Lögberg - 16.02.1928, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.02.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGiRERG, FIMTUDAGINN 16. FEBSRÚAR 1928. fogberð Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pross Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talafanari N-6S27 oý N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Otanátkríh til blaðmna: TlfE tOLU^BIf PRESS, Ltd., Box 317Í, Wlrwilpog, Haq. Utanáokrift riutjórana: EDtTOR LOCBERC, Box 317* Winnipeg, ^an. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tha •'Lðgbar*" la prlntad and publlahad by Tha Oolumbla Praaa, Lámltad, in tha Columbla ■utldtn*, StS Oaraant Ara Wlnntpa*. Manltoba. ^ i|TO Að klœða landið. Eftir 'því sem nær dregur Alþingishátíðþini 1930, koma að sjálfsögðu fram um það skýrari og ákveðnari raddir, með hverjum hætti að hlut- taka vor Vestur-lslendinga gæti orðið, þannig, að hafa mætti sem allra víðtækust framtíðará- hrif. Uir* rnálskjarnann sjálfan, eða þátttök- una í heild, verða sennilega ekki mikið skiftar skoðanir, þótt ef til vill kunni eitthvað að hera á milli, hvað aðferðunum viðkemur. Fyrir nokkrumj vikum birtist hér í blaðinu grein eftir Björn Magnússon, þann er stund- að hefir dvraveiðar í fjarstu óbygðum Sléttu- fylkjanna síðastl. þrjátíu vetur, og jafnframt gert sér far um að kynnast trjágróðri í hinum allra norðlægustu héruðum. Mr. Magnússon var barn að aldri, er hann kom frá Islandi, og hefir dvalið meginhluta manndómsæfi sinnar úti í óbvgðum, fjarri 'þjóðbræðrum sínum. Samt er hann einn þeirra mörgu, er fyrir hrjósti bera framtíð stofnþjóðarinnar norður í sæ, og vildu fegnir einhverju því fyrir hana fórna, er verða mætti til framtíðarnota. í grein þessari, sem nú hefir nefnd verið, stingur Mr. Magnússon upp á því, að Vestur- Islendingar hindist um það samtökum, að stuðla að trjáplöntun. á Islandi 1930, eða með öðrum orðum, að klceða landíð. Telur hann á því mikil líkindi, að grenitegund sú, er Jaok Pine nefnist og vex lengst norður í óbygðum þessa lands, geti þrifist á Islandi. Vill hann láta Vestur- íslendinga kaupa fræið o>g senda heim. Telur hann jafnframt æskilegt, að Þjóðræknisiþing það, er nú fer í hönd, taki málið til meðferðar og annist um framkvæmdir þess. Hugmynd þessi virðist svo falleg, og bygð á svo heilhrigðri hollustukend til heimaþjóðarinnar, að ógerning- ur væri að ganga fram hjá henni, að óathuguðu máli. Hvort hún er framkvæmanleg eða ekki, treystum vér oss ekki til að dæma um, en væntum þess eindregið, að þjóðræknisþingið sýni henni allan sóma, og meti að verðleikum tilgang þann hinn fagra, er til grundvallar liggur. — Skömmu eftir að áðurnefnd grein birtist í Lögbergí, barst Mr. Magnússyni bréf frá list- málaranum víðfræga, Mr. Emile Walter. Má af því sjá, að greinarhöfundur stendur ekki einn uppi með hugmynd sína. Fylgir bréf þetta hér á eftir í íslenzkri þýðinigu: “Kæri Mr. Magnússon: “Það fékk mér ósegjanlegrar ánægju, að lesa grein þína í Lögbergi, um að klæða fsland fögr- um trjám. Það virðist undarleg tilviljun, að eg hafði svo að segja í sömu andránni sent frá mér langt hréf, þar sem stungið var upp á samvinnu meðal Islendinga beggja megin hafsins, í einum og sama tilgangi. Eg hefi haft málefni þetta á heilanum, lengi undanfarandi, og átt tal um það við merka skógfræðinga í landi hér. Tilætlun mín er sú, að Vestur-lslendingar standi straum af útbýting trjáfræsins og plönt- un þess. Geta vil' eg þess, að í bréfi mínu fór eg fram á, að heimaþjóðin stofnaði til löghelgaðs trjá- plöntunardags, og að böm á skólaaldri, skyldu látin vinna að tr.jáplöntuninni. — Sem listmálari hefi eg gert mér alt far um að kynnast mismunandi trjátegundum, og mál- að mikið af þeim í myndum mínum. Tekið skal það einnig fram, að ýmsar stór- stofnanir, er eg hefi komist í kynni við, hafa hoðist til að leggja fram ókeypis plöntufræ og plöntu-ungviði í þessu augnamiði. Þá hefi eg og stungið upp á því, að leitað skuli samvinnu við Ungmennafélög íslands, um framkvæmdir þessa nauðsynjamáls.” Yðar með virðingu, Emile Walter. Þetta fallega bréf, er ritað af manni, sem aldrei hefir tsland augum litið. Svona hugsa margir fleiri,' af ungu kynslóðinni, þótt eigi sé á almennings vitorði. Samt halda ýmsir því fram, að ræktarsemin til íslands og íslenzks þjóðernis, sé að verða aldauða í landi hér, og að þjóðernisbarátta vor yfirleitt, sé öll unnin fyrir gíg.------ „ Þrælahald. Engan veginn er það ósennilegt, að ýmsir kunni þeir að vera, er ónauðsynlegt telji, að rætt sé_ eða rit-að um þnælasölu og þrælahákl, nú á dögum, með því að á þessari miklu menningar- og framfara-öld, geti engu slíku verið til að dreifa. Við nánari athugun, kemur það samt því miður í ljós, að málinu er nokkuð á annan veg farið. Að vísu er það svo, að hinar siðuðu þjóðir, flestar hverjar, hafa gert heima fyrir þrælahald útlægt að lögum, þótt enn skorti mikið á, að við- urstygðin sé að fullu niður kveðin um allan heim. Enn eru til lítt siðaðar þjóðir, og aðrar siðmentar að eins á yfirborðinu. Ein þeirra þjóða, er jafnan hefir látið sig af- nám þrælahalds miklu skifta, er þjóðin hrezka. Þann fyrsta janúar síðastliðinn, öðluðust gildi í Sierra Leona, lög um afnám þrælahalds. Hafa Bretar á hendi stjórnarfarslegt umhoð í lendum þessum, og er það forgöngu þeirra að þakka, að þessi merka mannúðarlöggjöf náði fram að ganga. Eru það alls um tvö hundruð og fimtán þúsnndir þræla, er öðlast skulu fult frelsi, sem afleiðing af löggjöf þessari. Þessi hin nýju lög, sættu allsnarpri mótspyrnu, því þeir voru vitanlega margir, er auðgast höfðu stórkostlega á þrælahaldinu, og þótti sem nú væri tekinn einn vænsti spónninn úr aski þeirra. En Bretar sátu fastir við sinn keip, og gerðu laga fyrirmælin það ströng, að næsta erfitt mun verða að brjóta þau. Frá því á árinu 1915, hafa Bretar leyst úr ánauð f jögur hundruð og fimtíu þúsundir þræla, í hinum ýmsu lendum, er þeir fara með umboð fyrir. Það var að tilhlutan Breta, að Þjóðbanda- lagið tók sér fyrir hendur, að rannsaka þræla- haldsmálið, og safna að sér öllum gögnum þar að lútandi. Hefir málinu verið haldið vel vak- andi jafnan síðan. Arið 1925, gaf framkvæmdarstjóm Þjóð- handalagsins út skýrslu sína, í sambandi við þrælahaldsmálið, og var hún í rauninni alt ann- að en glæsileg. Mátti af skýrslu þessari glögg- lega sjá, að þrælahald og þrælasala, viðgekst um þær mundir í nítján löndum. Þótt nokkuð hafi að vísu unnist á í seinni tíð, þá er það enn langa langt í frá, að þræla- haldsósóminn sé kveðinn niður. Tala þræla skiftir miljónum. Að því er komist verður næst, ganga árlega kaupum og sölum í Kína, tvær miljónir kínverskra unglinga, eða freklega það, er stóriðjuhöldar sækjast eftir, til þess að geta fengið sem allra ódýrastan vinnukraft. 1 Abys- siníu, er ástandið sagt að vera . hið hörmuleg- asta, hvað máli þessu viðvíkur, og svo er vitan- lega því miður víðar. Það er gleðilegt tákn tímanna, að Þ.jóðhanda- lagið skuli hafa tekið afnám þrælahalds á stefnuskrá sína, og er þess að vænta, að stjórn- ir hinna ýmsu þjóða, heiti því fulltingi og skilj- ist eigi fyrri við, en síðasti ófrelsinginn er leyst- ur úr ánauð. Kven-drotnun. Inn á milli brattra f jalla, í grend við Persa- land, hefir hækistöð sína einn allra einkennileg- asti þjóðflokkur veraldarinnar. Þjóðflokur þessi nefnist Yassai, og er síð- venjum hans þannig háttað, að konur ráða þar lofum og lögum. Er staða karlmannanna þar, hliðstæð því, er viðgekst um konur í kvennahúr- um Tyrkja. Mæðradrotnun gerir að vísu vart við sig, inn- an vébanda fleiri þjóðflokka, en hins afar fá- menna Yassai flokks. Samt ber ekki mikið á henni, nema með þeim þjóðflokkum, sem einna skemst eru á veg komnir í menningaráttina og lítið þekkja inn á eðlislög lífsins. Móðirin er þar alt í öllu, — feðurnir ekki nefndir á nafn. Konur gegna öllum opinberum sýslunum, en hlutverk karla er það, að kljúfa við, sækja vatn, og gegna hinum og þessum snúningum heima fyrir. Eignir allar ganga að erfðum í kven- legginn, þótt mennirnir njóti nokkurs góðs af, ef hjónabðndin hepnast vel. Þegar gifting fer fram, verður maðurinn að yfirgefa allan ætt- bálk sinn, og flytja til skvldfólks konu sinnar. Yassai þjóðflokkurinn, þótt einangraður sé, er engan veginn samt ómentur með öllu. Hann hefir meðal annars lært listina þá, að búa að sínu í friði. Svo að á því sviði, að minsta kosti, hef- ir mæðradrotnunin komið að góðu haldi. Fyrir tvö þúsund árum, var Avars þjóðflokk- urinn, meðal hinna allra herskáustu þjóðflokka, sem sögur fóru af. Gerði hann usla mikinn, bæði á Italíu og Þýzkalandi, þar til Karla-Magnúsi tókst að hnekkja franlgangi hans. Sótti flokk- urinn einnig austur á bóginn, og rak frá löndum íbúana í Azerbeidzhan, á landamærum Persa- lands. Átti lýður þessi í sífeldum erjum við ná- granna sína, unz Moravíumenn svo að segja gengu af honum dauðum. Upp frá því, má svo ar orði kveða, að þjóðflokkurinn lægi í gleymsku, þar til nú á hinum síðari árum, að farið var að veita honum eftirteikt á ný. Yassai þjóðflokkurinn, mun nú á dögum eigi fjölmennari vera en það, að til han<^ teljist hundrað og fimtíu fjölskyldur. Hefir hann varðveitt tungu sína gegií um aldimar, ásamt ýmsum siðvenjum forfeðra sinna, hinna fornu Avarsmanna. Lifir fólk þetta kyrlátu og frið- sömu lífi, lukt hamraborgum á hliðar allar. Alþingishátíðarinnar minst á Sambandsþingi. 1 nýjustu þingtíðindum frá Ottawa, birtist eftirfarandi brot úr ræðu eftir, J. S. Woods- worth, þingmann fyrir Mið-Winnipeg kjör- dæmið hið nyrðra: “Mér verður liti& til járnbrauta- og skipa- skurða ráðherrans í sæti sínu, Mr. Dunnings. Vildi eg leyfa mér að beina til hans einni uppá- stungu í sambandi við Hudsonsflóa brautina, um leið og mér finst ástæða til að óska honum til hamingju, með röggsemi hans í því, að hafa látið hæfustu sérfræðinga rannsaka til hlftar endastöð, eða hafnarstað téðrar járabrautar. Á meðal vorra langmest virtu nýhyggja í Vestur-Canada, eru Islendingar, er hingað komu tií lands fyrir rúmum fimtíu árum. Ef til vill hafa einhverjir af okkur gleymt því, að krafa þeirra um að hafa fyrstir fundið Ame- ríku, er Leifur Eiríksson sigldi yfir Atlants- halfið, er á sæmilega góðum rökum bygð. Eftir tvö ár, hefir íslenzka þjóðin ákveðið, að halda hátíðlegt þúsund ára afmæli Alþingis. Fjöldi Islendinga hér í landi, hefir í hyggju að hverfa heim og taka 'þátt í hátíðarhöldunum. Mér finst ekki úr vegi, að beina því að ráðgjafanum, að þó ekki væri nema í auglýsingaskyni, þá væri ekki úrhættis, að hann beitti sér fyrir að bjóða íslendingum vestra, eitt af skipum verzl- unarflotans til heimferðar. frá Uort Churchill, því eins og bloðin segja, myndi það að minsta kosti koma “höfninni á landaibréfið. ” Lœtur illa í svefni. Það er alkunnugt, að ýmsir menn láta illa í svefni, öngla, eða eitthvað því um líkt, og er því þá oft um kent, að 'þeir hafi legið á ranga hlið. Maður gæti freistast til að halda, að eitthvað í þá átt hefði ástatt verið fyrir rit- stjóra Heimskringlu, er liann reit athugasemd sína' við 'svarið til Kristjáns Albertssonar, þann 18. 'þessa mánaðar. / Athugasemd Heimskringluritstjórans, er skýlausast svarað, með því að láta hann sjálf- an tala. Svargrein sína til Kristjáns byrjar hann þannig: “Blaðið “Lögberg” lánar frekan helming af ritstjóraardáikum síðasta töluhlaðs (2. feh- rúar 1928) til þess, meðal annars, að sanna, að núverandi dómsmálaráðherra 'Islands, Jóna>s JónssPn, sé lygari.” — Ritstjóri Heimskringlu verður alt af ösku fjúkandi reiður, ef honum er sagt' til syndanna, og lætur þá alt f júka, hvort heldur er í samræmi við sannleikann eða ekki. Segjum nú að það væri dagisatt, sem auðvitað var ekki, að vér hefðum, með því að birta svar- grein Kristjáns Albertsonar, gert tilraun til þess að sanna, að Jónas dómsmálaráðherra Jónsson, væri lygari, hver myndi þá afstaða vinar Vors' að Heimskringlu hafa orðið ? Lát- um hann aftur svara sér sjálfum. Eftir at- hugasemdir um íslenzka hlaðamensku, Kristján Albertsson,, Þorstein Gíslason, og hver má vita hvað, kemst hann þannig að orði: “En ef til vill er það fyrir þá sök, að Krist- ján Alhertsson hyggur oss vestra jafn persónu- lega, að hann leitar ekki til Heimskringlu með grein sína. Ef svo er, langar mig til að leið- rétta þann. misskilning, með því að fullvissa hann um það, að hionum er heimilt rúm í Heims- kringlu, hvenær sem hann víll, hversu hart sem 'hann vill á hana deila, eða ritstjóra hennar.” — Þama liggur þá hundurinn grafinn, eftir alt saman. Heimskringlu ritstjórinn er í hjarta sínu sárgramur yfir því,. að fá ekki grein Kristjáns til birtingar, til þess að geta sjálfur kallað dómsmálaráöherra Islands lygara, eða hvað? Alt þetta yfirnéttúrlega pennakukl Heims- kringluritstjórans, sem hér hefir með fáum orð- um gert verið að umtalsefni, hefir augsýnilega ritað verið í svefnrofunum, því svo er þar sam- vizkusamlega öllu g'leymt, er máli skiftir. Hljómleikar, Þriðjudagskveldið þann 7. þ.m., efndi ís- lenzki söngflokkurinn, Icelandic Choral Soei- ety, til hljómleika í Fyrstu lútersku kirkju, við svo mikla aðsókn, að safnast munu hafa þar saman um átta hundruð manns. Söngskráin fór öll fram á íslenzku, og mun óhætt mega full- yrða, að fólk hafi yfirleitt skemt sér mæta vel. Yfir söngnum hviíldi hreinn og kjarklegur blær, þótt vafalaust mæfcti með réttu sitthvað að ýmsu finna^ Einkum fanst oss það áberandi, hvað ýmsar raddir í sópranó og tenór, virtust skera úr. Bassarnir vonl lang-samfeldasta röddin, og að vorri hyggju sú fegursta. Hefðu þeir þó vel mátt vera nokkru máttarmeiri. Bezt þótti oss flokknum takast með lögin: “Sjáið hvar sólin hún hnígur” eftir Sigfús Einarsson, og “Þótt þú langförull legðir”, eft- ir S. K. Hall. Var hljómhlðndunin þar yfir höfuð bezt, þótt sá væri ljóður á, að sungið væri helzti seint. Vildi það hrenna við með flest lögin. Plokkurinn er mannmargur, og þar af leiðandi all-mattíkur, beiti hann afli sínu í heildareiningu. Einsöngvar þeirra frú Sigríðar Hall og herra P. Bardals, fcókust ágaetlega, en aftur á móti virtist rödd herra Áraa Stefánssonar, engan veginn njóta sín jafnvel og æskilegt var. Sönjgstjóranum, herra Halldóri Thórolfs- syni, fór stjórn flokksins vel úr hendi, að öðru leyti en því, sem áður var á hent, að lögin voru yfirleitt sungin of hægt. Hitt skal jafn- framt viðurkent, að það er hægra sagt en gert, að stjórna jafn-stórum flokki, því þar, eins og svo víða annars staðar, er vitaplega misjafn sauður í mörgu fé. Auk þess er engan veginn óihugsandi, að íslenzkan kunni nokkuð að hafa staðið í vegi ýmsra þeirra, er í söngnum tóku þátt. Frú Bjöng fsfeld lék undir á slaghðrpu við hljómleika þessa, með þeim fimleik og þeirri festu, sem henni er lagið. . Eins og þegar hefir verið tekið fram, munu hljómleikar þessir vakið hafa óblandna ánægju í hugum peirra oghjörtum, er á hlýddu. Stend- ur fólk vort í mikilli þakkarskuld við Halldór Thorolfsson, fyrir erfiði það hið mikla, er hann hefir á sig lagt endurgjaldslaust, við1 æfingu jafn fjölmenns flokks og þessa. Er flokkur- inn nú tekinn að æfa sig undir þátttöku í næstu hljóml i starsamkepni Manitohafylkis, og er ósk- andi að slíkt megi verða ölluin hlutaðeigendum til sæmdar. Tvö ný lög voru sungin á samkomu þessari, — “Hjarta mitt og harpa”, eftir S. K. Hall, gullfallegt lag, en hitt “Tárið”, eftir Björgvin Guðnumds>son, lag, sem manni þykir því fall- egra, þess oftar sem maður heyrir það. BLUE RIBBON BAKING POWDER Blue Ribbon er eina bökunarduftið sem þér þurfið, hvað sem bakað er og er ávalt bezt til allrar bök- unar. Reynið það. Sendið 25c til Blue Ribbon, Ltd., Win- nipeg og fáið Blue Ribbon Cook Book, f ágætu bandi,—bezta matreiðslubðk- in, sem hugsast getur fyrir heimili Vesturlandsins. ---------------------------------------- ÞEIR SEM ÞURFA_ LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir íslendingar, er í hyggju hafa aö flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Barnsins fyrstu $100.00 Fyrst að spara einn dal, og fara svo með hann í bankann. Þú færð bankabók og hefir banka-reikning; og haldir þú áfram að bæta við, verða peningar þínir að $100. Hver piltur og stúlka getur gert þetta með því að fylgja þessari reglu. THE ROYAL BANK OFCANADA Canada framtíðarlandið • Eg var að blaða í gömlu úr- klippusafni og rakst þar á brot úr ræðu, sem Dr. Thornton flutti á fundi í Canadiska klúbbnum í marzmánuði 1918. Dr. Thornton var þá mentamálaráðherra Norr- isstjórnarinnar í Manitoba. Umtalsefni hans var þjóða- blöndunin í Canada. Hann hafði eðlilega kynt sér þetta mál öðrum fremur, vegna stöðu sinnar og talaði því um það eins og sá, er vald hafði að tala. Hann sagði meðal annars, að af 553 000 íbúa, sem þá voru í fylkinu, væru 38 af hundraði af öðru bergi brotnir en Bretum. Hann mintist á kenn- arafund, sem þá hafði nýlega ver- ið haldinn, þar sem mættir voru 55 kennarar, og voru þeir af 10 mismunandi þjóðflokkum. Að mynda eina samvinnandi, samhugsandi heild úr öllum þess- um þjóðabrotum, það er fram- tíðar hlutverk hér í ilandi, sem hverjum trúum borgara er skylt að taka þátt í. Líklega er þetta hvergi í Can- ada eins mikið alvörumál og í Manitobafylki þar eru nú t. d. 42,396 Frakkar fæddir i Canada; 77,658 Rússar og tikraníumenn: 68,046 Þjóðverjar og Ungverjar; 27,696 Skandinavar, 13,216 Indi- ánar, 15,948 Gýðingar o. s. frv. Því er ekki að neita, að eðlilega hlýtur hvert þjóðbrot að hafa sín sérstöku einkenni, sem í bráðina halda þeim í fjarlægð hvoru frá Óðru að ýmsu leyti. Samvinna verður þess vegna minni og kunn- ingsskapur ek>ki eins náinn og ella. Þessar þjóðir, sem hér hafa tek- ið sér bólfestu, eru aldar upp í löndum, þar sem allskonar ó- jöfnuður og stríðsandi hefir ríkt. Sumar þeirra, að minsta kosti, hljóta að flytja með séi; áhrif af uppeldinu og kringumstæðunum heima. Og því miður er )>að sorg- legur sannleikur, að margur kem- ur hingað í því eina augnamiði, að bæta sín eigin >kjör án tillits til annara; án þess að flytja með sér einlægar samvinnu- og sam- úðarhugsanir. Þó er það eitt atriðið, sem öll- um öðrum er erfiðara viðfangs. Það er málið. Hver þjóð kemur hingað með sitt eigið mál, án þess að skilja mál nágranna sinna. Þetta veldur einangrun og tor- trygni. Hugsum oss, að gestir sitji heimboð, þar sem tveir eða þrír tali sama mál, sem aðrir skilji ekki, og fjórar til fimm tungur séu talaðar í heimboðinu. Hvernig mundi fólki líða við slíkt tækifæri? Þar gæti enginn kunnað við sig; þar gætu gestir með engu móti kynst; þar væru allir eins og fiskar á þurru landi. Engin veruleg samúð gæti átt sér stað. Flestir væru eins fjarlæg- ir hvorir öðrum eftir sem áður. Þessu er nákvæmlega eins var- ið með fólkið í Canada. í stað þess að landið alt ætti að vera eins og eitt stórt heimili, þar sem hver skilur og þekkir annan, þá eru menn nú í smá þjóðbrota- hópum hér og þar, hver út af fyr- ir sig, með sinn sérstaka fruW þjóðernisblæ; sín sérstöku trúar- brögð; sína sérstöku tungu; sín- ar sérstöku hugmyndir um þjóð- félagsskapinn og öll félagsmál. íStundum verður þessL greining eða einangrun svo ákveðin, að nágrannar tortryggja hvorir aðra og tortrygnin fer svo langt, að hatur skapast af. Einn fyrirlitur siði annars; annar hefir and- stygð á háttum hins, og alt logar í misskilningi og afbrýðissemi. Það hefir orðið að venju hér í landi, að nefna alla útlendinga,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.