Lögberg


Lögberg - 07.07.1927, Qupperneq 3

Lögberg - 07.07.1927, Qupperneq 3
LÖGBERG, FI3VTTUDAGINN 7. JÚLÍ 1927. BIs. 3. 43. Kirkjuþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga* í Vesturheimi. HALDIÐ í WINNIPEG. MANITOBA, 22.-27. Júní 1927. FYRSTI FUNDUR. Fertugasta og þriðja ársþing Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, var sett í kirkju Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg, Manitoba þ. 22. júní 1927, kl. 8. e. h. Þingið hófst með guðsþjónustu og altarisgöngu. Prédikun flutti séra Gutt- ormur Gutkormsson og hafði fyrir ræðutexta 54. kap. í spá- dómsbók Jesja. — Setti síðan forseti, séra Kristinn K. Ólafs- son, þingið á venjulegan hátt. Skrifari las upp þessa skýrslu um embættismenn, presta og söfnuði kirkjufélagsins: I. Embœttismcnn:—Séra Kristinn K. Ólafson, forseti; séra Jó- hann Bjarnason, skrifari; hr. Finnur Johnson, féhirðir; séra Rún- ólfur Marteinsson, vara-forseti; séra Sigurður Ölafsson, varafskrif- ari; hr. Jón J. Bíldfell, vara-féhirðir. II. Prestan — N. S. Thorlákson, Björn B. Jónsson, Rúnólfur Marteinsson, H. B. Thorgrímssen, Pétur Hjálmsson, Friðrik Hall- grímsson, Kristinn K. Ólafson, Jóhann Bjarnason, H. J. Leó, Gutt- ormur Guttormsson, S. S. Christopherson, Haraldur Sigmar, Sig- urður Ólafson, S. O. Thorlákson, Halldór E. Johnson, Jónas A. Sig- urðsson, Páll SigurSsson, Valdimar J. Eylands. III. Söfnuðir:—í Minnesota: St. Páls söfnuður, Lincoln söfn- Vesturheims söfn., — I Norður Dakota: Pembina söfn., Grafton söfn., Vídalíns söfn., Hallson söfn., Péturs söfn., Víkur söfn., Garðar söfn., Fjalla söfn., Melanktons söfn. — í Manitoba: Fyrsti lút. söfn., Sel- kirk söfn., Víðines söfn., Gimli söfn., Árnes söfn., Breiðuvíkur söfn., Geysis söfn., Árdals söfn., Bræðra söfn., Víðir söfn., Mikleyjar söfn., Furudals söfn., Fríkirkju söfn., Frelsis söfn., Immanúels söfn., Glen- boro söfn., Brandon söfn., Lundar söfn., Grunnavatns söfn., Jóns Bjarnasonar söfn., Betaniu söfn. Betel söfn., Hóla söfn., Skálholts söfn., HerSibreiðar söfn., Strandar söfn:, Winnipegosis söfn., Swan River söfn., Guðbrands söfn. — í Saskatchewan: Konkordía söfn. 'Þingvalla-nýlendu söfn., Lögbergs söfn., Isafoldar söfn., Síons söfn., Hallgrims söfn., Elfros söfn., Sléttu söfn., Immanúels söfn., Ágpjstín- usar söfn., Foam Lake söfn. — í British Columbia: Vancouver söfn. — 1 Washington: Þrenningar söfn., Blaine söfn., Hallgríms söfn. Á kirkjuþingi í Winnipeg, Manitoba, þ, 22. júní 1927. Jóhann Bjarnason, skrifari. 1 kjörbrefanefnd skipaði forseti þá séra Sigurð Ólafsson, Jón J. Vopna og W. G. Hillman. Forseti tilkynti, að til þings væri kominn Dr. J. A. More- head, framkvæmdarstjóri National Lutheran Council. Mundi hann nú ávarpa þingið og bað þingmenn og áheyrendur aðra, að vera kyrra í sætum sínum og hlýða á erindi hans. Flutti Dr. Morehead síðan skörulegt og fróðlegt erindi um starf National Lutheran Council, og skýrði frá starfi þess í ýmsum löndum, með sérstöku tilliti til starfs þess á Rússlandi. Dr. Björn B. Jónsson, fyrir hönd Fyrsta lút. safnaðar, bauð þingmenn velkomna og lét í ljós þá von sína og ósk, að þingið yrði að öllu hið ánægjulegasta. Var síðan sungið: “Son guðs ertu með sanni”, lýst bless- un af forseta, og fundi svo frestað þar til kl. 9 f.h. næsta morgun. ANNAR FUNDUR—kl. 9 f.h. þ. 23. júní. — Fundurinn hófst með bænagjörð, er séra N. S. Thorlaksson stýrði. Fyrir hönd kjörbréfanefndar lagði séra Sigurður ólafsson fram þessa skýrslu: Skýrsla kjörbréfanefndar: Auk presta og embættismanna kirkjufélagsins eiga þessir erind- rekar safnaðanna sæti á þinginu, samkvæmt framvísuðum kjörbréf- um sem hér segir: Frá St. Páls söfn.: A. R. Johnson; frá Lincoln söfn.: Skafti Sig- valdason og Gunnar Bardal; frá Vesturheims söfn.: Mrs. Ágúst Josephson; frá Pembina söfn.: J. H. Hannesson; fráVidalíns söfn.: Joseph Einarsson; frá Hallson söfn.: A. M. Ásgrímsson; frá Péturs söfn.: Ásbjörn Sturlaugsson; frá Víkur 9Öfn.: Valdimar Björnsson og G. B. Núpdal; frá Gardar söfn.: B. M. Melsted, O. K. Ólafson og Benóní Stefánsson; frá Fjalla söfn.: Hermann Bjarnason; frá Melankton söfn.: W. G. Hillman og Siguröur Jónsson; frá Fyrsta lút. söfn.: Olgeir Friöriksson, J. J. Swanson, Árni Eggertsson og J. J. Vopni; frá Selkirk söfn.: Kl. Jónasson, Mrs. Björg Kristjánsson og Mrs. Guðfríður Nordal; frá Víðines söfn.: Þorvaldur Sveinsson; frá Gimli söfn.: Th. Thordarson og Harald Bjarnason; frá Geysir söfn.: Gísli Gíslason og Fr. P. Sigurðsson; frá Árdals söfn.: Tryggvi lugjaldsson; frá Bræðra söfn.: Jón S. Pálsson og Sigurbjörn Sig- urðsson; frá Viðir söfn.: Óli Fredericksson; frá Mikleyjar söfn.: Mrs. C. P. Paulsson; frá Fríkirkju söfn.: Mrs. Guðrún Sigurðsson og Thorsteinn Sveinsson; frá Frelsis söfn.: Sigurður A. Anderson; frá Immanuels söfn. (B.) : Vilhjálmur Pétursson og Árni Johnson; frá Glenboro söfn.: A. E. Johnson og Sigmar Bjarnason; frá Guð- brands söfn. :Thorsteinn J. Gíslason; frá Lundarsöfn.: Bjarni Lopt- ®on; frá Grunnavatns söfn.: Mrs. E. Thorleifsson; frá Betel söfn.: Ólafur Thorlacius; frá Herðibreiðar söfn.: Finnbogi Erlendsson; frá Konkordia söfn.: B. E. Hinriksson og Th. Vigfússon; frá Elfros söfn.: Thor. Guðmundsson; frá Sléttu söfn.: H. B. Grimsson; frá mlmanuel söfn. (W) : Árni G. Eggertsson; frá Foam Lake söfn.: Gisli J. Bildfell; frá Blaine söfn.: Andrew Danielsson; frá Hallgr. söfn. (Seattle) : Mrs. K. Simundsson. i jíj Sig. Ólafsson. John J. Vopni. W. G. Hillrhan. Var skýrslan samþykt og skrifuðu þingmenn síðan undir hina venjulegu játningu þingsins. J. J. Vopni tilkynti fyrib hönd kjörbréfanefndar, að henni hefði gleymst að setja í skýrsluna tillögu um full þingréttindi fyrir guðfræðiskandídat Kolbein Sæmundsson, en legði nú fram fyrir þingið slíka tillögu sérstaka. Var tillagan sam- þykt í einu hjóði. Þá lagði forseti fram ársskýrslu sína: ÁRSSKÝRSLA FORSETA 1927. Samkvæmt lögum og venjum í kirkjufélagi voru, ber mér nú að gefa yfirlit yfir sögu hins liðna árs að því er snertir ástæður og starf innan félagsskapar vors í kristilegum og kirkjulegum málum. En þó félag vort sé heild út af fyrir sig, þá gerum vér oss grein fyrir því, að í raun réttri erum vér partur af stærri heild eða heild- um. Vér erum hluti í íslenzkri, lúterskri kristni. Ástæður og horfur innan kirkjunnar á íslandi snerta oss að minsta kosti óbeinlínis. Þó ekkert formlegt samband sé á milli kirkjufélags vors hér og lútersku kirkjunnar á íslandi. Þá berast áhrif þar á milli sem halda við þeirri meðvitund að margt og mikið eigum vér sameiginlegt og skyld- leikinn er dýrmætur. Að þetta víkki sjóndeildarhringinn og sé and- legur gróði, teljum vér vist ekkert efamál. Stundum kann oss að hafa fundist anda kalt að oss frá einstaklingum innan þjóðkirkjunn- ar á Islandi, en hins.er ljúfara að minnast, að hlýhugur, viðurkenn- ing og bróðurþel úr þeirri átt, hefir einnig náð til vor. Ummæli biskups Islands í vorn garð á þessu síðasta ári eru svo ákveðin í vínarþelsáttina, að þau ber að meta. Álit hans að það sé kirkjufélag vort, “sem mest og bezt hefir unnið að kristindómsmálum meðal landa vorra vestra síðan það var stofnað,” ættu að vera oss uppörfun að verðskulda slik umrnæli í framtiðinni, og að þjóðkirkjan íslenzka telji sér “skylt eftir rnegni að styðja kirkjufélagið í starfi þess,” er gleðiefni öllum þeim er þrá að sam’band megi vera milli íslenzkrar, lúterskrar kristni beggja megin hafsins. En því ber heldur ekki að gleyma að vér erum hluti lútersku kirkjunnar i Ameríku og innlendrar kristni þeirra þjóða, er vér hér tilheyrum. Lítillega höfum vér verið í samvinnu með trúbræðrum vorum hér og innlendri kristni, án þess að bindast föstum félagsleg- um böndum við nokkra deild kirkju vorrar. Frá fyrstu tíð kirkju- legrar starfsemi vorrar, höfum vér átt fjölda vina og velunnara í deildum lútersku kirkjunnar hér, og metið það bróðurþel er oss hefir v verið sýnt að staðaldri. Að samband vort við trúbræður vora hér og ameríska kristni hefir aukist, eftir þvi sem árin líða, er gefin sök. Það hefði verið óheilbrigð einangrun, ef svo hefði ekki verið. Vér höfum verið arfþegar íslenzkrar kristni, en hlutverk vort og viðhorf hér, er Sem deild í kristni þessa meginlands. Mun á þessu bera meir og meir eftir því, sem yngri kynslóðin lætur meira til sín taka á sviði hins kristilega og kirkjulega. Um þetta er ekki að fást. Það er svo eðlilegt og óhjákvæmilegt, að engnm ætti að koma það að óvörum. Endur fyrir löngu var allsterk hreyfing innan félagskapar vors í þá átt að bindast félagslegum tengslum við aðra deild lúterska hér í álfu (General Council), og síðan hefir það má að bindast tengslum við trúbræður vora hét í álfu, oft borið á góma. Sameinaða lúterska kirkjan hefir boðið okkur á síðustu árum að gerast hltxti í þeirri miklu heild. Norsk-lúterska kirkjan í Ameríku hefir rétt okkur bróðurhönd til nánara samfélags, ef vér sæjum það bezt henta. Hefir þetta eðlilega leitt til þess að mikið og af mörgum hefir verið um þetta hugsað. Engum hefir mér fundist koma það til hugar, að æski- legt væri á nokkurn hátt að skerða sjálfstæði vort og yfirráð vor yfir sérmálum vorurn, en inn á leið samvinnu með öðrum lúterskum kirkjufélögum höfum vér færst, án þess að skerða sérstöðu vora eða sérkenni. Vil eg nú ráða til að kirkjuþing þetta taki þetta mikils- verða mál til yfirvegunar, og géri sér grein fyrir því, hvert beri að 'Stefna i þessu efni. Er ekki tími til þess kominn að vér athugum á ný hvað mæli með því og á móti að vér sem sjálfstætt kirkjufélag göngum inn i samband með öðrum trúbræðrum vorum á einhvern hátt? Hver sem niðurstaðan yrði, finst mér málið verðskulda að fá afgreiðslu á grundvelli nákvæmrar athugunar. Tilfinning fyrir því hjá oss að vér séum hluti stærri heilda kristninnar eins og bent hefir verið á, ætti að auka hjá oss víðsýni í 'kristilegum efnum, Jafnvel vort litla kirkjufélag ætti að finna til þess að ekkert kristilegt á að vera því óviðkomandi. Að áhrif bæði íslenzkrar og amerískrar.kristni leika um hið andlega viðhorf vort, ætti að gera oss hæfari til að skilja samtíð vora og hlutverk kirkj- unnar. Og í öllu yfirliti yfir starf vort, eigum vér að finna til þess að trúmenska við hlutverk allrar kristninnar, er krafa til vor, ekki síður en stærri heilda. Tala safnaða kirkjufélagsins eru 56, eins og á síðasta kirkju- þingi. Nokkra af þeirn söfnuðum er þó tæpast hægt að telja með lífsmarki, því litil eða engin kirkjuleg starfsemi nmn hafa verið hjá þeim á árinu. Þyrfti bót á því að vera ráðin, þar sem starfið getur átt viðreisn. Prestar kirkjufélagsins veri(S svo bundnir við starf á árinu, að ekki hefir náðst til allra. Prestar kirkjufélagsins eru hinir sömu og á síðasta kirkjuþingi. Voru þá taldir átján prestar á skrá kirkjufélagsins. Þrír þeirra þó horfnir frá starfi meðal Vestur-íslendinga. Einn var ný-farinn, en hinir tveir munu hafa óskað að nöfn sín væru kyr á skrá vorri. Tveir prestar bætast félagi voru væntanlega á þessu þingi. Séra Haraldur Sigmar hafði á siðasta kirkjuþingi sagt upp söfn- uðum sínum í Saskatchewan og tekið köllun frá söfnuðunum i Pem- bina county í Norður Dakota. Hann flutti sig með fjölskyldu sinni að áliðnu sumri til Mountain, þar í bygð, og var settur inn í embætti við afarfjölmenna guðsþjónVistu þann 12. september af forseta kirkjufélagsins með aðstoð séra N. S. Thorlákssonar. Guðsþjónustan fór fram í rúmbeztu kirkju bygðarinnar—eldri kirkju Gardar-safn- aðar. Hefir séra Haraldur tekið að sér þjónustu. í Guðbrands söfn- uði, Pembina söfnuði og Fjalla söfnuði, auk safnaðanna í aðalbygð- inni. Einum söfnuði utan kirkjufélagsins—Þingvalla söfnuði—veitir hann einig þjónustu. Þjónar hann þannig svæði, sem telur 9 söfnuði eða 10, ef Grafton söfn. er talinn með. Fer hið bezta orð af starfi hans þar syðra. Prestakallið, er séra Haraldur yfirgaf, hafði fyrir síðasta kirkju- þing sent séra Sigurði Ólafssyni á Girnli köUun að taka þar við þjón- ustu. En eftir að ráðfæra sig við söfnuði sína, sem með engu móti vildu af honum sjá, hafnaði hann kölluninni. Voru það mikil von- brigði fyrir söfnuðina í Saskatchewan, og hurfu þeir frá því í bili að gera tilraun með að fá fastan prest. Á siðastl. sumri áliðnu varð það kurmugt að séra Carl J. Olson, sem í nokkur ár hefir horfið frá prestskap, var ákveðinn í því að taka prestsköllun á ný, ef þess væri kostur. Fékk þá skólaráð Jóns Bjarna- sonar skóla hann í sína þjónustu í nokkra mánuði til að safna fé til skólans. Byrjaði hann á því starfi með september mánuði og lét ekki af því til fulls fyr en í ffebrúar. Ferðaðist hann viða um bygðir með góðum árangri. Fékk hann beiðni frá söfnuðunum í Vatnabygðunum í Saskatchewan að vera hjá þeim yfir hátíðarnar og flytja guðs- þjónustur. Varð hann við þeirri beiðni. Skömmu þar á eftir fékk hann köllun frá söfnuðunum að gerast fastur prestur jjeirra, og tók hann kölluninni. Var hann settur inn í embætti af forseta kirkjufé- lagsins sunnudaginn þriðja apríl síðastl. að viðstöddu fjölmenni, þrátt fyrir lítt færa vegi. Er hann búsettur í Wynyard. Er það gleðiefni að fá aftur til vor jafn hæfan starfsmann og séra Carl er. Yfirgaf hann stöðu, sem veitir að minsta kosti tvöfalt í aðra hönd við prestsstöðuna, og er það vottur um áhuga hans. Séra Carl sæk- ir um inntöku í kirkjufélagið á þessu þingi, og verður eflaust boðinn hjartanlega velkominn til samvinnu á ný. Séra Hjörtur J. Leó hafði, áður en hann yfirgaf Jóns Bjarna- sonar skóla fyrir ári síðan, tekið köllun frá söfnuðunum við Lundar og Langruth. Hafði hann þjónað þar öðru hvoru meðfram skólan- um, en eftir síðasta kirkjuþing tók hann þar við fullu starfi. Á síð- astl. vetri hefir hann auk þessarar prestsþjónustu, gegnt kennara- embætti við miðskólann á Lundar. Einungis frábær dugnaðar og hæfileika maður eins og séra Hjörtur, getur annað svo miklu verki. Séra Valdimar J. Eylands hefir mest af árinu þjónað hjá söfnuði sínum í Upham, N. Dak. (Melankton söfn.). Var hann ráðinn þar til hálfrar þjónustu, en söfnuðurinn bætti svo við sig þjónustu, að séra Valdimar hefir þjónað þar alt árið, að undanteknum einum mánuði á ‘SÍðastl. hausti, er hann var við prestlegt starf norður með Mani- toba vatni. Auk þess hefir séra Valdinxar í vetur veitt tilsögn í biblíu- legum fræðunx við miðskólann í Upham. Er fræðsla í ensku biblí- unni viðurkend námsgrein við miðskóla í Norður Dakota. Sérstaka rækt hefir séra Valdimar lagt við ungmennafélag safnaðarins, og hefir það staðið í miklum blóma. Er það ákjósanlegt frá sjónarmiði starfsins, þegar prestur getur gefið sig við því svo að segja algerlega að þjóna einum söfnuði. En aftur á móti, er oft þannig erfitt að veita manninum fuHnægjandi lifibrauð. Séra S. S. Christophersson hefir á árinu verið styrktur til heima- trúboðsstarfs af kirkjufélaginu, samkvæmt ráðstöfun síðasta kirkju- þings. Voru lionum veittir $300 til starfsins, og hefir hann aðallega starfað eins og undanfarandi norður með Manitobavatni. Hefir hann sjálfur skýrt opinberlega frá því starfi, og gefur þinginu þar að auki þær upplýsingar, er óskað kann að vera eftir. Starfið er erfitt á margan hátt, en séra Sigurður er fórnfús og ósérhlífinn. Nær han rneð starfi sinu einungis til nokkurs hluta af svæðinu norður með Manitoba-vatni, og væri þar þörf á auknum kröftum. Eftir kirkjuþing í fyrra, þjónaði séra Rúnólfur Marteinsson einn mánuð hjá Fyrsta iúterska söfnuði í Winnipeg, á meðan presti safnaðarins veittist hvild. Á sarna tíma mun hann hafa stundað nám- skei$ þar við háskólann. í Ágúst mánuði starfaði hann fyrir kirkju- félagið að heimatrúboði, en fór seint i mánuðinum áleiðis til Seattle. Á leiðinm þangað flutti hann guðsþjónustu í Vancouver. 1 átta mánuði starfaði hann þar hjá Hallgríms söfnuði með góðum og mikl- um árangri, eins og kunnugt er. Söfnuðurinn réðist í að kaupa sér myndarlega kirkju á siðastl. hausti, og hefir starfið vaxið og eflst stórlega síðan. Séra Rúnólfur hafnaði því að vera í vali við prests- kosningu í söfnuðinum i marz síðastl. Kaus söfnuðurinn þá stud. theol. Kolbein Simundson til prests, og fer vigsla hans fram á þessu þingi. Er hann hinn efnilegasti maður, og má vænta góðs af lionum í starfinu. — Séra Rúnólfur hefir tekið köllun frá skólaráði Jóns Bjarnasonar skóla, að taka þar við starfi ámý sem skólastjóri, og mun hann hefja starf í þarfir skólans strax eftir þing. Á heimleið frá Seattle fór séra Rúnólfur skipaleið suður í gegnum Panama skurð- inn og þaðan áleiðis til New Y®rk. Kunnugt er mér um að á heim- leið flutti hann guðsþjónustu meðal íslendinga í Chicago, og, ef til vill viðar. Um jólaleytið í vetur flutti séra Jón J. Clemens þar einnig guðsþjónústu. Kunnugt er að í haust er leiö sagði séra N. S. Thorláksson söfn- uði sinum í Selkirk upp þjónustu frá 1. ágúst þ. á. Hefir hann þá verið þjónandi prestur i 40 ár. Sjötugs afmæli átti séra Steingrímur í vetur þann. 20. jan. 1 sambandi við þessi afmæli í lífi séra Stein- grims munu margir nxinnast þess mikla og góða verks, sem hann og hans góða kona hafa unnið í þarfir kirkju og kristindóms. Ekki ein- ungis söfnuður þeirra nú eða söfnuðumir, sem áður hafa notið starfs þeirra, eiga þeim rnikið upp að unna, heldur kirkjufélag vort i heild sinni. Þau eiga itök í hjörtum fólks vors eins og fáir aðrir, og er það óblandin gleði að eiga þau enn hjá oss svo ern og ung í anda. verðskulda þau hvíld eftir vel unnið dagsverk, en rneðan kraftar endast þeim munu þau verða liðsinnandi hinum kristilegu málum. Veit eg að sú ráðstöfun forseta að séra Steingrímur flytji annan fyririesturinn á þessu kirkjuþingi, sem nokkurskonar ályktunarorð > Framh. á bls. 7. Ferðaminningar. Eftir Laufey Valdimarsdóttur. Framh. Árum saman gætu menn skoðað dýrgripi þessa safns og altaf fund- ið eitthvað nýtL Skamt frá Louvre eru Rue de Rivoli, sem tröllskessurnar ruddu, að því er segir í Heljarslóð. I boga- göngum hennar er fult af hinum ó- teljandi smekkvísu smábúðum Parísar, er þar margt ginnandi en fólksmergðin fjarskaleg. Geta menn þar gert samanburð á nútíma- konunni og konum fyrri alda, sem sjá má í Louvre. Óneitanlega eru þær fallegar á velli Parisarkonum- ar, og frjálsari og hollari eru bún- ingarnir en áður var. Tískan er sá mikli samnefnari, sem öll mann- brotin stór og smá ganga upp í. Hún gefur fjöldanum fallegan heildarsvip, en þurkar út sérkenni- leikann, nema vel sé með farið. Það kunna Parísarkonurnar kvenna best. Kaupa þær sem vandfýsnar eru ekki föt. sín úr stórbúðunum, sem sent hafa föt hingað til íslands, heldur láta sauma á sig hjá stærri og minni spámönnum í hóp skradd- ara og saunxakvenna. Hafa margir þeirra búðir í grend við operuna eða á Ódáinsvöllunum. Eftir svona erfiðan dag þurfum við að skemta okkur dálítið. Það er heldur heitt til þess að fara í leikhús eða óperuna. Við mætum raunar fólkinu, sem er að fara þangað í vögnunr eða gangandi. Kvöldkápur kvennanna eru í sam- ræmi við kjólana. Sumar eru úr pelli og silfur- eða gullvef, skraut leg sjöl eru líka notuð sem yfirhafnir. Leiksalur óperunnar er logagyltur og klæddur rauðu flau- eli, sitja konurnar í stúkum eins og gimsteinar í öskjum. Á milli þátta ganga menn i hinum glæsta foyer, og sjá menn þar varla listaverkin fyrir dásemdum guðs og skraddar- anna. — Ópera Frakka þykir ágæt, en naumast munu Frakkar þó al- ment eins miklir söngmenn og sum- ar þjóðir aðrar. Rétt hjá óperunni er Café de la Paix. Held eg að þúsundir manna hljóti að geta setið þar og á gangstéttunum í kring. Sko alvarlegu og hreinu augun í gamla Arabanum, sem situr þarna og horfir á iðandi stórborgarlífið. Við setjumst upp í bil og keyr- um burt frá öllu þessu. öndum að okkur svölu og hreinu kvöldloftinu. Alstaðar blikar ljósadýrðin og spegl ast í dimmum vatnsfleti Signu. Hin stóru opnu svæði, eru eins og slétt- ur mitt í húsaskóginum, hæstu turn- ar og hvolfþök í fjarska koma í staðinn fyrir fjallagnípur og jökul- skalla. Við sem komum frá víðum sjóndeildarhring, kunnum að meta þetta rými og stórhug þeirra, sem bygt hafa París. Nú ökum við upp Ódáinsvellina. í görðunum til beggja handa sjást ljóshvirfingar, þar eru veitingahús og danssalir. — Ljósauglýsingarnar blika við loft- ið. Skrautlegust allra er ávarp Frakklands: ‘Styðjið ríkissamskot Hækkið gengi frankans.” Við kom- um nú upp á Stjörnuhæðina, þar sem mætast 12 stórgötur, boule- vards, allar með trjágöngum. Vagn- arnir fossast i allar áttir, en í miðri hringiðunni stendur sigurboginn, eitt af ölturum þeim, er Frakkar hafa reist gyðju sinni, Frægðinni. Eru þar skráð nöfn helstu herfor- ingja Frakka. Undir boganum blaktir litil eldtunga nótt og dag. Þar hvílir óþekti hermaðurinn und- ir flötum steini. Altaf eru nýir og nýir blómsveigar á leiði hans. Aldr- ei er þar mannlaust. Við keyrum enn spölkorn eftir breiðum, hálum brautum og kom- um nú í Boulogne skóginn. Skóg- ar og engjar skiftast á. Maurilda- eyjar spegla sig í dimmum vötnum. Það eru veitingastaðirnir. Þar sitja menn úti x görðum innan um blóm og marglit ljós. Ágætis hljómsveitir leika. Unga fólkið dansar. En hvað- litla kreolastúlkan, sem dansar þarna er yndisleg. Hún er eins og sjaldgæft blóm, sem hefir sprungið vit undir suðrænni himni en þessum, þar sem nóttin er heit og ilmþrung- in og ókunnar stjörnUr skína. í Boulogne skóginum eru veð- reiðarvellir Parísár. Þangað þyrp- ast allir, sem vetlingi geta valdið, þegar veðreiðar eru. Þar bera kon- urnar skrautlegri föt en annarsstað- ar og fara menn ekki þangað síður til að sjá tískuna en hestana. Dag- inn, sem eg sá veðreiðarnar, voru stærstu verðlaun ársins veitt þar.— Á þriðja hundrað þúsund manna voru á völlunum. Forseti Frakka var þar og Spánarkonungur, sem mannfjöldanum virtist þykja gam- an að sjá, þó lýðveldissinnar væru. Þrengsjin voru ógurleg. Eg sá eftir að hafa farið. — Þangað til að hestarnir runnu á stað, allur mann- fjöldinn stóð á öndinni, og varð eitt augablik að einni veru. Franska konan, sem var með mér greip i handlegg mér og hrópaði upp: ‘Þeir synda.’ Það var satt, hestarn- ir sýndust synda í loftinu. Svo laust upp þúsundrödduðu fagnaðarópi. Hestur, sem fáir höfðu búist við að ynni 1. verðlaun varð fyrstur, Eng- inn hafði trúað á hann nerrta hesta- sveinninn, sem reið honum. Þeir, sem höfðu veðjað um hann báru 40 falt úr býtum. Næturlíf Parísar blómgast þó að- allega í Montmartre. Þar halda sig listamenn og loddarar, þar eru ó- teljandi skemtistaðir, fjölleikahús og knæpur. Á daginn sjá menn lítil merki þessa, þó þeir fari þar um. En á kvöldin springa ljósauglýs- ingarnar út eins og sveigar af kynjablómum. Vængir Rauðu mill- unnar glóa við loftið, sjálf er hún sveipuð einhverjum hyllinga vaf- urloga. Þessari hlið Parisar kynt- ist eg ekki. Eg færði mér ekki í nyt gott tilboð ferðamannaskrifstof- anna, sem alstaðar sást auglýst: Gerðar út ferðir til að skoða næt- urlif borgarinnar. Ef til vill var það einn af þeim ferðamannabilum, sem mannfjöldinn réðst á skömmu síðar uppi á Montmartre hæðinni. Montmartre þýðir pislarvotta- hæðin. Þræði menn upp hinar mjóu og kræklóttu götur fyrir ofan f jöl- förnu vegina, þá koma menn að há- um stigum, sem liggja upp hæðina. Þar uppi gnæfir kirkjan Sacré Coeur, Hjartað helga, yfir alla París. Hún er baseliskakirkja eins og Péturskirkjan í Róm og er úr ljósum granít. Er hún afar tilkomu- mikil utan og innan. Ofan af hæð þessari er stórfengleg útsjón, ekki síst ,ef heiðskírt er og tunglsljós. Við hliðina á Sacré Coeur er lítil eldgömul kirkja. í garðinum í kring um hana eru einkennilegar gamlar myndir úr piningarsögu Krists og á hæsta hólnum á hæðinni standa 3 krossar, með Kristi og ræningjun- um, hvorum til sinnar handar. Þarna segir sagan að fyrstu dýr- lingarnir frönsku hafi látið lifið. En rétt fyrir neðan kirkjurnar er myndastytfan af Chevalier de la Barbe. — Hann var kvalinn og líf- látinn 19 ára gamall, af því að hann henti gaman að helgigöngu, sem fór fram hjá honum. Auk kirknanna eru nokkur veit- ingahús uppi á hæðinni. Er eitt þeirra, “Hjá Ka,trinu gömlu” frá 1793. Þar geta menn setið úti í garði, drukkið og etið hinn víð- fræga franska mat, en alþýðusöng- menn leika á strengjahljóðfæri og syngja undir. Ljós og skuggar skift- ast á í gömlu húsagörðunum í grendinni, birtan frá rúðunum, mislitum lömpum og tunglskininu blandast saman og gefur öllu ein- kennilegan blæ. Nú syngja allir: ‘,Comme il est beau mon village, mon Paris, notre Paris.” — Hvað hún er falleg borgarkrílið hún Paris mín, hún París okkar. — Alt er leyfilegt, en ekki er alt gagnlegt, segir postulinn. Það er hætt við því að einhver kunni að gleyma eftir- setninguni á stað, sem er jafn f jar- lægur daglega lifinu og þessi. Paris er skift í 18 eða 19 hverfi og hefir hvert sérstaka hverfis- stjórn og heldur árlega hátíð, sem | stendur í marga daga á götum úti. Þegar eg var að fara frá Mont- martre, heim til mín, sá eg að há- tíð var á götunum. Menn þeyttust á I hringekjum, á tréhestum eða svín- urn og léku sér og köstuðu konfetti hver á annan. — Á Montmartre var þetta ekkert furðuleg sjón, en skrítnara var að sjá það í rólegum hverfum bæjarins, eins og þar sem eg bjó. Þar skemti fólkið sér eins og smábörn, dansaði á götum úti, skaut til marks, dró á tombólu, keypti alskonar glingur, og hring- sólaðist á hringekjunum. — Aldrei var eg neitt hrædd, þó eg yrði að fara alein fram hjá þessu að kvöld- lagi, enginn áreitti mig. Aftur kom það fyrir mig, eitt af fyrstu kvöldunum í París, að verka- maður, sem eg spurði til vegar, fylgdi mér álengdar, eins og hann væri lögregluþjónn. I hvert sinn og hann sá, að eg ætlaði að villast korn hann og sýndi mér hvar eg ætti að fara, en hvarf svo aftur, án þess að segja meira. Svona fylgdi hann mér heim að húsdyrum mínum. Þetta litla atvik minti mig á gamla kunningja, frönsku sjómenn- ina„ sem voru hér jafn vissir vor- boðar og lóan, þegar eg var barn. — Þeir áttu sér hreiður í frönsku húsunum svörtu við Austurvöll, sem nú eru týnd og gleymd inn í Skuggahverfi. Mér er sem eg sjái stóru hleraopin full af hlæjandi sjó- mönnum, sem fleygðu keksi til krakkanna niðri á götunni. Talna- bönd og litla silfurpeninga með Maríumynd lögðu þeir í lófana á litlu stúlkunum. Börnin skildu þessi hýru andlit, þó þau kynnu ekki nema 3 orð í golfrönsku: “Bonn- sjúr fransí, biskví.” Það er ekki að búast við, að menn geti dæmt um lyndiseinkunn- ir ókunnugrar þjóðar, þó menn dvelji hjá henni i nokkrar vikur. Tilviljun ræður því hverjum menn kynnast, en eftir þvi dæma menn ósjálfrátt alla þjóðina.. Frakkar eru taldir allra þjóða kurteysastir. Siðu þeirra hafa aðrar menningarþjóðir tamið sér eða stælt. Sjálft orðið kurteysi höfum við fengið að láni hjá þeim. Margar slikar venjur virðist okkur óbreyttum íslending- um hégómi, vegna þess að menn taka þær oft hugsunarlaust hver eftir öðrum. Alveg eins og menn sletta útlendum orðum, án þess að skilja merkingu þeirra. Kurteysi Frakka er ólík þesskonar stælingu. Hún er þeim svo eðlileg og sprett- ur af meðfæddum næmleik þeirra, sem bannar þeim að vera nærgöng- ulir við aðra, en kemur þeim til að draga fljótt að sér hendina, ef þeim þykir ástæða til. Aftur hafa þeir manna mest af því örlæti hug- ans, sem þarf til þess að viður- kenna aðra. Þessi ljúfmenska dreg- ur broddinn ur kýmninni, sem skarpleik þeirra er eiginleg. Svona komu Frakkar mér fyrir sjónir, en galla þeirra gat eg ekki þekt á svo skömmum tíma. Mér virtist svo sem menning og smekkvísi væri almennari 1 Frakk- landi en víðast hvar, þar sem eg Niðurl. á bls. 5. XKHKHKHKHKhKKKHKHKKHKHKHKHKHKKHKHKHKHKKHKHKHKHKKKKKHW ISendið korn yðar I UNITED grain growers t? Bank of Hamilton Chambers Lougheed Ðuilding 5 WINNIPEG CALGARY Fáið beztu tryggiugu sem hugsanleg er. | KHKHKHKHKBKHKKKHKHKxtHKHKHKHKHKHKKHKBKHiHKHKHKHKHKHKtO RRAID & lyiCrURDY BUILDERS’ SUPPLIES --------------KOL--------------------- Selja eftirfylgjandi byggingaefni: Sand, Gravel, Stone, Lime Hardwall Plaster, Portland Cement, Drain Tile, Sewer Pipe, Fire Brick, Metal Lath, Stucco. Sand og Gravel Pits að Bird Hill, Man. Skrifstofa: Vöruhús: 136 Portage Ave. Við enda BannatyneAve WINNIPEG, Canada Talsími: 26 880 og 26 889 --------------------------------f------

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.