Lögberg - 17.11.1927, Síða 4

Lögberg - 17.11.1927, Síða 4
JMj. 4 LöGBERG, FIMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1927. Jogberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Prass Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TWahnan N-6S27 o« N-6328 Einar P. Jónsson, Editor UtanÁskrift til bíaðsins: THE COLUMBIA PRESS, Ltd., Bos 317t. Wlmlpsg. M*H- Utanáskrift ritstjórans: EDlTOR LOCBERC, Box 317* Winnipsg, M*n. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Ths "Lögber*” ls prlnted and publlshed by The Columbla Preaa, Ldmlted, ln the Columbla ■ utldlng, Cllt Bartrent Ave., Winnlpeg, Manltoba. Samkomuhöllin fyrirhugaða. Þess hefir áður verið lítillega getið hér í blaðinu, að við kosningar þær til bæjarstjórn- ar, er fram eiga að fara hér í borginni þann 25. yfirstandandi mánaðar, yrði það lagt undir úr- skurð kjósenda, hvort heimiluð skyldi níu hundrað þúsund dala lántaka, til væntanlegrar samkomuhallar við skrúðveg Winnipegborgar, eða ekki. Hefir mál þetta verið all-lengi á dag-' skrá undanfarin ár, þótt eigi hafi úr fram- kvæmdum orðið. Alvarlega hugsandi mönnum, hefir fyrir löngu skilist, að það væri ekki með öllu vansa- laust fyrir sjálfa höfuðborg Vésturlandsins, eins mannmörg og hún er nú orðin, að eiga ekki nema lélega kumbalda, kalda og óvistlega, til þess að bjóða gestum sínum upp á, sem og stjórnmálamönnum og listamönnum, innan vé- banda borgarinnar, og Manitoba fylkis í heild. Borgir sunnan landamæranna, jafnvel langtum fólksfærri og tilkomuminni en Winnipeg, eiga sínar almennu samkomuhallir, og hafa hlotið að launum maklegt lof, auk þess sem þær hafa aukið mjög aðsókn góðra gesta. Það er því sýnt, að hér í Winnipegborg, má nú ekki lengur við svobúið standa. Er þess því að vænta, að kjósendur sýni í verkinu traust sitt á framtíð þessarar borgar, með því að tryggja lánsheim- ildinni framgang við atkvæðagreiðsluna. Þeir mennirnir, er í seinni tíð hafa barist mest og bezt fyrir framgangi þessa nauðsvnja- máls, eru fráfarandi borgarstjóri R. H. Webb og bæjarráðsmaður Shore. Eiga þeir, hvor um sig, skilið óskifta almennings þökk fyrir þá hina miklu rækt, er þeir hafa í hvívetna sýnt í sam- bandi við undirbúning málsins. Vafalaust er því svo háttað með mál þetta, sem reyndar flest önnur nýmæli, að það á sér einhverja andstæðinga, einhverja þá, sem hrýs hugur við fjárhæðinni, einhverja, sem hræddir eru við alt, nema ómenskubraginn og kyrstöð- una. Þeim til hjartastyrkingar, ef að haldi mætti koma, mætti benda á, að fjármálafræð- ingar, er haft með höndum undirbúning þessa máls, hafa sannað með ómótmælanlegum rök- um, að ekkert er í hættuna lagt með fvrirtæki þessu, heldur hljóti það meira en að hera sig. Samkvæmt undirhúningi þessa máls, af hálfu fjármálaskrifstofu horgarinnar, hefir á- kveðið verið að selja veðskuldabréf borgarinn- ar fyrir níu hundruð þúsund dala upphæð, og að stofnaður skuli jafnframt varasjóður, er annist um greiðslu lánsins, að þrjátíu árum liðnum. Árlegnr kostnaður við fyrirtækið, frá 1928 til 1957, er áætlaður sem hér segir: Rentur, 41/*} af hundraði ..... $40,500.00 Varasjóður, rentur 4J/2 af hundr. $15,388.43 Samtals........... $55,888.43 Skattskvldar eignir í Winnipegborg, námu á yfirstandandi ári, $229,748,400. Aukning skatts á hvert þúsund dollara virði skatt- skyldra eigna, myndi því nema 24 cent. Ef því meðalverð eigna þeirra, er greiða skal skatt af, næmi $4,000, myndi árlegur kostnaður við sam- komuhallar fvrirtækið, nema 96 cents á gjald- anda hvern. Það ætti því ekki að líða yfir kjós- endur þessarar voldugu borgar, þótt níu hundr- nð þúsund dala upphæðin sé nefnd á nafn, hvað þá heldur, er sómi horgarinnar liggur við, eins og tilfellið er í þessu máli. Ráðgert er, að samkomuhöll þessi hin veg- lega, skuli standa við skrúðveg borgarinnar, nálægt York Ave., svo sem hundrað yards frá þinghúsi fykisins. Megin samkomusalurinn, skal hafa sæti fyrir 5,000 manns, en hinir sal- irnir 3,000, 1,000, 450 og og 250., hver um sig. Kjallarinn á að vera 20 feta hár, og eiga þar að vera rúmgóðar borðstofur, sem og sýningar- skálar, ásamt herhergjum til hinna og þess- ara smærri fundahalda. Hefir þegar fjöldi félaga, víðsvegar um þetta mikla meginland, valið Winnipeg sem miðstöð fvrir ársþing sín, svo sem Norse League og læknafélagið hrezka. Eins og nú standa sakir, er ekki viðlit að taka sómasamlega á móti öllum þeim feikna mann- fjölda, sem áætlað er að sæki mót þessi, sem og mörg önnur fleiri. Af þessu, sem nú hefir sagt verið, þótt í stuttu máli sé, verður það ljóslega séð, að hygg- ing samkomuhallarinnar, er verulegt nauð- synjamál, er enga þolir hið. Það er ekki í eðli Islendinga, að liggja á liði sínu, eða vera eftirbátar annara, þegar mikið liergur við. Munu þeir heldur eigi svo gera að þessu sinni. Hér er um metnaðarmál að ræða, er engu síður snertir Islendinga, en aðra borgara þessa bæjar. Þótt atkvæði þeirra velti ekki á þús- undum, þá geta þeir þó vel ráðið úrslitum í sam- komuhallarmálinu þann 25. yfirstandandi mánaðar. Ritsjá. . i. Nýlega hefir oss sent verið til umsagnar 1. hefti af XII. árgangi tímaritsins “Réttur”, sem Einar Olgeirsson er ritstjóri að. Er ritið yf- irleitt skemtilegt aflestrar og kemur víða við. Fyrsta ritgerðin er um enska skáldið víð- kunna, Bernhard Shaw, eftir Ragnar E. Kvar- an, skýrt og skilmerkilega samin. Eru megin- þættimir í hyggjulífi þessa merka ritspekings, sýndir í ljósum litum, sem og afstaða hans til hinna ýmsu mannfélagsmála. Lesandinn veit drjúgum gleggri skil á Bernhard Shaw og hug- arstefnu hans, eftir að hafa lesið ritgerð þessa. Þá kemur næst örstutt saga, eftir norð- lenzku skáldkonuna, Kristínu Sigfúsdóttur, er Örbyrgð nefnist, átakanleg lýsing úr lífi um- komulausrar konu. Sveitar-Gunna hafði farið til kirkju, sennilega gengið langa leið, og feng- ið að láni vasaklút til kirkjuferðarinnar. Hún verður fyrir því óhappi, að týna vasaklútnum, og hleypur tiF baka, alt hvað fætur toga. Á veg- inum mætir hún hópum af ríðandi kirkjugest- um. Hún staðnæmist hjá fólkinu, aðframkom- in af mæði, og spyr: “Þið hafið ekki fundið vasaklút?” Maður einn réttir henni klútinn. “Þetta fundum við,” segir hann. Þá bregður gleðibjarma á andlit hennar, og tárin koma fram í grátþrungin augun, en það eru gleðitár. “Guði eé lof,” segir hún. “Eg átti ekki þenna klút. Eg fékk hann að láni í morgun, og mér hefði þótt sárt að geta ekki skilað honum aft- ur. Eg hefði farið alla leið til baka að leita að honum. Eg þakka ykkur kærlega fyrir.” Hestarnir brokkuðu éftir veginum. Gunna er jafnhliða þeim um stund. Hún er aftur orð- in lafmóð og eldrauð og sveitt í andliti. “Þarftu að flýta þér svona mikið?” segir einhver í hópnum. “Já, já, heim til að smala ánum,” segir hún með andvörpum. Saga þessi, þótt stutt sé, bregður upp átak- anlegri mynd af ómælis allsleysi þurfalingsins, ásamt sann-íslenzkri húsbóndahollustu. Þökk sé höfundi fyrir þessa skýru ritmynd, — hún hefir áreiðanlega ekki mistekist. Aðrar ritgerðir í hefti þessu, eru: “Frá ó- bygðum,” eftir Pálma náttúrufræðing Hannes- son, “ Júdas ískaríot”, eftir séra Gunnar Bene- diktsson, skipnlega samin og skemtileg aflestr- ar. Ritskýring um mál sem þetta, er verkefni hinna skriptlærðu. Næst kemur grein, er nefn- ist “Kommúnisminn og.bændur”, eftir Brynjólf Bjarnason, fróðleg að ýmsn leyti og vel ritin. Þá birtist all-ítarleg ritgerð, “Baráttan um heims yfirráðin”, sennilega eftir ritstjórann. Lestina rekur “Yíðsjá” (Georg Brandes o. fl.), ásamt nokkrum ritdómum. Það er unga kynslóðin, unga Island, er að “Rétti” stendur, sú kynslóðin, er markið setur hátt og hatast við kyrstöðuna. Ritið fyllir flokk hinna róttækari vinstrimanna, þó yfirleitt sé flestu vel stilt í hóf. “Réttur” kostar dollar um árið, og fæst hjá hr. Amljóti Olson, 594 Alverstone St., hér j borginni. II. Joseph MeCabe: Er andatrúin hygð á svik- um? Bók þessi, er 212 blaðsíður í fremur smáu broti. Verð $1.50. Útgefandi bókarinnar, er hr. Jón Tómasson, en þýðandi séra Guðm. Áma- son. Höfundur bókar þessarar, er um eitt skeið gendi kennimannlegu emhætti á Englandi, er svarinn óvinur andatrúarinnar, og þykir. ekki myrkur í máli. Kemur það í hvívetna fram í bókinni, sem svo er einhliða, að tæpast verður lengra komist. Innihaldi þessarar nýju bókar, verður í raun og vem bezt lýst, með eftirfarandi tilvitnun í formálann: “Skoðun McCahe á andatrúnni, er í stuttu ináli sú, að hún hafi ekkert við að styðjast nama svik og blekkingar miðlanna. Hann tekur fyr- ir flesta nafnkendustu miðla og skýrir frá því, hvernig þeir hafi allir orðið uppvísir að svik- um fyr eða síðar. Jafnframt lætur hann getið álits Vísindamanna, sem rspmsakað hafa miðl- ana, á þe’’m og fyrirbrigðum andatrúarinn- ar yfir höfuð. Svikín, sem hann talar um, eru vitanlega sÖRulegar staðreyndir, sem ekki verða hraktar. Hvert álit, sem menn annars hafa á fyrirbrigðunum, ættu allir að kynna sér aðferðir miðlanna osr blekkingar þær, sem þeir hafa oft og einatt beitt; það er ein hlið málsins, sem alls ekki verður gengið fram hjá, jafnvel af mestu meðhaldsmönnum andatrúarinnar. Sumir andatrúarmenn hafa gert sér mikið far nm að komast fyrir hlekkingar miðlanna, og heita allir þeirri varúð, sem þeim er unt; en ekki mun það verða sagt með sanni um flesta þeirra. ’ ’ Bók þessi er skarplega rituð, eins og höf- undarins er von og vísa. En nokkuð virðist það draga úr srildi hennar, hve afar einhliða hún er, — blekkingarnar og svikin, þvfnær und- antekningarlaust, öll á aðra hlið. Stóru-dóm- amir um menn og málefni, eru iafnan garhuga- verðir, hvað bá heldur, er fjallað skal um til- verunnar leyndustu rök. Af hálfn hvðandans, virðist vel frá verkinu gipiaið, málið yfirleitt kjarkles^t og hreint. Bókin fæst hiá útsrefandanum, hr. Jóni Tómas- syni, c-o Vikine Press, Ltd., Cor. Sargent og Banning Str., Winniegp. III. Iðunn, xi. árgangur, 3. hefti, ritstjóri: Arni Hallgrímsson. Eigi vitum vér nokkur persónileg deili á hinum nýja ritstjóra Iðunnar, en hitt virðist oss ekkert álitamál, að ritið hafi batnað til stórra muna, frá því er hann tók við ritstjóm þess. Innihald heftisins er á þessa leið: “Carl Snoilsky: “Uppreisnarmaður”, kvæði, í íslenzkri þýðingu eftir Magnús Ásgeirsson, ágætis tilþrifakvæði. Er þýðandinn sýnilega bráðefnilegt skáld. Síðasta erindi kvæðisins er þannig: “Og undir frelsismerkjum leið vor lá, með leiðtogunum æðra heimi frá, sem sag«n hafði fléttað frægðarsveiginn. Og enginn kom í úlpu kolamanns Með ónotalegt vottorð sannleikans — að lærdómur og líf fer hvort sinn veginn. ’ ’ Næst kemur bráðskemtileg og lærdómsrík ritgerð, er nefnist “Tvær konur” — Parisade Persadrotning og kona Lots, — eftir séra Tryggva H. Kvaran. “Vængbrotna lóan”, heitir sögukom eftir Einar Þorkelsson, er næst fylgir, regluleg perla, ritin á gullaldar máli. — Þá kemur: “Askja í Dyngjufjöllum”, eftir Jósef Sigurðs- son, fróðleg ritgerð næsta mjög. — Næst er “Foksandur”, ritgerð eftir Einar H. Kvaran, áframhald af deilunni við prófessor Sigurð Nordal, ritin með sama snyrtileikahlænum og flest annað frá penna bess góðkunna höfundar. Þá er kvæði, “Ingólfur fagri,” eftir skáld- ikonuna á Húsavík, Unni Benediktsdóttur, öðrn nafni Huldu, dálaglegt, eri þó hvergi nærri í röð hennar beztu kvæða. Seinasta vísan, og að vorri hyggju sú bezta, er á þessa leið: “Svo fagur varstu, Ingólfur, að fyrir það eitt þér fórnað var því hezta og yfir glöp þin breitt. Sagan, eins og hikar með hjartasta vín, þig ber í sínu skauti, meðan vor og fegurð skín. Og enn þykja ástir betri en auður og hú. “Enginn er í Vatnsdalnum vænni en þú.” Næst flytur Iðunn smásögu, “Mannsbarn”, eftir Hinrik Allari. Að sögu þessari eru nokk- ur formálsorð, frá hálfu þýðendanna, sem era tveir, er varpa ským ljósi á innihaldið: “Að efni til gefur sagan oss allskýra innsýn í “sálfræði byltinganna ”. Upp úr þeim jarð- vegi, sem hér er lýst, em þeir að jafnaði sprottnir, sem á umbótatímunnm reisa vígvirki á strætum stórhorganna, berjast þar með eld- móði og falla — eða sigra. Þessi saga hjálpar oss til að skilja hvernig pólitiskt píslarvætti verður til. Og það er ávalt betra að skilja, en skilja ekki.” V “Riim og tími,” nefriist næsta og síðasta ritgerðin í hefti þessu, eftir Ásgeir Magnússon, ýmiskonar vísindalegar athuganir nm himin- geiminn, fróðlegar miög, en framsetningin hlátt áfram og við alþvðuhæfi. Loks eru stökur, eftir Jóhann Sveinsson fra Flögu. Þessi er síðasta vísan, er nefnist ‘ ‘ Gmnnhyargiumaðnrinn ’ ’: “Sézt, þér litlar gáfur gaf guð af rfkdóm sínum, þegar flettirðu’ ofan af innra manni þínum.” Þetta hefti Tðunnar, sem hér hefir gert ver- ið að umtalsefni, var oss kærkominn gestur, og kunnum vér ritstióranum hinar innilegustu þakkir fyrir sendinguna. Albertafylki. Sambandsstjórnin hefir í Alberta, útmælt svæði til .skemtigarða (Parks), er nema 4,357,660 ekrum. Eru þau kölluð: Jasper, Rocky Mountain, Waterton OLakes, Buffalo, Elks Island og Antelope. Jasper svæðið er um 2,816,000 ekrur, en Antelope skemti- garðssvæðið 5,020. Skemtigarðar hafa stórmikla þýðingu fyrir þjóðfélagið. Eru þeir fyrst og fremst til hvíldar og eins eykur blómskrúð þeirra mjög á fegurðartilfinningu fólks og ást þess á dýrð náttúr- unnar. Draga svæði þessi árlega að sér mikinn straum ferðafólks, einkum þó frá nágrannaþjóðinni — Bandaríkjum. Allmikið af ferðafólki heimsækir Ganada að sumrinu til, bæði frá Norðurálfunni og » eins úr Austurlöndum. Jasper Park liggur'með fram aðalbraut þjóð- eignakerfisins — Canadian National Railways, um 260 mílur vestur af Edmonton borg. Getur þar að líta fljót og stöðuvötn, skóga og hið fegursta fjall- lendi. Streymir þangað fjöldi fólks að sumrinu til, og skemtir sér við fjallgöngu og veiðar. Rocky Mountain Park, þar sem Banff liggur, et einn af þeim stöðum, sem hafa dregið að sér mesta athyglina. Er hann um 80 milur fyrir vestan Cal- gary. Ber þar fleira brífandi fyrir augu, en í nokkr- um öðrum skemtigarði á þessu mikla meginlandi. Náttúrufegurð er þar óviðjafnanleg. Stór og hag- kvæm gistihús er þar gð finna, með öllum þeim nú- tíðarþægindum, er hugur ferðamannsins frekast fær ákosið. Eru þar heitar laugar, sem mjög eíu notað- ar til heilsubóta. Þyrpist fólk þangað úr öllum átt- um, einkum það er af gigtveiki þjáist. Buffalo Park, sem liggur við Wainwright, tekur yfir meira en bundrað þúsund ekrur. Er þar mikið af allskonar dýrum. Eru þar nú um fjórar þúsund- ir af Buffolos og auk þess mikið af Elks. Waterton Park, sem ér 270,720 ekrur að ummáli, liggur í suðvesturhluta fylkisins. ,Er landslag og útsýni þar hið allra fegursta. Sækir þangað mjög margt fólk frá ILethbridge, Macleod, Pincher Creek, Carston og fleiri bæjum og bygðarlögum. Er þar mikið af ám og vötnum, og skemtir fólk sér þar við siglingar, róðra og veiðifarir. Elk Island Park er fullar 10,000 ekrur að um- máli. Er þar mikið um elkdýr, músdýr og Caribou, en lítið um buffalos. Svæðið liggur í grend við Lamont. Antilope Park liggur í suðvesturhluta fylkisins. Er þar talsvert af antilopu-'hjörðum. Samgöngur í Alberta-fylki, eru upp á það allra bezta. Meginbraut C. P. R. félgasins, liggur um þvert fylkið gegnum Galgary. Aukalína frá Moose Jaw, liggur norður og suður til Lacombe. Og önn- ur braut, er liggur um Saskatoon, tengir Edmonton við Winnipeg. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited OfTice: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK ^jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ Samlagssölu aðferðin. Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E E lægri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin E = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni E E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. | 846 Sherbrooke St. - ; Winaipeg,Manitoba | niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiinf= Þeir Islendingar, er í hyggju hafa aö flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Barnsins Syrstu $100.00 Fyrst að spara einn dal, og fara svo með hann í bankann. Þú færð banka.bók og hefir banka-reikning; og haldir þú áfram að bæta við, verða peningar þínir að $100. Hver piltur og stúlka getur geit t>etta með því að fylgja þessari reglu. The Ruyal BanK of Canada ✓ Einnig hefir C.P.R. línu, er teng- ir fylkið við Great Falls og Mon- tana og innan skamms verður full- ger önnur járnbrautarlína, er teng- ir saman Lethbridge og Weyburn. Línur þjóðeignakerfisins—Cana- dian National Railway, er áður nefndist Canadian Northern cg Grand Trunk Pacific, liggja einnig þvert um fylkið, gegnum Edmon- ton. Aukalína tengir saman Saska- toon og Calgary og önnur er nær til Fort Murry við Lower Athabaska frá Edmonton. Báðar meginlínur þjóðeignabrautanna liggja um Ed- monton og Calgary. Einnig hefir félagið margar hliðarálmur, er liggja um Edmonton og Calgary. Einnig heíir félagið margar hliðar- álmur, er liggja inn í flest akur- yrkju- og námahéruðin. Edmonton, Dunvegan, og British Columbia járnbrautin gengur frá Edmonton til Spirit River, til af- nota fólki því, er býr sunnan megin Peace-árinnar. Frá McLennan bæn- um liggur járnbrautarlína norður til Peace River og yfir um ána, til mikilla hagsmuna fyrir fólk, er að norðan og vestan býr og þá sem þangað kunna að flytjast í framtíð- inni. Fylkisstjórnin hefir alla jafna látið sér næsta umhugað um, að bæta samgöngurnar, svo bændur hefðu sem allra greiðastan gang að markaði fyrir vörur sínar. iféraðsvegi er stöðugt verið að leggja og er Ibúist við að notkun tjörusands úr Athabaska héraðinu til ofaníburðar, muni hafa mikil og góð áhrif á vegalagningar og við- hald vega. í viðbót við það, sem fylkis- stjórnin og stjórnir hinna ýmsu sveitarfélaga leggja til vegabóta leggur sambandsstjórnin fram all- mikið fé til lagningar þjóðvega og viðhalds þeirra. Fjórir'þessara að- alvega liggja frá austri til vesturs. Einn liggur um Medicine Hat og fylgir aðallínu C.P.R. félagsins um Calgary, og Banff til British Col- umbia\; annar frá Crow’s Nest Pass; hinir nú lengst inn í fylkið um Lacombe, Wetaskiwin og Ed- monton. í norður og suður liggja þjóðvegir frá Athabaska, um Ed- monton, Calgary og Lethbridge, alla leið til Coutts. Símakerfið er eign stjórnarinn- ar, eða fylkisbúa. Firðlínur liggja frá Coutts til Aathbaska og frá borgum austurfylkisins, til Banff of Entwistle. Veita línur þessar not fólki á 7,500 fermílna svæði, þar sem íbúatalan er um 600,000. Firðlínurnar eru til samans um 25,000 mílur á lengd. Alls eru 719 bæir í fylkinu er not hafa af síma- sanfböndum þessum. Vfir '40,000 s'ímaáhöld eru í notkun einstakra manna, þar af eru 12,000 á bænda- heimilium. Bæði járnbrautarfélögin, Cálna- dian Pacific félagið og Canadian National Railways, hafa sín eigin ritsímakerfi. Víðáttumikil flæmi í Alberta, einkum suður og suðaustur hlutan- um, eru því nær skóglaus, eða skóg- urinn þ ásvo smáger, að lítt hæfur getur talist til húsagerðar . Tals- vert er þar þó um allhátt kjarr sum- staðar, er veitir búpeningi sæmilegt skjól. Með fram ánum, er aftur á móti víða talsverður skógur, eink- um greni. í hinum norðlægari hér- uðum fylkisins er timburtekja mik- il og góð. Skóglendi það, er mesta hefir timburtekjan, er um 5,416,00 ekrur að ummáli og er gizkað á, að timbrið á þeirri spildu, muni nema nálægt 21,000,000,000 feta. Aðal timburtegundirnar, er framleiddar eru sem verzlunarvara eru greni, birki fura tamrac og Willow TVíð- jrj. Mest er um timhurtekju í Crow’s Nest héruðunum, meðfram Old man ánni í Porcupine hæðun- um. Einnig við High River, Sheep Creek, Bow River, Red Deer, Atha- baska, Saskatchewan, Brazeau, Pembina og Mcleod. Ganga ma ut frá því sem gefnu, að í hinum norðlægari héruðum munu timbur- tekjan aukast m jög, er framlíða stundir og fleira fólk tekur sér þar bólfestu. , Sú deild sambandsstjórnarinnar, er annast um eftirlit með skógum- hefir í vörslu sinni víðáttumikil skógflæmi. Er þar gætt sérstakrar varúðar, að því er eldshættu snertir og ströngum fyrirmælum fylgt í samhandi við beit og grisjun. Þessi eu aðalsvæðin, er stjórnin hefir eftirlit með: Crow’s Nest, Bow River, Clearwater, Braseau, Cook- ing I/ike, Athabaska og Lesser Slave. Réttindi til timburtekju á stöðv- um þessum, eru seld við opinberu uppboð á skrifstofu umboðsmanns Sam'bandsstjórnarinnar i umdæmi því sem um er að ræða. Fiskiveiðar í Alberta fylki, eru all-þýðingarmikill atvinnuvegur. Er

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.