Lögberg


Lögberg - 17.11.1927, Qupperneq 5

Lögberg - 17.11.1927, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1927. BU. S PFDODD’S J ÍKIDNEYÍ Dodas nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna ogr gigt bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða sex ðskjur fyrir $2.50, og fást hjá ölluín lyf- •ölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. þar niikið um fiskigöngur bæÖi í fljótum og stöðuvötnum. Megin vei'Öistö'ðvarnar eru í efri hluta Miðfylkisins og í norðurhlutanum. Er þar mest um hvítfisk, piþe, pick- erel, tulibee og gullaugu. Silungs- veiSi er að eins í fáum vötnum fylkisins. Bæjarkosningarnar hér í Winnipeg eru nú fyrir dyr- um, og eins og oft áður ekki mik- ið sérstakt um að vera 1 því sam- bandi, enn sem komið er, enginn ftambjóðandi auglýst neitt á- kveðlð takmark, sem að skuli stefnt í framtíðinni, enda flestir frambjóðendur áður þektir með- limir í borgarráðinu, og líta ef til vill með svo mikilli ánægju á sjálfra sinna framkomu þar, að fáu eða engu verði breytt til batn- aðar. Eg, sem rita línur þessar, kæri mig ekki um að benda á mðrg at- riði, sem koma mættu til greina í sambandi við téðar kosningar, en geta vil eg þess, að mér finst ranglátt hvað margt fólk hefir fasta atvinnu fyrir Winnipeg- borg, sem ekki hefir sitt heimili í fcorginni, heldur hefir bygt eða keypt sér heimili utanborgar í nærliggjandi þorpum, og borgar þar sína skatta; þess eru dæmi, að velþektum verkamönnum, sem heima eiga í borginni, og eru þar skattgreiðendur, hefir verið vísað út á klakann, og aðkomufólkinu borgað kaup sitt af skatti þeirra, í því hlutfalli sem skattur þeirra hefir verið hár; og svo í tilbót á þetta fólk von á ellistyrk (pen- sion) af skatti borgarbúa, þegar hár aldur eða aðrar kringumstæð- ur verða þess valdandi, að það verður að hætta vinnu sinni fyr- ir borgina. Eg lít svo á, að það fólk, sem flytur burt úr borginni, hijóti að missa þau hlunnindi, sem því eru öamfara, að hafa fasta atvinnu fyrir borgina. Eg þori að fullyrða, að Winnipeg þarfnast sízt af öllu, að fá aðfenginn vinnukraft. ( Annað, sem eg vil benda á og öllum er kunnugt, er það, hve margir menn koma hingað til horgarinnar á hverju vori, til að fá sér sumarvinnu, um lengri eða skemmri tíma, og sem gjörir það að verkum, að borgarbúar eru fyr- ir það oft sjálfir atvinnulausir. Eg hefi aldrei orðið þess var, að borgarráðið hafi gjört neitt til að koma atvinnuveitendum til 'þess að láta borgarbúa ganga fyrir um vinnu við þau verk, sem gjörð eru í borginni. Það sýnist ekki úr vegi, að verkamanna fulltrúarnir í borgarráðinu 'hefðu átt að gjðra tílraun til framkvæmda í þessu efni. Þriðja atriðið, sem mér dettur í hug í þessu sambandi, er að eg sakna þess, að hafa aldrei orðið var við, að verkamannafulltrúarn- ir í borgarráðinu skifti sér af því, þó seinni árin hafi verið und- ir mörgum kringumstæðum sem dauður bókstafur, ákvæði þau, er árlega hafa verið samin um kaupupphæð verkamanna við al- genga vinnu OFair wage clause) og sem fáir eða engir contractor- ar hafa tekið til greina, nema við þá verkafélagamenn, sem ekki til- heyra of fjölmennum verkamanna félögum. Fjórða atriðið, sem eg vil nefna, er það, að mér blöskrar, að ekki skuli vera lagður skattur á lausafé, svo sem bifreiðar, eftir sömu reglum og lagt er á fast- eignir. Það væri ummunanleg upphæð, sem borgin gæti inn- heimt til sinna þarfa, væru þær skattskyldar á sama hátt og hús- eígnir, og ekki ósanngjarn skatt- ur, sérstaklega hvað bifreiðar snertir, sem margir borgarbúar eiga sér til munaðar og kosta stórfé. Eg skal í þessu sambandi geta þess, að eg hefi ekki gleymt því, sem eg kalla smáa gjaldið, er reiðaeigndur verða að borga fyr- ir að ferðast um fylkisvegina. Eg læt hér staðar numið, þó að á fleira mætti benda, sem taka mætti til íhugunar, bæði af fram- bjóðendum og kjósendum fyrir borgarstjórnina. 12. nóv. 1927, Verkamaður. Silfurbrúðkaup 28. október komu saman á heim- ili Mr. og Mrs. M. E. Magnússon, 650 Home St., nokkrir vinir og vandamenn þeirra hjóna, Mr. og Mrs. Helga Jónssonar, 1983 Elgin Ave. Tilefnið var að minnast 25 ára hjónabands þeirra. Mr. Sigfús Anderson stýrði sam- sætinu og ávarpaði silfurbrúð- hjónin með mjög fallegri ræðu, og afhenti þeim laglega peninga- gjöf frá viðstöddum og fjærver- andi vinum þeirra, og Mrs. Jóns- son var gefinn fallegur blómvönd- ur. Miss Salóme Halldórsson, B. A., stýrði söngnum. Mr. Páll Guð- mundsson flutti kvæði, sem birt- ist á öðrum stað í þessu blaði. Mrs. B. Magnússon flutti brúð- hjónunum lukkuóskir frá fjar- stöddum vinum. Mr. M. E. Magn- ússon þakkaði fyrir hönd brúð- hjónanna. Síðan voru veitingar fram reiddar, og þar eftir skemtu menn sér við söng og hljóðfæra- slátt fram um kl. hálf tólf, að all- ir fóru heim ánægðir yfir góðri skemtun þessa kvöldstund. M. E. M. Til Mr. og Mrs. Helgi Johnson, í silfurbrúðkaupi 28. okt. 1927. Þið bundust ástum ung og hraust á æskubjörtum degi. Þið voruð ekki hrædd við haust, né bættu’ er biði’ á vegi— Er æskan kyndir eldinn sinn og elfdir vöðvar hvika, er heiður vona himininn, svo hvergi sést á blika. Þó brigðist vona veðurspá og væri torsótt stundum, þið sóttuð brattann örugg á með ástar tengdum mundum, og það fær unnið tveggja tak, er torfært reynist einum, að sigra raun og brjóta* á bak og bylta úr götu steinum. En loks að baki’ er brekkan há og brosir vangur fagur þó þangað fram sem allir á sé enn þá langur dagur og láti að óskum á þá leið blæs ekki gústum köldum, en sólin stafar hlý og heið unz hinzt er slegið tjöldum. Páll Guðmundssjn. Stefán frá Mjóadal. Framh frá bls i. auðskiljanlegt, að í sambýli sam- eignar fyrirkomulagsins, verða af- skifti félagsheildarinnar meiri á högum, störfum, eintasklingsins miklu meiri. Hugsanlega geta þau afskifti orðið til almennings heilla ef alþjóð sér, “að auðna þín er allra heill og mín og þín”. Til þess þarf samt miklu þroskaðri þjóð en nú þekkist. Það getur eng- inn heldur búist við, að þeirri stjórnarstefnu græðist fylgi, með- an snmir formælendur hennar eru einna lökustu nágrannarnir í sinni sveit — ósamvinnuþýðástir og eigingjarnastir. iStefán var svo mikill vitmaður, að hann vissi, að öll framför verð- ur að byrja 'hjá okkur sjálfum — í okkur sjálfum'— og framtíðar- hamingja vors kyns verður að grundvallast á “þroskaðri hyggju og hagati hönd”, en fyrst og fremst á betra og bróðurlegra hjartalagi, eða með öðrum orðum á þroskun einstakiingsins. Hann hafði lítið uppáhald á hóp-hyggjunni, en var að eðlisfari norrænn og einrænn; einmitt þess vegna hafði hann svo mikið uppáhald á víkingslundinni. Hann dáir mannraun þeirra mest, sem á eigin ábyrgð og með eigin at- orku brjótast fram úr erfiðleik- unum. Hann þreytist aldrei að ljóða þeim til lofs, sem brotna en aldrei bogna í stormviðrinu. Sum af hans allra beztu kvæðum eru um forn-hetjurnar, og jafnvel stundum þegar hann yrkir um manndómsmenn á síðari öldum, bregður upp svipmynd af einfar- anum, sem altaf siglir sinn eigin sjó. Það er oftast einhver und- irtónn af brimsúg og veðragný í hörpu hans, en í gegnum særokið sjáum við hetjuna, sem beitir í veðrið. Það er táknmynd hins norræna víkings, sem fer friðlaus af sínu feðralandi, til stórræða í ókunnum álfum. Alt á hann und- ir hreysti sinni, en eimitt þess vegna er hann alfrjáls og engum háður nema örlögum, er hafa þó aldrei nema um tvent að velja honum til handa: auð, frægð og sigur, eða hetjudauða, sem aldrei óttast. Það var ekki margt í fari þess- ar fornu sægarpa, sem minti á al- þjóðar ábyrgð eða alþjóðar sam- vinnu. Einstaklings hyggjan hef- ir máske aldrei náð fyllri þroska, en hjá Norðurlandabúum í vík- ingaöldinni. Enginn skyldi samt hugsa, að St, G. hefði gleymt frum göllunum á víkingsskap allra alda. Víkingurinn er fyrst og fremst ræningi, blóð drýpur úr sporum hans, brunnar borgir og eyðilagð- ir akrar minna á heimsókn hans, eymd, volæði og dauði eru eftir- tekjurnar af erfiði hans. Hann elskar frelsið fyrir sig sjálfan, en hneppir hertekna menn í þræl- dóm. Hann girnist auð, en apfi- starf hans er eyðilegging. Hann neytir aflsmunar sér til sigurs, en myrðir lítilmagnann. Stefán var of mikill mannvinur til þess að ganga fram hjá þessum sann- reyndum. Þess vegna er hann af- ar andvígur víkingsháttum vorrar samtíðar, en hún birtist einkum í stórgróða ýmsra iðjuhölda eða glæfrabrögðum þeirra, sem nota sér alla mögulega fjárkróka til þess að auðga sig af auðnuleysi annara — sama er innrætið, hvort sem auðmaðurinn notar almenn- ings neyð í uppskeruleysi t;il þess að selja lífsnauðsynjar með okur- verði, eða nágranninn vill auðg- ast um fáeina dollara með því að setja upp heyið í ótíðinni. Það hefir engin stétt tekið einkaleyfi á ódygðinni og ágirndin er al- þjóða mein. St. G. dáir þrekmensku víkings- ins og vill unna honum frelsis til eigin þroska, en hann vill láta hann stefna að góðu og göfugu takmarki, Hann vil! láta hann vinna að viðhaldi, en ekki að eyðileggingu lífsins, ekki vegna þess, að hann sé til þess þvingað- ur, heldur af því að hann er þroskaður til þegnskapar í ríki hugsjónanna. En er þetta ekki til of mikils ætlast? Mun ekki alt af hinn sterki þjaka hinum veika? Nei, það er ekki of mikils mælst, ef við tileinkum mannvitinu mögu- leikann til ótæmandi framfara — og þetta er eina leiðin til guðs- ríkis á þessari jör_ðu. Hugsanlegt er, að mönnum lær- ist einhvern tíma að leggja eins mikla rækt við sálina eins og lík- amann. Hugsanlegt, að skólarnir verði einhvern tíma andlegar gróðrarstöðvar með kennara, er h&fa sérþekkingu á sálareðli manna. Hugsanlegt, að kirkjan verði uppeldistofnun og jafnvel andlegt sjúkrahús, þar sem prest- ar kenni með árangursfullum til- raunum hvernig vorir andlegu kvillar megi læknast með sálræn- um heilbrigðisæfingum. í einu orði, sálfræðin þarf að komapt til jafns við læknisfræð- ina og almenningur að gera sér eins ant um andlegt sem líkam- legt heilbrigði. — óhugsanlegt! Nei, það er óhjákvæmielgt. Og þá fáum við frelsi, sem ekki verð- ur vanbrúkað; þá kunnum við að lifa í sambýli, já, en ekki fyrri, þekkjum við alt lífslögmál guðs og kunnum að 'hugsa og breyta 1 samræmi við hans vilja. Þá miklast nafn Stefáns skálds. Næst, — en það verður kann- ske ekki fyr en um sumarmál—, segi eg eitthvað um Stefán og stríðið. Blaine, 3. nóv. 1927. H. E. Johnson. GREIDID ATKYŒDI MED f f T T T T T f t T t t t ❖ f t t t t t T T . X Gerið vara-borgarstjóra í þrjú T ♦♦♦ f T t t ♦;♦ Col. D. McLean fyrir Borgarstjóra I 2 ár í opinberri stöðu. ár að borgarstjóra fyrir 1928 McLean, D. 11 f t ♦;♦ f t T f T T T t t t t Æfiminning. Kristrún Guðmundína Guðmundsson. Þessi ágæta kona var fædd í grend við Rivertonbæ í Manitoba 3. apríl 1896. Foreldrar hennar heita: Jón J. Hornfjörð, ættaður frá Nesjum í Hornafirði í Austur Skaftafellssýslu, og Guðleif Árna- dóttir, ættuð úr Mjóafirði eystra í Suður-Múlasýslu. Þessi hjón búa nú í grend við Lesliebæ í Saskatchewan. Kristrún sál. ólst upp hjá for- eldrum sínum og naut alþýðu- skólamentunar við ísafoldar skóla i norður Nýja íslandi og í Árborg. Hún flutitst með foreldrum sínum til Leslie árið 1922, en eftir það dvaldi hún mest í Wýnyard og vann þar aðallega við saumaskap. 5. okt. 1926 giftist hún Jóhanni Friðrikssyni ($em er sonur Frið- riks Guðmundssonar í Mozart). Varð það hjónaband þeirra því miður sorglega skammvinn, því 15. ágúst 1927 varð hún dauðan- um að bráð, þ.e.a.s. líkami hennar. Sálin fékk þá heimförina gleði- ríku til bygða guðs í sóllöndum eilífrar sælu fyrir handan hafið mikla. Hún var jarðsungin af séra Carli J. Olson 17. ágúst, að viðstöddu miklu fjölmenni.—Rétt fyrir andlátið fæddist lítill dreng- ur og var hann skírður við lík- kistu móður sinnar og gefið nafn- ið Kristinn Guðmundur. Kristín sáluga var sérlega trú- uð kona. Kristur var henni alt. Áhugi yiennar fyrir útbreiðslu fagnaðarerindisins var eldlegur og því starfi hafði hún helgað líf sitt. Hún var nemandi við Biblíu- skóla Norðmanna í Grand Forks, N. Dak., ásamt manni sínum, eitt skólaár og hafði í hyggju að starfa með honum (eiginmanni sínum) í víngarði drottins. Hún átti mik- ið af djúpri og einlægri trúar- reynslu til brunns að bera. Trú- arhæfileiki hennar hafði auðsjá- anlega vaknað til mikils lífs og starfs og hann uppljómaði og helgaði alla tilveru hennar. Hún var ástsæl í hvívetna, en einkum á meðal þeirra, sem að skildu þessa reynslu og kunnu að meta þennan dýrmætasta fjársjóð sál- arinnar. Blessuð sé minning hennar. C. J. 0. KVEÐJA. Ef—! Ef tóbaksmenn lðgleiddu hjá sér “sjálfsafneitunarviku”, eins og hjálpræðisherinn gerir, eina á ári, mundi sparast rúmar 20 þús. krónur til útlanda og um tíu þús- ued krónur í tolla til landssjóðs, eða nægilegt fé til að senda stór- ar. hóp íþróttamanna á Olymps- leikana næsta ár. Ef almenningur hætti að drekka kaffi nema tvisvar á dag í stað þrisvar og takmörkuðu neyzlu á te og súkkulaði að sama skapi, mundi sparast 7—8 krónur á hvert mannsbarn í landinu á ári, og er þó innlendur verzlunarhagnaður ekki talinn með.. Fyrir þann skilfling mætti á tveimur árum byggja sundhöll í Reykjavík og sundlaug í hverri einustu sveit á landinu. Ef karlmenn notuðu að eins innlend efni til klæða í stað er- lendra, sparaðist landinu 300— 400 þúsund krónur á ári. Álíka upphæð er varið til almennrar barnafræðslu úr landsjóði og þyk- ir sumum það of mikið. En eng- inn nefnir, að hin upphæðin sé of há. Ef áfengisnautn landsmanna minkaði um helming, miyidi lands mönnum sparast um hálf miljón króna á ári, en ríkissjóður missa tolla, sem nema um 300 þúsund krónum. Skyldi landið ekki fá aukna tekjustofna á öðrum stað, þó að þessari fjáraflaleið væri lokað að hálfu leyti? Ef landsmenn takmörkuðu syk- urát og sætinda um tíunda hluta, ynnist þeim fé sem nægði til að leggja nálega helmingi meira af nýjum vegum en nú er gert. Is- lendingar eru nú orðnir með mestu sykurætum veraldarinnar., svo að varla mundi saka þótt lítið eitt væri dregið af gjöfinni. Það mundi kannske spilla atvinnu og sparið peninga Alt iem þér þurfið er úrgansfeiti og GILLETT’S HREINT ■ \#p OG GOTT LYt Upplýsingar eru á hverri dós F æst 1 mat- vörubúÖum. tannlæknanna lítilsháttar, en öðru ekki. Ef íslendingar kynnu að gera sér á fæturna, gæti þjóðinni spar- ast meiri parturinn af þeim 800 þúsund krónum, sem varið er til kaupa á erlendum skófatnaði. Hann kostar að meðaltali 7—8 kr. pundið, en efnið sem nota mætti til hans, seljum við út úr landinu fyrir tvær krónur pundið. Verð- munurinn er vinnulaun, og voru þau goldin af um 50 smálestum af þessari einu vöru árið 1924. — Þessu og þvílíku höfum við ráð á, en á hinn bóginn erum við svo fá- tækir, að við höfum ekki ráð á, að verja fé til þess, að varðveita heilsuna. Við erum einkennilega fátækir. Og fátækastir af vilja og framtakssemi — þeim eigin- leikum, sem íþróttin örfar bezt. A . . v . . i . —Iþróttablaðið. Siglingar» Gamla Landsins CANADIAN NATIONAL hefir sérstakar járnbrautarlestir og svefnvagna I nóvember og desember, sem koma til hafnarstaðanna á réttum tlma til aS há I skip, sem sigla til Bretlands og annara landa I Evrópu. Lifandi Drottinn, lýstu mér. Lífsglaða og unga dauðinn kallar, Ljóselska blómið beygt til vallar, Bikarnum læst, og gleðin þver. Fram að hádegi’ er fegurst rósin, Fullkomnust dýrðin, skærust ljósin. Hví þá að búa’ upp beðinn strax, Byrgja skinið að morgni dags? Lifandi drottinn, lýstu mér, Láttu mig engum geisla týna; Það, sem ætíð á skærst að skína, Skýlaust er geymt í dýrð hjá þér. Feigðin ríkir á foldar setri, Frostrósir einar lifa’ á vetri; Alt sem af Kristi endurskín, Á að flytjast á söfnin þín. Algóði faðir, áhrif þín Umvefji’ og blessi litla drenginn: Þú hevrir ástar insta strenginn, Að elski móðir börnin sín. Fyrst hún, sem nú er frá oss borin, Fékk ei að ganga’ í móðursporin,? Veldu þá til þess verk og mál, Að vernda barnsins hjarta’ og sál. Alvísi guð. bitt orð og mál TTonlýsi’ og huggi grátna vini, Sem undu í blíðu endurskini Af elskurikri, hre;nni sál. Heimilis liós, af lífi biörtu Lvsi ávalt á vina hjörtu. Það er indælt í ást og kvrð Að eiga talsmenn við drottins hirð. Friðrik Guðmundsson. ANNAST VERÐUR rT • r /■ OG FÁIÐ pANNIG BESTA UM VEGABRÉF 1 *jSS‘^ SEM HÆGT ER AÐ HAFA LÁGT FAR í DESEMBER —Til— HAFNARBÆJANNA The Canadian Na- tionai félagiC selur farbréf með öllum skipaltnum yfir At- lantshafið og ráðstaf- ar öllu viðvIkjancH ferðinni með skipun- um og jámbrautar- sve f nvögnunum. EF ÞÉR EIGIÐ VINI í GAMLA LANDINU FARBRÉF TIL OG FRÁ Allra staða SEM PÉR VILJIÐ HJALPA TIL AÐ KOMAST TIL pESSA LANDS, PA KOMIÐ OG SJÁIÐ OSS. VÉR GERUM ALLAR NAUÐSYNDEGAR RADSTAF- ANIR. I HEIMI ALLOWAY & CHAMPION 667 MAIN ST„ WINNIPEG, SÍMI 26 861 's-- Umboðsmenn fyrir CANAÐIAN NATI0NAL RAILWAYS Heim til Gamla Landsins FYRIR JÓLIN O G NÝÁRIÐ Ferðíst með Sérstakar Lestir tii Hafnarstaða Lág Fargjöld Allan Desembermánuð til Hafnarstaðar FER FRA WINNIPEG Klukkan 10.00 i. m. ,NÁ SAMBANDI VIÐ JOLA-SIGlINGAR Frá Winnipeg— Nov. 23 — S.S. Melita frá Des. 3 — S.S. Montclare “ Des. 6 — S.S. Montrose “ Des. 11 — S.S. Montnairn “ Des. 12 — S.S. Montcalm “ Montreal — Nov. 25 til Glasgow, Belfast, Liverpool St. John — Des. 6 “ Belfast, Glasgow, Liverpool “ — Des. 9 “ Belfast, Glasgow, Liverpool “ — Des. 14 “ Gobh., Cherb. Southampt. “ — Des. 15 “ Belfast, Liverpool VID LESTIR I WINNIPEG TENGJAST SVEFNVAGNAR FRA ED- MONTON, CALGARY, SASKATOON, MOOSE JAW OG REGINA og fara alla leið austur að skipsfjöl. Frekari upplýsingar gefa allir umboðsmenn vorir jppi, City Ticket Office. Ticket Office A. Calder & Co. J. A. Hebert Co. ty Cor. Main and Portage Phone 843211-12-13 C. P. R. Station Phone 843216-17 663 Main St. Phone 26 313 Provencer & Tache St. Boniface CANADIANPACIFIC

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.