Lögberg


Lögberg - 18.08.1927, Qupperneq 3

Lögberg - 18.08.1927, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1927. Bls. S. * A'/arp i jaiikonunnar. k f T T T T T T T f T t t x t t T t t t t T t t x t t Flutt á lslendingadeginum í Winnipeg, 6. ágúst 1927. Sem fljúgi svala hratt til hreiðurs síns, er hjúpar nóttin möttli sínum fold, eg heiman vestur hingað beindi för, og himinfegin treð eg þessa mold; því. hún er ættar minnar óðalstorð, og elur börn mín, — gjöfult nægtaborð. Og langdreymd sæla sjónum mínum gefst: í sveit við fætur mína hópur sá, sem lagði upp á landnáms Kaldadal með lítil jarðnesk föng, en göfga þrá, sem auðnu-gull úr grjóti þrauta vann, og glitstaf frama’ í skikkju mína spann. Sem móðir góð eg blessaði’ ykkar braut, þó brann mér hjarta’, er siglduð þið á haf; en vel eg skildi vona ykkar dirfð; % í vöggufé eg ykkur hana gaf. Því þó eg væri’ af silfur-sjóðum snauð, eg seldi’ í hendur ykkar mikinn auð: Þá tungu, er hafði þolað þrautaél um þúsund ár og verið hjörtum skjól; þá andans sjóðu, er enginn tæma kann, og eiga glóð, sem lífgar hug er kól; þá sálargöfgi, er sólarkyngi eitt og sortabyljir geta mönnum veitt. Og arfleifð sú varð ofkulindin bezt á ykkar för um landnáms Kaldadal; þið sól og næring sóttuð 1 þann brunn; hann sannur reyndist þá, og jafnan skal. Þann gnægtaríka, gulli dýrri arf að geyma, er allra trúrra niðja starf. Og hjarta mínu hlýnar vel í dag; mér hlær við augum framtíð þessa.lands; þar börn mín e'iga drjúgan heiðurs hlut, og hnýta sinni móður dýrðar-krans. Eg færi kveðju’ af feðra og mæðra grund; nú farið heil, — hve dýrðleg þessi stund. Richard Beck. f f f f f f f f f f f x f f f f I i t f f ♦;♦ t^t t^t t^t t^t Minni Nýja íslands. Flutt á Hnausum 1. ágúst 1927. f f f f ♦;♦ ♦;♦ f f t x f f ♦;♦ Þéir sneyddu hjá þér úr öllum áttum, því enginn treysti sér þig að vinna, þú varst stórlát og hörð í háttum, hugðu þeir blíðara viðmót finna; virðist ei fært í vetrar hriðum, veiði að sækja á ís og merkur; frumskóga við og fen í hríðum fellur hVer, sé ei v'iljinn sterkur. En þeir komu loks, sem þorðu’ að reyna það, og fengu þig augum litið; •íslenzkir menn, sem áttu hreina og öfluga trú á vit og stritið; þeirra var öðrum þjóðum smærri, og þó að enginn teldi þá rí'ka, höfðu þeir manndáð mörgum stærri og mátt til að vinna nýlendu slíka. Fánýtt er margt, sem finst á jörðu, fegrað og prýtt af gyllinga safni, en þér var kærra að heita hörðu, heldur en kafna undir nafni; væntir að sérhver vita mundi, &ð vor er hér og sumarið hlýja, gróður og tigin tré í lundi, þó trygðin skírði þig ísland hið Nýja. Hér hefir íslenzki andinn lifað, andi sá, sem um framför dreymir; hér er í lífsbók landsins skrifað letur það, sem að tíminn geymir; hér hefir íslenzka þrekið þoláð þrautir miklar og yfirbugað; hér hefir bergið Mjölnir molað, mest og íslenzkur kraftur dugað. óska eg þess: að allar tíðir íslenzka málið hjá þér geymist, starfi með dug og drengskap lýðir, dáðir þéirra svo aldrei gleymist. Vaxi hér ungur andans gróður, undir norrænu geislabliki; verði hér sæmdar sigur-óður sunginn, og haldið frónsku striki. Böðvar H. Jakobsson. ! ! f f f f f f ♦;♦ f f f Hvorum? Við vorum nokkur, að horf^ á mynd af ungum, svipmiklum og mannvænlegum manni. Sagði þá gáfaður maður viðstaddur, er dáir mann þann, sem myndin er af; “Er nú þetta guð eða djöfull- inn, sem horfir úr andlitinu? Segið mér.” Enginn svaraði þá. Rétt á eftir sagði sami maður: ‘XJuð og djöfullinn saman, eru ‘all right’, en annar þeirra al- gerlega, hvor sem er, er ómögu- legt.” Eg var að hugsa um þessar setningar morguninn eftir, þegar eg vaknaði, og nokkur svör komu mér til hugar: 1. Það hlýtur að vera guðs andi, megin-andi þessa unga manns, sem um ræðir, því frá barnæsku hefir hann þráð að skapa fagrar myndir. ,2. Það eru aðal einkenni myrkra valdsins, að vilja eyðileggja og kvelja. 3. Það eru aðal einkenni ljóss- valdsins, að vilja lífga, gleðja, hefja, «kapa heilbrigðar eindir og heildir.. Seinni setningin ‘'Guð og djöf- ullinn saman, ‘all right’, en ann- an þeirra, er algerlega ómögu- legt.” Um samvinnu guðs almáttugs og óvinar sálnanna, getur ekki verið að ræða, með samþýkki frá Satan. Þegar Drottinn notar Satan, hlýtur sú vinna að vera úti látin, eins og til dæmis fyrir Sæmund froða, annað hvort með óleyfilegri von um mannssál að launum, eða af beinni nauðung. Líklegast alt af með voninni um að fá þessa lifandi heildar- veru, sálina, til að kvelja. Það er því undir frelsisnotkun manns- ins komið, hvort Kölski verður af laununum eða ekki. Að hið illa vald sé til af vís- dómsráði Guðs, efast eg ekki um, en eg er algerlega öndverð þeirri trú, að hann hafi ákvarðað néin- ar sérstakar verur til að falla því alveg á vald; en vissir eiginleik- ar eru sjálfdæmdir inn í myrkra- ríkið, falla þangað, af náttúrlegu eðli sinu, eins og geisli frá sól, og þá vjtanlega þéir með, sem gefa sig af fullu ráði og ákveðnum vilja þar með. Það er, að falla á Satans vald. Er þá jafnt á komið fyrir þeim, sem fellur á Guðs vald? Svarið er svo stórt og mikið, spurningin svo heimskuleg, að það sýnist fásinna éin, að taka éinstaklings dæmi. En þegar við erum að læra að lesa, byrjum við á a b c, eða einhverju einu hljóði stafanna o. s. frv., þar til v.ið fljúgum yfir stafrofið, í hvaða samsetningu þéirrar tungu, sem vér kunnum, sem er. Svo er það með stóru málin, að einstaklingsdæmin mynda heild- irnar. Eg ætla því að koma með myndirnar, sem flugu í huga minn í morgun, sem svör við setn- ingunni áminstu. Á holdsvistardögum Jesú Krists standa harmþrungin foreldri yf- ir rekkju -dáinnar dóttur sinnar, á Gyðingalandi. Stúlkan er um tólf ára, og harmur þeirra yfir skilnaðinum endalausa, nístir hjörtu þeirra, svo tárin hrynja þeim af augum, um andlitin og rekkju og lík hinnar dánu, og andvörpin eru svo sár, að ná- grannar þeirra taka undir í hóp- um úti. Jesús Kristur gengur í húsið, að rekkjunni, tekur í hönd litlu stúlkunnar, vekur hana til lifs og gefur hana foreldrunum aftur. Og til frekari áherzlu skípar hann að gefa henni að borða. — Fyrir fáum vikum síðan hitti maður, þá staddur í Winnipeg, og sem, samkvæmt áður frömdum glæpum, má hiklaust telja á djöf- ulsins valdi, litla stúlku fjórtán ára, sem bauð honum að kaupa blóm. Hann kaupir, en kveðst eigi háfa smápeninga á sér og segir henni að koma upp á her- bergi sitt, og sækja borgunina. Hún fer á eftir honum. Hann tekur um kverkar henni, og byrjar að kremja úr henni líf- ið. Hann rífur af henni öll föt, og nagar í sundur brjóst hennar og háls. (Þannig var líki hennar lýst fyrir mér). Þannig útlítandi var lík hennar, er það fanst und- ir rúminu hans, fáum dögum síðar. Með hvorum vilt þú vera? Á holdsvistardögum Jesú Krists mætti hann ekkju, sem með trega elskandi móður fylgdi einkasyni sínum til grafar. Jesús kendi í brjósti um hana, mælti til hennar: “Grát þú eigi.” Vakti son hennar frá dauðum og gaf hann aftur móður sinni. — Sumarið 1925 náðu tveir há- skólanemendur í Chicago, í Bandaríkjunum í Norður Ame- ríku, tólf ára dreng út í bifreið með sér. Það hafði gripið þá löngun til þess að vita, hvernig það væri að drepa mann. Og þes$h ir tveir menn, um tvítugsaldur, gáfaðir, hámentaðir, en báðir guðlausir, drápu þarna dreng- inn, til þess að svala þessari fýsn. Með hvorum vilt þú vera? Alt þetta og margt fleira, hefir skeð og endurtekst, svo oft og í svo mörgum myndum í heiminum, að enginn fær tölu á komið. Viltu vera með honum, sem læknar brestandi mæðrahjörtun og önnur slík hjörtu, hressir, styrkir og lífgar, eða honum, sem tælir, blekkir og rífur lifandi manneskjur í sundur? Hvor heldur þú að sé betri? Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Prestastefnan 1927. hófst mánudag 27. júní með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni, þar sem annar prestur við Dómkirkjuna, séra Friðrik Hallgrimsson, pré- dikaði út af orðunum í Jóh. 20, 21. Því næst tók vígslubiskup Geir Sæmundsson synoduspresta til altaris. iKl. 4 e. h. var prestastefnan sett í húsi K.F.U.M. og voru þá komn- ir til stefnunnar 8 prófastar, 19 prestar og allir kennarar guð- fræðadeildarinnar — alls 30 and- legrar stéttar menn. Síðan bætt- ust níu í hópinn. í upphafi fundar var sunginn sálmur og bæn flutt af biskupi, siem að því loknu gaf ítarlegt yf- irlit yfir umliðið fardagaár. Byrj- aði hann á því að minnast tveggja látinna mætispresta, séra Eggerts Pálssonar prófasts á Bréiðabóls stað, og séra Árna Jóhannessonar í Grenivík, er látist höfðu á far dagaárinu. Af prestsekkjum hefði ein látist á árinu, frú Valgerður Jónsdóttir, frá Völlum í Svarfað- ardal. Tala þjónandi presta væri nú 107 og auk þess 2 aðstoðarprest- ar. Prestaköllin væru alls 111, en 5 væru prestlaus í bili. Af prestaköllum, sem nú væru, ættu þrjú að falla úr sögunni við næstu prestaskifti (sem sé Bægisár-, Sanda- og Lundarprestakall), samkv. lögum frá 1907; og yrðu prestaköjíin þá alls 108, en em- bættin 109, þ. e. 2 við dómkirkj- una). , Tveir prófastar hefðu beiðst lausnar á árinu (séra Kjartan í Hruna og séra Páll í Vatnsfirði) og einn látist (‘séra Eggert Páls- son). I stað þeirra hefðu verið skipaðir þe'ir séra Ólafur Magn- ússon í Arnarbæli fyrir Árnes- prófastdæmi, séra Sigurgeir Sig- urðsson fyrir Norður-fsafjarðar prófastdæmi, og séra Ófeigur Vig- fússon fyrir Rangárvallapró- fastdæmi. — Voru þessir nýju prófastar allir viðstaddir á fund- inum og bauð biskup þá velkomria í prófastsstöðu. Frá síðustu far- dögum hefði séra Stefán Jónsson próf. á Staðarhrauni fengið lausn frá embætti, en .við prófasstörf- um hefði þá tekið, sem settur í bili séra Gísli Einarsson. Þrír kandídatar hefðu vígst á árinu, Sveinbjörn Högnason til Laufáss, 'Sigurður Einarsson til Flateyjar og Páll’ Þorleifsson til Skinna- staða. Nýjar kirkjur hefðu verið reist- ar alls 7 á árinu: í Flatey, á Draflastöðum, Víðirhóli, Sleð- fcrjót, Stærra Árskógi, Síðumúla og Kálfafellsstað, — allar úr steinsteypu. — Prestseturshús hefðu verið reist á Höskuldsstöð- um og Bergþórshvoli, og byrjað á prestseturshúsi á Skútustöðum. Siðasta. alþingi hefði verið sparnaðarþing og hefði það vit- anlega einnig komið fram í fjár- veitingum til kirkjumála (styrk- ur til uppgjafapresta og prests- ekkna verið færður niður í 7,000 kr. og framlög til húsabóta á prestsetrum úr 34,000 kr. í 24,000 kr. Þó hefði þingið samþykt end- urreisn Mosfellsprestakalls í Mos- fellssveit. Þá skýrði biskup frá hag kirkju- sjóðs, sem hefði nú handbært fé með minsta móti, vegna hinna mörgu nýju kirkna, sem reistar hefðu verið á árinu. Ný lán hefðu orðið um 30 þús. og úttekt af inn- eign um 30 þús. Enn mintist biskup á yfirreið sína á liðnu ári, á kirkjulega fundi, sem haldnir hefðu verið (á Austurlandi og í Vík), á kirkjulega starfsemi og útkomin rit. Þá gaf biskup yfirlit yfir messu- gerðir og altarisgöngur. Reglu- legir messudagar á árinu hefðu átt að vera 6,431, en messur hefðu alls verið fluttaf 4,228, eða tæp- lega 40 á hvern þjónand'i prest. Utan Reykjavíkur hefðu flestar messur verið fluttar í Garða- prestakalli á Álftanesi og Út- skálaprestakalli. 1 11 presta- köllum frá 12—20. Altarisgestum hefði farið fjölg- andi. Alls hefðu þeir orðið 5,430, er samsvaraði 9 af hundraði fermdra safnaðarlima. Þó hefði engin altarisganga farið fram í 6 prestaköllum. Fermdir hefðu ver- ið á liðnu ári alls 1,962. Hjóna- vígslur alls 616. Fæðst hefðu alls 3.013 (þar af 69 andvana). Dáið alls 1,122. Þá voru bornar upp tillögur um úthlutun styrktarfjár til upp- gjafapresta, og prestsekkna og þær samþyktar. (Til úthlutunar komu alls kr. 9,290). Enn fremur var skýrt frá hag prestsekkna- sjóðs, er nú átti í sjóði kr. 48,039. Gjafir til sjóðsins hefðu orðið alls kr. 508.00 á árinu (úr 14 pró- fastdæmum). Kl. 8.30 flutti séra Friðrik Rafnar erindi í dómkirkjunni út af síðasta riti Sundar Singhs: “Eftir dauðann.” Þriðjudag 28. júní hófst fund- ur að nýju kl. 9 árd. með venju- legum hætti. Þar gaf biskup skýrslu um störf handbókarnefndar (frá 1925) og lagði fram “Bráðabirg'ðatillögur” prentaðar frá nefndinni. Var kos- in þriggja manna nefnd til að at- huga þær (sérstl. guðsþjónustu- formið) og í 'hana kosnir þeir vígslubiskup Geir, séra Kjartan í Hruna og séra Gísli á Stóra Hrauni og skyldu þeir skilá áliti sinu á síðdegisfundi stefnunnar þann dag. Síðan hófst “prestafé- lagsfundur” og stóð fram yfir hadegi. * Kl. 4 var aftur settur fundur, er hófst með því, að séra Guð mundur Einarsson á Þingvöllum skýrði frá gerðum nefndar, sem kosin hafði verið 1926, í “barna- heimilismálinu.” Urðu um I það allmiklar umræðurft ;sem allar hnigu að því, að kirkju landsins og prestum bæri sérstök skylda til að vinna að því, að ráðin yrði bót á uppeldi vanræktra barna. Var samþykt á fundinum tillaga um 1) kosningu sérstakrar starfs nefndar, sem falin sé yfirumsjón þessa máls og starfi í nafni presta- stéttarinnar að því að vekja á- huga manna fyrir þessum málum út á við, afla fjár til starfsins og reyna að koma á föstu skipulagi um land alt til hjálpar börnunum og til eftirlits ! með uppeldi þeirra, 2) að fermingardagurinn í hverri sókn sé ákveðinn með leyfi landsstjórnar, til þess að afla fjár í þessu skyni, og 3) að kosin sé sérstök nefnd til þess í samráði við starfsnefndina, að undirbúa og koma á framfæri við alþingi barnauppeldislöggjöf, er sniðin sé eftir staðháttum og þörf lands vors, og henni heimilað að bæta við sig mönnum utan presta- stéttar. Þá hófust umræður um breyt- ingu á guðsþjónustuformi samkv. tillögu handbókarnefndar. Nefnd sú, sem kosin hafði verið til að athuga tillögurnar, gerði grein fyrir áliti sínu og kom fram með ýmar athugas., sem þó aðallega hnigu að breytingum á orðfæri. Urðu allmiklar umræður um til- lögurnar, en yfirleitt lýstu ræðu- menn ánægju sinni yfir þeTm. ’lillögurnar þóttu til bóta og mundu gera guðsþjónustuna há- tíðlegri og hluttöku safnaðarins meiri en hingað til hefði átt sér stað. Lofaði nefndin, sem unn- ið hafði að tillögurA þessum, að taka tillit til framkominna at- hugasemda við framhald starfs síns að endurskoðunarverkinu. Kl. 8V2 siðd. flutti séra Svein- b’jörn Högnason á Breiðabólstað erindi í Dómkirkjunni um “gildi trúarinnar.” Miðvikudag* 29. júní kl. 9 árd. var aftur settur fundur með venjulegum hætti. Fyrst flutti biskup kirkjusögu- legan fyrirlestur um ferð Harboes til íslands. Síðan var haldið áfram umræð- um um handbókartiljöguxnar og þar rætt um helgsiðaformin við skírn, fermingu, altarisgöngu og hjónavígslu. Urðu hinar fjörug- ustu umræður um tillögurnar og komu þar fram ýmsar athuga- semdir, sem ræðumönnum þótti ástæður til að gera, og flestar til bóta, enda lofaði nefndin að taka þær til greina á sínum tíma. Stóðu umræður þessar fram yfir hádegi og var haldið áfram frá kl. 3 til 6 siðdegis. Að loknum umræðum var samþykt að bæta þrem mönn- um við í handbókarnefndina og hlutu kosningu þeir Har. Níels,- son próf., Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur og Magnús Jónsson dócent. Þá var endurkosin nefndin, sem hafði með höndum barnaheimil- isiÁálið og kosin nefnd til að vinna að bættri lagsakipun við- víkjandi uppeldi vanræktra barna og eftirliti með þeim (séra Árni Sigurðsson, dócent Magnús Jóns- son og sr. Friðrik Hallgrímsson). Þá flutti dómkirkjuprestur Bjarni Jónsson tillögu frá safn- aðarfundi dómkirkjusafnaðarins út af árásum á kristindóminn bókum, blöðum og tímaritum, sem fram hefðu komið á síðustu tím- um, en safnaðarfundurinn hefði lýst hrygð sinni yfir og skorað á prestastefnuna að taka afstöðu til þeirra. Eftir nokkrar umr. bar Á. próf. Björnsson f. h. flytj- enda safnaðarfundartillögunnar, fram svohljóðandi tillögu: “Út af erindi dómkirkjusafnað- arins í Reykjavík finnur presta- stefnan ástæðu til að brýna fyrir prestum og söfnuðum landsins, að hvika í engu frá trúnni á Jesúm Krist, guðs son og frelsára mann- anna, samkvæmt heilagri ritn- ingu.” Vildu sumir ræðumenn, að til- laga þessi væri ekki borin upp, en urðu i minni hluta. Var til- lagan þá borin undir atkvæði og samþykt með 21 atkvæði (4 atkv. voru á móti henni). Var þá dagskrá fundarins lokið. Að fundarlokum flutti biskup bæn og var síðaji sungið versið: Son guðs ertu með sanni.” Kl. 9 um kvöldið komu synódus- menn saman á heimili biskups til kaffidrykkju. — Mbl. Eg sendi œfinlega allan minn RJÓMA til “C0-0P.” Vegna þess að þessi reglulega borgun fyrir rjóm- ann eru þær tekjur, sem bóndinn getur verulega reitt sig á; og eg hefi altaf verið ánægður með viðskiftin við “Co-Op.” SASKATCHEWAN COOPERATIYE g“MtR«.g Assiniboia, Bich Hills, Broadview, Bruno, Buiyea, Carlyle, Carnduff, Cudworth, Empress, ,Gnavel- bourg, Humbolt, Indian Head, Invermay, Keliiher, Kerrobert, Langenburg, Lanigan, Lloydminster, Maple Creek, Melfort, Melville, Moosomin, Moose Jaw, North Battleford, Outlook, Oxbow, Preece- ville, Radville, Regina, Saskatoon, Shaunavon, Shellbrook, Swift Chrrent, Tantallon,, Tisdale, Unity, Wadena, Watson, Wawota, Weyburn, Wilkie, Wolseley, Yorkton. Samtal við A. P. Jóhanasson Skyldur Islendinga við Eimskipa- fclag Islands. Alit og umsögn As- mundar P. Jóhannssonar um rekst- ur félagsins og framtíð. Hvað ver,ður félaginu að fótakefli? Hér á dögunum hafði Morgun- blaðið tal af Á. P. Jóhanssyni. Hánn kom hingað um daginn vestan frá Canada, til þess að sitja á aðalfundi Eimskipafélags Islands. Þetta er í þriðja sinni, sem hann kemur hingað í þeim erindum. Alls hefir hann verið hér fimm sinnum síðan hann fór til Ameríku árið 1900, og mun hafa fylgst ærið vel með í landsmálum öll þessi ár. Velvilji okkar Vestur-íslendinga, segir Ásmundur, til ykkar hér heima, lýsir sér m. a. í því, að við óskum þess og viljum að því stuðla, að Eimskipafélag íslands verði ykkur til sem mestra heilla og styrki sem mest sjálfstæði lands- ins. Allir sjá og viðurkenna, að fé- lagið var ykkur ómetanleg stoð á ófriðarárunum. — Fæ eg eigi bet- ur séð, en sjálfstæði íslands yrðý það hinn mesti hnekkir, ef erlend- um félögum verður gert mögulegt að ná í sínar hendur samgöngum þeim, sem Eimskipafélag íslands annast nú. Þvi næst vék Ásmundur talinu að aðalfundi félagsins. Álit mitt er i stuttu máli þetta, segir Ásmundur: Félagið hefir sem kunnugt er ekki borgað arð síðan fyrir árið 1920. Þetta hefir ekki komið mér á óvart. Eg htlt því fram á aðal- fundi 1921, að svo miklir fjárhags- örðugleikar steðjuðu að félaginu, að eigi mundi vera hægt að greiða arð í 5—10 ár samfleytt. Eg’ rökstuddi mál mitt með þvi, að bjartsýni og þarfir félagsins ár- in þar á undan, myndi leiða af sér 2% milj. kr. tap fyrir félagið, ef miðað væri við verðlag, sem þá var orðið og frammundan var. Lagarfoss-viðgerðin varð félag- , inu óhemjulega dýr. Nauðsynleg 1 var hún, og verður engum um ó- þarfa kostnað kent. Eins var með Goðafoss hinn nýja. Vist var þörf á skipinu. En óheppilegt var að smíði hans skyldi lenda á dýrasta tíma. Eðlileg verðrýrnun á eignum fe- lagsins leidd að rnínu áHti 1921 af sér 2^ milj. kr. tap, er gerði út- borgun arðs þkleifa næsta ár. I^etta hefir komið á daginn. En svo eg víki aftur að reikn- ingsútkomu ársins sem leið. Þótt ekkert fé sé fyrir hendi til iess að borga hluthöfum arð af hlutafé, er það jafn réttmæt krafa Fyrir Menn og Konur, sem Eru að Missa Kratfa og Heilsu. Það sannast á hverjum devi að Nuga-Tone er ágætt meðal og sÍ£1'kir, ^elsu. Þeirra, sem hafa við lasleika að stríða og biást af magaveiki, meltingarleysi, gasi í maganum^ höfuðverk, lifrarveiki hnr,t kix*tungru» andremmu, þunt, blóð, litla matarlyst, gigt og verki 1 hakamanum, slakar taug tru *yíirleitt f slæmu á standi hvað heilsuna snertir. _ Auj?f;T.one #erir blóðið rautt °?.neiibn?t, taugarnar stæltar og voðvana styrka; bað læknar nýr- un og gerir þau fær um að Vinna döm* Verp: læl5nar blöðrusjúk doma og kemur 1 veg fVrir hægða- ieysi veitir manneskjunni nýtt tjor og hf og stælir vöðvana og taugarnar og styrkir öll líffœr- in. Nuga-Tone er selt með á- oyrgð og peningunum skilað aft- nr, ef kaupandi er ekki fvllilega nnnmðUrirLef1® x^nyrgðina 1 nökk' Fæat 10lluin lyfjabúðum. Hafmð eftirhkingum, hemtið hið ekta Nuga-Tone. frá þeirra hendi að fé þeirra liggi ekki vaxtalaust árum saman. 7% eru hæfilegir vextir, io% er alveg óþaflega hátt. — Hlutaféð er sem næst 1.700,000 kf: Þau ár, sem fé- lagið borgar ekki arð sem svarar 7% af fénu, er réttmætt að skoða þá fjárhæð sem tap félagsins. En hvernig sem alt veltur, verð- ur að reikna firningu af eignum félagsins ár hvert, 5% af skipum. 2% af húseignum hér í Reykjavík og 5% af öðrum húsum og eignum félagsins. Sé þetta alt tekið í reikn- inginn tel eg að tapið síðastliðið ár hafi numið kringum 400,000 kr. Framtíð félagsins fer eftir því hve vel eða illa almenningur á landi hér skilur skyldur sínar gagnvart félaginu. Hliðstæð efni frá Canada benti eg á nú á aðalfundinum. Fyrir ó- friðinn mikla keyptu Canada-menn mestmegnis öll sín kol sunnan úr Bandaríkjum. Menn vissu raunar þá um miklar kolanámur i Canada, en jafnframt var mönnum ljóst, að þau voru yniklu lakari að gæðum, en Bandarikjífkolin. Þegar striðið skall á hækkuðu Bandaríkjakolin fljótlega um 100—200% og voru þá gerð öflug samtök í Canada, til að vinna canadísku kolanámurnar og mörg félög mynduð. Gerðu menn sér þá að skvldu að notfæra sér canadisku kolin mestmegnis, enda þótt j>au væru miklu lakari, með það eina fyrir augum. að stuðla að framleiðslu landsins og þar með sjálfstæði ]>ess. Hafa nám- urnar því siðan verið starfræktar rneð góðum árangri. Við lítum sem sé þannig á í Canada að það skifti minstu máli hvernig dollarinn skift- ir höndum innan ríkisins, en aftur á móti, sé hann borgaður til er- lendra félaga fyrir aðfluttar vörur. sé hann kvaddur 1 siðasta sinn. Ef íslendingar litu hannig á málin væri Eimskipafélagi íslands areiðanlega borgið. Svipað mættu þið taka ykkur 1 munn. Þið, sem borgið hinum er- lendu félögum fé í fargjöldum og farmgjöldum, og sendið féð ut úr landinu. Þeir peningar eru þjóðinm glataðir. Það er mitt álit, að þið eigið ekki að 1áta það hafa áhrif á ykkur, jafnvel \>ó svo væri að Eim- skipafélag íslands hefði eigi jafn- góðan skipastól og hin erlendu fé- lög, sem þó ekki er nú. Þið eigið að fylkja ykkur um hið innlenda fé- lag. Eimskipafélag íslands og sjálf- "tæði landsins er eitt og hið sama. Það er þegnskylda allra tslendinga, sem unna sjálfstæði þjóðarinnar að hlúa að Eimskipafélagi íslands í orði og verki. —Mbl. 3. júní. DREWRYS STANDARD LAOER -hefir fengið viðurkenningu og haldið henni í fimtíu ár. The DfiEWRYS Limited Establlshed 1377 Wlnnlpeg, Phone 57 221 ^tandardía^ t

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.