aumingja
fíflinum hafi orðið við, þegar skygði fyrir
sólina, og hlassið settist á hann, svo að blöðin
svigpiuðu fyrir undir þessum ofurþyngslum.
Þegar mæðin rann af flugunni, þefaði hún
úr kollinum á fíflinum, og sagði svo hátt, að
haniíheyrði: “Hvaða blessaður ilmur! ekki
get eg setið á mér að sjúga þig, karlkind, svo
litlu er mér óhætt að bæta á mig.” “Gerðu það
ekki, fluga mín góð,” sagði fífillinn, og skalf
og titraði af hræðslu; “sjúgðu mig ekki, bless-
uð mín! eg er svo ungur, og langar til að lifa
og verða stór. ” “Ekki get eg gert að því,”
sagði flugan; “eg er að draga til búsins, og
verð að sjá um mig og bömin mín; eg sýg
blómin, af því eg þarf þess með, en kvel þau
ekki eða drep að gamni mínu; við segjum, hun-
angsflugurnar, að þið séuð sköpuð handa okk-
ur, og förum þó betur með ykkur en mennirnir
fara með dýrin, og hverir með aðra.” “Eg
er svo einfaldur og ungur,” sagði fífillinn, “og
get ekki borið á móti því sem þú segir, en mig
langar ógn til að lifa;eg befi aldrei séð kvöld
né forsælu.”
“Þú talar eins og ,bam,” sagði flugan, “og
veizt ekki hvað það er, sem þú hlakkar mest til;
en eg er harðbrjósta, að bæla 'þig niður” —
brumm birr bumm.” Og svo lagði hún á stað
með bvrði sína, og fífillinn horfði aftur í sólina,
og hún kysti hann þúsund sinnum, eins og
móðir kyssir nývaknað .bara.
Skömmu seinna kom flugan aftur fljúgandi
og suðandi, að sækja meirá til búsins. Fífill-
inn kallaði þá til hennar og sagði: “Kærar
þakkir, fluga mín góð! fyrir það þú vægðir mér'
og saugst mig ekki svo ungan; eg skal bera mig
að borga þér einhvern tíma, og blessuð sólin
vermi þig!” “Eg tek viljann fyrir verkið,
vesalingur!” sagði flugan; “en með hverju
ætli þú getir borgað mér? Þú ert fastur á rót-
inni, og verður að standa þar sem þú ert, þang-
að til bóndinn fer að slá, eða bömin slíta af ’
þér höfuðið.” “Æ, eg veit ekki hvað þú talar
um,” sagði fífillinn, “en mig langar til að
lifa.”
“Sæll vertu, fífill minn!” sagði flugan,
morguninn eftir; “nú hefirðu séð kvöld og for-
sælu, hvernig lízt þér á?” “Minstu ekki á
það,” sagði fífillinn; “mér ógnar þegar eg
hugsa til þess! Þegar sólin blessuð hvarf, og
forsælunni skeldi yfir — þá kom yfir* mig
hrollur og dauðans þnngi; eg lagði þá saman
blöðin, og lokaði höfðinu, og sofnaði; en mig
hefir dreymt í alla nótt ljósið og sólarylinn;
tefðu mig nú ekki, meðan sólin er á lofti; en eg
má ekki hugsa til kvöldsins — samt langar mig
til að lifa, svo eg geti borgað þér.” Flugan
brosti við, og flaug lengra ofan á völlinn.
Nú leið lengi, og þau heilsuðust á hverjum
morgni, þegar flugan fór út.
Fífillinn eltist fljótt, og var lo'ks orðinn að
gráhærðri biðukollu, og meira en fullsaddur á
lífinu; en samt sem áður sagði hann alt af sig
langaði til að lifa, til að geta borgað flugunni,
og stóð nú á því fastara en fætinum, að hann
skyldi gera það, áður en hann skildi við. En
flugan gerði ekki nema hló að honum, og kall-
aði hann örverpi og biðukollu, og ráðlagði hon-
um að leggjast út af og deyja. “Hafðu þolin-
mæði, heillin góð!” sagði fífillinn; “þakkláts-
semin heldur mér við ; þó eg sé köld og grá
biðukolla, og sólin gleðji mig ekki meir, og for-
sælan og myrkrið hræði mig ekki, af því eg er
tilfinningarlaus, þá langar mig samt til að lifa;
og nú vaki eg bæði nótt og dag, og sofna aldrei
dúr, og er allt af að hugsa um þetta sama.”
“Vertu sæl, biðukolla!” sagði flugan.
“Vertu sæl, fluga mín góð! og sólin blessuð
vermi þig! ”—Jónag HaMgrímsson. J
Þyrnirósa.
Stgr. Th. þýddi.
Einu sinni fyrir alda öðli voru konungur og
drotning. Þau sögðu á degi hverjum: “Ó, að
við eignuðumst barn”, en þeim varð ekki að
ósk sinni. Það var einhvern dag, er drotning
var í baði, að krabbi skreið upp á land úr flæð-
armálinu og sagði: “Þú munt fá það, sem þú
æskir og eignast dóftur.”
Spásaga 'krabbans rættist og ól drotning
meybarn svo fagurt, að konungur kunni sér
ekki læti fyrir fagnaðar sakir og bauð að halda
almenna gleðihátíð. Til þeirrar hátíðar bauð
hann ekki að eins ættingjum og vinum, heldur
einnig vísinda-konum til þess, að þær yrðu holl-
og velviljaðar baminu. Voru þrettán í ríki
hans, en með því að hann átti ekki nema tólf
gulldiska til að í>era á borð fyrir þær, þá gat
hann ekki boðið hinni þrettándu. Komu nú
þær, er boðnar voru, og er hátíðin varf á enda,
þá gæddu þær barnið undragáfum sínum. Ein
gaf því skírlífi, önnur fróðleik, þriðja auðlegð,
og þannig veittu þær barninu hver af annari
aít, sem ágætast er til í heimi. En rétt sem ell-
efu vora búnar ð mæl fram óskir sínar, kom
sú þrettánda, sem ekki var boðin, og var henni
í hug að hefna sín. Kallaði hún þá og sagði:
“Kongsdóttir skal á fimtánda ári stinga sig á
snældu og detta dauð niður.”
Þá gekk hin tólfta fram, sem enn átti ósk
sína ósagða; gat hún að vísu ekki bragðið hinu
illa dómsákvæði, en linað gat hún það og mæltí
því: “Samt skal kóngsdóttirin ekki deyja,
heldur liggja heila öld í dauðadái.”
Konungur vonði samt, að sér mundi takast
að geyma bam sitt fyrir illspá þessari og lét
nú boð út ganga, að öllum snældum skyldi eytt
verða í ríki sínu. En það rættist alt á kóngs-
dóttur, sem vísindakonurnar höfðu um mælt,
því hún varð svo fögur, siðgóð, ljúflát og vit-
ur, ð allir, 'sem litu hana augum, hlutu að unna
henni hugástum.
Svo bar til einn dag, að konungur og drotn-
ing voru ekki heima, en dóttir þeirra var ein
eftir í höllinni og var hiin þá fullra fimtán ára.
Gekk hún þ>á hingað og þangað eins og henni
lét lyst til og skoðaði stofur og herbergi; loks-
ins bar hana að turni nökkrum gömlum. Gekk
hún þá upp eftir mjóu riði og kom að lítilli
hurð; stóð gulllykill í skránni; sneri hún hon-
um og hrukku dyrnar upp; kom hún í dálitla
stofu og sat í henni kerling og var í óða önn að
spinna hör. “Hvað ert þú að starfa hér, móðir
góðf” segir kóngsdóttir. —“Eg er að spinna”
ansar kerling og kinkar kollinum. — “En hvað
hún snarsnýst, grey-skömmin sú arna!” sagði
kóngsdóttir, tók af henni snælduna og ætlaði að
fara að spinna. En óðara en hún hfði snert
á snældunni, rættust ummæli spákonunnar og
stakk hún sig á teininum.
1 sama vetfangi hné hún til jarðar og rann
á hana þungur svefnhöfgi. Konungur og
drotning komu nú heim og sofnuðu þau einnig
ásamt öllu hirðfólkinu. Hestarnir sofnuðu í
hesthúsinu, og hundamir í garðinum, dúfum-
ar á þakinu og fluguraar á veggnum. Loginn,
sem brann á eldstónni, hægði á sér og sofnaði;
steikarhljóðið þagnaði og kjötið hætti að
stikna; matreiðslumaðurinn ætlaði að rjúka í
eldasveininn og hárreita hann af því honum
hafði eitthvað á orðið, en það fórst fyrir; hann
slepti honum og sofnaði. Þannig færðist svefn
og dauðakyrð yfir alt, sem lifði og lífsanda
dró.
Þá tók að gróa þyrnigerði í kringum höllina
og óx það ár frá ári, unz það náði hringinn í
kring og tók upp yfir hana, svo að hennar sá-
ust engin mót, ekki svo mikið sem veðurvitarn-
ir á þakinu. En hvervetna í landinu varð hljóð-
bær sagan um hina yndisfögru, sofandi þvmi-
rósu, því svo var kóngsdóttirin kölluð, og komu
öðru hverju konungssynir og ætluðu að brjót-
ast gegn um gerðið inn í höllina. En það vom
engin tiltök, því það var eins og þyraarnir
þrifu krumlum hver í annan; festust konunga-
synimir þannig á milli þeirra og dóu aumkun-
arlegum dauða.
Liðu nú mörg, mörg ár, og átti kongssonur
nokkur ferð um landið; sagði gamall karl hon-
um frá þyrnigerðinu og gat þess, að trú manna
væri, að höll stæði að baki þess, en í höllinni
svæfi fögur kongsdóttir, er Þvrnirósa héti, og
öll hirðsveitin ásamt henni. Hann sagði hon-
um og eftir frásögn afa síns, hvemig farið
hafði fyrir konungssonum þeim, er komið hefðu
til þess að brjótast gegnum þyrnigerðið, að
þeir hefði orðið fastir í því og látið líf sitt með
miklum harmkvælum.
“Ekki læt eg mér af slíku hugfallast,” sagði
kongssonurinn ungi, “eg vil brjótast í gegnum
gérðið og sjá hana Þymirósu fögm.” Gamli
karlinn reyndi á allan hátt að telja honum hug-
hvarf, en það var með öllu árangurslaust.
En nú hitti svo á, að daginn s’em kongsson-.
ur kom, var hundrað ára skeiðið útrunnið. Og
þegar hann kom að þymigerðinu, þá var það
alt saman orðið að stórum og fögram blómum,
er lukust í sundur af sjálfu sér, svo að hann
komst inn í gegnum heill og óskaddaður, en á
eftir honum laukst alt saman aftur og varð að
gerði eins og fyrr. Kom hann nú í höllina.
Sváfu hestar og flekkóttir dýrhundar í hallar-
garðinum, en uppi á þakinu sátu dúfur og
höfðu stungið höfðinu undir vængi sér. En er
inn kom, sá hann flugurnar sofandi á veggjun-
um. Matreisðlumaðurinn í eldhúsinu hélt enn
þá hendinni á lofti, buskan sat með svarta
hænu, sem hún var að reyta. G<?kk kongsson-
urinn þvínæst lengra inn, og kom þar að, er
hirðfólkið lá alt sofandi í hrúgum og kóngur
með drotningu sinni ofan á. Hélt hann enn þá
áfram og kom loks ins að tuminum og lauk upp
hurðinni að litlu stofunni, sem Þymirósa
svaf í.
Lá hún þar inni og var svo yndisfögur, að
hann gat ekki litið af henni augum sínum, og
laut hann ofan að henni og kysti hana. En er
ann hafði gefið henni kossinn, þá lauk hún upp
augunum, vaknaði af dáinu og leit hýrlega til
hans. Gengu þau nú bæði ofan og vöknuðu
þau konungur og drotning ásamt öllu hirðfólk-
inu; gláptu menn þar hverjir á aðra og ráku
upp stór augu. Hrossin í garðinum stóðu upp
og hfistu sig, dýrhundarnir bragðu á leik og
dingluðu rófunum, dúfurnar reistu höfuðin
upp undan vængjum sínum og flugu út á akur;
flugumar tóku að skríða eftir veggnum, eld-
urinn lifnaði í eldhúsinu og logaði vél svo mat-
urinn soðnaði, en steikin suðaði; matreiðslu-
meistarinn rak eldasveininum ro'kna löðrung,
svo að hann,æpti við, og eldabuskan reytti af
hænunni ]>að sem eftir var af fiðrinu. Drakk
nú kongssonur brullaup til Þyrnirósu og lifðu
þau ánægð hvort með öðra alt til æfiloka. /■—
Sd.bl.
RAKKl.
Sá er nú meir en trúr og tryggur,
með trýnið svart, og augun .blá,
fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Hvorki vott né þurt hann þiggur,
þungt er í skapi, vot er brá,
en fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Ef nokkur líkið snertir, styggur
stinna sýnir hann jaxla þá,
og fram á sínar lappir liggur,
líki bóndans hjá.
Til dauðans er hann dapur og hryggur,
dregst ei burt frá köldum ná,
og hungurmorða loks hann liggur,
líki bóndans hjá.
—Gr. Thomsen.
NAFNFESTI.
Konungur einn í Danmörku er nefndur
Hrólfur kraki; hann er ágætastur fornkon-
unga, fyrst af mildi, og fræknleik, og lítillæti.
Það er eitt mark um lítillæti hans, er mjög er
fært í frásagnir, að einn lítill sveinn og fátækur
er nefndur Vöggur; hann kom í höll Hrólfs kon-
ungs; þá var konungurinn ungur að aldri, og
1 grannlegur á vöxt. Þá gekk Vöggur fyrir
hann, og sá upp á hann. Þá mælti konungur-
inn: “Hvað viltu mæla, sveinn, er þú sér á
mig?” Vöggur svarar: “Þá er eg var heima,
hevrði eg sagt, að Hrólfur konungur að Hleiðru
var mestur maður á Norðurlöndum, en nú situr
hér í hásæti kraki einn lítill, og kalla þeir hann
konung sinn.” Þá svarar konungur: “Þú,
sveinn, hefir gefið mér nafn, að eg skal heita
Hrólfur kraki; en það er títt, að gjöf skal fylgja
nafnfesti. Nú sé eg þig enga gjöf hafa til að
gefa mér að nafnfesti, þá er mér sé þægileg; nú
ákal sá gefa öðrum er til hefir,” tók gullhring
af hendi sér og gaf honum. Þá mælti Vöggur:
“Gef þú allra konunga heilastur; þess strengi
eg heit, að verða þess manns bani, er þinn bana-
maður verður. ” Þá mælti konungur og hló
við: “Litlu verður Vöggur feginn.”
—Úr Hrólfs sógu hraka.
PENNAR.
Nú skrifa allir með stálpennum, nema þá
þeir, sem eiga sér gullpenna, en þeir eru nú
færri. Pennarnir fást í búðunum. En fyrrum
var þetta öðruvísi. Þá bjuggu menn sér til
penna sjálfir, en þeir vora ekki úr stáli, og ekki
úr gulli. Þeir voru úr fjöðrum fuglanna, álfta-
fjöðram, gæsafjöðrum, eða hrafnsfjöðram. —
hrafnsfjöður hefir verið í pennanum, sem kveð-
ið var um: “Þessi penni þóknast mér, því
hann er úr hrafni.”
Þá þurfti ekki að kaupa sér pennastengur.
Menn tóku fjöðrina eins og hún var, skáru
sneiðing á endann á fjöðurstafnum, klufu hann
að framan, og þá var^fenginn penni og penna-
stöng í einu lagi. Þessir pennar tíðkuðust í
margar aldir, frá því á 5. öld e. Kr. og þangað
til í byrjun 19. aldar.
Þá var farið að búa til stálpenna á Eng-
landi, og þaðan koma flestir pennar. Stálpenn-
ar era búnir til úr þunnum ræmum af góðu
stáli, Ræmuraar eru 2—3 þumlungar, eða hér
um bil tvær pennalengdir á breidd. Þessum
stálræmum er nú rent inn í dálitla vél, sem
hreyfð er með hendinni. 1 vélinni er stimpill,
sem gengur upp og ofan líkt og nálin í sauma-
vélinni, og heggur hann úr ræmunni tvær plöt-
ur í senn. Þær eru í laginu alveg eins og penn-
arnir, nema að þær eru flatar. Einn. maður
getur látið vélina höggva 30,000 plötur á dag;
svo fljótvirk er hún. Þá er nú eftir að gera
penna úr plötunum, höggva gat á þær, kljúfa
þær að framan, setja á þær letrið, sem sýnir,
hvar pennarnir eru búnir til o.s.frv. En þetta
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
JS16-2SO Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Ste.
Phone: 21 834.
Offlce tlmar: 2_S
Heimili: 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnlpegr, Manitoba.
COLCLEUGH & CO.
Vér leggjum sérstaka á.herzlu & atS
eelja meðul eftir forskriftum lækna.
Hln beztu Iyf, sem hægt er að fá eru
notuð elngöngu. Pegar þér kómið
með forskriftina tll vor, megið þér
vera vlss um, að fa rétt það sem
læknirinn tekur tH.
Nötre Dame and Sherbrooko
Phones: 87 669 — 87 660
Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR O. BJORNSON
216-220 MedJcnJ Arta Bldg
Cer. Graham og Kennedy Bts.
Phones: 21 834
, Office timar: 2—3.
HeimiM: 764 Victor Stt.
Phone: 27 584
Winnipeg, Manitobo.
DR. B. H. OLSON
218-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Pane: 21 834
Office Hours: 8—6
Heimill: 921 Sherbume St.
Wlnnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy Ste.
Phoie: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og
kverka sjúkdöma.—Eh- að hkta
kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h.
Heimili: 373 River Ave.
Tals. 42 691
DR. A. BLONDAL
Medlcal Arte Bldg.
Btundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjúkdðma.
Br að hltta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—6 e. h.
Office Phone: 22 290
Heimill: 806 Vlctor St.
Simi: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann,
Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON
Tannlæknir
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone: 21 834
Heimllis Tals.: 38 626
DR. G. J. SNÆDAL
Tannlæknir
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave og Donald St.
TalsJxri: 28 889
Glftinjfa- og Jarðarfara-
Blóm
með litJum fyrirvara
BIRCH B1 ómsali
583 Portage Ave. Tals.: 30 720
St. John: 2, Ring 3
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke St.
Selur likklstur og annast um út-
farir. Aliur útbúnaður bA beztl.
Enn fremur seiur hann allskonar
mlnnisvarða og legstelna.
Skrlfatofu tals. 86 607
HelmiUa Tals.: 58 302
Tals. 24 163
NewLyceum Photo Studio
Kristín Bjarnason eig.
290 Portage Ave, Winnipeg
Næst við Lyceum leikhúsið.
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
ísL lögfræðingar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phonea: 26 849 og 26 840
JOSEPH T. THORSON
ísl. lögfræðingur
Scarth, Guild & Thorson,
Skrifstofa: 308 Great West
Permanent Building
Main St. south of Portage.
Phone 22 768
LINDAL, BUHR & STEFÁNSON
fslenzkir lögfræðingar.
356 Main St. Tala.: 24 968
366 Main St. Tals.: A-4961
þeir hafa einnig skrifstofur aC?
Lundar, Riverton, Gimli og Plney
og eru þar að hitta á eftirfylgj-
and timum:
Lundar: annan hvern miðvlkudaf
Riverton: Fyrsta fimtudag.
Gimll: Fyrsta miðvikuda*.
Piney: þriðja föstuda*
1 hverjuim mánuði.
A. G. EGGERTSSON
ísl. lögfræðingur
Hefir rétt til að flytja mtl bæðl
1 Manitoba og Saskatchewan.
Skrifstofa: Wynyard, Sask.
Athygli!
Komið með næstu lyfjaávísun-
ina yðar til vor. Þaulæfðir sér-
fræíiingar annast um alla lyfja-
samsetningu.
INGRAM’S DRUG STORE
249 Notre Dame Ave.
Gagnvart Grace kirkjunni.
A. G. JOIINSON
907 Confederation I/ife Rldg.
WINNIPEG
Annast um fasteigmr manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr-
irspurnum svaraB samstundis.
Skrifstofusíml: 24 263
Helmaisimi 33 328
J. J. SWANSON & CO.
I/rMI'VKD
R e n t a 1 s
Insurance
Real Estate
Mortgages
600 Paris Building, Winnipeg
Pohnes: 26 349—26 840
Emil Johnson
SERVIOK ELiEOTRIO
Rafmagns ContracUng — IBi-
fcjms rafmagsnáhöld. seld og vtO
þau gert — Eg sel Mbffat og
McCUvry Etdavélar og h«fi þorr
Ul sf/nis d verkstæOi minu.
524 SARGENT AVTEL
(gamla Johnsou’s byggingin viO
Young Street, Winnlpeg)
Verkst.: 31507 Heima.: 27 286
Verkst. Tals.: Heima Tala. i
28 383 29 884
G. L. STEPHENSON
PIiUMBEK
Allskonnr rafmagnMhöld, »vo nm
straujárn, víra, allar tegundir af
glösnm og aflvaka (batteriea)
VERKSTOFA: 676 IIOMIC 8T.
Islenzka bakaríið
Selur heztu vörur fyrlr lægsia
verð. Pantanir afgrciddar btnSl
fljótt og veL Fjölbreytt tmL
llrein og lipur vlðsklftL
Bjarnason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Wlnntpeg.
Phone: 34 298
er alt gert með svipuðum vélum og þeim, sem
höggva út plöturnar. Þegar það er búið„ era
pennamir glóðhitaðir, 0g settir í vatn eða olíu,
til þess að herða þá. Loks eru þeir fægðir og
brýndir, látnir í öskjur, og sendir út um víða
veröld. A hverju ári eru nú búnar til mörg
þúsund miljónir stálpenna, svo að ef allir menn
á jörðinni skiftu þeim á milli sín, þá fengi hver
maður nokkra penna í hlut.
En hver sem tekur sér penna í hönd, á að
muna eftir því, sem stendur í vísunni:
Skrifa ,bæði skýrt og rétt,
svo skötnum þyki á snilli.
Orðin standa eiga þétt,
en þó bil á milli. —Lsb.