Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 6
Bls. 0. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1928. Ljónið og Músin. Eftir Gharles Klein. (Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, kom fyrst út árið 1906 í New York). Grimsby. Hvað eigum við að gera með þenn- an dómsúrskurð? Við höfum tapað málinu. Eg vissi alt af að Rossmore dómari mundi vera á móti okkur. Almennings álitið er líka á móti okkur. Blöðin—” Andlitið á Mr. Grimsby. varð enn rauðara en áður og hann sagði með töluverðum ákafa og þjósti: “ Almenningsálitið og blöðin, það dót getur farið norður og niður. Hvað er eig- inlega þetta svokallaða a-lmenningsálit? Ann- aðhvort getur þetta járnbrautarfélag ráðið sín- um eigin gerðum, eða það getur það ekki, og ef það getur það eikki, þá ætla eg fyrir mitt leyti að hætta við þetta. Blöðin! Ja, svei! Þau eru ekkert nema leigutól, skal eg segja yður. Þau eru bara að fiska eftir liagsmunum. Eg hefi aldrei séð þau hafa hátt um sig til nokkurs annars. Þau gjamma heilmikið, til að láta taka eftir sér. Svo leggjast þau niður og væla eins og veikur rakki. En það kostar vanalega eitt- iivað iþetta ólukkans uppistand.” Senatorinn brosti, en þpð var engin gleði eða góðvild í brosinu. “Nei, nei, Mr. Grimsby, hér er öðru máli að gegna. Þetta er reglulega alvarlegt. Hing- að til hefir félagið verið reglulega heppið þeg- ar þaðjiefir átt í málaferlum.” “Við getum dkki búist við að vera altaf jafn lánsamur eins og við vorum í fimtíu miljón dala málinu. Stollmann dómari reyndist okk- ur þá góður vinur. ” Grimsby gretti sig og sagði: “ Já, það borgaði sig vel fyrir hann. Jafn- vel þótt yfirdómarar séu, þá fá þeir ekki tutt- ugu þúsundir á hverjum degi. Það er eins mikið eins og tveggja ára laun.” * ‘ Það gæti líka þýtt tveggja ára fangelsi, ef það kæmist upp,” sagði Robert og hló kulda- lega. Grimsby sá sér hér leik á borði, að ná sér ofurlítið niður á félaga sínum og sagði hægt og seint: * “Hvað tukthúsinu viðvíkur, þá gæti það nú fleiri hent að lenda þar.” Senator Robert horfði hvast og alvarlega á Grimsby, undan sínum ljósleitu augnabrúnum og svaraði í köldum og alvarlegum róm: Ilér er ekki um neinar mútur að ræða. Félagið gæti ekki keypt Rossmore dómara fyrir $200,- 000. Hvað hann snertir er ekki við neitt slíkt komandi.” Það var eins og dytti yfir Mr. Grimsby og hann varð mjög tortryggnislegur á svipinn. Þessum mönnum, sem fóru allskonar króka- leiðir og hikuðu ekki við að “útsjúga hús ekkna og föðurlausra,” var mjög erfitt að skilja, að það, væru í raun og veru til menn, og það mitt á meðal þeirra, sem mettu sannleika og rétt- læti og sinn eigin heiður meira en peninga. Enda svaraði Mr. Grimsby töluvert háðslega: “Er ndkkur slíkur maður í opinberri stöðu vor á meðal, sem ekki er hægt að fá á sitt mál með einhverjum ráðumf” “Já, og einn af þeim er Rossmore dómari. Hann er einn af þeim fáu mönnum í Banda- ríkjunum, sem er verulega samvizkusamur í sinni embættisfærslu. Hann er að þjóna þjóð sinni, en ekki sjálfum sér. Eg er enginn vin- ur hans, en eg verð að segja það um hann, sem satt er. ” Hann talaði alvarlega og með áherslu eins og hann vildi útrýma þeirri trú eins og hverri annari fjarstæðu að allir menn í opinberum stöðum væru óráðvandir og það væri hægt að kaupa fylgi þeirra allra ef nóg væri í boði. Hann vissi full vel að þetta var ekki fjarri sanni hvað sjálfan hann snerti og þá sem hann hafði nánastan félagsskap við. En sannleik- urinn kemur stundum æði óþægilega við menn. Það var því eins og honum þætti í svipinn vænt, um, að geta bent á Rossmore, sem væri sönnun fyrir því, að embættismennirnir væru ekki eins slæmir, eins og þeir væru sagðir. Þeir hefðu verið kunnugir fyr meir, þegar Rossmore var friðdómari í New York. *Það var áður en Robert varð pólitískur bragðaref- ur, og á þeim árum hafði hann borið virðingu fyrir því sem gott var og göfugt. Þrátt fyrir það að þeir voru all-ólíkir, þá höfðu þeir kynst hvor öðrum töluvert og fallið heldur vel sam- an. En eftir að Robert fór til Washington, höfðu þeir ekkert saman að sælda. Þó hafði hann altaf veitt Rossmore eftirtekt, og þegar hann varð yfirdómari, og það tiltölulega ungur, þá hafði honum þótt einstaklega vænt um það, og honum fanst að hann ætti skilið að hljóta þennan heiður. Ef það hetfði verið nokkur skapaður hlutur, sem gat komið Robert til að trúa því, að ráðvendni væri vissasti vegurinn til virðingar og metorða, þá var það lang helzt þetta, hve vel Rossmore geldk. Honum skildist að þessi maður hefði hlotið þá miklu kosti í vöggugjöf, en sem hann sjálfur hefði farið á mts við, að geta ávalt og í öllu verið strang- heiðarlegur, og samt komist til hærri valda og verið mest metinn af öllum dómurum í ríkinu. Hann var ágætur lögfræðingur og hann var prýðis vel máli farinn. Hann var álitinn lærð- astur allra dómara í ríkinu, og allir luku upp einum munni um það að dómar hans væru bæði viturlegir og réttlátir, og það sem mest var um- vert, hann átti alt þetta traust fólksins og góða álit, skilið. Alt til þessa hafði enginn grunur fallið á hann, og jafnvel óvinir hans efuðu alls ekki að hann væri fyllilega réttlátur og heiðar- legur maður. Þetta var orsökin til þess, að nú var mikill órólaiki í herbúðum þeirra stórgróða- manna, sem hér voru saman komnir. Það hafði orðið hlutskifti Rossmore dómara að dæma í máli, sem félagið varðaði mjög miklu og þessir inenn vissu fullvel að dómur hans var réttlátur, þó þeir væru óánægðir með hann, vegna þess að hann var þeim í óhag. Gr.imsby tók lítið til greina það, sem Robert hafði sagt og sagði: “Hvernig er með þetta, sem blöðin eru að segja? Þáði Rossmore dómari mútur af Great Northwestern félaginu, eða gerði hann það ekki? Þér ættuð að vita um það.” “Eg veit það líka,” svaraði Robert heldur þurlega, “en eg hefi ekkert um það að segja, þangað til Mr. Ryder kemur. Mér skilst að hann hafi kynt sér þetta mál. Hann segir okk- ur alt um það, þegar hann kemur.” Klukkan var að verða þrjú. Lítill maður með gleraugu og með stóra bók undir hendinni gekk hvatlega inn í innra herbergið. “Þarna kemur Mr. Lane með fundarbók- ina. Fundurinn er að byrja. Hvar er Mr. Ryder?” Fundarmenn tóku sér sæti í fundarherberg- inu. Klukkan sló þrjú, en áður en hljómurinn var dáinn út, gekk inn í herbergið hár maður, lieldur grannur, gráhærður, ofurlítið lotinn í herðum, en þó f jörlegur og hraustlegur. Hann \"nr mjög vel klæddur; var í frakka, sem fór ágætlega, hvítu vesti^ og hafði svart hálsbindi og silkihatt á höfði. Þessi maður var John Burkett Ryder, auð- maðurinn mikli. II. KAPITULI. Þótt John Burkett Ryder væri nú orðinn 56 ára gamall, var hann furðulega unglegur. Eins og þegar hefir verið sagt, var hann orðinn dá- lítið lotinn í herðum og hárið var orðið snjó- hvítt og töluvert farið að þynnast. En hann var léttur á fæti, snar og liðugur og þegar mað- ur átti tal við hann, gat maður vel ímyndað sér að hann væri ekíki nema fertugur maður. Forfeður hans höfðu komið frá Englandi fyrir 300 árum og hann bar með sér af hvaða ætt- stofni hann var runninn, þó var hann í raun og veru reglulegur Bandaríkjamaður bæði að út- liti og innræti. Ryder var hár maður vexti og það sópaði að honum. Alstaðar mundi hann hafa vakið á sér eftirtekt. Þeir menn, sem skarað hafa fram úr samtíðarmönnum sínum í einhverju, góðu eða illu, bera það vanalega með sér, og þeim er veitt meiri athygli en öðr- «m mönnum hvar sem þeir fara. Mæti maður slíkum manni á götunni, þá veitir maður hon- um vanalega nána eftirtekt og þekki maður hann ekki, þá er maður ekki í rónni fyr en mað- ur hefir fengið að vita hver hann er, og reynsl- an verður oftast sú, að maður sá, sem vakti eft- irtekt vora-, er einhver framúrskaranm hermað- ur eða siglingamaður, eða þá að hann er frægur rithöfundur, eða frægur lögmaður eða þá að hann hefir skarað fram úr í klækjum og löstum. Um John Ryder hafði verið sagt að hann væri landi og lýð til niðurdreps; hann væri til- finningalaus járnkarl og svifist ekki neins þeg- ar um peninga væri að ræða, og að honum þætti ekkert fyrir að merja náungann til dauðs fyrir þær sakir einar, að honum fyndist hann vera í vegi fyrir sér. Hvað sem satt kann að hafa verið í þessu, þá bar hann það á engan hátt með sér, að hann væri nokkur misindismaður. Það var öðru nær, hann hafði sérstaklega fallegt og vel lagað höfuð og fallegt, gáfulegt andlit og hver hreyfing hans lýsti orku og áræði. Þegar hann var í góðu skapi, lék oft góðlátlegt og fal- legt bros um varir hans og hann hló stundum hátt, sérstaklega af góðum kýmnissögum. Hafði hann sjálfur mikið upplag af þeim og kunni á- gætlega með þær að fara. En þegar hann mætti verulegri mótstöðu varð sv.ipurinn óendanlega harðneskjulegur, því hans ósveigjanlegi vilja- kraftur lét ekki undan neinu. Þeir, sem sáu þann svip, og þektu manninn, vissu að þá var ekki til neins að reyna að telja honum hug- hvarf eða hafa nokkur áhrif á hann. John Ryder hafði falleg og sérstaklega ein- kennileg augu, og mátti af þeim marka veðra- brigðin í S'kapferli hans. Þau voru hvöss og sljær, en hið einkennilegasta við þau var það, að þau skiftu um lit eftir því sem skapinu var háttað í það og það sinnið. Þegar eigandinn var í góðu skapi og hann naut hvíldar eftir erf- iði dagsins, þá mátti lesa í augum hans ósegj- anlega mikinn frið og gleði og þau voru eins Iiiminblá, eins og loftið á lieiðskírum vor- morgni. Og þegar maður leit inn í þessi djúpu, bláu, fallegu augu, þá fanst manni það engum vafa bundið, að hér væri göfugmenni og góð- menni, sem aldrei gæti látið sér til hugar koma, að verða nokkrum smælingja til meins. Þegar þannig stóð á var andlit hans svo göfugmann- legt og góðmannlegt, að þér fanst, að þú hik- laust gætir treyst honum fyrir öllu sem þú ætt- ir, heiðri og fé, konu og börnum, því öllu, sem í hans umsjón væri, hlyti að vera vel borgið. En þegar friðurinn var úti og John Ryder éieitti kröftum sínum að því, að ná yfirráðum á stjórnmálasviðinu eins og í fjármálunum, þá urðu augun grænleit eða gulleit, ekki ósvipuð augum þeirra dýra, sem tilheyra kattarkyninu, og þau lýstu ótvíræðlega áfergju hans, sem í raun og veru stefndi öll í eina aðal átt, sem var sú að græða fé. Og enn tóku augu hans lit- breytingum og það var þegar skapið varð æst og varð þá alt undan að láta og jafnvel nán- ustu v.inum hans stóð hin mesta ógn af honum. Þá urðu þau svört eins og nóttin en skutu eld- ingum og mintu á óskaplegt þrumuveður. Þeg- 0 ar hann þannig brá skapi sínu varð hann stund- um svo æstur, að úr hófi keyrði og var hann þá jafnvel svo óvarfærinn, að hann gætti þess ekki hvað hann sagði, og hirti ekki þó hann kastaði á glæ vináttu góðra manna, hæfilegri yirðingu fyrir sjálfum sér og tilhlýðilegri velsæmd og jafnvel fjármunum. Svona var hann nú þessi mikli maður, sem allir litu til þegar hann kom inn. Samtalið hætti eins og einhver töfrasproti hefði snert þá. Samt hvísluðu þeir einhverju hver að öðrum og gáfu hver öðrum olnbogaskot. Ryder var fljótur að koma auga á vin sinn Robert og lieilsaði honum góðlátlega. “Þér komið á réttum tíma, Mr. Ryder, eins og vant er, eg hefi aldrei vitað yður koma of seint. ” Hinn rnikli maður brosti, og það var snert- ur bæði af háði og góðvild í brosinu. Lítil- mennin gáfu honum nánar gætur og hlustuðu með mestu athygli eftir því sem hann kynni að segja og þeir olnboguðu sig áfram og reyndu hver um sig að komast sem næst Ryder til að reyna að vekja eftirtekt hans á sér, en það var ems og þeir hikuðu við að ganga honum of nærri, eins og hýenan hikar við að ganga nærri úlfinum. Senator Roberts sagði eitthvað við hann í hálfum hljóðum og hló Ryder við. Það var eins og glaðnaði yfir öllum hinum, þegar þeir fundu að hinn mikli maður var í góðu skapi og þegar hann snéri sér að Roberts, féll birtan frá glugganum í andlit hans, og þá kom það í ljós, að nú voru augu hans eins blá, eins og himinbláminn. “Það verður ekkert rifrildi í dag,” hvíslaði einn af forráðamönnunum. “Við bíðum nú og sjáum,” sagði annar sem reyndari var, “augu þessa manns taka eins snöggum breytingum eins og veðrið.” Uti fyrir var að syrta að og það var byrjað að rigna. Þrumuveður var að skella á. Ryder gekk inn í fundarherbergið og Ro- berts næstur honum og svo ráðunautarnir hver af öðrum og síðastur litli skrifarinn með gerða- bókina. A miðju gólfi í fundarherberginu var langt borð, grænt að lit og var stólum raðað fram með því báðum megin. Þegar Ryder kom inn Iiætti alt samtal og allir flýttu sér að komast í sæti sín. Eina hljóðið, sem heyrðist, var fóta- lak mannanna og skarkalinn í stólunum, þegar þeir voru dregnir eftir gólfinu. Ryder settist í forsetasætið við annan enda borðsins og setti fundinn. Litli skrifarinn las fnndargerðina frá næsta fundi á undan. Rödd- in var tilbreytingarlaus og leiðinleg. Enginn maður hlustaði á það, sem hann var að lesa og sumir virtust hálf sofna, en aðrir horfðu beint framan í Ryder og reyndu að lesa af svip hans, hvort hann mundi nú ekki hafa eitthvert ráð til að koma í veg fyrir þá hættu, sem yfir vofði og sem kom mjög við hjartað í þeim öllum, því hér var um peningatap að ræða fyr.ir þá alla, og það ekki lítið. Oft hafði hann áður reynst þessu félagi vel. Þegar eitthvað gekk því á móti og félagar hans vissú ekki hvað gera skyldi. Gat hann ekki enn afstýrt vandræðun- um! En Ryder kunni manna bezt að dylja liugsanir sínar, og enginn maður gat ráðið í það, hvað hann var að hugsa. Augu hans voru enn blá og efaði því engjnn að hann væri í góðu skapi. Hann horfði upp í loftið og þar var dá- lítill köngulóarvefur, sem ein fluga hafði flækst í. Það var eins og honum yrði starsýnt á þetta, hvort sem það nú kom til af því, að honum þætti herbergið illa hirt, eða hinu, að þarna þættist hann sjá nokkuð, sem eitthvað mætti af læra. Alt í einu hætti skrifarinn að lesa og vissu allir að fundargerningurinn var búinn. Það var eins og Ryder rankaði við sér; hann spurði hvort nokkur hefði nokkrar at- hugasemdir við hann að gera, og þegar það var ekki þá sagði hann fundargerninginn samþykt- an. Hann lagði fyrir fundinn noklkur smærri mál, sem öll voru afgreidd nokkurnvegin orða- laust og var nú fundurinn til þess búinn að taka fyrir það málið, sem var aðalmálið á dag- skránni í þetta sinn og lagði Ryder það fyrir fundinn og skýrði aðalatriði málsins. Fyrir nokkrum árum hefði félagið keypt nokkur þúsund ekrur af landi í grend við Au- burndale. Landið var keypt fyrir lítið verð og það var um það talað þá, að félagið gæfi nokk- uð af því fyrir skemtigarð. Þetta loforð hefði. þá verið gefið í allri einlægni og með góðum hug, en í kaupsamningnum væri ekkert á þetta minst. Ef nú landið síðar hækkaði í verði, svo eigendurnir sæu sér ekki fært að framkvæma þessa fyrirætlun, þá virtist það engum vafa bundið, að þeir mættu sjálfir ráða hvað þeir gerðu við sína eigin eign. Ibúunum í Auburn- dal hefði nú samt sýnst annað og fyrir áeggj- anir og þvaður blaðanna hefðu þeir höfðað mál gegn félaginu með þeim tilgangi að neyða það til að halda við sína upphaflegu áætlun. Bær- inn hefði unnið málið fyrir undirrétti, en fé- lagði hefði gert alt sem það gat til að halda uppi rétti sínum og síðast far.ið með málið til hæstaréttar og þar hefði Rossmore dómari, eftir miklar bollaleggingar, látið sér sæma að staðfesta dóm undirréttar og hefði félagið þar með tapað málinu algerlega. Þetta sagði hann að væri í raun og veru það sem gerst hefði, og nú vildi hann gjarnan heyra álit fundarmanna á þessu máli. Mr. Grimsby stóð á fætur. Eins og flestir hans líkar, var hann öruggur og hávaðasamur málskrafsmaður þegar hann var að fást við sína jafningja eða þá, som hann áleit að væru sér minni menn. En hann var áreiðanlega al- veg óvanur að halda ræður frammi fyrir slík- um náungum, eins og þarna voru saman komn- ir. Hann v.issi ekki hvert hann átti að horfa og hann var í vandræðum með hendurnar á sér og þarna tvísté hann afar ráðaleysislegur og svita- straumarnir runnu niður andlitið, sem var þrútið af fitu og hvað eftir annað þurkaði hann af sér svitann með stórum mislitum vasa- klút. Loksins tók hann t,il máls: “Herra forseti! í tíu ár hefir þetta félag haft meiri tekjur heldur en nokkurt annað samskonar félag Jí Bandaríkjunum í saman- burði við stærð þess. Við höfum mætt litlum slysum eða óhöppum og tapað fáum skaðabóta- málum og árlegur arður hefir verið mikill. Fé- laginu hefir verið vel stjórnað” — og nú leit hann til fundarstjóra — “það eigum við hygg- indum yðar og dugnaði að þakka, Mr. Ryder.” * ‘ Heyr, heyr! ’ ’ hrópuðu fundarmenn hver í kapp við annan. Ryder hneigði sig, en þó heldur kuldalega, og Grimsby hélt áfram tölu sinni: “En síðasta árið eða tvö síðustu árin, hefir alt gengið miklu ver. Málsóknimar hafa rekið hver aðra og við höfum tapað flestum málum, og í þetta hafa farið haugar af peningum. Þetta minkaði ágóða okkar mjög tilfinnanlega síð- ustu þrjá mánuðina, og þetta síðasta mál, þetta Auburndale mál, það tekur enn drjúga sneið af ágóðanum. Herrar mínir, eg vil ekk.i spá ueinum hrakspám, “en eg má segja ykkur það, að ef þessu heldur áfram og ekkert er gert sem dugar til að vinna þessi málaferli, þá lítur helzt ekki út fyrir annað, en að' við allir mun- um tapa hverjum einasta dal, sem við höfum í þetta fyrirtæki lagt. 1 ikjölfar þessa seinasta máls fylgja sjálfsagt mörg önnur, það getið þið reitt ykkur á. Það sem eg vildi spvrja forset- ann að er það, hvað sé orðið úr hans mikla vin- skap við réttvísina og hans miklu áhrifum á hinum hærri stöðum, sem aldrei hefir brugðist okkur þangað til nú upp á síðkastið. Hvað er hæft í þessu sem sagt er um Rossmore dómara® Blöðin bera það á hann að hann hafi verið hlið- hollur vissu brautarfélagi og þegið laglegan skilding frá því í staðinn." Hvernig stendur á því að okkar félag getur ekki líka komist í góð- an kunningsskap við Rossmore dómara og þægst honum eitthvað fyrir vináttu hans?” Tölumaðurinn settist niður, lieitur og móð- ur. Það leyndi sér ekki að fundarmenn voru töluvert æstir og þeir horfðu fast á Ryder, en þar voru engin svipbrigði ^áanleg fremur en á marmara-líkneski. Það leit ekki út fyrir annað en honum stæði á sama um þetta, sem félögum hans var svo afarmikið áhugamál. Annar fundarmaður stóð á fætur. Hann var meiri tölumaður heldur en Mr. Grimsby, en röddin var hörð og ónotaleg og eins og skóf innan á manni eyrun. Hann sagði: “Herra forseti! Egninn getur neitað því, að það er rétt, sem Mr. Grimsby hefir sagt. Vér megum eiga von á ótal málsólknum af svip- uðu tægi, ef ekki er eitthvað gert til að friða almenning, eða komið í veg fyrir að árásirnar verði oss til tjóns. Hvort sem ástæða er til eða ekki, þá hatar fólkið þetta járnbrautarfé- lag þó það sé í raun og veru á engan hátt öðru vísi heldur en önnur járnbrautarfélög, eða öðru vísi heldur en slík félög verða að vera. Með þeirri óskaplegu samkepni, sem nú á sér stað, þá er ekki til neins að láta sér detta í hug að félagið geti fullnægt öllum þeim kröfum, sem til þess eru gerðar og margir, í fáfræði sinni, kunna að halda að rétt sé að gera til starf- rækslu félagsins eins og vort félag er. Það má eklki ætlast til að þetta sé góðgerðafélag. Með fólkið óánægt og blöðin illviljug og sí-þvaðr- andi á aðra hliðina og ósveigjanlegan dómara á hina, þá er útlitið alt annað en glæsilegt. En er það áreiðanlegt að réttvísin sé ósveiganleg. Er það ekki réfct að vér höfum haft heldur fá- um málsóknum að verjast, þangað til nú nýlega og að iþau fáu mál, sem vér höfum átt í hafi flest gengið oss í vil, alt til skamms tíma ? Ross- more dómari er hættulegur maður. Meðan hann situr í dómarasætinu, þá er félaginu ekki óhætt. Hingað til hafa öll ráð brugðist oss að ná valdi yf.ir honum, og við náum því afdrei. Eg legg engan trúnað á þær fréttir, sem blöðin eru að segja um Rossmore dómara. Þær eru óábyggilegar. Rossmore er of sterkur maður til þess að hægt sé að losast við hann með svo hægu móti. ’ ’ Þessi ræðumaður settist niður og annar reis á fætur til að segja nokkum veginn alveg það sama, eins og hinir höfðu sagt, og það gerðu þeir hver af öðrum. Ryder hlustaði ekki á það, sem þeir voru að segja, enda hafði hann litla ástæðu til þess. Eins og hann þekti ekki þetta mál, og alt sem að því laut, betur niður í ' kjölinn, heldur en nokkur annar maður ? Hann hugsaði áreiðanlega meira um það, heldur en þeir, sem lítið gerðu annað en að tala, hvernig hann gæti losast við þennan erfiða og einræna mann úr dómarasætinu. En svona var það nú. Hann, sem gat svo að segja ráðið yfir löggjöfunum eftir vild sinni og látið jafnvel yfjrdómarana gera eins og hann sagði fyrir, fann að hann mátti sín ekki neins, þegar atv.ikin höguðu því þannig, að hann komst í kast við Rossmore dómara. Nú síð- ustu árin hafði hann og hans gróðafélög, sem voru mörg og stór, tapað hverju málinu á fæt- ur öðru og það vildi svo til að Rossmore dæmdi í þeim öllum. Þessir tveir menn höfðu því átt í bitru stríði hvor við annan, árum saman og það var enginn hægðarleikur að sjá hver sigra mundi að lokum. En vopnin voru ólík, sem ]>eir notuðu og aðferðirnar óskiklar. Dómar- inn fór eftir því sem lögin og embættiseiður hans sögðu fyrir. Ryder notaði þau vopn sem liann þekti best og Ikunni með að fara, mútur og undirferli. En livaða ráð sem Ryder hafði reynt til þess að verða ofan á í þessum leik og koma Rossmore úr veginum, þá höfðu þau öll mistek- ist alt til þessa og álit þjóðarinnar á honum var jafnvel enn meira nú, heldur en það var þegar liann varð yfirdómari. Ryder var fyllilega sannfærður um, að'áuð- æfin voru gagnslaus til að vinna bug á þessum mótstöðumanni. Sama aðferðin, sem vel hafði gefist við aðra dómara dugði ekki við þennan mann. Hann afréð því að leita annara ráða. Og ráðin, sem hann valdi voru ráð rógberans.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.