Lögberg - 19.01.1928, Blaðsíða 8
Bls. 8.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1928.
Sjáið!
Mb Peningum yðar skil-
að aftur °g 10% að
auki ef.þér eruð ei
ánœgðir með
RobinHood
FLOUR
ABYGGILEG PENINGA TRYGG ING I HVERJUM POKA
Ur bænum.
Mr. Gestur Oddleifsson frá Ár-
borg, Man., var staddur í borginni
nokkra daga í vikunni sem leið.
Mr. Thorbergur Halldórsson frá
Wynyard, Sask., kom til borgar-
innar á laugardaginn og gerði ráð
fyrir að dvelja hér nokkra daga.
Stúdentafélagið heldur skemti-
fund í fundaraal lút. kirkjunnar á
Victor St., laugardaginn 21. jan.,
kl. 8.30 að kveldi. Allir íslenzkir
stúdentar í borginni og annað
ungt ísl. fólk, sem félaginu er
hlynt, er velkomið. Ágæt skemti-
skrá hefir verið undirbúin.
Fjölmennið stundvíslega kl. 8.30.
Mr. Ármann Thordarson, frá
Lundar, Man., var staddur í borg-
inni á mánudaginn í þessari viku.
Klúbburinn “Helgi magri,” sem
nú er orðinn 26 ára gamall, ætlar,
eins og að vanda, að efna til
miðsvetrarsamsætis (Þorrablóts),
sem haldið verður að þessu sinni
í einhverju bezta og skrautlegasta
stórhýsi bæjarins, Marlborough
Hotel, þann 15. febrúar 1928. —
Þetta eru væntanlegir gestir
beðnir að athuga og festa í minni
Nánari fréttir síðar.
Þeir bræður, Helgi J. Helgason
og Kristján Helgason, frá Sex-
smith, Alberta, litu inn á skrif-
stofu Lögbergs, seinni part vik-
unnar sem leið. Komu þeir úr
kynnisför vestan frá Argyle, þar
sem þeir höfðu dvalið í mánaðar-
tíma. Eru þeir fæddir og uppald-
ir í þeirri bygð. Biðja þeir Lög-
berg að flytja Argylebúum alúð-
arþakkir fyrir framúrskarandi
gestrisni og góðar viðtökur. Þeir
bræður ihéldu heimleiðis í byrjun
yfirstandandi viku.
Mr. Andrés J. Björnsson, ættað-
ur úr Hnífsdal í ísafjarðarsýslu,
á bréf á skrifstofu Lögbergs. —
Fluttist hann að sögn hingað til
lands fyrir rúmum tuttugu árum,
og staðnæmdist fyrst í Winnipeg.
Eg vil geta þess, að áritun mín
er sem stendur Lonely Lake, Man.
Þess utan komast bréf til mín, sem
send eru til Arborg, Man. — S. S.
Christopherson.
íslenzk stúlka óskast í vist að
469 Simcoe St. Talsími 31 356.
Lögbergi er það ánægjuefni, að
lciða athygli lesenda sinna að
auglýsingu, sem birtist á öðrum
stað í blaðinu um undirbúnings-
fundi undir stofnfund gripasam-
lagsins fyrir Nýja fsland.
I.O.F. Stúkan fsafold heldur
hcldur ársfund sinn fimtudags
kvöldið 26. jan. í Jóns Bjarnason-
ar skóla. Vinsamlega er til þess
mælst, að meðlimir festi þetta í
minni og sæki fundinn. — Em-
bættismenn verða kosnir o. s. frv.
—S. Sigurjónsson, F. S.
Veiztu hvaða þýðingu viðburðir
hins liðna árs hafa? Ef ekki, þá
ltstu janúar-blað Stjörnunnar og
gjörstu kaupandi hennar. Hún
kostar að eins $1.50 á ári, send
hvert sem er. Stjarnan.
306 Sherbrooke St., Winnipeg.
Almanak 1928
Innihald:
Almanaksmánuðir og um tíma-
talið. — Tvær myndir: Verðlauna-
myndin af fyrsta alþingi íslend-
inga og hin af 12 konum í íslenzka
þjóðbúningnum. — Dakota Saga
Thorstínu Jackson, eftir séra K.
K. Olafsson. — Frú Bonaparte frá
Baltimore, Saga, Dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson þýddi. — Safn til land-
námssögu fslendinga í Vestur-
heimi; ísledingar á Kyrrahafs-
ströndinni, með myndum. Samið
hefir Margrét J. Benedictsson. —
■Höfundur sögunnar “Ben Hur”,
þýtt af G. Á. —Smalaþúfan ; æsku-
minningar frá íslandi, eftir Finn-
boga Hjálmarsson. — Hvernig
Benjamín Franklin kom á gang
sögunni um Polly Baker. — Kon-
ur keyptar fyrir tóbak. — Smá-
þættir í landnámssöguna: 1. Hinn
Í8l. lút. söfnúður í Shawano Co.
1875. 2. Vesturfarar frá íslandi
1872. 3. Útdráttur úr búnaðar-
skýrslu Fljótsbygðar 1878. 4.
Skýrsla yfir dánarbú Bjarna
Biarnasonar. 5. Skýrsla yfir
hjónabönd í Fljótsbygð 1878. —
Helztu viðburðir og mannalát.
Kostar 50c- •
Ólafur S. Thorgeirsson.
674 Sargent Ave. Winnipeg.
Söngkensla Brjmjólfs Þorláks-
sonar fer fram kl. 7 síðdegis á
mánudögum og fimtudögum, og
kl. 3.30 á laugardögum í Fyrstu
lút. kirkju á Victor St.
Nefndin..
í Björgvinssjóðinn.
Áður auglýst ......... $3,749.18
Mrs. J. Melsted, Ste 6,
Hecla Blk., Wpeg.......... 2.00
Snorri Johnson, Justice Man 2.00
ónefndur, Powell River, B.C. 2.00
íslendingar! Festið það í minni,
að .hljómleikar söngflokks þess,
er hr. Halldór Thórólfson veitir
forystu, fara fram í Fyrstu lút.
kirkju, þriðjudaginn þann 7. febr.
næstkomandi. Arðurinn rennutf í
Björgvinssjóðinn. Nánar auglýst
síðar.
Mr. Friðrik Jóhannsson, kaup-
maður frá Elfros, Sask., hefir
verið staddur í borginni undan-
farna daga.
Séra K. K. ólafsson var stadd-
ur í borginni á þriðjudaginn á
leið til Chicago. Bjóst við að
koma heim aftur um miðja næstu
viku.
Séra N. S. Thorlaksson og dótt-
ir hans, Mrs. Sigmar, frá Moun-
tain, N. D., hafa verið í borginni
um tima. Þau halda heim seint í
þessari viku.
Árni Anderson lögmaður and-
aðist að heimili sínu, 492 Furby
Sts. hér í borginni, á þriðjudag-
inn í þessari viku, 51 árs að aldri,
eftir langvarandi heilsuleysi. Mr.
Anderson kom barn að aldri til
þessa lands, og ólst upp í Winni-
peg. Áður en hann varð lögmað-
ur, stundaði hann skólakenslu og
hafði alla æfi mikinn áhuga á
mentamálum og var um eitt skeið
einn af skólaráðsmönnum Winni-
pegborgar. Jarðarförin fer fram
kl. 2 á föstudaginn frá Maryland
United Church, sem hann til-
heyrði.
$3,755.18
T. E. Thorsteinson, féh.
5eón). .uurc ó.nlegt 123 12
GJAFIR TIL BETEL.
Kvenfél. að Svold, N. D.. $10.00
Áheit frá ón. að Osland B.C. 5.00
Mr. og Mrs. O. K. Olafson,
Edinburg N.D............. 5.00
Mr. og Mrs. J. K. Olafson,
Gardar, N. D........... 5.00
Stefán Olafsson, Lundar .... 5.00
Th. Bergman, Riverton ..... 5.00
Mr. og Mrs. W. Benson, Wpg 20.00
Leiðrétting—Við gjafalista frá
Mountain: Mr. og Mrs. B. Jónas-
son $10, en átti að vera $2.00.
Innilega þakkað,
J. Jóhannesson, féh..
675 MaDerot Ave., Wpeg.
Gjafir til Jóns Bjarnasonar skóla.
Jón Gíslason, Bredenbury $10.00
B. E. Hinrickson, Churchbr. 2.00
W. Magnússon, Churchbr..... 2.00
Leiðrétting: í síðasta tbl. Lögb.
er auglýst gjöf frá Björgu H. 01-
arson, Gardar. Gefandinn er J.
K. Olafsson, Gardar, N. D. og upp
hæðin $40. — Hlutaðeigandi beð-
inn afsökunar á þessari prent-
villu.
Með alúðar þaklæti fyrir gjaf-
irnar. S. W. Melsted, féh.
KENNARA vantar fyrir Ebb *
and Flow S. D. no. 1834, frá 1
marz til 30. júní næstk. Um-
sóknir tiltaki mentastig, æfingu
og kaup. Verða að vera komnar
til undirritaðs fyrir 15. febrúar
næstk., að Wapah, Man. — J. R.
Johnson, sec.-treas.
Siðastliðinn mánudag, var skor-
in upp á Almenna sjúkrahúsinu
hér í borginni, Mrs. Gunnlaugur
Davíðsson, frá Baldur, Man. Dr
B. J. Brandson gerði uppskurðinr.,
Söngflokkur Mr. H. Thorolfs-
sonar, Icelandic Choral Society,
heldur næstu æfingu sína í sam-
komusal Fyrstu lút. kirkju, mið-
vikudagskveldið þann 25. þ.m. —
óumflýjanlegar ástæður leiddu til
þess, að breytt var um æfingar-
kvöld. iJQ
Þing Hinna sameinjiðu kvenfé-
laga Hins ev. lút. kirkjufélags ís-
lendinga í Vesturheimi, verður
haldið í kirkju Fyrsta lút. safn-
aðar í Winnipeg, dagana 13. og 14.
febrúar n.k., og hefst kl. 2.30 hinn
13. Skýrsla stjórnarnefndar fé-
lagsins verður þar lögð fram og
sömuleiðis skýrslur frá félögunl
þeim, sem Hinu sameinaða kven-
félagi tilheyra. Aðallega verður
þetta þing tileinkað uppeldismál-
um, en ýms önnur mál verða þó
tekin til umræðu.
Mjög æskilegt væri, að þau
kvenfélög, sem enn ekki tilheyra
þessum félagsskap, gerðust með-
limir hans á þessu þingi. Seinna
verður þetta þing nánar auglýst.
Guðrún Johnson,
(forseti.) *
lagði fram áfengislagafrumvarpið
með þeim breytingum, sem þing-
r.efnd sú sem það hefir haft til
meðferðar, hefir við það gert.
Hefir áður verið skýrt frá aðal-
innihaldi þeirra breytinga hér í
blaðinu. Reynt var að koma að
þeim viðauka, að gistihúsin fengi
leyfi til að selja bjór og vín með
máltíðum, en sú tillaga var feld
í nefndinni. Væntanlega verður
frumvarpið nú samþykt af þinginu
eins og nefndin hefir frá því
gengið.
Þá lagði dómsmála ráðherrann
fyrir þingið skýrslu vínsölunefnd-
arinnar yfir fjárhagsárið sem end-
aði 30. apríl 1927. Er það hin
fiórða ársskýrsla nefndarinnar j
og sýnir hún að hreinn ágóði af
vísölunni á þessu fjárhagsári hef-
ir orðið $1,366,901.35. Frá þes3-
ari upphæð eru þó dregnar
$88,025.85, og kemur þá til skifta
$1,278,875.50, sem skiftist jafnt
milli fylkisstjórnar og sveitar-
félaganna í fylkinu. Alls seldi
r.efndin á árinu áfengi fyrir meir
en hálfa fjórðu miljón dala.
o s r
^Theatre*-*
Fimtud., Föstud. Laugard.
Tvær sýningar
ZANE GREY’S .......
DRUMS of THE DESERT
Einnig
ALBERTA VAUGHAN i
The ADORABLE DECEIVER
Sérstök Laugardags sýning,
helmingur aðg.iða seldur til
barna frá kl. 2 til 3 e. h., hef-
ir happanúmer, og þau sem
slíka miða hafa fá frían að-
gang næsta laugardag.
Bill Grimms Progress
Gaman og Æfintýri.
THE
W0NDERLAND
THEATRE
Sargent and Sherbrooke
Mrs. J. Sigurðsson, og dóttir
hennar, Miss Valgerður Sigurd-
son, lögðu á stað héðan úr borg-
inni á miðvikudagskveldið í síð-
ustu viku, áleiðis til California og
ætla að vera þar það sem eftir er
vertrarins.
Manitobaþingið.
Manitobaþingið tók aftur til
starfa síðastl. mánudagskveld, eft
að hafa tekið sér hvíld síðan rétt
fyrir jólin. Dómsmálaráðherrann
SilfurbrúÖkaup.,
Á mánudagskveldið í þessari
viku, fóru yfir 60 vinir og kunn-
ingjar Sigurðar Davíðsonar mál-
ara og konu hans, heim til þeirra
á Sherburn Str. hér í borginni og
skemtu sjálfum sér og þeim hjón-
um og börnum þeirra, þar alt
kveldið við söng, ræðuhöld og á-
gætar veitingar, sem gestirnir, ó-
fcoðnu, en ekki óvelkomnu, höfðu
með sér. Var tilefnið það, að þau
Mr. og Mrs. Davidson hafa nú
verið gift í full 25 ár, og í annan
stað, að Mr. Davidson hefir verið
50 ár hér í landi, lengst af í Win-
nipeg.
Mr. Sigfús Anderson stjórnaði
samsætinu með miklum skörungs-
skap, en Mr. Halldór Thorolfsson
var forsöngvari og stjórnaði
söngnum, og er það öllum, sem
til þekkja, nokkurn veginn næg
trygging fyrir því, að söngurinn
hafi verið góður og skemtilegur.
Ræðunum er erfiðara að skýrá
frá, svo að sá, sem les, sé nokkru
nær eftir en áður. Sjálfsagt voru
þær nokkuð misjafnar, en eitt var
sameiginlegt með þeim öllum, að
þær lýstu allar einstaklega hlýj-
um hug og mikilli góðvild, sem
þau öll, er til máls tóku, bæru til
silfur brúðhjónanna. Þeir er til
máls tóku, auk forseta, voru: Árni
Eggertsson, Magnús Markússon,
sem líka flutti silfurbrúðhjónun-
um kvæði, sem birtist í næsta
fclaði; Bjarni Magnússon, E. P.
Jónsson, N. Ottenson, Dr. Sig Júl.
Jóhannesson, Mrs. N. Ottenson og
Gunnl. Jóhannsso.
Þau Mr. og Mrs. Davidson hafa
ekki látið mikið til sín taka í al-
mennu félagslífi, en þau hafa
með mikilli trúmensku lagt hina
mestu alúð við að koma sínum
stóra barnahópi til menningar og
þroska. Bar samsæti þetta þess
Ijósan vott, að þeir, sem bezt hafa
kynst þessum hjónum, kunna vel
að meta hið mikla, en yfirlætis-
lausa verk, sem þau hafa af hendi
leyst.
Mánud. Þriðjud. Miðvd.
Mánud. Miðv.d. Þriðjud.
Madge Bellamy í
ANKLES PREFERRED
Gaman og Fréttir.
HVAÐANÆFA
Fregnir frá Calcutta segja
svo mikla óánægju risið hafa upp
meðal indversku sjómannafélag-
anna, að eins líklegt sé, að þau
fari öll í mola áður en langt um
líður.
'Sænska þingið var sett á mið-
vikudaginn í vikunni , sem leið,
með mikilli viðhöfn, eins og sið-
ur er til. Gustav konungur las
hásætisræðuna. Alþýðuflokkur-
inn hefir þar nú völdin og Carl
Ekman er stjórnarformaður. Hann
er járnsmiður. Hásætisræðan
skýrir frá því, að Svíar njóti góðs
samkomulags við allar þjóðir. —
Ýms ný lagafrumvörp ætlar
stjórnin að leggja fyrir þingið og
þar á meðal um meðal um tak-
mörkun á opinberum dansleikjum,
til verndar ungu fólki frá vondum
siðum.
David Lloyd George hefir að
undanförnu verið á ferð í Suður-
Ameríku. Hefir hann mjög hvatt
Brazilíumenn til þess að gerast
aftur meðlimir Þjóðbandalagsins,
og hafa blöðin þar í landi flest
tekið vel í það.
Á þessu ári fara fram forseta-
kosningar á Þýzkalandi. Það er
sagt, að Nationalistar hugsi til
að útnefna einhvern þf Hohen-
zollern ættinni sem forsetaefni,
og þá líklega helzt gamla keisar-
ann eða krónprinsinn.
Fimtud. Föstud. Laugard.
19., 20. og 21. jan.
Sannar myndir af
Flyweight Hnefaleik, hald-
inn í Toronto, milli
FRENOHY BELANGER
frá Canada, og
ERNIE JARVIS frá Englandi
og að auk
SALLY O’NEIL í
“FRISCO SALLY LEVY”
og “MELTING MILLIONS”
Mánud., Þriðjud., Miðv.d.
23. , 24. og 25. jan.
MARION DAVIS í
“TILLIE THE TOILER”
og 'hið skemtilega “Shamrock
Alley” ásamt öðru fleira
Sérstök sýning kl. 4 á Mið-
vikudag lOc fyrir bðrn.
Að koma: “The
Winning of Barbara Worth.
WONDERLAND.
“Frisco ySaddy Levy” heitir
kvikmyndin, sem sýnd verður á
Wonderland leikhúsinu á fimtud.,
föstud. og laugard. í þessari viku.
Ástasaga og skemtisaga, mjög
spennandi. Þeir, sem koma og
horfa á Saddy og Mike, munu
skemta sér vel. Fleira verður
sýnt þessa daga og þar á meðal
kafli úr “Melting Millions”.
Fyrstu þrjá dagana af næstu
viku sýnir Marion Davis list sína
í “Lillie the Toiler.”
ROSE LEIKHÚSID.
Tvær myndir verða sýndar á
Rose leikhúsinu á fimtudag, föstu-
dag og laugardag í þessari viku.
Fyrri myndin heitir “Drus of the
Desert,” skemtileg mynd og fall-
eg. Hin myndin er “Adorable De-
ceiver”, mynd, sem allir geta
hlegið að.
• Myndin, sem sýnd verður á
mánud., þriðjud. og miðvikudag í
næstu viku, er ‘Ankles Preferred’
Mynd, sem sýnir lífið í Bandaríkj-
unum eins og það gerist nú á dög-
um. Þar að auki eru gaman
yndir.
WALKER.
Þessa viku er það leikurinn
“Charley’s Aunt”, sem Walker
leikhúsið hefir að bjóða. Þessi
skemtilegi leikur hefir verið þýdd
ur á svo að segja öll tungumál og
er leikinn alstaðar. Leikflokkur-
inn kemur frá London og verður
hér í Canada eina fimm mánuði,
og kemur væntanlega aftur til
Winnipeg seihna í vetur.
EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS
Hinn árlegi útnefningarfundur í Eimskipafélagi
íslands—meðal Vestur-íslendinga—, verður haldinn
á heimili ,hr. Árna Eggertsonar, að 766 Victor St.,
hér í borg á mánudagskveldið þann 20. febrúar næst-
komandi, kl. 8.
Fyrir fundinum liggur að útnefna 2 menn til
að vera í vali fyrir hönd Vestur-íslendinga á aðal-
fundi Eimskipafélagsins, sem haldinn verður í
Reykjavík á fslandi í júnímánuði næstkomandi til
að skipa, sæti í Stjórnarnefnd félagsins, með því að
kjörtímabil hr. Ásmundar P. Jóhannssonar er þá út-
runnið. Winnixæg, 17. janúar 1928.
B. L. Baldwinson, ritari.
Dánarfregn.
Æskumaður, Guðmundur Thor-
arinsson—Magnússon, fósturson-
ur merkishjónanna Páls kaupmans
og Stefaníu Magnússon, í Selkirk,
Man., lézt aðj héimiti þeirra 3.
janúar síðastliðinn.
Guðmundur heitinn var fæddur
í Winnipeg, 29. júní 1913, og tek-
inn til fósturs næturgamall af
hinum ágætu fósturforeldrum.
Foreldri Guðmundar eru bæði
dáin, en systkini á hann á lífi.
Fyrir nokkru mun hafa borið á
þeirri heilsubilun, er leiddi hinn
unga mann til dauða. En þrátt
fyrir það, er við fráfall hans, mik-
ill og sár harmur kveðinn að fóst-
urforeldrum sveinsins.
Jarðarförin fór fram frá heim-
ili Magrnússons hjónanna í Sel-
kirk, þ. 6. þ.m. Var hún fjölmenn
mjög. — Séra Jónas A. Sigurðs-
son jarðsðng.
FUNDIR
til undirbúnings undir stofnfund gripasamlegs fyrir
Nýja Island verða haldnir í
Riverton Hall, Laugardaginn 28. Jan,
kl. 8 að kveldinu.
Hnausa Hall, Sunnudaginn 29. Jan.
kl. 2 e.h.
Arnes Hall, Sunnudag 29. Jan.
kl. 8.30 að kveldinu.
THE FESTIVE TEA& C0FFEE SH0P
485 PORTAGE AVENUE, WINNIPEG.
COFFEES
Freshly Roasted Daily.
Choice Santos .............43c
Sheik .................... 52c
FesUve ....................60c
Pasha .....................65c
Bedouin ...................75c
TEAS
Blended by Experts.
Gateway.....................68c
Gateway Special ............70c
Festive ....................75c
Caravan ....................80c
Rajah ......................85c
Póstgjald greitt af öllum pöntunum af Te og Kaffi, sem er yfir 5 pd.
Skriíið eftir sýnishornum.
KOL KOL! KOL!
ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS
DRUMHELLER COKE HARD LUMP
iiiiiiiiiniiiii
Thos. Jackson & Sons
COAL— COKE—WOOD
370 Colony Street
Eigið Talsímakerfi: 37 021
POCA STEAM SAUNDERS ALLSKONAR
LUMP COAL CREEK VIDUR
A Strong, Reliable
Business School
MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE
ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS
COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909.
It will pay you again and again to train in Wln-
nipeg where employment ls at its best and where you
can attend the Success Business College whose
graduates are given preference by thousands of em-
ployers and where you can step right from school
into a good position as soon as your course is finished.
The Success Business College, Winnipeg, is a strong,
reliable school—its superior service has resulted In
its annual enrollment greatly exceeding the combined
yearly attendance of all other Business Colleges in
the whole province of Manitoba. Open all the year.
Enroll at any time. Write for free prospectus.
“Það er til ljósmynda
smiður í Winnipeg”
Phone A7921 Eatons opposite
W. W. ROBSON
317 Portage Ave. Kennedy Bldg
ÞJOÐLEGASTA
Kaffi- og Mat-sölnhúsið
sem þessl borg hefir nokkum tínm
haft lnnan TÖbenda slnna.
Fj'rlrtaks málttClr, skyn. pönnu-
kökur, rullupyísa og þJöBræknla-
kaffL — Utanbæjarmenn t& sé.
ávalt fyrst hresslngu 4
WEVESj CAFI'L 692 Sargent Ave
aimi: B-3197.
Rooney Stevens, eigandd.
Vér seljum
NUGA-T0NE fyrir90c
og öll önnur meðöl við
lægsta verði.
THE SARGENT PHARMACY, L.TD.
Sargent & Toronto - Wlnnipeg
Simi 23 455
Vegna þess að I þau 48 &ra,
sem vér höfum 4tt viðskifti
viö Ibúa þessarar borgar,
höfum vér meS ráövendni
og hreinum viðskiftum afl-
að oss trausts þeirra og
gððvild, sem vér gætum
eins o gsjáaldurs auga vors.
Er það trygging vor fyrir
þvl að þér fáið fullvirði
peninga yðar og verðið á-
nægðir.
ARCTÍC
A. SŒDAL
PAINTER and DECORATOR
Contractor
Painting, Paperhanging and
Calsomining.
407 Victor St. Phone 34 505
DRSt IL R. & H. W. TWEED
Tannlæknar.
406 Standard Bank Bldg.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone A-6545 Winnipeg
Fiskimenn!
Umboðssala á þíðum og
frosnum fiski verður bezt af-
greidd af
B. METHUSALEMSON,
709Great West PermanentBIdg.
Phones: 24 963 eða 22 959
Exchange Taxi
Sími 30 500 $1.00 fyrir keyrslu
til allra staða innan bæjar.
Gert við allar tegundir bif-
reiða, bilaðar bifreiðar dregnar
hvert sem vera vill. Bifreiðar
geymdar.
Wankiing, Millican Motors, Ltd.
C. JOHNSON
hefir nýopnað tinsmiðaverkstofu
að 675 Sargent Ave. Hann ann-
ast um alt, er að tinsmíði lýtur 0$
leggur sérstaka áherzlu á aðgerði^
á Furnaoes og setur inn ný. Sann*
gjarnt verð, vöndutS vinna og lip-
ur afgreiðsla. Sími: N-0623.
Heimasími — N-8026.
Rose Hemstitching & Millinary
Gleymið ekki að á 804 Sargent Ave.
fást keyptir nýtlzku kvenhattar.
Hnappar yfirklæddir.
Hematitching og kvenfatasaumur
gerður.
Sératök athygli veitt Mail Orders.
H. GOODMAN. V. SLGURDSON.
Blómadeildin
Nafnkunna
Allar tegundir fegurstu blóma
viS Kvaða tækifaeri aem er,
Pantanir afgreiddar tafarlauat
Islenzka töluð f deildinni.
Hringja má upp á sunnudög-
um B 6151.
Robinson’s Dept. Store, Winnbeg