Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1928. Bla. 5. IgF DODDS IKIDNEY^ %, PILLS J " SheSmatis/ Dodds nýrnapillur eru beete nýrnameðalið. Lœkna og gigt toak- v«rk, hjartabilun, j7vatrteipp,u og önnur veikindi, eem stafa frá nýr- unum. -- Dodd’e Kidney Pilla koeta 50- askjan eða sex öakjur fyrir $2.60, og fáet hjá öllum lyf- •ölum eða frá The Dodd'a Medi- eine Company, Toronto, Canada. álfu stórveldanna sammerkt í þeim efnum. En mig grunar að Lund- úna-borg standi þar þó hvað fremst. Þá skal að eins minst á kirkjurnar, en raunar finst mér ekki eins mikið til um þær og eg hafÖi búist vi8, þær eru flestar svipaðar hvað byggingarlag og inn- réttingu snertir að undanteknum Whstminster Abbey ogj St. Páls kirkjunni, sem ber langt af þeim öllum, en þeirra hefir beggja ver- ið greinilega getið af mér hæfari mönnum, svo sem séra Rögnvaldí Péturssyni og Aðalsteini Kristjáns- syni og fleirum, svo það væri nærri kátbroslegt ef eg færi að bœta við það, enda er St. Páls kirkján sífelt i aðgerð siðan við komun? hingað og öll hólfuð sundur gneð skyndiþiljum. Um Westminster Abbey er það að segja, að hún á skylt við söfnin að því leyti að þar ber svo margt fyrir augað að erf- itt er að átta sig á nokkru sérstöku. Hvarvetna ibJasa við auganu myndastyttur og minnismerki svo nálega sér hvergi í eðlilegan vegg og gólfið alt þakið grafsteinum með tilheyrandi áletrun. Það sem manni fyrst að öllui finnst einkenni- legt við að koma inn í þessi stór- hýsi er hvað plássið virðist litið þegar inn er komið. Það er því lík- ast sem maður komi inn i langan og tiltölulega mjóan gang, og sama virðist umhorfið að heita má hvar sem maður er staddur í húsinu. Þessum sjónhverfingum valda súl- urnar, sem halda þakinu uppi. Þær eru eiginlega veggir eftir endilöngu húsinu alsettir boga-opningum, sem taka alt til rjáfurs. En óneitan- lega er innréttingin í Westminster Abbey fjölbreytt, og kemur það því betur í ljós, sem maður virðir hana meira fyrir sér, svo að sem. sagt er ógerningur að lýsa henni til nokkurs gagns fyrir þá, sem ekki hafa séð hana. Smærri kirkjur eru innréttaðar á svipuðum grundvelli, plássið mjög ibrotið upp með nefndum súlnaveggjum en alt i smærri stíl. í þeim sem eg hefi komið inn í er söngpallurinn vinstra megin lítið eitt innar en i miðri kirkjunni. Uppi yfir söngpallin- um og að má’nni virðist inni í veggnum, er orgelið og þannig um- búið að organistinn er ósýnilegu’f þeim, sem sitja niðri. Flestar eru þær fkirkjurnarj ‘fremur dimmar og einhverra orsaka vegna kann eg ekki eins vel við mig inni í þeim og amerísku kirkjunum, þó þær séu ó- brotnari bæði að ytra og innra út- liti. Af fomhýsum hér í borg held eg að Lundúnaturninn (Tower of London) sé einna nafntogaðastur. Það er hið rammgjörðasta vígi, víggirt bæði með gryf jum og stein- hleðslum, stendur á bakka Thames ár lítið austar en í íniðjum bænum. Inn í þessari viggirðingu standa nokkrar byggingar og, er HVíti turninn (White Towerj elst og svo mikið sem 15 fet á þykt enda merkálegust. Veggirnir 'neðan til Ibygðir að sögn seint á 11 öld. Þar er nú geymt all-fullkomið safn af hernaðartækjum frá ýmsum tím- um, þar eru menn og hestar í fullri stærð alvígbúnir ,þ. e. a. s. brynj- aðir og vopnaðir. Ósköpin öll ai allskonar vopnarusli, ýmisleg pynt- ingartól, höggstokkur og öxi o. fl., sem alt minnir á manndráp og af- tökur ,enda hefir þessi staður löng- um verið notaður sem fangelsi. Ein af þeim byggingum, sem þarna standa er litil kirkja, kölluð sánkti éturs kapella, og í henni er elzta pipuorgeþ sem til er á Englandi, I’ygt að mig minnir litlu eftir 1600. Tower of London er einn sögufrægasti staður á Englandi, en jnun helst til seint hafa verið tek- >nn í þjónustu sögunnar, svo sem viðar hefir brunnið við, svo fyrir vikið eru minningar þær, sem hann býr yfir fremur þokukendar, t. d. er nú aðeins afgirtur blettur þar sem höggpallurinn kvað hafa verið. og margt eftir þvi. Má vera að slíkar minningar séu öllum að skaðlausu betur gleymdar en \ geymdar og er eg aö sumu leyti þeirrar skoðunar. En eg held jafn- framt að úr þvi nokkuð er munað á annað borð sé bezt að sem minst sé gleymt eða ver en gleymt. Að heilt sé oftast nær betra en hálft jafnvel þó misjafnt sé. Sama hef- ir líklega Skotanum fundist, sem sagði, eftir að hafa skoðað Tower of London, að oft hefði hann ver- ið féflettur um dagana, en aldrei svona greinilega, því þar væri ekki neitt að sjá, sem sannaði að þetta væri Tower of London. Stræta- eða gatnaskipun er hér næsta ólik því, sem tíðkast í ame- riskum borgum. Eru strætin flest stutt og hlykkjótt, þá eru auðvitað nokkrar aðalbrautir margar mílur á lengd, en þær eru sifelt að skifta um nöfn. Einn spottinn heitir þetta og annar hitt, svo að hvert þessara löngu, verður að mörgum strætum á ‘‘pappírnum lasm” eins og Gvendur heitinn snemmbæri sagði, og getur sú tilhögun komið ókunnugum illa. Yfirleitt eru strætin hér mjög vel hirt svo jafn- an eru þau hrein og fáguð. Aftur eru gangstéttirnar ekki ætíð svo þriflegar sem skyldi og veldur því tvent. Eyrst og fremst það hvað hér er mikið af hundum, og í öðru lagi , að það varðar vist ekki við lög hér, að hrækja á gangstéttir. Kemur það sér þvi ver, sem fólk hér er fremur kvefgjarnt, og sem sagt bera gangstéttirnar óþarflega mikinn vott um þetta hvortveggja. Reyndar verður maður stundum var við ýmislegt kátbroslegt i sam- bandi við þessa hundarækt og það. mér liggur við að segja brjálæðis- kenda dálæti, sem kvenfólkið sér- 'staklega hefir á þeim dýrum. Heyrir maður þær stundum ávarpa þá (hundana) á þessa leið: “Come on Sonny, come to your mother, darling,” og því um Ijikt. Þetta orðbragð er náttúrlega alls ekki Ijótt, en beinlínis viðkunnanlegt er það ekki. í þessu sambandi má einnig minnast sorglegra atburða. T. d. kom það fyrir í fyrra vetur, er heldri kona hér í borginni var að kyssa hundinn sinn, að hann beit hana í tunguna, og varð það henn- ar bani. Yfirleitt virðist mér fólk hér frjálsara og hispurslausara en i Canada. T. d. fá bæði karlar og klonur óátalið aíjj jreykja hér á hreyfimyndahúsum og öðrum opin- berum samkomustöðum og er það oft hvumleitt þeim, sem ekki reykja. Ekki er þess heldur kraf- ist að fólk taki af sér höfuðfötin á nefndum stöðum. Þá þykir það engin ókurteysi, sem og ekki er, þó að karlmaður heilsi stúlku á stræt- um úti, án þess að hún verði fyrri til að byrja þá athöfn, né heldur telst það með ósvinnu þó karl- maður, segjum á leiö úr vinnu, þjóti ekki upp úr sæti sínu til að afhenda það kvenpersónu, segjum skóla-stúlku, sem kemur inn í strætisvagninn hoppandi af fjöri. Aftur standa menn og konur iðug- lega upp fyrir lasburða fólki. Raunar er það á móti reglum að taka fleiri in í strætisvagn, en þá, sem geta fengið sæti, en auðvitað ræðst ekki ætíð við að fylgja þeim reglum. Eg hefi áður getiö þess, að mér findist enskir og ameriskir verzlunarhættir næsta ólíkir, en mismunurinn virðist*' mér aðallega liggja i þeirri fádæma smákvæmni, sem hér gengur eins og rauður þráður í gegnum öll viðskifti, stór og smá og hverrar tegundar sem þau eru, þar að auki er búðarfólk hér yfileitt stirðhugulla og af- greiðsla öll ógreiðari en í Canada, og sama er að segja um allan út- búnað. Stórbúðirnar hér >tanda Eatons gamla hvergi nærri á sporði hvað þægindi og praktísku snertir. Og um smærri búðirnar er það að segja að þær skipa í öllu verulegu sama bekk og íbúðarhúsin, sem eg hefi lýst hér að framan. Þær eru saggafullar, kaldar og trekksælar, svo að fólkið skelfur við vinnu sína. Þegar maður hugsar um það, get- ur piatur varla furðað sig á þó það sé stundum hálf afundið í viðmóti undir slíkum kringumstæðum. Jæja þá, mér er nú farið að leið- ast þessi dæla, og eg get mér til að lesendurnir verði búnir að fá mik- ið meira en lyst sína um það þeir verða hingað komnir í lestrinum. Eg vil því geta þess svo sem til af- sökunar að eg býst ekki við að senda blöðunum fleiri klausur héð- an. Og svo þakka eg fyrir lestur- urinn, þeim, sem lesa. Björgvin Guðmundsson• Canada framtíðarlandið. Náttúruauðlegð Alberta fylkis er bæði mikil og margbrotin og af því leiðir það, að atvinnuveg- irnir eru einnig fjölbreytilegir. Námur eru þar miklar, beitilönd góð og skilyrðin fyrir gripa- og kornrækt, víða hin ákjósanleg- ustu. Þótt Hudsons Bay verzl- unin hefði smá útibú í hinum norðlægari héruðum þegar á ár- unum 1778 til 1795, svo sem í Fort Chippewoyon og Fort Edmonton, 0g keypti þar grávöru, þá má samt með sanni segja, að suður- hluti fylkisins hefði fyrst bygður verið og jarðræktin hafi svo smá- færst þaðan norður á bóginn. Þeir er fyrstir fluttu til suður- fylkisins og tóku sér þar varan- lega bólfestu, voru griparæktar- menn frá Bandaríkjúnum. Og það var ekki fyr en árið 1900, að menn fóru að skygnast um í suðurhlut- anum af Saskatchewan' fylki og norður við Red Deer ána og nema þar lönd. Þótt hinir fyrstu gripa- ræktarbændur væru Bandaríkja- menn, þá ihófst brátt innflutning- ur til fylkisins frá brezku eyjun- um og voru margir nýbyggjar þaulæfðir í öllu því, er að gripa- rækt laut. Settust þeir að og komu sér upp griparæktarbúum í Lethbridge, Macleod, Pincher Creek, High River, Calgary, Bow River og í kringum Red Deer. — Um 1880 hófst þar fyrst sauðfjár- rækt, en fremur gekk útbreiðsla hennar beint. í Suður-Alberta gengu gripir að mestu leyti sjálfala, þegar á hinum fyrstu landnámsárum og gera svo víða enn. Mest var þar um buffalo gras, bunch gras og blue joint. En þær tegundir eru allar mjög bráðþroska. Fyr á ár- um var það aðalstarf bóndans, að afla fóðurs handa skepnum sínum, en nú skipar kornræktin víða fyrirrúm, þótt á öðrum stöð- um sé griparæktin stunduð jöfn- um höndum. Áhrifum Chinook vindanna er það að mestu leyti að þakka, að veðráttan er svo góð, að skepnur geta gengið úti allan ársins hring. Stundu hefir það komið fyrir, að útigangsgripir hafa fallið, en þó eru þess tiltölulega fá dæmi. Nú má svo heita, að nálega hver einasti bóndi hafi nægan fóður- forða fyrir allar skepnur sínar og er útigangsgripum oft gefið á skalla. Hey er jrfirleitt kjarngott i fylkinu og beitin ágæt. í Suður Alberta er að finna suma allra beztu sláturgripi, sem þekkjast í Canada. Frá árinu 1870 og fram að aldamótum, var griparæktin vit- anlega ekki búin að ná því há- marki, sem nú á sér stað. En um árið 1900 var þó farið að senda ágæta gripi á enskan markað frá Calgary, High River, Claresholm, Pincher Creek, Macleod, Leth- bridge, Medicine Hat, Bassano og Langdon. Árið 1902 var stofnað The Alberta Railway and Irriga- tion Compalny, með höfuðstað í Lethbridge. Keypti félag þetta lönd allmikil af sambandsstjórn- inni og tók að gera tilraunir með áveitu í Spring Coulee og Chin Coulee héruðunum, og sömuleiðis á svæðunum umhverfis Magrath, Raimond, Stirling, Lethbridge, Coldale og Chin, en þó mestmegn- os austur af Lethbridge. Um þær mundir var tekið að girða inn lönd með vír. — Árið 1903 var stofnað The Canadian Pacific Ir- rigation félag, er það takmark hafði fyrir augum, að veita vatni yfir svæðin austur af Calgary. — Var vatnið tekið úr Bow River. Árið 1907 var enn stofnað félag, er Southern Alberta Land Com- pany nefndist, með aðsetur í Medi- cine Hat, er tókst á hendur að veita vatni á lönd vestur af þeim bæ. Landflæmi þau, er nefnd félög eiga, nema til samans því nær þrem miljónum ekra. Skifta má spildu þessari í fjóra megin- Muta.. Hinar vestlægari lendur Canadian Pacifici iféOagsins, ií austur frá Calgary, en norðan við Bow River. Er svæði það um 40 mílur frá norðri til suðurs, en 65 mílur austur á bóginn. Um 223,000 ekrur eru hæfar til áveitu. Hef- ir meginið af löndum þessum nú verið selt. — Suðaustur af spildu þessari liggur önnur landareign sama félags, er hefir inni að halda um 1,245,000 ekra. Þar af hefir vatni: verið veitt á 400,000 ekrur. Töluvert er enn óselt af landi í fláka þessum. Árið 1908 náði Canadian Paci- fic félagið í hendur sínar umráð- um yfir miklu af þeim lendum, er Alberta Land Irrigation félag- ið £ Lethbridge átti. Svæði það er 499,000 ekrur og vatni verið veitt á rúmar 120,000 ekr. Mest af landi þessu hefir þfegar verið selt. Annað áveitusvæði má nefna, er liggur í Suffield héraðinu. Er það eign The Canada Land og Ir- rigation félagsins, sem áður var kallað Southern Alberta Land Company, með aðal skrifstofu í Medicine Hat. Enn eitt áveitu- svæði liggur í Bow Island hérað- inu. Samtals nema lendur þess- ar 530,000 ekrum og eru þar af 203,000 hæfar til áveitu. í suðurhluta fylkisins, er ávalt verið að gera frekari og frekari tilraunir tfl áveitu. Var þar stofnað eitt slíkt félag 1919, er Taber Irrigation Association nefnist, fer tekið hefir sér fyrir hendur að veita vatn á 17,000 ekr- ■ / ur í nánd við Taber. Fleiri fyrir- tæki í sömu átt, eru í undirbún- ingi víðsvegar um fylkið. Hagn- aðurinn af áveitunni hefir þegar orðið mikill í Suður-Alberta. Hafa þar víða risið upp blómleg bygð-l arlög, þar sem áður voru gróður- litlir harðbalar. Er þar víða rækt- ?.ð mikið af alfalfa og öðrum kjarngóðum fóðurtegundum. Nokkuð er af auðugum gripa- ræktarbændum í suðurhluta fylk- isins, einkum þó kring um Olds, Magrath, Raymond, Coutts og norður og suður af Medicine Hat. Víðast hvar eru beitilönd fyrir gripi girt inn með vír. I Suður- Alberta er mikið um sauðfé^ og gengur sjálfala í reglulegri afrétt og smalað er saman á vissum tím- um. Sauðfjárræktin er stöðugt að blómgast og verður eflaust mjög arðsöm, er stundir líða. Alifuglaræktin hefir gefið af sér feikna mikinn auð og hefir reynst bændum regluleg féþúfa. Kornræktin er alt af að útbreið- ast með hverju árinu er líður, svo þar sm áður voru tiltölulega lé- leg beitilönd, blasa nú við blóm- legir akrar. í suður-Alberta seljast órækt- uð lönd i áveituhéruðunum fyrir þetta fimtiu dali ekran, en rækt- uð áveitulönd frá 75—120 og fimm ekran. En í hinum þurrari hér- uðum má kaupa ekruna fyrir fimtán til fimtíu dali. Svæðið frá Carston til Pincher Creek og norður á bóginn til Calgary og Macleod og Edmonton járnbraut- arinnar, er einkar vel fallið til blandaðs búnaðar, enda fylgist þar að jöfnum höndum gripa og korn- rækt. Claresholm liggur í austurjaðri þessarar landspildu. Bæir á þessu svæði eru Nanton, High River, Okotoks, Crossfield, Dids- bury, Olds og Innisfail. í héruð- unum umhverfis þessa bæi er mikið um griparækt ogframleiðslu mjólkurafurða. Heyskapur er þar víðast hvar mikill og góður. Blandaður landbúnaður er kom- inn á hátt stig í Mið-Alberta. Með lagningu Canadian Pacific járnbrautarinnar, er kom til Cal- gary árið 1885, tók landið um- hverfis mjög að byggjast. Varð Calgary þá þegar allmikill verzl- unarbær og hefir verið það jafn- an síðan. Landið hefir verið að hyggjast norður á bóginn jafnt og þétt. Er jarðvegurinn þar næsta auðugur. Fyrsta aukalína Canadian Pacific félagsinc- á þessu svæði var lögð norður frá Calgary árið 1891. Síðar lagði Canadian National járnbrautarfé- lagið brautir bæði 1 norður og suður og er landið með fram þeim eitt hið frjósamasta í öllu fylk- inu. iStaðháijtum í Mið-AIberta hagar nokkuð öðru vísi til en í Suðurfylkinu. Nýbyggjar í Mið- fylkinu hafa alla jafna átt nokkru örðugra með að koma sér fyrir og hafa haft meira af örðugleikum landnemalífsins að segja. En landkostir eru þar fult eins góðir. Ræktað er þar mikið af höfrum og byggi og sömuleiðis margs- konar fóðurtegundum. Er fram- leiðsla kjöts, ullar og alifugla af- armikil, í þeim hluta fylkisins. Stefán frá Mjóadal. (Framh. frá 1. bls.) böli — og hjarta íslenzka Kletta- fjallaskáldsins kiptist við af sam- líðan með þeim særðu og sorg- mæddu Allar hans hugsjóna- hallir virtust hrynja í einni svip- an. Hann hafði verið trúmaður á endurleysandi mátt mannvitsins, það var vonar-leið hans inn í paradís framtíðarinnar. Þessi trú hafði verið honum jólastjarna um ótal dimmar andvökunætur, en nú skygði honum ský fyrir skin. Himininn huldist púðurreyk, en fegurð jarðar fölnuð í dreyra- regninu mikla. Alt virtist benda á algjörða mannkyns vitfirring, og einveruþögnin í kringum hann raufst að elns af heiftarópi, ang- istar veini og ekka stunum. Hjarta hans blæddi og orð hans urðu beiskju blandin. Við verðum að minnast þess, að skáldin eiga viðkvæma sál; hún er eins og ljósnæmustu blómin, sem hrjást mest í hretviðrunum. Gremja skáldsins er einlæg, ang- ur hans yfir böli bræðranna eng- in uppgerð; tilfinningarnar urðu ofan á, djúphyggjumaðrinn varð á þeirra valdi. Það er meiri til- finningahiti, en minna af raun- sæju gagnrýni í Vígslóða, en í flestum öðrum kvæðum St. G. Fyrsta kvæðið í þessum bálki heitir “Assverus”. Það er ógur- leg upptalning á göllum og slys- um heimslífsins, og alt er þar rak- ið til einnar og sömu rótar — aft- vurhaldsins. Það er auðvitað býsna almenn skoðun, sem gæti verið rétt, en þarf þó ekki nauðsynlega fremur að vera það, einungis af því, að alþjóð trúir þvi. Að mínu áliti er hún að eins að nokkru leyti rétt. Það má virðast fávíslegt að spyrja hvað sé í raun og veru meint með þessu óláns orði. Ekki veit eg hvernig íslenzkir orðabóka- höfundar kunna að skilgreina það í framtíðinni, en núlifandi al- menningur brúkar það áreiðan- lega í býsna víðri og óákveðinni merkingu. Það þýðir fyrst og fremst viljatregðuna til nauðsyn- legra athafna, en þá stafar það frá eigingjarnri sjálfshlífni. Það er einnig notað um hugsjónaör- birgð ýmsra einstaklinga, en hún kemur annað hvort af meðfæddum gáfnaskorti eða andlegri leti í því að afla sér uplýsingar. Raun- verulegt afturhald sprettur einn- ig tíðum af umhyggju fyrir eigin hagsmunum hjá mönnum, sem una sínum kringumstæðum, af því at- vikin hafa að þeim hlúð, þó aðrir eigi við böl að búa, skeyta þeir því e’igi af kærleiksleysi og skorti á sannri samúð. Lang-óftast er orðið notað sem meira eða minna kurteist kjarnyrði í skammaræð- um, griðkvenna naggi, og dagblaða greinum um alla, sem ekki vilja tafarlaust og skilmálalaust fall- ast á hverja einustu nýjung, jafn- vel þó þessháttar afturhald spretti alloft af heilbrigðri fast- heldni við margreynd og dýrmæt verðmæti. í þeim skilningi eru allir skynsamir menn að einhverju lejrti afturhaldsmenn, því það er engu minni héimska að kasta rejmslusannindum „mannkynsins fyrir borð af tómri vanhugsaðri nýjungagirni, en að hagnýta sér ekki velhugsaða nýbreytni til heims framfara. Enginn. kafli veraldarsögunnar er auðugri af breytingum, en sam- tíðin; engin kynslóð hefir nokkru sinni verið lausarí við fastheldni é fornar venjur, en samt kom stríðið. Af hverju? Af því að sjálfar frumstæðurnar í eðli manna eru enþá óbrejrttar að mestu. Menn þekkja enn þá ekki sjálfa sig og reyna býsna lítið til þess. Menn stjórnast enn þá af eigingirni og eru ekkert óánægð- ir með það. Við erum enn þá sjálfselsk og finnum lítil til þess. Þarna er frumrót að vorum manna meinum 0g afturhaldið er eitt af afleiðingunum. Það læknast aldr- ei nema að undirrótin sé eyði- lögð með betri, sálrænni ræktun hugarfarsins. Við þetta kannast líka St. G. í “Jökulgöngum, prýði- lega vel samdri ritgerð í óbundnu máli. í næsta kvæði, “Hiiðru”, minnir hann á Bjarka, sem deyfði egg- vopn óvinanna með kjmjakrafti. Gajlinn var, að heimurinn átti sér ekkert þvílíkt kraftaskáld á ófrið- arárunum. Þeir''hefðu víst verið margir, sem gjarnan hefðu viljað gera það, en hitt var jafnvíst, að enginn gat það — með fram má- ske af því, að heimsbörnunum hefði aldrei verið héimilt að trúa á þann kraft. Aðal kvæðið, “Vopnahlé”, segir frá samræðu óvinanna, meðan augnabliks upprof gefst í mann- drápsbylnum. Þéir eru að reyna að gera sér grein fyrir orsökum stríðsins og eigin þátttöku. Báðir afneita þeir hispurslaust, að þeir eigi nokk- urt föðurland til að verja, af því þeir eigi sér ekki svo mikið sem kúgild'isvirði af þurlendi — annar var nefnilega borgarbúi, hinn leiguliði. Reyndar hafði eg lesið þetta áð- ur í ritum sumra jafnaðarmanna, en eg verð að játa, að undrun mín var ekki smá, er eg heyrði St. G., einhvern þjóðræknasta íslending, sem nokkru sinni hefir verið til, endurtaka þessa háskalegu mein- villu í óði, einmitt manninn, sem orti fyrir munn allrá ættræknra íslendinga, þessar minnisstæðu ljóðlínur: “Með einum hug við elskum hann, sem elskar þig, og dáum hann .... með einum hug við hötum þann, sem hatar þig (ísland) og smáum hann.” — Þannig kvað St. G. til fósturlands- ins, þó aldrei hefði hann þar eign- arhald á einni þúfu. Eru þeir all- ir föðurlandslaus'ir, sem engan jarðarskikann eiga. Eg get ekki bent ykkur á betra svar, en hið gullfagra Islands- minni skáldsins: “Þótt þú lang- förull legðir” .... Það, sem knúði annan hermann- inn, var óttinn við dauðann — herdóminn — ef hann þverskall- aðist við að sinna útboði jrfirvald- anna. Hinn fór til matfanga íjt- ir sig og sína — fór til þess firra ástvini sína hungurdauða í at- vinnuleysi ófriðaráranna. Þessar eða þvílíkar ástæður hafa áreið- anlega rekið ýmsa út í ófriðinn, en flestir munu samt hafa stjórn- ast af nákvæmlega sömu hvötum, sem feðurnir er börðust, féllu eða sigruðu fyrir fósturlandið — og svo mun það verða meðan ættjarð- arástin, einhver allra göfugasta tilfinning mannssálarinnar, lifir í nokkru hjarta, og á meðan frelsi og farsæld föðurlands verður ekki með öðru móti borgið, en orust- um. “Sigra, mér er sama um sigra, því sigrar þjóða er fall á næstu grösum. . . . og Róm var eydd í að sigra heiminn.” Rétt er nú það að miklu leyti, en lengri var þó æfi hennar og stórum glæsilegri en þeirra þjóða, sem hún þvingaði til hlýðni og þrælkaði sem þý, þó hvorugu sé nú hælandi. Meðan ágirnd og ofríki ræður æði ýmsra, eða jafnvel flestra þjóða, verður éinhvers konar mót- spyrnu beitt. Þeir sem trúa á sigurmátt kærleikans, grípa ó- gjarna til annara vopna — hinir berjast með þeim tækjum, sem hendi eru næst. Aftur er það hárrétt, að með vélavopnabúnaði vorra tíma staf- ar stærri hætta af styrjöldum en áður, og algjört heimshrun vofir nú yfir vorri jörð, brejrtist heims- hvggjan ekki til braðs batnaðar. Á þessa hættu hafa ótal hugsandi menn bent, og þar á meðal St. G. í Vígslóða. Þetta mikla mann- lífsböl batnar hvorki með vald- boði né eilífu undanhaldi, eins og líka skáld'ið drepur á í hinu mikla kvæði “Transvaal”, sem að mín- um dómi tekur Vígslóða fram i röksnild og djúpskygni. En þó eg geti engan veginn fall- ist á allar staðhæfingar skálds- ins i Vígslóða og álít hann alls ekki með því allra betza, er hann hefir ort, tel eg samt kvæðið hafa allmikið gildi . Það vekur við- bjóð á öllum vígaferlum, og þess er þörf, því ef allir hættu að herja, mundi enginn þurfa að verjast. Eitt af því, sem mér ógnar mest á þessari upplýsingar öld, er hin gífurlega vöntun á allri grann- skoðun. Maður finnur sjaldan meðalhóf í skoðunum, hvort sem rætt er um menn eða málefni. Það er annað hvort dæmt alfull- komið eða einskis nýtt. Eins og og það sé nauðsynlegt að fallast á allar skoðanir Lúters, til þess að dást að manninum, eða vera jafn þákaþólskur og Eysteinn munkur, til að meta Lilju sem listaverk? Skáldin hafa göfugra hlutverk, en að skrifa rímaðar blaðagrein- ar um dagskrármál. Þerra er ^jð túlka tilfinningar manna, að festa í minni forna atburði, framleiða fjölbreytilegar og sannar lífs- myndir, og síðast, en ekki sízt, að göfga og stækka hugsjóna auð- legð heimsins. Það hefir farið mikið orð af því, að almenningur misskildi St. G* Það er víst nokkuð til í þvíý*en gífurlegasti misskilningurinn er hjá þeim, sem vilja gera hann að næstum því óskeikulli hugsana vél, en gleyma því, að þótt hann væri að vísu vitur maður, þá var hann fyrst og fremst jnikill tilfiningamaður, er ^.tti bæði sanna viðkvæmni og stórt skap. Blaine, Wash., 9. jan. 1928. E. H. Johnson. Opið bréf Heiðraði ritstjóri Lögbergs! Stöku sinnum, fæ eg sterka löngun til að Iáta í ljós skoðanir mínar á ýmsum málefnum, er koma á dagskrá meðal íslendinga, en veigra mér við því vegna þekk- ingarskorts á málfræði. Með öðr- um orðum, þá er eg ekki nógu mikill Jón frá Strympu tjl að sækj- ast eftir að sjá nafn mitt á prenti. í hverti skifti, sem eg hugsa til íslands, vakna hjá mér barnsleg- ar tilfinningar; þar man eg fyrst eftir mér, hver hóll og hæð, dæld og lægð, á þeim stöðvum, er eg man fyrst, hafa eitthvað það við sig, er vert er að minnast á. Eg var ellefu ára, þegar eg sigldi frá landi, og þegar ísland var að hverfa, vöknuðu hjá mér þær til- finningar til landsins, sem aldr- ei hafa dáið. í þau 40 ár, sem eg hefi lifað í þessari heimsálfu, verður reyndin sú, að íslenzka bandið er allra banda traustast. Eins og þér, herra ritstjóri, er kunnugt, hefi eg stundað dýra- veiðar í 30 vetur, á ýmsu stöðum, hefi lært að þekkja margt 1 nátt- úruríkinu, sem öðrum er ókunnugt um, og er það ekki af bókviti, held- ur af eigin rynslu, Eg hefi lært að elska skógarlífið og hina ó- brotnu náttúru. Oft í mínum ein- verustundum hefir mér komið til hugar, hvort ekki væri hægt að auka á fegurð íslands með græn- um skógarrunnum, og hefi eg lagt mig í líma með að veita athygli ýmsum trjáviðarplötnum, og hefi eg fullvissað sjálfan mig um, að hægt mundi vera að rækta tvær trjáplöntutegundir heima, sérstak- lega grá-willows og the eommon jack-pine. Þessar tegundir virð- ast vaxa, ásamt birki og reynir, eins langt norður og eg hefi far- ið, og af upplýsingum frá öðrum veiðimönnum, sem lengra hafa farið. Mér er sagt, að tilraun hafi alla- reiðu verið gerð með pine frá Noregi, er sýnist ekki ætla að lukkast. Þessu get eg vel trúað, og ímyilda eg mér, að til þess séu aðallega tvær ástæður. Er hin fyrri sú, að Norwegian Pine er viðkvæmari planta en Jack Pine. Hin önnur sú, að landar heima hafa plantað að háttum Svía, sem von er, því Svíar eru öllum fremri í þessari grein, og þeirra aðferð mundi duga alstaðar, þar sem skógarskjól er fyrir. En hvort heppilegt sé að beita þeirri að- ferð heima á íslandi, þar sem landið er autt og bert, efa eg stórlega. Eftir að hafa velt þessu mál- efni í huga mér upp aftur og aft- ur, hefir mér dottið í hug að gera tvær tillögur fyrir forvígismenn vóra að ræða um á næsta Þjóð- ræknisþingi. Mín fyrri tillaga er sú, að við V.-íslendingar gjörum tilraun með að rækta skóg á íslandi, með þeim hætti, að flytja fræið (ekki plöntur) inn í landið. Með öðrum orðum: klæðum landið, landar! Tíu pund af Jack Pine fræi nægði til að gróðursetja mörg hundruð tré. Tvö punda af willow fræi myndu duga á sama hátt. — Hin tillaga mín er sú, að gefa islandi nokkra moskusuxa, sem eru að margra hygjgu hin nytsömustu dýr, og sem allar Hkur eru til að mjmdu þróast vel á íslandi og verða að stórum notum fyrir land og lýð. Og að þetta sé af- mælisgjöf frá fjarlægum börnum fósturjarðarinnar, á hennar 1000 ára lýðstjórnar afmæli. Það verða margir landar, þó að þeir séu í góðum efnum, sem ekki geta komið því við að fara heim 1930, en sem vildu gjarnan minn- ast móðurinnar í austri, á hennar heiðursdegi. í von um, að þessu verði gaum- ur geflnn, læt eg hér staðar numið að sinni. Fram, fram! allir islendingar. Virðingarfylst, Björn Magnússon. 428 Queen St., St. James. VITIÐ ÞÉR að þér getið keypt fullkcmnast upphátt píanó í heimi Ye Olde Firme HEINTZMAN S CO. ART UPRIGHT Mesta úrval, sem þekkist i Canada, af hinum ýmsu Heintzman tegundum, fsest nú í stærstu hljóðfseraverzlun Vesturlandsins, með svo að segja sömu skilyrðum og lé- legri hljóðfseri fást fyrir. Hvi ekki að kaupa það allra bezta. Spyrjist fyrir um skilmála i búð vorri, eða sendið oss linu. J. J. H. McLEAN The West’s Oldest Music House, Home of the New Orthopbonic Victrole. 329 Portage Ave. & Co. Ltd. WÍDiipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.