Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 1
41. ARGANGUR | WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1928 Helztu heims-fréttir Canada íhaldsmenn í Saskatohewan- fylki, hafa ákveðið að halda flokks þing í iSaskatoon, dagana 14. og 15. marz nsestkomandi, með það fyrir ugum, að kjósa fylkisleið- toga fyrir flokkinn. Líklegt þyk- ir einnig, að þar komi til mála, að stofna nýtt íhaldsblað. Forkólf- ar íhaldsins í Saskatchewan, telja liklegt, að 756 kjörnir fulltrúar muní sæti eiga á flokksmóti þessu. * * * Sir Herbert Ames, sá er um eitt skeið átti fyrir Canada ihönd, sæti I f jármálanefnd Þjóðbandalags- ins, hefir nýverið lýst yfir því, að fimm þjóðir, er til bandalags- ins teljast, hafi vanrækt greiðslu á meðlimagjöldum sínum. Þjóðir þessar eru: Nicaragua, Honduras, eru, Bolivia og Kína. Þykir Sir Herbert þetta vera, sem eðlilegt er, alt annað en glæsilegt ásig- komulag. * * * 1 desembermánuði síðastliðnum voru fluttar út frá Vancouver, hartnær tólf miljónir mæla af hveiti. Er það drjúgum meira en I tilsvarandi mánuði, árið þar á undan. Látinn er fyrir skömmu í Tor- onto, W. J. Robertson, víðkunnur mentamálafrömuður, áttatíu og fjögra ára að aldri. Voru bækur hans lengi vel notaðar, sem kenslu- bækur í canadiskri og brezkri sögu, í miðskólum Ontario-fylkis. * * * IFyrstu þrettán dagana af þessu ári hefir veðrið í Manitoba, og annars staðar í Sléttufylkjunum, verið alveg óvanalega milt. Frost- laust flesta dagana og hitinn oft meiri en 40 stig fyrir ofan zero. Eitt kveldið, 11. janúar, rigndi töluvert hér í Winnipeg. Menn, sem hér hafa lengi verið, svo sem Joseph Fahey og Matheson bisk- up, segja að svona langur frost- leysis-kafli hafi aldrei komið hér, um þetta leyti árs, síðan veturinn 1877-78, sem var lang-mildastur allra vetr'a síðan Manitoba bygðist hvítum mönnum. Segir Mr. Fa- hey, að þá hafi hann og þeir, sem með honum voru, unnið við járn- brautarvinnu allan veturinn, án þess að klæða sig öðru vísi en vani þeirra var að sumarlagi, og í janúarmánuði hafi þeir höndlað járnbrautarteinana með berum höndum. Á föstudagskvöldið, hinn 13. þ.m., kólnaði og snjóaði nokk- uð, en ;í dag, mánudag, er aftur gott veður og milt. Einhverjum hagfróðum mönnum telst svo til, að þessi undanfarni góðviðriskafli hafi sparað Winnipegbúum um $219,000 í eldivið. * * * Earl Nelson, sá er myrti Mrs. Emily Patterson, og sem haldið er að myrt hafi yfir tuttugu konur, var tekinn af lífí í Winnipeg, snemma morguns hinn 13. þ.m. Aldrei kannaðist hann við að hann væri sekur, en lýsti y,fir því á síð- ustu stundu, að hann væri sak- laus. Líkið var sent til California, samkvæmt ráðstöfun ættingja hans þar. i * * * Hon. R. B. Bennett, leiðtogi í- haldsflokksins |í Canada, var staddur í Winipeg á fimtudaginn og föstudaginn í .vikunni sem leið. Var honum mjög vel tekið, eins og við mátti búast. Unga fólkið bauð honum í dansveizlu mikla og eldra fólkið bauð honum i aðra veizlu. Þar hélt Mr. Bennett eina af sínum snjöllu ræðum. Hvatti hann áheyrendur sína mjög til þess, að kynna sér sem vandleg- ast sögu þessa lands, því annars gætu þeir ekki orðið góðir borg- arar landsins, eða tekið skynsam- legan þátt í málum þess. Því meira sem menn vissu um sögu landsins, því betri og þjóðhollari Canadamenn yrðu þeir áreiðan- lega. Þá gleymdi Mr. Bennett ekki að minna á, hve afar áríð- andi það væri Canadamðnnum, að varðveita ogi halda fast við hið brezka, andlega erfðafé, sem á- valt ætti að vera vort leiðarljós. Sem þjóð ættum vér Bretum til- veru vora að þakka, því þeir hefðu lagt líf og fé í sölurnar fyrir þetta land. Viðhald þess hér i landi sem brezkt væri, væri enn stefna íhaldsflokksins og mundi ávalt verða. — Mr. Bennett hefir ferðast um mestalla Canada, síð- an hann var kosinn leiðtogi í- haldsflokksins, til að kynnast mönnum og málefnum sem víðast í landinu. Ekki lítur út fyrir ann- að, en að flokksmenn hans, og aðrir, uni því vel að hann var kosinn leiðtogi flokksins. * * * Mackenzie King forsætisráðherra segir, að það sé enginn fótur fyr- ir þeim blaðafréttum, að nú eigi að breyta um titil landstjórans í Canada og að hann eigi hér eftir að vera nefndur undirkonungur (Viceroy). Þetta eigi sér hvergi stað í brezka ríkinu, að fulltrúar konungsvaldsins séu nefndir und- irkonungar, nema á Indlandi, en þar sé alt öðru máli að gegna heldur en í öðrum löndum hins brezka ríkis, eins og t. d. Canada, sem hafi algerlega sína eigin stjórn út af fyrir sig. * * * Eins og getið var um í síðasta blaði að til stæði, þá hefir það nú verið fullráðið, að Canada stofni sendiherra embætti á Frakk- landi og jafnframt að Frakkar hafi sendiherra í Canada. Stjórnin í iCanada hefir enn ekki útnefnt sinn mann, en talið er sjálfsagt, að það verði annað hvort Hon. Phillippo Ray, eða Hon. Raoul Dandurand, sem nú er fulltrúi Canada í Þjóðbandalaginu. ■*■ * * Hon. Peter Veniot, póstmálaráð- herra í Ottawa, lætur svo um mælt, að ef hann haldi áfram sínu embætti, þá skuli hann sjá um, að póstur verði fluttur í loftinu, á einum degi frá Montreal til Van- couver., Ekki tók hann þó nánar til, hvenær þetta mundi verða. * * * Stjórnin í Britsh Columbia hefir látið mæla nákvæmlega hæð fjalls þess, sem nefnt er Mystery Moun- tin, og er það 150 mílur norðan við Vancouver. Reynist hæðin að vera! 13,260 fet. Þetta er hæsti tindurinn í British Columbia. Bandaríkin. Henry Ford gerir ráð fyrir að fljúga suður til Brazilíu, áður en langt líður, til að skoða togleðurs gróðrarstöð, sem félag hans á þar. Hann segist hafa mikinn áhuga á loftferðum, og hann sé sjálfur að vinna að því, að 'bæta loftförin, og telur hann enga hættu á því, að þau útrými bílunum. Munu þau farartæki bæði verða notuð. Ford Hugsar til að fljúga ein- hvern tíma ^il Evrópu, þegar loft- fórin verða fullkomnari og reglu- legar loftferðir komast á yfir hafið. * * * Hundrað níutíu og fimm þús- und dalir hafa John Hopkins há- skólanum verið gefnir og er ætlast til, að hann verji þeim til þess að rannsaka orsakir kvefs og finna ráð til að lækna það, eða koma í veg fyrir það ef hægt er. Þessi sjóður á að heita “John J. Abel Fund for Research of the Com- mon Cold.” * * * Frank B. Kellogg, utanríkisráð- herra, sem nú >er 71 árs að aldri, frétti nýlega frá heimaborg sinni, St. Paul, Minn, að umtal væri um það, að útnefna hann sem for- setaefni við kosningarnar 1928. Honum varð' það eitt að orði, að það tæki engu tali. * * * Hinn 30. desember voru fimm sjóliðar drepnir og tuttugu og þrír særðir í Nicaragua, af 500 inn- londum mönnum undir forystu Louis Mason Gulick herforingja. Bandaríkjastjórnin hefir sent þangað meira lið. * * * Hinn 12. þ.m. voru þau Mrs. Ruth Snyder og Henry Judd Gray tekin af lífi í Sing Sing fangels- inu. Höfðu þau verið fundin sek um að hafa myrt Albert Snyder, mann þessarar konu, hinn 20. marz 1927. * * * Fyrstu tvo daga þessarar viku var Coolidge forseti staddur í Havana, Cuba. Sótti hann hinn sjötta Pan-American Congress og flutti þeim, sem það þing sóttu, vinakveðju Bandaríkjanna. Bretland. Eftir skýrslum samgöngumála- ráðuneytisins brezka, hefir fólks- og vöruflutningabílum á Bret- landi, fjölgað mikið á hinu ný- liðna ári. Við lok síðastliðins ágústmánaðar, voru bílaleyfin 1,853,794, til móts við 1,689,722, á sama tímabili árið á undan. * ■*• * Ráðist var nýlega að næturlagi inn í búð silfursmiðs eins á New Bond stræti í Lundúnum, og stol- ið þaðan sjö þúsund sterlings- punda virðí af allskonar skraut- varningi. Bófarnir skildu eftir í búðinni ferðatösku, geitarskinns- hanzka og hinn og annan varning, er þeir höfðu haft meðferðis. En þrátt fyrir það, var lögreglan engu nær, er síðast fréttist. * •*• * Skáldið og rithöfundurinn Thom- as Hardy lézt á hemili sínu í Dor- chester á Englandi, á miðvikudag- inn 11. þ.m., 87 ára að aldri. Sög- ur hans eru vel kunnar í öllum löndum, þar sem ensk tunga er töl- uð, og hefir jafnan þótt mikið til þeirra koma. Var honum margs- konar sómi sýndur meðan hann lifði og nú hefir hann verið jarð- aður í Westminster Abbey, eins og mörg önnur ’ rezk stórmenni. * * * Tilraunir eru Bretar nú að gera í þá átt að koma á betra samkomu- lagi milli verkveitenda og verka- manna. Hafa þeir, eins og kunn- ugt er, félagsskap sín á milli hvor um sig, og er þar oft mikið stríð á milli, þó ekki sé vegist með vopnum. Er hér um nokkurn veg- inn sömu hugmynd að ræða, eins og þ egar stofnað hefir verið til afvopnunar funda og þinga meðal þjóðanna eða með öðrum orðum: minna stríð, en meiri skilning og betra samkomulag- Heitir sá Sir Alfred Mond, sem er frumkvöðull þessarar hugmyndar. Eru nú full- trúar verkamanna og verkveitanda að halda þing í London og gera sér margir von um, að eitthvað gott muni af því leiða. * * * Prinzinn af Wales er mikill veiðimaður, eins og kunnugt er, og fer hann víða um lönd bænd- anna á veiðferðum sínum, og hef- ir sjálfsagt kynst ýmsum þeirra á þeim ferðum. Fyrir skömmu bauð hann í veizlu til sín átta hundruð bændum og bænda vinnumönnum. Setti han þar næst sér sex vinnu- menn, sem allir höfðu unnið að minsta kosti 50 ár hjá sömu fjölr skyldunni, og á sama stað. Sá þeirra, sem lengst hafði verið vinnumaður í sama stað, heitir James Adkins. Hann er nú kom- inn yfir sjötugt, en gengur þó tvær mílur á hverjum degi til að stunda vinnu á sama býlinu, þar sem hann byrjaði að vinna sem léttadrengur þegar hann var tíu ára gamall. Á þessum rúmum 60 árum, sem Adkins gamli hefir vnnið þarna, hafa þrisvar orðið þar húsbændaskifti, þannig, að sonur hefir tekið við af föður. * * * Ung stúlka sótti fyrir skömmu bréflega um atvinnu, og veitti eftirgreindar upplýsingar í bréf- inu til vinnuveitanda: “Eg er 18 ára, leik þó nokkuð á piano, hefi yndi af sundi og dansa vel. Eg hvorki reyki né heldur fæ mér í staupinu, en víðvarpssamband verð eg að hafa í svefnherbergi mínu. Helzt vildi eg eiga frí á sunnudögum, því eg starfa mikið að kirkjumálum. En í því falli, að þér vilduð leyfa unnusta mínum að heimsækja mig tvisvar í viku yfir vetrarmánuðina, þá mundi eg að sjálfsögðu hætta kirkjuferðum um tíma.” Hvaðanœfa. Böðuls-embættið í Czecho-Slóvak- íu, var nýlega auglýst laust. Um það leyti, er umsóknarfresturinn var runninn út, höfðu stjórninni borist fimtíu og níu umsóknir. Var ein þeirra frá prófessor í guð- fræði, — og prófessorinn — var kona. ■*••*■•* óðalsbóndi einn, vel við álnir, búsettur að Szabka á Ungverja- landi, var fundinn sekur árið 1913 um að hafa myrt dóttur sína, var hengdur. Nú hefir það sannast, að maðurinn var saklaus af lífi tekinn, með því að bréf frá dóttur- inni fanst, þar sem hún kveður sifjalið sitt Yilt, og segist vera rétt í þann veginn að fremja sjálfsmorð. Signora Rachele Mussolini, kona alræðismannsins ítalska, sem all- ir kannast við, að nafninu til, er sögð kona góðhjörtuð og er sagt að hún fhafi mikil áhrif á mann sinn til góðs, en hann þykir ann- ars 'heldur harður í horn að taka, eins og kunnugt er, Þessi kona er af fátæku fólki komin og hefir um sína daga unnið bændavinnu, verið smalastúlka og vinnukoa og unnið á veitingahúsum, en er nú kona æðsta valdhafa á ítalíu. Það er sagt, að gamli Mussolini hafi varað hana sterklega við að gift- ast syni sínum, Benito. “Forð- astu að hugsa um þennan unga mann”, á hann að hafa sagt, “þér væri betra að verða fyrir járn- brautarlest. Ef þú giftist honum, þá nýtur þú engrar ánægju og hefir aldrei frið.” Stefán frá Mjóadal. Eftir E. H. Johnson. Stefán og stríðið. Alheims blóðbað, vopnabrak, dauðastunur, harmakvein, og alt geFist þetta á tuttugustu aldar, al-jarðar leiksviðinu, þar sem krossfánar blöktu yfir borgar- rústum og blóðugum val. Stefnt er til fundar í stjórnar- ráðum, því nú stendur mikið til: að helsvelta ehilar þjóðir til hlýðni, Fræðimenn vinna dag og nótt, því nú borgar sig ekkert bet- ur en framleiðslan á bráðdrep- andi eiturefnum. Prestarnir, sumir, prédika um guðs reiði yfir óvinunum; þeir, sem ekki vilja vera með, missa, allflestir, bæði kjólinn og kallið. Friðsamir jafnaðarmenn, er manna mest höfðu trúað á alþjóða samvinnu, hervæðast- til orustu við alþýðumenn í öðrum löndum. Er heimurinn orðinn brjálað- ur? Enginn hefir tíma til að hugsa um slíkt, því nú heyrist þytur í lofti. Fluggammar, síð- asta undrasmíði mannvitsins, fljúga þar til mannaveiða. Þeir bera öflugar sprengikúlur í klón- um. Enginn getur sagt, nema hann sjálfur eða eiginkona hans og ástvinir, verði fyrir þeirri eld- rigningu. Tímarnir eru ekki hentugir fyr- ir rólega athugun og heimspeki- legar hugle'iðingar. Friðsamt kaupskip, hlutlausrar þjóðar, flytur matvöru milli landa. Brezkur vígdreki sendir skot fyrir framan stefni. Hingað og ekki lengra, segir sjóliðinn, bæði farmur og skip er hernum- ið í kóngsins og laganna nafni. — Það er ekki rán, heldur sjálfsagt öryggisráð í ófriði. Allar þjóðir mundu haga sér nákvæmlega eins, ef um þeirra eigin líf væri bar- ist. .Skrautlegt farþegaskip brunar yfir sædjúpið, alfrjálsa. Með því er fólk á ferð. Vélaskrímsli ægi- legt, með gunnfána Þýzkalands í stafni, rís upp ur öldunum.. Skot- hvinur eyðir hinni draumdjúpu uthafsþögn. Skipið riðar, sem helsært dýr, hallast á hliðina, fyllist sjó — og sekkur. Móð'irin hjúfrar barnið sér að brjósti, sem vilji hún hlífa því fyrir hafkuld- anum; hún andvarpar, lyftir aug- um til himins, biður sér bjargar — og druknar.-------Þetta er ekki morð, því alt má gera fjo-ir föð- urlandið í lífshættu. En hví skyldi maður endurkalla þessar ógna myndir? Er ekki gustuk að lofa mönnum að gleyma? Nei, við verðum alt að muna, eigi hið umliðna að verða oss tíl lærdóms og viðvörunar. Hvenær munu vor manna mein læknast, ef við, af tómri með- aumkvun við eigin tilfinningar, hlífumst stöðugt við að horfast í augu við óþæg*ilegar staðreyndir? Hvaða álit myndum við hafa á þeirri læknisfræði, sem gengi á snið við holdsveiklina, af því hún er ógeðsleg, eða vísvitandi gleymdi því, að tæringin sé til, af því hún er heiminum slíkuþ harmgjafí. Jú, en við berum enga ábyrgð á þessu athæfi, ófriðurinn er ekki okkar verk, og styrjöldin engin spegilmynd af ínnræti mannkyns- ins ‘— mundi verða afsökun all- margra. öllum ber undantekn- ingarlaust saman um, að styrjöld- in hafi ekki verið sér að kenna. Það var einhver óþokki, sem kom því öllu á stað; undarlegt, ef satt væri, á þessari lýðræðis öld. Við skulum, til skilningsauka, athuga feitletruðu fréttagreinirn- ar frá ófriðarárunum. . . . “Þjóð- herinn þýzki gertr innrás í Belgíu, en landsmenn veita viðnám í virkj- um ssínum” . . . “Innbrotsherinn hefur stórskota áhlaup, jörðin skelfur, virkin hrynja. Ein af smáþjóðunum í Evrópu hefir eytt 300 milíón'ir dolurum til einskis.” .... “Stórflotinn brezki, hinn voldugasti sjóher veraldarinnar, lokar öllum leiðum um Norður- sjó'inn” .... Hver bygði þessi skip, þessar voða byssur, þessi ramgjörðu vígi —og til hvers? Alþjóð allra landa gerði það. Vísindin lögðu til hug- viit og þekking, verkamenn vinn- una og þegnarnir borguðu. Til hvers? Til að verja .föðurlandið, til þess að drepa menn, ef á þyrfti að halda, og flesta grunaði, að að því mundi reka fyr eða síðar. Af hverju spratt sá ótti? Af þekkingu á sjálfum sér og öðrum. Reynsla liðlinna alda hafði átak- anlega sannað, að hnefarétturinn er æðsta úrskurðarvald í alþjóða- málum, og nútíðin er ekki vitund frábrugðin fortíðinni, í þessu at- riði — eða hún að minsta kosti var það ekki árið 1914. Rússar sátu yfir rétti Finna og þjáðu Pólverja, en Þjóðverjar beittu alls konar yfirgang'i við Dani í Slésvík, Pólverja í Pósen og Frakka í Elsas-iLotringen. Bretar daufheyrðust við frelsiskröfum íra, Frakkar herjuðu á Móra o. s. frv. Hvaða stórveldi hafði ekki beitt smáþjóðlir ofbeldi? Hvaða stórþjóð — og mörg smáveldi líka — hafði ekki rænt löndum í öðrum álfum? Það var búið að stela Afríku allri, að Abessyníu undanskildri, en hún var frjáis einungis af því hún hafði manndóm til að verja sjálfstæði sitt í ótal mörgum og mannkæðum orustum. Asía er öll í hershöndum Norð- urálfu stórveldanna, að Japan undanteknu. Af hverju er þetta eina ríki eftir skilið? Af því það getur varið sig með vopnum: af því það á orustu-dreka, vígvélar og öflugan her. Þjóðfrelsið þrífst að eSns í skjóli morðtólanna. Þeir sem engin efni hafa til þess að eignast þau sjálfir, kaupa sér með einhverju móti vernd hjá öðrum. Einstöku þjóðir, svo sem: Balk- an þjóðirnar, ítalir, Ungverjar og Bélgíumenn, höfðu brotist undan annara áþján með vopna-valdi. Þjóðverjar urðu stórveldi og græddist auður og álit með stór- sigrum sínum yfir Austurríkis- mönnum og Frökkum. Bretar áttu alt sitt velgengi undir flotanum. örfáar vígbúnar stórþjóðir ráða öllum veraldarmálum, og stjórn- arstefna þeirra mótast af hinni grimmustu samkepn'i. Stjórn- vizkan gekk að mestu út á að koma ár sinni sem allra bezt fyrir borð og ná í sem mest hlunnindi og sem allra stærstar inntektir fyrir s!ig sjálfan. ' í þessu umhverfi skapaðist eðii- lega óttinn við nágrannana og trúin á öflugar hervarnir. •Að vísu voru tíl vitringar í öll- um löndum, sem ofbauð þessi her- skapar hugsun og sögðu, að ilt mundi af henni hljótast, en þeir voru gjörsamlega máttvana gagn- vart virkilegleikanum. Næstu ná- grannarnir voru alt af að smíða öflugri varki og magnaðri morð- tól, — sögðu blöðin. Gagnvart þessu máttu þeir aldrei vera var- búnir. Jafnvel friðsamir einstak- lingar búast til bardaga, þegar vopnaðir ræningjar eru á, næstu grösum. Vígbúnaðurinn óx, og ófriðar- hættan magnaðist. Það stoðaði lítið, þótt einstöku einstaklingar lifðu áhyggjulausir í algerlega undirstöðulausri hug- sjóna paradís. Þeir reyndu ein- att að telja heiminum trú um, að öllu væri óhætt, því mannkynið væri vaxið upp úr allri villimensku og siðaðir menn færu ekki að berj- ast eins og óargadýr. Þessir menn urðu sízt til þess að afstýra hættunhi. Ef fóll^ið hefði í raun og veru vitað hvert stefndi, mundu einhver öryggismeðul hafa verið reynd í tíma. Ef þrjátíu miljón mæður hefðu séð fram 1 framtíð- ina og vitað hvað barna þeirra beið á vígvöllunum, mundi frið- arvonina ekki hafa skort áheyrn. Ef feðurna hefði grunað að þján- ingar og tár örmagnanna í öðrum álfum yrðu að borgast með þeirra eigin ættar blóði, hefðu þeir sem einn maður staðið á verði yfir rétti lítilmagnans. Ef alþjóð hefði séð, að það var ómögulegt að hafa varanlegan frið í ná- grenninu, ef einstaklingarnir, eða þjóðirnar, temja sér ránskap og eru þektir að yfirtroðslu. Það er enginn ábyggilegur millibilsvegur til. Annað hvort verða viðskifti manna og þjóða að byggjast á réttlætí eða vopna- viðskiftum. Sú friðarstefna, sem verndað getur heimsfriðinn, verður að eiga djúpar rætur í sjálfu þjóðlífinu— hún verður að eiga alment al- þýðufylgi. Reynslan hefir líka sýnt, að græðist einhverju mál- efni alþýðufylgi, er því sigurinn vís. Annars væri líka alt vort hjal um ágæti lýðræðisins eintóm heimska. Andvarpaði almenningur aldrej undan þessu fargi? Jú, oft, af því að skattbyrðin var næstum því óþolandi, en hver hefir nokk- urn tíma heyrt þess getið, að kjósendur hafi krafist þess að Kínverjar væru látnir í friði, að Hottintottum yrði ekkert ofbeldi sýnt og að Márar mættu njóta almennra mannréttinda? Slæmt er það, sögðu margir, en flestir voru svo önnum kafnir Við eigin hag, að fæstir höfðu af- gangs tíma til að hugsa um ann- arra kjör, og sú kristilega hug- sjón: að einstaklings kvöl sé bræðra böl, hefir aldrei náð sér- lega mikilli rótfestu hjá almenn- ingi. Háfleyg faguryrði voru að vísu á almennings vörum, um bræðraást og jafnrétti, um sátt og samlyndi, um alheims frlð og alþjóða samvinnu, því menn dáð- ust að Kristi og dýrkuðu hann — en hétu, svona býsna alment, á Þór, til allra harðræða. Svona var nú leiksviðið, þegar tjaldið fellur fyrir fyrsta þætti— og hinn mikli hörmulegi leikur byrjar með einu byssuskoti. Hálf brjálaður stjórnleysingi af serbneskum ættum, drepur aust- urríska þíkiserfiingjann. Austur- ríki, með samþykki bandamanna sinna, Þjóðverja, segir Serbum stríð á hendur. Rússar hervæð- ast, til hjálpar frændum sínum, Serbum, af ættrækni, að því er þeir sjálfir segja, máske öllu fremur til þess að auka áhrif sín á Balkanskaga og til þess að aftra því, að hin þýzku miðveldi nái að auka lendur sínar lengra austur. Þjóðverjar veita Austurríkismönn- um að málum; Frakkar fara til vígs með vinum sínum Rússum. Þjóðverjar ráðast inn í Belgíu, til að komast sem fyrst til París- ar — að hjartarótum hins franska lýðveldis. Bretum stendur ótti af návist Þjóðverja við Norðursjó- inn og grípa til vopna. — Fleiri og fle'iri þjóðir dragast inn í ðfrið- inn, ýmist sjálviljugar í hags- munaskyni, eða tilneyddar af stór- veldunum. He'imurinn stendur í báli, æðiveður hamslausrar heims- styrjaldar er skollið yfir. Hvað átti nú einstaklingurinn að gera? Gat hann setið hjá, þeg- ar héimurinn barðist, eða hlaut hann að dragast inn í þennan djöfladans? Orustur og manndráp eru mönn- um viðbjóður, og ekkert undar- legt þótt flestum yrði nauðugt að láta hafa sig til slíks. Eg geri jafnvel ráð fyrir, að orð St. G. eigi við þá marga: “Á v*ið þá, sem fóru og féllu, Föðurland mitt kært mér er.” En þessir menn þurftu eðlilega að hafa einhverja hug- mynd um, að föðurlandinu yrði að minsta kosti eins vel borgið með því, að þeir “þyrðu að sitja hjá”. Annars . var ættjarðarást þeirra afsökun einungis, en engin dygð. — Mér finst einm'itt þetta mið- depill allra rökréttra hugleiðinga um þetta mál. — ( Gátu nú til dæmis > hermenn einnar stríðsþjóðar lagt niður vopn'in, í von um að óvinurinn gerði hið sama? Gat maður sann- gjarnlega búist við, að menn bæru það traust til þeirra útlendinga, sem þeim hafði bókstaflega verið kent að óttast, þeirra nágranna, sem þeir árum saman höfðu verið að búa sig undir að berjast við; gátu þeir hre'inskilnislega játað það, fyrir eigin samvizku, að þeir mundu sjálfir gera það, ef þeir væru í sporum óvina sinna?. — Mundu Þjóðverjar, til dæmis að taka, hafa dregið her sinn til baka, ef Frakkar alment hefðu lagt nið- ur vopnin orustulaust? — Auð- vitað hefðu þe'ir ekki drepið vopn- lausa menn, en ætli þeim hefði ekki þótt vissara, að setja her- menn i veginn og hervörð um land'ið? Ætli þeim hefði ekki ver- ið nokkuð erfitt að trúa því, að þessi alþjóðar afvopnun kæmi af góðum og göfugum hvötum ? — Hvers vegna í ósköpunum hefðu NÚMER 3 þeir (Frakkar) til dæmis, verið að vígbúa sig í öll þessi ár, ef þeir meintu ekkert með því? Hvað áttu þeir að gera með byssur og bryndreka, ef þeir ætluðu alls ekki að nota þessi hergögn í ó- friði? Þeir mundu, að eg held, hafa sent setulið í allar helztu borgir til vonar og vara. Sagan hafði áreiðanlega endur- tekið sig, ,þar sem annars staðar. Magnlaus og yfirunnin þjóð hefði verið fótum troðin af útlendu her- valdi., Að eins uppreisnir og blóðugar styrjaldir í framtíðinni, mundu hafa leyst landið úr her- fjötrum. En máttur kærleikans, kraftur kristindómsins, gat hann ekki sigrað afl vonzkunnar og heið- inglegt harðýðgi mannanna? Ér það ekki versta trúar afneitun, að efast um slíkt? — Jú, álveg rétt. En hvar 1 löndum var þvílíkur kærleiksmáttur til? Hvar í heim- inum hefðu menn tamið sér þá siðferðisreglu Krists, að sigra ofstopann með kærleikanum ein- ungis? Að reyna ekki að sigra ilt með illu, heldur með góðu? Að leggja heldur ekki á flótta undan óbilgirni, heldur bjóða hægri kinnina, þegar hin er sleg- in? Hafa einstaklingarnir jafn- að sín misklíði á þennan hátt? Hafa nokkrar stofnanir hagað sér eftir þessari hákristilegu lífs- reglu? Ekki kirkjan, því þá hefðu trúarbragða deilurnar ekki verið eins hatramlegar. Ekki skólarnir, því þeir leituðust við að innræta æskunni virðingu fyr- ir hermannlegum hetjudáðum. Ekki jafnaðarmennirnir, því þeir trúðu býsna alment á sigur fyrir stéttastríð. Ekki fjármálamenn- irnir, því þeir háðu hvíldarlausa samkepnisorustu sín á milli. Var það ekki ofurlítið barna- legt, að búast við einhverju und- ursamlegu kærleiks kraftaverki, þegar menn voru einmitt veiktrú- aðir á endurlausnar- afl hans? Var það ekki eðlilegt, að menn gripu einmitt til þeirra vopna, sem þeim hafði verið kent að treysta, þegar út í ófriðinn var komið? Var það ekki eðlilegt, að menn berðust með sama hætti og með sömu tilfinningum fyrir föður- landið, eins og þjóðhetjurnar höfðu gert —t þjóðhetjurnar, sem skáldin höfðu lofað í söng og sögnum, að við allir höfum lært að virða með næstum því til- be'iðslufullri' aðdáun? Er það ekki nokkuð fljótfærn- islega kjánalegt, að búa sig út í stríð á friðarárum og ætlast svo til, að friðarhugsjónin nái sér einna bezt niðri, þegar herlúðr- arn'ir gjalla? Sumir hafa sagt, að alþjóða- styrjöld mætti afstýra með al- þjóða uppreisn. 1 hvaða landi hefði sú uppreisn átt að byrja? Mundi nokkur heilvita maður hafa í alvöru gengist fyrir henni með- an óvígur f jandmannaher ógnaði föðurlandinu? Jafnvel flestir jafn- aðarmenn í öllum löndum gengu í lið með andstæðingum sínum ætt- landinu til bjargar,, því þeir vissu að afleitust af allri harðstjórn er útlend harðstjórn. Það var að eins einn vegur fyr- ir almenning, til að stöðva stríð- ið: það var allsherjar verkfall í öllum ófriðarlöndum, en til þess skorti öll nauðsynleg samtök. He’imsstyrjöldin, sem aðrir ver- aldar viðburðir, átti sínar vissu og skiljanlegu orsakir. Þær orsakir voru fyrst og fremst óttinn, sem spilti öllu samkomulagi og bræðra þeli milli þjóðanna, og sá ótti spratt engan veginn af hugarór- um, heldur beinleiðis af þekking- unni á innræti mannkynsins, og sógulegum sannreyndum. Fyrsta sporið hlaut því að vera gagngerð breyting á öllu lífsmiði manna og þjóða. Varanlegur heimsfriður getur að eins grundvallast á vax- andi samvinnu, sem útrýmir vægðarlausri samkepni, réttlæti, sem ábyrgist líf og sjálfstæði allra, aukinni þekkingu og vax- andi samúð, sem eyðir allri tor- trygni. Án algjörðrar alheims siðbótar, eru stríð ekki að éins eðlileg, held- ur beinlínis óumflýjanleg. Aðal- gallinn er, að við “fljótum sofandi að feigðar ósi” og búumst við einhvers konar kraftaverki, sem forðað getí okkur frá öllum af- leiðingum. Úr því stríðið kom, hlutu hraust- ir menn að berjast og góðir menn að gráta yfir þessu mikla alheims- (Niðurl. á 5. bls.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.