Lögberg - 29.12.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 29.12.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1927. Bls. 3. Jóh. Stefánsson frá Enniskoti í Víðidal og kona hans Ingibjörg Friðriksdóttir. Ingibjörg andaðist árið 1920. Minningarorð um hana, í bundnu I og óbundnu máli, voru rituð af ^7 séra^Jónaaj A. Sigurðssyni, og Vri kom það hvorttveggja út nokkru V seinna í Lögbergi. Verður henn- ar því ekki minst frekar hér, held- jo,"'I ur manns hennar, er andaðist 1 grend við Gull Lake, Sask., >þ. 13. . sept, s. 1. Jóhann Stefánsson var fæddur r í Þórukoti í Víðidal, í Húnavatns- sýslu, árið 1859. Því miður er þeim, er þetta ritar ekki kunnugt V um, hvaðaj mánaðardag hann var fæddur. Gjörir ef til vill ekki ntjög mikið til. En sextíu og átta ára, eða sem næst því, hefir hann verið, þegar burtköllunin kom. Foreldrar Jóhanns Stefánsson- ar voru þau hjón Stefán bóndi Stefánsson og Elínborg Jónsdótt- ir, er um langt skeið bjuggu í Enniskoti í Víðidal norðanverð- um. Þar ólust þau upp, Jóhann og systkini hans. Voru börn þeirra Stefáns og Elínborgar átta alls, fjögur er dóu í æsku og fjög- ur, er náðu fullorðins aldri. Þau er npp komust, auk Jóhanns, voru Elín, Guðrún og ólafur. Flutt- ust þau öll vestur um haf á þeim árum, er útflutningar frá íslandi voru sem mestir. Elín giftist norskum manni, er Eileifur hét Guttormsson. Bjuggu þau við sæmi- leg efni í Garðarbygð í Dakota. Andaðist Eileifur Guttormsson þar fyrir mörgum árum. Bjó Elín þar ekkja í nokkur ár, en er nú látin fyrir allmörgum árum. — Guðrún systir Jóhanns og Elínar, átti fyrir mann Jónas Einarsson írá Mælifellsá i Skagafirði, bróð- ur frú Bjargar, síðari konu Hjör- leifs prófasts Einarssonar á Und- irfelli í Vatnsdal. Jónas lézt sumarið 1914. Þau Jónas og Guð- rún eignuðust sex sonu, alla vel gefna og myndarlega. Misti Guð- rún einn þeirra, Stefán að nafni, hinn þriðja í röðinni, bráðdugleg- an efnismann, rétt tvítugan, úr “flúnni” haustið 1918. Hinir eru allir á lífi, sumir giftir, en þeir yngri heima með móður sinni. Þau mæðgin búa að Vatnsnesi í Árnesbygð í Nýja Islandi. — ólafur, bróðir þessara systkina, á heima í Cavalier, í Dakota. Hann er giftur maður. Kona hans heitir Valgerður og er Þorsteinsdóttir. Er mér sagt, að ihún sé væn kona] og myndai-leg. Mun iþeim farnast] vel og búa við sæmileg efni. Hálfbróðir systkina þessara,! samfeðra og eldri en þau, var; Björn Stefánsson, er átti Guð-| rúnu Andrésdóttur frá Syðsta] Hvammi á Vatnsnesi í Húna-j vatnssýslu. Dóttir þeirra var i Guðrún Júlíana, er giftist ensk-| um lækni, Coffin að nafni. Stund- aði hann lækningar í Rossland, B. C., og lézt! þar fyrir nokkuru síð- an. Mrs. Coffin andaðist fyrir skömmu, og skrifaði séra Kolbeinn Sæmundsson minningarorð um hana, er út komu í Lögbergi fyrir skemstu. Þau Jóhann Stefánsson og kona hans, munu hafá byrjað búskap í Enniskoti, í sambýli við Stefán föður Jóhanns, er þá var enn á lifi, því árið 1888 fluttu þau al- farin til Vestunheims. Voru þau allra fyrst í nánd við Gardar í Dakota, þar sem Elín systir Jó- hanns var þegar orðin búsett. Frá Gardar fluttu þau hjón norður 1 bygðina, nokkuð norður af Hall- son. Náðu þau í fremur rýrt land til ábúðar, með því öll betri lönd voru þá tekin og lágu ekki á lausu, jafnvel ekki til kaups, sízt með vægum kjörum. Með ráð- deild, atorku og góðu samkomu- lagi, farnaðist þeim hjónum þarna vel, þrátt fyrir það, að barnahóp- urinn varð æði stór. Komust þau í sæmileg efni og bjuggu þarna þar til árið 1912, að þau seldu og fluttu norður til Canada. Landnám þeirra hjóna, Canada- megin landamæranna, lá nokkuð suður af bænum Gull Lake í fylk- inu Saskatchewan. Hafði Friðrik elzti sonur þeirra Jóhanns og Ingibjargar, þá þegar náð sér þar í bújörð, sem heimilisréttarland, en lðnd voru þá svo að segja öll tekin, með miklum hraða á því svæði, svo Jóhann náði í land, er fram hjá hafði verið gengið, sök- um þess að stórt gil lá í gegn um það, að eins fjórði partur af því tiltækilegt til akuryrkju, en mikið af hinu þó gott beitiland. Lán- aðist þeim hjónum vel með land- ið; fengu af því furðanlega mikla uppskeru. Leið iþeim þarna ágæt- lega. Mun og Eileifur sonur þeirra hafa náð í bærilegt land um líkt leyti, en þó nokkuð langt frá þeim feðgum, Jóhanni og Frið- riki. íslenzka landnámið þarna varð bæði fáment og sundurslit- ið. Bjarni Jónsson frá Ási í Vatnsdal, nam land þar allskamt í burtu. Aðrir íslendingar voru þar hvergi nærri. Miklu lengra suður frá Gull Lake myndaðist þó um líkt leyti ofurlítið íslenzkt landnám. Þar námu land þau hjón, Þórður Jónsson frá Hliði á Álftanesi og kona hans ósk Bjarna- aóttir frá Hrappstöðu í Víðidal; Guðmundur Jónsson frá Elliða- vatni og synir hans tveir og síð ari konu hans, Sigríðar Bjarna- dóttur, (systur óskar, konu Þórð- ar Jónssonar); þeir Bjarni og óskar, (hálfbræður ,frú Stefaníu sál. leikkonu í Reykjavík); Jón Bergmann, sonur séra Friðriks heitins Bergmanns, og einhverjir aðrir, sem mér er ekki unt að nafngreina. Um íslenzkt félags- líf í þessu fámenna, dreifða og sundurslitna íslenzka landnámi var naumast að tala. Munu allir hafa saknað þess. Fann eg það glögt á nafna mínum í þau tvö eða þrjú skifti, sem hann heim- sótti mig hér í Árborg. Þau Jóhann Stefánsson og Ingi- b.iörg kona hans, eignuðust í hjónabandi sínu níu börn. Tvö af þeim dóu í æsku. Hin sjö enn á lífi. Þau eru þessi: 1. Friðrik, bóndi í grend við Gull Lake. Á fjrrir konu Mar- gréti Björnson, frá Svold í Dakota. 2. Jónína Guðrún. Á fyrir mann Júlíus Johnson, af norsk- vm ættum, frá Minnesota. Þau eiga heima í Portland, Ore. 3. Sigríður Sesselja. Maður hennar Árni bóndi Ólafsson, frá Hallson, N.D. Þau eiga heima að Eston, Sask. 4. Eileifur. Kona hans Kristín Björnson, frá Svold, N.D., systir Margrétar konu Friðriks. Eileif- ur stundar búskap í grend við Es- ton, Sask. 5. Elinborg. Maður hennar Walter Gray, af brezku kyni. Þau h.ión stunda búskap í nánd við Gull Lake, Sask. 6. Ólöf Ingibjörg. Maður henn- ar, Marshall Swan að nafni, stundar rakaraiðn í Portland, Ore. 7. Guðmundur Stefán. Bóndi að Gull Lake. Ókvæntur. Jóhann Stefánsson var láns- maður í mörgu. Hann hafði af- bragðs heilsu, alla æfi, lánaðist búskapur mæta vel, ef þess er gætt, að hér vestra var byrjað með tvær hendur tómar. Hann var og lánsamur með giftingu sína, eignaðist greinda og væna konu, sem var honum til sóma í öllu. Barnalán hafði hann og niikið. Er mér sagt, að börn hans séu öll vel gefin og myndarleg. Hefi eg það eftir vandalausum manni, mjög greinagóðum, sem vel er kunnugur., Veit eg og hitt um leið: að börn Jóhanns voru honum öll frábærlega góð og þótti mjög vænt um hann. Mun samband hans og þeirra hafa ver- ið mjög ánægjulegt. Þá hafði hann og vinalán mikið. Jóhann var sjálfur æifinlega vingjarnleg- ur, og glaður í viðmóti og góð- samur. Boðinn og búinn til að koma vel fram við alla. Eitt af því sérstaka í fari hans var að halda trygð við gamla vini sína og ættfólk. Síðan 1920, að hann varð ekkjumaður, kom hann einar þrjár ferðir, ef eg man rétt, til Selkirk og Nýja íslands, til að sjá ættifólk sitt og gamla vini. Bjarni Jónasson, frá Ási í Vatns- dal, sem eg gat um hér að fram- an, var þá til heimilis í Selkirk, og kom Jóhann þangað til að finna hann og ef til vil fleiri þar. Frá Selkirk fór hann svo norður í Árnesbygð, í Nýja íslandi, að sjá Guðrúnu systur sína og sonu hennar. Þaðan var svo ferðinni baldið áfram norður að Fitjum í Breiðuvík. Þar býr Sigurður J. Vídal, frá Kamphól 1 Víðidal. Voru þeir Sigurður og Jóhann systkinasynir. Jón bóndi í Kamp- hól, faðir Sigurðar, og Elínborg móðir Jóhanns, alsystkin. Frá Fitjum var svo farið til Árborg- ar. Þar búa þau vænu hjón, Stefán Guðmundsson og Guðrún Benjamínsdóttir, frá Ægissíðu i Húnavatnssýslu. Voru þau alda vinir Jóhanns. Gat ekki komið til mála, að koma til Nýja íslands án þcss að heimsækja þau. Kom þá uafni minn æfinlega til mín um leið. Hefir náið vináttusamband jafnan verið milli hans fólks og míns fólks. Erum við og báðir heitnir eftir sama manni, Jóhanni bónda Stefánssyni í Þórukoti í Víðidal, er var mætur maður og frábærlega vinsæll, en dó innan við miðaldur. Var Jóhann sá al- bróðir Stefáns í Enniskoti. Þriðji drengurinn, er var látinn heita eftir Jóhanni í Þórukoti, var Jó- hann sonur þeirra hjóna, Jóhanns Guðmundssonar í Gilhaga í Vatns- dal og konu hans Unu Stefáns- dóttur, er var alsystir þeirra Stef- áns og Jóhanns. Þau hjón og Jó- hann sonur þeirra fluttu af íslandi til Dakota nokkuð snemma á tíð. Voru þar æði mörg ár, en fluttu síðan austur yfir Rauðá, inn í ríkið Minnesota. Mun Jóhann yngri vera þar við bú, og vera dugandi bóndi. Nöfn þessara tveggja nafna minna voru auð- vitað gefin þeim sakir náinnar frændsemi við hinn látna, mæta mann, en að því er mig snertir var sagt, að hann hefði “vitjað nafns,” sem kallað var á íslandi í gamla daga, og er kannske enn. Hefði eg annars hlotið alt annað nafn. Þó var foreldrum mínum mjög ljúft að gefa mér þetta nafn, sökum góðrar vináttu og mann- kosta hins látna manns. En fyr- ir nafnið og gott vináttusamband milli heimilanna, mætti eg æfin- lega hinu mesta dálæti, þegar eg sem smá-drengur, eða unglingur, kom að Ennoskoti. Það var eins og alt fólkið ætti í mér hvert bein. Hér vestra hefi eg ekki séð nema tvö af þeim Enniskots systkinum. Sá Elínu aldrei frá því á íslandi, og ólaf hefi eg enn ekki séð hér vestra. Guðrúnu hefi eg séð nokk- uð oft og nafna minn nokkurum] sinnum. Hjá þeim báðum hefi egj mætt hinni fornu ágætu trygð og vináttu. Var mér það og verulegtj ánægjuefni, að fá heimsóknir frá nafna mínum hér í Árborg. Var eg að vona í, haust, áður en eg frétti andlát hans, að mér mundi veitast sú ánægja að sjá hann enn einu sinni. Hafði eg orð á þessu við einn af yngri drengjum Guð- rúnar, er fundum okkar bar sam- an. En þá siagði hann mér lát hans. Kom mér það talsvert ó- vart, því mér hafði virzt, að Jó- hann Stefánsson hefði öll skil- yrði til að ná háum aldri. Hanri var frábærlega vel á sig kominn, sýndist mikið yngri maður, en hann var> gat gengið , að allri vinnu, eins og miðaldra maður, ef honum svo sýndist, þó hann væri hættur því að mestu og þyrfti þess ekki heldur. Þar að auki var hann glaðsinna og hinn ánægðasti með* öll kjör sín. Það ein'a, sem hann taldi þungbært hafa komið fyrir sig var það, að missa konu sína. Ef hún hefði fengið að lifa, fanst mér nafni minn hefði sjálfur tal- ið sig einhvern hinn mesta láns- mann á jörðu. En maður, sem þannig lítur á lífið, og er heilsu- lega mjög vel á sig kominn, þó hann sé farinn að eldast, getur venjulega átt von á hárri elli. — En svo er þetta alt, með öðru fleira, til að sýna manni hve lít- ið maður veit, og hvað flestir út- reikningar ná skamt og eru lítils virði. Mannlífið eins og gróður vallarins, er stendur með blóma um stund, fölnar síðan með skyndi og deyr, og er slíkt alkunnugt. — Eftir að Jóhann misti konu sína 1920, mun hann lengst af hafa búið einn í húsi sínu, sem er rétt hjá húsi þeirra Friðriks og Mar- grétar,- Er mér sagt, að Margrét tengdadóttir hans hafi verið hon- um mjög góð, rétt eins og hans eigin börn. Dauða hans bar að fremur óvænt. Hann hafði eitt- hvað verið við vinnu, en varð las- inn og lá fyrri part úr degi í húsi sinu og fanst sér vera heldur að skána aftur. Kom þar þá Guð- mundur sonur hans og fanst nafna mínum hann vera svo hress orð- inn, að hann gæti farið með hon- um og ætlaði hann að vera hjá honum næstu nótt. Var komið við hjá lækni um leið, er áleit að um lítilsháttar lasleik væri að ræða. Lét þó eitthvað ofurlítið af meðul- um, er hraða skyldu batanum. En við inntöku þeirra fékk Jóhann tvö uppsöluköst. Og upp úr því síðara varð hann meðvitundar- laus og 'andaðist fáum augnablik- um síðar. Áleit læknir, að brost- ið hefði æð innvortis og það hefði orsakað dauða hans. Jarðarförin fór fram seinnipart sunnudags, þ. 18. sept. og hefir víst verið mjög fjölmenn. Marg- ir kransar og blómsveigar á kist- unni, að því er blað í Gull Lake skýrir frá. Er þar sagt, að Jó- hann hafi notið almennra vin- sælda og verið ágætlega metinn í héraði. Enskumælandi prestur jarðsöng. Ekkert um annað þar að ræða. Mun jarðarförin hafa farið fram með prýði, eins og sómdi góðum íslendingi, er marga ágæta mannkosti hafði til að bera. Jóhann Bjarnason. Alþingishátíðin 1930. Niðurl. Þingvellir— hátíðarstaðurinn sjálfur. Þegar um hann er að ræða, hef- ir nefndinni orðið það strax ljóst, að hátíðanefndin verður að fá ó- takmörkuð umráð yfir staðnum. Ætlar nefndin nú að nota tæki- færið til þess að koma því í kringj að vellirnir verði gerðir að al- menningsvæði, sem ekki verði að neinu leyti háð búskaparmálum einstaks manns. Þykir nefndinni sjálfsagt, að frá Þingvöllum sé svo gengið, að almenningur geti hreyft sig þar frjáls og Óhindrað- ur. Undanfarið hefir verið unnið allmikið að því, að prýða Þing- velli, og hefir forystuna haft þar Matthías þjóðminjavörður Þórð- arson. Hefir vegunum verið breytt þar nokkuð, en þess þó gætt, að þeir röskuðu sem minst fornum svip staðarins. Nefndinni er það ljóst, að aðal- vandinn er að koma hátíðagestum þar fyrir, svo vel fari. Gerir hún ráð fyrir, að allmargir dvelji þar nokkru lengur en hátíðin stendur, úr því þeir eru komnir þangað á annað borð, félög ýms muni halda þar fundi sína, og ýmsir, sem aldrei hafa þangað komið áð- ur, muni nota tækifærið og sjá sig þar um rækilega. Á Þingvöllum er ekki, eins og kunnugt er, kostur góðra tjald- staða. Þarf mikið að slétta og jafna og laga til. En það er ætl- un nefndarinnar, að þegar vellirn- ir eru sléttaðir orðnir, þá sé þeim skift niður í sérstakar skákir, sem vegir liggi á milli, og verður þá þarna um að ræða tjaldborg með götum og gangstígum. Ætlar nefndin sér, að láta gera kort af svæðinu, jþar sem þéu mörkuð þau svæði, sem hreppum og sýslum verða úthlutuð og þau mega setja á sínar tjaldbúðir. Nefndin hugsar sér að láta slétta alla vellina, neðan frá Val- hóll og upp að Fögrubrekku; þykir henni það nauðsynlegt, ekki að eins vegna alþingishátíðarinn- ar, heldur og vegna Þingvalla í framtíðinni. En ekki er ætlast til þess, að tjaldstæði nái lengra niður eftir en á móts við það, sem þingmanna skálinn gamli stóð, eða austur frá konungshúsinu í beina línu alla lcið austur undir Hrafnagjá. Nefndin hefiir ekki enn reiknað út, hvað hægt muni vera að koma fyrir mörgum tjöldum á þessu svæði, en gerir ráð fyrir, að þeim verði ekki öllum valinn staður þarna. Er þá að flýja til vestur- bakka Almannagjár norðan Öxar- ár. Þar eru sléttir vellir. En um aðra tjaldstaði er ekki að ræða. En til þess að full not verði af völlunum á gjábarminum efri, þarf að laga vellina ofurlítið og bæta einstígi upp úr gjánni. Hef- ir verið talað um að gera tröppur á tveim eða þrem stöðum, sem falli vel inn í landslagið og raski ekki heildarsvip þar. Eins og kunnugt er, er þegar byrjað á sléttun Þingvallanna, og undirbúningur gerður undir frekara starf í þá átt. En nefndin gerir ráð fyrir, að þetta starf verði nokkuð dýrt. Skýtur kostn- aðinum mest fram flutningur þess áburðar, sem bera þarf und- ir, áður en þakið er. En talið er nauðsynlegt, að mikinn und- irburð þurfi, því annars verði vellirnir ekki grónir svo að við- unandi verði 1930. Allar girðingar, sem settar kunna að verða til hátíðaársins, verða teknar upp. Á hvergi að sjást stólpi eða strengur — alt að verða frjálst og hindrunar- laust. En svo sem gefur að skilja, þarf flokk manna til þess að halda þarna uppi röð og reglu. Er það tilætlun nefndarinnar, að skipa til þess sérstakan mann, er hafi á hendi þetta starf — verði með starfsmönnum sínum leiðbein- andi lögregla, er annist alt, sem að þessum málum lýtur. Þá hefir nefndin athugað brú- argerðir á Þingvöllum. Er henni ljóst, að sú eina brú, sem nú er þar á öxará, er með öllu ófull- nægjandi. Hefir nefndin í hyggju að leggja til, að gerð sé sæmilega stæðileg trébrú yfir öxará nálægt prestsetrinu, og tvær eða þrjár smáar gangbrýr yfir ána á öðr- um stöðum. Þá þarf og að setja bráðabirgðar-gangbrýr yfir ána fyrir ofan fossinn fyrir þá, sem hafast þar við í tjöldum sínum, þó ætla megi, að einstigin vepði eitt- hvað notuð. Aðbúðin á Þingvöllum. Nefndin er á einu máli um það, að ekkert vit sé í því, að ríkið fari að sjá um fæði og húsnæði handa öllum þeim fjölda, sem þarna verður saman kominn. Yrði það hvorttveggja — óbærilegur kostnaður og lítt kleift vegna fjöldans, svo fara muundi margt 1 handaskolum. Hefir nefndin þess vegna tekið þá ákvörðun, að hver sjái fyrir sér sjálfur, nema þeir tiltölulega fáu gestir, sem verða á vegum rík- isins. Verður því hver og einn að sjá sér fyrir tjöldum og teppum og hafa með sér sínar þingfarar skrínur með matvælum, svo sem gerðu þeir forfeður vorir. En hitt telur nefndin skyldu hins opinbera, að sjá hátíðargestum fvrir tjaldstæðum. Nefndin hefir hugsað sér að koma þessu fyrir á þann hátt, að hver sýsla kysi sínar nefndir, er stæðu í sambandi við hátíðanefnd- ina, og eru flestar sýslur þegar búnar að skipa þær nefndir. Þyk- ir nauðsynlegt, að sérstakar nefndir hverrar sýslu hafi með höndum allan undirbúning sýslu- búa, því þó einstaklingar eigi að sjá um sig sjálfir, þá má gera ráð fyrir, að margt lendi í skipulags- leysi, nema samtök væru innan hreppa og milli hreppa á þann hátt, að nefnd hverrar sýslu væri eínskonar fulltrúi sýslubúa gagn- vart hátíðanefnd. Nenfndum þessum verður bráð- lega skrifað nánar um alt er að þessum efnum lýtur, og eins, þeg- ar þingið í vetur hefir fjallað um tillögur nefndarinnar. Þó mönnum sé ætlað að sjá fyrir sér sjálfir á hátiðinni, þá þykir þó nefndinni öruggara að gerðar séu einhverjar ráðstafan- ir til þess, að erlendir menn og aðrir, sem ekki hafa aðstöðu til að afla sér matvæla, þyrftu ekki að sitja í svelti þarna. Er því tilætl- unin, að semja við einhverja ein- staklinga, fleiri eða færri, eftir því sem þurfa þykir, að 'hafa á hendi matsölu, og yrði þar þá ein- göngu um kaldan mat að ræða.— Mundi þá verða útmæld sérstök svæði fyrir matsölubúðir. Erlendir gestir og fulltrúar. Nefndin, er algerlega sammála um það, að ekki sé æksilegt eða rétt, að miklum fjölda manna sé boðið á hátíðina. Þar verði að gæta hófs, eins og annars staðar. — En þó er hún sammá’la um, að bjóða verði fulltrúum erlendra þjóðþinga. Eins og kunnugt er, er haldinn árlega þingmannafundur Norður- landa. Sá fundur verður vafa- laust haldinn hér 1930. Hann sitja að jafnaði 15 þingmenn frá h\erju Norðurlandanna. Er þá talið eðlilegast, að þessir þing- menn yrðu gestir landsins á há- tíðinni, um 60 alls. Ekki mun nefndin leggja til, að ferðakostn- aður þeirra sé greiddur af ríkis- fé, en að ríkið standi straum af þeim á hátíðinni og sjái þeim fyr- ir öllum beina.. Svo verður og boðið fulltrúum þinga annara þjóða að sjálfsögðu. Svo eru Vestur-íslendingar. Nefndin býst við því, að hátíð- ina sæki margir þeirra, því eins og kunnugt er, er mikill áhugi vestra fyrir því, að þeir fjölmenni hingað. En ekki sér nefndin neinn veg til þess, að taka á móti þeim öllum, sem gestum ríkisins. Býst hún við, að þeir velji sér fulltrúa — 5—10 menn, — sem komi fram fyrir þeirra hönd á hátíðinni. Þá telur og nefndin rétt, að bjóða á hátíðina innlendum full- trúum, er mæti fyrir héruð lands- ins. Yrðu þá þeir fulltrúar ann- að hvort kosnir af nefnd þeirri, er sýslurnar 'hafa þegar kosið til að vera í samvinnu við hátíða- nefndina, eða af sýslunefnd. Nefndin gerir ráð fyrir, að alls verði frá 150—200 gestir, sem landið verði að sjá um á hátíð- inni. Allir þessir gestir eiga að haf- ast við í tjöldum. Er nefndin sammála um það, að ekki geti komið til mála, að bygður sé neinn timburskáli. Væri það að tjalda til einnar nætur, og ekki ástæða að leggja 1 þann kostnað fyrir tvo eða þrjá daga. En þess er að gæta, að ilt væri og ömurlegt að standa berskjald- aðir á Þingvöllum með allan mann fjöldann, ef illa tækist til með veður, og sunnlenzk rigning yrði í algleymingi. Hefir því nefndin rætt ofurlítð uppástungu þá, sem fram hefir komið, að tjalda yfir Almannagjá og láta hátíðahöldin fara fram þar. Virðist nefndinni rétt, að þessi till. sé athuguð, og ráðstafanir gerðar til að í gjánni mætti leita hælis, ef illa tækist til með veður, og þannig yrði bjarg- að við hátíðahöldunum, ef ófært reyndist undir beru lofti. Þinghátíðin sjálf. Iíún hefst vitanlega fyrsta dag hátíðahaldanna á Þingvöllum, og á þeim degi eiga hátíðahöldin ein- að söng og ljóðum lýtur. Munu þær skila áliti sínu bráðlega. En eftir því, sem nefndin segist hafa frétt frá kvæðanefndinni, þá mun hún ekki leggja til, að mikið sé sé boðið út af kvæðum, heldur að eins ein kantata, er syngist þing- hátíðardaginn. Munu góð verð- laun verða greidd fyrir hana. En sjálfsagt þykir, ef snjöll kvæði berast, svo sem minni eða annað, sem þykja bera af þeim, sem til eru, að nota þau. Næstu daga hygst nefndin að bjóða kantötuna út, og á henni að vera lokið á einu ári. Þá kem- ur til að semja lag við hana, og verður það jafnframt boðið út, og á að vera tilbúið árið eftir. Er þá hálft ár til stefnu til að æfa lagið. Þjoðhátíðin 1874 skapaði mörg sígild verk, í ljóðum pinkanlega, og er nú eftir að vitai hvort svo verður um þessa hátíð. Kantötuna á að syngja fyrsta daginn, þinghátíðardaginn, af flokki, sem sérstaklega hefir æft hana til söngs. Þá þarf að sjá fyrir öðrum söng, og dylst nefndinni ekki, að fá verður sérstakan söngmála- stjóra, er sjái um alt er að söng lýtur á hátíðinni. í ráði er og, að velja sérstök lög og kvæði, sem send verði niönnum út um land, helzt barna- kennurum, er gangist fyrir því, að flokkar æfi þau og síðan verði þeim seypt saman í einn alls- herjar landsflokk, þegar á hátíð- ina kemur. — * Orkestur-músík þarf og mikið að nota þarna, að því er nefndin gerir ráð fyrir. Eitt af því, sem nefndin ætlast til að gert verði fyrsta daginn, er að háður verði þingfundur. En nefndinni er það ljóst, að það fundarhald væri þýðingarlaust, nema tekin væri þar einhver al- þjóðleg ávkörðun, er þjóðin fylgdi og æskti eftir. Kemur þá að því, sem fyr er getið í þessari frásögn. að tekin væri ákvörðun um, að samþykkja eitthvert menningar- mál, sem yrði einskonar minnis- roerki um hátíðina og þá hreyf- ingu, sem ber hana uppi. T. d. gefa háskólanum byggingu eða eitthvað annað, sem bezt þykir af þeim tillögum, sem fram munu koma. Gert er ráð fyrir, að aðalhátíð- in byrji einhvern tíma laust eftir hádegi fyrsta daginn, og ekki hugsar nefndin sér, að hún standi lengur en svo sem þrjár klukku- stundir, aðal-þinghátíðin. Yrði þá sungin kantatan, ræður haldn- ar, sem heyra minni alþingis til, svo sem tala forseta sameinaðs þings; þá mundu og fulltrúar er- lendra þjóða bera fram kveðjur hver um, sig, og þeim aftur svar- að. Líklegt þykir nefndinni, að prenta verði ræðu forseta sam- einaðs þings á nokkrum tungu- málum, svo erlendir menn hafi hennar not, er það og kurteisis- skylda við gesti annara þjóða. Nefndin ætlast sem sagt til, að fyrsti dagurinn sé algerlega helg- aður minningu þingsins. En ekki þykir henni ósennilegt, að eitt- hvert atriði hátíðahaldanna gæti farið fram síðar um daginn. Almenn þjóðhátíð. Seinni daginn hugsar nefndin sér, að fari fram almenn þjóðhá- tíð, þar sem margar ræður verði fíuttar, mikið sungið, íþróttir verði um hönd hafðar og almenn gleði. Nefndin lítur svo á, að ekki verði unt að stofna til mikilla eða margháttaðra íþrótta þennan dag. En tvent finst henni nauðsynlegt, að fari fram — glímur og kapp reiðar, og mun hún fylgja því einhuga, að þessar tvær tegundir þjóðlegra íþrótta séu sýndar. Nefndin gerir ráð fyriri að um sama lejrti og hátíðin verður, fari fram íþróttamót hér í Reykjavík og sé því síður nauðsyn á að draga mikið af íþróttasýningum til Þingvalla. Kappreiðarnar istanda Inokkuð fyrir brjósti nefndarinnar að því leyti, að enginn góður staður er fyrir þær nema upp undir Ár- mannsfelli •— en þar er líka hinn ágætasti staður á alla grein. En þagað þarf að gera vegarspotta. Er sá spölur ekki langur, en r.efndin gerir ráð fyrir, að þessi vegur yrði nokkuð dýr eftir lengd, en munu þó á einu máli um það, að leggja til að hann sé gerður. — Hann þarf vitaskuld að vera bílfær. Nefndin mun leggja til, að f .S. í. sjái um alt, sem að íþróttum lýtur, en Hestamannafé- lagið um kappreiðarnar Þá er og eitt, sem nefndin hefir og rætt allmikið um, og hún ætl- ast til, ef af framkvæmd verður, málin úr Njálu, því frá þeim og meðferð á þeim á Alþingi, er ná- kvæmlega skýrt. Yrði þarna að sýna meðferð á þingmáli á Lög- bergi og í Lögréttu svo nákvæm- lega, sem kostur er á eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja. Til þess að fá þetta gert, þarf að fá eitthvert leikritaskáld okkar og það nógu snemma. En eins og gefur að skilja, er alt í lausu lofti enn um skemti- skrána. En nefndin ætlast til þess, að gefið verði út hátíðar- hefti, þar sem nákvæmlega sé skýrt frá öllu fyrirkomulagi á há- tíðinni, og kort séu yfir staðinn, bæði eins og hann var til forna, með búðum og öðru, og sömuleið- is af staðnum, eins og hann lítur út á ’hátíðinni með tjaldborgum og öðrum ummerkjum. Hvað á hátíðin að standa lengi? Um það eru nokkuð skiftar skoð- anir í nefndinni. Sumir eru jafn- vel þeirrar skoðunar, að hátíðin skuli ekki standa néma einn dag. Aftur eru það aðrir, og meiri hluti nefndarinnar,, sem álítur að ekki geti komið til mála, að hún standi skemur en tvo daga, og sennileg- ast, að ekki verði komist af með færri daga en þrjá. En alt fer þetta eftir því, hve mörg og mikil atriði verður um að ræða, og hversu nefndinni tekst að hlaða miklu á hvern dag- inn, svo að vel fari og fólk sé ekki þreytt að ófyrirsynju. En allir irunu sammála um að láta há- tíðina ekki standa lengur en þrjá daga. * * * Eins og fyr er drepið á, eru hér að eins sagðir helstu drættir úr fyrirætlunum nefndariar. — En hún æskir sem sagt umræðna og tillagna um málið, frá sem flest- um og um sem flest, og ætti ekki ?ð verða fyrirstaða á því, að þeir, er hefðu einhverjar tillögur fram að bera, gerðu þær heyrum kunn- ar, svo nefndin hefði nokkurn styrk í almenningsvilja um allan svip hátíðarinnar.—Lesb. Mbl. Kvœði Flutt séra Jónasi A. Sigurðssyni, sumarið 1927. Höfðingi horskur, Hildinga jafni. — Sit þú í svölum Sumarkvölds blæ. Ómi við eyra óðstafir fornir. Díar og dísir Dái þig æ. Ungur að árum, Eldmóði gæddur Fetaðir fremstur Fræðanna braut. Máttkari mörgum, Mælskari flestum, Fylktir þú liði, Fjöldinn þér laut. Röksnjöllum rómi Ræddir þú málin. Hlýnuðu hugir Hlustandi drótt., Saztu hjá Sögu, Sökkvabekk gistir. Fornrita frægðir Fegurð og þrótt. Greipaðir, greppur, Gullhörpu Braga. Hrynjandi hreimar Heilluðu storð. Skiftir með skötnum Skáldlegum auði. Leyfðir í ljóðum Lifandi orð. Enn ert þú ungur, Eldmóði gæddur, Talandi tungum, Tendrandi glóð. Vakandi’ á verði, Veitandi málum Flestum, sem frægja Frónborna þjóð. Kristian Johnson. Nuga-Tone Byggir upp Fólk, Sem Velklað Er og Slitið. göngu að snúast um minningu Al- fari fram seinni daginn. En það þingis., Þar virðist nefndinni höfuðat- riðið að sjá fyrir kvæðum, söng og ræðum. Undirnefndir hafa verið skipaðar, eins og sagt hef- ir verið frá hér í blaðinu, til þess að koma með tilögur um það er er, að sýnt sé þinghald til forna á Þingvöllum — eitthvert tekið úr fornsögunum, sem greini- lega er frá sagt, og það sett í einskonar leikritsform — gefið Nuga-Tone hefir unnið undur- samlegt verk í 35 ár að því að veita heilsu og krafta miljónum manna og kvenna, sem voru orðin lasin, taugaveikluð, slitin og vonlítil, og það hve ágætlega þetta meðaí hefir reynst ótal sinnum, ætti að sannfæra þig um það, hve ágætt heilsulyf það er. Það er óþarft að dragast með lasleika, sem eyðir kröftum þín- um og ánægju, þegar Nuga-Tone færir nýtt líf og fjör í hverja taug og losar þig við lasleika og þreytu, og þá tilfinningu, að þú sért orðinn gan\all og ónýtur, með- atriði an þú enn ættir að njóta beztu heilsu. Nuga-Tone er ávalt selt með fullri tryggingu fyrir að pen- ingunum sé skilað aftur, ef þú óskar þess. Fáðu flösku strax í nýtt líf á þann hátt. Mun nefnd- £ag % vertu viss um að fá ekta , i Nuga-Tone. Eftirhkmgar eru ekki m helzt hafa hugsað sér brennu- ne;ns virði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.