Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1928. Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af Tbe Col- umbia Pross Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TWalmari N-6S27 o« N-6328 Einar P. Jónsson, Editor UtanAakrift til blaSaina: THÍ (OLUMBIIV PRESS, Ltd., Bo« S17t, #lm>lp«*. K|an. Utanáakrift ritatjórana: CMTOI LOCBIRC, Box 3171 Wlnnipag, Maa. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tho "LCabor*” la prlntad and publlahad br Tha Columbla Praaa, LAmlted, ln tha Coluaabta SutldLnp, ttl Sartrant Ara., Wlnnlpa*, Manltoba. Innflutningsmál. Það leiðir af sjálfu sér, að í jafn ungu og fá- mennu landi sem Canada, þá hljóti innflutn- ingsmálin að verða efst á baugi í hugum þeirra rnanna, er í anda og sannleika bera fyrir brjósti vöxt og viðgang þessa glæsilega framtíðar- lands. Um málskjarnann sjálfan, það er að segja nauðsynina á aðstreymi innflytjenda, til að rækta og byggja upp landið, munu tæplegast verða skiftar skoðanir. En um aðferðirnar skiftast menn í flokka, þar sem einn vill þetta og annar hitt, Margir vilja að á það sé lögð megin áherzlan, að greiða fyrir innflutningi frá brezfku eyjunum, en aðrir krefjasfc á hinn bóg- inn fleira fólks frá Norðurlöndum, Austurríki, Þýzkalandi, Úkraníu og Rússlandi binu mikla. Það er sama hvaðan gott kemur, segir gam- alt og gilt íslenzkt máltæki. Ekkert þjóðfélag hefir einkaréttindi á öllum kostum mannkyns- ins, né heldur nokkuð annað á öllum ókostun- um. Alstaðar er meira að finna af því góða og nothæfa, en því illa og einskisverða. Þjóð- flokkar þeir hinir mörgu og mismunandi, er í landnámsbaráttunni tóku þátt^ reyndust undan- tekningarlaust vel upp til hópa, þótt eigi væru öll þeirra andlegu verðmæti í sama mótinu steypt. Hvort það var nú heldur Islendingur eða Pólverji, Úkraníumaður eða Breti, er fyrstur lagði höndina á plóginn og breytti viltu skógarþykninu í frjósaman akur, skiftir í raun- inni minstu máli. Akurinn er varanlegt minn- ismerki þess, að þar höfðu verið að verki starfs- glaðir menn, er treystu á framtíðina og landið. Það seín mest veltur á um þessar mundir, fyrir hina canadísku þjóð, er að fá hingað sem allra flesta innflytjendur úr miðstéttum hinna ýmsu Norðurálfuþjóða, þvf þær stéttir eru venjulegast heilbrigðasti kjarni þjóðfélagsins. Hástéttanna er næsta lítil þörf, og nóg af þeim heima fyrir. Þó er að sjálfsögðu allra minst þörfin á úttauguðum strætalýð frá stórborgum Norðurálfunnar, með brennimark niður'læg- ingarinnar stimplað á brjóst og enni. Stjórn- arvöld þau, er innflutningsmálin hafa með liöndum, eiga að sjálfsögðu einun^is að greiða götu starfsglaðra og heilbrigðra innflytjenda, öldungis án tillits til þjóðernislegs uppruna. Fyrir skömmu flutti Sir. John Aird, for- seti Canadian Bank of Commerce, ræðu, þar sem hann tók innflutningsmálin til alvarlegrar íhugunar, og sýndi fram á með ómótmælanleg- um rökum, hvert tjón þau hefðu oft .og iðug- iega beðið, sökum ósamræmis í starfsaðferðum hinna mismunandi stjórnarvalda og stofnana, er að þeim stóðu. Komst bankaforsetinn meðal annars svo að orði: “Mér skilst sem gott eitt myndi af því hljót- ast, ef innflutningsmálaráðuneytið kveddi til fundar við sig í náinni framtíð, þá hæfustu menn, er fylkisstjórnirnar eiga völ á, ásamt sér- fræðingum frá járnbrautarfélögunum báðum, í þeim tilgangi, að koma sér niður á fasta, þjóð- lega stefnu í innflutningsmálunum, er hyggja mætti á í framtíðinni.,, Þess lét hann jafn- framt getið, að æskilegt væri, að meiri áherzla yrði lögð á innflutning frá Bretlandi, en við hefði gengist í liðinni tíð. Hann nm það. En þeir eru líka margir, er líta nokkuð öðrum aug- um á málið, og vafasamt telja hvað heppileg þjóðernisgleraugun séu, er út um það skal gert, að flytja inn fólk, til að byggja upp þetta faðmvíða, vestræna veldi. Að vorri hyggju, er stjórn innflutningsmál- anna vel borgið í höndum hinnar frjálslyndu stjórnar er nú situr að völdum í Ottawa. Hefir stjórnin á því sviði, sem og reyndar á öðrum sviðum yfirleitt, sýnt bæði sanngirni og fyrir- hyggju. Innflutningsmálaráðgjafinn, Mr. Forke, þótt enn sé ungur í embætti, hefir reynst víðsýnn og hagvitur leiðtogi stjórnardeildar þeirrar, er honum var falin til forsjár. Hefir hann fylgt drengilega fram mannúðar-stefnn- skrá flokks síns í innflutningsmálunum, hvort sem um var að ræða viðkvæm tilfinningamál, eða ekki. Það eru menn, eins og Robert Forke, er lifað hafa sjálfir upp landnámsstriti^, 'er glegst finna hvar skórinn kreppir að. Hinir, sem aldrei hafa drepilj hendi sinni í kalt vatn, geta vafalaust, sumir hverjir, mælt fagurlega um innflutningsmálin, sem og önnur almenn- ingsmál. En lengra nær það þá líklegast ekki. Stefna frjálslynda flokksins í innflutnings- málunum, hefir frá öndverðu reynst þjóðinni sönn lýðhollustustefna. Það stendur vafalaust mörgum ennþá í ferskn minni, hve byggingu Vesturlandsins skil- aði fljótt áfram á stjórnartíð Wilfred Lauriers, og hvað stefna hans í innflutningsmálunum var víðfeðm og frjálsmannleg. ' Lagði hann í raun og veru, með aðstoð Sir Clifford Siftons og annara djúphyggjumanna í ráðuneyti sínu, grundvÖllinn að framtíð Sléttufylkjanna. Nú- verandi sambandsstjórn, undir forystu Rt. Hon. MacKenzie Kings, hefir dyggilega fetað í fót- spor Lauriers, hvað innflutningsmálin áhrærir, eða með öðrum orðum fylgt fram þeirri einu þjóðlegu stefnu, er enn hefir mótuð verið að beztu manna yfirsýn, þar sem öllum var gert jafnt undir höfði, og hvorki hreppapólitík né þjóðernislegur rígur, gat nokkru sinni komist að. “Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið sama hvar í fylking standið. Hversu sem stríðið þá og þá er blandið, það er að elska, byggja og treysta’ á landið.” Erindi þetta úr hinu kröftuga aldamóta- kvæði Hannesar Hafstein, gildir að sjálfsögðu engu síður um Canada en ísland. Þörfin á auknum fólksflutningi hingað til lands, hefir sjaldan frá fyrstu landnámstíð, verið brýnni, en einmitt nú. Þekkingin á ómælisauðlegð Norð-Vestur- landsins fer vaxandi með degi hverjum, og að sama skapi vaxa kröfur um að hefjast handa og færa sér slík auðæfi í nyt. Skamdegisnótt deyfðar og drunga, er nú rétt í þann veginn að hverfa inn í vonhjartan morgun nýrrar iðju og nýs athafnalífs. Er .nokkur sá, er eigi myndi vilja allshugar feginn, eiga hlutdeild í þjóðarvakning þeirri, sem nú er í aðsígi? Innflutningsmálaráðuneytið, er eip allra þýðingarmesta stjórnardeildin, sem þjóðin á til í eigu sinni. En þótt vel hafi tekist til um starfra^slu hennar, þá má þó vafalaust enn koma mikilvægum umhótum að, því oft var þörf, en nú er nauðsyn. ' Thomas Hardy. Eins og getið er um á öðrum stað hér í blað- inu, þá lézt að heimili sínu við Dorchester á Englandi, miðvikudaginn þann 11. yfirstand- andi mánaðar, rithöfundurinn góðfrægi, Thom- as Hardy, vafalaust einn af vinsælustu og víð- lesnustu seinnitíðar skáldum þjóðarinnar brezku. Var hann fæddur síðla árs 1840, og því freklega áttatíu og sjö ára, er dauða hans bar að. Lagði hann, að loknu venjulegu al- þýðuskólanámi, stund á byggingalist, og hlaut fyrir afrék sín í þeirri grein, tvenn verðlaun. Vöktu uppdrættir hans að kirkjum, einkum og sérílagi mikla athygli. Jafnhliða byggingar- listarnáminu, nam hinn nngi maður einnig grísku og latínu við King’s College, ásamt hin- um nýrri tungumálum. Fyrsta ritsmíð Hardy’s, ‘ ‘ How I built myself a House, ’ ’ kom út í Cham- bers Journal, 1865. Næsta bókin, sú er í raun og veru varð þess valdandi að höfundur hennar lagði byggingarlistina á hilluna, en ákvað að helga bókmentastarfinu óskifta krafta, nefnd- ist “Desperate Remedies,” hirtist á prenti 1871, og hlaut ágætar viðtökur, þótt hvergi nærri jafnist hún á við seinni hækur hans, að stílþrótti og festu.— Thomas Hardy var afkastamaður með af- brigðum, og mun í alt hafa samið um þrjátíu bækur. Meðal hans beztu bóka þykja: “Under the Greenwood Tree (1872), “Tess of the D’- Urhervilles,” (1891), “The Woodlanders,” (1887), “Wessex Tales,” (1888), “Wessex Poems,” (1898) og “Poems of Past and Pre- sent,” er út komu 1901. Bækur þær eftir Thomas Hardy, er oss hef- ir veizt kostur á að kynnast, bera það ótvírætt með sér, að höfundur þeirra hefir verið hrein- hjartaður mannvinur, er unni óbrotnu lífi og fann hina æðstu sælu við brjóst hljóðlátrar sveitar . Talandi vottur um það, eru hin inni- legu Wessex kvæði hans. Thoma^ Hardy var enginn verulegur um- brotamaður, en mikill maður var hann engu að síður. Honum lét manna hézt, að lýsa skap- gerð kvenna, sem og bænda og búalýðs. Hann var sjálfur náttúruharn, auðugur að samúð með brezkri alþýðustétt. Verðleika medalíuna fyrir bókmentaleg af- rek, hlaut Mr. Hardy 1910, og er mælt, að við það tækifæri hafi hann látið sér þau orð um munn fara, að tilfinnanlegast af öllu myndi sér finnast það, ef hann ekki yrði þess megnugur, að greiða þjóð sinni að fullu vextina af þeim beiðri. Thomas Hardy var tvíkvæntur. Aldurs- munur hans O'g seinni konunnar var næsta mik- ill,—mun hún verið hafa eitthvað um tuttugu og fjórum árum yngri. Sambúð þeirra var eins ástúðleg og hugsast gat. Konan var hon- um alt í öllu. Hafði hún allmikla rithæfileika til að bera, og átti þarafleiðandi margfalt liægra með að sefcýa sig inn í lífsstarf manns síns, en ella myndi verið hafa. Thomas Hardy gaf sig við ritstörfum, að heita mátti, fram til síðustu stundar. Hann var maður árrisull, og hafði af því ósegjjanlegt yndi, að veita athygli litbrigðum skógarins um- hverfis heimili sitt, við fyrsta blik rísandi sól- ar. Þann 11. desember síðastliðinn, kendi hann lasleika nokkurs, en hrestist þó innan skamms svo aftur, að talinn var úr allri hættu. Réttum mánuði seinna, var þessi ástsæli ljóðsvanur brezku þjóðarinnar, liðið lík. Lík skáldsins var brent, en askan jarðsett í Westminster Abbey, þar sem aðeins hvíla brezk stórmenni. Frá Lundúnum. Eins og síðasta skrif mitt, sem birtist í Lögbergi mun hafa borið með sér, var það ein- ungis ætlað þeim, sem að einhverju leyti láta sér ant nm hversu við megum hér í Lundúna- borg. Og enn fremur var ætlast til að það yrði það síðasta af því tægi, sem eg skrifaði héðan. En vera má að snmum sð forvitni á að frétta smávegis lýsingar af ýmsum staðháttum hér, jafnvel þó þær lýsingar verði mjög ófull- komnar. Og er þá síðwr en svo að eg þykist of góður til að hripa fáeinar línur þess efnis. Það er ekki af viljaleysi að eg hefi sneitt hjá því hingað til, heldur sökum þess að eg þykist ekki fær til þess, hvorki sem rithöfundur né maður með næga viðkynningu. Auðvitað eykst viðkynningin daglega, en hið fyrnefnda er nægileg afsöknn til að minna lesendnr á að taka viljann fyrir verkið. Eins vil eg taka það fram að það, sem hér kann að verða sagt er aðeins samkvæmt því hvernig mér kemur það fyrir sjónir. Aðrir geta séð sömu hluti með alt öðrnm augum eða við annað ljós, og Iþeir um það. Eg ætla þá að byrja á lítilsháttar yfirliti yfir íbúðarhúsin. Hefi eg alla reiðu gefið í skyn álit mitt á þeim, samanborið við canadísk hýbýli. En með því að eg get vel búist við að ýmsum vestur þar kunni að finnast það álit svartara en svo að einleikið sé, og að því valdi að nokkru leyti óyndi og vanstilling, þá skal það ekki endurtekið hér heldur aðeins rökstutt, samkvæmt beztu vitund og hlutdrægnislaust. Lítið þekki eg til lélegustu bústaðanna, þeirra, er standa í óæðri pörtum borgarinnar. Hefi aðeins fyrir forvitnissakir skygnst þar um lítið eitt. Þau hús eru flest tvær hæðir kjallara- lausar, bygð fast út að gangstétt, og er gólfið lárétt við hana, samföst eru þau strætið á enda, svo sem flest hús hér, svo að einn veggur til- . heyrir tveimur húsum. Forn eru þau öll, sem nú hafa verið nefnd, dimm, saggafull og köld allan ársins hring, eins og öll hús, sem ekki hafa miðstöðvarhita, og skal vikið að því síðar. Næst élstu og almennustu húsategundina þeklki eg vel, því við búum í einu þeirra. Þau eru að sögn frá 25 til 45 ára gömul og þykja svona býsna “modern.” Þau eru flest bygð lítið eitt frá gangstétt, fjór- og fimm-lyft að meðtöldum kjallara, sem einnig er notaður til íbúðar. Eftir því sem eg kemst næst hafa þessi hús upphaflega verið bygð fyrir eina fjöl- skyldu. En nú, nndantekningarlítið, búa frá 5 til 8 fjölskyldur í hverju, án þess þeim hafi í nokkru verulegu verið breytt, aðeins látin gas- leiðsla inn í hverja íbúð, sem oft er aðeins eitt berbergi, sé fjölskyldan lítil, annars tvö og stundum þrjú. Á hverju gólfi eru 3 til 4 her- bergi, nema á efsta lofti, sem er uppi í þaki og tvíhólfað. Á öðru gólfi er baðherbergi og verða allir í húsinu að kjallarabúum undanteknum, fð sækja þangað vatn, og mætti því eins vel kalla það brunnhús, því fyrir kulda sakir og annara óþæginda baðar fólk sig þar sjaldan. Á neðsta gólfi eru tvær stórar stofur og eitt minna herbergi sem mér skilst að hafi verið barna- herbergi (nursery), nú víðast notað sem eldhús. Þá er kjallarinn. Á honum eru tvennar dyr, f ram- og bakdyr, meiningin. Framdyrnar leiða inn í eldhúsið, það eina, sem til er í húsinu. Það er lítið, en inn af því til hliðar er stórt her- bergi (búr) og er það svo stórt að nota má það sem borðstofu. Þaðan liggja dyr út í bakgang- inn og þaðan stigi upp í húsið og dyr inn í annað herbergi, sem er aftur af búrinu eða hvað maður á að kalla það. 1 flestum kjöllurum sem eg hefi komið í er steingólf, og er það á pörtum þakið með einhverju. Þar búa ýmist ein eða tvær fjölskyldur. Nýjustu húsin eru nokkuð öðru vísi en þau, sem nú hefir verið lýstj og miklu minni, enda eru þau flest setin af einni fjölskyldu. Þan eru bygð lítið eitt fjær gangstétt en þau síðast nefndu og er gólfið lárétt við hana. Þau eni tvær hæðir og íkjallaralaus. Uppi á loftinu eru 3 til 4 herbergi fyrir utan baðhús. En niðri er, fremst stofa, til hliðar við innganginn. Þar aftur af eldhús tvíhólfað og er gasvél í öðru en kolavél í hinn, og úr því hliðardyr út (því þessi hús eru bygð aðeins tvö og tvö saman). Til hliðar við þessi herbergi er stigagangur, sem einnig leiðir til annarar stofu í bakenda hússins og er sú stofa fínasta herbergið í hús- inu. Þaðan liggja hakdyr út í dálítinn garð, umgirtan múrveggjuín, sem tilheyrir húsinu. Væru þessi heimili dásnotur, ef þau hefðu við- unanleg hitunartæki. Þá er hér talsvert af reglulegum margbýlis- búsum, dálítið svipuðum þeim, sem tíðkast í Ameríku, en þó hvergi nærri eins praktísk. Og að örfáum undantekningum hafa allir manna- bústaðir hér þann höfuðókost, sem mestu varð- ar, meiningin, ónóg hitunartæki. Sannleikur- inn er sá að múr- og steinbyggingar, sem ekki hafa miðstöðvarhita eru ehki mannabústaðir. Og sízt í eins svölu og röku loftslagi og hér er að öllum jafnaði þó aldrei sé um beinlínis frosthörkur að ræða, (þó hefir frost farið hér oft nokkrar gráður niður fyrir zero í vetur). En það er margt auðveldara en að koma Eng- lendingum í skilning um það. Og aftur get eg hugsað mér að ýmsum þyki þessi staðhæfing, um slíkt höfðingjasetur, sem Lundúnaborg er, nokkuð gífurleg frá manni, sem er bara Islend- ingur. Eg aötla því mér til réttlætingar að geta þess að læknastéttin hér er farin að gefa þess- nm húsakynnum, sem eg hefi verið að reyna að lýsa að framan, mjög ákveðið og alvarlegt hornauga, því til sónnunar leyfi eg mér að til- færa hér með, greinarstúf, apm nýlega birtist í Ðaily Express, og hljóðar á íslenzku sem eftir fylgir: ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limlted Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambera Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir Íslendingar, er i hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Komið í veg fyrir ó- þœgindi á ferðum yð-J ar, notið v, Traweller’s Cheques Þau eru jafngóð pen- ingum og miklu tryggari. Gefin út af The Royal Bank of Canada G716* “Það er áætlað að 50,000 af þeim börnum sem sækja almenna barnaskóla ríkisins þjáist meira og minna af rheumatic heart disease, (gigtkendri hjartveikij, og að það orsakist mestmegnis af rakafullum og köldum híbýlum, sem þau eiga heima í. í Lundúnaborg einni eru 300 hjartveikir sjúklingar, til jafn- aðar á ári, teknir inn á sérstaka skóla, fyrir líkamlega voluð börn, sem verst eru komin; þ. e. a. s. orðin að aumingjum. Það hefir verið leitt í ljós að af öllum barnasjúklingum, sem tekn- ir eru á spítala yfir vetrarmánuð- ina, eru frá 25% til 50% gigtveik, og þar af 50% með áframhaldandi hjartveiki. Nýlega hélt einn af atkvæða- mestu læknum þessarar borgar, dr. Reginald Miller, fyrirlestur um á- hrif saggafullra húsa á heilsuna, og gat hann þess að samkvæmt skýrslum ylli nefndur sjúkdómur, (Rheumatic Heart Disease) árlega 25,000 dauðsföllum. “Þetta er ein af skaðlegustu drepsóttum þessa lands,” sagði dr. Miller, “og engin þjóð hefir meira af henni að segja en við.” Þá kvað hann lítinn efa á að hús-rakinn væri mest orsök að þessu böli og mundi þess ekki langt að bíða að fyrir því fengjust óhrekjandi sannanir.” Þetta er lausleg þýðing en óhlutdræg meina eg hún sé. Og einhvernveginn finst mér lítil ástæða til að syngja þeim húsakynnum lof og dýrð, sem verða tugum þúsunda fólks að bana á hverju ári, jafnvel þó þau standi á Englandi, en nóg um það. Aftur á móti virðist mér að Eng- lendingar séu langtum bAur heima hjá sér þegar til þess kemur að prýða eitthvað, og sömuleiðis er hér mikið af nærri undra verðum mannvirkjum, svo sem göng undir' Thames-á og alt neðanjarðar járn- brautarkerfið, o. fl. Þá eru íysti- garðarnir smáir sem stórir mjög smekklega útlagðir, og þeir stærstu blátt áfram yndislegir. Fyrir utan fjölbreytta og vel fyrirkomna jurtarækt, eru þar tilDfúirr stöðu- vötn og mörg önnur náttúruprýði, og í þeim allra stærstu, (a. m. k. Hyde Park) ganga hjarðir af sauð- fé alt sumarið. Er það fært úr einum stað í annan í því skyni, hugsa eg að halda niðri grasvexti. og mér finst þessi aðferð alt í senn praktísk, einkennileg og einhvern veginn aðlaðandi. Eg gekk þar oft um í sumar, því það er í leiðinni til skólans. Og eg hafði ætíð á- nægju af að sjá kindurijiar svona inni í miðri stórborg og það rifj- aði upp fyrir mér smalastarfið fyrrum á Rjúpnafelli. Sama er að segja um helzta dýragarðinn og þar kennir víðast hagleiks og smekk- vísi. Þar eru klungur og kletta- borgir að miklu eða öllu leyti bú- in til aí manna höndum. Þar sofa selir á skerjum, sem sjálfur sjórinn þyrfti ekkert að skammast sín fyr- ir, og yfir leitt er alt útbúið sem næst því að dýrin, hverrar tegund- ar sem þau eru, geti svona nokk- urn veginn stundað búskap sinn sem væru þau i átthögum sínum. Þá eru og söfnin ágætlega hirt og vel skipuð að öllu leyti, en að fara út í að lýsa þeim er mér ofvaxið, skortir bæði ritmensku til og hefi heldur ekki skoðað þau nægilega. Dyraverðir segja manni oftast þeg- ar inn er farið að manni veiti ekki af þrernur mánuðum þar inni, sé hugmyndin sú að hafa nokkurt gagn af ferðinni, og margt hefi eg heyrt, sem er lýginni nær en það, því þar Iber svo margt fyrir augað að maður sér í flestum tilfellum ckki neitt, til að byrja með. Af þeim söfnum, sem eg hefi komiö inn á held eg mér þyki einna mest koma til India Museum. Það er þó eitt allra fáskrúðugasta safnið, en svo að segja hver hlutur, sem þar er innan veggja er meistaraverk. Meginið af safninu eru allskonar smíðisgripir úr tré, málmi og grjóti. Þar eru margar líkneskjur af Búddah, Alla, býsna svipaðar, en af misjafnri stærð. Þar eru hurðir, dyraumbúnaður, gluggar og jafnvel heilir veggir úr tré, alt út- skorið hátt og lágt, sömuleiðis lík- ingar af musterum og höllum forn- aldarinnar útskornar í tré og svo lifandi, að manni finst sem maður standi uppi á hæð of horfi þaðan á slotin sjálf því einnig umhverfið $r þar til staðar líka, svo sem girð- ingar, blómareitir o. fl. Þá eru þar einnig allskonar húsmunir úr tré svo sem rúm og stólar, borð og hirzlur smáar og stórar, ennfrem- ur ýms leiktæki svo sem manntöfl o. fl., sem alt her vott um afburða snild og ótakmarkaða vandvirkni, enda var gleðin yfir vel unnum verkum einu laun meistaranna 1 þá daga, og sjálfsagt langtum minna af utanað komandi glaptækjurn að flækjast fyrir framkvæmdum þeirra en nú á sér stað. En eitt finst mér 'samt athugavert við þessa tréskurð- arlist Indverjanna, og það er, hvað allir munirnir eru hver öðrum líkir. Mér finst næstum að það gæti alt verið eftir sama manninn. En ver- ið getur að mín eigin fakænska 1 þessum efnum valdi mestu um þær skoðanir og vildi eg helzt mega trúa því. Þar er líka ýmislegur borðbúnaður úr silfri og gulli. perlúbúinn og gullofinn fatnaður, dálítið af málverkum og nokkrar líkkistur úr steini, alt einkennile' En tréverkið hreif mig mest. Þá er og Science Museum hugðnæmt og mentandi fyrir þá, sem leggja stund á vélafræði, því þar gefur að líta, ekki einasta flestar vélar, sem nöfnum tjáir að nefna, heldur einn- ig framþróunarsögu þeirra frá fyrsta tilraunastigi til þeirrar full- komnunar, sem þær hafa náð að svo komnu. Fyrir þá, sem unna dýrafræði er Natural History Mu- seum ótæmandi mentalind. Þar eru belgir og beinagrindur af öll- um dýrum, frá öllum tímum og steingervingar aftan úr ómuna fornöld og svona mætti lengi telja. Það má Lundúnaborg eiga að hún getur svalað forvitni og menta- þrá sérfræðinea á því nær eða al- veg hvaða sviði sem er. Líklega eiga flestar höfuðborgir Norður-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.