Lögberg


Lögberg - 29.12.1927, Qupperneq 1

Lögberg - 29.12.1927, Qupperneq 1
40. ARGANGUR | Helztu heims-fréttir Canada. Látinn er nýverið aS heimili systur sinnar í Banbridge á ír- landi, David Wilson, fyrrum þing- maður í fylkisþinginu í Manitoba, fyrir Gladstone kjördæmið, kominn fast að sjötugu. Fylgdi hann í- haldsflokknum að málum, og var eindreginn stuðningsmaður Roblin- stjórnarinnar. * * * Sá orðrómur hefir verið á sveimi undanfarandi, að í norðurhluta Ontariofylkis, væru leynifélög að verki, með það markmið fyrir aug- um, að útbreiða kenningar Comm- únista á meðal skólabama. Nú hefir stjórnin skorist í leikinn og fyrirskipað rannsókn í málinu. * * * Rt. Hon. L. C. Amery, nýlendu- ráðgjafi Breta, er væntanlegur hingað til lands þann 6. janúar næstkomandi, og ráðgerir að dvelja hér í mánaðartíma. Er búist við að hann flytji einar fjórtán til fimtán ræður í hinum stærri borg- um. * * * Forseti þjóðbrautakerfisins, Sir Henry Thomton, hefir tilkynt, að innan skamms verði byrjað á að byggja veglega, nýja járnbrautar- stöð í Hamilton borg í Ontario fylki. * * * Látinn er fyrir skömmu í Mon- treal, Robert Caspar Wills, nafn- kunnur fuglafræöingur, hálf ní- ræður að aldri. * * * Fimtíu canadiskir bændur, sigla frá Halifax þann 8. janúar næst- komandi, áleiðis til Englands, og þaðan til Norðurlanda. Ætla þeir að kynna sér helztu búnaðarnýj- ungar á brezku eyjunum, sem og í Danmörku og Sviþjóð. Landbún- aðarráðuneyti sambandsstjórnar- innar, átti fmmkvæði að leiðangri þessum. * * * Maður að nafni William Wat- son, að Vulcan, Al.berta, lézt ný- lega af því að borða skemt kjot. Alfred Brown, er neytti með hon- um máltíðarinnar, liggur svo hættulega veikur, að tvísýnt er tal- ið um líf hans. * * * R. M. Rouleau, erkibiskup í Quebec, hefir fyrir skömmu hlotiÖ kardínálatign. * * • Bæjarstjórnin í Pembrdoke, Ont. hefir veitt $8,ooo dali, til þess að láta gera minnismerki yfir her- menn þá úr bænum og grendinni, er líf sitt létu í heimsstyrjöldinni miklu. * * * Ákveðið hefir verð að rifa niður St. Lawrence Hall, eitt hið allra elzta og frægasta grstihús Mon- treal borgar. Meðal frægra gesta, er þar höfðu bækistöð sína, má nefna Edward Bretakonung, Sir John A. MacDonald, George Eli- enne Cartier, Jefferson Davis og Charles Dickens. Bandaríkin. Coolidge (forseti hefir skipað Henry Lewis Stimson frá New York , fyrrum hermálaráðherra, landstjóra á hilippine eyjunum í staðinn fyrir Leonard \Vjood, sem nú er dáinn. * * * A síðasta fjárhagsári hafa ver- ið teknir fastir 64,836 menn í Bandarikjunum fyrir brot á vín- hannslögunum og sektir fyrir þau brot hafa á sama tíma numið $5,- 775.225 * * * Ung stúlka, Farmie Broyles í Lurah, Va. varð fyrir því slysi að þung viðargrein féll á höfuðið á henni og misti hún máttinn svo al- gerlega að allir héldu að hún væri dáin. Hún var kistulögð og eftir að hún hafði legið í líkkistunni 5 heila nótt var byrjað á útfararat- hönfinni. En meðan á henni stóð, tók bróðir stúlkunnar, sem stóð rétt hjá opinnj kistunni. eftir því, að systir hans hreyfði augnalokin. Var nú hætt við útförina og byrj- að á tilraunum að lífga stúlkuna. sem hepnaðist von bráðar. Sagð- ist hún hafa vitað um alt sem fram fór, en ómögulega getað hreyft sig, nema loksins augnalokin, en ó- óslkaplega hrædd hafi hún verið. + * * Eona ein í Seattle, Wash., Mrs. Lay J. Dunseah, stefndi nágranna- konu sinni, Mrs. Lillian De Grace fyrir að hafa gefið sér utan undir þegar þær voru að jagast út af eldiviðar hrúgu, sem látin hafði verið á gangveginn rétt hjá heim- ilumi þeirra. Hin síðarnefnda varð að borga hinni fyrnefndu eitt cent i skaðabætur fyrir þa,ð að hafa mis- boðið virðingu hennar. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, var miklu fé skotið saman í Bandaríkjunum til styrktar skylduliði þeirra flug- mannanna 'Nungesser og Coli, sem fórust á Atlantshafsflugi í maí- mánuði í vor. Nú hefir þessu fé verið skift, og er Mme. 'Coli sáró- ánægð út af því, hvernig þeim hluta fjárins hefir verið úthluað, er Coli fölskyldunni hlotnaðist og finst að hún sjálf og börn hennar hafi fengið alt of lítið í saman- burði við tengdaforeldra sína. Hún hefir skrifað Poincaré langt bréf og beðið hann að skerast i þetta og sjá til þess að hún fengi einhverja leiðréttingu á þessu máli. * * * Á föstudaginn í vikunni, sem leið lagði Mrs. Frances Wilson Grayson af stað frá New York í loftfari sínu “The Dawn’’ áleíðis til Sýfundnalands, þar sem hún ætlar að koma við og. hafa nokkra dvöl, en halda síöan áfram alla leið til Norðurálfu. Með frúnni voru í loftfarinu þrír menn og eru nöfn þeirra: Brice Goldsborough, Oskar Omdal og Fred Kohler. Þegar síð- ast fréttist, á þriðjudag, hafði loft- farið ekki komið fram í Nýfundna- landi og veit enginn hvað af því er orðið, og er nú talið nokkurn veginn víst að það hafi farist með öllu innanborðs. * * * Fyrir 54 árum tók barnaheimili í San Francisco að sér að ala önn fyrir tíu ára gömlum, munaðar- lausum dreng, sem Rube Robert Fogel hét. Hann varð síðar gim- steinasali og græddi auð fjár, og nú hefir hann arfleitt bamaheim- ilið, sem fóstraði hann að mestum hluta eigna sinna, eða nálega tveim- ur miljónum dala. * * * Svo að segja öll blöð, sem mað- ur sér síðustu dagana, flytja lang- ar frásagnir um hræðilegt morð, sem fyrir skömmu hefir framið verið í Los Angeles, Califoríu. Tólf ára gömul stúlka, Marion Parker, var að leilka sér með öðr- um stúl'kum úti fyrir skólanum, sem hún gekk á, þegar maður kom þar að i bíl, tók þessa stúlku og hafði hana burt með sér. Skömmu síðar er faðir stúlkunnar látinn vita að dóttur hans hafi verið rænt og að henni verði skilað aft- ur, ef hann láti af hendi $1,500 Hann gerði þetta og stúlkunni. var skilað heim að húsi hans á vissum tíma, en þegar foreldrarnir komu til að taka á móti henni fundu þau að hún var dáin, hafði verið myrt og hræðilega limlest. Unglings maður, innan við tvítugt, Edward Hickman að nafni, var skömmu síðar tekinn fastur og grunaður um þennan glæp. Hefir hann nú ját- að á sig glæpinn og jafnframt að hann hafi áður framið rán og þjófnað hvað eftir annað og á ýms- um stöðum. Segist hann hafa rænt stúlkunni til að hafa út peninga, en ekki þorað að skila henni lifandi, því hún hafi þekt sig. Mál þetta verður nú rannsakað af réttvísinn- ar hálfu. Bretland. Mesti bylur, sem komið hefir 5 hálfa öld, gekk yfir England á annan í jólum. Sex feta þykkur snjór féll í London og skóf saman í skafla. sem sumstaðar urðu sex- tán feta háir. Tepti það umferð bæði í borginni og víða annarsstað- ar í landinu og símasambönd slitn- uðu víða um landið. Þrjár mann- eskjur urðu úti, sem frést hefir um þegar þetta er skrifað. Ein- hverjir veðurspámenn hofðu spáð, að í London mimdu verða “hvít jó!” og þótti það ekki rætast, því á jóladaginn rigndi mikið. En þess WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1927 NÚMER 52 Lögberg óskar öllum Islendingum góðs og farsæls Nýárs! varð þó ekki langt að bíða að þessi veðurspádómur kæmi fram. * * * Eitt af því, sem Bretar hafa nú töluverðar áhyggjur út af er kven- réttindamálið, eða það að nú er mikið talað um, að veita öllum konum kosningarétt og kjörgengi, sem eru 21 árs að aldri, eins og karlmenn nú hafa. Þetta mætir mikilli mótstöðu og er því haldið fram, að nái þetta fram að ganga þá verði það í raun og veru kven- fólkið, sem mestu ráði um stjórn ríkisins. Hefir félag verið stofnað á Englandi til að berjast á móti því að yngri konur fái þar kosn- ingarétt, heldur en nú hafa hann. Segir skrifari félagsins Mr. John McArthur, að gjarnan geti þeir, sem vilja kallað félagsmenn kven- hatara og öllum illum nöfnum, sem þeim sýnist, en það væri full al- vara félagsins að berjast á móti því með öllu heiðarlegu móti, að konurnar næðu yfirráðum í stjórn- málum rí'kisins, þannig að þær réðu 'því hverjir færu rrieð völdin. Sjálf- ar mundu þær ekki sækjast eftir þeim fyrst um sinn og sízt af öllu ábyrgðinni, sem þeim fylgir, en þær vildu endilega hafa tækifæri til að segja karlmönnunum fyrir hvernig stjórna skyldi, án þess að bera á- byrgðina sjálfar. * * * Sú frétt kemur frá Englandi, að þar sé verið að byggja loftfar, sem svo sé stórt, að það taki 100 far- þega og 10 tonn af póstflutningi, auk þess fólks, sem vinnur á þess- um mikla loftbát. Gert er ráð fyr- ir að það verði fullgert í apríl mán- uði og er búist við að það geti far- ið frá London til Montreal eða New Yorik á 48 klukkustundum og að fargjaldið yfir hafið verði hundrað Sterlings pund, eða í mesta lagi 125 pund. Flest þæg- indi eiga að verða á þessu stóra loftfari, en borðsalurinn þó ekki stærri jen svo að( hann rúmi 50 manns í einu, en breyta má hdnum í danssal, þegar farþegum langar til að dansa. Hvað úr þessu verð- ur er ekki enn vel gott að segja, en það þykir nú ekki lengur neitt ó- líklegt að áður en langt líður geti menn flogið yfir Atlantshafið á mjög sítuttum tíma og tiltölulega lítilli áhættu, ekki bara einn og einn eða örfáir í einu, heldur f jöldi fól'ks á einum loftbát. Hvaðanœfa. Stjóm sú á Finnlandi, er V. A. Tanner veitti forystu hefir neyðst til að Iáta af völdum, með þvi að hún fékk vantraustsyfirlsingu í þinginu, sökum stefnu sinnar í toll- málum. Vildi 'hún hækka vernd- artolla að mun, en fékk því eigi framgengt. * * * Bærinn Mulga á Tyrklandi, hrundi 'að heita mátti til grunna, af völdum jarðskjólfta, er nýverið geysaði yfir landið. Fjöldi fólks kvað sætt hafa meiri og minni meiðslum, en engir látið lífið. • * • Stjórnin í Austurríki hefir feng- ið $30,000,000 3án hjá National City bankanum i New York, er er varið sknl að mestu til sam- göngubóta í Vínarborg, svo sem út- færslu sporbrautakerfisins. * * * Hinn nýi sendiherra Persa á Frakklandi, hefir þann sið, að bera á sér, hvert sem hann fer, nál og tvinna. Þótti ýmsum þetta kyn- Iegur siður, og reyndu að grenslast eftir hvernig á honum stæði, en urðu engu nær, því sendiherra vildi engar upplýsingar veita. En núna fyrir skemstu, stakk sendi- herrann því að forseta Frakklands, að hann bæri ávalt á sér nál og tvinna, til þess að geta gert sjálfur við sokka konu sinnar og dætra, með því að hann tryði engum öðr- um en sjálfum sér fyrir því vanda- verki. Við manntal það, er nýlega fór fram á Tyrklandi, kom það í ljós að í landinu voru fjörutiu og átta þúsundum fleiri konur en karlar. # ■» * Eamon De Valera, kom til New York hinn 21. þ. m. Það hafði áður heyrst að erindi hans til Bandaríkjanna í þetta sinn væri að fá landa sína þar til að leggja fram $450.000 til að stofna blað á Ir- landi, sem haldi fram lýðveldis- stefnunni. Ekki hafði De.Valera neitt um það að segja við blaða- menn í New York, hvert erindi sitt aðallega væri, en gat þess þó að mikil þörf væri á nýju blaði á írlandi, sem héldi fram stefnu sins stjórnmálaflokks. Kuldar óvanalega miklir hafa verið víða í Evrópu að undan- förnu, svo að ekki hafa slíkir kuldar komið þar síðan árið 1895. Hefir kuldanum fylgt mik- ill vindur og snjókoma, og hefir þetta mikla kuldakast náð yfir mestan hluta álfunnar. Á sunn- anverðu Frakklandi hefir fallið óvanalega mikill snjór. geir Jóhannsson, og beið hann hana bana af. Þetta vildi til með þeim hætti, að meðan skipið var að leggja frá, lá gildur kaðall í “keva” fram af því í bryggjuna. Þegar stríkkaði á kaðlinum brotnaði “kevinn” og kastaðist styktkið í höku og kjálka Ásgeirs sfýrimanns og féll hann þegar í öngvit. Hknn var strax fluttur á spít- ala, og fékk þá rænu stutta stund. En 3 klst. eftir að hann fékk högg- ið var hann örendur. Ásgeir heitinn var ókvongaður maður og átti heima hér í Reykja- vik. 0r bœnum. Mr. .Srgurður Baldwinsson, er nýlega kominn til borgarinnar vestan frá Alberta, þar sem hann hefir gefið sig við gripakaupum um hríð. Lét hann hið bezta af förinni, sem og hag almennings þar vestra yfirleifp Eins og sjá má af tilkynningu frá forseta Þjóðræknisfélagsins, séra Ragnar E. Kvaran, þá byrj- ar Brynjólfur Thorláksson sðng- kenslustarf sitt meðal íslenzkra barna í Winnipeg, þann 7. janúar r.æstkomandi. Er hér um þýðing- armikið þjóðræknismál að ræða, er verðskuldar allan þann stuðn- ing, sem hægt er að láta í té. Frá Islandi. Um 3,500 tunnur af síld eru enn á 'Siglufirði, að því er fregn að norðan hermir. Af því á Kveld- úlfur um 3,000 tunnur. Búist er við því, að þessi síld fari ðll inn- an skamms. — Allar verksmiðjur á Siglufirði eru nú hættar bræðslu, að undantekinni verksmiðju Goos, en hún hættir störfum einhvern r.æstu daga. Reykjavík 1. des. í gær kl. að ganga 5 kom eldur upp í bænum Hliði á Álftanesi, og magnaðist hann svo fljótt, að ekki varð við hann ráðið, og brann timburhúsið til kaldra kola. Húsið var lítið, og öllu lauslegu innan stokks varð bjargað úr því. Skúr, sem stóð áfastur við það, og geymt var í hey, tókst að bjarga og sömuleiðis heyinu.— Skemdist að- eins sú hlið skúrsins, er að húsinu vissi. Fjós stóð einnig fast við húsið, en það tókst að verja það, svo um það haggaði ekki. Þeim, sem Morgunbl. átti ta! við í gærkvöldi suður á Álftanesi um brunann, var kunnugt um það með öllu, hvernig eldurinn hafði komið upp. Sömuleiðis um það, hvort húsið hefði verið vátrygt.. En þó taldi heimildamaður blaðsins lík- legt, að það hefði ekki verið vá- trygt. Bíður því bóndinn þar, Lárus, tilfinnanlegt tjón, ef svo hefir verið. Bjöm Blöndal, kaupmaður, and- aðist í fyrrakvöld að heimili sínu hér í bænum, eftir langa vanheilsu. f fyrramorgun Ikom togarinn “Leiknir” frá Englandi til Patreks- fjarðar. Hann var afgreiddur þar í fyrra dag og ætlaði á veiðar seinnipart dagsins. . Þegar hann var að fara frá bryggjunni, vildi það sviplega slys til, að jámstykki slöngvaðist á stýrimanninn, Ás- Ólafur Ólafsson trúboði, er ver- ið hefir í Kina á undanfömum ár- um sendi skeyti hingað i gær um það, að hann komi hingað með “Lyra,” eftir áramótin. fLyra fer frá Bergen 5. jan.). Ætlar Ólafur aö dvelja hér í vetur, en ikona hans, sem er norsk, verður heima í Noi egi hjá foreldrum sínum. — Þeg- ar mestur gauragungurinn var 1 Kína í fyrravetur og sumar, var trúboðum þar ekki vært, og urðu þeir að flýja frá stöðvum sínum. Ólafur fór þá með konu sina til Japan, og dvaldi þar síðan hjá ís- lenskum trúboða, Okta\úus Thor- láksson, syni séra Steingrims N. Thorlákssonar. Trúboðsstarf séra Oktavíus í Japan. er styrkt af Vestur-íslendingum. Helgi Tómasson læknir varði í fyrradag við háskólann í Kaup- mannahöfn doktorsritgerð sina, er nefnist “Undersögelser over nogle af Blodets Elektrolyter og det negatative Nervesystem.” Helgi er ungur maður, fæddur 1896. Hann lauk embættisprófi 1922 og hefir siðan verið læknir við geðveikra- hæli Vordingborg, sjöttu deild borgarspítalans í Höfn, og hefir auk þess stundað “psyldatri” við Strángenás-ispítala í IS v í þ j ó ð. Helga hefir verið boðlð fyrsta varalæknisembœtti við borgarspí- talann í Böfn, en hann mun hafa hafnað þvi og ætlar að helga ís- landi starfskrafta sína og frábæra þekkingu. Rauðbrystings hreiðrið. (Harmsaga.) 1 grein á valbjörk, sem gegn mér hefst og gullfaldar há og sterk, er rauðbrystings hreiður, sem hringinn í kring er hreinasta meistaraverk. Þar átti’ hún börn; þar sat hún og söng: ein sælust móðir í heim, eða hún trítlaði út um grund að afla sér brauðs og þeim. Svo var það einn morgun, er móðirin þyrst í munni sér vætti af lind, að drengur, sem gekk hjá, greip upp stein og guðlausa framdi synd: hún féll við drápshögg með brotið brjóst, og blóðið draup munni frá. Hann sá það sá litli’, að(hann hafði hæft, og hróðugur var hann þá. En sólin tárblíðum geislum grét þann guðslanga dag, því hún sá f blóðfjöðrum hjúfra sig hjálparlaus í hreiðrinu börnin smá, unz af þeirri harmsýn meir en mett í mistri’ hún tárug hneig. Frá hreiðrinu sárveikt kvala-kvein í kulið næmt þá steig. Því að hún, sem þau fyrir brjósti bar og bjástraði æ að þeim, lá myrt, og henni því auðið ei var afturkomu heim. Og náttkulið óx um óttubil unz aftur sólin skein og sá þau, grátperlum daggar dreifð, nú dáin og laus við mein. Og stráofna hreiðrið stendur nú tómt og stöðugtf því hnignandi fer, en kvöldgola sumarsins kyssir það og kveinstafi þaðan mér ber; þá hugsa eg dapur um drenginn þrátt og drembinn föðúr Tians, sem tjáir sig mynd síns góða guðs, en — getur slíkt efni manns. —“Sam.” ífi 1 Stykkishólmi 22. nóv. Guðmundur GuÖmpndsson hér- aðslæknir i Stykkixhólmshéraði haföi verið fimmtiu ár héraðslækn- ir í júlí i sumar. Sapði hann af sér embættisstörfum frá 1 ,nóv. þessa árs. I tilefni af þvi, héldu Stykkishólmsbúar honum og konu hans fjölment samsæti og færðu honum aS gjöf veglegan sjónauka. Fór samsætiS hiS bezta fram. Skemtu menn sér viS ræSuhöld, söng og dans. ASalræSuna hélt Páll Barnason sýslumnSur. TíS- arfar hefir veriS mjög milt. Er klaki mikiS til farinn úr jörS kringum Stykkishólm. Hleilsufar. Þungt (kvef hefir gengiS um sveitirnar og kaupstaS- inn. Afli er allgóSur, þegar gefur á sjó. Bætti mikiS úr, aS síld hefir veiSst dálitiS undanfariS á Grund- arfirSi. I DrápuhlíS vtri í Helgafells- sveit andaSist fyrir nokkru Sig- urSur bóndi Ulugason, góSur maS-\, ur og gegn. Hann var á sjötugs aldri. Dvaldi hann allan sinn ald- ur í Helgafellssveit. Barnastúka var stofnuS hér ný- lega, eru þrjátíu til fjörutíu börn í henni. Barnafélag (Barnavinurinnj var ennfremur stofnaS hér og eru í því börn yngri en 10 ára. Eru haldnir fundir meS börnunum, þegar messa ber í Stvkkishólmi. Er reynt aS hafa áhrif á siSferSis- trúar- og fegurSar hugmyndir bamanna. Ennfremur verSa þau frædd um merka menn í sögu þjóSarinnar o. fl. og loks fá þau, á fundinum, tækifæri til þess aS vera saman aS leíkum. í félaginu eru fimtíu til sextíu börn. Yngingartilraunir. ÍJslenzki skurSlæknirinn, Jónas Sveinsson er nýkominn til Kaup- mannahafnar á leiS heim og hefir “Politiken” haft tal af honum. SagSist lækninum svo frá, aS á- rangurinn af þeim "tveimur ynging- artilraunum, sem hann hefSi gert á íslandi, hefSu knúS sig til aS takast ferS á hendur til Vínarborg- ar til þess aS kynnast nýjustu aS- ferSum Eiselbergs prófessors og til aS sitja læknafund í Budapest, þar sem Voronof-bræSúrnir skýrSu frá seinustu yngingartilraunum sín- um og árangri þeirra. Ein grein af tilraunum Vöronofs, þótti Jónasi lækni sérstaklega merikileg. Hann hafSi tekiS kirtla úr ungum dýrum og sett þá í eldri dýr og árangur- inn varS sá, aS þessi gömlu dýr yngdust og tóku aS þroskast. Þetta kom t. d. þannig fram há kindum, aS ullarvöxtur þeirra jókst um helming. Franska stjómin hefir fengiS Voronof 300 fjár í Tunis til þess aS gera rannsóknir á, og heldur hann tilraunum sínum þar áfram, og er þaS ætlun hans aS meS þessum yngingartilaunum muni sér takast aS skapa alveg nýtt fjár- ikvn, sem verSi miklu meir arSber- andi heldur en þau fjárkyn, sem nú þekkjast. Ef þetta revnist rétt, hlýtur þaS aS hafa afarmikla þýS- ingu fyrir fjárrækt íslendinga. “Og eg ætla mér aS minsta lcosti aS gera tilraunir meS vngingar á fé á íslandi,” sagði Jónas. —Mbl. Reykjavík, 18. nóv. GuSrún Pálsdóttir, móSir séra FriSriks FriSrikssonar, lést á heim- ili sonar síns í fyrrinótt, eftir aS- eins tveggja daga legu. Frúv GuSrún var komin fast aS níræSu, var 88 ára gömul. Var hún mjög þrotin aS heilsu hin siSustu árin tvö aS minsta kosti en þrek hennar og dugur hélt henni oftast á fótum. GuSrún veitti lengi forstöSu heimili sonar síns, séra FriSriks, og gerSi þaS meS þeirri rausn og prýSi, sem einkendi hana alla æfi. Hún var orSlögS ágætiskona, gest risin mjög og örlát viS hvern, sem aS garSi bar. Vinir hennar eru fjölda margir um land alt. —Mbl. Eimskipafélagið kaupir Villcmoes. Nýlega hefir veriS gengiS frá samningum miltí, rikisstjórnarinn- ar og Eimskipafélags Islands, um þaS aS félagiS kaujpi Villemoes fyrir 140 þús. krónur. Tekur fé- lagiS viS honum um áramót. SkipiS er bygt í Porsgrund í Noregi áriS 1914 og er 775 smá- lestir brúttó. Landstjórnin keypti skipiS áriS 1917, og hefir þaS aSallega veriS í fönun fyrir landsverzlunina, en Éimskip»afélagiS hefir haft útgerS- arstjórn á hendi. SkipiS á framvegis aS heita Sel- foss, og verSur næsta ár í förum milli Hamborgar, Hull og Islands. Eins og kunnuigt er, hefir GoSafoss annast þœr ferSir í ár. En viS- skiftin viS Hamborg og Hull auk- ast svo mikiS, aS taliS er aS nauS- synlegt sé aS bæta öSru skipi viS. Á GoSafoss aS fara fleiri milli landaferSir næsta ár, en hann fer í ár, en Villemoes aS annast flutn- inga til smáhafna, fra Hamíborg og Hiull. Reykjavík, 19. nóv. 1927. Á fundi “Hins íslenzka kvenfé- lags” í vikunni sem leið, var tek- ið til umræðu “hvað hægt væri að gera til að fegra og prýða Reykja- víkurbæ fyrir 1930” Að loknum umræðum var samþykt tillaga þess efnis, að Hið íslenzka kven- félag legði til, að kosnir yrðu tveir fulltrúar í nefnd, er starfaði að því ásamt fulltrúum frá öðrum félögum í bænum að athuga hvað gera mætti til að fegra og prýða Reykjavík fyrir 1930. Kvenfélagið kaus Ragnheiði Pétursdóttur á Há teigi og Halldóru Bjarnadóttur, Hátegi, í nefndina. Magnús Helgason, stólastjóri Kennaraskólans varð sjötugur 12. þ.m. Yngri og eldri nemendur skólans héldu honum samsæti og og fluttu honum góðar gjafir. 16. þ.m. andaðist ér í bæ Helgi Zoega kaupmaður. Banamein hans var heilabróðfall. -— 17. þ.m. and- aðist frú Guðrún Pálsdóttir, móð- ir séra Friðriks Friðrikssonar, 88 ára að aldri.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.