Lögberg - 18.08.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 18.08.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1927. BU. 7. Island fyr og nu. Veðurfar og atvinnuvegir. Það er sagt, að Sæmundur hinn fróði hafi hengt hinn fyrri klæðn- að konu sinnar upp í baðstofu- mæni í Odda, þann er hún átti umkomulít'il Vinnukona, áður en hún giftist; gerði hann það til varúðar því, að hún miklaðist um of af stöðu sinni sem prestskona. Vér íslendingar vorum fram yfir 1870, eða þó lengur, sem í- stöðulítil vinnukona, höfðum skyldur, en ræktum þær trúlega: skorti fé, en áttum því meira af nægjusemi; höfðum aga, alloft af ís og eld'i, einnig af erlendu valdi; sýndum löghlýðni og höfð- vm ábyrgðartilfinningu. Síðan hefir margt breyzt, og ýmislegt til batnaðar. Síðasti harður vet- ur, sem komið hefir hér, minsta kosti sunnan lands — var 1881— 1882, nema allharður frosta-kafli, sem gekk yfir veturinn 1918. Þar af leiðandi skepnuhöld fremur góð, nema vorið 1914, sem stafaði af hrakviðrum og léttu fóðri. Þá, um miðja 19. öld, og lengur, voru tækin til atvinnuveganna önnur, sást varla slétt flöt í túni, engin girðing um neitt, nema tún- garðar hlaðnir úr snyddu og grjóti, á fyrirmyndar heimilum; á túnin var færður áburður, helzt á haustum og reiddur í svonefnd- um barkrókum og kláfum; voru barkrókarnir, vínkilbeygð timbur- grind, opin fram úr, voru eins og kláfar silaðir upp á klakka í boga klifberans, sem enn er í notum á- samt reiðingi úr sverði eða strái. Var taðinu ýmist núið um þúfna- kollana á haustin, eða hlössin barin með kláru á vorin og dreift yfir völl'inn úr trogi, helzt í vætutíð. Það fyrsta, er h'ingað fluttist af nýtízkutækjum, voru ensku ljáirnir, um 1870. Léttu þeir mjög undir heyskap; áður voru ljáir ávalt smíðaðir og dengdir (eða klappaðir) við viðarkola eld; voru viðarkolin kv'istuð og sniðin í skógi, í tilbúnum kolagrðfum, er síðan voru þaktar með torfi og mosa, og troðnar þar til eldufinn kaf naði; þessi sömu kol voru einn- ig notuð við ýmislegt járnsmíði. Um líkt leyti, ogþó jafnvel fyrr'i, fóru að koma einstaka plógur; voru þeir í höndum fárra manna, notaðir t'il að brjóta ofanaf rist túnþýfi. Mun Gumundur sál. Stefánsson á Fitjum hafa verið einhver sá fyrsti hér sunnan- Ir.nds, sem kom upp með jarð- yrkjuverkfæri laust eftir 1860. Skömmu síðar eignaðist faðir minn sál., Jón Runólfsson bóndi á Vatnshömrum, plóg; notaCi hann mikið, bæði heima og víðar, bæði í Borgarfjarðar og Mýra- sýslu, enda var hann einna fyrsti brautryðjandi með jarðabætur í því bygðarlagi. Þegar haustannir voru búnar og vetra tók, settust konur og karlar að tóvinnu; karlar tættu og kembdu ull, sömuleiðis prjón- uðu þe'ir peysur, nærbuxur, vetl- inka, einkum til sjóróðra; og konur spunnu þráð og band til voða; voru vefstólar þá víða, og ullardúkar allir heimaunnir. Nú er meiri hlutinn aðkeyptur og breytingin slík, að stúlkumar ganga í silkikjólum og sokkum, norður við íshaf á Sléttu. Á vetrum var leng'i vakað við vinnu, sögulestur og rímnakveð- skap; var þá jafnan miðað við sjðstjörnuna, að minsta kosti til jóla, og vakað þá til hádegisstað- ar á miðnætti; þá voru eiktamörk sett eftir örnefnum; fór fjármað- ur með degi til f jár, rak til be'it- ar, stóð yfir og mokaði ofan af, er fannalög voru. Þegar fram á Þorra kom, fóru menn að tínast til sjávar, og í mið-Góu voru mörg heimili orðin karlmanns- laus; urðu þá konur og unglingar að taka við allri skepnuhirðingu; klæddust konur þá búningi karla, er hríðar voru; var það oft harð- sókt, ekki sízt fyrir þungaðar konur, enda eigi ótítt þá, að fólk yrtíi úti. Við sjávarsíðuna á vetrum stund- aði fólk einriig tóvinnu, karlmenn spunnu hamp, til neta og færa. Þegar sveitamenn voru komnir til sjávar, og búnir að fylla bæi og búðir, var oft glafct á hjalla og ýmislegt haft til skemtunar í landlegum: samlestur, söngur, kveðskapur; úti bændaglímur; þá voru f^ir of mentaðir til þess að láta til sín heyra. Sjósóknin á 8, 6, 4 og 2 manna förum, var undraverð, tvær til fjórar mílur undan landi; heyrð- ist þá oft rætt um: hver beztur væri ræðari, seglmaður, stjórn- ari; annars snerist allur metnað- urinn um það, bæði til lands og sjávar, að sýna manndóm, starfa með dygð og trúmensku, án tillits til þess, hvað í aðra hönd kæmi; oft höfðu menn rýra hluti, þrá- faldlega innan 100 fiska hlut yf- ir vetrap-vertíð; í annál var fært, yrðu 1000—1200 fiska hlutir; var jafnan alt hirt, einkum af sveita- mönnum: hrogn, svil, jafnvel ýsuhöfuð, hert, súrsað og borðað, eins og þá var margt hagnýtt til manneldis: söl, kræklingur, f-jalla- grös, án þess að færast enn lengra aftur í tímann, kringum 1700, þeg- ar mettast var það barnið af níu, sem fékk að sleikja flautadallinn. Þá hafði vinnufólk lágt kaup, en gerði ekki verkföll; ýmsir vinnumenn höfðu hálfan hlut, og eitthvað af fatnaði; kunni fólk þá að meta ríkisdalinn, og spara; nú ávinna menn í þúsunda tali, en það vill týnast hjá einhleypa fólkinu. Á íslenzkan mælikvarða, hefir síðasta 40 ára tímabil mátt heita veltiár, enda sér það víða á í ýms- um framförum; en saman bor'ið við fyrri tíma, mætti og gæti þjóð- arhagurinn verið miklu betri, en hann er; og margt gáleysi stafar beinlínis af þvi, að þessi kynslóð er búin að gleyma afstöðu ís- lands; búin að gleyma gömlu föt- unum hennar móður sinnar; h'!ð fyrra ástand er orðin torskilin og ótrúleg þjóðsaga; þess veg.na endurtekur sig spádómurinn: "Af því að þú þekkir ekki þinn vitjun- artíma." » 1 raun og veru hafa íslendingar auðgast, einkum á verklega svið- inu, en samt er þjóðin sundraðri en á meðan hún hafði við meiri erfiðleika að stríða; hefir hún tapað ýmsu af sínum fyrri heil- indum, og þótt hún hafi lifað af innanlands óéirðir, erlend yfir- ráð og harðindi, má vera,, að, eft- ir mörgum veðurmerkjum í lofti,, þá sé það lakasta eftir, því ilt er í ætt gjarnast. Grænar engjar og slegin tún; jú, það er eigi síður en á dögum Gunnars. Nú blasa við víðsléttir vellir og reisuleg býli, og sjálfs- eignum hefir fremur fjölgað. En þrá æskulýðsins er önnur, en hjá Gunnari; það yfirgefur átthag- ana með köldu blóði, að því er virðist, og streymir í kaupstað- ina. Sé eg mörg heimili, sem eigi bafa meir en einn þriðja hluta í- búa við það, sem þau höfðu um miðja 19. öld; þó hefir landsfólk fjölgað. Hið horfna og hverfandi fólk, undi glaðara við sitt; þá hljóp bóndinn eigi fá kotinu sínu, þó erfiðlega gengi; þá þekti sam- tímis kynslóð hann Jón á Fossi, og Guðrúnu á Iðu alla lífstíð, þar sem þau dóu i hári elli; þess vegna er hægt að finna nafnið þeirra í árbókunum og leiðið í kirkjugarðinum; nú er það hann Magnús, sem einu sinni var á Hofi, en heitir nú eitthvað ann- að, Fellibylur, eða eg man ekki hvað. Sama var að segja um hjúin: ekki að vera að reikna á fingrum sér, hvað þessi mánuður væri langur, hvað ár-, viku- eða tímakaupið væri hátt, heldur: ætli að húsbændanum líki það? og biðja guð að blessa störf sín; voru mörg dæmi þess, að öldruð hjú höfðu alið allan aldur sinn hjá sömu fjölskyldunni, eða á 2— 3 heimilum, og jafnvel fyrir það, að þau báru oft tiltölulega lítið úr býtum, en skoðuðu sig sam- vaxin fjölskyldunni. Hið andlega líf. Sá óspiltur maður, sem í æsku hefir lesið hinn helga óð, í húsi guðs og náttúrunnar, hlustað á nið fossins, söng fuglanna og tóna hörpunnar við roða kvöld- sólarinnar "í nóttlausri voraldar veröld", hann getur bezt fundið mismuninn á hreinleik og fegurð þess, sem alment er að venjast í daglegu lífi þjóðanna; í lofti, á jörðu og sjó, er alt knúið áfram á rjúkandi ferð. En er þetta alt á Guðs vegum? Er leiðin nokk- urn hlut að styttast til pólsins handan við haf dauðans, þótt að Helgi okkar Péturss þykist hafa fundið hann? Það kemur |tund- um fyrir, að maður getur rifið klæði sín af gremju, er maður sér skrum-auglýsingar. Þannig er það um ýmsar öfgar. Eg minnist þess, af því nú er leiköld, að okk- ur þeim vantrúuðu, var innprent- að leiklitsin væri svo göfgandi; eg hefi tekið eftir hinu gagn- stæða; mér virðist hún verka líkt á tilfinningarnar og áfengi — "meira brennivín!". Fyrst man nú fólk bókstaflega ekkert af því, sem það heyrir; og í annan stað, sé myndaður eða að skapst vísir í skríl, þá er bezt að spyrja að, hvort ekki sé kvikmynda- eða sjónleikahús í nágrenninu. Þetta Þetta eru vottar, sem.ekki er til neins að ætla sér að hrekja.. Það sem einna helzt bendir á það, að íslenzka þjóðin sé á guðs vegum, eru hin sívaxandi hjálp- arfélög og líknarstarfsemi, enda er það eins og, þegar nýr læknir kemur í héraðið, að allir verði veikir; en því miður er það nú ekki uppgerð: berklaveiki, brjóst- himnubólga, krabbamein, virðist mjög fara í vöxt, auk þess, sem daglega e.r skorið upp á sjúkrahús unum við botnlangabólgu; aftur á móti kvað holdsveikin vera mjög 'í rénun, sem mikið mun að þakka snillingnum ISæmundi Bjarnhéð- inssyni lækni. Trúarlíf og kirkja, það er nú saga að segja frá því: spíritistar, guðspekingar, austurlanda trúð- ar og vísindamenn keppast hver við annan að vísa á hinn mikla konung alheimsins og veginn til hans; mismunandi myndir, mis- munándi leiðir; og þá hefir fræðslumálastjóri ríkisins komist að endanlegri niðurstöðu um fað- erni Krists. í æsku hafði eg numið, að guð dýrkaðist bezt með hreinum þönkum og ráðvöndum lifnaði, og á þeirri sömu skoðun er prófessor Haraldur Níelsson. Annars á ís- lenzka kirkjan enn marga trúa, áhugasama og góða sonu, en þessi mikli lærdómur ætlar að gjöra þá ærða, eins og sagt var um Pál. En að þræta um alt, hulið og op- inbert, það er tízkan. Blessuð börnin! Læt eg úttalað um þessar hug- leiðingar að sinni, en býst við að senda Lögberg'i framhald síðar. Kveð svo mína kæru landa vestan hafs hugheilum óskum. Þ. á G. Eimskipafélag Islands Gera íslendinga skyldu sína við félagið? — Hörð er- " lend samkepni. Aðalfundur þess var haldinn 25. þ.m. (júní). iStjórnin ' gaf skýrslu yfir hag félagsins á síð- astliðnu ári. Rekstrarhagnaður af Gullfossi og Goðafossi hefir numið 93,49 kr., en á Lagarfossi hafa tapast 22,404 kr. þannig að hagnaður af skipunum (þar með talinn strandferðastyrkur frá rík- issjóði 60 þús. kr.), hefir orðið HSl. 71 þús. kr., en árið 1925 vat hann 444,886 kr. Þessi lækkun á hagnaði félagsins er tvennu að kenna, óeðlilega háu kolaverSi nokkurn hluta ársins vegna kola- verkfallsins í Englandi, en þó fyrst og fremst hinu, aS tekjur af farmgjöldum hafa stórum lækk- aS. Þær tekjur urSu 367,582 kr. minni áriS 1926 en áriS 1926. Hreinn arSur af rekstri félagsins 1926 hefir orSiS 6,719 kr. Hlut- hafar fá því enn engan arS af eign isnn'i í félaginu. EimskipafélagiS á nú viS aS búa harSa samkepni af hálfu er- lendra skipafélaga. Morgunblað- ið birti fyrir skemstu viStal viS Emil Nielsen forstjóra, þar sem hann meðal annars minnist á þessa samkepni, og eru ummæli hans og upplýsingar á þá lund, að full ástæða er til þess að veita þeim mikla athygli. Hér fer á eftir hiS markverSasta af því, sem Mbl. hefir eftir forstjóra Eim- skipaf élagsins: "Erlendu gufuskipa-félögin leggja mikla áherzlu á aS fá sem mesta flutninga hingaS til lands- ins, bæSi fólksflutninga og vöru- flutning. öllum er ljóst, að þau hafa öll beinin til þess að taka upp hina harðsnúnustu samkepni v'ið Eimskipafélag íslands. Félög- in eu bæði stór, og eiga fjölda skipa, er sigla á mörgum siglinga leiðum, og eins á opna markaðin- um, þar sem hægt er að græða fé, svo það gerir þeim ekki svo mikið til þó tvö skip frá hverju felagi tapi nokkrum þúsundum króna í íslandsfeðunum. Nú er hið nýja mótorskip Sam- einaða gufuskipafélagsins komið af stað. Um leið fer Botnía í 14 daga ferðir milli Leith og Reykja- víkur. Tjaldur annaðist þær ferð- ir. Nú þegar Botnía er komin í þessar ferðir, mun Sameinaða gufuskipafélagið hugsa sér að auka fólksflutninga hingað frá Englandi. Það er alveg eðlilegc. uð danskt eða norskt félag reki 14 daga milliferðir m'illi Dan- raerkur og íslands annuars vegar merkur og íslands annars vegar en 14 daga ferðirnar milli Leith og Reykjavíkur, sem eru reknar af dönsku félagi, eru siglingar milli tveggja erlendra landa, og verður að eins hægt að líta á það sem harða árás á s'iglingar vorar. Eimskipafélagið hóf ferðirnar til Hamborgar samkvæmt óskum og þörfum þjóðarinnar til þess að hægt væri að ná hingað þýzkum vörum fyrir ódýrara flutnings- gjald, án þess að hár umhleðslu- kostnaður legðist á vörurnar. Það kostaði félagið m'ikið fé, að koma á fót þessum ferðum, en þegar í stað auglýsa hin félögin, að þau taki vörur fyrir sama flutnings gjald um Kaupmannahöfn og Bergen, og greiða þá þau sjálf hina dýru umhleSslu. Að þetta sé ekki í gróðaskyni gjört, getur hver maður sagt sér sjálfur. * í dag er aðalfundur Eimskipa- félags íslands, þessa óskabarns þjóðarinnar, sem margoft hefir vefið talað um. Hvernig rækjum við skyldur við óskabarnið? Og hvernig er- lendir verzlunarmenn við sin óskabörn, Sameinaða eða Berg- enska gufuskipafélögin? i-------------Danskar og norskar verzlanir, senda allar þær vörur, er þær geta með dönsku eða norsku skipunum. Dæm'i eru til þess, að menn biSja um aS fá vör- ur sínar sendar meS skipum Eim- skipafélagsins, en fá því ekki framgengt, vörurnar koma eftir sem áSur meS erlendu skipunum. Svo sterk eru samtökin þar. Þ6 getur engin samkepni grand- að Eimskipafélagi Islands, ef Is- lendingar standa samhuga um að senda vörur sínar með skipum fé- lagsins og ferðast með skipum þess, fremur en skipum annara. Ef íslenzkir kaupmenn fá ekki vörur þær, er þeir kaupa fyrir sína peninga, fluttar með skipum þeim frá löndum, er þeim sjálfum sýnist, er önnur leið svo opin sem frekast er unt, nefnilega að leita viðskifta við aðrar þjóSir. I stuttu máli er álit Nielsens þetta: ÞaS stoSar lítt aS tala fagurt um framtíSarfyrirætlanir og sjálf- stæSi þjóSarinnar, ef við höfum ekki þá samheldni og forsjá til að bera, að standa saman um þetta félag okkar, sem sjálfstæði lands- ins stendur og fellur með. Það má ekki gleyma árunum, sem heimsstyrjöldin stóð, og Eim- skipafélagið var eitt um byrgja landiS aS nauðsynjavörum. Og þaS má ekki heldur gleyma því gagni, sem félagið gerír landinu hvern einasta dag ársins, og þess vegna verðum við allir að vinna saman að viðgangi þessa mikils- verða fyrirtækis vors."—Vörður. íslendingasögur. Fyrir forgöngu Jóns Ásbjörns- sonar, hæstaréttarlðgmanns, var í vor kallaður saman fundur nokkurra manan hér í bæ, er á- huga hafa á mentun, til þess aS ra 5a um nýja, vandaSa útgáfu Islendingasagna og annara merk- ustu fornrita vorra. Fundarmenn voru á einu máli um, aS nauðsyn bæri til að stofna til slíkrar út- gáfu. Þeir Jón Ásbjörnsson, Ól- afur Lárusson prófessor og Pétur Halldórsson bóksali voru kosnir i nefnd til þess aS annast fram- kvæmdir í málinu, en þeir kvöddu til samvinnu viS sig Matthías ÞórSarson fornminjavörð og Sig- urð Nordal prófessor. Það er nú fastráðið, að byrjað verður á þessari nýju útgáfu íslendingasagna og hefir stjórn hennar verið falin Sigurði Nor- dal. Verður byrjað að gefa út hinar merkustu af sögunum, en ætlast til að síðar fylgi önnur á- gætisrit fornbókmenta vorra. All- ur ytri frágangur útgáfunnar verður hinn vandaðasti. Hverri sögu eiga að fylgja landabréf af sögustöðvum og góðar myndir af merkustu sögustöðum, vandaðar efnisskýringar o.s.frv. Þá munu og smám saman fylgja myndir af fornum húsakynnum, búningum og vopnum. Yfirleitt verður út- gáfan svo úr garði gerð, að hún megi sem bezt hjálpa nútímales- anda til skilnings á efni hinna einstöku sagna, á lífi, háttum og menningu forfeðra vorra. Fjárframlaga verður leitaS hjá einstaklingum til þess að hrinda fyrirtækinu af stað og kosta út- gáfu fyrstu ritanna, en af ágóða þeirra er ætlast til aS framhald hennar verði kostað. Hafa all- margir menn hér í bæ þegar lof- að frá 100 til 500 kr. framlagi til fyrirtækisins. Vér teljum sjálf- sagt aS þeim, sem kunna aS vilja styrkja útgáfuna og þar meS flýta fyrir henni, beri aS snúa sér til einhvers af nefndarmönnum. Fyrirtæki þetta má vera þjóð vorri fagnaðarefni hið mesta og hafi þeir menn þökk og heiður, sem gerst hafa frumhvatamenn þess! "Fornbókmentir Islands eru aðalsbréf vort meðal þjóða Ev- rópu," sagði Georg Brandes eitt sinn, þ. e. a. s. þær eru þau skil- ríki, sem sanna heiminum kyn- gðfgi norræna stofnsins. Sög- urnar eru dýrasti heilsubrunnur íslenzku þjóðarinnar, manngildi hennar og þjóðernistilfinning mun sækja styrk í þær öld eftir öld. Oss er því. skylt að eiga þær í veglegri útgáfu, sem sé þannig úr garði gerð, að efni þeirra verði sem aðgengilegast, auð- skildast og mest heillandi öllum almenningi. Útgáfa sú, er nú er til stofnað, lalýtur eðlilega að verða kostnað- arsöm — en vér viljum skjóta því til stjórnenda fyrirtækisins, að sjá svo um, að ritin verði samt sem áður seld svo ódýrt, að allur þorri manna geti veitt sér þá gleði, að eignast "þau. Virðist sjálfsagt að ríkið ^ilaupi undSr bagga með fyrirtækinu í þessu skyni.—Vörður. A Langanesi vorið 1888. Hafís lá við land fram að höfuðdegi. Sveitin mín hefir sigur hlotið, suðrænna blíðuvalda notið, er leystu hana úr kaldri kló; nú eru grotnuð gríðar-þökin, grimmir pólverjar mistu tökin, giiðnuðu' og hurfu.í grænan sjó. í blikans ríki, á birtings-lónum, í búfjárhögum og úti' á sjónum, blíða fóstra! þú faðmar mig. Lífið bergmálar ást og yndi, ótal raddir, frá lá og strindi, sælunni fagna' og syngja um þig. Uppi' á heiði í álftaveri, hjá óðinshana og starakeri skrautgjarnar brekkur skrýða sig. Þig annast, móðir! unaðsvöldin, árla morguns og seint á kvöldin lífið klæðir og krýnir þig. Engin tunga með orðum sínum yfirbragðinu' á svipnum þínum lýsir, eins og þú lítur út, þá sól á lágnætti lýsir höllin og ljósavoðunum klæðast fjöllin, með heiðblámann eins og herðaklút. Eg hefi liðið þungar þrautir þessar nýgengnu vetrarbrautir, þú breiðir ofan á bölið mitt og andar blítt á báða vanga. Börn, ásamt móður, HSa' hiS stranga, gjöreySing situr um sætiS þitt. Vígsólginn hari valdi beitir, veSur um landsins norSur-sveitir, æfingu hefir armur þinn, marskálka pólsins marga heftir, mega þeir Itúta, í varShald hneptir, en Ósafjöll stöSva útherinn. Sagt var: "Langaness Ijótur tangi", lýgi er, þó í minnum hangi, búiS er þar við haga og hey, berjahlíðar og blómagresi, búgarSur prests á SauSanesi einn gjafmildasti' á Garðarsey. Meðan ísland á sæti situr og.sólin hagsæld t'il bygða flytur, enginn synjandi frá þér fer. Af fjarðarálum og fuglabjörgum úr fullu búri þú skamtar mörgum, og getur hvarvetna góðs af þér. EFTIR ALTSAMAN er ekkert sem jafnast á við Muk Mozart, Sask. Friðrik Guðmundsson. r Læknirinn í sveitinni. Dr. Albert Patrick, sem er lækn- ir í sveitaþorpinu Marceline, Mo., var vakinn upp eina nótt, þegar hann svaf vært eftir efriÖi dagsins, Og honum fært simskeyti, >ar sem hann var þeo'inn a& mæta yjárn- brautarlest, sem að litlum tíma liðn- um kæmi til þorpsins og hefði sjúkl- ing meðferðis. Hann flýtti sér sem mest hann mátti og þegar hann kom á járnbrautarstöÖina, var lest- in nýkomin og einn af járnbraut- arþjónunum var þar á gangi með ljós í hendi, því nóttin var dimm og bærinn illa lýstur. "Eg er Dr. Patrick, er þaÖ nokk- uÖ sem eg get gert hérna?" "Eg hefði nú sagt það, geriS þér svo vel að fara inn í lestina." Læknirinn gerði það', og þegar hann kom þar in í einn Pullmanns vagninn fann hann sjúklinginn og fó strax að stumra yfir hontim og reyna að komast eftir því hvað að honum gengi. En þegar hann var rétt nýbyrjaður á því, fann hann að lestin fór að hreyfast. "Farið ekki á stað," sagði Dr. Patrick, "eg get ekki farið að heim- an." "Ó-jú, þér meir en getið það." sagði feitlaginn náungi einhver, er stóð þar rétt hjá, "verið þér bara rólegur og gerið það sem þér getið fyrir.Mr. Flinn." "Eg stöðvaði ekki einu sinni maskínuna í bilnum niínum," sagði læknirinn, svo sem til að afsaka sig. "Það gerir ekkert, við skulum borga fyrir olíuna." "Eg get ekkert farið," sagði læknirinn, "eg hefi ekki einu sinni náttkjól með mér." "Ef þér getið gert svo mikið fyr- ir Mr. Flinn, að þér álítið að óhætt sé fyrir yður að fara frá honum og leggjast út af, þá skal eg lána yður náttkjólinn minn." Það var ekkert fyrir Dr. Patrick að gera annað en gefast upp, og hann gerSi það, og gaf sig nú allan við sjúklingnum og gerði alt fyrir hann sem best hann gat. Lestin þaut áfram með feykna hraíSa í vestur átt. Einhver sendi Mrs. Patrick svohljóðandi simskeyti: "Dr. Patrick er á leið með oss til Los Angeles til að líta eftir veik- um manni. Kemur bráðum heim." ("Undirskrifað; Ceil B. De Mille. Hvað frúin hugsaði þegar hún fékk þetta símskeyti, veit enginn nema hún sjálf. Hvað gekk að þessum Mr. Flinn, sem var á leið til Los Angeles veit læknirinn lík- legast, en auðvitað er hann ekki að tala um þaS við aðra. en í Marceline má heyra margar sögur um þessa ferð læknisins til Los Angeles. sem nágrannar hans kunna. Mr. Flinn hatnaði bæði fljótt og vel. Dr. Patrick haf'ði tækifæri til a'ð sjá alt sem merkilegast* er í Los Angeles. og hann fékk svo vel borgaða ferð- ina, að liann hefir aldrei fengið eins vel borgað fyrir verk sitt. fyr eða síðar. Þetta segja nú nágrannirnir. en ])eir segja nú stundum fleira en þeir vita. synti ungfrú Ruth Hanson frá Engey og upp að bæjarbryggj- unni í Reykjavík. Leið 1 klt. og hér um bil 5 mín- útur frá því er hún komst af stað fyrir alvöru og þangað til hún tók land við bryggjuna. Að vísu hafði hún farið út í vatnið ein- hverjum mínútum fyr, en varð að bíða eftir bát, sem fylgdi henni. Voru í þeim bát foreldrar hennar, Matthías Einarsson læknir og Benedikt G. Waage, sem áður hef- ir synt þessa sömu leiS. — Sjór- inn var í kaldara lagi. I álnum mun hann hafa veriS um 10 stig, en eitthvaS lítiS eitt hlýrri nær landi. Straumur var og tals- verSur, þaS stóS þá einmitt á stórstraumsinnfalli, og öldugang- ur nokkur á leiSinni, sem gerði sundið erfiðara. Þó þótti ung- frúnni óþægilegast að synda í höfninni, þótt sjórinn væri þar heitari, vegna þess að þar var daunill olía ofan á vatninu. Ekkert hafði spurst um þessa sundþraut fyr en einhverjir. upp- götvuSu þegar ungfrúin var kom- in inn á höfnina. SafnaSist þá hópur manna niður á bryggju og heilsaði með húrrahrópum þegar hún steig á land. Var hún furðu hress, og stflttri stundu síðar var ekki að sjá að hún hefSi neitt erfiði á sig lagt. Hingað til hefir engin kona hér á landi þreytt neitt nærri því eins langt stund og betta svo neinn viti, en litlar sögur farið af sundþrautum kvenna - síðan Helga jarlsdóttir synti úr Geirs- hólm til lands með Björn son sinn fjögra vetra og fór síðan á móti Grímkatli, eldra syni sínum, "er honum dapraðist sundíð". — Skemtsa leiðin úr Geirshólm sýn- ist vera hálfur kílómeter á kort- inn, en út í Engey nær 2V2 km.— Vísir. DÁNARFEGN. NæstliSinn 27. maí, kl. 8 að morgni, lézt á heimili tengdason- ar síns, Jóhanns Sigbjörnssonar, og Soffíu dóttur sinnar, nálægt Leslie, Sask., merkismaSurinn Sigurjón Jónsson, faðir Lárusar S,igurjónssona4 cand. |theol. og skálds, sem í nokkur ár dvaldi í þeirri bygð og sem margir ls- h-ndingar kannast við og þekkja að góðu. Sigurjón sál. var fæddur 11. nóv. 1852 á Hlíðarenda í NorSur- Múlasýslu á Islandi. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson og kona hans Lára ÞórSardóttir, er síSast bjuggu á Setbergi í Borg- arfirði eystra. Hann kvæntist Jóhönnu Jóhannesardóttur, ætt- aSri úr MjóafirSi. Þau eignuS- ust sjö bðrn, þrjá pilta og fjórar stúlkur, og dó ein þeirra ung, GuSrún Lára aS nafni. Hin, sem komust til fullorð- insára og eru enn á lífi, eru: Jónína, gift Björgvin Einarssyni, búsett nálægt Wynyard; Lárus skáld, í Chicago; Soffía, gift Jóhanni Sigbjörnssyni, að Leslie; Stefán Pétur, í Reykjavík; Ingi- mundur, til heimilis í Upham, N.- D., og Jóhanna María, gift Jóni Brynjólfsyni, nálægt Wynyard. Sigurjón sál. og Jóhanna kona hans bjuggu á Hvannstóð í Borg- arfirðí, NorSur-Múlasýslu, þang- av til þau fluttu til Ameríku ár- iS 1903. I Canada dvöldu þau í Álftavatnsbygð, í borginni Win- nipeg og í Vatnabygðinni í Sask., í grend viS Wynfard. Þar tók Sigurjón sál. heimilisréttarland og bjó á því í nokkur ár. Árið 1922 varð Sigurjón sál. fyrir þeirri miklu sorg, að missa konu sína, og eftir það dvaldi hann ýmist einn eða hjá áminst- um tengdasyni sínum og dóttur, þar sem sólsetur hans kom um síðir. Sigurjón var greindur maður og trúmaður mikill. Hann var mjög bókhneigður og hafði yndi af og frábæran skilning á ís- lenzkum kveðskap. Hann var ríkur maður í andlegum skilningi og "Israelíti, sem engin svik bjuggu í." Trúmenskan við alt og alla var aðal eiginleiki hans. Blessuð sé minning hins fram- HSna! C- J- °- ÞAKKIR. Oss er bæSi ljúft og skylt í heyranda hljóSi að færa innileg- ustu þakkir vorar vinum þeim, sem heiðruðu greftrun fóður Jónssonar, með vors, Sigurjons návist sinni, blómgjöfum a 1«- kistuna, aðstoð við guðsþjónust- urnar á heimilinu og í kirkjunm og burði beinanna seinustu a- fangana, til hinzta hvíldarstaðar. Þá eru oss miklar þakkir a heilu og skynsömu starfi kenni- mannsins við jarðarfararathofn- ina og söngvi söngmannanna, er sungu fagurlega vora góðu og gomlu útfararsálma yfir líki hms látna, __ að íslenzkum sið. Einnig kunnum við alúðar- þakkir nágrannafólki föður Vors heitins, öllu, sem á liðnum árum lét honum í té vinsemd, góðvild og greiða á ýmsan hátt. Er þá einkum viðeigandi að geta bónda- hjónanna Gunnars Guðmundsson- ar og Kristínar konu hans; voru þau hjónin honum hinir beztu ná- grannar um mörg ár og reyndust honum ætíS sem alúSarvinir, hjálpsöm og kærleiksrík. Kærar þakkir fyrir samúðina og drengskapinn, Islendingar! Frændurnir. FRÆKILEGT SUND. Ruth Hanson syndir á rúmum kl.tíma frá Engey til lands. í gær, (15. júlí) um 4—5 leytið, ALHEIMS ORDSTÍR cWhisky Hefir gerst í ekta eikarköggum W33 K«q Effiffltr^^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.