Lögberg - 17.11.1927, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.11.1927, Blaðsíða 2
BIs. 2 LöGtt&RG, FIMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1927. ípSH525ZS25a52SZ5Z525H5?5a525S525a5H5HSH525H525H5a5HSa5E5252525H5Z525E5H5ESa5aSH5a5H5a5a5H5H525H5HSE5a5a5a5E5H525E5HS25ESa5E5SSE525Z5a5E5HSH5H5S5E5H525H5BSH5HS'Z5aS?‘rtíS25H5a SÓLSKIN sasasasasps vtststísasasHsasasasasasasasasasasasasHsasasasasasasasasasasasasasHísasasasHsasasasasasasasasasasasasasasasasasasasHsasasasasasasasasasasasasasasasa sasasasasasasi Sérstök deild í blaðinu LITLI RAUÐI DVERGURINN. Eftir séra Mark Guy Pearse. (Útdráttur.) Einu sinni var lítill rauður dvergur; og það er ekki langt síðan. Margir dvergar hafa ver- ið gletnir og hrekkjóttir, og sumir beinlínis ill- illir; en það er víst, að þessi litli rauði dverg- ur var verstur þeirra allra, eða gerði mest ilt af sér. Þetta er enn þá ótrúlegra, þó, það sé satt, þegar tekið er tillit til þess, hversu dæmalaust dvergurinn var lítill. Hann var minsti dvergurinn, sem nokkurn tíma hefir þekst. Flestir dvergar eru þó svo stórir, að þeir eru mældir í fetum, en þessi var ekki nema örfáir þumlungar á hæð. Rauði dvergurinn átti heima í litlum helli, sem var ó- sköp skrítinn. Hellirinn var dimmur, og þar var lágt undir loft. 1 hliðinu, sem lá inn'í hellinn, voru tvær grindur, sem litu út eins og þær væru búnar til úr sterkum fílabeinsrimlum. Þær voru þannig gerðar, að þær gátu fallið þétt saman, og þá lok- aðist hellirinn. Fyrir utan þetta hlið voru vængjahuij^ir, sem einnig féllu fast saman. Enginn hellir í öllu landinu var eins vel læstur og þessi, — en samt sem áður var erfið- ara að halda þessum litla dverg í skefjum, en nokkrum öðrum. Enginn smiður var til, sem gæti smíðað nógu öflugan lás til þess að loka dverginn svo vel inni, að hann gæti ekki gert einhverja skömm af sér. Það var algengt, að loka inni ræningja, og það var mögulegt að handsama ógurlegustu villidvr og loka þau inni með járngrindum, — en hvorki lokur né lásar, grindur né girðingar, gátu haldið litla rauða dvergnum inni. Næsti nágranni hans, — annar dvergur — átti heima í öðrum helli. Fyrir þeim helli voru engar hurðir. Sá dvergur var svo rólegur og hæglátur, að varla nokkurn tíma heyrðist til hans, nema stöku sinnum þegar hann svaf; en þá vissi hann auðvitað ekkert af sér. Lengra uppi í f jallgarðinnm voru tveir aðr- ir dvergar, sinn í hvorum helli; þeir voru bræð- ur. Þeir lokuðu hellinum sínum að eins með því að láta þunnar blæjur falla niður fyrir dyrnar. Þair þurftu ekki neinar aðrar hurðir, nema þegar þeir urðu gamlir og veikburða. Þá fengu þeir sér krystallshurðir til hlífðar. Utar í fjallgarðinum á tveimur stöðum, sín- um hvoru megin við litla dverginn rauða, voru tveir aðrir dvergar; þeirra hellir var aldrei lokað; þar voru hliðin galopin nótt og dag. Ástæðan fyrir því, að helli litla dvergsins rauða var svona mikið betur lokað, en hinna dverganna, var sú, að allir voru hræddir við hann, en ekki við hina. Já, hann. var ósköp lítill, þessi dvergur og margir héldu, að ekkert þyrfti að skifta sér af honum eða hræðast hann. En þó var hann ein- mitt voldugri en flestir aðrir í þessum heimi. Hann gat blásið svo hvast, að stórtjón hlyt- ist af; hann gat kveikt upp logandi bál, sem brendi og eyðilagði alt á svipstund*. Það var einungis til einn konungur, sem var sterkari en litli, rauði dvergurinn. Eg segi ykkur frá honum seinna. Eg get sagt ykkur margt Skrít.ið um þennan dverg, en það skrítnasta er samt þetta: Hann var altaf kyr heima í hellinum sínum. Stund- um var hægt að sjá hann allra snöggvast, þeg- ar hann teygði sig út fvrir fílabeinsgrindurnar, en hann hvarf alt af inn aftur svo að segja við- stöðulaust. Þjóðsögurnar segja frá því, að dvergar höfðu kápu, sem gerði þá ósýnilega. Þessi dvergur þurfti ekki á þess konar kápu að halda, því hann bara faldi sig í hellinum sínum. En þó litli, rauði dvergurinn færi aldrei að heiman, þá hafði hann mörg hundruð sendi- sveina, sem hann lét fara í allar áttir með er- indi sín. Hann gat sent út stóran hóp af þeim í einu. Allir þessir sendisveinar höfðu kápu, sem gerði þá ósvnilega. Ekki var heldur mögulegt að þreifa á þeim; þeir höfðu skó á fótunum, sem það eðli höfðu, að sendisveinarnir gátu farið óraveg á ör- stuttum tíma. Margir þessara sendisveina höfðu með sér örlítil spjót, og eitraðar örvar, sem særðu djúp- um sárum og illum, sem sviðu ákaflega og greru seint. Stundum opnaði litli, rauði dvergurinn hellinn sinn og sendi heila herskara af þjónum sínum með blvs og eldibranda og lét þá kveikja í húsum eða heilum hiísaröðum og stundum jafnvel brenna upp heila bæi. T)æmi voru til þess, að beir kveiktu bál, sem eyðilagði heil lönd með eldi. Stundum sendi rauði. litli dvergurinu þjóna sína til þess að ræua. Þeir réðust þá kannske á einhvem saklausan manu, þar sem hann var á ferð og átti sér einskis ills von, og rændi frá honum því dýrmætasta, sem hann átti til. Engiun var svo voldugur, að þessir voða- gestir réðust ekki á hann, og enginn var svo lít- ilmótlegur, að honum væri hlíft. Þó einhver væri eins stór og sterkur og Golíat, þá hömuðust sendisveinar litla dvera”s- ins á honum bangað til hann sá sér ekki annað fært, en að flvja. Og þeir réðust jafu miskunnarlaust á vam- arlausar konur og saklaus börn. Svo grimmur var litli, rauði dveræurinn, að þó hann hefði ofsótt einhvern þangað til hann flýði, þá lét hann sendimenn sína elta hann og ofsækja í fjarlægðinni. Þó eg lifði eins lengi og Metúsalem og gerði ekkert annað alla daga en skrifa, þá gæti eg samt ekki skrifað upp alla óknytti litla dvergs- ins. Hann lét vini skilja og verða hatursmenn; hann lét menn ilskast og vonzkast út af engu, og lét þá rógbera hvom annan. Hann hafði eyðilagt hvert heimilið á fætur öðru. Enginn komst hjá áhrifum litla dvergsins. Langt inni í landinu, þar sem alt þetta gerð- ist, var voldugur konungur. Eg mintist á hann í byrjun sögunnar. Hann var sá eini, sem gat ráðið við litla dverginn. Sannleikurinn er sá, að þó litli dvergurinn væri svona óviðráðanlegur og illur, þá gat hann ekki gert annað en það, sem þessi konungur sagði honum. Hann átti því ekki .skilið, að vera skammaður eins mikið og hann var. Hann varð að gera það, sem honum var sagt. Þegar dvergurinn sendi út sveina sína með eitraðu örvarnar og spjótin og eldibrandana, þá var það alt eftir boði konungsins. Nú vildi það til einu sinni, að gamall mað- ur fann æfagamla bók. Þar var í margt ein- kennilegt og merkilegt. Gamli maðurinn las bókina í frístundum sínum og hugsaði um hana við vinnu sína. Bókin var prentuð með fornu letri, bundin í svart leðurband með lát- únsspöngum. Maðurinn, sem átti bókina, var skósmiður. Hann hafði fengið hana fyrir lítið hjá manni, sem verzlaði með gamlar bækur; en hann grun- aði ekki hversu mikils virði hún var. Það var nokkurs konar töfrabók og þar voru í allir leyndardómar lífsins geymdir. Þar var það sagt, hvernig maður gæti orðið ríiíur; hvernig maður gæti orðið vitur o. s. frv. Skósmiðurinn lærði margt af þessari bók og fólk kom til hans í hópum til þess að læra af honum. Þessi gamli maður hafði fundið út þann leyndardóm, sem allir vilja læra—það að verða hamingjusamur. Enginn annar maður í land- inu hafði eins mikla birtu, hlýju eða sólskin í andlitinu eins og gamli skósmiðurinn. Svo var það einu sjnni, þegar hann var að lesa í bókinni sinni, að hann rakst einmitt á sög- una af litla dvergnum rauða. Hann varð alveg hissa; hann lyfti upp á ennið gömlu spanga- gleraugunum sínum, hætti að vinna og sat hugs- andi. Hann hafði fundið leyndarmálið um dverginn og 'konunginn, og hann sá, að dverg- skömmin átti ekki sök á þessu; hann gerði ekk- ert annað en að hlýða konunginum. “Jæja,” sagði jgamli ; skósmiðurinn' við sjálfan sig: “Ef við bara getum fengið annan konung, og losnað við þann, sem við höfum, þá mundi alt breytast og batna. Ef við hefðum góðan, vitran og kærleiksríkan konung, þá yrði þessi litli, rauði dvergur til eins mikillar bless- unar, eins og hann hefir verið til mikillar bölv- unar.” Hver haldið þið að þessi dvergur sé? eða vitið þið hver konungurinn er? krifið þið Sólskini bréf og segið hvað þið haldið um það. Seinna verður ykkur svo sagt, hvort þið gátuð rétt til eða ekki. S. J. J. þýddi. LOVISA LITLA. Hún kom inn, hún Lovísa litla, svo léttfætt og glóð og rjóð; og henni bjó eitthvað í huga, af hlaupunum var ’ún móð. Hún settist hjá mömmu sinni, og sakleysi’ úr augum skein; hún sagði, með sólfögru brosi, því sálin var engilhrein: “Þú manst það, að presturinn, mamma, 'í m^ssunni sagði í gær: væri’ einhver, sem ætti’ enga kápu, enn annar, sem ætti tvær, þá ætt’ hann að gefa’ honum aðra, svo auðnaðist báðum skjól. Eg man að hann þrítók þptta, að þ a ð væru gleðileg jól. Hann oft hafði prédikað áður, um allsherjar bræðralag og mannanna skyldur og skuldir — Eg skildi það fyrst í dag. Eg mæti’ henni eineygðu Mögga — þú manst — sem er nææri blind — sem brendi sig við að bjarga úr brunanum haltri kind. Með bróður sinn kom hún í kerru, og kindin haltraði með,. og augun altaf á Möggu, hún af henni gat ekki séð. Eg hlakkandi gekk út á götu til gleði og jólahalds, og sólin skein björt yfir bæinn, sem brosandi móðir alls. Þá skildi eg skipanir prestsins, þær skýrðust mér þúsundfalt, því Kristur í líkingum kendi, og kápan, hún þýðir alt. Hún Magga lét augað sitt annað, i en öðrum til lífs það var. Nú ákil eg það alt út í æsar, að augað var kápan þar. Og Kristur var alt af að kenna um kærleik í einhverri mynd, og bauð öllum hjálpandi hendi, eins hvort það var barn eða kind. Já, Kristur var albróðir allra, þeim aumustu líkn og skjól, og presturinn þrítók þetta: að þ a ð væru gleðileg jól. Sig. Júl. Jóhannesson. GULLDÖSIRNAR. Hershöfðingi nokkur hafði eitt sinn að heim- boði hjá sér marga yfirmenn við herinn. Yfir borðum sýndi hann þeim gulldósir, sem hann nýlegu hafði keypt, og sem voru hin mesta ger- semi. En þegar hann litlu síðar ætlaði að taka í nefið, og fór í vasa sinn, til að ná dósunum, fann hann þær ekki. Beiddi hann þá borðgest- ina að leita í vösum sínum og hyggja að, hvort þeir hefðu ekki óvart stungið dósunum á sig. Þeir stóðu þegar allir upp og sneru vösum sín- um um, en dósirnar fundust hvergi. Þó var þar einn ungur liðsforingi við borðið, sem brá mjög við þptta, og sat hann kyr og kvaðst ekki mundu snúa um vösum síyum. “Eg fullvissa ykkur um,” sagði hann, “að eg hefi ekki tekið dósirnar, og verðið þér að taka orð mín trúan- leg. ” — Síðan var staðið pp frá borðum og fór hver heim til sín; en allir höfðu flokksforingja þenna grunaðan um að hafa stolið dósunum. Daginn eftir lét hershöfðinginn kalla hann fyr- ir sig og mælti: “Dósirnar eru fundnar; það var gat á kjólvasa mínum, og liöfðu þær runnið ofan með fóðrinu. Segið mér nú, hvað til þess kom, að þér í gær vilduð ekki snúa um vösum yðar, þar sem allir hinir voru fúsir til þess.” Flokksforinginn svaraði og mælti: “Eg get sagt yður það eipslega, fyrst ekki eru fleiri við- staddir. Af því foreldrar mínir eru fátækir, sendi eg þeim helminginn af launum mínum, og hefi því aldrei efni á að borða heitan mið- degismat. Þegar þér í gær veittuð mér þá virð- ingu, að bjóða mér að borða hjá yður, hafði eg þegar miðdegismatinn í vasanum, og þér getið því nærri, hvað eg hefði skammast mín af því, að láta gesti yðar sjá, að eg hefði blóðmör og brauðsneiðar í vasa mínum.” — Af þessari játningu komst hershöfðinginn mjög við og mælti: “Þér eruð ágætur sonur; til þess að þér eigið hægra með að hjálpa foreldrum vðar, er vður velkomið héðan í frá að .borða hjá mér miðdegismat á hverjum degi.” — Síðan leiddi hann hann inn í borðsalinn, rétti að honum gfulldósirnar í viðurvist allra vfirmannanua við herinn, og beiddi hauu að biggia bær af sér sem lítilfjörlegt virðingarmerki.—Smás. P. P. DAVÍÐS SÁLMUR 148. Eftir Valdimar biskum Ériem. 1. Lofa Drottin, þú himins her, himin, jörð og hvað skapað er; lofi hann allir englar hans öflugar hetjur skaparans. Sé drotni dýrð! 2. Lofi drottin, þér hnatta hjól, heiðrið drotin, þér tungl osr sól, göfgið þér drottin, tignartjöld, tignið þér drottin, stjarna fjöld. Sé drotni 'dýrð! 3. Lofið drottin, þú land og sjór, lofið drottin, þú hagl og snjór; leiftur og þrumur, lofið hann, lofið þér, stormar, skaparann. Sé drotni dýrð! 4. Lofið drottip, þér fjöll og fell, fossar, elfir og jökulsvell, dalir og hlíðar, gil og grund, grösin á engi, blóm í lund. Sé drotni dýrð! 5. Lofið drottin, þér fugla f jöld, fiskar sjávar um djúpin köld; alt það, sem lifir ofar fold, alt það, sem skríður djúpa í mold. Sé drotni dýrð! 6. Lofa drottin, þú lífsins hjörð, lágir, háir á allri jörð; ungir og gamlir syngið sætt, sveinar og meyjar, gjörvalt fætt. Sé drotni dýrð! 7. Lofa drottin, ]>ú lífið alt, lífsins skapara þúsundfalt; alt það, sem bærist heims um hring, heiður og lof þeim drotni syng! Syng drotni dýrð! “ Sam ” í febr. 1895. Professional Cards dr. b. j. brandson 216-220 Medical Arts Bld&. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Phone: 27 122 Winnlpeg, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka áherzlu á atS eelja meðul eftir forskrlftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aC f& eru notufi eingöngu. |>egar þér kómiC meb forskriftlna til vor, megiC þér vera viss um, aS fá rétt þaS sem læknirinn tekur til. Notre Dame and Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 «50 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Gnaham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: 27 586 Winnipeg, Manltoba. DR. B. H. OLSON ai®-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Pbono: 21 834 Office Hours: 3—5 Helmili: 921 Sherburne 9t. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 210-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Stg. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka ijúkdóma.—Er að hiitita kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Heimili: 373 River Ave. 'Pals. 42 691 DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er nð hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Offioe Phone: 22 298 Heimili: 80'6 Victor St. Slmi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tarmlæknlr 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8t». Phone: 21 834 Heimllls Tais.: 38 62« DR. G. J. SNÆDAL Tannlieknlr 614 Sonierset Block Cor. Portage Ave og Donald 8t. Talslmi: 28 889 Dr. Sig. Júl. Jóhannesson stundar almennar lœkningar 532 Sheiburn St. Tals. 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. , 607 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 3-7 e.h. og á Sunnudögum frá 11-12 f.h. Giftlnga- og Jarðarfara- Blóm , nieð lltlurn fyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. TaLs.: 30 720 St. John: 2, Rlng 8 THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfræðlngar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N fslenzkir lögfræðlngar. 356 Main St. Tals.: 24 963 peir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hitta á eftirfylgj- andi ttmuxn: Lundar: annan hvern miðvikudag Rlverton: Fyrsta fimtudag, Glmli: Fyrsta miðvikudag, Piney: priðja föstudag I hverjum mánuði J. Raynar Jotrnson, b.a.,lib, llm. íslerzkur lögmaður með McMnrray & McMurray 410 Electric Railway Chamber Winnipeg, Man. Símar: Skrifst. 26 821. Heima 29 014 A. G. EGGERTSSON fsl. lögfrieðlngur Hefir rétt til að flytja mál bæði I Manitoba og Saskatöhewan Skrifstofa: Wynyard, Sask. A. C. JOHNSON 907 Confederatlon Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundis. Skrifstofustmi: 24 263 Heimasími: 33 328 J. J. SWANSON & CO. LIMITED R e n t a 1 s Insurance R e a 1 Estate Mortgages 600 PARIS BLDG., WINNPEG. Phones: 26 349—26 340 Emil Johnson SERVIOE El.EtTTRIC Rafmagns Contracting — Allskyns rafmagnsáhöld seld og viO þau gert — Eg sel Moffat og CcClary elda- vélar og hefi þwr til sýnis á verk- stæði mínu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin við Young Street, Winnipeg) Verkst.: 31 507 Heima:27 286 A. S. BARDAL 848 Sherhrooke St. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá besrtii. Ennfremur seluf hann. allskonar minnisvarðia og legsteina. Skrifstofu t.a'.B. 86 607 Helmllls TftLs.: 58 302 Tals. 24 153 ■1 ■ m .J. 111 1! NewLyceum Fhoto Studio Kristín Bjarnason eig. 390 Portage Ave, Winmpeg Næst við Lyceum leikhúsið. Holmes Bros. Transfer Co. Baggage and Furniture Moving Phone 30 449 668 Alverstone St., Winnipeg; ViðskiftiLlendinga óskaö. Hitt og Þetta. , Kotys, konungur í Þrakíu, vissi, að hann var ákaflega reiðigjarn og refsaði þjónum sínum grimmilega, þegar þeim varð eitthvað á. Þeg- ar hann því einu sinni liafði þegið að gjöf ker, sem var gjört með mjög miklum hagleik, en þunt og brothætt, launaði hann það gjafaran- um konunglega, en braut það sjálfur sundur. Þegar menn furðuðu sig á þessari aðferð hans, svaraði hann: “Eg gjörði það til þess að kom- ast hjá að reiðast þeim, sem kynni að brjóta það.” — Smás. P.P.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.