Lögberg - 16.02.1928, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.02.1928, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. FEBRÚAR 1928. Bla. 3. Hann veit hvernig á að lækna bakverk. B. C. Maður Talar Um Dodd’s Kidney Pills. Mr^John Innes Þjáðist af Kvala- fullum Verk í Bakinu. New Westminster, B. C., 13. feb- rúar. (Einkaskeyti) — “Eg hefi reynt Dodd’s Kidney Pills að því að reynast fullkom- lega eins vel og af þeim er látið,” segir Mr. J.i Innes, sem er vel- þektur maður í New Westminster. Eg hefi reynt þær mörgum sinn- um. iBezt reyndust mér þær fyr- ir tveimur eða þreonur árum. Mér var svo ilt í bakinu, að eg gat ekki sofið á nóttunni. Eg gat varla hreyft mig í rúminu ogl þegar eg stóð hálfboginn litla stund, þá gat eg varla rétt mig upp, svo sár var verkurinn í bakinu. Eg las í blaðinu um Dodd’s Kidney Pills, og fékk mér öskju af þeim. Eftir faa daga leið mér vel. Verði mér ilt í bakinu, tek eg þetta gamla og góða meðal — Dodd’s Kidney Pills.” Dodd’s Kidney Pills hjálpa nýr- unum til að hreinsa óholl og skað- Jeg efni úr bólinðul óðinu Tn t) leg yfni úr blóðinu. Fást alstaðar hjá lyfsölum eða h já The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, 2. Árið sem leið. (Niðurl.) Framleiðslan. Góðærið hafði að sjálfsögðu holl áhrif á atvinnulíf þjóðarinn- ar. En þess ber að gæta, að áhrif góðæris koma að sumu leyti eins mikið niður á árinu sem fer í hönd eins og afleiðingar mögru áranna. I*að verður að telja árinu 1926 tiJ rýrðar, að hey voru sumstaðar svo léleg í fyrravetur, þó næg væru að vöxtum, að fé féll í hrönnum sumstaðar norðanlands af ormaveiki eða annari óhollustu. A sama hátt munu merki sumars- ins sem leið sjást á góðum fénað- arhöldum eftir yfirstandandi vet- ur, nema illa vori. Skýrslur um búpeningseign ís- lendinga í fardögum sem leið eru ekki komnar út enn þá, og verður tví ekki gerður samanburður á ^úpeningsfjölda í ár við það sem vsr 1926. Um framleiðslu bænda eru e'&i heldur til skýrslur, aðra €n Þá sem til útlanda flyzt, og kær ná þó ekki nema til nóvem- berloka. Skal hér talinn útflutn- ln8ur helztu bændaafurða til 1. úesember, en til samanburðar í svigum útflutningur sömu afurða ait arið 1926. Af saltkjöti voru fluttar út 18,957 tunnur (19,071), o? af kældu og frystu kjöti 390 smálestir (184). Er sala nýja kjötsins eftirtektarverð, og hefir að þessu sinni gengið miklu betur en fyrra ár og má það meðfram þakka því, að landsmenn eiga nú sjálfir nýtízku kæliskip (Brúar- foss) til flutninganna. Fór hanrt tyær ferðir með fullfermi af kjöti tyl London í haust og gekk salan agætlega í annað skiftið, en skap- ega í hitt, svo að nú mun nýja yjotið hafa selzt mun betur til jafnaðar en það sem út var flutt saltað. Stefnir kjötsölumálinu því 1 vænlegt horf nú. Útflutningur á gærum var um s67 þús. stykki (279 þús), af ull! g84 smálestestir (895), og af lif- andi hrossum tæp 1200 (490). Uvað sjávarútvegin; bá hafa fiskigengd og veðrátta lagst á eitt um aflabrögðin góð, Aflinn °g smáfiski, ýsu og ufs fll 1. des. 305,661 skippu; var á sama tíma í fyrr; 237,608 skp. Er miðai fiskurinn sé fullþurkaðu þessa hefir verið seldur fyrir nál. 2.65 milj. krói Peim fiski, sem lagður h( a land, hafa togararnir ] vik og Hafnarfirði afl; helming eða rúm 140,001 Síldaraflinn var geysi-n asta sumar, en þó hefir meira saltað en nú. All: mjölsgerðir störfuðu a kappi og fóru 597,204 h< bræðslu; var jafnvel n S1?d selt úr landi til bræ aö verksmiðjurnar hér t annað því. Saltaðar vor, tunnur 0g 59,181 kryddað mjölsútflutningurinn na ssss - — 5 £ lýSÍ VOrU flutt át 5.364 smalestir, af sundn smal og af hrognum 8,7 ur (4,056 tn.). Af ofangreindum tö sjá, að framleiðslan he mikil í flestum greinum, staðar mjög mikil. Verzlun og fjárhagsmál Þó skýrt sé nokkuð frá fram- leiðslumagni þjóðar, verður eigi nema hálfsögð sagan um afkomu ennar — 0g stundum illa það. Þess eru því miður mörg dæmin, lok heims (þ. e. jarðar) og ýms uppskera þau ár, sem halastjörn- að mikil framleiðsla hefir orðið lítilsnýt sakir óhagstæðrar verzl- unar, og megum vér muna þess dæmi, eigi fá. Á umliðnu ári báru menn kvíðboga fyrir því lengi framan af, að verzlunin mundi verða óhagstæð, einkum fyrir þá sök, að verð sjávaraflans var mjög lágt. Verð á saltfiski beztu tegundar, var í byrjun ársins um 105 kr. skippundið og fór svo lækk- andi fram í ágúst, að það komst niður í ca. 95 kr., En þegar ganga tók á birgðirnar, færðist nýtt fjör í tilboðin, svo að það síðasta sem selt var af fiski á árinu mun hafa verið borgað með alt að 130 kr. Nam andvirði saltfisks, útfl. til 1. des alls 29.5 miljónum, en var alls rúmar 26 milj. 1926. — Síldarverð var lágt; sæmileg sala í byrjun veiðitímans, en síðan féll verðið mjög, svo að sumt var selt fyrir 18 kr. danskar tunnan og það gegn 9 mánaða víxlum, sem bankarnir kváðu ekki vera ginkeyptir fyrir. Voru 25 þús. tunnur síldar seldar með þessum kjörum. Fór síld þessi til Rússlands, en þar mun afar mikill markaður fyrir ísl. síld, svo að Islendingum má vera áhugamál, að verzlun færist þar í lag. Að síldarmarkaður þessi opn- aðist í sumar mun einkum koma af viðskiftaslitum þeim, sem urðu milli Breta og Rússa í vor sem leið. Útflutningur fiskmjöls og síldarlýsis nam orðið 4,7 miljónum króna 1. des. og mun þó eigi hafa verið lokið, en var alls 1926 rúml. 1.9 milj., svo af því sézj, að verzl- unarveltan hefir batnað um nær 3 milj.., að eins á þessum afurðum, þó tunnusíldin sé ekki talin með. Lýsi var flutt út fyrir tæpar 5,4 miljónir, en alt árið í fyrra að eins 2,25 milj., enda var verðið gott. Afurðir bænda hafa selst flest- ar skaplega og sumar vel. í byrj- un desember hafði verið flutt út saltkjöt fyrir tæpl. 1,6 miljónir og fryst og kælt kjöt fyrir um 350 þús. kr., en árið 1926 nam þessi útflutningur samtals um 2,7 milj., að því er skýrslur telja, en senni- legt er, að andvirði kjötsins hafi reynst minna að lokum. — Gær- ur voru fluttar út fyrir 2,15 milj. kr. til 1. des. (1926 alls: 1,39 milj) og ull fyrir 1.8 milj eða álíka upp- hæð og alt árið í fyrra, en magn- ið var miklu minna. Alls nam útflutningur ísl. af- urða 11 fyrstu mánuði síðasta árs 54,4 miljónum króna, en varð alt árið 1926 47,86 miljónir. — Inn- flutningur til 1. des. f.á. er talinn 41 miljón króna, en þó munu þar ekki öll kurl komin til grafar enn- þá. Þó ætti að vera óhætt að gizka á, að verzlunarhagnaður ársins yrði alt að 10 miljónum króna, nema því meira hafi verið flutt inn af jólaglingri í desember. Gengi krónunnar í hlutfalli við sterlingspund hefir verið óbreytt alt árið, og með því að þjóðir þær sem íslendingar verzla mest við, hafa flestar gullgilda mynt, hafa gengissveiflur ekki haft veruleg áhrif á verzlunina, hvorki til góðs né ills. Vextirnir hafa ekki ver- ið lækkaðir, en eru 7 prct. hjá Landsbankanum, og 7% prct. hjá Islandsbanka, eins og áður; en innlánsvextir 4% prct hjá báðum. Snemma á árinu voru taldar nokkr ar horfur á, að heimild þingsins til stofnunar nýjum banka yrði notuð, en eigi varð neitt af því. — Árið sem leið muti hafa verið bönkunum allgott og innstæða þeirra erlendis aukist. Fráfarandi f jármálaráðherra telur hag ríkissjóðs fremur slæm- an á árinu, vegna kreppunnar ár- ið áður, og telur líklegt, að nokk- ur tekjuhalli verði á ríkisbú- skapnum, alt að 700 þús. krónum. — Hvað sem vöruverði viðvík- ur, má segja, að verzlunin hafi yfirleitt gengið greiðlega árið sem leið og að óvenjulítið hafi leg- ið óselt af framleiðslunni um ára- mótin. Á þetta einkum við um fiskinn. Mætti ætla, að þetta létti fyrir verzlunarhögum vorum á árinu, sem nú er að byrja. —Vísir. Halastjörnur. og hjátrú í sambandi við þær. Ný halastjarna er nýlega upp- götvuð og er hún kend við Pons Winnecke, manninn, sem fyrstur sá hana. Eins og vant er að vera, þá er halastjarna sézt, hafa kom- ið upp ýmsir spádómar um enda- hindurvitni og hjátrú hafa fengið fæturna, enda þótt vísindin hafi kveðið niður mikið af þeirri hjá- trú, sem forðum var í sambandi við halastjörnur. Hefir stjörnu- fræðingurinn, Maupertius sagt í gamni, að halastjörnur séu nú orðnar svo áhrifalausar, að þær komi ekki einu sinni af stað kvefi. Þó er almenningur víðsvegar um heim mjög hræddur við hala- stjörnur enn. Árið 1910 sást halastjarna sú, sem kend var við Halley. Var því spáð, að hún mundi rekast á jörðina. Fjöldi manna misti þá alveg móðinn og víða í Þýzkalandi og Noregi hættu bændur akuryrkju, því þeir hugsuðu sem svo, að það þýddi lítið að vinna baki brotnu, úr því að jörðin ætti að farast. Fyrrum var litið á halastjörn- ur eins og reiðiteikn guðs og alt, sem aflaga fór á jörðinni, var að kenna þessum “flækingum himin- geimsins”. Árið 1661 segir þýzk- ur rithöfundur: “Halastjörnur boða ófrið, drepsótt, dýrtíð, vatna- gang, jarðskjálfta, storm, bylt- ingar og höfðingjadauða.” Á miðöldunum héldu menn að halastjörnurnar væri lifandi. Þær sveimuðu víðsvegar um himin- geiminn og drykki þar í sig eitr- aðar lofttegundir og spúðu þeim síðan yfir jörðina. . Árið 1456 sást stór halastjarna, en þá höfðu kristnir menn unnið sigur á Tyrkjum. Og þar sem það gateigi talist neinn óhappaatburð- uí, heldur hið gagnstæða, þá varð að finna halastjörnunni eitthvað annað til foráttu. Og þá var henni kent um það, að einhvers- staðar hefði kýr borið tvíhöfðuð- um kálfi. í gömlum lýsingum á hala- stjörnum eru margar einkennileg- ar sögur um það böl, sem þær hafi valdið. Danskur vísindamaður, Dybvald að nafni, segir í bók um halastjörnur (1577): “Árið 597 sást halastjarna. og rétt á eftir fæddist guðníðingurinn Múham- ed” (Múhamed fæddist um 570). Sagnfræðingur nokkur segir, að halastjörnunni 831 hafi fylgt svo mikil dýrtíð og hallæri, að for- eldrar hafi etið börn sín. Enn- fremur segir hann, að .halastjörn- unni 1005 hafi fylgt svo mikil dýrtíð, að margir hafi skorið þjófa niður úr gálga og etið þá. Árið 1211 sást halastjarna í drekamerkinu og rétt á éftir ruddust Tartarar inn í Slesíu og drápu svo marga menn, að þeir höfðæ á burt með sér níu skepp- ur af eyrum. Skáru þeir annað eyrað af hverju líki til að vita hve marga þeir drápu. “Árið 1830 sást halastjarna í fjóra mánuði og sama ár fann þýzkur munkur Berthold Schwartz upp þá list, að skjóta með byssu.” “Árið 1454 sást stór halastjarna og um sama leyti flugust skó- smiðir í Luneburg á í illu.” — “Árið 1668 sást halastjarna. Hún olli drepsótt í köttum í West- phalen.” Paré læknir segir um hina stóru halastjörnu, sem sást 1527: — “Þessi halastjarna varð svo hræði leg, að margir dóu af hræðslu. Hún var á litinn' eins og blóð. í kjarna hennar sást armleggur með sverð og var stjarna á sverðsodd- inum. Til beggja hliða sáust axir, hnífar og blóði roðin sverð og fjöldi afskræmdra andlita.” Sagt er af ýmsum, að Klemens páfi VII. hafi bannfært hala- stjörnuna, sem sást 1532, en sann- anir vantar fyrir því. Árið 1556 sást halastjarna. — Varð Karl keisari V. þá svo hræddur, að hann lét telja sig á það, að leggja niður völd og fá þau í hendur Ferdinand I. bróður sínum., Halastjarnan 1680 hafði þau áhrif, að hæna í Rómaborg verpti “með illum látum og óhljóðum” gríðarstóru eggi með ýmsum blettum, sem menn þóttust sjá* að væri mynd af halastjörnunni. — Egg þetta var sýnt bæði páfanum og Kristínu Svíadrotningu og myndir eru til af því enn. Þegar her Frakka réðist inn i Moskva 1812, sagði rússneskur kennari Frökkum, að þetta óhapp væri halastjörnu að kenna. En halastjarnan 1811 hafði þau góðu áhrif, að vínuppskera varð óvenjulega góð það ár. Er það gömul hjátrú, að góð verði vín- ur eru á ferðinni. En sá er galli á, að þessi góða halastjarna er 30'00 ár að fara hringferð sína. Fegursta halastjarna, sem sög- ur fara af, er sú sem sást 1858. Hún er kend við Donati, þann er fyrstur sá hana. Fegurst var hún 5. október 1858 og var þá halinn mældur og reyndist 82 miljónir kílómetra. Náði hann frá “Arc- turus“ og langt inn í “Karlsvagns” merkið. — Hringferð þessarar stjörnu er talin vera 2000 ár. Um þessa halastjörnu orkti Benedikt Gröndal hið fagra kvæði sitt, er svo byrjar: “Því undraljós, er áfram stikar ókunnum heimins djúpum frá; þú sem að geisla bröndum blikar brugðinn sem skjómi himni á.” Kvæðið endar svo. “Hvort ertu komin mig að minna máttlítinn bæði’ og gleyminn á, að guð sé til, sem gæti sinna og góðum ætíð dvelji hjá? Víst ei um það mig viltu fræða, vissi eg fyr að til hann er. Samt þú mér bendir hátt til hæða, hugurinn glaður fylgir þér.” Hér er enginn ótti, hindurvitni né hjátrú. íslenzki vísindamað- urinn og skáldið fyllist heilagri lötningu, er hann lítur þessa fögru og furðulegu sýn.—Lesb. Mbl. Fundargerð Sveitarráðsins í Bifröst. Sveitarráðið hélt fund í Árborg 3- og 4. janúar 1928. Viðstaddir voru: B. I. Sigvaldason, oddviti; G. Sigmundson; J. Eyjólfsson; M. Wojchychyn.; B. J. Lifman; J. Sig- urdson; C. Tomasson; O. Meier og S. Speder. Embættismenn voru skipaðir: Sveitarskrifari M. M. Jónasson, árslaun $1,500.00; lögmaður G. S. Thorvaldson af lögmannafélaginu Stitt og Thorvaldson; læknar: Dr S. O. Tompson, Riverton og Dr. S. E. Björnson, Árborg; innköll- unarmaður G. O. Einarson i þrjá mánuði fyrir $125.00 um mánuð- inn. H. J. Pálsson var skipaður yfirskoðunarmaður upp á væntan- legt samþykki frá Municipal Com- missioner. Samið var við Andrew Kucyk, N.W; 17-23-3E, þar sem hann borgar $85 að fullu fyrir skatt, af- gangurinn af skattsölu 1927, borg- ist með vegabótavinnu. Einn þriðji hluti af srkatti af S.E.-9 N.E.-9 og S.E.-16 af 24-2E var gefinn eftir, afgangurinn borgist innan viku. Sveitarráðið gekk inn á að sækja um leyfi fyrir Frank Petrachuk til að höggva 5,000 fet af við á 24-25- 3E og að kaupa viðinn af honum fyrir $35 þúsund fctin, að frá- dregnu leyfisgjaldinu. Anton Owc- zar keypti gamla hesta skóflu fvrir $3- J. A. Stadnek fór fram á að mál- ið Stadnek vs. Minicipality of Bif- röst sé ekki látið koma til úrskurð- ar hæstaréttar í Canada, og að sér sé borgað $1,000 og málskostnaður. Sveitarráðið neitaði þessu tilboði, af þeim ástæðum að þetta væri mál sem mikið riði á að sjá hvernig færi og það væri ómögulegt að sættast á málið eins og nú stæði. Oddviti skýrði frá samtali sínu við fylkisstjórnina, því viðvíkjandi að hún legði bændum til útsæði 1928. Municipal Commissioner sá elcki fært að ganga lengra en að á- byrgjast lán, sem sveitin tæki til út- sæðiskaupa, en akuryrkjumálaráð- lierra bjóst við að stjórnin myndi gera einhverjar ráðstafanir til að Ixeta úr þessum þörfum. Sveitar- ráðið samþykti ályktun þess efnis að það sæi sér ekki fært að takast á hendur nokkra ábyrgð í þessu efni. B. J. Sigvaldason, J. Sigurd- son og Otto Meier voru kosnir i nefnd til að vinna að þessu máli með útsæðisnefndinni. Ejárhagsskýrsla sveitarinnar og fjárhagsástand skólahéraðanna var lengi rætt. Samþykt var eftirfylgj- andi tillaga: “Að skólahéruðunum sé borgað framvegis hlutfallslega við það, sem skólaskattur innheimt- ist, en þá sé sanngjarnt. tillit tekið til misrrtunandi virðinga.” Gegn þessu greiddu atkvæði Meier, Woj- chychyn og Speder. Skrifara var falið að semja skrá yfir skatta, sem ekki hefðu verið innkallaðir, eða gefnir eftir síðastliðin tvö ár og ætla þar af 40% fyrir skólaskatt. Oddviti vakti rnáls á landamær- um sveitarinnar og þeim örðugleik- um, sem hún ætti í við önnur héruð viðvíkjatidi innköllun á skatti. Hann hélt aS þetta mætti laga til hags- muna fyrir bæði þau héruð, sem hefðu sveitarstjórn og hin, sem ekki hefðu sveitarstjórn. Eftir nokkr- ar uniræður var samþvkt að skilja þetta mál eftir í höndum gjaldend- anna. Samþykt var að gefa út skulda- bréf fyrir $7,000 til vegabóta í 2. og 8. deild og $8,000 til hins sama í 1., 3., 4., 5., og 7. deild Wojchy- chvn greiddi atkvæði gegn þessu. Tohn Sigurdson var útnefndur í Washow River nefndina í staðinn fyrir fráfarandi sveitarráðsmann Finnson. Oddviti Sigvraldason, J. Sigurd- son og B. J. Lifman voru kosnir í nefnd til að hafa umsjón með og líta eftir verki innköllunarmanns. Aukalög voru samþykt er heim- ila að taka $45.000 lán hjá Cana- dian Bank of Commerce. Fátækrastyrkur var samþyktur til John Mariacz $15, til Mrs. Prit- niski $25, til Flóvents Jónssonar $30 og Children’s Aid Society $50. Knattstofu-leyfi var veitt E. S. Sigurdson, Árborg og Ingi Johann- son, Riverton. Einnig samþykt að veita F. G. Bergman knattstofu- leyfi. Eftirfylgjandi útgjöld samþykt: Ward 1, $24.00; Ward 2, $8.54 Ward 4, $66.62; Ward 5, $13.95; Ward 6, $4.00; Ward 7, $<>.03; Good Roads, old By-Law, 58.30’, Lord Selkirk Highway, $125.00; Expense, $0.80; Travelling Ex- pense, $40.00; Printing, $58.00 Charity þBurak and Batenchuk childrenj, $192.00 Hospital, $24.50 Election Expense, $259.55; Legal Expense $790.40: Office Expense $22.92; Total $1,697.61. Næsti fundur ákveðinn i Árborg 1. febrúar 1928. Æfiminning. Anna Ingibjörg GiIIis. oft alls ekki tekist, nema fyrir að- j stoð og styrk slíkra kvenna. Og; verður þeim það aldrei nógsam-! lega þakkað. Anna heitin var mjög félags- i lynd, ávalt viljug og reiðubúin að sinna öllum góðum félagsskap, eft- \ ir ítrasta megni, og hafði mikið j gaman af að hjálpa til við þess-; háttar, þá hún mögulega gat, og þegar hún gat ekki sint því sjálf, eins vel og hún vildi, þá örfaði hún mann sinn til þess að gjöra það þeim mun betur. Hún var einstaklega guðrækin og trúhneigð kona. Lét lesa hús- lestra á sunnudögum þá því varð j komið við, og ávalt alla Passíu-1 sálma á föstunni, og sagðist ekki j vita af neinu jafn áhrifamiklu til guðrækilegra hugleiðinga og um- hugsunar sem það, að lesa einn Passíusálm að kveldinu og syngja nokkur síðustu versin áður en maður færi að sofa, og bað guð að gefa, að það gerðu sem flestir. Ekki lagði hún heldur niður þann góða, gamla sið, að venja börn sín við að signa sig og lesa faðir vor og nokkur vers áður en þau færu að sofa, og þá þau vökn- uðu á morgnana. Frá því fyrst að hún gjörði það yfir þeim í vöggu, og með þeim, þá þau stækk- uðu, hafa þau haldið því við, og með guðs sjálp munu ávalt gjöra. Það má með sanni segja um Önnu, eins og sagt var um móður hennar, að hún var með allra merkustu konum hér vestra. Enda voru þær mjög líkar, hvað mann- kosti snerti; mannkostirnir voru aistaðar og ávalt þeir sömu: skyldurækni í öllum greinum, á- hugi í því að alt væri vel gert, sem gera bar, hreinlyndi hið innra, og hreinlæti hið ytra, kærleiksrík lund, og ástúðlegt viðmót. Allir, sem kyntust henni, sakna hennar, en mest hennar nánustu; er það þó án efa einn flokkur öðrum fremur, það eru þeir^ sem bágt eiga. Henni var svo ljúft, að hafa hugann hjá þeim, alt af hugsa um hvernig hún gseti bætt úr raunum þeirra, og létt byrðina. Hennar lund var svo viðkvæm, hrein og barnsleg, að hún mátti ekkert bágt sjá, nema að sjálfsögðu að bæta úr því sem bezt hún gat. Það er engin furða, þó hennar sé sárt saknað af eiginmanni, börnum og systkinum, því hún Gyllinœd Lœknast fljótlega “Eg tók mikið út árum saman af þessum slæma sjúkdómi” segir Mrs. W. Hughes, Hoche- laga St., Montreal. “Kvalir, svefnleysi, og alls- konar ill 1 iöan, var það sem eg átti við að stríða þar til eg reyndi Zam Buk. Nú veit eg, að það er ekkert til, sem jafn- ast á við þetta ágæta meðaL Síðan það læknaði mig, lang- ar mig innilega til að láta þá, er líða af slíkum sjúkdómi, vita um það. 50c. askjan. Stöðvar kvalir undra fljótt. Græðandi meðal úr plönturíkinu. að láta vinna verkið fyrir 550 þús. danskar krónur, en verka- menn allir voru íslenzkir. Garðurinn er 160 metra lang- ur og 10.6 metra á breidd að of- an, að meðtalinni bryggju; sjálf- ur er hann 1.4 metrar, en undir- staðan breiðari. Undir sjávar- borði er garðurinn úr stórgrýti og hlaðinn á sama hátt sem hinir hafnargarðarnir, en ofan við sjó er steinsteypa með skjólgarði á ytri brún og er hann 1 m. á hæð. Við garðsendann er “haus” úr járnbentri steinsteypu, 16x6 m. og 12 m. hár. Hann var að nokkru leyti steyptur úti í örfirisey og síðan sökt við garðsendann. Bryggja liggur með endilöngum garðinum að innanverðu. Grindin er úr járni, en klædd að ofan með þykkum plönkum og hlífarborðum þar yfir. Þrír botnvörpungar geta legið við bryggjuna í einu, en ' smáskip getur legið við bryggju- Á jóladagsmorguninn síðastlið- inn, andaðist, úr lungnabólgu, að var ávalt sem reglulegur sólskins' heimili sínu við Brown P.O., Man.,! geisli á sinu heimili, með sína sak- merkiskonan Anna Ingibjörg, kona 1 lausu, hreinu og inndælu, kær- J. :S. Gillis. j leikslund. Og nú er sá sólskins- iHún var fædd 30. ágúst 1870. ’ geisli horfinn, og hin eina hugg- sporðinn (“hausinn”). Foreldrar hennar voru _þau Jónjun fyrir hennar nánustu er sú, að j Auk þegg gem garðurinn kur Gislason fra Flatatungu 1 Skaga-; biðja guð almáttugan að gefa ser 1 firði og Sæunn Þorsteinsdóttir frá! það, að geta lifað sem hún lifði, og sem hún vildi að þeir lifðu, unz þeir fyrir náð hans fá að sam- einast henni á ný í öðrum, betri heimi Gilhaga í sömu sveit. Hún ólst þar upp hjá foreldrum sinum í Flatatungu, þar til að hún var 12 ára, eður árið 1883, að for- eldrar hennar fluttu til Ameriku, og settust að skamt suðaustur frá Hallson, N.-Dak. Þaðan gekk Anna á skóla með tveimur bræðrum sínum, á meðan að hún var svo ung, að hún gat ekki unnið fyrir sér, eins og siður var til í þá daga, og reyndar mátti til. Það voru ekki margir, sem höfðu tækifæri eður kringumstæð- 11 r á að ganga skólaveginn þá, þó hugurinn hneigðist þar til, og svo var með önnu. Hún fór að vinna í vist strax er hún var fær um það, og hjálpaði foreldrum sínum, og móður sinni, eftir að hún misti föður sinn, með alt það er hún gat látið af hendi rakna af því litla kaupi, sem hún fékk. Og það var nú ekki mikið, eftir núverandi mælikvarða en það kom sér samt vel; enda var það smáa í þá daga meira virði, en hið stóra er oft á tiðum nú. Henni var líka sönn ánægja í því að hjálpa sínum, þvi hún var framúrskarandi umhugs- unarsöm og ástrík dóttir og systir, eins og hún varð síðar eiginkona og móðir. Árið 1893 misti Anna föður sinn, og tók þá Þorsteinn, elzti bróðir- inn, aðallega við umsjón á búinu með móður sinni og aðstoð hinna barnanna. Stuttu síðar seldu þau landið og fóru til Hallson. Það- an giftist Anna árið 1898, Jóni 'Sigfússyni Gflllis, frá Akra, N,- Dak. Var hann þar hjá foreldrum sínum á neimilisréttarlandi þeirra, er hann veitti forstöðu. Næsta ár fluttu þau Jón og Anna til hinnar svokölluðu Morden eða Brown bygðar í Manitoba, ásamt flestöllum þeirra nánustu ættingj- um. .Tón tók þar heimilisréttar- land, og settnst þau þar að búi sínu og hafa búið þar ávalt síðan. Anna var hin mesta ráðdeildar- kona og annaðist alt með sérlegri umhyggju og forsjá, og sást það brátt, að guð blessaði starf henn- ar, því búinu fór fljótt fram, þó í fátækt byrjað væri. Hún var hin mesta geðprýðiskona, mátti ekki vamm sitt vita í neinu, kom ætíð fram til góðs og blessunar, og færði alt á betri veg. Oft og iðu- lega hughrysti hún mann sinn, þá hann var að kvarta yfir einhverju sem illa gekk, og sagði: “Láttu ekki svona, góði minn, þetta lag- alt alt saman og verður betra en bú heldur.” Og þannig reyndist það líka vanalega. Enginn getur fyllilega vitað, nema sá er réynir, hve afar stóran þátt slíkar konur eiga í því, að landnámsmönnunum gömlu varð mögulegt að komast í gegn um hina mörgu- og stóru örðugleika, er á leið þeirra lágu, og ná því takmarki, er þeir settu sér. ^Það er enginn efi á því, að slíkt hefði bryggjurúm hafnarinnar, eins og áður segir, þá er hann skjólgarð- ur gamla og nýja hafnarbakkans, en þess urðu dæmi áður, að skip lágu þar undir skemdum, þegar Börn þeirra Jóns og Önnu eru: gtórviðri leiddu brim inn um hafn_ Jón óskar, heima; Rannveig Sig-1 .rún, skólakennari, heima; Sigfús | armynmö. Valdimar, á Wesley College, Wpg; | Vert er að geta þess, þeim til Árni Ragnar, og Þorsteinn Guð- mundur Gísli, báðir heima. Eitt barn, er Sæunn Oddný hét, mistu þau í æsku. Systkini önnu eru: Þorsteinn, fyrverandi kaupmaður að Brown; Gísli Guðmundur, læknir í Gixnd Forks, N. Dak.; Oddný, að Brown, og Jón Magnús, bóndi að Brown. Fimtudaginn 29. des. var hún jarðsungin, af séra H. Sigmar, Mountain, N.D., að viðstöddu flest- öllu íslenzku fólki úr bygðinni, og nokkrum öðrum. Flutti séra Sig- mar ágæta húskveðju. — Kistan var þakin blómsveigum og blóm- vöndum frá vinum og vandamönn- um, er sýndi glögt þá virðingu og ást, er þeir báru til hinnar látnu. Blessuð sé minning hennar! Vinur. Mikið mannvirki. Skömmu fyrir jól var lokið við innra hafnargarðinn, sem liggur út í höfnina frá norðvesturhorni nýja hafnarbakkans. Er garður þessi mikið mannvirki og eitt hið fegursta, sem gert hefir verið hér á landi. Fyrir þrem árum (í janúar- mánuði 1925) var hafnarstjóra, Þórarni Kristjánssyni falið að athuga, hvernig auka mætti bryggjupláss hafnarinnar, og hróss, sem hlut eiga að máli, að mannvirki þetta hefir verið reist fyrir innlent fé. Hafnarstjóra tókst að fá 800 þús. króna innlent lán, handa höfninni, og var því varið til þess að koma upp þess- um hafnargarði, en það, sem af- gangs var, gekk til greiðslu á lausaskuldum hafnarinnar. — —Vísir. VITA-GLAND TÖFLURNLAR tryggja það að hænurnar verpa innan þriggja daga Hænurnar hafa lífkirtla eins og manneskjan og þurfa holdgjafar- efni. Vita-iGland töflur eru slíkt efni og séu þær leystar upp í vatni sem fyrir hænsnin er sett, þá fara lélegar varphænur strax að verpa. Vísindin hafa nú fundið þau efni sem nota má til að ráða því alveg hvernig að hænurnar verpa. — Skýfslur sýna, að með því að nota hæfiilega mikið af Vita Gland töflum handa hænunum, getur hæna verpt 300 eggjum, þar sem meðal hæna verpir að eins 60 eggjum. Egg, egg og meiri egg, og þrif- leg hænsni án mikillar fyrirhafn- ar eða meðala eða mikils fóðurs. Bara að láta Vita-Gland töflu í drykkjarvatnið. Auðvelt að tvö- falda ágóðann með sumar-fram- leiðslu á vetrarverði. Þeir, sem búa til Vita-Gland töflurnar, eru svo vissir um ágæti þeirra, að þeir bjóðast til að senda yður box fyrir ekkert, þannig: sendið enga samkvæmt tillögum hans var þes i| peninga, bara nafnið. Yður verða ,. , . _ , send með posti tvo stor box, sem nyi hafnargarður smiðaður. — jhvort kostar $1.25. Þegar þau Undirbúningur verksins hófst haustið 1925, og vorið 1926 var tekið til vinnunnar og henni hald- ið áfram óslitið fram á haust, meðan veður leyfði, og loks unn- ið síðan í vor, þangað til verk- inu var lokið. N. C. Monberg tókst á hendur koma, þá borgið póstinum bara $1.25 og fáein cents í póstgjald. Nábúar yðar sjá svo hvað eggjun- um fjölgar hjá yður, kostnaðar- laust. Vér ábyrgjumst, að þér verðið ánægður, eða skilum aftur peningunum. Skrifið oss strax í dag og fáið mikið fleiri egg á auð- veldara og ódýrara hátt. VITA-GLAND LABORATORIES 1009 Bohah Bldg., Toronto, Ont. Sendið korn yðar til UNITEDGRAIN GROWERSI? Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. ThKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHQF

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.