Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1928. Bls. 7. Thorsteinn Brown (Eftirmæli) Við fráfall Thorsteins Brown hefir Selkirk-bær mist mikilhæf- an og ágætan borgara. Merki hans hefir hér verið þrýst á fleira en sýnilega hluti, og tígulegri minnisvarðar verða honum reist- ir, en þeir, sem gerðir eru af manna hóndum. Thorsteinn Brown kom hingað t'Sl lands ásamt foreldrum sínum fyrir rúmum 50 árum og var þá barn á fimta ári. (Foreldrar hans voru Ásmundur Þorsteinsson — d. 1927 — og Berg'þóra Jónsdóttir— d. 1882. — Bjuggu þau hjón á Litlu-Brekku í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu, unz þau flutt- ust til Vesturheims árið 1876). í Víðinesbyg í Nýja íslandi námu foreldrar hans land og voru í hópi hinna ágætu íslenzku frumbyggja þessa fylkis, er hinga leituðu til nýrra heimkynna til að bæta hag sinn. Thorsteinn Brown var einn þeirra mörgu íslenzku landnáms- manna og niðja þeirra, sem lagt hafa dýrmætan skerf tiL þjóðlífs- ins í kjörlandinu nýja Móður sína misti Thorsteinn þá er hann var á ungum aldri. Með systkinum sínum þremur ólst hann upp hjá föður sínum, og hafðist fjölskyldan við á búgarðinum þar nyrðra þar til Thorsteinn var kom- inn á tvítugsaldur.. Flutti þá fað- ir hans með börn sín til Selkirk, og kom hinn ungi maður sér fyrir hjá C.P.R.-félaginu og vann fyr- ir það að lagningu járnbrauta um Vesturiandið all-lengi. Af þrem systrum Thorsteins eru tvær á lífi: Mrs. J. Hannes- son í Winnipeg, og Mrs. J. Ander- son í Seattle. Þriðja systirin, Mrs. Sigurgeirsson, andaðist í Mikley fyrir nokkrum árum. Fyrir hér um bil 23 árum kvænt- ist Mr. Brown og gekk að eiga Miss Noru E. Stephenson í Sel- kirk. Eignuðust þau hjónin átta börn og eru sex 'þeirra á lífi. Þau 30 ár, sem Mr. Brown hefir verið búsettur í Selkirk, hefir hann stundað fiskiveiðar, trésmíði og húsagjörð, og hefir farnast vel i öllu. Hann var góður nágranni, ágætur verkmaður og heiðarlegur umsýslumaður. Verðskuldaði hann því og ávann sér traust og tiltrú meðborgara sinna, er sýndi sig í því, að síðastliðið ár var hann kosinn s*Álaráðsmaður, enda lét hann sig það starf bæjarfélagsins ávalt miklu varða. Álit það, sem meðborgarar 'hans höfðu á honum að maklegleikum, kom og í ljós er hann árið 1925 var tekinn í Lis- gar-deild Frímúrara reglunnar. Útförin fór fiam frá heimili hins látna og gegndi presturinn séra Alexander T. Macintosh greftrunarsiðum. Lisgar - deild Frímúrara tók einnig þátt í at- höfninni. __pýtt úr “Selkirk Record.” Ferðasaga. ii. Eg endaði kveðjuorð mín í Lög- bergi fyrir nokkru, til vina og kunningja okkur austur frá, þar sem Surtur hinn eineygði þaut með járnbrautarlestina vestur eft- ir sléttunum, eins og hann væri að flýja hinn leiða flökkukarl, snjó-ólf gamla. Fátt bar fyrir augu, er markvert getur talist. Veður var fremur leiðinlegt, svo eg sneri athygli mínu öllu frem- ur að fólkinu í járnbrautarvagn- inum, en því, sem fyrir utan gluggann var. Eg tók 'þá fyrst eftir manni, sem sat einn í sætinu hins vegar við okkur í vagninum. Hann var að snæða upp úr ferða- tösku sinni, hafði lítið um sig og virtist vera snyrtimenni. Hann var að sjá, vel miðaldra maður. Er hann hafði lokið við máltíð sína, tók hann upp bækur og lagði á borðið. Tók eg eftir, að þar á meðal var vönduð en mikið þvæld biblía Þóttist eg viss um, að þarna mundi vera ákjósanlegur samferðamaður, því þótt því verði ekki neitað, að hræsnarar, bófar og falsarar hafi stundum siglt undir þessu gullna flaggi allrar sannrar siðmenningar, þá verður það þó jafnan skoðað sem dygð- ar- og friðar-merki. Maður þessi tók fljótt eftir því, að drengurinn okkar var lasinn og að þrðngt var í sætinu hjá okkur, og bauð okk- ur að leggja hann í sætið á móti sér. Þannig hófst samtal með okkur og samdi okkur mjög vel. Hann kvaðst hafa unnið fyrir Meþodista kirkjuna mestan aldur sinn. Okkur kom vel saman um, að ekki væri til göfugra verk und- ir sólinni, en að glæða trú manna og traust á góðum Guði og mætti lífsins. Við vorum því báðir all- vel ánægðir með hlutskifti okkar. Maður þessi kvaðst eiga góða bú- jörð austur 1 Ontario, sagðist einnig eiga eignir í Vesturland- inu, en sinti mest sínu kirkjulega starfi. Með honum var að ferð- ast háöldruð kona, nátengd hon- um, sem hátti heima í Vesturland- inu. Þesstfr manneskjur sýndu okkur þá alúð, að eg get ekki látið það vera, að minnast þeirra. Við urðum að borða vel tilreiddan kvöldverð með gömlu konunni. Alt var myndarlegt hjá henni. Hún hafði með sér jafnvel útsaumað- ar munnþurkur fyrir gesti sína. Öll framkoma og gestrisni þessara tveggja, bar ótvírætt vott um kjarngóðan krisindóm. Eg dáist ekki svo mjög að gestrisni þeirra fyrir það, að við værum upp á hana komin, því við höfðum meira en nóg með af öllum gæðum, sem vinir okkar í Winnipeg, bæði ís- lenzkir og enskir, færðu okkur á járnbrautarstöðina þar að skiln- aði. En eg minnist á gestrisni þeirra vegna þess, að hún er ein sú dygð, sem á að fylgja sánn- kristnum mönnum, sem víða er of sjaldgæf og það jafnvel hjá þeim, sem hæstar og 'lengstar bænir biðja á gatnamótum. — Það er stundum sagt af útlendum og jafnvel íslendingum sjálfum, að þeir séu litlir trúmenn, en gest- risni íslendinga, sem enn viðhelzt að mestu leyti, ber þess vott, að trú þeirra á heima meira í hjart- anu en á vörunum. Fyrir skömmu heyrði eg mann nokkurn leggja út af þessum orð- um Krists: “Komið, þér hiiúr blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun heims, því hungr- aður var eg, og þér gáfuð mér að eta; þyrstur var eg, og þér gáfuð mér að drekka; gestur var eg, og þér hýstuð mig; nakinn, og þér klædduð mig; sjúkur var eg, og þér vitjuðuð mín; í fangelsi var eg, og þér komuð til mín.” Þessu sneri maðurinn öllu upp í and- lega fæðu, andlegan drykk, and- lega hjúkrun og andlegt frelsi; en þótt sú hlið málsins sé altaf fall- eg og eigi að vera fyrst, þá sár- gramdist mér að heyra svo farið með þessa óviðjafnanlegu fæðu. Eg tek hana eins og hún er tölu<5- Gestrisni, hjúkrun veikra, alúð og samhygð, líkn og nákvæmni ber æ- tíð vott um gott, göfugt og hreint hjarta, og þeir hreinhjörtuðu eru Guðs. Þess vegna mælir Jesús sína á þessa vísu. í járnbrautarvagninum voru einnig hjón, sem áttu heima í Nýja Sjálandi. Höfðu þau komið leið- ina að austan til Englands og dvalið þar mikinn hluta sumars- ins og voru nú á leið vestur að hafi, ætluðu svo hina löngu leið þaðan til Nýja Sjálands. Er þau komust að því, að við vorum ís- lendingar, gáfu þau sig að okkur og óskuðu að fá hjá okkur íslenzk frímerki. í félagsskap góðra manna líður tíminn fljótt, og fyr en við vissum af vorum við komin vestur til Cal- gary, Alberta. Þar stönzuðum við tvær nætur. Calgary er þriflegur bær, en óvíða hefi eg fengið meira óyndi en á járnbrautarstöðinni þar. Hvort heldur maður kom þar að kvöldi eða morgni dags, voru þrengslin svo mikil, að maður gat haldið sig vera kominn á fyrri- tíða síberiska 'fólksflutningalest. Mér fór ekki að lítast á, ef breyt- ingin héldi áfram í þessa átt þar' til takmarki okkar væri náð. Mér fanst á þessum augnabilkum, að eg gæti heldur hafa kosið, að kvolast upp austur í Manitoba á meðal landa minna, eða enn þá p.ustar, en, að þvælast innan um lýð þenna, sem kom mér svo und- arlega fyrir sjónir. Og ekki bætti það mikið úr, er eg kom inn í hó- tel nokkurt, mjög skamt frá stöð inni, og inn í sal mikinn þéttskip- aðn mönnum, við öldrykkju og reykingar. Þar fanst mér eg verða lífhræddastur, svo langt sem kom- ið er æfinnar, og hefi eg þó hvað eftir annað verið í beinum lífs- háska, bæði á sjó og landi. Mér hepnaðist þó fljótt að finna betri verustað fyrir okkur þessar tvær r.ætur, sem við dvöldum í Calgary. og þegar við fórum þaðan, voru flestar þessar þokumyndir horfn- ar úr huga mér. Þær mundu held- ur ekki hafa fylgt okkur langt á veg, því Klettaf jalla-leiðin er alt of dýrðleg til þess að gefa nokkr- um slíkum hugarhrellingum far- arleyfi. Og mér dettur ekki í hug að reyna til þess, að lýsa leið- inni yfir Klettafjöllin, í þessari litlu grein minni. Frá henni hafa svo margir sagt, og hugann sundl- ar við þá risavöxnu háfjallasýn, líkt og hausinn í vagnglugganum á hæstu gilsbökkunum. Það var ef til vill ekki skáldleg hugsjón, kötturinn, sem eltir skottið á sjálfum sér, en hún varð þó fyrir mér, er eg leit út um gluggann á vagninum og sá afturhluta lest- arinnar koma í hlykkjum á eftir okkur inni í þessum fjallaþrengsl- um. Þá hugsaði eg, að skrítinn skáldskapur hefði það þótt, sem á undan eimreiða og vélaðldinni hefði talað um mann, standandi á fjallstindi, er horft hefði hrædd- ur og undrandi á slíkt slöngulíki liðast fram og upp eftir fjalla- hlíðunum, öskrandi, spúa eldi og reyk, og ekki að eins Vaða jörðina til knjánna, eins og tröllin í sög- unum, heldur einnig smjúga við- stöðulaust í gegnum margra mílna þykka hamrana. En við lifum á undraöld þeirri, þá spádómar, hugsjónir og draumar allra aldá verða að virkileika, og að undan- teknum nokkrum neðanjarðar svartálfum afskræmdrar og ó- þroskaðrar heimsmenningar, mætti vel segja um alt, sem fyrir sálar- og líkams-sjón nútíðarmannsins ber, að “sæl eru þau augu”, sem það sjá. Margir heimsfrægir spá- menn, hugsjónamenn, uppfind- ingamenn og brautryðjendur frelsis og framfara, “þráðu að sjá það, en sáu það ekki.” Allar ald- ir hafa girnst að sjá hin stór- feldu fyrirbrigði vorra tíma á öll- um sviðum, sem vissulega eru morgunroði og fyrirboði dýrlegrar og varanlegrar menningar og ei- lllfs bræðralags, þar sem hvorki sjálfselska, flokkadráttur, hatur íié stríð, heimska né hroki, mun skyggja á fegurð Guðs miklu handaverka. Stöðugt færist mannkynið nær takmarkinu, að uppfylla það boð Guðs, isem segir: “Uppfyllið jörðina og gerið ykkur hana und- irgefna.” Það er orðinn áþreif- anlegur sannleikur fyrir mann- inn, sem brunar áfram um lönd og höf, neðansjávar jafnt sem um skýjanna brautir, og litið getur yfir öll þessa heims handaverk skaparans og séð, að þau eru “harla góð.” Flestir fjallabúar hafa um dag- ana getað séð fingur Guðs í lista- verkasmíði náttúrunnar á turna- borgum hennar, þar sem hnjúk- arnir “svala” höfðum björtum “í himinblámans fagurtærri lind”, og benda ílotningarfullum, undrandi anda stöðugt hærra og hærra að uppsprettulind lífs og lista. Jón Thóroddsen sagði um hlíðina fríðu — blómmóðurina: “Hver mun svo, er sér þig, sálar þjáður dofa, að gleypia Guð að lofa.” Og ekki skil eg að ódofin sál geti far- ið um fjöill, lík Klettafjöllunum, án þess að lofa hann, sem gert gat “svo dýrðlegt furðuverk.” Fyrir vestan háfjöllin skiftum við um farartæki og gistum þar, sem heitir Sicamous, eina nótt. Þar er fjallborg mikil og fagurt vatn,' en fáment mjög á staðnum. Að eins nokkur hús á vatnsbakk- anum undir snarbrattri fjallshlíð. Frá Sicamous lá leið okkar meira til suðurs síðustu 90 mílurnar, en áætlunarstað okkar náðum við án þess að þurfa að skilja við hina fögru fjallasýn. Síðustu 30—40 mílurnar fórum við með all-miklu vatnaskipi, sem gengur þar á 280 n ílna löngu vatni. útsýnið minti þá mjög á íslenzkt og norskt lands- lag, og hefði átt að gefa íslenzk- um anda töluverða hugarfró, en altaf fanst mér eg ferðast í öfuga átt. Eftir fimm sólarhringa ferða- lag hepnaðist okkur að lenda “heilum í höfn.” Bærinn heitir Kelowna og er í alla staði snotur og þriflegur. íbúatala er sögð að vera fimm þúsund. Bærinn e* stór ummáls, götur breiðar og góð- ar, og allur er bærinn skógivax- inn. Fólkið er frjálslegt, viðmóts >ýtt og glatt. Það hefir löngum verið sagt, að það dragi hver og einn dám af sínum sessunaut. Um- hverfið alt er fagurt. Hér er ekki "frelsandi sléttan, fangmjúk og sterk”. Hér er “bláfjallageimur með heiðjökla hring”, sem tekur mann “í faðm” sér. “Hér andar Guðs bílær,” og hér verður maður “svo frjáls og frí, fjallborg helgri luktur í”. Hér eru aldingarðar nógir og epli, fögur “á að líta” og “girnileg” og góð “að eta af”. Eg hefi fundið margan góðan blett á þessari Guðs jörðu, en ald- rei lagt það í vana minn að segja við menn: Farðu þaðan og komdu hingað. Menn hlaupa heldur ekki, sem betur fer, eftir öllu því, sem sagt er. Eg hefi ætíð verið ánægður að mestu leyti, hvar sem eg hefi átt heima. Og þótt eg hafi farið frá gróðrarsnauðum víkum og fjörðum, frá nyrztu dröngum og andnesum minnar kæru fósturfoldar, þá hefir æfin- lega eitthvað orðið eftir af sálu minni, sem dvelur þar langvist- um. Eg dvaldi eitt sinn nokkur ár í Norvegi og var svo ánægður með land og lýð, að eg hefi oft getað sungið síðan af hjarta: “Du gamla, du friska, du fjeld- höga nord”, og mig hefir oft lang- að þangað síðan. Er eg hafði ferðast um Danmörku, undraðist eg stórum, að fólk *skyldi leita burtu þaðan til annara landa, og eg hefi ávalt geymt það litla land í huga mínum sem “brosandi Iand, fléttað af sólhýrum sundum, saumað með blómstrandi lundum” og “draumhýrt land.” Hvar sem eg hefi farið í Canada, hefir mér litist allvel, og oftast ágætlega, á land og lýð. Eg hefi fundið Guð og gæði hans hvarvetna. Alstað- ar í heiminum er fegurð, land- kostir og gott fólk, og á öllum ferðum minum, hefi eg ávalt fundið BETEL — ávalt fundið Guðs hús, ávalt getað sagt, eins og hebreski ferðamaðurinn: — “Sannarlega er drottinn á þessun; stað,” en aldrei bætt því við í fljótfærni minni: “og eg vissi það ekki.” Eg hefi þvert á móti bú- ist við, — frá því að eg var lítill drengur og söng við smalamensk- una, uppi í afdölum fjalla: “Þú mig tókst í faðm í fyrstu æsku”, — að finna Guð og gæði hans á sér- hverjum stað, að finna fegurð, kosti og gott fólk alstaðar, og verða náðarsamlegrar handleiðslu forsjónarinnar aðnjótandi hvar- vetna, og enn hefir vonin ekki Játið “til skammar verða.” Þótt eg hafi nú sagt, að mér lít- ist ljómandi vel á það, sem hér séð verður, þá hefi eg ekki kynst landi og lýð svo mikið, að eg geti sagt neitt um ágæti landsins. Það verður að bíða, en eg vona að geta borið þvi góða söguna seinna. En á meðan eg raula með sjálfum mér í hálfum hljóð- um vísupartinn Steingríms: “Og þó að færi’ eg um fegurst lönd og fagnað væri mér sem bróður, mér yrði gleðin aðeins veitt til hálfs, á ættjörð minni nýt eg fyrst mín sjálfs, þar elska eg flest, þar uni’ eg bezt við land og fólk og feðra- tungu.” Pétur Sigurðson. Kelowna, iB. C. Þegar sólin slokknar. Það er svo sem auðvitað, að í fornöld hafa sólmyrkvar — al- myrkvar, eins og sá, sem varð í srmar, — vakið undrun og ótta hjá mönnum, vegna þess að þeir vissu ekki hvernig á þeim stóð og vissu engin skil á göngu himin- hnattanna. I Um þúsundir ára hafa Kínverj- ar talið að sólmyrkvar stafi af ruglun í sólkerfinu. —, Og vegna þess að Kínverjar kalla landið sitt “himneska ríkið” og keisarann hafa þeir kallað “son sólar”, þá var um. að gera fyrir þá, að lag- færa þennan rugling í himinhvel- inu jafnharðan. í hvert skifti, sem sólmyrkvi varð, var því í Kína efnt til seiðs og ýmsar sær- ingar í frammi hafðar, til þess að reka á braut hina illu anda, sem ollu því, að “sól þat né vissi hvar hún sali átti.” Snemma í fornöld lögðu Kín- verjar mikla rækt við það, að vita fyrirfram, hvenær hinir illu and- ar mundu slökkva sólin. Er það upphaf stjörnuvísindanna, eins og þau nú eru. Og hve Kínverjum þótti það afar áríðandi, að vís- indamenn sínir vissu upp á hár, hvenær hinir illu andar væru á ferðinni og ætluðu sér að slökkva sólina, má geta þess, að 2550 ár- um fyrir Krists burð, voru tveir kínverskir vísindamenn, Ho og Hi, teknir af lífi vegna þess, að þeim hafði skjöplast að sjá fyrir sól- myrkva, er varð það ár. Þetta er í fyrsta skifti, svo sögur fari af, að getið er um sólmyrkva. Þessi trú, að illir andar vildu deyða sól og mána, mannanna börnum til bölvunar, var mjög útbreidd um allan heim, enda þótt hún kæmi fram í ýmsum myndum hjá hinum ýmsu þjóðflokkum. — Meðal Svertingja á vesturströnd Afríku var það trú, að svartur köttur hlypi fyrir sólina, setti upp kryppuna og skygði þannig á dagsins Ijós. Gerðu þeir því alt sem þeir gátu til að fæla burtu illkvikindið. Árið 1877 " rakst landkönnunarmaður á sömu skoð- un hjá íbúunum , Indo-Kína. En þar var venjan sú, x hvert skifti sem sólmyrkvi varð, að menn reyndu að fæla burtu svarta ó- hræsið með því, að skjóta að því örvum, varpa að því steinum og svo framvegis. í Indlandi var það trú manna, að illur andij þreiddi út svarta vængi sína, skygði á sólina og reyndi að sökkva henni. Þeir flýttu sér því að henda sér í fljót- in og mara þar í kafi svo að ekki stóð upp úr nema blánefið; ætl- uðu þeir að á þann hátt mundu þeir geta forðað sér við stórkost- legum óhöppum. í Síam réði sú trú, að illur andi gleypti bæði sól og mána, og að vísindamenn Norðurálfunnar stæði í sambandi við hann. Á annan hátt gátu menn þar ekki skilið, hvernig á því stæði, að Evrópumenn vissu sólmyrkva og tunglmyrkva fyrir. Á Grikklandi réð lík trú fyr á öldum. Þar héldu menn að sól- myrkvar stöfuðu af völdum illra anda og að þeir léti tröll draga sól og mána niður í undirdjúpin, og að sindur það, sem af þeim leiftraði um hveíið, væri baneitrað bæði fyrir menn og skepnur. Þegar Kolumbus kom til Vest- índia rakst hann á sömu skoðun- ina þar, það var árið 1504. — Hafði hann þá| orðið að flytja til Jamaica. Var hann þar ekki vel- kominn gestur. Fólkið tortrygði hann, sat á svikráðum við hann og lét hann ekki fá neitt til mat- ar. Honum kom þá til hugar, að hræða fólkið með því að hóta að slökkva mánann. Vissi hann, að tunglmyrkvi var í vændum þá á næstunni. Hann hótaði því að ræna mánanum, ef menn létu sig ekki fá mat. Og nóttina eftir lét hann verða alvöru úr þeirri hót- un. Fólkið horfði á hvernig tunglið myrkvaðist og hvarf með öllu. Daginn eftir var það mjög fúst að láta Kolumbus fá mat- væli. Á seinni öldum var og almenn hjátrú og hindurvitni í sambandi við sólmyrkva og tunglmyrkva. — Gott dæmi þess er sólmyrkvinn, sem varð árið 1706, einhver sá mesti sólmyrkvi, er sögur hðfðu farið af í Norðurálfu. Fregnin um það, að hann væri í vændum, hafði flogið um aílt, og menn ræddu af ákefð um það, hvernig ætti að komast hjá hinum hættu- legu áhrifum hans. Voru ýms varúðarrit gefin út og menn þar hvattir til þess meðal annars, að byrgja alla brunna vandlega og koma fé í hús áður en sólmyrkv- inn skylli yfir, svo að engin hætta gæti stafað af hinum eitruðu loft- tegundum, er haldið var að æddu yfir jörðina um leið og sólin slokknaði. Almyrkvi varð þá á sóllu í nokkrar mínútur og var svo dimt, að menn sáu ekki hver ann- an á götu. Stjörnur sáust tindra á dökku himinhvolfinu og í nánd við það, sem sólin átti að vera, sáust Merkúríus, Venus, Júpíter og Saturnus. öll dýr leituðu sér náttstaðar, hænsnin stungu nefj- um undir væng og fóru að sofa, en uglur og leðurblökur komu á kreik og héldu að komin væri nótt. Haustið 1914, skömmu eftir að stríðið hófst, var sólmyrkvi all- mikill í Evrópu. Rússneska stjórnin fann sig knúða til þess, að gefa út hughreystandi til- kynning og senda hana til allra hermannanna, svo að þeir skoð- uðu ekki sólmyrkvann sem neinn yfirnáttúrlegan atburð — eða hernaðarbragð af Þjóðverjum. — Þetta var nauðsynleg varúðarráð- stöfun, því að dænvi voru til þess áður í hernaði, að sólmyrkvar komu öllu á ringulreið, höfðu jafnvel valdið því, að her, sem stóð vel að vígi, beið algeran ó- sigur. — Sögur eru U1 um það frá fornöld, að sólmyrkvar skútu hraustum herforingjum þann skelk í bringu, að þeir töpuðu sér alveg. Herodotus segir frá stríði milli Lydíumanna og Meda er stöðvaðist vegna þess, að sól- myrkvi varð meðan á orustunni stóð. Á einni af herferðum sínum lenti Alexander mikli i vandræð- um vegna þess, að hermenn hans urðu kvíðafullir út af tungl- myrkva. Hafði hann mikið fyrir að telja kjark í þá aftur og eggja þá til framgöngu. Einu sinni, er Agaton konungur í Syrakusa háði orustu, varð sólmyrkvi og sló þá miklum ótta á hermenn hans. En kóngur varð sjálfur hvergi hrædd- ur. Hann veifaði kápu sinni yfir höfði sér og kallaði svo hátt, að heyra mátti um allan herinn: — Kvað gengur að ykkur? Eruð þið hræddir við það, þótt svolitið skyggi ? — Gríski herstjórinn Nikolaus var ekki jafn hugdjarf- ur. Hann var á herferð í Sikil- ey árið 415 fyrir Krists burð. | Kom þá tunglmyrkvi og varð hann j svo skelfdur að hann misti alt vald á herstjórninni; óvinaherinn hóf þá sókn og vann algeran sigur. Féll Nikolaus þá og her hans var höggvinn niður. Er talið, að þetta hafi verið upphaf að því, að veldi Athenu leið undir lok. Árið 1033, hinn 29. júmí, varð almyrkvi á sólu um miðjan dag. Einmitt um það leyti höfðu nokkr- ir samsærismenn ákveðið að setja Benedikt páfa ix. af stóil. Átti að grípa hann meðan hann væri fyr- ir altarinu. En þegar þeir ætl- uðu að ráðast í það, kom sól- myrkvinn og urðu þeir þá svo hræddir, að þeir hættu við alt saman. Benedikt var páfi í 11 ár eftir þaðj—Lesb. Mbl. VITA-GLAND TÖFLURNAR tryggja það að hænurnar verpa innan þriggja daga Hænurnar hafa lífkirtla eins og manneskjan og þurfa holdgjafar- efni. Vita-Gland töflur eru slíkt efni og séu þær leystar upp í vatni sem fyrir hænsnin er sett, þá fara lélegar varphænur strax að verpa. Vísindin hafa nú fundið þau efni sem nota má til að ráða því alveg hvernig að hænurnar verpa. — Skýfslur sýna, að með því að nota hæfiilega mikið af Vita Gland töflum handa hænunum, getur hæna verpt 300 eggjum, þar sem meðal hæna verpir að eins 60 eggjum. Egg, egg og meiri egg, og þrif- leg hænsni án mikillar fyrirhafn- ar eða meðala eða mikils fóðurs. Bara að láta Vita-Gland töflu í drykkjarvatnið. Auðvelt að tvö- falda ágóðann með sumar-fram- leiðslu á vetrarverði. Þeir, sem búa til Vita-Gland töflurnar, eru svo vissir um ágæti þeirra, að þeir bjóðast til að senda yður box fyrir ekkert, þannig: sendið enga peninga, bara nafnið. Yður verða send með pósti tvö etór box, sem hvort kostar $1.25. Þegar þau koma, þá borgið póstinum bara $1.25 og fáein cents í póstgjald. Nábúar yðar sjá svo hvað eggiun- um fjölgar hiá yður, kostnaðar- laust. Vér ábyrgjumst. að þér verðið ánægður. eða skilum aftur peningunum. Skrifið oss strax í dag og fáið mikið fleirl egg á auð- veldara og ódýrara hátt. VTTA-GLAND LABORATORTES 1009 Bohah Bldg., Toronto. Ont. Frá Islandi. Frá Akranesi er símað 12. þ.m.: Hér er mikið um það rætt, hvort hreppurinn skuli kaupa Garðana. Hefir þetta komið til orða áður, en nú er kominn skriður á málið. Hefir undanfarið verið safnað undirskriftum þeirra, sem hlyntir eru kaupunum, og mun bráðlega verða haldinn fundur um málið. Tilgangurinn með kaupum á jörð- inni er, að fá land, sem vel er fallið til ræktunar, handa hrepps- búum. — Mikið hefir verið unnið hér að jarðabótum í haust. Er jafnvel enn unnið að plægingum. — Héðan hefir altaf verið sótt á sjó undanfarið, er gefið hefir, og hefir afilast vel. Á laugardaginn reru menn í fyrsta skifti á þessu hausti á vetrarmið. Alaðist á- gætlega. Á fjölmennum fundi um björg- unarmálin, er haldinn var hér i bæ fyrir skemstu, var kosin fimm manna nefnd til þess að undirbúa stofnun allsherjar björguarfélags um land alt. Nefndina .skipa: Geir Sigurðsson skipstjóri, Guðm. Björnsson landlæknir, Jón Berg- sveinsson kaupm., Sigurjón ólafs- so alþm. og Þorsteinn Þorsteins- son skipstjóri. Skelfélagið hefir í sumar látið reisa tvo mikla olíugeyma suður við Skerjafjörð. Er nú von á fyrsta farmi þangað bráðlega, 3000 smá- lestum, og kemur hann með tank- skipi. Byrjað er að reisa tvo Gyllinœd Lœknast fljótlega “Eg tók mikið út árum saman af þessum slæma sjúkdómi” segir Mrs. W. Hughes, Hoche- laga St., Montreal. “Kvalir, svefnleysi, og alls- konar ill böan, var það sem eg átti við að stríða þar til eg reyndi Zam -Buk. Nú veit eg, að það er ekkert til, sem jafn- ast á við þetta ágæta meðaL Síðan það læknaði mig, lang- ar mig innilega til að láta þá, er líða af slíkum sjúkdómi, vita um það. 50c. askjan. Stöðvar kvalir undra fljótt. Græðandi meðal úr plönturíkinu. olíugeyma á Akranesi og aðra tvo í Vestmannaeyjum, en eftir nýár byrjar félagið að byggja olíu- geyma á Akureyri, ísafirði og tveim stöðum á Austurlandi. <HKHKH3<H>CH><H><H><H>CHKH><H><H><H>CH><H>CH><H><H><H}<HCH><><H><H><H»<H><H>0 Sendið korn yðar ta UÍHTED GRAIN GROWERSI? Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man......... Akra, N. Dakota .... Árborg, Man........... Árnes, Man............ Baldur, Man........... Bantry, N.Dakota . . .. Beckville, Man........ Bellingham, Wash. .. . Belmont, Man.......... Bifröst, Man.......... Blaine, Wash.......... Rredenbury, Sask...... Brown, Man............ Cavalier, N. Dakota .. Churchbridge, Sask. .. Cypress River, Man. .. Dolly Bay, Man........ Edinburg, N. Dakota .. Elfros, Sask.......... Foam Lake, Sask. .. , Framnes, Man.......... Garðar, N. Dakota .. .. Gardena, N. Dakota .. Gerald, Sask.......... Geysir, Afan.......... Gimli, Man............ Glenboro, Man......... Glenora, Man.......... Hallson, N. Dakota .. Hayland, Man.......... Hecia, Man............ Hensel, N. Dakota . . .. Hnausa, Man........... Hove, Man................ Howardville, Man. .. Húsavík, Man.......... Ivanhoe, Minn......... Kristnes, Saslc....... Langruth, Man......... Leslie, Sask.......... Lundar, Man........... Lögberg, Sask......... Marshall, Minn........ Markerville, Alta. .. Maryhill. Man......... Milton, N. Dakota .. , Minneota, Minn. .. . Mountain, N. Dakota . Mozart, Sask.......... Narrows, Man.......... Nes. Man.............. Oak Point, Man. .. . Oakview, Man.......... Otto, Man............. Pembina, N. Dakota .. Point Roberts, Wash. Red Deer, Alta........ Reykjavík, Man........ Riverton, Man......... Seattle, Wash......... Selkirk, Man.......... Siglunes, Man......... Silver Bay, Man....... Svold, N. Dakota .... Swan River, Man. .. Tantallon, Sask....... Upham, N. Dakota .. Vancouver, B. C. .. . Víðir, Man............ Vogar, Man............ Westbourne, Man. .. Winnipeg, Man......... Winnipeg Beach, Man Winnipegosis, Man. . . Wynyard, Sask......... .......B. G. Kjartanson. .. .. B. S. Thorvardson. .... Tryggvi Ingjaldson. .......F. Finnbogason. ..............O. Anderson. ........Sigurður Jónsson. .......B. G. Kjartanson. . .. Thorgeir Símonarson. ..............O. Anderson .... Tryggvi Ingjaldson. , .. Thorgeir Símonarson. ............S. Loptson ..........T. J. Gislason. .. .. B. S. Thorvardson. ............S. Loptson. .. .. Olgeir Frederickson. .......Ólafur Thorlacius. .... Jónas S. Bergmann. Goodmundson, Mrs. J. H.- .. Guðmundur Johnson. .... Tryggvi Ingjaldson. .... Jónas S. Bergmann. .......Sigurður Jónsson. ..............C. Paulson. . .. Tryggvi Ingjaldsson. ..........F. O. Lyngdal .......Olgeir Fredrickson. ...........O. Anderson, .. .. Col. Paul Johnson. ..........Kr. Pjetursson. .. .. Gunnar Tómasson. ......Joseph Einarson. .......F. Finnbogason. ...........A. J. Skagfeld. . .. .. Th. Thorarinsson. ............G. Sölvason. ...............B. Jones. ............Gunnar Laxdal. .. .. John Valdimarson. ...........Jón Ólafson. ............S. Einarson. ..............S. Loptson. •...............B. Jones. ..........O. Sigurdson. ...........S. Einarson. ..........0.0. Eiuarsson. ................B. Jones. .......Col. Paul Johnson. ..........H. B. Grímson. ..........Kr Pjetursson. ..........F. Finnbogason. ..........A. J. Skagfeld. .........Ólafur Thorlacius. ............S. Einarson. ............G. V. Leifur. ..........S. J. Mýrdal. ............O. Sigurdson. ............Árni Paulson. .........Th. Thorarinsson. ‘ .... Hoseas Thorlaksson. ............G. Sölvason. ..........Kr. Pjetursson. .........Ólafur Thorlacius. .......B. S. Thorvardson. ............J. A. Vopni. ..............C. Paulson. ........Sigurður Jónsson ..........A. Frederickson. .. .. Tryggvi Ingjaldsson. .........Guðm. Jónsson. .........Jón Valdimarsson .. .. Olgeir Frederickson. ............G. Sölvason. . .. Finnbogi Hjálmarsson. ..........G. Christianson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.