Lögberg - 11.08.1927, Side 3

Lögberg - 11.08.1927, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. ÁGÚST 1927. Bls. o. Heiðindómur vs. Kristindómur. Fyrirlestur fluttur á kirkjuþingi í Winnipeg í iúní 1927, af Séra Jónasi A. Sigurðssyni. Niðurl. En það gegnir furðu, að glöggir nútiðarmenn, og þeir íslend- ingar, skuli byggja á jafn völtum grundvelli þann boðskap, að öll mein og hnignun í lífi íslendinga, stafi frá því, að þeim var boðuð kristin trú og að þeir urðu viðskila við hina þjóðlegpi goðatrú, er nú hefir sýnt verið, að var austræn, engu síður en kristindóm- urinn. Þó gegnir það meiri furðu, að það biður 20. aldarinnar að kalla, að leitast er við að leiða aftur til öndvegis sið, er kom- inn var í kaldakol á Norðurlöndum á landnámstíð íslands. Skal hér gerð örstutt grein fyrir því, að svo var í raun og veru. í hinu mikla kvæði Grims Thomsens, um Hákon jarl og blót- mann, segir skáldið: “Óðum fyrnist Ásatrúin, orðnar fórnir manna naumar; Hákon einn með afli styður Yggdrasil, þótt skjálfi viður.” Merkilegri eru þó ummæli Snorra Sturlusonar í Ólafs sögu Tryggvasonar, 56 kap.: “Hákon hafði marga hluti til þess at vera höfðingi, fyrst kynkvísl stóra; þar með speki ok kænleik at fara með ríkidóminn, röskleik i orrustum, ok þar með hamingj- una.------Manna örvastr var Hákon jarl, en hina mestu óham- ingju bar slíkr höfðingi til dánardægrs síns. En þat bar mest til, er svá varð at þá var sú tíð komin, at fyrirdœmast skyldi blótskapr- inn ok blótmennirnir, en t stað koma heilög trúa og réttir siðir.” Sögurnar bera þess vott, að jafnvel Haraldur hárfagri var enginn trúmaður á heiðna vísu. Á 10. öld voru Noregs konung- ar flestir fráhverfir heiðni. Eiríkur lét skirast nýkominn til Eng- lands. Hákon góði ^935—61) tók trú. Haraldur gráfeldur og bræður hans tóku trú “brutu hof og spiltu blótum.” Er síikir höfðingjar höfnuðu heiðni, smáhnignaði henni hjá þjóðinni norsku.. Danmörk var þá kristin. Sviþjóð hafði tekið trú á 9. öld. Suðureyjar, írland og England höfðu kristnast, sem alkunna er. “Á íslandi lítur út fyrir að kæruleysið og trúleysið hafi verið enn meira og almennara en í Noregi,” segir dr. Finnur Jónsson, prófessor í norrænum fræðum við Kaupmannahafnar há- skóla TBókm.s. 14). — Landnáma segir um annan höfuð land- námsmann Islands: “Enn Hjörleifr vildi aldri blóta.” En son- arson Ingólfs, hins hornsteinsins í landnámi ættjarðar vorrar, Þorkell máni, var sá maðurinn, er í banasótt sinni “fal sik i hendi þeim guði, er sólina hafði skapat.”— Eg geri mér von um, að nokkur fleiri dæmi styðji málstað minn. Á þeim dæmum er enginn hörgull. Auknefni ýmsra land- námsmanna bera órækan vott um fráfall frá heiðinni trú í þann tið. Um þá Hall goðlausa, son Helga goðlauss, segir Landnáma: “Þeir feðgar vildu eigi blóta.” Afi Bjarnar Hítdæla-kappa var auknefndur goðlauss. Kjalleklingar gerðu lítið úr helgi Þórsness. Um skírða og kristna menn getur viða. örlygur gamli kom út úr biskupsfóstri í Suðureyjum. Elutti hann með sér kirkjuvið og gerði kirkju að Esjubergi, nálægt 100 árum fyrir kristnitöku þjóðarinnar. Segir sagan: “Margir frænd- ur örlygs hölluðust að kristni þótt óskirðir væru.” Meðal afkom- enda hans var Eiríkur Grænlands biskup. Sagt er um sonarson Svartkels hins breska, að hann “baðst fyrir at krossi.” Margt landnámsmanna var frá Bretlandseyjum. Hæpið er að telja þá heiðna menn. Ýmsir báru auknefnið kristni. í heiðnum sið létu menn skírast til kristni og gerðu kirkju á bæ sínum. Unnar djúpúðgu minnast flestir. “Hún var ættstór, vel kristin og trúuð.” Hafði hún með sér tuttugu karla frjálsa og annað lið. Ótrúlegt er að heiðnin hafi átt þar örugt fylgi. Ekki er sú tilgáta min djarfari en sumar tilgátur visindanna, að hinn fagri kærleiksþáttur í æfisögu Ingimundar gamla hafi fremur stafað frá kristindóminum en heiðinni trú. Félagi Ingi- mundar, Sæmundur, var suðureyskur maður og því í hið minsta kunnugur kristindóminum. Helgi bjóla, Helgi magri, Jörundur kristni, Þórleifur kristni í Krossavík, Ketill fíflski og fleira göfugra landnámsmanna voru kristnir menn. Þótt ísland megi teljast heiðið þjóðfélag nær hundrað ár, er auðsætt af sögunum, að þeiðindómurinn var þá ekld lengur það lífsafl, sem svaramenn hans nú eigna honum. Eg held að hér eigi við að nefna alkunnasta og ágætasta manninn í heiðnum sið á sögutið Islendinga, og það því fremur, að frá honum er það sagt, að hann kunni eigi að ljúga. Eg hygg að neitunin neiti því naumast, að Njáll Þotgeirsson hafi verið vitur maður. Eg er engan veginn viss um, að vitsmunaþroski nú- tíðarmanna taki fram brjóstviti Njáls. Og Njáll var alinn upp í heiðnum sið. Hann hafði betri skilyrði en vér, til að dæma um þessa fornu feðratrú. Hvað segir saga Njáls um álit hans í því efni? “Þat mæltu margir menn, svo Njáll heyrði, at slíkt væri mikil firn at hafna fornum sið ok átrúnaði. Njáll sagði þá: Svá lízt mér, sem hinn nýi átrúnaðr muni vera MIKEU BETRI ok sá muni sœll er hann farr heldr. Ok ef þeir koma út hingat ftil Islands), er þann sið bjóða, þá skal ek þat vel flytja.” ”Hann mælti þat oft,” bætir sagan við. Þó var Njáll enn í tölu heiðingja og heiðnu umhverfi, er hér var komið sögu. Það var og einn prestur heiðninnar, Þorgeir goði, er kvað^ upp úrskurðinn mikla á alþingi íslendinga 1000, um ein lög og eina trú á þesrsa leið: “Þat er upphaf laga várra, at menn skulu allir vera kristnir hér á landi ok trúa á einn guð—föðr ok son ok anda helgan— enn láta af allri skurðgoðavillu.” Þegar þessi framkoma Njáls og Þorgeirs er athuguð, og bor- in saman við ummæli og atfarir íslenzkra framsögumanna and- kristninnar á vorri tíð, á eg örðugt með að sjá frá sannsögulegu sjónarmiði mikla framþróun í því efni, þó um nálega þúsund ára umbótaskeið sé að ræða. Fyr í þessum þætti vitnaði eg i orð dr. Finns Jónssonar, er telur blót heiðinna íslendinga á 10. öld, fremur höfð um hönd fyrir siða sakir en af trúarþörf. Eg er að vona, að dreymi nokk- ura vor á meðal um viðreisn heiðninnar, hugsi þeir til þessara orða dr. Finns: “Sjálf heiðnin, goðatrúin, bar banamein sitt í sér og hlaut að falla fyr eða síðar, jafnskjótt sem nógu djarfur og duglegur kristniboði kom til sögunnar.” Rétt mun það athugað, að á íslandi var mikið af tápi í heiðn- um sið. Manna síðastur vildi eg kasta rýrð á frægðarorð feðra minna. En skilningsgott skáld og nútíðarmaður, þaullesinn um forna tið, kvað : “Táp og f jör og frískir menn, finnast hér á landi enn.” Tápið var engin séreign heiðninnar,—eða trúarbragða. Gyðingar yfirunnu heiðnar þjóðir. Enginn má heldur gleyma þvi, að það er annað og fleira en Ásatrúin, er óf karlmensku í eðli Islendingsins. Lifnaðarhættir, lífskjör og landið sjálft, var holl- ur lífsskóli á landnámstíð íslendinga. Þó geng eg þess ekki dul- inn, að Ásatrúin, sem í insta eðli sínu var orustu og víga trú, er krafðist hefnda eða fébóta fyrir allar mótgerðir, ól upp frækna menn í þeim sökum. Fremur er það þó hið dýrslega en hið drengi- lega er oft verður efst á baugi. — Njálsbrenna er eitt blómið á þeirri heiðindóms menning, þótt landið væri þá nafn kristið. Og einhvern veginn hafa mér orðið minnisstæðari en vígaferli og bar- dagar, frásögurnar um Ingimund og Þorkel mána, er eg hefi þeg- ar vikið að, um umburðarlyndi Ásólfs, trúmensku Unnar, friðar- fórn Síðu-Halls og trúarsigur Ásdísar á Bjargi. Og þótt sanna megi að kristindómurinn, er bannar víg en boðar frið og kærleika, sé enn f jarlægur hugsjón sinrti og heilögu fyrirmynd, og þó það brenni við hjá okkur játendum hans, sem mælt er um göfugan landnámsmann, að hann hafi hvorki verið vel heiðinn né rétt kristinn, þá er eg sannfærður um, að óaflátan- leg trúareyðing, er vér búum við, og afturhvarf til heiðni, er í ætt við þá lækninga aðferð, er ráða vildi bót á sjúknaði mannsins með því að taka hann af lífi. Ekki er hddur kenningin um óbætanlega hnignun á þreki og hag íslenzkrar þjóðar við kristnitökuna, bygð á sögulegum grund- velli, fremur en það, sem þegar er athugað. Kostir heiðindóms- ins festu aldrei rætur á Islandi. — Með þeim ummælum er því þó ekki neitað, að á íslandi hafi verið blótmenn miklir og mann- blót tiðkuð. Flóamanna saga getur manns, er fór þriðja hvert ár til Noregs, til blóta á stöðvum feðra sinna. En þvarr karlmenska Kjartans við kristnitökuna? Hnignaði andlegt þrek Snorra goða þótt hann tæki trú? Dró kristindómurinn úr tápi Ásdisar, móður Grettis? Sjálfur hélt Grettir vel trú sína. Ormur Stórólfsson var trúmaður, en þó engin skræfa. Skarphéðinn hvorki grét né heldur óvirti hann krossinn, er hann brendi á bak og brjóst í eldinum. Leifur Eiríksson sigldi höfin þótt hann tæki trú. Enginn kyrking- ur var í karlmensku Gunnlaugs ormstungu, er þó var alinn upp í kristnum sið. Halldór Snorrason var talinn fullgildur er hann sagði frægðarsögur sínar á alþingi. Stefnir Þorgilsson, einn trú- boðanna íslenzku var af kristnum kynstofni, víðförull og vaskur maður, er kendi konungum um hætti annara höfðingja út um heim. Ekki gerði kristin trú Noregs konunga duglausa menn. Ekki brast Jón ögmundsson, prestinn íslenzka, einurð né orðgnótt við Magnús konung berfætta. Og um islenzkan biskup, Gizur, sagði Haraldur Sigurðsson, að i honum væri nóg efni í þrjá þjóðhöfðingja: vikinga höfðingja, konung og biskup. Dæmin eru óteljandi. Eg er hræddur um að menn skilji það ekki alment, að flestar hetjur og leiðtogar íslendinga hafa verið kristnir menn. I því sambandi vil eg gera þessa athugan: Ef til vill hefir Steinunn flutt Þang-Brandi svipaöa kenning um kveifarskap kristinna manna, sem eg hefi hér átt við. Er þá ekki sennilegt, að Þang-Brandur hafi beitt vígfimi sinni sem á- þreifanlegri sönnun þess, að kristnir menn væri eins vopndjarfir sem hinir fornu Æsir ? — Að því leyti yrði ábyrgðin fyrir vig og róstur þá, heiðninnar megin, eins og það er engum vafa bundið, að skyldar stefnur hafa einatt siðan neytt kirkjuna og kristna menn inn í þrætur og andlegar ógöngur. Vafalaust fýsir ýmsa að heyra dæmi þess, hvað hinar merku og stórfrægu fornsögur vorar segja um hinn mikla atburð í lífi þjóðarinnar, kristnitökuna, einkum þegar hún er talin slík hnign-* unar uppspretta, og það vor á meðal. —Orðum sagnanna lýtur að jafnaði íslenzk fræðimenska. — Auk þess er þekkingin víst nokk- urn veginn samdóma um það, að höfundar hinna heldri islenzku fornsagna sýni dæmalausa eða dæmafáa óhlutdrægni og dóm- greind í frásögunum. — “Heiðarvíga saga hefir verið talin ein af hinum merkustu Is- lendingasögum,” segir V. Ásmundarson í formála útgáfunnar frá 1899. Um siðaskiftin segir Heiðarvíga saga: “I þann tíma gerðust þau góð tiðendi á landi hér, at forn trúa var niður lögð, en réttir siðir upp teknir.”— Saga Gunnlaugs ormstungu leggur einna greinilegastan dóm á siðaskiftin. Um þá sögu segir V. Ásmundarson: “Gunnlaugs saga hefir ávalt verið talin ein af hinum merkustu íslendinga- sögum. Hún kemur víða saman við aðrar sögur, og er engin á- stæða til að rengja hana í neinu.” Hin elztu handrit sögunnar segja, að Ari fróði Þorgilsson hafi samið hana. En Ari sá er fyrstur og efstur á blaði allra ís- lenzkra rithöfunda í öllum skilningi.— Um kristnitökuna segir þessi saga: “Ok þessu næst urðu þau tiðindi, er bezt hafa orðit hér á íslandi, at landit varð alt kristit, ok alt fólk hafnaði fornum á trúnaði.” Sennilega þarf hér ekki fleiri vitna við úr þeirri átt. í Bókmentasögu sinni (1891, bls. 48J segir dr. Finnur Jóns- son: “Eftir að kristnin var tekin í lög á íslandi (1000J og sú mildi og siðbót, sem hún hafði i för með sér, hafði smám saman gagn- tekið huga manna, fóru íslendingar að spekjast, víg urðu sjald- gæfari, alt lif manna miklu friðsamlegra; en einmitt fyrir þessa sök, var þessi tíð að voru áliti landsins bezta blómatíð.” Um kosti hinnar fyrstu kristni á íslandi hefir einn fróðasti maðurinn í sagnfræði meðal Islendinga, dr. Jón J. Aðils, þetta að segja: “Þetta fyrirkomulag sem var á kirkjuskipuninni á Islandi í elztu tíð, er svo gerólíkt þvi, sem var í öðrum löndum, að heita má að kirkjan hefði hér sérstakan blæ og sérstakt snið. Hún var í alla staði frjálsleg og þjóðleg og svaraði í sínu insta eðli nákvæm- lega til þjóðlífsins í heild sinni.” Hefir enginn nema eg heyrt kveða við annan tón i vitnisburði ýmsra, er tala í nafni trúarbragðanna, og frá sannsögulegu sjónar- miði um íslenzka kristni og kirkju? Eg held það sé ekki misminni mitt, að áherzlan hefir raunalega sjaldan verið á þvi, að kirkja vor hafi verið í alla staði frjálsleg og þjóðleg, er svaraði í sínu insta eðli nákvæmlega til þjóðlífsins í heild sinni.— Eitt er að slá um sig með staðhæfingum og stórum orðum. Annað og hollara er, að hafa óbrjálaða þekkingu á sögunni. Þá hefði heldur enginn, sem á grundvelli sögunnar vill byggja, hve heiðið sem hugarfarið kynni að vera, látið eftir sig þau orð, að það væri vafasamt hvort íslendingar hafi nokkurn tima beðið þess bætur, að hafna heiðindómi og gerast lærisveinar Krists. En það hefir andstæðingum kristninnar og kirkjunnar skil- ist rétt, að kristnir kennimenn hafi fyr og síðar sett sin einkenni á hina sýnilegu kirkju til góðs eða ills. Hún ber vitanlega svip þeirra. Kostir þeirra og ókostir eru á henni sýnilegir. Það lög- mál nær einnig til íslenzkrar kristni og því ráðast menn jafnan á garðinn, þar sem hann er lægstur. Með hnjóðsyrðum um presta og árás á kirkjuna á að vinna virki kristindómsins og sjálí- an Krist. Það er nútíðar aðferð manna, að koma Trójuhestinum inn fyrir múrana.— En sé þessi athugun rétt, þá ætti það að vera einhvers virði, að hlusta á dóm jafn kirkjulega óháðs manns, sem dr. Þorvaldur Thoroddsen var, og þann dóm hans um þá presta, er, mannlega talað, settu mynd sína á íslenzka kirkju, þangað til vantrúin yngsta komst að einhverju leyti til valda hjá þjóð vorri. Dr. Þorvaldur ritar í riti sínu um Landskjálfta á íslandi fbls. 199): “Eg hefi reynt það svo oft og margir aðrir fræðimenn á und- an mér, að það er sjaldan árangurslaust að leita til íslenzkra presta, ]>egar upplýsingar þarf um land og þjóð á íslandi. Prestar á ís- landi hafa ennþá yfirleitt, eftir minni reynslu, miklu meiri áhuga á fróðleik og vísindum en við mætti búast, eftir hinum örðugu kringumstæðum flestra þeirra. Áhugi þessi hefir haldist alla leið framan úr fornöld; hver, sem þekkir bókmentir vorar, veit hve mikil áhrif prestar jafnan hafa haft á mentalíf Islendinga. Eg liefi á ferðum minum komið í allar sóknir á íslandi og á flest prestaheimili og er það skoðun mín, að ekkert land, sem eg þekki, hafi jafn frjálslynda og þjóðlega prestastétt, eins og ísland.” Og það er þýðingarlaust að flækja það í orðagjálfri, að þess- ir prestar, er Þorvaldur Thoroddsen talar um og heimsótti, voru lærisveinar Krists, lærðu á bókina, er Ruskin nefndi Guð bókanna, höfðu numið af Lúter, Vídalin og Hallgrimi. Og það voru þeir, er mótuðu kristindómsstefnu hinna eldri vestur-íslpnzku kirkju- manna. Því þótt vér höfum hafið að baki og höíum skift um heimahaga og himinhvolf, er hjartalag og hugarstefna óbreytt.— En þegar Þorvaldur Thoroddsen gefur íslenzkri prestastétt og starfi þeirra þenna glæsilega vitnisburð, rignir úr annari átt yfir kennimenn og kirkju flóð af fullyrðingum um ófrjálslyndi og andlega forneskju. Alt er gamaldags, fúin virki, nema alda-gaml- ar vantrúar stefnur; þær eru sí-ungar og ný fræði. En ekki er nú heldur samkvæmnin ávalt fyrirmynd. Tæplega er heiðindómur- inn boðinn velkominn fyrir æsku sina, borinn saman við kristin- dórninn. Eddur vorar og fornsagnir eru dýrgripir að verðugu. En ekki er Hallgrímur Pétursson eldri en Edduskáldin og áreið- anlega er hann íslenzkur. Jón Vídalín er ekki eldri en Snorri. — Aftur er heimsstríðið ávöxtur hins nýja tíma, nýrrar menningar. Framh. á bls. 7. Hvaliveiðar í Suðurhöfum. NiSurl. Alt er hér hvítt og fágað og ó- snortið. iStingur það allmjög í stúf við sóðaskapinn á hinum bænum. En kalt er hér og ekki gott að vita hve lengi verður sætt. Það er ferska vatnið, sem erfiðast er með, þess verður að afla á skriðjöklunum, og taki fyrir það vegna frosta, er ekkert annað að gera, en búa um pjönkur sínar og fara. Það er líka synd að segja, að hér sé hangsað með hendur í vös- um. Hér reýnist vera nóg af hval, og hann er dreginn að held- ur en ekki kappsamlega. Hingað til hefir hér verið lýst með fáeinum dráttum lífinu um borð í sjálfu “móðurskipinu”. En hvað er um börnin? Þau hverfa tómhent 0g koma með "fullar hendur fjár” aftur eftir nokkurn tíma. Hvað hefir gerst þar á með- an þau voru í burtu? Skulum við nú taka okkur far á einum hval- veiða bátnum, og sjá hvernig það gengur. Fyrir allar aldir, löngu áður en skíma fer að sjást, léttir bátur- inn akkerum og tekur skriðinn út af læginu og stefnir í suðurátt. Hann vill vera kominn á vettvang þegar birtir. Hér er alt valið lið. Báturinn er ekki stór, en ákaflega traustur og hefir ófluga vél. Honum má snúa eins og snarkringlu í allar áttir á örskammri stund, og Vind- ur allar og útbúningur í sterk- asta og bezta lagi. Og þá er ekki fólkinu fisjað saman. Hér verður oftast að vinna svo að segja nótt og nýtan dag og svefn fæst að eins með því að nota hverja frímínútu til þess að henda sér út af. Og svo er það sjálfur galdramaðurinn, sem er hvorttveggja í senö, skytta og skipstjóri, þessi maður, sem aldr- ei sér á, og aldréi skeikar og aldr- ei getur vilst. Smámsaman tekur að skíma, og sjást jökultindarnir á Grahams- landi gægjast út úr sortanum. Þeir smálýsast þar til þeir standa snjóhvítir í allri dýrð sinni. Yf- ir þennan fjallaklasa hefir engum enn tekist að komast og hafa þó ýmsir reynt. En allar athuganir og hugleið- ingar stöðvast við það, að varð- maðurinn uppi í tunnunni, sem skimað hefir vandlega í allar átt- ir, hrópar, að hvalir séu fram- undan. Hraðinn er aukinn, og eftir skamma stund sjást hval- ’irnir vel. Þeir eru tveir og fara sér hægt og rólega og þeyta sjón- um í loft upp með jöfnu millib’ili. Það má þekkja á blæstrinum, að hér er bláhveli á ferð, stærstu og verðmætustu hvalirnir í Suður- höfum. Skyttan er komin fram á. Þar er fallbyssan hlaðin heljar skutli. Annar hvalurinn hefir komið upp um 200 fet frá fallbyssukjaftin- um, og nú er þess að eins að bíða að hann blási aftur á svo sem 40 til 50 feta færi, og renni sér svo hægt og rólega í vatnsborðinu. Skyttan er viðbúin og alt í lagi. En blásturinn kemur ekki, og nú bíða allir með mestu eftirvænt- ir.g. Það líða 5—6—7 mínútur, og það er langur tími þegar svo á stendur. Báturinn svamlar í hægðum sínum þangað, sem skip- stjórinn “finnur á sér” að hval- urinn muni hafa haldið. Vélin erfiðar hægt og þungt og engum er alveg rótt. Hér heldur skip- stjóri helzt, að hvalurinn muni vera og nú er stanzað. En hví skyldi hvalurinn ekki alveg eins hafa getað farið jafn langan veg í hina áttina? í sama vetfangi gýs reykjar- stólpi upp úr sjónum svo sem 150 fet frá á stjórnborða. Hvalurinn rennir sér liðlega í vatnsskorp- unni og hverfur og kemur upp aftur beint fram undan bátnum, enn þá nær, og á sama augnabliki ríður skotið af. Þriggja feta lang- ur skutullinn sekkur á kaf í hval- inn, og þar springur svo sprengja sú, sem í hann er fest. Kaðallinn sést eitt augnablik lykkjast í loft- inu með ógurlegum hraða, og svo hylur púðurreikurinn alt. Ef nú ekki atvikast svo, að Styrkir Taugarnar og Eykur Orkuna. Eldra fólk, sem er farið að fara aftur, og eins menn og kon- ur, sem yngri eru, en eru heilsu- veikluð og kjarklítil og sem hafa veikar og slakar taugar og önnur aðal líffæri biluð, ættu að reyna Nuga-Tone í nokkra daga og finna sjálf þá miklu heilsubót, sem þetta meðal áreiðanlega veldur. í 35 ár hefir fólk, sem ef veikt, niðurbrotið og kjarklaust, notið hinnar miklu blessunar af þessu meðali. Það veitir manni nýja krafta og áræði, styrkir hverja taug og hvern vöðva og öll aðal- líffæri líkamans og ef heilsan er ekki góð, J>á reyndu þetta ágætis heilsulyf í 20 daga, og ef þér þá ekki líður miklu betur á allan hátt. þá skilaðu lyfsalanum flösk- unni og því sem eftir er í henni og hann skilar þér aftur pening- unum orðalaust. Vertu viss um að fá Nuga-Tone, ekkert annað getur komið í þess stað. Missið Ekkert af RJOMA Pcningunum Langur flutnlngur gerlr rjðmann lakart og ágöSann minnl. “Co-Op” stöSin I n&- grennl yðar varnar þessa. SENDID SASKATCH EWAN C00PERATIVE CMAMERIES LTa sprengjan í skutlinum drepi hval- inn strax, þá bregður hann þegar í stað við er skotið hittir hann, stingur sér í kaf og æðir áfram með ógurlegum hraða. Bátverj- ar gefa út kaðalinn, hundrað fet eftir hundrað fet, upp undir 300 faðma, til þess að reyna að forð- ast að alt slitni, því aðgangurinn er ógurlegur. Ef hvalurinn er ekki verulega lamaður, getur hann dregið kaðalinn og bátinn, sem hamlar með 700 hestöflum á móti, sem fis væfi, ætt með hann mílu eftir mílu, snúið honum og dans- að með hann svo að freyðir um kinnungana. Hvalurinn er trylt- ur af kvölunum. Og nú tók þessi hvalur það fyrir, sem hættuleg- ast er af öllu: Hann stefndi beint á ísbrúnina. En ef hann kemst undir ísinn, er nálega ávalt úti um það að ná honum, því að ann- að hvort slitnar kaðallinn af sjálfu sér, eða þá að' höggva verður á hann til þess að bjarga bátnum frá strandi, og þvi held- ur hroðalegu. En hvalnum er ekki heldur holl vistin undir isnum, og sem betur fer er svo mikil vit- glóra eftir í honum, að hann snýr snögglega frá og stefnir til hafs. Þegar hvalurinn tekur að þreyt- ast, er leitað lags að draga inn nokkuð af kaðlinum, og gefa svo út aftur, þegar hann sækir sig af nýju. Það er sama aðferðin og við laxinn, að eins að hér er alt dálítið stórbrotnara. Re>mt er að koma bátnum á hlið við hvalinn, þvi að það þyngir mjög á honum að draga kaðalinn þversum gegn- um sjóinn. Kemst báturinn þá stundum svo nærri hvalnum, að hættulegt mundi vera ef hvalur- inn þekti afl sitt, og notaði það til þess að hefnast á fjandmönn- unum. Hefir það komið fyrir að hvalur hefir, vafalaust óvart, blakað svo við hvalveiðabát, að hann sökk eftir fáe’inar mínútur og skipverjar gátu með naumind- um komist í báta. Annar hvalur hafði komið neðan undir skipið og lyft því svo upp, að það var að steypast um, þegar hvalurinn tók eftir því, að einhver köggull var á bakinu á honum og seig nið- ur aftur til þess að skola hann af sér! Til allrar hamingju fyrir hval- veiðamennina hefir hvalurinn enga hugmynd um það, hve vel hann stæði að vígi í slíku ati. En það er maðurinn sem notar sér návígið, því nú ríður af annað skot, og annar skutull springur í hvalhryggnum. Liggur hvalurinn þá steindauður og tekur þegar að sökkva, en jafnframt dregur gufu- vindan inn kaðlana og lyftir hvalnum upp úr undirdjúpinu. Þegar hvalurinn er kominn upp í yfirborðið er keyrt í hann holt spjót og dælt inn í hann lofti þar til hann flýtur. Síðan er stungið í hann löngu spjóti með flaggi á endanum og þarna er hann látinn morra meðan haldið er áfram veiðunum.------------ Seint um kvöldið er svo haldið heim með sinn hvalinn á hvort hvort borð. Náttmyrkrið er að koma og bakkinn í vestrinu er nú orðinn að dimmviðris byl. Skip- stjórinn má ekki víkja af verði eftir strit dagsins. Og hvernig hann fer að skila bátnum heilum og höldnum í þessu veðri og kola- myrkri, innan um ísjaka, sker og boða, það er ráðgáta. En síðari part nætur er hann kominn að hlið “móður sinnar” og skilar fengn- um. Ef til vill getur hann fleygt sér út af örlitla stund. En í birting er hann kominn á veiðisviðið af nýju. Það líður að páskum. Vélmeist- arinn er meir og meir þungbúinn þegar hann kemur úr rannsóknar- ferðum sínum. Neyzluvatnið er farið að verða ískyggilega lítið. Og svo kemur alt í einu fregn: Fyr$ta skipið er lagt af stað heim með fullfermi. Og svo kemur önnur fregn: Hún kemur frá skipstjóranum: Þegar þessir sex hvalir, sem nú eru við síðuna, eru verkaðir, er alt fult. Á sjöunda hundrað hvalir voru verkaðir við skipshlið um sumar- ið, og aldrei var um annað að tala en keppast við. En þó var nú eins og aldrei hefði verið unn- ið fyr. Ljáirnir blika, blótsyrð- in hrundu, keðjur og krókar glömruðu, og á ótrúlega stuttri stund voru þessir 6 hvalir komn- ir í olíugeymana. Svo voru haldnir páskar og et- in svínasteik. Og svo loks var stefni snúið norður og haldið heim. M. J. —Iðunn. \Brewed fi Jke $est cMateiiaís (jrown rom. DREWRYS STANDARD EAGER Þetta góða alkunna öl, stafar af nákvæmni í vali efnisins sem það er búið til úr 03 aðferð í tilbúning The DBEWRYS Limited Estab/lshei1 1877 Winn/peg, Phono 57 221 l

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.