Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1928. Bls. 3. Boðskapur góðra vona berst frá sléttunni. Mrs. L. Stadel Talar Lofsamlega um Dodd’s Kidney Pills. Kona í Saskatchewan Mælir Ávalt með Dodd’s Kidney Pills. Grenfell, Sask., 6. jan. (einka- skeyti.)— “Eg þjáðist mikið af bakvefk,” segir Mrs. L. Stadel^ sem á heima í Grenfell, “og mér er mikil á- nægja að votta, að síðan eg fór að nota Dodd’s Kidney .Pills, líð- ur mér langtum betur. Eg bý úti á sléttum og eg er oft sóti til sjúkra og æfinlega, þegar um nýrna sjúkdóma er að ræða, þá ráðlegg eg Djsdd’s Kidney Pills. Níutíu per cent af sjúkdómum, sem kvenfólk þjáist af, stafa frá veikum nýrum. Þau eru líffærin, sem hreinsa óboll efni úr jjlóðinu. Ef þau geta það ekki, þá berast þesi óhollu efni með blóðinu út um aílan líkamann. Það er ekki að eii\g fullorðna fólkið, sem á við þetta að stríða, heldur iíka börnin, og þyí er afar nauðsynlegt að sjá um, að nýru þeirra sé* í góðu ilagi, svo þau geti unnið sitt þýðingarmikla verk. Ástæður mínar fyrir að sækja kirkju. Eftir Edgar A. Guest. Eg sæki kirkju og læt peninga af hendi henni til styrktar vegna þess, að eg hefi trú á því verki, sem hún er að vinna. Eg vildi ekki búa í þeirri borg, eða í því ríki, eða hjá þeirri þjóð, þar sem væfi engiin kirkja eðial ekkert fólk, sem sækti kirkju. Eg er enginn ofstækismaður í trúmálum. Eg hefi aldrei deilt við nokkurn mann út af því, hvaða kirkju hann tilheyrir, en heldur kýs eg þann fyrir nágranna, sem - er kirkjumaður, heldur en hinn, sem er það ekki. Ekki dettur mér í hug að segja, að það sé alt gott fólk, sem kirkj- una sækir, og hitt aít slæmt fólk, sem gerir það ekki, en hitt dett- ur mér í hug að segja, að ef minn nýi nágranni er kirkjumaður og ber virðingu fyrir kirkjunni, þá er hann líklegri til að virða rétt minn og tilfinningar, heldur en hinn, sem lítur á lotningu og guðsdýrkun, eins og heimsku eina og fjarstæðu, hann er einnig lík- iegur til að gera heldur lítið úr öðru, sem mér,er mikils virði, ef það kemur í bága við hans per- sónulegu hagsmuni og þægindi, °g fiunast það mega missa sig. Eg er ekki svo sterkur kirkju- maður, að eg sæki kirkju á hverj- um sunnudegi, hverju sem viðrar. Eg sæki ekki kirkjuna af hræðslu eða af eintómri skyldurækni. Mér dettur ekki í, hug að hugsa, að guð hafi velþóknun á öllum, sem sækja kirkju reglulega, og að hann hafi vanþóknun á öllum, sem ekki gera' það. Eg held að eilífa lífið sé bundið við eitthvað æðra og meira en það. Eg held að lífið hér á jörðu yrði óbærilegt, ef all- ir hefðu sömu skoðun á öllu, og allir gengju sömu slóðina. Eg held að hver góð og göfug sál ut- an kirkjunnar, njóti sömu gæða í öðru líf.i eins og hver góð og göf- ug sál innan hennar. Mér hefir leiðst í kirkjunni. Mér hefir verið skapraunað þar, og eg hefi verið gerður reiður FJg hefi hitt þar menn, sem eg hefi tapað allri virðingu fyrir. Eg hefi heyrt það sagt í kirkjunni, sem mér hefir ofboðið, en eg hefi aldrei tapað virðingu minni fyrir starfi kirkjunnar eða þjónuin hennar yfirleitt. Meira að segja ber eg virðingu fyrir kirkjunnar fólki alment. Einu sinni, þegar eg var að gegna skyldum mínum sem frétta- ritari blaðsins Detroit Free Press, heyrði eg prest komast þamig að orði, er hann flutti bæn: “Ó, drottinn, láttu fólkið gefa örlátlega til að styrkja vort mál- efni.” Eg næstum því hló beint fram- an 1 hann. Ef það væri nokkuð, sem gæti hrakið mig úr kirkjunni, pá væri það slíkar bænir sem þessi. En eg kenni ekki kirkjunni það, þó einhver einfaldur sauður villist ófyrirsynju upp í prédikunarstólinn, einstöku sinn- um. Eg held ekki, að það sé ætlun- aryerk kirkjunnar að þóknast mér. Hun a að leiða mig 0g leiðbeina og hugga mig 0g styrkja, þegar eg E? f6r 6kki 1 kirkju tH hrósað HeafiSé ^ .« „ . . afl Prestunnn nokkuð 3 fnnað b0rð’ sem hlust' er a, þa býst eg við því, að hann minm mig á yfirsjónir mín- ar við og við. Flest fólk, sem hefir orðið reitt prestana og óánægt, hefir orð- 1 a hlusta á þá segja eitthvað, sem því hefir fallið illa. Sama folkið heyrir ýmislegt á leik- sviðunum, sem því fellur ekki, en það sækir þau engu að síður. Það hefir komið fyrir, að því hefir leiðst í leikhúsum, og því hefir fundist gáfum sínum og lista- smekk misboðið með ómerkilegum lcikjum, og trúðarar hafa kastað til þes ónotum af því það lét ekki í ljós neinn fögnuð út af einskis- verðum fyndis tilraunum þeirra. Þar hefir fólkið 'séð sína eigin veikleika gerða miskunnarlaust hlægilega, en það styður leikhús- in alt að einu. Maður hefir oft séð knattleik illa leikinn, en maður sækir knatt- leika eins fyrir því. Maður fær stundum slæm spil, en maður hættir ekki að spila “bridge” fyrir það. Atvinnan gengur misjafnlega, og þó gefst maður ekki upp og reynir að vona hins bezta. Vin- irnir bregðast stundum og þó trú- ir maður því, að vinátta annara manna sé það bezta, sem maður getur eignast. Það eina, sem fólkið sýnist ó- mögulega geta þolað og umborið, er presturinn, ef hann er ekki eins og þessi eða hinn vill l&ta hann vera. Fólk finnur ekki fullnægju í kirkjum, vegna þess, að þar er hver og einn að búast við ein- hverju, sem hann sniður eftir sínum eigin smekk og tilfinning- um. Eg hefi meðlíðun með prestun- um. Þeirra staða er flestum öðr- um stöðum erfiðari. Þeirra verk er aldrei búið, og það, sem lak- ara er, ímynda eg mér að það sé aldrei þannig af hendi leyst, að allir meðlimir safnaðarins séu á- nægðir með það. Eg sæki kirkju af því eg trúi því, að prestastéttin sé að vinna göfugt og þarft verk. Mér hefir aldrei getað skilist, eins og sumir halda fram, að þjónar kirkjunnar, hverju nafni sem þeir nefnast, velji sér þær stöður vegna þeirra launa, sem stöðunum fylgja. Það þarf enginn að segja mér, að Leo Franklin og Morton Rice og Lynn Hough og Bert Bullinger og Dick Commander og hinn elskulegi faðir vor Van Dyke, sem allir hafa starfað í mínum bæ, hafi valið sér kennimannsstöðuna, vegna þess fyrst og fremst, að þeir hafi hald- ið að henni fylgdu há laun, og að hún væri öðrum stöðum þægi- legri.. Faðir Van Dyke í Detroit var nærri því áttræður, þegar hann có. Hafi nokkur maður hér á jörðu verið Kristi líkur, þá var það hann. Fátæklingarnir þektu hann betur heldur en efnamenn- irnir. Þúsundir manna komu á hans gamla og heldur fátæklega heimili, og allir sem þar komu, áttu það víst, að hitta þar einlæg- an vin. Á afmælisdegi hans tóku borgarbúar sig saman um að sýna honum ást sína og virðingu, og það jafnt kaþólskir menn og pró- testantar. Eg þekki hóp af mönn- um, sem eins og hann, verja lífi sínu til að þjóna öðrum. ! Auðvitað fá þessir menn laun : fvrir verk sitt, en ekki líkt því eins | mikil, eins og jafn gáfaðir og , mikilhæfir menn gæu fengið, ef þeir gæfu sig við einhverju öðru. Eg sæki kirkju vegna þess eg vil, að börnin mín geri það. Eg vil að þau fræðist um fileira í líf- inu, heldur en um atvinnumál, í- þróttir og skemtanir. Eg veit ekki af neinni annari stofnun, sem verulega fræðir þau um eilífðar- málin. Það kemur fyrir, að kirkjan skiftir sér af leikjum þeirra og skemtunum og dregur eitthvað úr þeim, en það verður móðir þeirra og eg stundum að gera líka og við vonum að þau elski okkur engu miður þess vegna. En vér verð- um æfinlega að leggja eitthvað í sölurnar fyrir alt, sem er nokkurs virði. Eg trúi því að kirkjan og hennar málefni sé oss nauðsyn, ef oss á að geta liðið vel. Eg veit að sumir, sem gert hafa háð og spott að kirkjunni, hafa síðar orðið trúmenn, og einnig að kirkjunnar menn hafa yfirgefið hana. En hitt hefir mér aldrei getað skilist, að aJllar þær miljón- ir manna og kvenna, sem gáfu oss kirkjuna í arf, hafi verið heimsk- ingjar og að allir trúleysingjar séu vitrir menn. Auðvitað geta menn haft skift- ar skoðanir; en sá maður, sem stendur utan við kirkjuna, og sem gjarnan getur verið góður borg- ari þar fyrir utan, varpar þeim skyldum algerlega yfir á herðar meðborgara sinna, að hlynna að þeirri stofnun, sem gerir ná- grennið öruggari leikvöll fyrir börnin hans. Það er annars skrítið, hvernig vér hugsum um kirkjuna og breyt- um gagnvart henni. Maður getur látið friðdómara gifta sig, en Iangflestir fá prest til að gera það. Maður getur látið jarða ást- vini sína án þess að presturinn taki þátt í þeirri athöfn, en flest- alllir vilja, að hann jarði sína ást- vini og lesi í síðasta sinni “faðir- vor” yfir þeim dánum. Þegar mótlætið heimsækis oss, sjúkdóm- ur og dauði ber að höndum, og vinir og nágrannar geta ekki huggað oss, þá verður oss það lang-oftast fyrir, að leita ráða og huggunar hjá prestinum. Sem fréttaritari, hefi eg oft verið sjónar- og heyrnarvottur að því, sem eg nú ætla að segja: Einhver er að deyja. Læknarn- ir hafa gert alt, sem þeir gátu. Það er komið að síðasta augna- blikinu. “Veit nokkurt ykkar, hvar við getum náð í prest?” Sambandi er náð við einhvern þeirra,, og af því kallið kemur frá dánarbeði, þá kemur hann þegar. “Við höfum ekki verið kirkju- fólk,” segir móðirin grátandi, eða konan, eða faðirinn, eða sonurinn, “og við vissum ekki hvort þér vild- uð koma til okkar, en okkur þætti ósköp vænt um, ef þér vilduð biðja fyrir honum og fyrir okkur.” Þetta er klukkan eitt að nótt- unni. Presturinn hefir verið vak- inn upp og beðinn að koma til deyjandi manns, sem hann þekkir ekkert. Hann biður fyrir hinum ókunna en deyjandi bróður, og huggar þá sem eftir lifa sem bezt hann kann. Fólkið hafði ekkert haft og ekkert viljað hafa saman við hann að sælda alt til þessa. En nú, þegar dauðinn hefir barið að dyrum, biður það prestinn að koma með þá trú og þann frið, sem það hefir aldrei styrkt í orði eða verki og sem út leit fyrir, að það héldi, að það þyrfti aldrei á að halda. Eg sæki kirkju vegna þess, að eg hefi trú á kirkjunni og því verki, sem hún er að vinna. Ef dauðinn heimsækir mitt heimili, þá vil eg áreiðganlega að prestur- inn komi, en eg vil að það sé sá prestur, sem eg hefi sjálfur stutt og unnið með. Eg vil ekki þurfa að fyrirverða mig gagnvart hon- um og biðja hann afsökunar. Eg vil ekki þurfa að segja við hann: “Eg hefi lítilsvirt yður og em- bættisbræður yðar, og eg hefi hæðst að öllu yðar verki; en nú þarf eg sjálfur á einmitt því að halda, sem eg hefi verið að hæð- ast að og gera lítið úr. Eg hefi aldrei gefið kirkjunni svo mikið sem einn dal, en eg vil samt að presturinn jarði mig og mína.” Flestum okkar þykir vænt um kirkjuna, iþegar við erum að deyja. Ef mörgum okkar þætti ekki vænt um kirkjuna, meðan við höfum fulla heilsu, þá yrði eng- inn prestur til að koma til okkar, þegar við erum að deyja. Eg trúi því, að Tdrkjan hafi mikil og víðtæk áhrif á félags- lífið. Eg held ekki að stjórnin, eða nokkur félög, geti unnið það verk, sem kirkjan vinnur. Sá mað- ur, sem enga uppllýsingu hefir fengið í trúarefnum, er ekki ment- aður maður. Við getum hlegið að sunnudagsskólanum, en þar er nú samt hornsteinn manndóms vors. Guð er með oss í þessu lífi, engu síður en hinu ókomna. Eg get ekki hugsað mér Guð fjarlæg- an, en sem komi einhvern tíma sem mikill og voldugur dómari. Eg trúi því, að mikið sé hægt uin hann' að læra nú. Trúarbragð- anna er áreiðanlega þörf. Flestir vilja, að börnin sín fái fræðslu í kristindóminum. Hið hversdagslega viðskiftalíf hefir engan tíma til að gefa sig við þeirri fræðslu. Stjórnin heldur ekki, enda gæti hún ekki gert það vel og viturtlega, því þar geta ekki alir borgarar ríkisins verið á eitt sáttir. Þetta er eitt af því, sem kirkjan er að gera og á að gera, en henni er það afar erfitt vegna þess, að vér köstum þar mörgum steinum á leið hennar. Vér lítum allir til prestanna og vonum, að þeir geri kirkjuna á- nægjulegri og fullkomnari. Þeir gætu hæglega gert það, ef vér leikmennirnir, konur og menn, legðu þeim til meiri og betri krafta en við gerum. Eg fer til kirkju til þess að styrkja hana; ekki að eins vegna þess, að eg þarf hennar við, held- ur ilíka vegna þess, að hún þarf mín við. Ef við öll, sem leggjum kirkjunni til peninga, héldum að við þar með uppfyltum allar okk- ar skyldur við hana, þá mundi hún deyja. Kirkjan lifir ekki á pen- ingunum, heldur á fólkinu, sem ann henni. (Meira.) Starfsvakinn. Það sem mig langar til að minnast hér á, er viðvíkjandi unga fólkinu okkar, ungu uppaxandi kynslóðinni í sambandi við þróun íslenzks iðnaðar. Okkar ágæti maður, séra Hall- grímur Pétursson, segir: “Víst ávalt þeim vana halt, vinna, lesa og iðja.” Það er áreiðanlegt, að starfsánægjan er holl, bæði fyrir lífs- og sálarkrafta unglinganna, og það hvílir mikil ábyrgð á okk- ur eldra fólkinu í þá átt, að vekja með öllu móti starfslöngun hjá unglingunum. Stærðfræðingar vorra tíma spreyta sig á að reikna út orkumagn storma og fossa o. fl., en hvað mikið af orkn hver einstaklingur er búinn út með, bæði andlega og líkamlega, getur enginn enn sagt; það verður hver einstakur að sýna sjálfur. Nú er þessi feikilega vinnu- vöntun um alt land, sífeldar kvartanir um átvinnuskort, en áður þektist ekki mikið af slíku. Og þó eru nú þektar fjöldamarg- ar atvinnugreinar, sem þá voru óþektar, enda er fólksfjöldinn í llandinu mun meiri en fyrir 30— 40 árum. Við skulum bregða upp mynd af sveitaheimili frá þeim tíma. Þá var heimilisiðnaður á miklu traustara grundvelli en hann er nú. Þá var vinnukraftur meiri á heimilunum en nú, enda færri iðjuleysisstundirnar en nú eru. Þá vann hver eftir sinni orku á heimilinu. Eg ætla að minnast á lítið at- vik, sem gamall, merkur maður aður sagði mér frá. Hann var vinnumaður á afskektu sveita- heimili. Þar var fólkið sístarf- andi árið um kring, ullarvinnan sótt með sama kappinu og sumar- störfin. Þessi maður ságðist hafa haft feikna mikla löngun til bók- náms og sérstaklega langaði hann til að læra að reikna. Eftir.mikla fyrirhöfn eignaðist hann reikn- ingsspjald og steinolíu í flösku; svo útbjó hann týru í glas, fékk svo leyfi 'hjá húsbændunum, að vera í húsi undir loftinu og reikna þar meðan fólkið legði sig rökk- ursvefninn. Þetta gekk nú alt vel, en erfiðlegar gekk námið í gömlu Þórðar-reikningsbókinni, og það kom fyrir að hann gleymdi sér, og búið var að kveikja í bað- stofu, þegar hann kom. Sagði hann þá að húsbóndinn hefði ver- ið þungur á brúnina og sagt, að þeir þyrftu ekki að búast við að verða fataríkir, sem ekki legðu hönd að því að tæta ullarlagðinn. Sagði hann, að þetta hefði verið þannig sagt, að hann hefði ekki kært sig um að fá svona hnífla oft. Hann var mörg ár hjá þess- um bónda og giftist dóttur hans, og frá þessu heimili sagðist hann hafa farið með meira veganesti, en þótt hann hefði lagt út í lífið með margra ára skólafræðslu. Þannig var þetta á heimilunum fyr á tímum, allir voru sístarf- andi, iðjuilaus mátti enginn vetra, sem eitthvert orkumagn var búinn að fá. Eg heyrði gamla fólkið minnast löngu vetrarkvöldanna með unaðskendri endurminningu, þegar ailir keptust við að vinna og einn maður sat í baðstofunni og skemti með sögulestri eða rímna-kveðskap, enda kveður Ól- ína Andrésdóttir skáldkona um kveldvökurnar: Vetrar löngu vökurnar voru engum þungbærar; við ljóðasöng og sögurnar söfnuðust föngin ununar. Ein þegar vatt en önnur spann, iðnin hvatti vefarann, þá var glatt í góðum rann, gæfan spratt við arin þann. Þarna var samvinna á heimil- inu, og það er einmitt samvinn- an, sem er lyftistöng starfsgleð- innar. Eldra fólkið þarf og verð- ur að ganga á undan, t. d. í kaup- túnum og þéttbýlum þorpum, að mynda samvinnukvöld. Eg á heima í kauptúni úti á landi og er þar meðlimur í litlu kvenfé- llagi. Við höfðum næstliðinn vetur samvinnukvöld einu sinni í viku. Allar ungar stúlkur voru velkomnar. Samvinnukvöldin voru ágætlega sótt, stúlkurnar unnu af kappi. Svo voru sagðar sögur og lesið upp til skemtunar. Svona þyrfti líka að hafa samvinnu hjá piltunum, að þeir kæmu saman, þó ekki væri nema eitt kveld í viku; þeir gætu smíðað ýmislegt smávegis, sagað út og búið tij barnaleikföng, bursta o .fl. Það er sorglegt að sjá, hvað ungling- ar nú á tímum þekkja lítið verð- mæti tímans. Það óútreiknan- lega tap í líðandi stundum, þegar þær eru farnar, — ekkert sést eft- ir af neinu. Það er aldrei hægt að grípa eftir þeim, þegar þær eru horfnar. Eg hefi tekið eftir því hjá fjöl'hæfum mönnum, að það eru stöðugt starfandi, sem gerir þá úbyggilega iðjumenn, starfslöng- unin hefir verið svo mikil, að þeir hafa fundið upp á ýmsu sér til skemtunar, sem síðar hefir orðið þeim til gagns og gleði. — Við skulum líta á öryggisnæluna. Enskur maður fann hana upp, fá- tækur daglaunamaður. Konan hans bað hann að hugga ilítið barn, sem þau áttu. Það var að hljóða af því, að það stakk það prjónn, sem mamma þess hafði nælt að því með. Þá tekur maður- inn vír og beygir til, býr til hettu á endann og nælir að barn- inu. Nágrannakonurnar sáu næl- urnar og vildu fá aðrar eins og á skömmum tíma varð maðurinn víðþektur fyrir þetta og græddi stórfé á því. Þessi litli hlutur, öryggisnælan, er enginn stór grip- ur í okkar augum nú, en svona hefir það nú gengið, að starfað hefir saman hugur og hönd að Öllu því, sem eflt hefir menning og framfarir þjóðanna, og ung- lingarnir verða um fram alt að læra að meta gildi hverrar líð- andi stundar, og hvað óútreikn- anlegt tap er í iðjuleysinu, að eyða tímanum á kvikmyndahúsum og yfir spilum. Það er að segja iðu- lega. Það má ekki eyða bezta hluta æfinnar til einskis og þurfa svo á elliárunum, þegar líkams- og og sálarkraftarnir eru farnir að þverra, að líta með iðrun og á- sökun á liðnu æskuárin. Hver einasti æskumaður, bæði karl og kona, sem hafa heilbrigða sál og hraustan ilíkama, verða að vera sístarfandi og eg segi með Páli Jór.ssyni skáldi: “Reyndu gæfugull að spinna úr gæðum lands og sjóar. Iðnir finna yndisstundir nógar.” Viktoría Bjarnadóttir. —Morgunbl. Frá Islandi. Reykjavík, 17. des. 1927. Islenzka listasýningin í Khöfn var opnuð 10. þ. m. með mikilli viðhöfn að viðstöddum konungi, sem hé!t ræðu. Dómar blaðanna um sýninguna eru mjög hlýlegir og fara þau loflegum orðum um málarana. Bezta dóma fær Jón Stefánsson, og kalla sum blöðin hann mesta málara íslands. Ás- grímur Jónsson fær einnig mik- ið lof, enn fremur myndir Guðm. Thorsteinssonar, Kjarvals, Krist- ínar Jónsdóttur, Júlíönu Sveins- dóttur, Jóns Þorleifssonar. Mest nýtízkubragð þykir að myndum Gunnlaugs Blöndals og Finns Jónssonar, en þeir þykja óíslenzk- ir í list sinni og vekja af þeim ástæðum minna umtal en hinir niálararnir. Listasafn danska ríkisins hefir keypt málverk eftir J. St., Kr. J. og J. Sv. Nokkrar fleiri myndir hafa selst. Frá Borgarnesi er símað 12. þ. m.: Eins og kunnugt er mörgum, eru Norðmenn tveir eigendur Rauðamelsölkeldu. Er annar þess- ara Norðmanna hér, á leið vestur til ölkeldunnar. Mun hann ætla að taka allmikið af ölkelduvatni með sér til sýnishorna, í aug- lýsingaskyni, því hann býst við, að eigi líði á löngu þangað til hann og meðeigandi hans geti hafið út- flutning á ölkelduvatninu í all- stórum stíl. Vatnið segir hann ýmsa sérfræðinga hafa rannsak- að erlendis og sé það ljúffengt og Samföynuður °g Endurminning. Mikil og almenn gleði á sér stað út af því, að nú er verið að hefj- ast handa, til að vinna hinar auð- ugu Flin Flon námur, og að verja á $20,000,000 til að koma þessu mikla verki í gang, því það hefir mikla þýðingu fyrir atvinnumál Manitobafylkis. Vér fögnum þessum fyrirtækj- um, og vildum sízt verða til þess að draga úr trú almennings á þau, en oss finst vér hins vegar hafa rétt til að minna samborgara vora á það„ að á síðast liðnum sex ár- um hefir Winnipeg Electric Com- pany, Limited, eytt í þessu ná- gienni til umbóta, meira en $30,000,000, og af þeirri upphæð hefir 80 per cent. farið fyrir vinnu. Þessir peningar voru líka biúkaðir á þeim tímum, þegar peningamenn höfðu minni trú á framtíð Winnipeg-borgar, en þeir nú hafa. Vér minnumst þess, að 1920, þegar byrjað var að byggja Great Falls aflstöðina, þá þótti óvarlega farið og í alt of mikið ráðist. Oss er mikið gleðiefni að geta sagt, að nú, eftir sjö ár, er afl- stöðin fullgerð og framlieðir 200,000 hestsöfl og að nálega öll þessi raforka er nú seld. “Með orkunni koma peningar; með peningunum kemur nýr iðnaður. Með nýjum iðnaði kemur fleira fólk, og með fleira fólki kemur meiri vel- gengni til allra.” Sannleiki þessarar staðhæfingar var mjög dregin í efa 1922—23, en er nú augljós, og hún er jafn- sónn í| dag, eins og hún var þá. En munurinn er sá, að nú líta menn ekki á framkvæmdirnar með jafn vonlitlum augum, eins og þeir gerðu fyrir fáum árum, eins og sjá má af því, hve vel athöfnunum við Flin-Flon er tekið. WINNIPEG ELECTRIC C0MPANY 'Dk EPS 5 Meðalið undraverða, sem maður and- ar að sér til að lækna vetrar Kvef og Hósta X ( \]f ) j Handhægt meðal, töflur vafðar í silf- j urpappír. Hættuminni og áhrifa- heilsubætandi og sé sérstaklega gott til drykkjar magaveiku og gigtveiku fólki. Vatnið á að selja, eins og það er tekið úr ölkeld- unni. Frystihússtofnun eru Skagfirð- ingar að undirbúa á Sauðárkróki. Standa að því máli bæði kaupmenn og kaupfélög sýslunnar. — Þann hluta stofnkostnaðar, sem þessir aðilar geta ekki lagt fram, er ætl- ast til að fenginn verði að láni úr varasjóði og sýslan ábyrgist. Esperantofélag var stofnað hér nýlega og gengu 17 í það. For- maður var kosinn Þorsteinn Þor- steinsson hagstofustjóri og með- stjórnendur Ólafur Þorsteinsson og séra Stefán Jónsson frá Stað- arhrauni, og varamenn Þórberg- ur Þórðarson og Jakob Smári. Guðjón Guðlaugsson, fyrv. alþ.- m., varð sjötugur 13. þ.m. Bárust honum kveðjur og árnaðaróskir I^aðanæfa frá vinum og öðrum þeim, er meta störf hans í þágu íslenzks landbúnaðar. 11. þ.m. andaðist hér í bæ J. Jensen-Bjerg kaupmaður, eigandi Vöruhúsins og Hótel íslands, 48 ára að aldri. — Nýlátinn er og Ölafur Finnsson hreppstjóri á Fellsenda í Dalasýslu, 76 ára að aldri. Eins og kunnugt er, lét stjórnin fyrir skemstu telja birgðir þær af upptæku áfengi, sem geymdar eru í hegningarhúsinu. Reyndust þær að vera nær 5 þús. flöskur og 17 dunkar af ýmsu áfengi, auk 52 kílógramma af vínanda. Heyrst hefir, að nú eigi að selja vín þetta. Vígslubiskup í stað Geirs heit- ins Sæmundssonar hefir verið kos- inn Hálfdán Guðjónsson, prófast- ur á Sauðárkróki; fékk hann 16 atkvæði af 24. Séra Stefán Krist- insson á Völlum fékk 3 atkvæði, séra Bjarni Þorsteinssonl á Siglu- firði 2, séra Ásmundur Gíslason á Hálsi 2 og séra Guðbrandur Björnsson í Viðvík 1.—Vörður. ÞAKKARORÐ. Þegar eg á síðastliðnu vori varð íyrir því mótlæti, að yfirfallast af þungbærum sjúkdómi, mænuveiki, sem hefir gjört mig algjörlega ó- sjálfbjarga og þungt haldna, var í maí í vor gerð tilraun með upp- skurði, ef ske kynni að með því tækist að hjálpa eitthvað eða hnekkja sjúkdóminum. Gerði þann uppskurð hinn alkunni snildar-læknir, Dr. B. J. Brand- son, með aðstoð Dr. B. H. Olsoon, og gerðu þeir alt, sem í þeirra valdi stóð að reyna að lina þraut- ir mínar og hnekkja sjúkdómnum. En því miður var veikin þess eðl- is, að ekkert var hægt að hjálpa. Veikin gjörði mig máttvana og þungt haldna, svo tæplega er hægt að ilýsa þeirri þrautalíðan.. — En “þá kom guðs anda hræring hrein, í hjarta mitt inn sá ljóminn skein”, ljómi kæhleikans og hlut- tekningarinnar, sem eg hefi orðið aðnjótandi í svo ríkum mæli frá frændum og vinum. Að þakka það eins og vera ber, er mér ofvaxið. Eg vil samt af hrærðu hjarta þakka alla góð- vildina, líknar og vinar hugann til min, sem hefir sýnt sig í orði og verki, með peningagjöfum, heimsóknum og blómasendingum, einkum er eg var á spítalanum. Eg nafngreini engan, það yrði of langt málað telja upp alla er góðu hafa vikið að mér síðan þessi þungbæru veikindi bar að hönd- um. — Tæplega get eg hugsað mér að neinir taki fram Hnausabúum í veglyndi gagnvart þeim, sem í raunir rata, svo miklir mannvinir hafa þeir reynst mér nú, hvað eft- ir annað sent mér stórar upphæð- ir af peningum til að létta undir þann mikla kostnað, er veikindi mín sífeld hafa í för með sér. — Sama veglyndi varð eg fyrir í sumar, meðan eg dvaldi í Winni- peg, á sjúkrahúsinu og hjá syst- ur minni í sjö vikur. Þá komu frændur og trygðavinir með út- réttar hendur kærleikans til mín, að gleðja mig með gjöfum og góð- vild. — Með heitum hjartans til- finningum vil eg þakka öllum þessum ástvinum mínum fjær og 'ær, skyldum sem óskyldum, sem hafa reynst mér sannir vinir í raun. — Góður guð blessi ykkur öll og endurgjaldi góðverk ykkar í orði og verki mér til handa. — Eg þakka af heilum hug þeim, sem hafa líknað mér og hjúkrað, þeim sem hafa heimsótt mig og þeim, sem hafa glatt mig með gjöfum sínum; og af hjarta þakka eg þeim einnig, sem hafa komið til mín og flutt bænir sínar með heitri trúarvissu, að alt verði þeim til góðs, er guð elska. Megi himneskur friður búa í sálum ykkar, vinir mínir um þessi jól og guðs blessun falli ykkur i skaut á hinu í hönd farandi ári, og alla tíma. Þess biður af þakklátu hjarta ykkar ein'læg, Helga Jónsson. Hnausa, Man., 16. des. ’2 J. Aths.—Grein þessi hefði sýni- lega átt að birtast fyrir jólin, en bar t oss of seint í hendur, til þesa að af því gæti orðið.—Ritstj. ÞAKKARORÐ. Beztu þakkir viljum við hjónin votta bræðrum og systrum í stúk- unni Skuld, nr. 34, I.O.G.T., fyrir þann mikla heiður, er okkur var sýndur þann 11. þ.m. (jan. 1928). Eftir að fundarsiðum var lokið, [ var slegið upp stórvirðulegu sam- ! sæti, er sátu um 200 Goodtempl- arar, og vorum við hjónin þar heiðruð með afar verðmætum “Stand Lamp”, sem stúkusyst- kini gáfu okkur, með þeim um- mælum, að hann ætti að vera sem þakklætisvottur frá stúkunni fyr- ir vel unnið starf. I samsætislok voru fram bornar rausnarlegar veitingar af stúkusystrum okkar. •— Fyrir alt þetta þökkum við innilega, og óskum stúkunni okk- ar allra heilla og blessunar í kom- andi tíð. Mr. og Mrs. Oddleifsson, Ste. 6, Acadia Apts. Bilaðar Taugar segir: Pegar eg byrjaði að nota iNuga-Tone, voru taugar mínar mjog brlaðar. Einnig var eg mátt- farin og þreklítil og framkvæmda- Iaus. 'Bloðið var í slæmu lagi og eg var að léttast og hafði tölu- verð andþrengsli. Eg hefi að eins brukað Nuga-Tone í 20 daga og eg get með sanni sagt, að mér líð- ur langt um betur og er frískari heldur en eg hefi verið mánuðum saman. í 35 ár hefir Nuga-Tone unnið hið mesta þarfaverk fyrir tauga- veiklað fólk. Það hefir líka gert blóðið heilbrigt og blóðrásina ör- ari og eðlilegri og sömuleiðis vöðvana styrkari. Nuga-Tone eyk- ur matarlystina og styrkir melt- inguna, kemur í veg fyrir svima, höfuðverk, gas í maganum o. fl. því um líkt. Það læknar einnig blöðrusjúkdóma og nýrnaveiki og er yfirelitt hið lang.-betza meðal seni veiklað fplk getur fengið. — Reyndu það í nokkra daga og findu hvað bað gerir þér mikið gott. Nuga-Tone fæst hjá lyfsöl- um og það verður að gera þig á- nægðan, eða peningunum er sjdl- að aftur. Lestu ábyrgðina, sem er á hverjum pakka. 3 BEZTU TEGUNDIR SENT TIL ÞIN 1 DAG KOLA AF ÖLLUM SORTUM Ef þér þarfnist, getum vér sent pöntun yðar sama klukkutím- ann og vér fáum hana. DRUMHELLER — SAUNDERS CREEK — SOURIS — FOOTHILLS — McLEOD RIVER —- KOPPERS COKE — POCAHONTAS lvaupið Kolin Ykkar frá Gömlum, Areiðanlegum Viðskifta- mönnum. — Tuttugu og Fimm Ára Þekking Um Það, Hvernig Eigi að Senda Ykkur Hina Réttu Sort af Kolum D.D.W00D & S0NS Tals.: 87 308 ROSS and ARLINGTON STREETS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.