Lögberg - 11.08.1927, Síða 6

Lögberg - 11.08.1927, Síða 6
Bls. 6 LOGT?ERG. FIMTUDAGINN 11. ÁGúST 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. Emerson starði undrandi á hana, þessi á- drepa hafði verið svo óvænt og hún hafði borið hana fram með svo miklum ákafa; en hann fann til þess, að hann átti of mikið henni að þakka til þess að reiðast. “Ungfrú Waylands tekur engan þátt í mín- um áhugamálum. Eg efast jafnvel um, að hún hafi nógu mikinn áhuga á þeim til að leita sér upplýsinga um, af hverju allar þessar óeirðir stafi, ” mælti Emerson frekar þunglega. “Eg býst við,” hélt hann áfram, “að eg hafi viljað sýnast mikill maður, og eg býst líka við, að eg hafi notað bæði þig og aðra til þess að ná því takmarki; en það vissir þú frá byrj- un.” “Því hjálpar hún þér ekki?” spurði Cherry. “Ann hún þér ekki nógu mikið til þess? Veit hún ekki nógu mikið um erfiðleikana, sem þú átt við að stríða, til þess að skilja vandræðin, sem þú ert í?” “.Jú, en þetta er mitt stríð, og eg verð að vinna það án hennar hjálpar. Hún myndi aldr- ei giftast manni, sem alt mishepnast og hún hefir látið mig ryðja mína eigin braut, og svo myndi hún aldrei dirfast að ganga á móti vilja föður síns, jafnvel þó að hana langi til þess sjálfa — það er partur af uppeldi hennar.. — Mótstaðan frá Mayne Waylands er ekki sú eina sem eg hefi orðið að vinna bug á. Eg hefi orð- ið að sýna dóttur hans, að eg sé í tölu þeirra, sem hún hefir velþóknun á, því hún hatar alt ósjálfstæði.” “Og þú heldur að þessi kona elski þig! Eg skal segja þér, að hún á ekki yfir neinum kven- legum tilfinningum að ráða — hún veit ekki hvað það er, að elska. Heldur þú að kona kæri sig nokkuð um peninga, metorð, eða ráðkænsku, þegar að hún elskar? Ef að eg elskaði mann, heldur þú að eg færi að spyrja hann föður minn að því, hvort eg mætti giftast honum, eða bíða eftir því að elskhugi minn sýndi, að hann væri mín verður? Heldur þú, að eg mundi senda hann frá mér, til að ganga í gegn um annað eins helvíti og þú hefir orðið að reyna, til þess að Teyna hvað í honum byggi?” Hún hlóg upphátt. “Ég mundi gjöra hans kjör að mínum kjörum, og eg mundi berjast með honum. Eg mundi gefa honum alt, sem eg ætti og í mér býr, skil- yrðislaust — peninga, metorð, vini og áhrif. Éf fólk mitt væri óánægt, þá segði eg því að fara norður og niður. Eg mundi snúa við því bakinu og fara til hans! Eg mundi nota hvert cent, sem eg ætti, hvert ráð sem eg. þekti og konum getur í hug komið til þess að hjálpa hon- um. Þegar kona elskar, þá hirðir hun ekkert um, hvað heimurinn segir, maðurinn getur ver- ið ístöðuleysingi, eða annað verra, en hann er samt elskhuginn hennar, og með honum líður hún súrt og sætt.” __ • Cherry hafði talað með svo miklum ákafa og borið svo ört á, að hún varð að stanza til að draga að sér andann. “Þú skilur ekki,” mælti Emerson, “þú lifir svo nærri náttúrunni — ert svo mikið úti. Hið ggnstæða á sér stað með hana. Frá æsku hef- ir henni verið innrætt íhaldssemi, svo það er eðli ennar samgróið, og ún getur ekki að því gjört. Mér veittist fullhart með að skilja hana fyrst. En þegar eg þekti lifnaðarhætti hennar og sá, hvernig að uppeldi hennar hafði verið frá byrjun, þá skildi eg hana vel. Eg vildi ekki að hún væri á neinn hátt öðru vísi en hún er. Það er mér nóg, að hún ann mér upp á sína vísu.” Cherry rykti höfðinu til þóttalega og mælti: “Eg er nú svoleiðis gerð, að eg kýs heldur að rautt blóð renni mér í æðum, en skolvatn, og þegar að eg elska, þá vil eg vita af því — eg vil ekki, að það þurfi að sanna mér það eins og reikningsdæmi í stærðfræði. Eg vil elska og hata, og njóta tilfinninga minna, jafnvel þó þær stríði á móti betri vitund.” “Hefirðu nokkurn tíma elskað á þann hátt?” spurði hann. “Já,” svaraði Cherry hiklaust og horfðist beint í augu við Emerson með svip og augna- ráði, sem hann gat ekki ráðið. “Guði sé lof fyrir það, að eg er barn náttúrunnar og ekki steypt í neinu uppgerðarmóti! Eins og þú sagðir, þá er eg barti náttúrunnar — eg hefi lifað.” “Eg átti ekki von á, að þú skildir hana. En hún elskar mig. Og eg — nú, jæja, hún er á- trúnaðargoð mitt. Mennirnir verða að eiga sér einhvern guð; þeir geta ekki dýrkað sjálfa sig.” Cherry Malotte sneri sér við og gekk í hægð- um sínum í áttina til bátsins. Alla leiðina til baka þagði hún, og Emerson, sem ekki var búinn að nú sér eftir ádrepuna, sem hann hafði fengið, og í einkennilega órólegu skapi, sagði heldur ekki eitt einasta orð. Fraser beið þeirra við lendinguna. “Hvar í ósköpunum hafið þið verið?” sagði hann á- kafur. “Við komum frá Tndíána þorpinu. Vorum að leita eftir mannhjálp.” “Oeorge Balt hefir lent í meiri vandræði. Hann var hér fyrir tveimur klukkutímum síðan að revna að fá sér hjálp. Egvar einmitt á leið- inni þangað núna. ” “Hvað er nú að?” “Það eru sex af mönnunum bláir og blóð- ugir í svefnkofanum þarna, og eg á von á, að þeir fáist ekki meira við veiðar í sumar. tJt- sendarar frá Marsh hentu allri veiði þeirra í ána, auk þess að leika mennina svona grátt. Svo lenti í annan slag á milli Marsh manna og þinna, þar úti á ánni. Það er heldur en ekki farið að hitna í þeim.” “Við getum ekki látið þá reka okkur af ánni, ” mælti Emerson ákveðinn. “Eg skal safna landmönnum saman undir eins. Náðu í Alton og segðu honum að koma, við þurfum á öllum að halda, sem við getum náð í.” “Það er ekki til neins að fara að eltast við hann. Hann Ijúrir eins og rotta í bælinu.” “Nú, jæja, það er ekkert lið að honum, hvort sem er, og því betra að vera laus við hann. ’ ’ Emerson fór í gegn um byggingamar, og tók þaðan alla menn, sem hann náði í, að und- anteknum Kínverjunum og vökumanninum, sem hann skildi eftir að gæta 'bygginganna, og fór tafarlaust með lið sitt til veiðistöðvanna. Allan þann dag og langt fram á nótt stóð slagurinn á milli veiðimannanna á ánni. Bát- arnir rákust á, fáklæddir fiskimenn bölvuðu hvorir öðrum í ofsa bræði og börðust með hnef- um og öllu því, sem handbært var. Laxatorf- nrnar sóttu djarflega á strauminn alla nóttina til æskustöðvra sinna, í gegn um net, sem búið var að rífa og skera, og undir bátum, sem ultu eins og kefli fyrir umbrotum æðisgenginna manna, sem brutust um og .börðust í þeim upp á líf og dauða. 24. KAPITULI. Þegar að fyrstu geislar morgunsólarinnar roðuðu hæðimar, sem lágu til suðurs frá Kjal- vík, skreið snjóhvítt skip út úr þokunni, sem lá eins og blæja yfir sjónum; skipið skreið hægt og gætilega inn með landinu. Sjórinn var slétt- ur sem spegilgler, og reykurinn úr skipinu lagð- ist eins og lopi á eftir því unz hann greiddist í sundur og samlagaðist lofti og litum morguns- ins. Framstafn skipsins klauf vatnið eins og hnífur. Reiði skipsins bar við gráan himininn tignarlegur og fagur, og hliðar þess voru mjallahvítar sem svanabrjóst. Skipið fagurt og tilkomumikið sigldi djarf- lega gegn um fiskiflotana og mennirnir á fiski- bátunum véku úr vegi fyrir því, en horfðu á það undrandi, eins og um einhver yfirnáttúrleg fyrir.brigði væri að ræða. Emerson fanst að það væri ímynd friðar- engils, og hann stóð á þiljum bátsins og rendi augum yfir það til að vita, hvort hann sæi ekki Mildred. Þegar hann sá fyrst til skipsins, fyltist hann ósegjanlegum fögnuði. Svo varð hann hljóður og horfði á það færast nær. Hann fékk ákafan hjartslátt og honum var erfitt um andardrátt. Honum fanst að hann yrði að hrópa upphátt á Mildred og rétta arma sína á móti henni. Hann taldi víst að hún mundi sjá sig, þegar “The Grand Dame” fór fram hjá— hann vissi, að hún mundi vera að gá að sér. Hún mundi standa á þilfarinu og morgundögg- in mundi vökva hár hennar og hvarma og vera að leita eftir sér með augunum. Hann efaðist ekki minstu vitund um, að hún hafði staðið þar frá því fyrst að land kom í sýn þeirra, óttasleg- in yfir því að hún færi fram hjá án þess að sjá hann. Hann skipaði mönnum sínum, að færa. sig nær stefnu þeirri, sem skipið héldi, svo að hann gæti séð káetu dyrnar og stólana á þilfar- inu, en sá ekkert annað en eitthvað af yfir- mönnum skipsins á stjórnpallinum og nokkra sólbrenda skipverja, sem lágu út á öldustokk skipsins og horfðu á þá. The Grand Dame var nú komin svo nærri, að hann hefði getað kastað taug yfir á skipið, og upp yfir þungahljóð vél- anna heyrði hann málróm kafsteinsins, sem var að gefa einhverjar fyrirskipanir. En Mildred sást hvergi. Hann sá, að blæjurnar fyrir ká- etu gluggunum voru dregnar fast niður, sem benti á, að farþegarnir mundu vera í fasta- svefni, og er hann stóð þarna syfjaður og kald- ur og dauðþreyttur, sigldi The Grand Dame fram hjá honum, og báturinn sem hann stóð í valt af öldukastinu frá skrúfu skipsins. George Balt lagði bát sínum við bát Emer- sons og mælti: “Hvaða skip er þetta?” “Það er lystiskip N. A. P. A. félagsins, með embættismenn þess félags um borð.” George Balt horfði forvitnislega á eftir skipinu. “Sumir af mönnum okkar eru illa meiddir”, mælti hann. “Eg hefi sagt þeim að taka upp netin og fara heim.” “Við þurfum allir að fá eitthvað að .borða,” mælti Emerson. “Ekki eg. Eg ætla að fara yfir að laxa- kvínni,” svaraði Balt. Emerson ypti öxlum kæruleysislega. Hann var mjög þreyttuur. “Til hvers heldurðu það sé? Það borgar sig ekki fyrir okkur að lyfta pokanum.” “Eg hefi veitt látrinu eftirtekt í fimm ár, og eg hefi aldrei séð laxagöngu haga sér eins og nú,” svaraði Balt þrjóskulega. “Ef að lax- inn ekki fvllir kvína í dag, þá megum við eins vel taka aít saman upp og hætta. Marsh hefir látið eyðileggja helminginn af netjum okkar og gjört meira en helminginn af mönnum okkar ó- nýta til vinnu.” Hér lét Balt flóð af blótsyrðum fylgja til áréttingar. “Heyrðu, okkur yfirsást um daginn, eða sýnist þér það ekki? Við hefð- um átt að koma Marsh fyrir kattarnef. Það er ekki of seint enn.” “Bíd£u! Wayne Waylands er á skipinu, sem kom í morgun. Eg þekki hann. Hann er erfiður viðureignar og eg hefi heyrt margar sögur um hann, en eg trúi ekki, að hann viti um allar gjörðir Marsh. Eg ætla að finna hann og segja honum frá þeim eins og þær eru.” “Segjum að hann veiti þér enga áheym?” “Þá er nógur tími til að hugsa um uppá- stungu þína. Eg vil helzt ekki hugsa neitt um það.” “Þú þarft þess ekki,” sagði Balt svo lágt að menn þeirra heyrðu ekki. “Eg hefi verið §ð hugsa um þetta í alla nótt, og mér finst að það sé mitt verk. Það stendur hvort sem er nær mér að skifta við Marsh. Eg er eldri mað- ur en þú, og það væri rétt fyrir þig, að leggja ekki neitt í hættu í þessu efni. Éf að þeir ná mér, þá getur þú veitt fyrirtæki okkar forstöðu einn. Emerson lagði höndina á öxl Balts. “Nei, mælti hann. Ef til vill mundi eg ekki hika við manns morð — eg veit það ekki. En eg ætla aldrei að auðgast á glæpum annara, og ef til þess kemur, þá tek eg minn þátt í hættunni og minn skerf í sektinni. Hvað sem að þú gerir, þá tek eg þátt í því með þér. En við skulum vona, að úr rætist fyrir okkur á annan hátt. Það er enginn leikur fyrir mig að fara til Mr. Waylands og biðja hann vægðar. Þú veizt að dóttir hans er — nú jæja, eg þarf endilega að finna hana.” Balt horfði spekingslega á hann. “Eg skil! 0g það einmitt gjörir þér ó- mögulegt að hafa hönd í bagga. Éf það verð- ur óhjáækvæmilegt að ráða Marsh af dögum, þá gjöri eg það einn. Ef að hann væri úr vegi, þá held eg að fyrirtækinu sé óhætt. Hann er eins og eiturnaðra, og einhver verður að verða til þess að stíga á hann. Eg ætla að skreppa yfir að kvínni. Láttu mig vita hvað öldungur- 77 mn segir Emerson fór heim til sín í þungu skapi, og gremjan svall honum í hjarta. Hann fann með sjálfum sér, að uppástunga George Balt hafði verið honum eins fjarri og fyrst, þegar Balt sagði honum frá því sem honum bjó í huga. Hann vissi, að hann hafði sjálfur hugsað um að ráða meðbróður sinn af dögum með eins köldu blóði og um skorkvikindi væri að ræða. Hann fann og til þess, að ef ást hans á Mildred jörði hann að glæpamanni, þá mundu afleið- ingarnar af þeim glæp einnig ná til hennar og hennar vegna bauð honum nú við slíkum verkn- aði, en þó skorti hann hugrekki til að kasta þeirri hugsun alveg frá sér. Hann ásetti sér að fara til föður hennar, lítillækka sig og biðja um vernd. Ef það mistækist, þá væri betra fyrir Mars'h að vera varan um sig. Hann gat þá ekki orðið var við neina vægðartilfinningu í hjarta sér. Þegar Emerson kom heim til sín, hitti hann Alton Clyde, sem var í sjöunda himni út af því að The Grand Dame væri komin og vaf hinn á- kafasti með að fara um borð í skipið og hitta kunningja sína. Emerson sendi hann ofan á bryggju, fékk sér ofurlítið að borða og fór svo til fundar við Alton. A leiðinni út í skipið fann Emerson til hins sama einkennilega ótta við að hitta Mildred og hann hafði fundið við síðustu samfundi þeirra í Chicago. 1 annað sinn varð hann að segja henni frá því, að honum hefði misepnast. Nú eins og þá mætti hann henni með beiskju ófar- anna í huga og hann gat ekki varist því að hugsa um hver áhrif ófarir sínar hefðu á hana. Hann vonaðist eftir því að minsta kosti, að hún mundi skilja mál það er hann varð að flytja við föður hennar, og að hún mundi líta á hann sem virðulegan mótstöðumann, sem krefðist réttlæt- is, en ekki sem yfirunninn ölmusumann, sem væri að biðjast vægðar. Honum fanst að hann hefði sýnt og sannað hugrekki sitt og karl- mensku, og að Wayne Waylands mundi varla geta gjört hann fyrirlitlegan í augum Mild- reds. En samt fylti'st hann einhverjum óskilj- anlegum kvíða, er hann nálgaðist The Grand Dame. Hann sá fram undan sér, hvar þeir stóðu við öldustokkinn á skipinu, Marsh og Waylands og Emerson fékk ákafan hjartslátt, er hann þekti þriðju persónuna, sem þar stóð. Grann- vaxna, tígulega stúlku, það var MildredJ sem líka hafði séð hann og var að benda félögum sínum á hann. Emerson, veðurbarinn og þreytulegur, og illa klæddur, fikraði sig seint og gætilega upp stigann á hlið skipsins. Hann sýndist hafa elzt um fimm ár frá því að þau Mildred og hann kvöddust síðast í Chicago. Hann var magur í andliti, varirnar sprungnar af veður- hörku. í augunum brann eldur og á vorum hans lék bros, sem Mildred ein átti. Hann mundi ekkert eftir kveðju karlmann- anna, eða því, sem þeir sögðu. Hvít og mjúk hönd Mildredar hvíldi í lófa hans og ánægju- legt bros lék um varir henni. Alton Clyde var rétt á hælunum á Emerson og Mildred dró að sér hendina til að heilsa hou- um. Honum varð litið á Marsh í svip og sá að hann gaf honum ilt auga, en sneri sér svo aftur að Wayne Waylands. Waylands talaði eitt- hvað til Emersons og vissi hann varla hverju hann svaraði honum; svo tók hann í hönd Mild- redar með svo miklum myndugleika, að Marsh sem nærri þeim stóð, sá það, fölnaði og sneri sér frá þeim. Svo fór fólk að drífa að þeim, kvenfólk og karlmenn, sem á skipinu voru, með mýndavélar í höndum og sjónauka í leður- hulstrum, sem það hafði spent um axlir sér. Mildred kynti Émerson það alt eins rólega og óþvingað, eins og hún hefði verið heima hjá sér og að maðurinn, sem stóð við hlið hennar, hefði verið einn á meðal gestanna. Fólkið dreifði sér um þilfarið, bar sjónaukana upp að augum sér og talaði um daginn og veginn, en mest af vitleysu, eins og ferðafólks siður er um heim allan. Emerson varð þess áskynja, að þetta voru embættismenn í N.A.P.A. félaginu, konur þeirra og stærstu hluthafar félagsins. Þeir skiftu sér lítið af Emerson og 'hann ekki meira af þeim, með því líka að hugur hans all- ur var hjá Mildred. Að síðustu fóru farþeg- arnir að tínast í land, og þau Mildred og Emer- son urðu ein eftir á þilfarinu. Hann leiddi hana að stól og settist við hlið hennar. “Loksins!” sagði hann. “Þú ert komin, Mildred — komin, eftir alt!” “ Já, Boyd.” “Og þér þykir vænt um að vera komin?” “Sannarlega þykir mér það. Ferðin hefir verið yndisleg.” “Eg get ekki áttað mig á þessu — eg trúi varla enn, að þú sért virkilega komin hér sjálf — ætli að mig sé ekki að dreyma eins og vant er?” ... “Og þú! Hvernig líður þér?” “Mér ihefir liðið vel — held eg — eg hefi ekki haft neinn tíma til að hugsa um sjálfan mig. O, kæra Mildred, ” rödd hans var óstvrk, er hann sagði þetta og hann tók þýðlega "um hönd hennar. Hún kipti að sér hendinni og mælti: “Ekki hérna! Mundu eftir hvar við erum. Þú lítur ekki vel út Boyd. Eg veit ekki, hvort að eg iiefi nokkurn tíma séð þig líta svona illa út. Máske að fötin, sem þú ert í, hafi eitthvað við það að gjöra.” “Eg er þreyttur,” mælti hann, og það var eins og þungi erfiðleikanna legðist yfir hann að nýju. Hann strauk með hendinni eftir fell- ingu á kjól hennar og sagði lágt: “Svo þú ert þá komin, eftir alt. Og þér þykir vænt um mig, Mildred? Þú hefir ekkert breyzt, hefirðu?” “Ekki hið minsta. En þú?” , Andvarpið, sem leið frá brjósti hans og glampinn, sem kom í augu hans, var henni fullnaðarsvar. “Eg vil fá að vera með þér einni,” mælti hann. “Eg þrái að faðma þig að brjósti mér. Við skulum koma í burtu héðan. Þetta er sár- asta kvöl. Eg er eins og dauðþyrstur maður á eyðimörk.” Engin kona hefði getað staðist eld þann, ■sem brann í augum Emersons, án þess að verða snortin af honum, og þó Mildred sæti hreyf- Ingarlaus, þá lét hún augnahvarmana síga, of- urlítill roði færðist í kinnar henni og hún þrýsti saman höndum svo að 'hnúarnir hvítnuðu. “Þú ert alt af sá sami,” mælti hún bros- andi, “ómótstæðilegur, svo eg fæ við ekkert ráðið, ekki einu sinni við sjálfa mig. Eg hefi aldrei þekt neinn þér líkan. Það er fólk hér alt í kring. Faðir minn er einhvers staðar hér . á næstu grösum.” “Mér stendur alveg á sama—” “Mér er ekki sama.” “Eg hefi bát héma við skipið. Við skulum fara í land og eg skal sýna þér það, sem eg er „búinn að gera. Eg vil að þú sjáir það.” “Eg get það ekki. Eg hefi lofað að fara í land með Berry’s og Marsh.” “Marsh!” “Settu nú ekki upp neinn áhvggjusvip. Við ætlum öll að skoða niðursuðu verksmiðjuna hérna og borða miðdagsverð þar — það vonast eftir okkur. Ó, herra minn! Eg hefi ekki séð neitt nema niðursuðuverksmiðjur og ekki heyrt um annað talað síðan við fórum frá Vancouver. Mennirnir tala ekki um annað en lax, verð á á laxi og arð af hlutum. Það er alt drepandi, faðir minn er, að sjálfsögðu, verstur þeirra allra.” Emerson horfði á sína verksmiðju og mælti: “þú hefir ekki séð mína — okkar verksmiðju.” “Jú, eg hefi séð hana. Mr. Marsh benti mér og föður mínum á hana. Hún lítur alveg út eins og hinar.” Eftir örstutta stund hélt Mildred áfram: “ Veiztu, að það er að eins eitt í sambandi við þær, sem vekur eftirtekt mína, og það er hvernig að Kínverjarnir reykja þessar hlykkjóttu píp- ur sínar og hvernig að þeir fara að búa út tóbakið í þær, er virkilega hlægilegt”.^ Þessi gáleysis orð höfðu þau áhrif á Emer- son, að hann fór aftur að hugsa um ófarir sín- ar. Honum fanst að byggingar þeirra væru einmanalegar, lítils virði og kuldalegar. Þær voru að engu frábreyttar öllum samskonar byggingum, sem Mildred hafði séð með fram allri ströndinni, en það hafði honum aldrei dottið í hug áður. “Eg var úti í árósnum í morgun, þegar þú komst.. Eg hélt máske að eg mundi sjá þig,” sagði Emerson. “A þeim tíma? Hamingjan góða! Eg var steinsofandi. Það var nógu erfitt fyrir mig að fara á fætur, þegar kallað var á mig. Faðir minn hefði getað sagt kafteininum að fara ögn hægara. ’ ’ Emerson horfði á hana með undrunarsvip, sem hún þó ekki sá, því hún hafði augun á Alton Clyde, sem var þar skamt frá, og brostj til hans. “Kærir þú þig ekki einu sinni um að heyra um það, sem eg hefi gjört?” spurði Emerson. “ Vissulega,” mælti Mildred og leit á Em- erson. . Með hálfum huga sagði Emerson henni fra óförum sínum, erfiðleikunum, sem hann hefði átt við aðstríða og unnið sigur á, án þess þó að nefna Willis Marsh, og varaðist að fella sök á nokkurn mann. Þegar að hann hafði lokið máli sínu, hristi hún höfuðið. “Það er slæmt. Marsh var búinn að segja frá öllu þessu, áður en þú komst. Boyd, mér leizt aldrei á þetta fyrirtæki. Eg vildi ekki andmæla því, sökum þess að þú hafðir svo mik- inn áhuga fyrir því, en í sannleika, þá ættirðu að reyna eitthvað stórt. Eg er viss um, að þú ert eins vel gefinn og þeir menn, sem eg þekki heima og hafa staðið þar somasamlega fyrir stórfyrirtækjum, og átt yfir hálfu meira fram- kvæmdarþreki að ráða en þeir. Hvað þessar veiðar snertir, þá finst mér að þú getir leyst af hendi þýðingarmeira starf, en að veiða lax” “Þýðingarmeira!” endurtók hann ákafur. “Laxveiðarnar eru ein þýðingarmesta at- vinnugreinin hér við ströndina. Tíu þúsund menn vinna við þær að eins í Alaska, og sölu- verð þeirra nemur tíu miljónum dollara á ári. ’ ’ “Ó, við skulum ekki fara að þrátta um töl- ur,” svaraði Mildred glaðlega. “Eg fæ höf- uðverk af því — það sem eg meina er, að þessir fiskimenn eru alt öðru vísi en lögfræðingar, um- boðsmenn eða byggingameistarar. Þeir eru líkari námamönnum. Éyrirgefðu, Boyd, en líttu bara á fötin þín.” Hún fór að hlæja. “Þú lítur út alveg eins og daglaunamaður,”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.