Lögberg - 17.11.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.11.1927, Blaðsíða 1
40 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1927 NOMER 46 Helztu heims-fréttir Canada. Tuttugu miljónum dala vill auð- mannafélag eitt í New York verja til að byggja járnbraut út frá Hudsons Bay brautinni til Flin Flon koparnámanna í Mani- tobafylki norðanverðu. En um- boðsmenn þessa félags, Whitney Company, New York, eru nú í Ottawa til að semja við stjórn- ina um það sem að þessari braut- arbyggingu lýtur. Hvernig sam- ist hefir, eða hvernig semst milli félags þessa og stjórnarinnar, er enn ekki kunnugt, en félagið er viljugt að verja þessu afar-mikla fé til að byggja brautina, svo námurnar verði starfræktar, og sýnir það ljóslega, að félagið er ekki í miklum vafa um, að hér er um miklar auðsuppsprettur að ræða. Margt er það annað, er auð- menn í Bandaríkjunum eru nú að leggja fé sitt í í Manitoba, svo sem timburtekju til pappírsgerð- ar, fossavirkjun og fleira, því þeim er það fyllilega ljóst, að hér er gróðavon. * * * Ráðstafanir hafa verið gerðar til að flytja 36,000,000 mæla af Vestur-Canada hveiti til Bret- lands og annara landa í Evrópu í þessum mánuði og tveimur næstu mánuðum, eða 20 miljónir mæla í desember, sex miljónir í nóvember og tíu miljónir í jan- úar. Það er álitið, að í desem- bermánuði einum þurfi hundrað skip að minsta kosti til að flytja hveiti frá Canada til Evrópu. * * * Horace Caliver, conservative, var hinn 1. þ.m. kosinn gagnskókn- arlaust þingmaður fyrir Ontario- þingið í Prince Edward kjördæmi. Við síðustu fylkiskosningar beið hann þar ósigur fyrir W. E. Ra- ney, progressive, sem hefir verið gerður að dómara og varð því að segja af sér þingmensku. Þessi kosning hefir litla þýðingu hvað snertir afstöðu flokkanna á þing- inu í Ontario, því conservatívar halda þar 75 þingsætum, en allir aðrir ekki nema 37, því í þinginu eru alls 112 þingmenn. * * • George Spence, M.P., hefir ver- ið tekinn inn í Gardiners ráðu- neytið í Saskatchewan, sem járn- brautaráðherra. Einhverjar fleiri breytingar er búist við að gerðar ' verði á ráðuneytinu þar, og því ollu komið í fast horf áður en þingið kemur saman í vetur. » » » Bílunum í Manitoba fjölgar stöðugt. Allir, sem bíla eiga, verða að fá leyfi hjá fylkisstjórn- inni árlega til að nota þá og borg- ar hver maður stjórninni nokkra f.járupphæð fyrir það. Þau leyfi, sem stjórnin gaf út árið 1926, voru alls 59,875, en í septemberlok á þessu ári, voru þau orðin 60,479. Árið 1925 urðu tekjur stjórnar- innar af þessu $660,844, en 1926 námu þær $761,033. Þetta á við bæði fólksflutnings og vöruflutn- inga bíla. * » • Verzlunarfélagið mikla, T. Eaton Co., Ltd., hefir keypt stóra lóð í Calgary, Alberta, og gerir félagið ráð fyrir áð byggja þar eitt af sínum stóru verzlunarhús- um áður en langt líður. Félagið hefir einnig keypt nokkrar fleiri lóðir í Calgary, svo það lítur út fyrir, að félagið hugsi sér að hafa þar tðluvert mikið um s'ig. * » • Hon. C. A. Aemlin, stjórnarfor- maður í British Columbia 1894— 1900, dó að Ashcroft, B. C, fyrir skömmu, 94 ára að aldri. Hann kom til British Columbia frá Ont- ario 1862. * * * Canada hefir gefið Bandaríkj- unum steinkross mikinn og fall- egan til minningar um Banda- ríkjamenn, sem börðust undir brezkum merkjum í Evrópustríð- inu og létu þar líf sitt. Var minn- ismerki þetta afhjúpað í Arling- ton grafreitnum, hinn 11. þ.m., af sendiherra Canada, Hon. Vincent Massey. þátt tóku í stríðinu, með því að ollum vinnubrögðum er hætt í tvær mínútur þegar klukkan slær ellefu, og er þá ætlast til að all- ir minnist í huga og hjarta þeirra, er lifið létu í hinum voðalega ó- friði. Þetta var gert alstaðar í Canada í þetta sinn, eins og und- anfarin ár og á fleiri vegu var stríðslokanna minst, víða í Can- ada. milli Frakklands anna. og Bandaríkj- Charles R. Hosmer andaðist í Montreal hinn 14. þ.m., 76 ára að aldri. Hann var einn með þekt- ustu fjársýslumönnum hér í landi, forseti Ogilvie Flour Mills félags- ins og fleiri stórfélaga og með- ráðamaður í ýmsum öðrum. Sjálf- ur hafði hann hafist til auðs og valda, því hann var eitt sinn fá- tækur símaþjónn hjá Grand Trunk járnbrautarfélaginu. » » • Bracken stjórnarformaður í Manitoba, og þeir aðrir, sem með honum fóru til Ottawa, til fund- við sambandsstjórnina, komu aft- ur á mánudaginn. Sagði hann, að fylkisstjórnin mundi lögleiða elli- styrkinn, annað hvort á því þingi, sem nú fer í hönd, eða þá næsta þingi þar á eftir, nema ef sam- bandsstjórnin kynni að vilja bera allan kostnaðinn, annars myndi ellistyrkurinn auka útgjöld fylk- isins um $500,000 eða meira. Stjórnarflokkurinn er í dag að halda flokksfund og verður nú vafalaust fast á kveðið hvenær þingið kemur saman, því Mr. Bracken segir, að það hafi ekki verið gert enn, þó helzt hafi ver- ið talað um 1. desember. Níu ár voru liðin kl.' 11 að morgni hins 11. þ.m. síðan stríð- inu mikla lauk. Þess er jafnan minst þennan dag í Canada, eins og í mörgum öðrum löndum, sem Bandaríkin. Thomas A. Edison, hugvitsmað- urinn frægi, telur það ekkert vafa- mál, að einhvern tíma lendi Ame- ríka í stríð'i við Evrópu, þó það kunni að verða nokkuð langt þangað til, eða all-mörg ár að minsta kosti. En þegar að þessu komi þá verði Evrópumenn fljót- ir til að koma í veg fyrir, að nokk- urt togleður flytjist til Ameríku. Honum finst því ríða ósköp mik- ið á, að Bandaríkjamenn komist upp á lag með að framleiða fljót- lega mikið af togleðri, eða þá að finna upp eitthvert annað efni, sem geti komið í þess stað. Er hann nú að vinna að því, að þetta geti haft framgang. * * * Wiliiam Hale Tohmpson, borg- arstjóri í Chicago, hefir-að und- anförnu verið í Washington og er haldið, að hann hafi töluverðan áhuga á að ná útnefningu sem forsetaefni við kosningarnar 1928, og þykir ekki með öllu ólíklegt, að honum kannske hepnist það. Með- an Thompson var í Washington» heimsótti hann forseta, og þegar hann kom þaðan, sat fyrir honum blaðamaður, þem vildi hafa tal af honum, og byrjaði hann sam- talið þannig: "Hvert ætlið þér að fara héðan, herra borgarstjóri?" "Ég vildi helzt fara eitthvað þar sem eg gæti fengið drykk;; getið þér leiðbeint mér nokkuð?" "Þér getið reynt skrifstofu brezka sendiherrans." Það er sagt, að svar Thompsons sé ekki eftir hafandi Ákaflega stór gasgeymir sprakk í loft upp á mánudaginn var, í Pittsburgh, Pa., og olli feykilegu tjóni. Það er haldið, að um eða yfir 50 manns hafi farist þar og eignatjónið nemur mörgum milj- ónum dala. Byggingar þar víða í nágrenninu hrundu og eyðilögð- ust, og misti þar margt fólk heimili sín. * * * Árið 1926 er íbúatala Bandaríkj- anna talin að vera 117 miljónir, en samanlagðar árstekjur alls þessa fólks níutíu biljónir dala. Hafa því tekjurnar vaxið um tutt- ugu og sjö bilj. eða rúmlega 43 per cent. á fimm' árum, eða síð- an 1921. * * * Sjö hundruð prestar, sem heima eiga Víðsvegar í Bandaríkjunum, hafa sent Coolidge forsta áskor- un um að fallast á uppástungu Aristide Briand, utanríkisráðherra Frakka, um að ólöghelga stríð Bretland. Fjórtán konur hafa í haust ver- ið kosnar til að gegna borgar- stjóra embættum á Englandi og í Wales. Þektastar þeirra eru Miss Margaret Beavan í Liverpool og Lady Hulse í Salisbury. Þetta er í fyrsta sinn, sem þessar borg- ir hafa konur til að gegna þessum embættum, þó ýmsar aðrar borgir hafi gert það. Árið 1923 kaus Norwich konu til að vera borgar- stjóra og hafa ýmsir smærri bæ- ir gert það síðan. * * * Bretar eru í þann veginn að byrja að byggja eitt herskip (cruiser) sem verður 10,000 tons að stærð, tvö 8,000 tons og 15 /smærri skip, og er gert ráð fyrir, að þau kosti öll $58,000,000. Þetta er afleiðingin af því, að takmörk- un herflotanna, sem svo mikið var talað um í sumar, náði ekki fram að ganga. * * » Bretum er farið að lítast alvar- lega á það, að prinzinn af Wales er nú orðinn 33 ára gamall, og er enn ógiftur og allar tilgáturnar um það, að hann ætlaði þá og þeg- ar að eiga þessa eða hina prins esuna, hafa að engu orðið. En það er samt ekki mjög hætt við, að ríkiserfðirnar gangi úr ætt- inni, því bróðir hans á dálitla dóttur, sem gæti vel orðið drotn- ing, ef á þyrfti að halda. » * * Þeir sem eftirlaun þiggja á Bretlandi nú eru 1,600,000, eða einn af hvérjum 26 af allri heima- þjóðinni. Hefir þeim þó vafalaust fækkað mikið frá þeim tíma, að þeir voru flestir, eða skömmu eft- ir stríðið, því árlega giftast 4,000 ekkjur fallinna hermanna og margt fólk, sem eftirlaun hefir fengið, deyr á hverju ári. Hinn 7. þ.m. var Bolshevik stjórnarbyltingarinriar á Rúss- landi víða minst með skrúðgöng- um og ræðuhóldum og í Moscow var þann dag almennur helgi- dagur. # * * Mihall Manoilescu, stjórnmála- maður í Rumeníu, hefir verið sýknaður af þeirri kæru, að hafa reynt að nota vald sitt og áhrif til þess að koma Carol prinz þar til valda og gera hann að kon- ungi yfir landinu, þótt hann hefði verið sviftur erfðarétti. Dómararnir voru fimm og voru þrír af þeim á þeirri skoðun, að Manoilescu ætti að vera sýknað- ur af þessari kæru. 0r bœnum. Bæjarstjórnarkosningar fara i'ram í Winnipeg hinn 25. þ.m., en útnefningar fóru fram á fimtu- daginn í vikunni sem leið. Það var búist við, að þrír menn yrðu í kjöri um borgarstjóra embættið, en þegar til kom, dró Mr. Pulford sig í hlé, svo nú eru í vali tveir að eins, þeir Dan \ McLean, sem sæti hefir átt í bæjarstjórninni í mörg ár og gegnt borgarstjóra- störfum i fjarveru borgarstjóra, og John Queen fylkisþingmaður og leiðtogi verkamannaflokksins á þinginu. Sækir hann um borgar- stjóraembættið undir merkjum þess flokks. Bæjarráðsmenn, er kjósa ber, eru tíu; þrír í hverri deild til tveggja ára og þar að auki einn í 3. deild til eins árs, í staðinn fyrir Dan McLean, sem sagði af sér til að sækja um borg- arstjóra embættið. Þrír menn voru kosnir í skólaráðið gagnsókn- arlaust, og eru þá 20 eftir, sem kjósa ber, bæði í bæjarstjórn og skólaráð, en umsækjendur eru 36 alls. Enginn íslendingur er i kjöri í þetta sinn. Hvaðanœfa. Dr. Otto Friedlaender, sem er alkunnur þýzkur jafnaðarmaður, ferðaðist í sumar um Rússland og hafði fult leyfi Soviet stjórnar- innar til að kynna sér ástandið í landinu eins og hann vildi, hefir nú gefið út álit sitt^ á ástandinu yfirleitt. Fólkið býr við mikla fátækt, segir hann. Tvær fjöl- skyldur búa oft í samaherberg- inu og ekkert sem aðskilur þær nema krítarstrik á gólfinu. Fá- tækt og eymd verkalýðsins er svo mikil, að fjöldi barna vaxa upp heimilislaus og án eftilits og um- ^yggju foreldra, en lifa á því að betla og stela og jafnvel því sem enn er lakara. Rússar eyða gíf- urlegum fjármunum til að út- breiða kenningar sínar ,en jafn- framt vex upp í landinu heil kyn- slóð af glæpamönnum, er bænda- fólkið krefst harðlega að sé eyði- ló'gð. Skoðanafrelsi er algerlega fyrir borð borið, sem er öðrum en Rússum alveg óþolandi. Villu- myrkur andlegrar eymdar grúfir yfir landinu. Dr. Friedlaender lítur svo á, að útlitið sé mjög í- skyggilegt og fjármálavandræðin séu fyrir dyrum, nema Rússar geti fengið lánsfé frá öðrum löndum. Manntal það, sem fram fór Tyrkja veldi, og sem getið var um í síðasta blaði, sýnir, að fólkstal- an er sem næst 14,000,000. Er þetta í fyrsta sinni, sem nokkur veit með vissu, hvað Tyrkir eru mannmargir. Constantinople er fjölmennasta borgin þar, með 850 þús. og eru þar fleiri konur en karlar. í Angora eru þar á móti 49,500 karlmenn, en konur ekki nema 25,500, eða alls 75,000 íbúar. * * * Nefnd í ríkisþinginu á Þýzka- Iandi, sem kosin var til að athuga umbætur £ hegningarlögunum, hefir felt þá tillögu sem kom frá jafnaðarmönnum, að afnema dauðahegningu. Vilhjálmur, fyrverandi Þýzka- kndskeisari, hefir keypt tvær smáeyjar í Maggiore vatninu, gagnvart Locarno, fyrir $70,000, og er sagt, að hann ætli að látá byggja þar heimili handa sjálfum sér og halda þar til aí vetrinum, og eigi önnur eyjan að heita "Heimsfriðareyjan". V Gefin voru saman í hjónaband að Gimli, þann 5. nóv., af séra Sig-jtil frelsis frumuðirnir urði ólafsyni: Mr. Haraldur Ein- arsson og Miss Kristjana Magn- úsína Johnson. Haraldur er son- ur Sigurðar Einarssonar frá Auðnum og konu hans Maríu Jó- hannsdóttur frá Bólstað, búa þau hjón vestanvert við Gimli-bæ. Foreldrar brúðarinnar eru Þorkell (IKelly) Johnson, uppalinn í Win- nipeg, og Friðrika kona hans Jó- hannsdóttir Árnason, frá Espi- hóli. Búa þau hjón einnig í grend við Gimli. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður á Gimli. Stefán frá Mjóadal. iii. Sama er að segja um skáldskap- inn. Djúphyggjumennirnir beita öllu sínu sálarafli til að fram- leiða alsannar lífsmyndir, en ó- náttúrlegar ófreskjur skapast í hugarheimi sefasjúkra, "sexual" svallara, svo hraustir karlmenn fá móðursýki og taka að þjást af ógurlegum ástarkvölum í samlíð- an með sögupersónunum. Haldið þið, að stjórnumálunum sé öðru vísi farið? Eg held nú síður. Forstöðumennirnir á þeim sviðum þurfa nú að þreyta hug- ann við fleiri og stærri vandamál en nokkru sinni áður, og þeir vita glegst sem bezt hugsa, að vand- ræðin eru engan veginn auðleyst. Aftur á móti hafa óreyndir orða- belgir, allskonar einkaleyfis með- ul — nokkurs konar pólitiskan painkiller — á reiðum höndum, eiga að lækna allar mannkyns meinsemdir með einní inntöku. Óttalegt!!! Ónei — það er þó að minsta kosti líf í þessum leik; og eitt ber að forðast öllu fremur, kyrstöðu, sem veldur andlegum dauða. Hann er enn þá óttalegri en öll gönuhlaup fávizkunnar. Það fer þó aldrei svo, að menn finni ekki einhver sannleikskorn á þessu ferðalagi. Þau verða þeim leiðarljós í næsta áfanga- stað, en gorkúlugróður ofremb- inganna verður auðvitað að kerl ingareldi og rýkur út í loftið. Sumum virðist nú heimurinn heimskari en áður, af því "allir hafa á öllu vit og enginn kann að skammast sín." Þetta álit kemur til af því, að fæstir hafa gert sér fulla grein fyrir breytingunum. í barnæsku allmargra nútíðar- manna var alt svo yndislega ein- falt og óbrotið. Hver og einn hafði sínar afmörkuðu skyldur. Alt vald kom að ofan frá kóngum og klerkum, sem í umboði Guðs áttu að stjórna og leiðbeina þjóð- unum. Þeim bar að hugsa og tala, alþýðunni að hlusta, hlýða — og þegja. Alt gekk eins og í sögu, þangað komu til sögunnar. Þeir fluttu elkdveikju fríhyggjunnar inn í þennan frið- semdar heim, með því að kenna: að allir menn séu í raun og veru jafningjar, með nákvæmlega sömu réttindum til að njóta lífsins. Fleiri og fleiri heyrðu herlúður hins nýja dags; frelsiskröfurnar urðu stöðugt almennari og ákveðn- ari. Hin ramgjörðu vígi sérétt- indanna létu undan. Allir fengu réttinn, og flestir fyltust löngun til þess að ræða og rita um alla hluti, hvort sem þeir höfðu nokk- urt vit á þeim eða ekki. Menn hugðu sig alfrjálsa, en voru þeir það? Nei, því sannleik- urinn einn, þ. e um potti". Hann vissi, "að alt er ónýtt verk, sem ekki studdi mann- úð sterk", og að "eigin elskan blind, er aldarfarsins stærsta synd, og þyngst á afl og anda manns er okið lagt af bróður hans." Hann vissi, að lítt mundi bregða til batnaðar, þó breytt yrði til um fyrirkomulagið, meðan "keisara lund og páfa andi drotn- ar enn í koti karls" (Remus II. bók, bls. 271). Hann þráir að vísu samvinnu og bræðralag; en bræðraborg hug- sjóna hans á að byggjast af þeim, sem "vega ei verk sín mót gjöld- um", og, hugsa ei í árum en öld- um og alheimta ei daglaun að kvöldum ("Bræðrabiti II. bók, bls. 301). Stefán elskaði frelsi, og sjálf- ræði flestum fremur. Hverskonar aðhald og yfirstjór# mundi hafa orðið honum Iítt bærilegt böl, nema því að eins, að hún yrði til auðsærra almennings heilla. Jafn- aðarmenskan er að vísu ekki ósam rýmanleg einstaklings frelsi, inn- an vissra takmarka, en hitt er Framh. á bls 5. in verður því að láta þinginu eft- ir að ráða fram úr því, hvort ekki sé hægt að gera meira en áður þessu máli til eflingar. Fjárhag- ur nefndarinnar er þessi: í sjóði 1. jan. 1926 ........ $180.00 Ágóði af glímumóti ........ 52.75 31. maí, vextir................ 0.85 30. nóv., vextir................ 1.60 $235.20 Gjöld— 7. febr., til verðlauna ........$100.00 1.—3. mar, augl. og prent. 18.79 20. mar, styrkur (húsal) til Sleipnis........................ 25.00 20. mar, fyrir glímubeltid.... 15.00 (Fyrir Oak Point) 11. febr. í sjóði................ 76.41 The Cenotaph. Flesta mun reka minni til, að fyrir tveimur árum var uppdrætti af "Cenotaph," sem Winnipeír hygst að koma upp, hafnaS af ]ieirri einni ástæðu. a8 listamaí5ur- inn, sem uppdráttinn gerSi var fæddur á Þýskalandi. Heitir hann Emanuel Hohan og á heima í Tor- onto. Nú hafa þeir, sem valdir voru í dómnefnd, fallist á annan upp- drátt og úrskuröað honum fyrstu verðlaun og er hann eftir Miss Elizabeth \\rood, sem líka á heima í Toronto. Ekki er hún þýsk, en hún heitir nú ekki lengur Miss Wood, þó hún noti það nafn sem listakona, því hún er kona manns- ins, sem fyrri uppdráttinn gerSi og má hamingjan ráða, aí maíSurinn eigi nú ekki einhvern hlut í þessu verki. Einhver óánæsija er þegar risin út af þvi arj þessi uppdráttur verði notaður, hvað sem úr því verður. Meira um þetta í næsta blatSi. í Stephan G. og mannfélagsmál. Þetta eru all einkennilegir tím- ar. Allskyns öfgar og ýmiskon- ar andstæður mætast og rekast á í menningarstraumhvörfum ald- arfarsins. Gamlar venjur og vanahelgaðar trúarskoðanir ganga nú til prófs, en nýjar lífsstefnur ryðja sér til rúms. Allir, eða flestir, leggja eitthvað til mál- anna, þess vegna.ber nú meir en nokkru sinni áður á gáfna mis- mun manna. Aldrei, í sögu mannkynsins, hafa fleiri né færari menn starfað, með þrotlausum áhuga, í þarfir vís- indanna, en á vorum dögum. Aldr- oi hefir verið meira af lýðskrumara lýgi, blaða bulli og hégóma hjali. Meðan þögulir og varfærnir vís- indamenn þreifa sig áfram fet fyrir fet í völundarhúsi náttúr- unnar, þjóta hálfærðir heim- spekingar á ' andlegri gandreið um alla geima og hyggjast hljóta alla vizku að ómakslaunum, en forsöngvarinn og fólkið ansar: "spámaður mikill er upprisinn" 0. s. frv. Próf. Buttler fullyrðir, að nú séu engir verulegir Vitringar uppi. En sú vitleysa. Heimurinn er of- hlaðinn af andans mönnum, og fólkið bókstaflega ölvað af illa meltum sannleika — og auð- gleyptri heimsku. Lítum t. d. á trúarbrögðin. Prestarnir mæla af meira viti nú en nokkurn tíma áður í sögu kirkjunnar. Aldrei hefir verið gerð einlægari tilraun til að sam- ræma boðskap kirkjunnar við vits- munaþroska og sannverulega nauðsyn mannkynsins. En jafn- fiamt ~þessu prédika sjálfkjörnir siáendur ýms fáránleg trúar- bragða afbrigði fyrir fólkinu, og alný kirkia með hinn'i einu áreið- anlegu sáluhjálplegu trú er dag- lega gróðursett. þekkingin, getur gert menn frjálsa — frjálsa við öfgar og ofstæki, flokksblindni og flokkaríg, trotrygni og hleypi- dóma. Lögin leystu menn undan drottinvaldi arfgengrar aðaðls- stéttar, en þau gátu auðvitað ekki gert alla vitra eða víðsýna í einni svipan. Frelsishetjurnar lögðu alla á- herzluna á aukin mannréttindi; þeim yfirsást í því, að innræta mðnnum jafnframt, og jafnvel fyrst og fremst, almenna ábyrgð- artilfinning. Þeir unnu sigur, en vissu ekki hvernig þeir ættu að hagnýta sér hann. Hið nýfengna frelsi varð enda stundum böl- valdur heimsins í hóndum óvit- anna, og enn þá heyrir maður end- uróminn af orðum Rolands, frá höggstokknum: "ó frelsi, frelsi!! hversu margir glæpir eru drý?gir í þínu nafni." Þess vegna f inna menn, enn sem áður, að betur má ef duga skal. St. G. fann það, sem aðrir, bæði af því að hann varð að bera ok öreigans á vinnulúnum herðum, en engu síður af því hann var gæddur tilfinningar næmleik skáldsins fyrir annara böli. Það væri auðvitað lang fyrir- hafnar minst að ganga frá skáld- inu, stjórnmálalega, með því að fella hann inn í einhvern flokk og láta hann gera einhverja uppskrif- að stefnuskrá að eigin játningu, en eg er ekki viss um, að það sé hægt — né að það sé sánngjarnt gagnvart jafn gáfuðum manni. Að vísu mun hann hafa aðhylst jafnaðarstefnuna, sem margir aðrir hugsjónamenn. Hann átti, jafnframt, það glðggskygni, er sá upp og út yfir þann hyllinga- heim, sem skapast í æstri og ó- frjórri ímyndun þeirra, sem alt ^yggjast hreppa áreynslulítið eða áreynslulaust. Honum datt víst aldrei í hug, að alt mundi lagast, ef allir tækju að "elda graut í ein- Dr. Hannes Hannesson. Þessi ungi læknir er sonur Mr. og Mrs. J. M. Hannesson, Selkirk, Man. Þar gekk hann á barna- skóla og miðskóla og hlaut verð- launa medalínu frá landstjóran- um fyrir framúrskarandi náms- hæfileika. Árið 1923 útskrifað- ist hann með heiðri frá Manitoba- 'háskólanum. Fór hann þá til London á Englandi og lærði þar læknisfræði og er nú læknir við Poplar Hosp. for Accidents, Lon- don. Spítali þessi tekur á móti fólki, sem meiðist eða slasast á einhvern hátt, og er stærsti spít- ali á Englandi af þeirri tegund. Hann tilheyrir helztu læknafélög- um í London, og hefir verið að- stoðarmaður þeirra Lord Dawson og Sir Hugh Rigby, sem eru lækn- ar konungsfjölskyldunnar. Kon- ungur og drotning hafa sýnt þess- um unga manni, sem enn er að eins 25 ára, þá sæmd, að bjóða honum heim til sín ásamt öðrum veizlugestum. Otdráttur úr gerðabók 8. ársþings Þjóð- ræknisfélagsins. (Framh.y Þá las Jón Tómasson skýrslu milliþinganefndar um íþróttamál, er hér fylgir: "Glímunefndin hefir ekki gert mikið á árinu, fyrst og fremst vegna þess, að hún hefir ekki haft miklu fé úr að moða, að eins það sem afgangs vár frá síðasta ári, og það, sem inn kom fyrir glím- urnar í fyrra; en svo hefir það háð nefndinni, að hún hefir ekki mætt þeim undirtektum, er hún bjóst við, þar sem hún hefir leit- að fyrir sér. Ritari skrifaði í tvo staði í haust, til Gimli og Wyn- yard, en ekki svar fengið. For- raaður nefndarinnar, Ben. ólafs- son, hefir haldið uppi æfingum vetur norður við Oak Point, þar s m hann hefir stundað fiskiveið- ar. — Nefndina hefir langað að Ieggja fyrir þingið tillögu, um f rekari gangskör að því að hrinda þessu máli áfram, en sökum fjar- veru forsetans hefir hún ekki náð saman til fundar, og núna þegar hann kom til bæjarins til að taka þátt í glímunni, þá þurfti hann að fara burtu næsta dag. Nefnd- s $235.20 Var samþykt tillaga frá Ágúst Sædal, er Andr. Skagfeld studdi, að vísa skýrslunni til þriggja manna þingnefndar. í nefndina voru skipaðir: Sig- fús Halldórs frá Höfnum, Jón Tómasson og Ágúst Sædal. Þá las Einar P. Jónsson skýrslu milliþinganefndar um Björgvins- imáið, þá er hér fylgir: "Til áttunda ársþings Þjóðrækn- isfélags íslendinga í Vesturheimi. Á síðasta ársþingi Þjóðræknis- félags Islendinga í Vesturheimi, var eg undirritaður kosinn í nefnd ásamt með séra Friðrik A. Frið- rikssyni og Dr. ^. P. Pálssyni, til að annast um 'framkvæmdir í Björgvinsmálinu. Höfum við frá þeim tíma starf- að í samráði við nefnd þá, er söng- flokkur Björgvins, frá í fyrra, kaus. Hefir nefndin sem kunn- ugt er, haldið málinu vakandi, í íslenzku blöðunum, við góðum á- rangri, þar sem safnast hefir í námsstyrktarsjóð Björgvins um $2,248.98. Hefir Björgvin nú sem kunnugt er stundað nám við kon- unglega hljómlistarskólann í Lon- donborg, síðan í haust og rækt námið af frábæru kappi. Samkvæmt margítrekuðum yfir- lýsingum í vestanblöðunum ís- lenzku, er ráðgert að Björgvin stundi nám við stofnun þessa, í þrjú ár alls. Til þess þarf að sjálfsögðu allmikið fé. En því treysti eg eindregið, og hið sama hygg eg að meðnefndarmenn mín- ir allir geri, að Vestur-íslending- ar skilji eigi fyr við málið, en því sé borgið að fullu. En skoðun mín, og hinna nefndarmannanna, er sú, að þjóðfélag vort muni síð- ar meir mikla sæmd hljóta, af tón- hstarstarfi hr. Björgvins Guð- mundissonar, (ef honum \ endist heilsa og lif. Sómi vor liggur við að málinu sé enn haldið glaðvak- andi, og leyfi eg mér því að fara þess á leit, við háttvirt þing, að það kjósi nefnd í málið á ný. Á Þjóðræknisþingi í Winnipeg, 23. febrúar 1927. Einar P. Jónsson." Var samþykt tillaga frá J. S. GiIHs, er B. B. Olson studdi, að samþykkja vskýrsluna sem lesna.^ Þá var og samþykt tillaga frá Árna Eggertssyni, er Guðm. Jón- atansson studdi, að fela Björg- vinsmálið sömu milliþinganefnd- inni og skipuð var í fyrra. Þá las séra Ragnar E. Kvaran álit það frá samvinnumálanefnd, er hér fylgir: Nefndin, sem skipuð var til aS fjalla um samvinnumál við ísland, hef ir engar ákveðnar tillögur f ram að bera. Hún lítur svo á, að þeim málum, sem sérstaklega sé sam- vinnuþörf nú, og nú liggi bein- línis fyrir, sé þegar ráðstafað á hagkvæman hátt: Nefnd sú, sem stjórnarvöld íslands hafa skipað til þess að sjá um undirbúning á Alþingishátíðinni miklu, hefir æskt samvinnu við þetta félag. En í það mál hefir þegar verið kosin sérstök nefnd af vorri hálfu. — Eins hefir stjórnarnefnd félagsins haft svokallaða "Sel- skinnu" með höndum, og teljum vér víst, að hún láti sér ant um, að sem mestur árangur verði af sendingu hennar hingað vestur. Að öðru leyti væntir nefndin þess, að stjórnarnefndin annist dyggi- lega þau mál, sem upp kunna að koma á árinu, og undir þennan starfslið félagsins heyra. Ragnar E. Kvaran, Á. P. Jóhannsson," Lagði séra Rögnvaldur Péturs- son til, en B. B. Olson studdi, að samþykkja álitið sem lesið; — var tillagan samþykt í einu hljóði. — Þá var samþykt tillaga frá Árna Eggertssyni, studd af A. Skagfeld, að fresta fundi til kl. 2 e. h. (Framh.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.